Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
20.5.2020 | 12:58
Hversu mikið lækkar lífeyririnn
minn hjá lífeyrissjóði Verslunarmanna ef hann setur 20 milljarða í Icelandair?
10 %? 20 %?
Hvað gerir hans hátign Ragnar Þór?
Hvað gerir Bjarni Ben? Hvar fær hann peninga til þess að pumpa í Icelandair og friðþægja frú Snæland?
Snýr lífeyririnn minn ekki bara að mér þó ég ráði engu?
20.5.2020 | 12:28
Fornaldaeðlan
enn á ferðinni. Drífa Snædal vill heldur ekkert flug en gefa eftir þumlung.
Skelfilegt að svona fornaldareðlusjónarmið eigi að vera í hásæti í þjófélaginu 2020.
20.5.2020 | 11:07
Kennileikinn eða QED
þvælist kostulega fram og aftur á síðum dagblaðanna.
Í Morgunblaðinu skrifar Óli Björn Kárason grein þar sem eftirfarandi stendur:
"...Skortur á samhæfðum viðbrögðum Evrópusambandsins við efnahagslegum hörmungum veirufaraldursins er líklegur til að auka klofning meðal evrulandanna. Fram til þessa hefur hvert land glímt við kreppuna í gegnum eigin ríkisfjármál en Seðlabanki Evrópu hefur reynt að koma til aðstoðar með kaupum á ríkisskuldabréfum.
Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við stórfelld kaup bankans. Um leið bannaði dómstóllinn seðlabanka Þýskalands að taka þátt í kaupum ríkisskuldabréfa evrulanda nema lagðar væru fram sönnur fyrir því að meðalhófs væri gætt við kaupin.
Evrópudómstóllinn telur úrskurð stjórnlagadómstólsins marklausan og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á sama máli. Þannig dýpkar pólitísk og stjórnlagaleg kreppa Evrópusambandsins, á sama tíma og glímt er við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar veirufaraldursins.
Aðildarríkin virðast ófær um að sameinast um hvað þurfi að gera. Evrulöndin eru ekki ein um að glíma við alvarlegan efnahagssamdrátt og hækkandi skuldir. Fá lönd sleppa við efnahagslegar afleiðingar faraldursins.
En sameiginlegur gjaldmiðill evran án sameiginlegra ríkisfjármála er orðinn líkt og myllusteinn um háls þeirra þjóða sem verst hafa orðið úti í efnahagsþrengingum. Myntbandalagið stefnir í aðra skuldakreppu ríkissjóða aðildarríkjanna. Engin pólitísk samstaða hefur náðst um um að dreifa byrðunum á milli norður- og suðurhluta. Fyrir okkur Íslendinga er það ekki gleðiefni að horfa upp á gjána milli norðurs og suðurs breikka.
Pólitísk og stjórnskipuleg kreppa Evrópusambandsins og efnahagslegt misgengi í evrulandi getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag.
Við Íslendingar, líkt og aðrar þjóðir, eigum eftir að draga lærdóm af baráttunni við skæða veiru og með hvaða hætti skynsamlegt er að bregðast við efnahagslegum áföllum vegna veirufaraldurs sem lamar daglegt líf. Sumt vitum við þegar. Öflugt og skilvirkt heilbrigðiskerfi er forsenda þess að hægt sé að bregðast við heilbrigðisvá.
Við höfum fengið staðfestingu á því hversu mikilvægt það er að fylgja aðhaldssamri stefnu í opinberum fjármálum á tímum góðæris, þannig að ríki og sveitarfélög séu í stakk búin til að takast á við efnahagslegan erfiðleika. Og við höfum enn einu sinni verið áminnt um hversu dýrmælt fullveldi í peningamálum er."
Á gagnstæðri síðu fer dr. Benedikt Jóhannesson enn einu sinni yfir það, að 2+2=4 þýði að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Það sé QED og hið eina stærðfræðilega viðfangsefni þjóðarinnar.
Það er mér óskiljanlegt hvernig þessi vel mennti maður skuli berja þann lóminn... : " Allar þjóðirnar eru nú reynslunni ríkari í NATO, sem ásamt Evrópusambandinu er áhrifamesta friðarbandalag sögunnar". Hann samsamar hið feyskna Evrópusamband saman við sjálft NATÓ sem eitt og sér hefur haldið friðinn frá stofnun þess meðan ESB hefur ekki verið fært um eina einustu ákvörðun á alþjóðasviði frá því fyrir Bosníustríð.
Benedikt flokkar það til einangrunarhyggja að vilja ekki ganga í Evrópusambandið sem logar stafna á milli í vandamálum friðartímans, og óleysanlegum fjárhagsvanda Evrunnar. Hrósar Gulla utanríkis fyrir þjónkun hans við EES samninginn sem sætir vaxandi efasemdum þjóðarinnar. QED hans lokar gersamlega fyrir skilningarvit mannsins á öllu öðru.
Yfirgnæfandi hluti mannkyns, ríkja heimsins stendur utan Evrópusambandsins. Benedikt telur það til einangrunarhyggju að eiga frjáls viðskipti við þá mörgu milljarða manna sem þeim meirihluta tilheyra.
Og svo kallaði hann flokk sinn Viðreisn! Herre Gud! Þvílíkt öfugmæli.
Vonandi biður íslensk þjóð Benedikt aldrei um hans QED í neinum kappsmálum sem snerta fullveldi landsins og fjárhagsmál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2020 | 15:04
Katrín stóð sig
gegn glefsi formanna Miðflokks og hins Samfylkingarflokksins sem kallar sig Viðreisn en ætti frekar að heita Förgunarflokkur Fullveldis vegna undirlægjuháttar síns við Evrópusambandið.
Björn Bjarnason sá þetta gerast á Alþingi í gær:
"Tveir flokksformenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn, sóttu að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á alþingi mánudaginn 18. maí vegna frétta um að VG hefði komið í veg fyrir framgang tillagna um varnarframkvæmdir sem utanríkisráðherra kynnti í umræðum á vettvangi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna COVID-19-faraldursins.
Flokksformennirnir fóru sneypuför ef þeir ætluðu sér að veikja stjórnarsamstarfið með spurningum sínum.
Forsætisráðherra skýrði afstöðu sína og sagði meðal annars:
Í fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að Vinstrihreyfingin grænt framboð standi gegn þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ég hef ekki séð nein rök færð fyrir þeirri staðhæfingu og minni þar á að í kjölfar yfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld undirrituðu með bandarískum stjórnvöldum árið 2016, þar sem boðuð var ákveðin uppbygging á Keflavíkurvelli og í kjölfar hennar sameiginlegur skilningur stjórnvalda á árinu 2017 um það hvað sú uppbygging skyldi snúast um, hefur staðið yfir á Keflavíkurvelli uppbygging fyrir 12 milljarða kr. Sýnir það ekki að Vinstrihreyfingin grænt framboð stendur við þær ákvarðanir sem teknar eru og byggjast á mati á varnarhagsmunum sem fram fór í kjölfar þeirrar yfirlýsingar sem gefin var út 2016?
Svarið við spurningunni er, jú. Kjarninn í afstöðu forsætisráðherra er að þjóðaröryggisstefnunni skuli fylgt. Hugmyndin um nýjar framkvæmdir nú eigi ekki að skoða með miklum hraði við gerð fjáraukalaga vegna COVID-19. Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins um þær framkvæmdir, sagði forsætisráðherra. Telur hún réttilega að ákvörðun um nýframkvæmdir eigi að taka að loknum slíkum viðræðum: Svona ákvörðun hlýtur alltaf að teljast utanríkispólitísk og byggjast á sameiginlegu mati aðila á varnarhagsmunum, sagði hún.
Forsætisráðherra, formaður þjóðaröryggisráðs, minnti á að á vegum ráðsins væri nú unnið að áhættumati fyrir Ísland, síðast var það gefið út 2009 (!) og henni þætti mikilvægt að við byggjum allar ákvarðanir okkar í þeim efnum á því en matið ætti að liggja fyrir þinginu í haust og [væri] unnið af undirbúningshópi þjóðaröryggisráðs. Vanda yrði til verksins vegna þjóðaröryggis.
Katrín Jakobsdóttir sagði VG sannarlega ekki leggjast gegn vestrænni samvinnu þótt flokkurinn andmælti aðild að NATO. Hún minnti á að viðhald mannvirkja undanfarin þrjú ár á varnarsvæðinu á Keflavíkurvelli hefði verið meira en frá árinu 2002. Ríkisstjórn hennar hefði svo sannarlega fylgt þjóðaröryggisstefnunni betur eftir en fyrri ríkisstjórnir.
Ekki ætti að horfa á öryggismál út frá efnahagslegum forsendum heldur með þjóðaröryggi að leiðarljósi.
Forsætisráðherra kynnti haldgóð rök fyrir afstöðu VG til hugmynda um framkvæmdir við Helguvík.
Illskiljanlegra er eftir þessi greinargóðu svör Katrínar Jakobsdóttur en áður hvers vegna í ósköpunum VG leggst enn gegn NATO."
Ég treysti mér ekki til að dæma afstöðu Katrínar þungt eftir þessi orð. Þau eru yfirveguð og öfgalaus þó ég sjái vitaskuld eftir þessum peningum sem ekki koma inn til Suðurnesja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2020 | 12:29
Sannleikurinn um Reykjavíkurumferð
kemur allur fram í afburðagrein Jónasar Elíassonar í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur hinn einfaldi sannleikur um umferðarvandamálin í Reykjavík.
Þau eru í einfaldleika þannig:
96 % fólk hefur valið sér einkabílinn sem faraskjóta. 4 % vill fara með strætó. Borgarstjórn krefst þess að 4 % borgarbúa hætti við einkabílinn og fari að ferðast með ofurstrætó sem á að kosta hundruð milljarða.
Engar nýjar akreinar sem bara fyllast af einkabílum og að tími mislægra gatanamóta sé liðinn í Reykjavík svo vitnað sé orðrétt í spakmæli vitringanna.
En gefum prófessornum orðið:
"Sundabraut og stokkur fyrir Miklubraut eru óþarflega dýrar framkvæmdir og ótímabærar, en Reykjavík þarf ljóslausa aðalbraut í gegnum þéttbýlið. Jákvæð viðbrögð við grein í Morgunblaðinu 14. maí eftir sama höfund sýna að fólk gerir sér almennt ljóst hvílík fjarstæða áform Reykjavíkurborgar um Borgarlínu eru, bæði í umhverfislegu og fjárhagslegu tilliti.
En eru þá engar umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum Reykjavíkur?
Þær eru til: Halda áfram með áformin frá því 1965 um ljóslausa leið gegnum höfuðborgina.
Hún heitir Miklabraut og umferðartafir eru þar svo miklar í dag að hægt er að reikna út að samanlagðar tafir nema um 100 ársverkum á dag og óþarfa bensíneyðsla er um 10 tonn daglega, sem er frekar slæmt fyrir loftslagið sem allir vilja laga, skipulagsfrömuðir Reykjavíkur einna mest.
Til að bæta úr þessu þarf ein stutt jarðgöng í gegnum Háaleitið, tvær brýr í framhaldinu, aðra yfir Grensásveg og hina yfir Kringlumýrarbraut, og þá er hægt að rífa burt umferðarljósin og auka umferðarrýmd um 50%.
Til þess þarf viðbótarráðstafanir, við Lönguhlíð og Njarðargötu, en þær eru minna mál.
En skipulagshöfðingjar Reykjavíkur vilja þetta ekki, slíkt væri þjónkun við einkabílinn.
Í staðinn vilja þeir Sundabraut, sem hefur enga tengingu við stofnbrautakerfi Reykjavíkur utan Elliðaáa nema eftir Gufunesafleggjaranum.
Framkvæmd sem gerir eiginlega ekkert gagn fyrir umferðarstíflurnar en er miklu dýrari. En hún hentar sem einkaframkvæmd, sem hægt er að rukka fyrir, er það ástæðan? Þá má kalla hana framhald af Vaðlaheiðargöngunum.
Þá vill Reykjavík setja Miklubraut í stokk, þ.e. grafa hana niður í jörðina, bersýnilega í þeim tilgangi að geta úthlutað lóðum ofan á stokknum.
Þarna hefur borgarstjórn greinilega fengið eitursnjalla hugmynd, láta ríkið borga stokkinn og selja síðan lóðirnar. Það telja þeir væntanlega tómum peningakassanum til framdráttar.
Eða er það? Þessi framkvæmd minnir á aðra, svokallaða Boston Big Dig, (https://en.wikipedia.org/ wiki/Big_Dig), sem var að grafa niður aðalveg, 1,5 mílna langan, það átti að kosta þrjá milljarða dollara en tók 15 ár og fór upp í níu milljarða.Um 1.500 milljarða króna.
Langar menn í svona ævintýri?
Það þarf enginn að efast um að kostnaðaráætlunin fyrir stokkinn á eftir að þrefaldast, ef ekki tífaldast, þegar byrjað verður að hjakka sig niður í gegn um alla leiðslusúpuna, niður í grágrýtið og lenda þar í vatnsaganum.
Menn þekkja flestir nóg til sögu Reykjavíkur í skipulagsmálum undanfarin 25 ár til að vita að þar verður óhamingjunni allt að vopni.
Tökum lítið dæmi um það hvað kemur út þegar menn lesa of mikið af bókum. Dæmið um Vatnsmýrina og flugvöllinn sem borgarstjórnin endilega vill losna við. Hrifningin fyrir þessu lýsti sér í skipulagssamkeppni fyrir Vatnsmýrarsvæðið árið 2008.
Tillagan sem fékk fyrstu verðlaun var nánast kópía af Barcelona, með carré-byggingum (stórir ferkantar), diagonal og öllu saman.
Hvað er diagonal? spyrja menn. Evrópskar borgar voru flestar byggðar á miðöldum, í einni kös innan við borgarmúra til að forðast fallbyssur óvinanna.
Skipulagið var yfirleitt götur í rétthyrndu kerfi, ef þær voru í einhverju kerfi yfirleitt. Hjá bestu skipulagsmönnunum lá ein gata eins og hornalína í rétthyrningnum, yfirleitt kölluð Diagonal.
Ef óvinirnir skutu niður borgarhliðið við annan endann var þetta gatan sem allir áttu að flýja eftir, út um hinn endann. Myndir af svona borgum eru í öllum bókum, og þetta fékk fyrstu verðlaun í Vatnsmýrarsamkeppninni.
Svona götur eru reyndar líka í amerískum borgum. Það sem Íslendingar þekkja best eru Broadway í New York og Embarcadero í San Francisco, þær eru í dag notaðar sem aðalumferðargötur fyrir bíla, ef einhver hefði nú tíma til að lesa amerískar bækur líka.
Önnur björt hugmynd sem bókaormarnir fengu líka var hringtorg. Um miðja 19. öld var París orðin slík þvaga af þröngum götum að ekki þurfti nema nokkur borð og stóla til að byggja götuvirki, enda lágu vinstrimenn Parísar í endalausum byltingum og kommúnustandi.
Þetta hætti þegar Napóleon III lét barón Haussman ryðja burt draslinu og byggja hringtorg með búlevördum á milli. Þetta fékk mikið hól í bókum sem mikilvæg skipulagsvísindi og fær enn.
Tilgangur Haussman var reyndar ekki framlag til skipulagsvísinda, heldur sá að keyra fallbyssur sínar út á hringtorgin og hafa þaðan beinar stefnur til að skjóta niður götuvirkin. Enda steinhættu Parísarbúar öllu byltingarbrölti.
En þetta hafði þau áhrif, þegar menn fóru að lesa bækur hér uppi á Íslandi, að hringtorgum í úthverfunum snarfjölgaði þótt engar væru fallbyssurnar.
Því miður er ekki útlit fyrir neina breytingu hjá Reykjavíkurborg. Hún mun standa gegn öllum endurbótum á Miklubrautinni og halda áfram að hlaða niður umferðarljósum og öðrum samgönguhindrunum, hér eftir sem hingað til.
Hún hefur t.d. harðneitað í mörg ár að leyfa brú í framhaldi af Bústaðavegi yfir Reykjanesbraut. Ekkert útlit er fyrir neina breytingu á þessari stöðu.
Auðvitað má hugsa sér að Alþingi taki skipulagsvaldið varðandi þjóðvegi í þéttbýli af Reykjavík með sérstökum lögum. En pólitískt séð yrði slíkt neyðarbrauð, sem varla fer í gegnum Alþingi.
En önnur pólitísk lausn; að skipta um borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík? Tæplega raunhæft.
Hatur annarra flokka á gamla íhaldinu er slíkt að þótt núverandi meirihluti falli mynda þeir bara nýtt hræðslubandalag gegn Sjálfstæðisflokknum.
Hann var við völd 1965 þegar grunnurinn var lagður að því aðalskipulagi sem nú gildir og er væntanlega einn flokka til í breytingar, ef hann þá er það. Allavega; sú tillaga um Miklubrautina sem hér er lögð fram hefur hvergi sést áður þótt hún liggi algerlega beint við sem lausn á núverandi vandamálum.
Það sem til þarf að koma hreyfingu á hlutina er kröftug borgaraleg hreyfing sem pólitíkusar geta ekki sniðgengið. Slíkt hefur skeð áður, minna má á borgarahreyfingu til stuðnings vestrænni samvinnu, Icesave-málið o.fl. Reykjavíkurborg mun dorma áfram í sínu útfjólubláa umhverfisljósi ef ekkert slíkt kemur til.
Biðraðirnar hrannast upp svo enginn kemst áfram. Ekki einu sinni strætó."
Þetta eru staðreyndirnar um umferðarvandann í Reykjavík. Hann er manngerður að öllu leyti og að honum standa hrærigrautur litlu ljótu flokkanna í Borgarstjórn eftir að Borgarbúar stigu það óheillaskref að hafna forystu Sjálfstæðisflokksins sem hafði haft alla forystu um Borgarmálin um langan aldur.
Þá gátu Borgarbúar talað beint við Borgarstjórann sem hafði einn eða tvo aðstoðarmenn. Nú hefur Dagur B. Eggertsson 50 aðstoðarmenn og enginn getur fengið viðtal við almættið.
Jónas Elíasson á mínar þakkir fyrir að hreyfa við þessu þjóðþrifamáli sem er lausn á umferðarvandanum í Reykjavík sem blasir við hverjum sem reynir að hugsa hlutlægt um málið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2020 | 21:55
Gervilistin
finnst mér ríða húsum í menningarlífi Íslendinga um þessar mundir. Ríkisútvarpið er stöðugt að sýna okkur myndskeið af allskyns fólki sem er að fetta sig og bretta í afkáraskap.Miðillinn flokkar þetta til listviðburða.
Það er sýnt úr sýningarsölum hvermig uppröðuð skilerí hanga á veggjum sem hvaða 6 ára barn gæti búið til. Þetta kalla spyrlarnir list og hafa langar viðræður við framleiðendurnar.
Mér finnst að þetta fólk hafi mig að háði og spotti. Séu að framleiða nýju fötin keisarans fyrir mig í því skyni að ná í pening úr opinberum lúkum út á listastimpil.
Gersamlega hæfileikalaust fólk spriklar um svið og hristir sig í einhverskonar gjörningum sem ég sé ekkert út úr. Það er eiginlega aldrei sem ég sé neitt verk við þessi tækifæri sem hvaða krakki sem er gæti ekki búið til á skömmum tíma. Alvöru málverk hef ég ekki séð lengi.
Dr. Josef Göbbels sagði eitt sinn við Söru Leander söngkonu:
"Listin kemur ekki af því að vilja heldur að geta."
Ég held að þetta sé kjarni málsins.
Listaheimurinn er fullur af gersamlega getulausu fólki sem vill sýna sig og láta sjá sig af sýniþörfinni einni saman. Vill vera listafólk en er það ekki langt í frá.
Hvað er langt síðan að einhver hefur séð vel gert málverk? Ekki klessuverk eins og Jónas frá Hriflu talaði um 1942 og sýndi í Gefjunarglugganum. Heldur alvöru list.
Ég hef ekkert slíkt listaverk séð árum saman. Ásgrímur, Kjarval, Eyfells og og slíkir kallar hafa bara ekki fæðst í seinni tíð að því að mér sýnist. Heldur eru fettur og brettur svokallaðra lístamanna í forgangi í fréttum. Kúnstir og gjörningar með gömlum nærbuxum eru nú kölluð textilverk.
Gervilistin hefur yfirtekið menninguna og treystir á að heimska okkar almennings sé meiri en gamla Göbbelsar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2020 | 15:21
VG svari efnislega en ekki með afþvíbara!
fyrir því að að stöðva æskilegar framkvæmdir við varnir landsins sem bandamenn okkar telja nauðsynlegar fyrir heildina sem við tilheyrum.
G.Tómas Gunnarsson skrifar skynsamlega um þetta mál:
"Hver er sviðsmynd Vinstri grænna?
"Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað", segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Það má vissulega taka undir það. Ekki einungis hefðu umrædd störf skapað umsvif, eins og öll störf gera, heldur hefðu þau að stórum hluta verið unnin fyrir "erlendan gjaldeyri", og þannig verið margfalt verðmætari þjóðarbúinu en allra handa átaksverkefni unnin fyrir skattfé.
En lítum fram hjá efnahagsáhrifunum.
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig sviðsmynd Vinstri grænna í varnarmálum Íslendinga lítur út.
Telur flokkurinn að það sé bábilja að Ísland sé staðsett á hernaðarmikilvægum bletti ef til hernaðarátaka kemur eða stjórnar eitthvað annað ákvörðunum þeirra?
Í síðasta "alheimsófriði" vonuðust Íslendingar og Íslensk stjórnvöld eftir því að þau gætu staðið utan þeirra og lýstu yfir hlutleysi.
Það kom að þó littlu gagni, enda vita líklega flestir að Ísland var hernumið fyrir 80. árum.
Það sama gerðist í Færeyjum.
Það sama gerðist í Noregi.
Það sama gerðist í Danmörku.
Það sama gerðist í Belgíu og Hollandi.
Telja Vinstri græn að meiri líkur séu nú á því að hlutleysi myndi virka ef til umsvifamikilla hernaðarátaka kæmi?
Kæmi sér best fyrir Íslendinga að "standa við höfnina" og velta því fyrir sér hver ætti skipin sem stefndu að landi?
Eða vill flokkurinn einfaldlega ekki "skipa sér í sveit"?
Eins og staðan er í dag er Ísland "í sveit" með vinaþjóðum, s.s. Noregi, Danmörku, Eystrasaltslöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi svo að nokkur NATO ríki séu talin upp.
Er það tilviljun að að löndin sem nefnd eru hér að ofan og voru hernumin eru aðilar að NATO?
Hafa Vinstri græn ekkert frekar fram að færa um hvernig flokkurinn vill tryggja öryggi Íslendinga á hugsanlegum ófriðartímum, en það sem kemur fram í "Alþjóðastefnu" flokksins?
Á Íslandi er í dag enginn her, en hersveitir vinaþjóða hafa skipst á að dvelja á landinu í nokkrar vikur í senn við eftirlit og æfingar.
En til að slíkt fyrirkomulag virki til lengri tíma, þarf viðhald og uppbyggingu á mannvirkjum sem tengjast vörnum landsins.
Hjá slíku verður líklega ekki komist á næstu árum, það er að segja ef vilji er til að "Þjóðaröryggisstefna" Íslands haldi áfram á þeirri braut sem henni hefur verið mörkuð.
En auðvitað má hugsa sér að stjórnarandstaðan leggi fram tillögu á Alþingi um framkvæmdir til að treysta varnarviðbúnað landsins.
Hún gæti í það minnsta skemmt sér og landsmönnum öllum við að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar."
Að afgreiða svona má sem einhverja Aronsku heldur ekki vatni sem röksemdafærsla . Af hverju eru þetta óþarfar framkvæmdir sem NATÓ telur nauðsynlegar að ráðast í?
Vilja þau Andrés Ingi eða Katrín ekki gjöra svo vel fyrir þjóðina að svara þessu efnislega en ekki með afþvíbara?
17.5.2020 | 16:54
Frábær þáttur
Friðriks Þórs og Regínu Óskar á RÚV þar sem þau sungu júróvisjónlög.
Þarna var á ferðinni listafólk allt saman á heimsmælikvarða, hljóðfæraleikur, dans,söngur og sviðsetning.
Fyrir mig er þessi frábæri þáttur nógur skammtur af Júróvisjón í ár sem ég segi takk fyrir öll þið sem að honum stóðu.
17.5.2020 | 16:36
Innrás Norðmanna
í íslenzka náttúru heldur áfram.
Þegar er hafið mikið sjókvíaeldi í fjörðum okkar sem mun færa björg í bú.
Nú eru kynntar til sögunnar stórar áætlanir um gríðarlega vindmyllugarða á fjöllum Íslands. Skyldu Norðmenn ekki vera að ýta vandamálum frá sér sem almenningur ekki vill leyfa á norsku landi?
En hvað með samnýtingu í fjörðunum í stað sjónmengunar á fjöllum og firnindum?
Vindmyllur eru ekkert augnayndi hvar sem þær eru. Þær eru því skárri úti í sjó.
Gætu ekki verið þarna norskar vindmyllur í sambýli við norskar fiskeldisstöðvar?
Ég veit ekkert hvað mikinn sjógang þær þola en varpa spurningunni fram þegar innrás Norðmanna í Ísland er hafin aftur.
17.5.2020 | 13:05
Drífa Snædal
og dr. Benedikt Jóhannesson voru í Silfrinu hjá Fanneyju áðan. Þar komu málefni Icelandair til umræðu og hvernig ætti að taka á því máli.
Frú Drífa kom fram sem gersamlega botnfrosin verkalýðshetja af gamla skólanum sem engu tauti verður við komið. Ólíklegt er að hægt sé að rökræða við slíka manneskju með nokkru móti um eitt eða neitt þegar vandamálin vofa yfir sem víðast í þjóðfélaginu.
Þarna í Silfrinu voru þau Drífa og Benedikt beðin að velta því fyrir sér hvað hægt væri að gera í máefnum Flugleiða. Hvort ætti að moka fé í félagið sem fyrir er með öllum sínum skuldbindingum eða byrja á nýju félagi með hreint borð?
Svar Drífu er að ófávíkjanleg krafa ASÍ sé að allir starfsmenn verði ráðnir inn á ný með starfsaldurslista og réttindum. Hún krafðist banns við verktöku við ýmis störf í þjóðfélaginu. Þó eru mörg störf í þjóðfélaginu eins og til dæmis ferðamennsku þannig að vandséð væri að geti verið til nema á því formi svo sem leiðsögn við breytilegar aðstæður og fleira slíkt má telja.
Í ljósi svona eintrjáningsmennsku eins og forseti ASÍ opinberarar er allt tal um nauðsyn og möguleika íslenskra flugferða út í bláinn.Ekkert verður samið nema ég ráði ein öllu eru skilaboðin.
Mér sagt að Icelandair skuldi starfsmönnum tuga flugferða alls flotans á frímiðum og gríðarlegt magn af útistandandi vildarpunktum sem það hefur sett út í auglýsingaskyni.
Kjarasamningar þessa félags eru sagðir hafa þróast til þessarar niðurstöðu í gegnum áratugina með tilheyrandi verkfallaaðgerðum og einhliða kúgunar. Slíkt félag með fortíðarklyfjar á erfitt með að standa í samkeppni við ný félög með hrein borð. Þau fara bara reglulega á hausinn og nýir kraftaverkamenn koma til sögunnar og segja woff og pleij.
Innan Icelandair er gríðarleg þekking og reynsla samankomin. Heil auðlind þjóðar.Það er skelfilegt ef ekki verður hægt að nýta þetta áfram innan íslensks félags. Sama hvort eru flugvirkjar, flugmenn eða flugfreyjur. Það er slæmt ef menn velja frekar ekkert flug heldur en að slaka til eins og mér skilst að flugmenn hafi gert.
Mér sýnist að eigi að endurreisa rekstur Icelandair verði að strika yfir margt úr fortíðinni sem myndi sliga reksturinn. Það verður sjálfsagt erfitt að kyngja til að byrja með en ef þetta tosast í gang þá breytist margt undraskjótt eins og við upplifðum eftir hrunið.
Miklu máli skiptir fyrir endurreisn flugsins og atvinnulífs heimsins hvernig til tekst í þróun bóluefna gegn pestum sem á okkur herja. Því eins og áður er bara eitt sem máli skiptir í lífi hvers manns: Heilsan. En svo mælti vinur minn Ingimar K.Sveinbjörnsson þegar hans heilsa hafði kvatt.
Öreindalíffræðin má því vel vera að verði sú vísindagrein sem mesta athygli muni fá á næstu árum.
En með einstefnu og verkalýðkröfuhörku fornaldar eins og fram koma hjá frú Drífu Snædal tefjast allar ráðstafanir mun lengur en ella hefði verið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko