Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
2.5.2021 | 18:52
Er Borgarlínan ekki óþörf?
með tilkomu rafskútunnar.
Grænu og gulu hjólin virðast vera allstaðar innan seilingar á næstu gangstétt. Hver nennir að fara að labba á næstu stoppistöð Borgarlínu þegar hægt er að stíga á næstu skútu og bruna þangað sem maður er raunverulega að fara. Stíga svo bara af þar og málið dautt.
Sjá menn ekki hversu miklu skilvirkari og fljótlegri þessi rafskútumáti er sem almenningssamgöngur heldur en eitthvað stirðbusalegt lestakerfi sem liggur langt frá þér þar sem þú ert staddur? Og er heldur ekki að fara þangað sem þú vilt. Rafskútan fer þangað strax, ódýrar og miklu fljótar.
Er ekki botninn hreinlega dottinn úr Borgarlínunni með tilkomu þessa eitursnjalla samgöngukerfis rafskútanna og hugmyndin um þetta apparat er orðin óþörf með öllu.
2.5.2021 | 11:29
Einskonar ég
er heiti bókar eftir Þráinn Bertelsson sem ég hef verið að lesa í áreiðanlega xta sinn þó að liðnir séu nær tveir áratugir síðan bókin kom út.
Þráinn er innblásinn rithöfundur sem ég dáist að vegna orðkynngi og frásagnarhæfileika. Hann hefur enda margt skrifað skemmtilega og lagt á gjörva listamannshönd.
Ég mæli með þessari bók, Einskonar ég, til skemmtunar fyrir hvern sem er.
2.5.2021 | 11:01
Borgarlína einmitt núna!
Það er oft skynsamlegt að nýta góðæri til að fjárfesta í framförum. Meirihlutanum í Reykjavík finnst tíminn vera kominn til að ráðast í Borgarlínugerð í miðju þröngra götuþversniða borgarinnar.
Svo segir í leiðara Morgunblaðsins í dag:
"....Óreiðan í rekstri borgarinnar er eitt. Verri er hins vegar skuldasöfnunin. Hluta hennar má rekja til þess að gengi krónunnar hefur fallið, en hún var orðin afleit áður en það kom til.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að fjárhagsstaða borgarinnar sé grafalvarleg og enn sígi á ógæfuhliðina.
Til marks um það sé að í upphafi kjörtímabils hafi uppgreiðslutími skulda borgarinnar verið sex ár, en sé nú kominn í 12 ár þrátt fyrir stórauknar tekjur.
Skuldirnar hafa hækkað um 41 milljarð króna frá síðasta ári. Bendir Eyþór á að þetta séu 3.400 milljónir á hverjum mánuði og 112 milljónir króna á dag.
Víst er að skuldamælirinn hefur haldið áfram að tifa á þessu ári og spurning hvort rekstur borgarinnar sé sjálfbær eins og málum er komið. Sú spurning er ekki úr lausu lofti gripin.
Í umsögn borgarinnar um frumvörp ríkisstjórnarinnar til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins í apríl í fyrra og ákalli um hjálp stóð eftirfarandi:
Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir er ekki í boði.
Þessi texti er frá borginni og er sárt ákall um hjálp. Þetta er ekki gæfuleg staða og hrollvekjandi að hugsa til þess að meirihlutinn sé staðráðinn í að bæta gráu ofan á svart með svimandi lántökum vegna fyrirhugaðrar borgarlínu.
Þetta er glannaleg hegðun og spurning hvort hana megi rekja til þess að meirihlutinn telji sig í skjóli vegna þess að borgin sé of stór til að henni verði leyft að fara fram af nöfinni.
Fjárfrekar tilraunir til þess að hvetja fólk til að taka strætó hafa mistekist hrapallega.
Hugmyndirnar um borgarlínu eru byggðar á fullkominni óskhyggju og hefur ekki verið sýnt fram á neitt því til stuðnings að tilkoma hennar muni snarbreyta ferðavenjum í borginni.
Þá fylgir því ekki aðeins kostnaður að koma borgarlínunni upp, það þarf líka að reka hana og ekki hefur verið útskýrt hvernig sveitarfélög, sem eiga í vandræðum með að reka almenningssamgöngur í núverandi mynd, ætla að fara að því.
En jafnvel þótt hugmyndin um borgarlínu væri frábær og allar líkur væru á að vagnar hennar færu um fullir af fólki og bílar hyrfu af götum væri glapræði að ráðast í gerð hennar undir núverandi kringumstæðum vegna þess að það er einfaldlega ekki á skuldastöðu borgarinnar bætandi."
Menn fara yfirleitt ekki í frekari lántökur þegar í stað þó staðan hafi skánað eitthvað um stund. En ekkert slíkt hefur gerst hjá Reykjavíkurborg þó að nágrannasveitarfélögunum hafi tekist það.Þau eiga hinsvegar nauðug viljug að dansa með ríkinu í að setja milljarða af fé í þessar draumsýnir vinstrimeirihlutans í Reykjavík sem ætlar einmitt að ráðast í Borgarlínugerð núna.
1.5.2021 | 15:39
Orsakir verðbólgunnar
eru skráðar í Staksteinum Morgunblaðsins með myndum af Sólveigu Önnu og Ragnari Þór.
Ágeir Jónsson Seðlabankastjóri var búinn að segja það skoðun sína að hagsmunahópar réðu of miklu á Íslandi.
Satt mun það vera að það sem sumum finnst það frekar vera skipulagðir bófaflokkar sem kalla sig verkalýðsfélög og tefla gegn almannahagsmunum í eiginhagsmunaskyni sem hafa tekið sér gíslingavald yfir þjóðfélaginu sem verður að standa og sitja sem þessir flokkar bjóða og ákveða einhliða. Þeir ráði því sem þeir ráða vilja í skjóli ólýðræðislegs fámenniskjörs í fjölmennum félögum. Til dæmis situr Sólveig Anna sem formaður Eflingar í skjóli tíunda hluta atkvæða í félaginu. Völd hennar í þjóðfélaginu eru langt umfram það sem þetta gefur tilefni til.Sömu sögu er að segja um Ragnar Þór. Hans styðst við brot af félagsmönnum í stærsta verkalýðsfélagi landsins, V.R.
Þetta tríó hefur vald til að móta krónulega velferð almennings í landinu og í raun skáka öllum hagstjórnartækjum og stofnunum landsmanna.Ekkert pólitískt skipað ríkisvald þorir að fara gegn þessum flokkum.
Svo segja Staksteinar:
"Verðbólgan hér á landi er orðin of mikil. Hún fer vonandi ekki úr böndum, en verðbólgumælingarnar þarf að taka alvarlega. Ýmislegt hefur áhrif til hækkunar, en það er líka ýmislegt sem hefur áhrif til lækkunar. Við venjulegar aðstæður ætti núverandi ástand í efnahagsmálum, sem orsakaðist af kórónuveirufaraldrinum, að draga úr verðbólgu. Samdráttartími er almennt ekki verðbólgutími.
Hér hefur það engu að síður gerst að í miðjum heimsfaraldri þeim skæðasta í manna minnum lætur verðbólgudraugurinn á sér kræla.
Hver skyldi vera skýringin á þeirri ógæfu ofan á hina?
Þó að heimsfaraldurinn sé eðli máls samkvæmt utanaðkomandi vandi sem Íslendingar höfðu ekkert með að gera, þá er verðbólgan sjálfskaparvíti.
Hér á landi gerðist það að á sama tíma og atvinnulífið glímdi við margvíslegan vanda fóru forystumenn úr verkalýðshreyfingunni fram af miklu offorsi og óbilgirni og þvinguðu fram launahækkanir sem voru algerlega úr takti við það sem atvinnulífið gat ráðið við.
Seðlabankastjóri hefur bent á að hagsmunaaðilar hér á landi hafi stundum of mikil áhrif sem séu landinu ekki til heilla. Vart er til skýrara dæmi um það en fyrrgreindar þvingunaraðgerðir."
Enda eru launhækkanir hér á landi ferfaldar við það sem annarsstaðar gerist, verðbólga fimmföld og vextir sexfaldir.
Sagter að almennar launahækkanir hafi ekki orðið árum saman í Þýzkalandi og efnahagur þess stendur mun styrkara en víða annarsstaðar gerist.Á það hefur verið bent að stundum hefði borgað sig betur fyrir launþega að fá taxtalækkun yfir línuna heldur en taxtahækkun til þess að öðlast betri kaupmátt launanna. En útilokað virðist vera að ræða við verkalýðsforystu um hagfræði eða skynsemi.
Það virðist stundum vera bara kröfuhreystin sem sé mælikvarði á frammistöðu forystumannsins í augum viðhlægjendanna og kjaftgleiddin við kröfugerðina sem skipti máli þegar kemur að endurkjöri í félaginu þar sem þeir æstustu mæta einir.
Hvernig á að sjá einhverja skynsemi í ástandinu á íslenskum vinnumarkaði. Svo segir í Morgunblaðinu:
"Nákvæm greinargerð um síðustu kjarasamningalotu er að mínu mati einna merkilegasta framlag þessarar skýrslu. Þessi og aðrar kjaralotur sem reglulega ganga yfir landið eru afar umfangsmiklar og fyrirferðarmiklar í opinberri umræðu, segir Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar SA og einn skýrsluhöfunda.
Hann tekur sem dæmi að í yfirstandandi samningalotu hafi fyrstu stefnumarkandi samningarnir verið undirritaðir í apríl 2019. Viðræður höfðu þá staðið yfir í sex mánuði. Þessi kjaralota stendur raunar enn því ólokið er endurnýjun nokkurra kjarasamninga. Kjaralotur á Íslandi eru mjög langar og flóknar í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er dregin upp skýrari mynd en áður hefur birst af helstu vinnumörkuðum og aðilum þeirra og þeim mikla fjölda kjarasamninga sem þar eru gerðir, segir Hannes.
Í fyrsta sinn sé framkvæmd talning á fjölda undirritaðra samninga og til hve margra launamanna þeir nái og þessar upplýsingar flokkaðar eftir vinnumörkuðum, samtökum launafólks og viðsemjendum. Helsta niðurstaðan er sú að undirritaðir og samþykktir kjarasamningar voru 320 á þessu tímabili sem spannar tvö ár, frá apríl 2019 til mars 2021, segir Hannes. Fjöldi samningsaðila og samninga gerir samningakerfið mjög flókið og skortur á samstöðu veldur því að ferlið tekur langan tíma og ekki eru neinar ýkjur að segja að stöðugar umræður um kjaramál tröllríði íslenska samfélaginu, ólíkt því sem gerist í öðrum löndum. Samningarnir og hóparnir eru svo margir, hagsmunir þeirra ólíkir og ósamrýmanlegir, þannig að togstreita um launastefnu og launahlutföll milli stétta verður viðvarandi, tekur aldrei enda.
Samningakerfið er einnig svo sérkennilegt að gerðir eru kjarasamningar fyrir mjög smáa hópa, allt niður í einn til tvo starfsmenn, og væntanlega lítið rætt um þjóðhagsleg markmið við endurnýjun þeirra. Óumdeilt er að Ísland eigi óskorað heimsmet í fjölda kjarasamninga og stéttarfélaga miðað við höfðatölu. Því fer ekki fjarri að fjöldi kjarasamninga sé svipaður á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum þar sem íbúar eru 15 til 30 sinnum fleiri, segir Hannes. karitas@mbl.is"
Þó að við berum okkur saman við þau lönd sem við viljum helst líkjast er munurinn óskiljanlegur. Enn segir í Morgunblaðinu:
"Í heildina var kjaradeilum vísað til sáttasemjara í rúmlega helmingi tilvika í yfirstandandi samningalotu.
Til samanburðar eru gerðir um 400 samningar í Noregi og 125 þeirra vísað til norska ríkissáttasemjarans. Fjöldi samninga og sáttamála er því áþekkur á Íslandi og í Noregi þótt norski vinnumarkaðurinn sé fimmtán sinnum fjölmennari en á Íslandi.
Í Svíþjóð er vinnumarkaðurinn 30 sinnum stærri en á Íslandi en þar var 35 kjaradeilum vísað til sáttameðferðar í síðustu samningalotu."
Datt einhverjum í hug að stytting vinnuvikunnar kæmi öðruvísi fram en í auknum kostnaði? Enn segir í Mbl:
"Tímakaup launafólks hér á landi hefur hækkað meira í flestum hópum á vinnumarkaðnum en kostnaðarmat gerði ráð fyrir við gerð kjarasamninganna í samningalotunni sem hófst fyrir rúmum tveimur árum.
Þetta sýna mælingar Hagstofunnar og liggja skýringar m.a. í áhrifum af styttingu vinnuvikunnar á mælda hækkun tímakaups og launaþróunartryggingu, sem áður hafði verið samið um á opinberum markaði. Þetta kemur fram í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar, sem er samstarfsvettvangur heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga. Skýrslan var kynnt í gær en í henni er fjallað um samningalotuna sem hófst árið 2019 og um þróun efnahagsmála og launa á þessu tímabili."
Hvernig á að ná einhverju viti í þetta kjarasamningakerfi er ekki auðséð þegar tveggja manna stéttarfélög eru viðmiðið og skipulagið er með þeim hætti sem það er.
Þangað liggja rætur verðbólgunnar meðal annars.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2021 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2021 | 10:18
Reykjavíkurbréfið
í dag er í algjörum sérflokki góðra stjórnmálaskrifa að mér finnst.
Í heild sinni er það svona:
Það er eiginlega of gott til að vera satt að litlu samrýmdu systurflokkarnir, sem fylkja sér saman og eiga sér ekki viðreisnar von, ætli sér enn að söngla sinn þreytta eintóna söng um ESB, allra meina bót, þegar hvarvetna sést að íbúar þar innanborðs eru óðum að týna galdratrúnni.
Þeim er vorkunn
En það eykur vandræðin að systurflokkarnir fyrrnefndu eiga engan annan kost. Þeir telja sig verða að veifa þessu tré fremur en öngvu. En þar með veifa þeir öngvu!
Einsmálstilveran tryggir að einstigið sem jafnframt er einstefna er aðalbraut hennar og reyndar sú eina. Það var því sjálfgefið að systurflokkarnir myndu enda eins og rolla í sjálfheldu og þar sýnast þeir staddir nú. Frá þeim stað geta þeir hvorki komið né farið. Enginn annar vill deila með þeim sama stað og þeir verða að láta eins og syllan sú sé þúsund hektarar af grænu grasi sem eigi sér engan annan stað líkan. En almenningur er ekki þar. Og hann trúir því seint að syllan sú sé fyrirheitna landið. Og systurflokkunum kemur ekki lengur við hvað það er sem skiptir íslenskan almenning helst máli, bæði nú og í næstu framtíð. Þeir sitja eftir á syllunni og tala saman á belgísku og eru þeir einu í heiminum sem gera það.
Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur kjósandi að reima á sig skó og skokka á kjörstað til að kjósa þá syllumenn? Þeir sameina hið ómögulega að vera í sjálfheldu á syllu og þrátt fyrir það algjörlega úti að aka.
Og talandi um það, þá hatast þetta sama lið reyndar út í alla sem eru úti að aka á sínum bíl, hvort sem er til vinnu, með börn sín til skóla eða tómstunda eða í öðrum þeim erindum, smáum og stórum, þar sem einkabíllinn gegnir lykilhlutverki.
Og svo eru syllumenn hækjur skattpíningar
Og fyrrnefndir systurflokkar eru einmitt helstu hækjur borgarstjórans, sem kjósendur höfðu í raun í tvennum kosningum í röð reynt að reka af höndum sér. En hækjurnar gerðu sitt til að eyðileggja vilja kjósenda og komu í veg fyrir að mjaka mætti borginni úr þeirri ömurlegu stöðnun sem hefur þjakað hana nú um skeið.
Þegar rekstur og framkvæmdageta borgarinnar var sem öflugust var borgin framarlega í röð þeirra sveitarfélaga sem sýndu mesta aðgát í nýtingu skattheimilda sinna. Með núverandi stjórnendum og því hugarfari sem þeir lúta er hver einasti gjaldstofn borgarinnar, stór sem smár, þaninn upp í hæstu hæðir! Fasteignamat bygginga hefur, vegna þrenginga í lóðamálum og vesaldar borgaryfirvalda í skipulagsmálum, hækkað stórlega þar sem eftirspurn eftir húsnæði sprengir nú framboðið.
Þá hefði það verið sjálfgefin sanngirni og eðlileg tillitssemi við íbúa borgarinnar að slá verulega af gjaldstofnunum. Borgin hefði þó verið jafnvel sett eftir sem áður. Væru borgaryfirvöld vinir og samherjar borgarbúa hefðu þau hagað sér þannig. En því var ekki að heilsa heldur var tækifærið nýtt til að þrengja að fólkinu. Það var þó í senn réttlætismál og skylda gagnvart fjárhagslega aðþrengdum borgarbúum að bregðast þeim ekki. Og eins og fyrr sagði yrði hagur borgarsjóðs jafngóður og árin á undan!
Borgarstjóranum einum er ekki um að kenna. Systurflokkarnir bentu ekki á að sjálfsögð krafa væri að setja sanngirni og réttlæti í fyrsta sæti. Þeir þögðu og tryggðu framgang óréttlætisins með atkvæði sínu.
Þvert á allt sem boðað var
Þetta er myndin sem blasir við af þessum mistæku smáflokkum í stjórnarandstöðu á landsvísu og hlaupaLoforðin á ódýra markaðnum endast illa Reykjavíkurbréf30.04.21 liðum á litla sviðinu í Reykjavík, þar sem þeir hugsjónalausu taka glaðbeittir þátt í hverri einustu atlögu gegn venjulegum bifreiðaeigendum sem Dagur B. Eggertsson stendur reglubundið fyrir, til viðbótar þeim vanda sem athafna- og getuleysi borgaryfirvalda hefur þegar valdið þeim. Þær hafa leitt til þess að umferðarmál borgarbúa eru komin í óefni. Og markmiðið er að halda áfram á þeirri braut.
Þá er horft til himins og sagt að borgarlína muni falla þaðan sem himneskt hjálpræði. Það eru öfugmæli og ónýt óskhyggja. Sú tugmilljarða martröð, sem sú glórulausa skrifborðslausn boðar, er gamaldags úrræði í sovéskum stíl, sem byggist á hugmyndum um að vandinn til úrlausnar snúist um, eins og í sovét forðum, að koma lýðnum til og frá úreltum verksmiðjum og heim til sín í úthverfin. Nútímamaðurinn er ekki maur í sovétskipulagi. Hann á erindi víðar. Hann fer þangað sem hugurinn stýrir honum og þangað sem þörfin knýr.
Forsenda borgarlínu felst í því að knýja menn frá því að eiga erindi annað en litlir lenínar telja nóg! Og upp á gamla máta gleypa þægir þá forsendu að það muni hjálpa mest að gera bifreiðaeigendum á höfuðborgarsvæðinu algjörlega ókleift að koma sér annað en þangað sem sovétskipulagið nýja ætlar þeim.
Ríkisstjórnin hefur aldrei gefið skýringu á því af hverju í ósköpunum hún hefur talið sér skylt að falla í þessa gryfju og toga tugi milljarða upp úr buddu fólks um allt land og dæla í þessa endemis þvælu. Önnur óskýrð tiltæki úr þeirri átt benda helst til þess að hún telji almennt að hafi gryfjurnar verið settar þarna þá hefði það sýnt a.m.k. slæma nýtingu að detta ekki í þær, hverja af annarri, og helst í réttri röð, og ef hægt sé að koma því við, að detta svo í þær aftur í bakaleiðinni og þá hljóti nýtingin að vera fullkomin og hrakfallabálkar stjórnmálanna fengju þá einkunn að vera lausnamiðaðir.
Réttdræpur rekstur
Meginverkefni borgaryfirvalda, sem systurflokkarnir fyrrnefndu staulast undir, virðast að öðru leyti, næst á eftir því að tuddast á bifreiðaeigendum, að vega opinskátt eða úr launsátri, ef sú ákjósanlega staða kemur upp, að þeim sem þráast enn við að stunda rekstur í borginni. Núverandi borgaryfirvöld hafa margoft sýnt að þeirra hlutverk sé ekki annað en að útvega slíkum aðilum sem allra öflugastan mótvind í fangið en setja fótinn fyrir viðleitni þeirra, ef mótvind vantar þá stundina.
Hollur smárekstur fellur þó hvarvetna best að viðmótsþýðri og elskulegri uppbyggingu miðbæjar að mati velviljaðra yfirvalda, sem eru ekki með lausa skrúfu. Það er sú starfsemi, þegar best gengur, sem reynist öruggasta einkunnin og heilbrigðasta merkið um að borgarsamfélagið sé lífvænlegt, notalegt og með opinn arminn. Tilræði borgarstjórans við Laugaveg og nágrannastrætin og gamla bæinn í heild hafa örugglega gengið framar vonum hans og mun taka langan tíma að bæta fyrir þau skemmdarverk öll og sum verða seint eða aldrei bætt að fullu.
Lóðbeint á höfuðið
Nú síðast komu svo óvæntar fréttir að þrátt fyrir að skattheimta sé umsvifalaust keyrð í topp sé fjárhagsstaða borgarinnar komin í óefni.
Hún hefur reyndar farið jafnt og þétt í öfuga átt og umframkeyrslan og skortur á aðgát hafa síðustu árin stuðlað að því að koma fjárhagnum á hliðina. Skuldasöfnunin hefur verið hið eina sem virðist hafa lotið styrkri stjórn, en auðvitað gengið í vitlausa átt eins og flest annað á þessum bæ.
En tölurnar, sem nú eru nefndar, eru hrikalegar. Og skyndilega er það kórónuveiran sem ræður ferð! En hvernig stendur á því að staðan í nágrannasveitarfélögunum er önnur og þar tekst að halda í horfi og rúmlega það?
Sé það tilvikið að kórónuveiran hafi komið aftan að borgaryfirvöldum á sínum síðustu metrum þá hlytu þau að hafa upplýst borgarbúa um það fyrir löngu og hvernig þau ætluðu að bregðast við og bjarga borgarrekstrinum og laga hann að þeim veruleika. En ekkert slíkt hefur heyrst. Ekkert orð og ekkert kvak. Borgaryfirvöld hafa verið frá morgni til kvölds í innilegum samningaviðræðum við Borgarlínu langsokk um hvernig væri best að eyða 50-100 milljörðum króna og hvernig væri hægt að draga ríkisstjórnina á asnaeyrunum út í foraðið með sér. Tveggja milljarða afgangur er skyndilega kynntur sem 12 milljarða halli eins og sá veruleiki hefði allt í einu komið upp með einni gusunni úr fjalli geldinganna! Enginn aðdragandi? Engin raunveruleg viðbrögð?
Núverandi borgaryfirvöld hafa brugðist umbjóðendum sínum í þetta sinn eins og svo oft áður. Þegar litið er til loforðanna sem gefin voru fyrir kosningar síðast og fjórum árum þar á undan, stenst ekkert.
Fyrir síðustu kosningar var foreldrum lofað átaki í leikskólamálum strax. Borgarstjórinn lofaði hátíðlega að hann myndi ganga frá því máli strax í vikunni eftir kosningar. Það var svikið, og er svikið enn!
Dagur gaf hátíðlegt loforð um að setja Miklubrautina í stokk á því kjörtímabili sem þá var að hefjast. Kannast einhver við það? Var veiran líka á móti því?
Borgarstjórinn er frægur fyrir að líta á loforð sín eins og hor í nefi. Snýti hann sér sé málið þar með horfið úr hans veröld.
Við erum farin að þekkja þennan Dag. Hann er nákvæmlega eins og Dagurinn á undan honum og því miður er ekki er minnsta ástæða til að ætla að komandi Dagur verði hótinu skárri."
Betri lýsingu á stjórnmálaástandinu á Íslandi er varla hægt að gefa. Enda skrifarinn með ótvíræða reynslu á vandamálgreiningu manna og málefna.Það er nánast móðgun við kjósendur að bjóða fram tvo stjórnmálaflokka sem hafa ekkert mismunandi fram að færa en mismunandi persónumetnað forystumannanna, Þorgerðar Katrínar og Loga Más.
Að stjórnmálaleg þjóðtunga þeirra sé belgíska er napur sannleikur.
Draumur margra embættismanna okkar er að komast til Brüssel á skattfrjáls laun. En óskapnaður skrifræðisins í höfuðstöðvum ESB er slíkur að sambandið hefur aldrei getað skilað af sér endurskoðuðum ársreikningi frá stofnun. Auðvitað er slíkum rekstri ofraun að telja fram til skatts launagreiðslur til starfsmanna.
Og varla batnar það þegar þarf að fara að greiða Evrópuhermönnunum laun og kaupa hergögn.Þá verða réttir digrir reikningar til ríkjanna að finnskum hætti eins og núna.
Hvernig Dagur B. Eggertsson hefur getað haldið völdum í eins mikilli andstöðu við borgarana og raun ber vitni er nær óskiljanlegt fyrir þá sem fyrir utan standa.
Ekki eru nein tímamót í augsýn í þeirri áþján þar sem það vantar í íslenska stjórnskipan ákvæði um að kjósa megi stjórnarflokka frá á kjörtímabili með samtökum borgara eins og eru í Bandaríkjunum.
En það eru kosningar til þings í aðsigi. Margt bendir til þess að stjórnarflokkarnir muni ekki bíða afhroð ef engin stóráföll verða til hausts.En jafnvel vika er langur tími í pólitík og of snemmt að gera spádóma þó Reykjavíkurbréfið gefið mörg tilefni til slíks.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko