Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Hinn íslenski Soros

Helgi Magnússon, er orðinn með áhrifamestu áróðursmeisturum glóbalismans og landsölumönnum Evrópusinna.

Hann er búinn að komast yfir áhrifamikla fjölmiðla eins og Fréttablaðið og Hringbraut. Sjónvarpsstöðin er allgóð undir forystu Sigmundar Ernis og Lindu Blöndal sem virðast ekki gleypa allar skoðanir "His Masters Voice" hráar þannig að stöðin er yfirleitt mjög góð áhorfs.

En um Fréttablaðið gegnir öðru máli.

Þar skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir hvern leiðarann á fætur öðrum og rakkar niður Donald Trump Bandaríkjaforseta með slíku offorsi að maður gæti ætlað að meira fífl hefði aldrei gengt opinberu embætti í víðri veröld. Og auðvitað hefur heldur ekki annað eins stjórnmálaséní og þessi Kolbrún ekki ritað í blöð.

Annar leigupenni Helga er Þorsteinn Pálsson. Hann skrifar vikulega um kosti þess að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Hann hefur það fram yfir Kolbrúnu að hann reynir að rökstyðja einstök atriði í fimbulfambi sínu um Evrópumál enda fyrrum Sjálfstæðismaður.Þorsteinn eyðir auðvitað miklu púðri í að prédika þá skoðum Helga að íslenska krónan sé ónýt og undirrót alls ills, sem bergmálar auðvitað skoðanir annarra stækra Evrutrúboða á borð við Þorvald Gylfason, sem er þó blessunarlega hættur að skrifa vikulega í blaðið, Talna-Bensa, Óla Bieltved og Einars Benediktssonar  svo einhverjir séu nefndir.

Ég skal viðurkenna það að þegar ég er búinn að lesa nægju mína í Mogga þá  fletti ég Fréttablaðinu að miðopnu sem ég renni kannski yfir, mest til að æsa mig upp. Annað er yfirleitt ekki mér athyglisvert í blaðinu nema léttmeti og auglýsingar þó ég fletti til enda. Sem Fréttablaðið heldur fram að sé sama og að 90% % þjóðarinnar lesi blaðið vegna upplagsins þó kannanir sýni gerólíka niðurstöðu og að líklegra sé að helmingi upplagsins sé hent. Enda vita allir hverskonar  áróðursblað Helga Magnússonar og Samfylkingaraflanna þetta Fréttablað er og ætti að mínu viti að kaupa Gunnar Smára til sín aftur til að styrkja Kolbrúnu Bergþórs í áróðrinum. Smárinn er áreiðanlega til sölu nú sem fyrr. 

En Helgi Magnússon, fyrrum Hafskipsmógúll, er orðinn hinn íslenski Soros í skjóli peninga sinna og prédikar glóbalismann fyrir landsmönnum til að reyna að koma Íslandi frá fullveldi  í arma Evrópusambandsins.


Hugsanlega í haust?

er von á 3. stigs prófunum á bóluefni mRNA-1273 frá Moderna.

"CAMBRIDGE, Mass.--(BUSINESS WIRE)--Apr. 27, 2020-- Moderna, Inc., (Nasdaq: MRNA) a clinical stage biotechnology company pioneering messenger RNA (mRNA) therapeutics and vaccines to create a new generation of transformative medicines for patients, today announced that it has submitted an Investigational New Drug (IND) application to the U.S. Food and Drug Administration (FDA) for the company’s mRNA vaccine candidate (mRNA-1273) against the novel coronavirus (SARS-CoV-2) to evaluate mRNA-1273 in Phase 2 and late-stage studies if supported by safety data from the Phase 1 study led by the National Institute of Allergy and Infectious Diseases (NIAID), part of the National Institutes of Health.

Moderna has received initial feedback from the FDA on the design of the planned Phase 2 study, which is expected to begin in the second quarter of 2020. This study will evaluate the safety, reactogenicity and immunogenicity of two vaccinations of mRNA-1273 given 28 days apart. Each subject will be assigned to receive placebo, a 50 μg or a 250 μg dose at both vaccinations. The company intends to enroll 600 healthy participants across two cohorts of adults ages 18-55 years (n=300) and older adults ages 55 years and above (n=300). Participants will be followed through 12 months after the second vaccination.

“Submitting this IND is an important next step in the clinical development of our mRNA vaccine against SARS-CoV-2, and we are moving rapidly to potentially address this global health emergency,” said Tal Zaks, M.D., Ph.D., Chief Medical Officer at Moderna. “We look forward to launching this Phase 2 study as soon as possible, which will provide important information about the safety, reactogenicity and immunogenicity of mRNA-1273.”

Subject to data from the Phase 1 and Phase 2 studies and discussions with regulators, a Phase 3 study could begin in the fall of 2020. Funding from the Biomedical Advanced Research and Development Authority (BARDA), part of the Office of the Assistant Secretary for Preparedness and Response within the U.S. Department of Health and Human Services, supported the planning for these studies and also will support the late-stage clinical development programs, as well as the scale-up of mRNA-1273 manufacturing.

“Safe, effective vaccines are critical to ending this pandemic and preventing future outbreaks of SARS-COV-2,” said BARDA Acting Director Gary Disbrow, Ph.D. “The next steps announced today for this particular vaccine highlight the value of collaboration among government agencies including BARDA and NIAID, and the private sector, to move vaccines and other medical countermeasures forward as rapidly as possible.”"

Þangað til gerist líklega lítið nema "bein og dauð". Allur heimurinn er í klessu. Við getum hjarað svona eitthvað á fiskinum ef einhver getur keypt. Allt annað er í klessu og verður það út árið. 

Hugsanlega birtir til í haust?


Forsetaembættið

er í mínum huga gersamlega óþarft og væri betur sparað.

Það er auðvitað tómt má að tala um því þjóðin dýrkar það.

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson sýndi þjóðinni óvænt að það var hægt að beita embættinu til að girða fyrir vitlaus lög frá Alþingi. Það sýndi hann í tvígang með því að hafna lögunum um að borga málamiðlunina frá Alþingi í Icesave deilunni. En það sannar enga reglu um nauðpsyn embættisins. Þjóðin tók áhættuna af að tapa málinu en slapp með það.

Áður var Ólafur Ragnar búinn að láta í það skína að hann gæti þetta með því að hóta að reka Davíð til  baka með fjölmiðlafrumvarpið. Davíð sá við honum og dró lög sín til baka áður en Ólafur gæti staðið við hótunina.

Dr. Ólafur Ragnar  stóð sig svo vel í hruninu sem talsmaður þjóðarinnar alþjóðlega vegna menntunar sinnar og yfirsýnar. Það verða áfram nauðsynlegir kostir hvers þess sem þjóðin velur sem Forseta nú í ár.

Nú ber hinsvegar nýrra til. Nú bjóðast frambjóðendur til að verða einskonar bremsuklossar gegn Alþingi í hverju því máli sem sem þeim líki ekki. Eiginlega bjóða sig fram til að afnema Alþingi að eigin geðþótta þegar þeim dettur í hug?

Þó að á Alþingi sitji allskonar lið sem maður kærir sig lítt um og finnst óþarft með öllu, þá eru þessar hugmyndir vitlausari en flest annað af þeirri mestu pólitísku vitleysu sem fram hefur komið í seinni tíð.

Þessi sífellda ruglandi um eitthvað beint lýðræði hefur ruglað marga í ríminu með það að fulltrúalýðræðið er það skásta og raunhæfasta millistig sem til er í stjórnun þjóðfélaga.Það er stutt frá beinu lýðræði yfir í skrílræði æsingamanna sem Forn-Grikkir fengu sig fullsadda af með Kleóni sútar og slíkum gösprurum.

Hvernig hefði farið fyrir Bretum og Churchill ef styrjöldin hefði farið í þjóðaratkvæði eins og hjá Kleóni?

Fulltrúalýðræðið er líka notað í Sviss þó það sé truflað reglulega með þjóðaratkvæðagreiðslum sem sjaldnast leysa málin til bóta.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi hafa ekki verið margar og hafa sjaldan verið til bóta utan í þessu Icesave máli og svo lýðveldismálinu sem Samfylkingarflokkarnir leitast nú stöðugt við að ógilda að sínu höfði. 

En að einhver frambjóðandi  leysi einhver mál þjóðarinnar að eigin smekk frá Bessastöðum þvert á vilja Alþingis dreg ég í efa að verði til bóta. Vita einhverjir Gúndar, Sturlur eða hverjir sem kunna að koma fram alltaf betur en 63 kjörnir fulltrúar þó misjafnir séu?

Mér er persónulega sama um þetta embætti og finnst það fánýtt. Fyrir mér skipti það aðeins einu sinni máli í lýðveldissögunni.

Ég fer því aðeins á kjörstað Forsetakjörs  til að afstýra þeim versta með því að kjósa einhvern skárri eftir gömlu forskrift Bjarna heitins Benediktssonar sem sagði: "Munið þið piltar, þótt við séum vondir þá eru aðrir verri."

Fyrir mér gildir það um Forsetaembættið líka.


Hatursmynd Demókrata

um það hvernig þeir komu Nixon frá með lygum, rógi og ósönnuðum ákærum sem þeim tókst að raða svo saman og blása upp að trúað varð í áróðursstríðinu sem fram kom í mynd sem sýnd var í RÚV ó kvöld.  Íslenska Ríkissjónvarpið er svo greinilega Demókrata megin  að Trump-og Repúblíkanahatrið leynir sér ekki í daglegum fréttaflutningi þessa annars ágæta miðils.

Þeir blésu upp í þessari mynd að upptökurnar í Hvíta Húsinu væru í sjálfu sér sönnun þess hverskonar bandítt Nixon hefði verið að njósna um allt og alla. En í myndinni kemur að fram að Roossewelt tók upp allt sem framfór á hans skrifstofu og auðvitað hafa allir  forsetar gert þetta og gera enn síðan  enda nauðsynlegt að hafa allt á hreinu í stórpólitík.

Á Alþingi Íslendinga er alþekkt hjá þingskrifurum að þingmenn láta leiðrétta ræður sínar afturábak til að fegra sjálfa sig  og hafa svona falsanir viðgengist árum saman. En á Alþingi Íslendinga er auðvitað er allt tekið upp eins og fyrir vestan í þinginu þar og í Hvítahúsinu.Það verður allt að vera á hreinu hvað sagt er.Og að halda því fram að Nixon og Haldemann hafi talað saman um glæpsamlega hluti vitandi báðir að þeir voru í beinni útsendingu er svo greinilega skepnulegur áróður að engu tali tekur.

Aðalatriðið að Demokrötumnum tókst að þyrla upp svo miklu moldviðri að Republikanaflokkurinn varð að láta Nixon róa til að bjarga flokknum.  Þeir Demókratar eru búnir svikalaust að reyna að leika sama leikinn með Trump sem hefur blessunarlegasta staðið af sér árásirnar til þessa,  hvað sem verður.

Það er aldrei nein eftirsjá í neinum pólitíkus sem er sprengdur í loft upp, það kemur alltaf annar í staðinn. Gerald Ford tók bara við af Nixon og stóð sína pligt eins og þeir sem á eftir komu. 

Þannig skiptir enn minna máli hvort Gúndi verður Forseti íslands eða Guðni nær endurkjöri. Eftir þá mun ekkert liggja þar sem þeir eru bara fígúrur en ekki alvöru stjórnmálamenn eins og Nixon var. Þó að Gúndi virðist halda að hann verði eitthvað pólitískt númer sem Guðni sé ekki sem er grundvallarmisskilningur auðvitað.


Er þetta ekki bara frábært?

"At­kvæðagreiðslu um verk­falls­boðun fé­lags­manna Efl­ing­ar hjá Kópa­vogi, Seltjarn­ar­nes­bæ og fleiri sveit­ar­fé­lög­um er lokið og var verk­falls­boðun var samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Efl­ingu. Að óbreyttu hefst verk­fall á há­degi þriðju­dag­inn 5. maí.

89% þeirra sem greiddu at­kvæði voru samþykk­ir verk­falls­boðum í grunn­skól­um og 88% voru samþykk­ir verk­falls­boðun á vinnu­stöðum öðrum en grunn­skól­um. 6% þeirra sem greiddu at­kvæði voru á móti verk­falls­boðun bæði í grunn­skól­um og á öðrum vinnu­stöðum. Álíka fjöldi tók ekki af­stöðu. Sam­tals greiddu 65% þeirra sem voru á kjör­skrá at­kvæði.

Sveit­ar­fé­lög­in sem um ræðir eru Seltjarn­ar­nes­bær, Kópa­vogs­bær, Mos­fells­bæ, Hvera­gerðisbæ og Sveit­ar­fé­lagið Ölfus. Krafa fé­lags­manna Efl­ing­ar sem þar starfa er að gerður verði samn­ing­ur um sam­bæri­leg­ar kjara­bæt­ur og þær sem eru í samn­ing­um Efl­ing­ar við Reykja­vík­ur­borg og Ríkið. Eng­ar kröf­ur um­fram það eru gerðar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Samn­inga­nefnd frestaði verk­fallsaðgerðum meðan Kór­óna­veirufar­ald­ur­inn stóð sem hæst en gaf út að gengið yrði til at­kvæða á ný um fram­hald verk­falls eft­ir páska. All­ir fé­lags­menn Efl­ing­ar hjá sveit­ar­fé­lög­un­um fimm munu leggja niður störf ótíma­bundið á há­degi þriðju­dag­inn 5. maí, sama dag og sam­komu­bann verður rýmkað.

„Þetta eru magnaðar niður­stöður. Þær sýna ótrú­legt hug­rekki, bar­áttu­vilja og sam­stöðu okk­ar fólks. Lág­launa­fólk ætl­ar að fá viður­kenn­ingu á því að sam­fé­lagið kemst ekki af án þeirra. Veirufar­ald­ur eða ekki – Efl­ing­ar­fólk læt­ur ekki kúga sig til hlýðni,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar."

Er þetta ekki bara frábært að spara atvinnuleysisbætur með lokunum á skóla og leiskskólunum þegar allt er hvort sem er í skralli og fólk hefur ekkert annað að gera en að passa krakkana sína sjálft eins og sagt var við mína konu á miðjum áttunda áratugnum hér í Kópavogi  þegar hún heimavinnandi bað um leikskólapláss fyrir dótturina? 


Er fólk of kærulaust

nú þegar árangurinn af hertu aðgerðum gegn COVID19 hefur  komið í ljós?

Þurfum við ekki að halda sem flestum af umgengisvenjunum sem við tókum upp?

Virða mannhelgina 2 metra?

Ekki fara nær nema með samþykki beggja?

Þvo okkur oftar og spritta?

Takmarka fjölda viðmælenda í hóp?

Hugsa um hvað við snertum og hvar geta leynst smit?

Nota hanska og bera þá með okkur?

Síðasta ár mitt leiddi það af sér við veikindi og spítalavistir að ég fór að hugsa öðruvísi um samferðamennina. Umhverfið á spítölunum er fullt af englum sem eru svo miklu betra fólk en ég hef verið um mína tíð. 

Eg hef lært að meta fólk öðruvísi þó að ég viti að ég á langt í land með að verða sá maður sem vildi vera.Ófullkomleikinn fylgir manni og blossar upp við minnstu tilefni. En maður verður að reyna og reyna að temja sig og hugsa áður en maður framkvæmir. 

2 metra Mannhelgin hans Víðis Reynissonar sem kallast á við Landhelgishugtakið er eitthvað sem við skulum ekki gleyma á þeim mánuðum sem framundan eru. Munum að veiran hefur ekkert tilynnt un að húna sé farin í leyfi.

Þegar bóluefnið verður almennt komið getur lífið farið að færast í betra horf og kæruleysið getur vaxið aftur til fyrra horfs þó það sé alls ekki æskilegt.

Við þurfum að sinna heilbrigðismálum þjóðarinnar mun betur en við höfum gert til að vera betur undirbúin. Það held ég að við höfum lært varanlega.

Mér sýnist að fólk þurfi samt að minna sig á þetta reglulega þegar það feer út á strætin.

Vöndum okkur þó hugsanlega sé það fólk samt sem er þéttar saman frekar sambýlisfólk en bara kærulaust. 

 

 


Grunnfærin pólitísk umræða

er millifyrirsögn í enn einni Morgunblaðsgrein hins náttúrupólitíska fræðimanns Hjörleif Guttormssonar.

Honum er  sem fyrr fyrirmunað að beita aðferðum vísindamanns á fyrirliggjandi atburði og þróun og sér allt í gegn um gleraugu hins trúaða.

Út frá þeim trúarkreddum sem hann hefur tekið upp sem helgar dregur hann allar ályktanir frá óskyldum málum um atburði líðandi stundar.

Sem dæmi má tilfæra þessa setningu: ".....en jafnframt og umfram allt að finna nýjar leiðir til að ná tökum á ósjálfbæru efnahagskerfi, ekki síst í ljósi glímunnar framundan við loftslagsháskann. Þótt Ísland vegi ekki þungt á heimsvísu í því stóra dæmi verður hvert þjóðríki að axla sína ábyrgð. eitt eða í samvinnu við aðra."

Þvílík grunnfærni hjá pólitískum náttúrufræðingi.

Loftslagháski er ósannað slagorð Grétu Thunberg sem er ættað frá hinum fyrirlitlega loftslagsbraskara AlGore sem notar upppískaðan loftslagsháska unglinganna til að græða sjálfur milljónir um leið og hann þýtur um háloftin á menngunarspúandi einkaþotu sinni með hlutabréf í olíuiðnaðinum í rassvasanum. 

 

Ekki bregst gamli komminn og auðhringaskelfirinn Hjörleifur ´i hugmyndaráttunni gegn kapítalismanum.

Nú finnur hann nýjan bandamann í hagfræðingnum Tómasi Pikkety sem hann reynir að tengja við vinstrimennskuna um heim allan.

 " Niðurstöður hans um sívaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum og víðar í skjóli nýfrjálshyggju frá 1980 að telja eru nú almennt viðurkenndar. Greining hans og upplýsingar hafa verið drjúgt veganesti frambjóðenda demókrata í kosningabaráttunni vestra, þeirra Bernie Sanders og Elizabeth Warren. Heimafyrir í Frakklandi hefur Piketty gagnrýnt Macron forseta fyrir afslátt á sköttum milljónera, en á sama tíma niðurskurð til námsmanna og aldraðra. Í bókinni Auðmagn og hugmyndafræði segist hann vilja umorða þekkta skilgreiningu Karls Marx um stéttabaráttu sem kjarna samfélagsbaráttu, á þessa leið: Saga allra samfélaga hingað til er sagan um baráttu hugmynda og leit að réttlæti. (The history of all hitherto existing societies is the history of the struggle og ideologies and the quest for justice (s. 1035)).

Í sérstökum kafla í síðarnefndu bókinni fjallar Piketty um stighækkandi skattlagningu á losun CO2 í glímunni við hlýnun jarðar (s. 1004). Fram kemur víða í ritum Pikettys að hann lítur margt í þjóðarbúskap Norðurlanda jákvæðum augum og telur stjórnarskrárbundna aðild launamanna að stjórnum fyrirtækja í Þýskalandi jákvæða fyrirmynd. Framsetning Pikettys er hófsöm og vel rökstudd."

 Þetta er hin díalektiska aðferðafræði sem ég hlustaði á hjá Einari Olgeirssyni í leshringjum sem ég sótti á Þórsgötu 1 í gamla daga, þar sem Einar skýrði öll mál útfrá sjónarhóli Rússa. Án þess að ég muni neitt eftir  því hverjir voru þarna þá eða ég muni sérstaklega margt sem maður heyrði á þessum árum þá hefur  Hjörleifur einhversstaðar lært að hugsa svona  í æsku sinni sem ungur kommúnisti. Vitna í frægan mann og prédika sína um þessa framsetningu sem eina og óskeikula og ofsækja þá sem andmæla þessu á einhvern hátt.

"Það þarf enga stjórnarandstöðu þegar stefnan er rétt!"

Ekki lítur sérlega vel út með stjórnmálaframa þeirra Bernie Sanders og Elísabetar Warren. Og vonandi fylgir Hjörleifur þeim inn í áhrifaleysið sem allra lengst.

Ef þetta er ekki grunnfærin pólitísk umræða hinum gamla kommúnista  Hjörleifi Guttormssyni  þá hvað?

 

 


2 metra "mannhelgi"

hugmyndin frá Víði er eitthvað sem vkið eigum að velta alvarlega fyrir okkur.

Er ekki hægt að hafa það sem reglu að við nálgumst ekki annað fólk að fyrra bragði nema fyrir liggi að það sé einhverskonar augnsambands samþykki fyrir því?

Það er landlægur siður að fólk halli sér í áttina að fólki sem það hittir og vill eitthvað með. 

Ómar Ragnarsson fjallar um þetta svona:

"Tveggja metra "mannhelgin" eins og Víðir kallaði hana svo réttilega, samanber orðið landhelgi, er nokkurn veginn, ásamt sprittuninni meginatriði alls þjóðlífsins um þessar mundir. 

Það eru þessir lífsnauðsynlegu tveir metrar sem hafa stöðvað hálft atvinnulífið og skapað djúpa kreppu, en voru óhjákvæmileg regla, eins og óvæntar hópsýkingar hafa bent til auk þess árangurs að koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins og mikið mannfall. 

Á myndum af útilífinu á hinum góða degi í gær mátti sjá, að eftirsóknarlegt frelsi í blíðviðrinu skóp margfalt brot á tveggja metra reglunni þar sem samt hefði verið átt að vera tiltölulega auðvelt með góðum vilja, að fara eftir henni. 

Þetta var slæmt að því leyti, að það er hastarlegt fyrir burðarfyrirtæki á borð við Icelandair, svo að nærtækt dæmi sé tekið, að ekki sé talað um ferðaþjónustuna eins og hún leggur sig; áður með veltu upp á hundruð milljarða og störf í tugþúsundatali; -  að þurfa að sæta afleiðingum hinnar hörðu tveggja metra reglu á sama tíma og sjá má í sjónvarpi fjöldabrot á henni við aðstæður, sem ekki þurfa að koma í veg fyrir að hún sé virt. 

Fram að þessu hefur þjóðin í meginatriðum sýnt samvinnu og samstöðu, og þrátt fyrir vangaveltur um tilslakanir framundan, er mikilsvert að viðhalda sem mestri einingu um það sem gert er. ..."

Ef við höfum þetta sem meginreglu með undantekningum að eigin vali, erum við þá ekki líkleg til að forðast eitthvað. Sýnum tillitssemi og förum aðeins kurteisislega nær öðru fólki þegar við sjáum að Það vill að við komum nær? Rjúkum ekki á það til faðmlaga eða handabanda.

Ef Icelandair setur bara farþega í annaðhvort sæti og hefur tjald sem sett er á sætisbökin þá komast aðeins helmingi færri farþegar í hverja vél. Skipulag er haft á inn og útgöngu. Farseðlar verða auðvitað helmingi dýrari. En er þetta eitthvað útilokað og verra en ekkert flug?

Hjálpar ekki allt sem við gerum í þessa veru til hafa 2 metra mannhelgi sem umgengnisvenju? 


AlGore og Michael Moore

láta umhverfismál sig varða hvor á sinn hátt.

Moore hefur gert langa mynd sem G.Tómas Gunnarsson vekur athygli á í bloggi sínu:

"Pláneta mannanna - heimildamynd

Undir núverandi kringumstæðum eyði ég eins og sjálfsagt fleiri, allnokkrum tíma á netinu og þar kennir ýmissa grasa þessa dagana.

Margir kannast við kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore, hann hefur verið gríðarlega umdeildur, myndir hans hafa skipt mönnum í háværa hópa.

Á YouTube síða hans var frumsýnd nýlega (líklega á Degi Jarðar) ný heimildarmynd eftir Jeff Gibbs, sem Moore hefur framleitt.

Myndin er vel gerð og vel þess virði að horfa á.  Fyrir minn eigin smekk er hún full "dómsdagspredikandi", ef svo má að orði komast, og margir myndu líklega segja að hún væri ekki "lausnamiðuð".

Það kemur líklega fáum að óvart að í myndinni er ráðist harkalega á orkuiðnaðinn og Koch bræðurnir fá sinn skammt. 

En það kemur ef til vill mörgum á óvart að "umhverfisverndariðnaðurinn" fær jafn stóran, ef ekki stærri part gagnrýninnar.  Sólarorka, vindorka, orka úr "lífmassa" fær algera falleinkunn í myndinni og ráðist er af hörku á marga "messíasa" umhverfisverndar.

Ég hef hvergi séð myndina "staðreyndatjékkaða" og ætla ekkert að fullyrða um slíkt. Það er hins vegar rétt að hafa huga að oft rísa upp deilur um "staðreyndir" í heimildamyndum og hafa gert það um fyrri myndir sem Moore hefur framleitt.

Ég hef ekki séð mikið fjallað um myndina og varð örlítið hissa hvað ég hef lítið orðið hennar var í "meinstrím" fjölmiðlum.  En ég fann þó skrifað um hana í Guardian, Forbes og Hollywood Reporter.  En vissulega gengur mikið á í heiminum.

En eins og alltaf er sjón sögu ríkari.  Youtube."

Það er svo sannarlega ástæða til að skoða þessa nærri 2 klukkutíma mynd.

Hún vekur athygli á tvöfeldni stjórnálamanna eins og AlGore sem er vægast sagt tvöfaldur í roðinu hvað umhverfismál varðar. Græðir en grobbar og kemst upp með það.Segist bera 

alGoreoggulliðhagsmuni jarðar fyrir brjósti en selur þá hiklaust fyrir gullið?

Þjóðverjar höggva skóg um alla jörð og flytja kurlið til Þýskalands þar sem það er brennt til rafmagnsframleiðslu og selt sem lífrænt framleitt rafmagn af því að trjákurl á lífrænan uppruna? Hugsanlega geta þýsk fyrirtæki þá selt vöru með aðkeyptri íslenskri upprunaábyrgð?

Og Gréta Thunberg ærir unglinga um heim allan með loftslagsbreytingaáróðri sem skrópa í skólanum á föstudögum í göfugum tilgangi fyrir framan Alþingishúsið meðan gullið vigtar meira hjá AlGore.

Colorado áin með Hoover-stíflunni rennur ekki lengur til sjávar þar sem vatnið er gjörnýtt.Fiskframboð virðist vera komið yfir hámarkið og vera á niðurleið. Mannfjöldi virðist víða vera kominn framyfir framleiðslugetu landanna sem hann lifir á.

Víða er eins og að eitthvað sem menn kalla náttúruna sjálfa grípi í taumana þegar einhverri hulinni  takmörkun er náð. Læmingjar hlaupa fyrir björg. Hvalir synda á land.Vírusar koma fram og fækka tegundum án þess að sjáanlega hagnast sjálfir?

Er hægt að draga þá ályktun af mynd Michaels Moore að mannkynið nálgist endamörk vaxtar? Náttúran muni grípa í taumana ef ekkert verður að gert?

Kjarnorkuver verði að rísa ef leysa eigi orkuskort jarðar?

Er kórónuvírusinn aðeins viðvörun um það sem komið getur ef við grípum ekki sjálf í taumana?

Borgarastríðin í Afríku og taumleysi í alþjóðaviðskiptum sé að leiða mannkynið fram af brúninni?

Kjarnorkuvopnin tali á endanum og leysi mannfjöldamálið verði náttúran ekki búin að því áður?

Vísindin fresti aðeins endalokunum ef mannkynið nær ekki tökum á sjálfu sé?

Michael Moore og AlGore tala þeir ekki  sinn með hvorum hætti?

 


Höfðingjar í hættunni

hjá helsjúkri íslenskri þjóð eru taldir upp í pistli fræðaþulsins góða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu í dag:

"Talið er, að um 500 milljónir manna eða þriðjungur jarðarbúa árið 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af þeim hafi um tíu af hundraði látist, um 50 milljónir manna.

Ein skýringin á því, hversu skæð veikin varð, var fátæktin á þeim tíma, vannæring, þéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlæti.

Við búum sem betur fer við miklu betri aðstæður. Hagvöxtur er afkastamesti læknirinn.

Á Íslandi létust 484 úr spánsku veikinni, en um skeið lágu tveir þriðju hlutar Reykvíkinga rúmfastir.

Thor Jensen var þá umsvifamesti útgerðarmaður landsins.

Að beiðni bæjarstjórnar Reykjavíkur sendi félag hans, Kveldúlfur, togara til veiða, þegar bærinn var að verða matarlaus, og gaf hann fiskinn bæjarbúum endurgjaldslaust. Og hinn 22. nóvember setti Thor upp almenningseldhús. Hann fékk lánað húsnæði undir það, en greiddi allan annan kostnað úr eigin vasa. Í matskálanum voru samtals framreiddar um 9.500 máltíðir, en rösklega 7.000 máltíðir voru sendar til þeirra, sem ekki áttu heimangengt.

„Að voru viti hefur enginn höfðingi þessa lands, hvorki fyrr né síðar, sýnt aðra eins rausn,“ skrifaði Morgunblaðið 16. desember 1918.

Einnig rak Tómas Jónsson matvörukaupmaður eldhús, nokkru minna, og gaf mat og mjólk.

Í Barnaskóla Reykjavíkur við Tjörnina var sett upp farsóttarheimili, og var Garðar Gíslason stórkaupmaður yfirbryti þar. Var hann kallaður „hjálparhellan“, því að honum tókst jafnan að útvega nauðsynjar, þegar aðrir stóðu ráðalausir.

Í veirufaraldrinum, sem nú geisar, hafa úrræðagóðir framkvæmdamenn líka látið að sér kveða. Kunnast er auðvitað framtak Kára Stefánssonar í Íslenskri erfðagreiningu, en óhætt er að segja, að róðurinn hefði orðið þyngri, hefði hans ekki notið við.

Mér er kunnugt um, að forstjórar nokkurra annarra fyrirtækja hafa lagt nótt við dag við útvegun nauðsynlegs tækjabúnaðar, og hafa fyrirtækin borið kostnaðinn. Hafa þessir menn nýtt sér erlend viðskiptasambönd, sýnt fádæma þrek og sigrast á ótal erfiðleikum. Þotur fullar af margvíslegum búnaði fljúga ekki ókeypis eða fyrirhafnarlaust frá Kína til Íslands.

Þessir menn hafa ekki viljað láta nafna sinna getið, en við að heyra um þá rifjuðust upp fyrir mér orð Margrétar Thatcher:

„Miskunnsami Samverjinn gat veitt aðstoð, af því að hann var aflögufær.“

hannesgi@hi"

Aflögufærir höfðingjar hresstu hrjáða Íslendinga nú sem fyrr.

 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband