Bloggfærslur mánaðarins, september 2021
29.9.2021 | 20:07
Mér líst vel á Katrínu
sem forsætisráðherra áfram.
Ég held að hún gefi stjórninni mildari svip heldur en að setja karlana Sigurð Inga eða Bjarna þar inn. Verður ekki bara auðveldara fyrir hana að fást við óróaseggi heldur en þá? Verður henni ekki léttara að fá samúð heldur en þeim? Og hennar verður þörf á næstu misserum.
Hefur fólki ekki almennt fundist hún Katrín koma vel út sem talsmaður stjórnarinnar? Lágvaxin kona með léttu brosi gegn kannski ekki alltaf óbærilegum léttleika tilverunnar?
Hún hefur allavega minn velvilja og praktískt mat til framhaldssetu í stólnum þó flestum kunni að finnast lítið til um mínar skoðanir. Gulli má flytja sig í heilbrigðið og Sigurður Ingi í utanríkið.
Bjarni, Ásmundur og Lilja mega vera kyrr með Katrínu
29.9.2021 | 10:45
Gratúlerum Gunnari Smára
Í Viðskiptablaðinu var eftirfarandi klausa:
"Egill Helgason er einn af mörgum sem hafa látið Gunnar Smára heyra það að undanförnu. Þér tókst að ganga frá rekstri fjölmiðla sem voru nú allavegana með stórfé, eftir að hafa verið innan um svívirðilegustu kapítalista sem Ísland hefur alið og þjónað þeim. Það er einfaldlega staðreynd. Nú ertu annar maður jú, sjáum hvað það endist. Mér finnst þetta aðallega hálf spaugilegt.
Hins vegar er fólk þarna í sósíalistaframboðinu sem mér sýnist vera ágætlega marktækt, hugsjónafólk, sem er ekki bara að elta síðustu hugdettu sína. Það er ekkert sérlega marktækt þegar þú ert sífellt að lesa yfir hausamótunum á öðrum með þessum yfirgengilega besserwisserahætti. Smá auðmýkt gæti hjálpað.
Það er ekkert smá afrek hjá einum manni með fortíð eins og Gunnar Smári, að stofna flokk, bjóða fram lista og ná í 120 milljónir úr ríkissjóði.
Gunnar lýsir því yfir að hann muni nota þetta í útgáfustarfsemi eftir tilteknum nótum.
Enn stendur í Viðskiptablaðinu:
"Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson komu Óðni nokkuð á óvart á föstudagskvöld í kappræðum leiðtoganna í borginni með ákveðnum spurningum sem kjósendur vildu heyra svörin við.
Ein spurning Einars fór illa í Gunnar Smára þegar hann spurði hvort kjósendur framboðsins gætu treyst Gunnari Smára, formanni flokksins, þar sem hann hefði oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust.
Gunnar Smári sagði Einar drullusokk og hann hefði viljað fara í kosningabaráttu gegn sér."
Sú spurning kann að vakna hjá fólki hver verður með með framkvæmdastjórn fjármála framboðsins?
Verður það Gunnar Smári einn eða munu frambjóðendur koma að því líka?
Þá gætu nú aurarnir farið að ódrýgjast hjá einhverjum því ekki eru nú allir öreigar þekktir að aðhaldi og ráðdeild utan klæðaburðar.
En þetta leika ekki margir eftir. En það er ástæða til að gratúlera Gunnari Smára með árangurinn sem Talna Bensi má öfunda hann af.
27.9.2021 | 15:26
Íslendingabragur
Sæmundur Bjarnason skrifar svo:
"Árið 1867 (Semsagt fyrir meira en 150 árum) hóf 17 ára piltur að gefa út tímaritið Baldur. Piltur þessi var ættaður frá Fáskrúðsfirði og 3 árum síðar birtist í blaði þessu kvæði eftir hann sem nefnt var Íslendingabragur. Óhætt er að segja að kvæði þetta hafi komið sem sprengja yfir Reykjavík, sem á þessum tíma taldi um 2000 manns. Af þremur erindum kvæðisins hefur það í miðjunni orðið einna frægast og hljóðar þannig:
En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi.
Frjáls því að Íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan Íslending.
Höfðað var mál gegn höfundinum og hann flýði land í kjölfarið. Tímaritið Baldur hætti að sjálfsögðu að koma út. Landsyfirvöld sáu til þess. Piltur þessi hét Jón Ólafsson og af honum er löng og merkileg saga, sem ekki verður sögð hér. Kvæðið varð hinsvegar samstundis landsfrægt og er það á margan hátt enn, enda stóryrt í meira lagi, þó það þyki ekki sérlega svívirðilegt í dag.
Þetta er allsekki ein af mínum örsögum. Hvert eitt og einasta orð í þessari samantekt er sannleikanum samkvæmt."
Þessi Jón var langafi minn og var ævintýramaður eins og bókin hans Gils heitir.
Hann kjaftaði Grant forseta til að setja undir sig herskip og sigla með sig til Alaska til að kanna fýsileika þess að Íslendingar flyttust þangað.Þeir fóru að drekka saman hann og forsetinn og þar kom að þeir drukku Hvítahúusið þurrt og þá fóru þeir á búllur og héldu áfram. Þar koma að Jón varð ófær en Grant ekki og vildi meira en hann var blankur. Jón átti silfurdollar sem hann léði Grant. En Grant hefur víst aldrei borgað til baka.
Skýrslan um leiðangurinn er til í Library of Congress og til er mynd af Jóni í löjtentsbúningi US Navy.Þeir Jón könnuðu Kodíakeyju og leist vel á. Jón varð svo bókavörður í Chicago í mörg ár og er amma mín Sigríður alin upp í forinni og hestaskítnum á götunum þar.
Hún fór svo 17 ára með föður sinum til Íslands og sagði að sér hefði þótt hún horfa inn í sjálft helvíti að sjá til dimmrar Reykjavíkur um haust í stað ljósanna sem hún var vön fyrir vestan.
Hún giftist svo dr.Ágústi H. Bjarnason alþýðufræðaranum og prófessor, föður Hákonar skógræktarstjóra, Jóns Ólafs rafmagnsverkfræðings, Helgu Valfells, Maríu Ágústu sem voru verslunarlærðar og Haraldar rafvirkjameistara og bjuggu þau í Hellusundi 3. Jón átti tvo syni fyrir vestan með hjákonu sem hétu Austmann og urðu minnst annar ,Kristján, þekktur augnlæknir.Og enn einn son hér í Flóanum sem hét Guðjón og á afkomendur.Einn sonur hans varð eftir fyrir vestan og varð tannlæknir og á afkomendur þar og kallast þeir Ólafsson.
Jón gaf út stafrókskver í 15000 eintökum held ég sem stór fjöldi lærði og fleiri kennslubækur, hann sat á þingi og var ritstjóri fleiri blaða um ævina en aðrir Íslendingar, bæði hérlendi ogfyrir vestan haf. Jón var fæddur í mars 1850 og dó í júlí 1917.Hann hitti mann niðri á Pósthúsi daginn aður en hann dó og spurði sá hvernig honum liði. Þá sagði Jón:
Höndin skelfur heyrnin þver
helst þó sálar kraftur
sjónin nokkuð ágæt er
og aldrei bilar kjaftur.
áður hafði hann lýst sér svo:
Hálfan fór ég hnöttinn kring
hingað kom þó aftur
og átti bara eitt þarflegt þing
og það var góður kjaftur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2021 | 13:20
Hvað les ég?
úr kosningunum?
*Aðild að Evrópusambandinu er hafnað.
*Loftslagsmál hafa lítið vægi.
*Hálendisþjóðgarður er ekki áhugamál.
*Innflytjendamál hafa lítið vægi.
*V.G. eru aðeins að tapa 1 þingmanni.
*Aukinni fíkniefnanotkun er hafnað.
*Stjórnarskráráhugi er lítill.
*Fólk vill færri og stærri stjórnmálaflokka.
*Fólk vill kjósa til Alþingis.
*Fólk vill aðstoð við fátæka.
*Óánægja með kvótakerfið er ekki almenn.
*Fólk trúir ekki hverju sem er.
Þetta les ég sem fyrstu skilaboð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.9.2021 | 16:19
Gunnar Rúnar
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur er varðveitt safn Gunnars Rúnars Ólafssonar ljósmyndara ( 1917-1965).
"Gunnar Rúnar var auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari en hann dó langt um aldur fram árið 1965. Í safni Gunnars Rúnars eru margar frábærar myndir sem m.a. sýna Höfuðborgarsvæðið í uppbyggingu, mannlíf, myndir frá ýmsum íslenskum fyrirtækjum svo eitthvað sé nefnd.
Gunnar Rúnar ferðaðist einnig um landið og tók myndir af fólki heima á sveitabæjum. Í þessum ferðum var Þórdís Bjarnadóttir (1925-2012) kona Gunnars Rúnars oft með í för ásamt börnum þeirra. Ósjaldan sat Þórdís fyrir á myndum Gunnars Rúnars og einng börn þeirra. Þórdís lést á síðasta ári.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur hvetur alla til að kynna sér verk Gunnars Rúnars á heimasíðu Ljósmyndasafnsins.http://ljosmyndasafn.reykjavik.is/fotoweb/grid.fwx""
Mér ákaflega ljúft að minnast Gunnars og konu hans Doddýar. Hvernig þau opnuðu heimili sitt í Garðabæ fyrir mér stráklingnum og hvernig Gunnar Rúnar var óþreytandi við að kenna mér ljósmyndavinnu.Hann var með vinnustofu í kjallaranum þar sem hann vann sín listaverk.Maður framkallaði í bakka með sígarettu glóð til að ákveða hvenær væri tíminn fyrir fixerinn og eftir þvott í baðkerinu beið stækkarinn eftir að filmurnar væru þurrar.
Hann kenndi og hjálpaði kunningjum mínum og var jafn elskulegur við alla. Ég fór stundum með honum að mynda á Speed Graphic með flash-perur fyrir Moggann og var magnað að sjá hann vinna og hvernig hann sá það maður sá ekki sjálfur.
Hann lifði líklega ekki sérlega heilsusamlegu lífi heldur erilsömu og streitufullu lífi atvinnuljósmyndarans enda dó hann löngu fyrir aldur fram.
Gunnar Rúnar var einstaklega góður maður og vinur vina sinna sem ég minnist með hlýhug. Ég hvet alla sem hafa áhuga á ljósmyndun að kynna sér verk hans.
Ég átti þess kost að ferðast lítillega með honum þegar hann var að störfum úti á landi og það var upplifun að sjá hann vinna. Hann sagði heilar sögur með linsunni, mest í svart hvítu.
Hvernig hann nær flugþrá unga drengsins við Douglasinn er ekki sjálfgefin saga af þrá eftir því óþekkta.Bara eitt sýnishorn af því sem Gunnar Rúnar sá umfram okkur marga aðra ljósmyndara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2021 | 18:09
Stjórnarskráin tilheyrir allri þjóðinni
en ekki bara sumum.
Það eru ekki allt of margir sem hafa lagt það á sig að blanda sér í stjórnarskrárdekilur enda rís þrætubókarfólkið þá yfirleitt öndvert við.
Sveinn Guðjónsson blaðamaður skrifar afbragðs grein í Morgunblað dagsins um tilurð og framgang þessarar nýju stjórnarskrár, sem þetta lið kallar svo af fullkominni ósvífni og móðgun við staðreyndir málsins. Rétt eins og að þarna bíði einhverjar fullskapaðar gulltöflur í grasi.
En þessi ritsmíð sem þetta lið kallar hina nýju stjórnarskrá var ekki einu sinni af höfundunum hugsuð nema sem uppkast og umræðugrunnur í stjórnarskrárumræðum. Ekki sem fullsköpuð stjórnarskrá fyrir heila þjóð sem ætti að taka upp í heilu lagi.
Enda blasir sú staðreynd við hverjum við hverjum þeim sem leggur það á sig að lesa þessa ritgerð Þorvaldar Gylfasonar og hirðar hans.
Enda er mála sannast að þjóðin hefur komist nokkuð vel af með þá stjórnarskrá sem hefur dugað henni í stórum dráttum frá 1944. Þó eitthvað megi betur fara þá er það ekki sama og að lopaspunamenn úr pólitískum sértrúarhópum eigi að fara að skrifa þjóðinni eitthvað Magna Charta eftir sínu höfði sem allir eigi að falla fram og lofsyngja.
En Sveinn Guðjónsson skrifar svo:(Bloggari leyfir sér að breyta greinarskilum til áherslu og feitletra eftir sínum smekk sumsstaðar)
"Umræða um nýja stjórnarskrá hefur að vonum vaknað til lífsins í aðdraganda kosninga, enda hafa Píratar gert það að skilyrði fyrir þátttöku í nýrri ríkisstjórn að lögfesta tillögur stjórnlagaráðs þar að lútandi. Vísað er til þjóðarviljans, sem fram hafi komið í þjóðaratkvæðagreiðslu í október árið 2010, þar sem tillögur stjórnlagaráðs hafi verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta kosningabærra Íslendinga.
Full ástæða er til að draga þessar fullyrðingar í efa. Flestir eru sammála um að tímabært hafi verið að gera ákveðnar breytingar á gömlu lýðveldis-stjórnarskránni, enda væri hún barn síns tíma. Menn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um aðferðafræðina sem beitt var og hvernig að þessum tillögum var staðið á sínum tíma.
Staðreyndir málsins eru í stuttu máli þessar:
Í kosningunum til stjórnlagaþingsins var þátttakan aðeins 36,8%, það er að 63,2% virtust ekki hafa áhuga á framgangi málsins. Hæstiréttur dæmdi þessa kosningu ólöglega vegna alvarlegra formgalla og voru þá kjörnir fulltrúar skipaðir í svokallað stjórnlagaráð og þeim falið að semja drög að nýrri stjórnarskrá.
Kjörsóknin um tillögur stjórnlagaráðs var 48,4%. Með öðrum orðum höfðu 51,6% þjóðarinnar ekki áhuga. Af þeim sem kusu vildu 67% miða við uppkastið frá stjórnlagaráðinu.
Þetta merkir að þriðjungur kjósenda samþykkti þetta uppkast. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar samþykktu það ekki, mættu annaðhvort ekki á kjörstað eða greiddu ekki atkvæði með því.
Í ljósi þessara staðreynda eru fullyrðingar um þjóðarvilja og yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu því afar vafasamar, svo vægt sé til orða tekið. Fremur mætti tala um hreinar og klárar rangfærslur.
Falleinkunn Feneyjanefndar
Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var sent til Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem skipuð er helstu sérfræðingum Evrópu í stjórnskipunarrétti.
Er skemmst frá því að segja að Feneyjanefndin gerði alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og gaf því í raun falleinkunn.
Fréttastofa RÚV birti frétt 12. febrúar 2013 þar sem greint er frá áliti Feneyjanefndarinnar og þar segir m.a.:
Í áliti nefndarinnar er sérstaklega tekið fram að margar greinar frumvarpsins eru of almennt og óljóst orðaðar sem leiðir til þess að afar erfitt getur verið að túlka þær og fara eftir þeim. Stofnanakerfið, sem lagt er til í frumvarpinu, er sagt frekar flókið og að það skorti á samræmi. Þetta eigi við um þau völd sem falin eru þingi, ríkisstjórn og forseta, valdajafnvægið og samspil þessara þriggja stoða stjórnkerfisins sé í mörgum tilfellum of flókið. Þetta eigi líka við um hið beina lýðræði, sem tryggja á samkvæmt frumvarpinu.
Sérfræðingar Feneyjanefndarinnar segja að þótt fagna megi þeim möguleikum sem frumvarpið færir almenningi til að taka þátt í ákvarðanatöku þá þurfi að skoða þá möguleika mjög vel, bæði hina lagalegu hlið og hina pólitísku.
Feneyjanefndin telur jafnvel hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika, sem geti grafið undan stjórn landsins. Í mannréttindakaflanum telja hinir erlendu sérfræðingar að þótt fjölmörg grundvallarréttindi séu tryggð skorti bæði á nákvæmni og innihald hvað varðar umfang og eðli þeirra réttinda og þær skyldur sem réttindi leggja á bæði hið opinbera og einkaaðila. Það mætti skýra betur þær greinar sem fjalla um dómskerfið, segir í álitinu, sérstaklega þær sem fjalla um sjálfstæði dómara og ríkissaksóknara.
Fjölmargt fleira mætti tína til úr áliti Feneyjanefndarinnar sem dregur úr trúverðugleika frumvarps stjórnlagaráðs.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
Píratar hafa frá upphafi lagt áherslu á að fá frumvarp stjórnlagaráðs samþykkt nánast óbreytt.
Og þeir eru ekki einir um það því stofnað hefur verið félag áhugafólks um framgöngu málsins.
Nú skal ekkert um það sagt hvort þetta fólk viti ekki af áliti Feneyjanefndarinnar eða kæri sig kollótt og sé ráðið í að hafa álitið að engu. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig.
Þetta fólk klifar stöðugt á því að nýja stjórnarskráin hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er rangt.
Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir 114 greinum og hafa margir lögfróðir menn talið að slíkur greinafjöldi sé óheppilegur þegar um stjórnarskrá sé að ræða, sem reyndar kemur fram í áliti Feneyjanefndarinnar.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var einungis spurt um sex greinar frumvarpsins.
Fyrsta spurningin var: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Að túlka það þannig að þeir sem segðu já við þessu væru hlynntir því að nýja stjórnarskráin verði tekin upp óbreytt er villandi og beinlínis forheimskandi að mínu mati.
Það er auðvitað margt í frumvarpi stjórnlagaráðs sem nota má til hliðsjónar við breytingar á stjórnarskránni, en þar er líka fjölmargt sem ekki á heima í slíkum sáttmála. Þær þjóðir sem hafa borið gæfu til að fara frekar í breytingar á gildandi stjórnarskrám en umbylta þeim frá grunni hafa jafnan náð farsælli lausn í þessum efnum.
Stjórnarskráin tilheyrir allri þjóðinni og því er mikilvægt að ná víðtækri sátt um breytingar á henni. Að setja í stjórnarskrá ákvæði sem orka tvímælis eða eru í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna er ekki líklegt til sátta í samfélaginu.
Ég fæ því ekki betur séð en að með einstrengingslegri afstöðu sinni í þessum efnum séu Píratar að dæma sig úr leik í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum."
Það er fengur að þessari skýru greinargerð Sveins um þetta svokallaða stjórnarskrármál sem hefur til þessa aðeins náð að draga úr áhuga fólks á kostum málsins þar sem sem þeir háværustu hafa því miður fælt frá með ofstopa sínum. Því sitja landsmenn líklega lengi enn án þess að nokkuð verði gert í breytingum á stjórnarskrá landsins.
Sem er farsælla en flan í forað flokkadrátta um slíkt alvörumál sem Stjórnarskrá er og margir hugsandi menn hafa bent á.
"Stjórnarskráin tilheyrir allri þjóðinni" segir Sveinn og hefur þar lög að mæla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2021 | 11:40
Hefur hann eitthvað vit á þessu?
sem er öðruvísi en Samfylkingarflokkarnir og Ole Bieltvedt hafa?
Morgunblaðið er með þessa klausu:
"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur varhugavert að Íslendingar festi krónuna við evruna. Telur hann það illframkvæmanlegt og geti það meðal annars leitt til hærri stýrivaxta. Frá þessu var greint á vef Viðskiptablaðsins í gærkvöldi.
Seðlabankastjórinn telur ómögulegt fyrir bankann að halda fastgengi við evru en til að það gangi upp þyrfti meðal annars að beita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda því. Auk þess yrði ríkisstjórnin ávallt að taka mið af jafnvægi gengisins í fjárlögum og samkomulag þyrfti að ríkja við verkalýðsfélög um launahækkanir. Að þessum skilyrðum uppfylltum væri þó enn ekki hægt að treysta á að fastgengið myndi ganga eftir þar sem aðrir óvissuþættir væru enn til staðar.
Telur Ásgeir að tenging krónunnar við evruna gæti meðal annars leitt til hærri stýrivaxta þar sem nauðsynlegt gæti orðið að hækka vexti til að verja gengið.
Segir hann ekki ráðlegt að bera saman stöðu Íslendinga nú og þegar krónan var tengd við reiknieininguna ECU árið 1989.Hafi það fyrirkomulag gengið upp í ljósi fjármagnshafta sem eru ekki til staðar í dag.
Myndi taka mið af Evrópu
Segir Ásgeir að Íslandi bjóðist tvær leiðir, annars vegar evran og innganga í Evrópusambandið, og hins vegar sjálfstæð peningastefna.
Hvað varðar upptöku evrunnar segir Ásgeir Íslendinga þurfa að innleiða efnahagsstefnu og launastig sem myndu taka mið af gangi mála í Evrópu. Ef laun hér á landi væru í miklu ósamræmi við önnur lönd í Evrópu gæti það haft neikvæðar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. hmr@mbl.isv"
Hver hefur meira hagstjórnarvit: Bieltvedt hugmyndafræðingur Samfylkingarflokkanna eða dr.Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum?
23.9.2021 | 15:24
Viðreisnarþokan
heldur áfram af fullri ósvífni að móðga gripsvit kjósandans.
Þorgerður Katrín formaður flokksins leyfir sér að slá fram órökstuddu bulli um gengismál Íslands og ætlast til að fólk takai hana trúanlega án frekari skýringa.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur er ekki ánægður með slíka afgreiðslu á sér sem viti borinni manneskju.
Hann segir:
"Það er mjög þungur áfellisdómur yfir Viðreisn, að forysta flokksins skuli vera svo óvarkár í fjármálum að leggja til leið í gjaldeyrismálum, sem sagan sýnir einfaldlega, að er stórhættuleg. Ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heldur, að 800 þúsund milljarða gjaldeyrisvaraforði muni veita fastgengisstefnu hennar einhverja vörn, þá hefur hún ekkert lært á sínum pólitíska ferli, sem máli skiptir, og er einfaldari í kollinum en formanni stjórnmálaflokks ætti að leyfast.
Í viðtalinu var haldið áfram að afhjúpa formann Viðreisnar:
"Á hvaða gengi verður ISK fest við EUR ?"
"Á markaðsgengi."
"Á markaðsgengi dagsins, þegar bindingin á sér stað ? Þá verðum við nú fljótt vogunarsjóðunum að bráð. Dauð á fyrsta degi."
"Ef þú getur sagt mér það, [hvert] gengið er eftir ár, þá skal ég svara þér."
"Það eruð þið, sem eruð að leggja til gengisbindingu."
"Ég er að segja þér þetta: ef þú getur svarað mér því."
"Er það þá stefna ykkar að taka gengisbindingu upp á genginu, sem verður, þegar skrifað verður undir ?"
"Við skulum bara sjá til með það."
"Það skiptir öllu. Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar, lofaði okkur því hér í þættinum, að þetta yrði gert heyrinkunnugt fyrir kosningar, af því að það skiptir fólk máli. Þið hljótið að hafa einhverja hugmynd um á hvaða gengi það skuli gert."
"Það er ekkert ólíklegt, að það verði einhvers staðar nálægt markaðsgenginu. En það fer auðvitað allt eftir samningunum."
Þessi yfirborðslegu og raunar forheimskulegu svör Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sýna, svo að ekki verður um villzt, að keisaraynjan er ekki í neinu í gengisfrumskóginum.
Viðreisn hefur augljóslega enga áhættugreiningu gert á þeirri stefnumörkun sinni að tengja ISK við EUR. Þorgerður Katrín minnir á skessu, sem leikur sér hlæjandi að fjöreggi þjóðarinnar, eins og um getur í þjóðsögunum. Stefna Viðreisnar er vítaverð, af því að hún endar óhjákvæmilega með ósköpum.
Áfram með hina fróðlegu forystugrein Morgunblaðsins:
"Bretar voru ekki einir um að falla í þá freistni [að tengja gengið annarri mynt - innsk. BJo]. Það gerðu Svíar og Finnar einnig, en urðu líka fyrir árás spákaupmanna og neyddust til að slíta gengistengingunni og fella gengið haustið 1992. Hafði þó ekki lítið gengið á, og Svíar í örvæntingu hækkað millibankavexti í 500 % ! Sömu sorgarsögu er að segja af ámóta tilraunum annars staðar, frá Tequila-kreppunni í Suður-Ameríku 1994 til Asíukreppunnar 1998."
Viðreisn lifir í sérkennilegum, rósrauðum draumaheimi lepps Evrópusambandsins. Kerling kostar öllu til, til að smygla sál karlsins inn um Gullna hliðið. Vankunnátta og óraunsæi einkenna vinnubrögðin, enda helgar tilgangurinn meðalið. Væri ekki ráð, að flokksforystan kynnti sér gjaldmiðlaþátt hagsögunnar ? Það er reyndar borin von, að heilaþvegnir láti af trúnni.
Kjarninn í tilvitnaðri forystugrein Morgunblaðsins var þessi:
"Einhliða fastgengi á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er einfaldlega skotheld uppskrift að spákaupmennsku, gjaldeyriskreppu, bankakreppu og loks efnahagskreppu. Þau víti þekkja Íslendingar og verða að varast þau."
Nokkru síðar var Viðreisn rassskellt þannig:
"Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem felur í sér, að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er lagður að veði og getur hæglega tapazt til spákaupmanna á einni nóttu. Sem er alls ekki ólíklegt, vegna þess að slíkur fjársjóður dregur að sér athygli þeirra og ágirnd.
Fastgengisstefna myndi - þvert á það, sem boðberar hennar segja - að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið, en ekki hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Þá myndu Íslendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregðast við áföllum í útflutningi, líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga, að allar helztu útflutningsgreinar Íslands - sjávarútvegur, orkunýting og ferðaþjónusta - eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið. Við blasir, að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og útgjöld ríkisins mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita peningastefnunni til sveiflujöfnunar, líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti."
Þessi greining Morgunblaðsins er að öllum líkindum hárrétt.
Gengisbindingarstefnan er vanhugsuð og þjóðhættuleg.
Með henni væri kastað fyrir róða mikilvægu sveiflujöfnunartæki, sem er hagkerfi á borð við okkar bráðnauðsynlegt, sem nánast aldrei sveiflast í fasa við meginhagkerfin, sem marka peningastefnu evrubankans í Frankfurt.
Núna er reyndar mikill og vaxandi klofningur á milli germanskra og rómanskra ríkja evrunnar um peningastefnu evrubankans, sem hefur valdið mestu verðbólgu á evrusvæðinu frá stofnun hennar og mestu verðbólgu í Þýzkalandi frá endursameiningu landsins 1990. "
Sjá ekki allir sem vilja sjá, jafnvel Gunnar Smári, Benedikt Jóhannesson Zoëga og Ole Bieltvedt, að fái Seðlabanki Íslands ekki nægar Evrur, þá stöðvast útflutningur fyrirtækja og atvinnuleysi fylgir í kjölfarið.
Viðreisnarþokan grúfir yfir svörum formanns flokksins þar sem hún vill ekki svara því á hvaða gengi verður skipt. Hvernig eigi að svara innlendum kostnaðarauka umfram getu greiðenda.
Hverjir fá svo afnotarétti auðlinda úthlutað til langframa, Íslendingar og/eða ESB, hverjir skulu mynda Evrópuherinn,og hvaða lög skulu gilda í þessu landi, er svo enn óútskýrt mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2021 | 10:12
Jafnaðarmenn
vilja jöfnuð? Eða er ekki svo?
Eigum við öll von á kaupaukum frá jafnaðarmönnum?
Svo er sagt í fréttum:
"Logi Einarsson segir engin vandkvæði á því fyrir jafnaðarmannaflokk eins og Samfylkinguna að tefla ítrekað fram frambjóðanda sem nýlega hefur gengið út úr stórum banka með tugi milljóna í vasanum. Þetta kom fram í viðtali við hann á vettvangi Dagmála.
Vísuðu þáttastjórnendur til þess að Kristrún Frostadóttir, sem leiðir flokkinn í Reykjavík suður, lét af starfi sem aðalhagfræðingur Kviku banka fyrr á þessu ári. Hefur komið fram opinberlega, m.a. á vettvangi Viðskiptablaðsins, að hún hafi fengið tugi milljóna í formi kaupaukagreiðslna á grundvelli samninga við bankann.
Mér finnst þetta sýna skapgerðarstyrk hennar þá að vera harðasti talsmaður þess að hún verði skattlögð í réttmætum mæli, ég hef ekki hugmynd um það. Gegnheilli jafnaðarmann en Kristrúnu Frostadóttur hef ég bara varla hitt.
Það efumst við ekki um. Við höfum fengið hana hingað í þáttinn og hún er öflugur málsvari. En er þetta ekkert erfitt fyrir ykkur? Verður þetta ekki holur hljómur gagnvart þeim sem höllum fæti standa að segja, hér erum við með kandídatinn sem ætlar að breyta þessum málum. Hann er reyndar nýkominn út úr bankakerfinu með tugi milljóna í vasanum?
Nei, það er ekki erfitt. Samfylkingin er bara þannig flokkur að við lítum þannig á það að reynsla úr mjög fjölbreyttu umhverfi skipti bara gríðarlega miklu máli.
Þannig að reynslan af því að hafa fengið gríðarlega kaupauka ...
Við erum með listamenn, við erum með lögfræðinga, við erum með kennara, við erum með arkitekt, við erum með hagfræðinga, við erum með verkakonu. Við erum með allskonar fólk hjá okkur. Þetta býr til það lið sem við teljum gott til þess að setja saman stefnu sem býr til fjölbreytt og skemmtilegt samfélag.
Logi, ertu fylgjandi kaupaukakerfum bankanna?
Ég tel að það þurfi að setja þeim skorður.
Með hvaða móti?
Ég bara veit það ekki nákvæmlega. Við þurfum bara að passa að eignaójöfnuður aukist ekki með óheyrilegum hætti.
Titringur innanbúðar vegna Kristrúnar
Í þættinum er Logi einnig spurður út í þann titring sem þáttastjórnendur hafa heimildir fyrir að skapast hafi innan Samfylkingarinnar vegna þeirrar ofuráherslu sem lögð hefur verið á framkomu Kristrúnar Frostadóttur í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Segist Logi ekki kannast við þann titring sem sagður er hafa magnast meðal reynslubolta innan flokksins á borð við Helgu Völu Helgadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur.
Kristrún leiðir flokkinn í Reykjavík suður eins og áður sagði og í öðru sæti er Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem sagði skilið við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Helga Vala leiðir flokkinn í Reykjavík norður.
Gefur Logi lítið fyrir þessa gagnrýni og segir engan titring innan flokksins. Hins vegar sé Kristrúnu meðvitað teflt fram í umræðu um efnahagsmál þar sem hún hafi sannað sig og sé öflugri málafylgjumanneskja en fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Hann bendir auk þess á það í viðtalinu að hann hafi rekist á mynd af Helgu Völu á strætóskýli þar sem hann var á leið sinni upp í Hádegismóa vegna viðtalsins."
23.9.2021 | 09:52
"Minning um mann
þið alloft sáuð hann..."
Afbragðsgrein Ólafs Arnarsonar hagfræðings um Gunnar Smára Egilsson má ég til að varðveita hér á bloggsíðunni mér til upprifjunar. Ferill þessa manns er svo einstakur að hann má ekki gleymast þó ekki nema til að sýna fram á að allt er mögulegt í pólitík.
Ólafur skrifar í Fréttablaðið svofellt:
"Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hefur ekki verið sósíalistaforingi allt sitt líf. Raunar var fátt sem benti til þess að hjarta hans slægi eitthvað sérstaklega í takt við hjörtu þeirra sem verst búa í samfélaginu þegar hann var í hópi helstu útrásarvíkinga landsins með ofurlaun og fór helst ekki milli landa nema í einkaþotu.
Velgengni og útrás
Fréttablaðið kom fyrst út árið 2001 og strax árið 2002 voru blikur á lofti með rekstrarstöðu þess. Gunnar Smári var þá annar ritstjóra blaðsins. Baugur steig inn og tryggði áframhaldandi útgáfu Fréttablaðsins með því að leggja því til fjármuni. Árið 2003 eignaðist Baugur Norðurljós (Stöð 2, Bylgjan og fleira) ásamt fleirum. Gunnar Smári hvarf fljótlega úr ritstjórastól á Fréttablaðinu og inn í Baugssamsteypuna, varð f ljótt stjórnandi fjölmiðlaarms félagsins þrátt fyrir að hafa enga reynslu af rekstri ljósvakamiðla og í raun takmarkaða reynslu af árangursríkum blaðarekstri, umfram blaðamennsku og ritstjórn.
Eftir að Baugur kom að Fréttablaðinu gekk rekstur þess vel og varð það f ljótt meira lesið en Morgunblaðið og mjög verðmætur auglýsingamiðill. Ásamt ljósvakamiðlum, sem Baugur keypti 2003, var Fréttablaðið sett inn í nýtt félag, Dagsbrún, og Gunnar Smári gerður að forstjóra. Eins og fram hefur komið, meðal annars í Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir Einar Kárason, skipti Jón sér lítið af Dagsbrún og fékk Gunnar Smári að leika lausum hala. Fyrr en varði var hann búinn að kaupa prentsmiðju í Bretlandi, stofna fríblað í Danmörku og annað í Boston í Bandaríkjunum. Útrásarævintýri Gunnars Smára endaði í miklu tapi. Einnig varð mikið rekstrartap á ljósvakamiðlum Dagsbrúnar, meðal annars vegna NFS, rándýrrar fréttastöðvar í anda CNN.
Sósíalistaforingi á ofurlaunum
Þrátt fyrir tapreksturinn hér heima og glataðar fjárfestingar erlendis gerðu eigendur Dagsbrúnar vel við forstjórann. Gunnar Smári var í hópi tekjuhæstu forstjóra landsins. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar um tekjur ársins 2005, sem út kom í ágúst 2006, var Gunnar Smári með kr. 2.438.000,- í mánaðarlaun árið 2005, sem var svipað og forstjórar Símans og Eignarhaldsfélags VÍS voru með og hærra en forstjórar Marels, Ísals, Olís og Heklu. Í febrúar 2019 fjallaði Hringbraut um laun Gunnars Smára og kom fram að reiknað til núvirðis, samkvæmt launavísitölu, væru þetta mánaðarlaun upp á 6 milljónir þá. Sé þetta reiknað enn fram til dagsins í dag var Gunnar Smári með sem svarar ríflega 7,2 milljónir á mánuði árið 2005. Það jafngildir þreföldum ráðherralaunum.
Einn helsti útrásarvíkingurinn
Útrásarvíkingurinn, sem nú er orðinn sósíalistaforingi, mun hafa samsamað sig vel lífi útrásarvíkingsins, en verið fljótur að láta sig hverfa þegar taprekstur og glataðar fjárfestingar lentu á þeim sem fjármögnuðu útrás hans. Í Málsvörn sinni segir Jón Ásgeir:
En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefið út 20062008.) En það var engin heimavinna unnin. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.
Föstudaginn 17. október 2008, rétt eftir hrun, birtist opna í DV með myndum og umfjöllun um helstu útrásarvíkinga þjóðarinnar. Þar voru Björgólfsfeðgar og Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson og Bakkavararbræður, Bjarni Ármannsson og Sigurður Einarsson, Hannes Smárason og Gísli Gíslason og þar var Gunnar Smári Egilsson.
Viðskiptafélagi þekktra auðmanna eftir hrun
Lítið fór fyrir Gunnari Smára fyrst eftir hrun. Í lok nóvember 2015 var tilkynnt að hann færi fyrir hópi sem keypt hefði allt hlutafé í Miðopnu ehf., útgáfufélagi fríblaðsins Fréttatímans, sem kom út vikulega og var dreift í 82 þúsund eintökum aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptafélagar hans voru í hópi mestu auðmanna Íslands, fjárfestarnir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og fleiri. Gamanið var stutt í þetta sinn. Í apríl 2017 var útgáfu Fréttatímans hætt og útgáfufélag hans varð gjaldþrota.
Stundin fjallaði um málefni Fréttatímans og Gunnars Smára 28. apríl 2017 undir fyrirsögninni Skuldaskil Gunnars Smára Egilssonar við sósíalismann og Fréttatímann.
Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem þá var blaðamaður á Fréttatímanum, skrifaði í Stundina um framkomu útgefanda blaðsins við starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórnmálaflokk fyrir launþega. Greinin hefst svo:
Mánudaginn 3. apríl þegar Gunnar Smári Egilsson, þáverandi aðaleigandi, útgefandi og ritstjóri Fréttatímans, talaði um stofnun Sósíalistaflokks Íslands í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon hafði enginn starfsmaður fjölmiðilsins sem hann hafði rekið og stýrt í tæpt eitt og hálft ár fengið greidd laun fyrir marsmánuð. Hluti starfsmanna fékk greidd laun dagana á eftir en tíu starfsmenn fengu engin laun, hafa ekki fengið þau og munu ekki fá þau nema að hluta til í gegnum ábyrgðarsjóð launa.
Starfsmenn skildir eftir launalausir
Ingi Freyr gagnrýnir Gunnar Smára harðlega fyrir að koma ekki til dyranna eins og hann er klæddur:
Gunnar Smári hafði boðað forföll í vinnu þennan mánudag án þess að skýra af hverju en samstarfsfólk hans gat hlustað á hann á X-inu tala um sósíalisma á meðan það beið eftir laununum sínum sem hefðu átt að vera greidd út þremur dögum áður. Inntakið í viðtalinu í Harmageddon var meðal annars rökstuðningur Gunnars Smára fyrir því af hverju það þyrfti að stofna Sósíalistaflokk á Íslandi og sagði hann meðal annars: Það er það sem vantar í samfélagið í dag; alvöru sósíalistaflokkur sem berst fyrir hagsmunum hinna verst settu, berst fyrir fátæka og berst fyrir réttindum venjulegs launafólks gegn sérhagsmunum.
Tvísaga eða jafnvel þrísaga?
Gunnar Smári er sagður hafa blekkt starfsfólk sitt og viðskiptafélaga og fullvissað um að framtíð fyrirtækisins væri tryggð þegar svo hafi alls ekki verið, ekki hafi einu sinni verið staðin skil á lífeyrissjóðsiðgjöldum starfsmanna. Ingi Freyr skrifar:
Um svipað leyti, í febrúar árið 2017, talaði hann líka starfsfólk á blaðinu af því að taka atvinnutilboðum frá öðrum fyrirtækjum, hækkaði laun þess og sagði framtíð fjölmiðlafyrirtækisins vera tryggða. Nú í apríl, eftir að rekstrarerfiðleikar Fréttatímans urðu fjölmiðlaefni og blaðið hætti að koma út, sagði Gunnar Smári starfsmönnum hins vegar frá því að Fréttatíminn hefði verið í nauðvörn rekstrarlega frá því í október á síðasta ári. Þá hefur einnig komið í ljós að um svipað leyti, síðla árs í fyrra, hætti Fréttatíminn að greiða í lífeyrissjóð fyrir að minnsta kosti hluta af starfsmönnum fyrirtækisins. Myndin sem starfsmenn Fréttatímans fengu af rekstrarstöðu blaðsins var því allt önnur en sú rétta.
Ég um mig frá mér til mín ?
Þegar Gunnar Smári var útrásarvíkingur taldi hann best fara á því að stjórnmálamenn gerðu sem minnst og þvældust ekki fyrir atvinnulífinu. Þeir sem fjárfest hafa í hugmyndum Gunnars Smára hafa tapað miklum fjármunum á því. Nú virðist enginn fáanlegur til að fjármagna frekari ævintýri hans á viðskiptasviðinu. Snýr hann þá við blaðinu og gerist baráttumaður öreiga, byltingarforingi og krefst þess að fyrirtæki verði þjóðnýtt, brotin upp og kapítalisminn knésettur. Laun formanns stjórnmálaflokks sem situr á Alþingi slaga hátt upp í laun útrásarforstjóra 2005, reyndar ekki reiknuð til núvirðis. Því verður varla á móti mælt að þróunarsaga Gunnars Smára sé vægast sagt forvitnileg. "
Þetta er sannkölluð hetjusaga sem lýsir ótrúlegum sviptingum og baráttukjarki. Og líklega algeru samviskuleysi til viðbótar sem er ef til vill nauðsynlegt með.
Þetta er minning um mann sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko