Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 14:49
Fljúgandi Furðuhlutir ?
Ég var að lesa þá tfirlýsingu frá Hönnu Birnu að það væri enn stefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leggja Reykjavíkurflugvöll af og byggja íbúðir í Vatnsmýrinni.
Þetta kemur í kjölfarið á skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem fram kemur að mikill meirihluti fólks vill Reykjavíkurflugvöll kyrran á sínum stað. Úrtakið var um 700 manns. Hér á bloggsíðunni hafa yfir níu af hverjum tíu í 422 manna úrtaki lýst yfir sömu skoðun.
Stundum hefur stjórnmálamönnum verið legið á hálsi fyrir að elta skoðanir almennings og hafa ekki kjark til að bjóða almenningsálitinu byrginn. Það verður seint sagt um hana Hönnu Birnu að hana skorti áræði, hvað þá að hún sé uppnæm fyrir goluþyt. Röggsemi hennar gagnvart skrílnum í Ráðhúsinu á dögunum vakti aðdáun mína. Ég verð illa svikinn af mínu hugboði ef hún á ekki eftir að setjast á borgarstjórastól. Einmitt þessvegna langar mig til þess að hún endurskoði þessa flugvallarafstöðu sína en láti hana ekki verða sér að fótakefli í framtíðarstjórnmálum.
Marga stjórnmálamenn hef ég horft á taka flugið uppávið til þess að eins að brotlenda með braki eins og við erum búin að horfa uppá í Framsóknarflokknum. Þessir stjórnmálamenn reyndust þá aðeins vera fremur fljúgandi furðuhlutir en framtíðarleiðtogar.
Ekki getur slíkt fluglag verið einbeittur ásetningur bogarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í Reykjavík ?
26.1.2008 | 12:15
Gott viðtal við Ólaf borgarstjóra.
Viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í 24 stundum í dag var einkar ahyglisvert. Þar birtist Ólafur okkur eins og hann er. Yfirvegaður maður með ákveðnar skoðanir, sem leynir engu. Hann hefur þann grunskilning á því hversvegna hann er í pólitík, sem marga stjórnmálamenn skortir tilfinnanlega.
Í ljósi þessa er mér ómögulegt að skilja hvað hún Margrét Sverrisdóttir er að hugsa. Hversvegna hún vill ekki hjálpa Ólafi að vinna að þeim málum, sem þau voru bæði kosin til ? Hverju skyldi hún ætla að ná fram í slagtogi með vinstriflokkunum á hliðarlínunni ?
Ég hélt að fólk væri í pólitík til þess að hafa hámarksáhrif. Líklega hefur hún hlustað á vond ráð sem drifin eru áfram af særðum tilfinningum í hita leiksins. Allir geta stokkið uppá nef sér. En skynsamt fólk áttar sig oft þegar móðurinn rennur af því.
Ég vil ekki trúa því á Margréti að hún hugsi ekki sinn gang í pólitíkinni. Heldur ætli hún að hanga eins og Damoklesarsverð yfir fólki sem er búið að setja fram stefnumál sín, sem mörg eru hennar eigin stefnumál. Varla hefur hún breytt öllum stjórnmálaskoðanum sínum ?
24.1.2008 | 21:43
Sagan endurtekur sig ?
Ég var á Austurvelli 30. marz 1949. Þá höfðu leiðtogar kommúnista hvatt sitt fólk til að koma að Alþingishúsinu og mótmæla inngöngunni í Atlantzhafsbandalagið. Ég skildi nú fæst af því sem fram fór eða aðdragandann til hlýtar. Nema að von væri á tíðendum og best að missa ekki af neinu. Og ég sá skrílslæti, slagsmál og grjótkast og fékk að lykta af táragasi.
Eftir þetta skrifaði Þjóðviljjinn mikið um það, að þarna hefði reiði þjóðarinnar brotizt út og valdið þessum ólátum. Þarna hefðu landráðamenn í Alþingishúsinu verið að selja landið. Síðar kom í ljós að þjóðin var víst samþykk þessu öllu, sem þjóðkjörnir fulltrúar voru að þarna að samþykkja fyrir hennar hönd. En Þjóðin á Þórsgötu1 ,eins og hún var kölluð og kennd við höfuðstöðvar kommanna, var náttúrlega mjög ósátt og gekk Keflavíkurgöngur lengi á eftir.
Í dag fagnaði Dagur B. Eggertsson því úr ræðustól í ráðhúsinu, að svo margir skyldu hafa mætt á áhorfendapallana í ráðhúsinu. Gerðist þetta eftir að skrílslæti höfðu staðið yfir í langa stund og púað Ólaf Magnússon niður, þegar hann ætlaði að setja fund í fyrsta sinn. Ekki fannst Degi Eggertssyni mikið til um það.
Katrín Júlíusdóttir þingmaður sagði svo í sjónvarpinu, að þetta hefði birtst gífurleg reiði fólks yfir því sem kjörnir fulltrúar voru að gera í ráðhúsinu. Í sama sjónvarpi var svo viðtal við stúlku vart af barnsaldri, sem var sögð formaður ungra jafnaðarmanna. Hún var hin hróðugasta yfir látunum í Ráðhúsinu og boðaði framhald.
Sem sagt, þetta átti að bera gríðarlegri reiði fólks í garð löglegs meirihluta vitni. Nokkrir tugir unglinga, úr ungliðahreyfingum fráfarandi stjórnarflokka, sem öskruðu og létu illum látum á áheyrendabekkjum í ráðhúsinu. Margir þar af voru sagðir í skrópi úr tímum í menntaskólum við það að hlýða herkalli leiðtoga sinna. Svo sat þarna friðsamt fólk innan um. Skríllinn öskraði svívirðingar að því og kallaði það fasista vegna þess að að það æpti ekki með. Hvergi heyrðist af reiðilátum fólks annarsstaðar.
Lýðræðisást og þroska hluta þjóðarinnar er þarna lifandi lýst. Alþingi götunnar á að taka völdin þegar því hentar og stöðva löglega kjörna fulltrúa 52 % kjósenda í Reykjavík í villu sinni. Það er greinilegt af hvorum væng stjórnmálanna þessir hópar koma núna. Alveg eins og 30.marz 1949. Og þar áður í Gúttóslagnum. Þarna auglýsa ungliðahreyfingar jafnaðarmanna og vinstri grænna sig svo eftir var tekið. En ekki var þó fjöldanum fyrir að fara og segir það enn aðra sögu.
Því miður hefur mér oftlega sýnst jafnaðarmenn vera oft þveröfugt innrættir við það sem þeir segjast vera. Það er engin ástæða til þes að leyfa stjórnarandstöðu þegar stefnan er rétt . Þetta sagði sanntrúaður íslenzkur kommúnisti við mig í fullri alvöru þegar við ræddum stjórnmálaástandið í A-Þýzkalandi árið 1958, þar sem við vorum við nám í V-Þýzkalandi. Þá álitu vinstrimenn sig vera Besserwisser og litu yfirleitt niður á venjulegt fólk sem ekkert vissi um "díalektiska efnishyggju" og fræði Marx og Engels. Það var ekki fyrr en Hannes Hólmsteinn lnennti að lesa þessi fræði og fór í rökræður við kommana, að uppgötvaðist að þeir höfðu fæstir lesið nokkurn skapaðan hlut og voru því malaðir af Hannesi.
Ólafur Magnússon ,borgarstjóri, kom svo fram í sjónvarpi og sýndi mikla stillingu undir frekjulegum árásum spyrilsins. Hann lét hann ekki taka af sér orðið og flutti mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt. Með stillilegri framkomu sinni og skýrum svörum tókst honum að dempa andmælendurna niður þannig að þeir fóru hvorugur neina frægðarför í þessum þætti.
Vorum við í dag að sjá fyrstu skrefin í átt til nýrra vinnubragða í íslenzkri pólitík sem ungliðahreyfingar af vinstri vængnum vilja beita sér fyrir ? Aktionspolitík eins og hún var þekkt á síðustu öld ? Eða er þetta aðeins afhjúpað getuleysi dáðlítilla stjórnmálamanna, sem geta bara haft hátt í viðtalsþáttum og yfirgjammað, en ekki komið neinum málum fram í stjórnmálum, sem máli skipta?
22.1.2008 | 08:23
Velkominn Ólafur Liljurós !
Hinn 4. desember s.l. skrifaði ég eftirfarandi á þetta blogg:
"Mikið er gaman að Ólafur Magnússon skuli vera kominn aftur til starfa í Borgarstjórn Reykjavíkur og heill heilsu. Hann er eini maðurinn, sem við vinir Reykjavíkurflugvallar getum treyst á Borgarstjórn. Allir hinir eru annaðhvort hráir eða soðnir eins og Villi eða eindregnir andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni eins og sexmenningaklíkan öll í Sjálfstæðisflokknum, nema kannske utan Kjartans eins.
Ólafur Magnússon er maður hreinn og beinn. Honum getum við treyst. Vonandi kemur hann saman góðum lista við næstu kosningar sem við getum stutt heilshugar til góðra verka. Margir telja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að gera endanlega í buxurnar í borgarpólitíkinni og honum muni fáir treysta héðan af. Flokkur, sem ekki getur ítrekað staðið saman, er eins og hús sem er í sjálfu sér sundurþykkt. Það mun riða til falls og fall þess verður mikið. Eða svo stendur í hinni góðu bók held ég.
Allt vinstragengið í nýja R-lista bræðingnum er líka alfarið á móti Reykjavíkurflugvelli. Björn Ingi er eins og hann er, enn staddur úti á Lönguskerjum. Undir hans exi þora víst fáir að sofa lengur.
Því er Ólafur maður okkar Vallarvinir ! Styðjum við Ólafs Magnússon til góðra verka ! Gerum framtíð Reykjavíkurflugvallar að úrslitakosti í pólitísku vali mann og málefna "
Ég viðurkenni alveg að ég var svakalega svekktur á þessum tíma útí Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vegna þess sem uppá hafði komið. Ég viðurkenni að ég hafi kannske verið of stórorður í hita leiksins. En þannig er minn heimski háttur að tala beint út um það sem mér finnst og hugsa svo.
Það breytir því ekki að ég hef tröllatrú á Ólafi lækni og hvet okkur Vallarvini að styðja vel við hann. Hann hefur mikinn stuðning í flugvallar málinu og má benda honum á skoðanakönnunina hér á síðunni þar sem yfir níu af hverjum tíu vilja Reykjavíkurflugvöll áfram. Merkilegt er að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli ekki skynja þessa sannfæringu fólksins heldur margir berja hausnum við steininn og heimta völlinn burt.
Nú eru fangelsismálin í uppnámi vegna síbyljunnar Hólmsheiðarflugvöll, sem öllum flugmönnum er ljóst að kemur aldrei í stað Reykjavíkurflugvallar. Það þarf engar veðurrannsóknir frekar á því., þetta er allt borðliggjandi. Mosfellingar vilja ekki sjá flugvöll þarna heldur. Og vegna alls þessa verðum við þá væntanlega tugthúslausir næstu ár svo skemmtilegt sem það er fyrir almenning sem vill að glæpamenn séu í fangelsum en ekki lausir á götunum. Og það er einmitt í málefnasamningnum, að það eigi að hætta að berja fólk í miðbæ Reykjavíkur.
Vertu velkominn Ólafur læknir. Þú ert í læknishlutverki við að lækna gömul sár í pólitíkinni. Láttu andstæðingana ekki stressa þig upp með skítkasti. Láttu samstarfsaðilana hafa fyrir nýju lífi og vinna verkin. Hugsaðu sjálfur um heildaryfirsýnina og stefnumótunina. Slappaðu vel af daglega og njóttu félagsskapar vina þinna en eyddu ekki orku í að berjast við gjammandi anstæðingastóðið. Þú ert borgarstjórinn okkar allra sem unna Reykjavíkurflugvelli. Við styðjum þig !
16.1.2008 | 13:25
Göngum úr Schengen !
Af fáum ráðstöfunum stjórnvalda hin síðari ár hef ég verið minna hrifinn en ingöngunni í Schengen. Mér er sagt að þetta hafi verið eitt af fáum sérstöku baráttumálum Halldórs Ásgrímssonar og er þá að vonum.Aðeins Einar Oddur og Gunnar I.Birgisson sátu hjá þegar Sjálfstæðisflokkurinn var neyddur til að samþykkja þetta óheillamál Framsóknar til að bjarga ríkisstjórninni.
Eitt af þvi sem þá var haldið fram, að þetta samstarf myndi skila lögreglu mun betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Nú upplýsir Hildur Dungal í Útlendingaeftirlitinu , að þessu sé þveröfugt farið. Upplýsingar frá SIS séu nánast ófaánlegar. Schengenborgarar, heiðarlegir eða óheiðarlegir, komi hingað án eftirlits og geti dvalið hér eins leng og þeim sýnist. Það er ekki einu sinni hægt að vita hvenær þeir komu eða fóru eða fóru ekki eins og komið hefur fram um glæpamenn í farbanni stjórnvalda. Sem sagt algert eftirlitsleysi. Nema ef heiðalegir menn vilja sækja um atvinnuleyfi hér en það gera hinir óheiðarlegu auðvitað ekki.
Í Bandaríkjunum er fylgst með því að þú dveljir ekki lengur en 3 mánuði án visa eða 6 mánuði með visa. Hér er ekki neitt eftirlit.
Bretar létu hjá líða að ganga í Schengen af augljósum ástæðum eylandsins. Við gengum í þetta af eintómri talhlýðni með augljósum afleiðingum, sem birtast okkur meðal annars í vopnaleit í Keflavík þegar komið er frá Bandaríkjunum, eins fáránlegt og það nú er.
Mér finnst núna vera lag til að ganga úr Schengen þegar Framsókn er utan stjórnar. Þá getum við krafist bakgrunnsrannsóknar á þeim sem hingað koma eins og við gátum áður en getum ekki lengur. Íslendingar eru flestir hættir að verða svo fullir í flugvélum til útlanda að þeir geti ekki dregið upp passann sinn. Sem þeir verða þó raunar yfirleitt að gera hvort sem er, þó að okkur hafi verið sagt annað.
Schengen aðildin hefur ekki staðið undir væntingum heldur þveröfugt og á því að endurskoða án tafarStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.1.2008 | 01:29
Kjósið með Reykjavíkurflugvelli !
Ég sé að það koma margir á síðuna án þess að taka þátt í skoðanakönnun sem ég er með um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er verið að seigdrepa þetta mannvirki, sem sett hefur svip sinn á Reykjavík í bráðum 70 ár. Það er verið að klessa að honum mannvirki sem ekkert erindi eiga inná flugvallarsvæðið. Eins og Háskólann í Reykjavík sem er að byggja innað flugbrautunum. Gufuvitlaus ráðstöfun eins og allir hljóta að geta séð fyrir sér sambýli skóla og flugvallar. Reynum að stöðva þessa vitleysu og notum sökklana sem þeir eru að byggja frekar undir flugstöð eða flugskýli sem bráðavöntun er á. Vellinum er haldið í heljargreipum vegna ráðaleysis Borgarstjórnar. Hún getur bara verið sammála um eitt: Banna allar framkvæmdir á flugvellinum vegna þess að hann getur farið einhverntimann. Og svo vinna moldvörpurnar á meðan dag og nótt og smávinna sín skemmdarverk á grundvelli skipulags.
Mér finnst meir herbrestur og meira liggja við varðandi flugvöllinn en hvort eigi eða megi ekki rífa gömul hús við Laugaveg. Höfuðborg á samgangna er engin höfuðborg.
Það verður að afgreiða spurninguna um Reykjavíkurflugvöll með þjóðaratkvæði í næstu kosningum. Þessi vitleysa bara gengur ekki !
10.1.2008 | 01:16
Skuldadagar
Já Gnúpur var ríkur í haust, átti milljarðatugi. Hann innleysti ekki meðan gengið var hátt. Sá ekki þróunina fyrir. Var bara ekki forspár eins og Snorri Goði var í gamla daga.
Nú eru nauðasamningar í gangi hjá bréfafyrirtækinu Gnúpi og víst líka FLGroup. Og raunar mörgum fleiri. Salan á andlagi lánanna, hlutabréfin sjálf, eru núna farin að hafa áhrif á hlutabréfaverðið niður á við. Hvað skyldu menn á þurrabúum eins og bréfafyrirtækjum setja traust sitt á að muni hækka til að borga samningana í dag? Eru kannske ekki bréfaguttarnir í baunkunum líka núna að semja sjálfa sig frá vondum lánveitingum sínum með því að ýta málunum á undan sér ? Betra að afskrifa vitleysurnar hægar, verja eigið skinn og kaupréttarsamninga ? Einhvernvegin býður mér í grun, að hérlendis sé öðruvísi tekið á svona málum en er til dæmis á Wall Street.Það vanti eitthvað á gagnsæið hérna.
Það er sjálfsagt skárra fyrir þann sem á mjólkurkú í fjósi eins og td. FLGroup heldur en bréfafyritækið, að horfa til framtíðar. Með tímanum getur bóndinn mjólkað sig frá vandanum fremur en sá sem á bara tóma krukku. Þetta er líka skýringin á því hversvegna Bandaríkjamönnum er skítsama um það hvernig Dabbi skráir dollarann hér heima. Hjá þeim er hann bara 100 cent eins og verið hefur og efnahagslífið gengur prýðilega á dollaranum. Við Íslendingar fáum ekkert fleiri cent fyrir pundið í blokkinni þó bréfin hafi hækkað hér heima.
Ef menn geta setið þétt á sínum hlutabréfum í lifandi fyrirtækjum þá hækkar verðið smátt og smátt. Coca Cola er trúlega alveg sama hverju greiningadeildir okkar banka hérna meta bréf í því fyrirtæki. En hluthafanum litla er ekki skemmt, ef hann hefur fengið lán til að kaupa lækkandi bréf.
Það er hinsvegar ekki skemmtilegt né skynsamlegt að fá lán hjá dópsalanum.
Maður hélt að þessir stóru kallar okkar og frægu viðskiptajöfrar kynnu að spila. Ef þeir kunnu þetta ekki betur en þetta þá er það viðvörun til okkar litlu kallanna. Reyndur maður og ríkur í Ameríku sagði við mig að kúnstin væri að kunna að selja á réttum tíma,-ekki endilega að kaupa. Það væri hættulítið til lengri tíma að eiga hlutabréf í traustum fyrirtækjum eins og Landsbankanum, GAZProm eða Coca Cola. EN það er hættulegt að eiga þau ekki sjálfur heldur skulda þau.
Menn hoppuðu unnvörpum útum glugga á Wall Street 1929 þó að allt væri svo komið í lag skömmu seinna. Sá sem á milljónkall er óendanlega sælli en sá sem skuldar handrukkaranum milljónkall. Aðeins pólitíkusarnir stela peningum fólks, venjulega undir einhverju óeigingjörnu yfirskyni, eins og þeir stálu kvótanum í fiskinum og gróðurmoldinni frá þjóðinni sem átti þetta. Og svo skrifa þeir bækur til að skýra það út fyrir mér og þér, hversvegna hlutirnir gerðust eins og þeir gerðu eða gerðust ekki eins og þú heldur að þeir hafi gerst, af því að þeir vildu að þeir hefðu gerst öðruvísi. Einhverjir virðast nenna að að eyða tíma og peningum í að lesa svona skrif án þess að ég sjái tilganginn í því.
Og nú síðast vill Mogginn alltíeinu koma á í flestum auðlindatengdum atvinnugreinum landsmanna í kvótakerfi. Eitthvað auðlindagjald, víst sama hversu hlálegt, er nægileg réttlæting fyrir kvótakerfum í íslenzka auðlindabísnessnum á þeim bæ.
Myndi Mogginn geta hugsað sér að setja kvótakerfi á hreina og tæra andrúmsloftið á Íslandi ?. Hannes Hólmsteinn, Davíð og Halldór myndu væntanlega telja það betra til viðhalds auðlindinni, að hún yrði í einkaeign. Menn eiga að ganga svo miklu betur um eigin eignir en annara segja þeir. Við sem núna höfum andardráttarreynslu myndum fá kvóta til að selja óbornum Íslendingum rétt til afnota af auðlindinni. Hugsið ykkur,-út-inn, allan sólarhringinn myndi klingja í kassanum hjá okkur. Svo gætum við selt réttinn sem börnin erfa eða veðsett hann í baunkunum ? Og innan skamms myndi Baugur og Byko eiga 12 % hver ! Svo förum við í útrás með Geyser Green og verslum með kvótann á alþjóðamörkuðum.
Ætli rökin fyrir þessu nýja andardráttarkerfi liggi ekki nokkuð tilbúin í skúffunum hjá þeim Hannesi og LÍÚ ?. Bara skipta um nöfn á stöku stað og copy-paste !
3.1.2008 | 05:36
Einar Oddur-Risi í samtímanum.
Ég held að það hafi verið meiri þjóðarskaði en maður gerir sér grein fyrir , þegar rödd Einars Odds hljóðnaði á síðasta sumri og hann burtkallaðist beint í himininn inn af háfjöllum. Mér fannst sú umgjörð brotthvarfsins hæfa slíkum manni er hann var í mínu sinni.
Mér finnst hann eiginlega hafa verið einskonar Jesús Kristur þessarar þjóðar í neyð óðaverðbólgunnar. Hvernig hann talaði um fyrir okkur fávitunum þegar öll sund virtust okkur lokuð. Með seiglunni, sannfæringarkraftinum og þolinmæðinni tókst honum að snúa heilli þjóð og harðskeyttustu frelsurum verkalýðsbaráttunnar. . Ég verð eiginlega hoppandi vondur þegar Steingrímur Hermannsson og fleiri ámóta póltíkusar ætla að taka sér hlutdeild í hans heiðri af því sem hann gerði. Í besta falli spyrntu stjórnmálamenn ekki á móti því sem hann fékk málsaðila til að fallast á. Þeir voru ekki höfundar þjóðarsáttarinnar. Það voru þeir Einar Oddur, Guðmundur Jaki og fleiri góðir menn úr alþýðustétt. En foringinn var Einar Oddur, það sá þjóðin öll.
Í minum augum er hann einn þarfasti maður Íslendinga síðustu aldar. Bjargvætturin frá Flateyri sem talaði óvinina saman og lét þá sjá ljósið.
Einar Oddur Kristjánsson var í mínum augum risi sem þjóðin má minnast. Maður eins og við hin meðþví sem því fylgir. En í andanum var hann svo miklu stærri en flestir aðrir. Risi meðal dverga.
Sem betur er átti hann góð ár með fjölskyldu sinni og vinum mörg ár eftir þjóðarorrustuna 1989
Nú er hann Einar okkar fjarri þegar dregur til tíðinda á vinnumarkaði. Hinir vígreifu hafa komist nær völdunum aftur. Endurkoma 4000 % taxtahækkana og minnkun kaupmáttar, eru nærri en áður . Rétt eins og Einar Oddur benti okkur á 1989. Þetta var afrakstur baráttu verkalýðsins og verkfallafórna áratuginn á undan .
Alþýðukenningin um að hundraðprósent í núlli væri betra en 10 % í hundraði hafði haft sigur alla öldina til þessa . Samanburðarfræðin, mannjöfnuðurinn,- málskrúðið og blekkingin . Einar Oddur gat talað um þetta allt við jafningja þannig að þeir gátu ekki mótmælt. Rökvísi og alþyðumál voru það sem úrslitum réði í frelsun Íslands úr tröllahöndum heimskunnar.Jötunefldir þursarnir skildu tungutak Flateyringsins í hellum sínum og alþýða landsins hefur notið ávaxtanna í ríkulegra mæli en annrs hefði orðið.
Einar Oddur talaði um fyrir heilli þjóð svo hún lét skirrast við. Hans skarð verður ekki auðfyllt.
1.1.2008 | 15:23
Greiðið atkvæði með Reykjavíkurflugvelli !
Ég sé að það koma alltaf fáeinir á hverjum degi að skoða þessa síðu.
VInsamlega látið skoðun ykkar á tilvist Reykjavíkurflugvallar í ljós úr því þið eruð hérna hvort sem er.
Hér til vinstri á síðunni getið þið greitt atkvæði og líka séð hversu afgerandi atkvæðagreiðslan þróast. Þegar 360 hafa greitt atkvæði eru meira en 9 af hverjum tíu fylgjandi því að völlurinn verði um kyrrt. Um leið sjá menn að í hinum hávaðasömu Samtökum um Betri Byggð eru líklega ekki margir utan helstu talsmannnanna, þeirra Arnar arkitekts og Jóhanns Ólafssonar.
Þetta er mér og mörgum öðrum mikið hjartans mál. Það er nauðsynlegt að fólk hugsi og myndi sér skoðanir á þessu þjóðarhagsmunamáli.
Því miður eru öfl að störfum innan Borgarapparatsins, sem naga rætur vallarins nætur og daga og komast upp með það vegna afskiptaleysis hins þögla meirihluta.
Meirihluta sem ég er sannfærður um að er fyrir hendi hjá þjóðinni -
VALLARMEGIN !
Hann verður bara að láta í sér heyra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Atkvæðagreiðsla hennar ISG um Reykjavíkurflugvöll var algerlega ómarktæk, þegar jafnt var hérumbil með og á móti Reykjavíkurflugvelli með þriðjungsþáttöku fólks. Ennþá stórkostlegra var að heyra hana lýsa yfir því að nú hefðu borgarbúar talað og niðurstaðan væri bindandi, þó svo hún hafi sagt áður að helmingsþáttaka væri lágmark fyrir viðunandi niðurstöðu.
Auðvitað hlýtur þjóðin að hafa um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja, ekki bara Reykvíkingar. Sé Reykjavík höfuðborg þá hlýtur hún að vera höfuðborg allra landsmanna og koma þeim við sem slík. Keflavík getur sjálfsagt líka tekið við þessu höfuðborgarhlutverki ef Reykvíkingum leiðist það svona mikið.
Í Keflavík er einn flugvöllur góður og annar sem getur orðið mjög góður með lítilli fyrirhöfn. Patterson völlinn gamla er auðvelt er að gangsetja fyrir brot af því sem bara þrasið um Reykjavíkurflugvöll hér eða þar er búið að kosta. Áður en nokkur völlur á Hólmsheiði eða Lönguskerjum hefur verið byggður í staðinn.
Ég er farinn að hallast að því að það sé best að drífa þetta af, loka Reykjavíkurflugvelli og fara á Patterson með allt annað flug en millilandaflug. Þetta þras og aðgerðaleysi er svo stórkostlegur dragbítur á alla þróun nútíma efnahagslífs. Að mega ekkert gera á Reykjavíkurflugvelli, hvorki stórt né smátt, vegna þess að það er ekki búið að klára eitthvað rifrildi um tilvist vallarins, heldur lífskjörum þjóðarinnar beinlínis niðri. Einskonar Catch 22. Eða láta pattstöðu í skák orsaka endalok skáklistar.
Klárum það bara strax og förum burt ,ef það er vilji fólksins í landinu. En ég vil heyra í því fyrst, ekki bara hlusta á þessa sjálfumglöðu sleggjubranda, sem bara rífast og rífast með engri niðurstöðu ár eftir ár.
Okkur býðst gullið tækifæri að klára þetta mál samhliða forsetakosningunum á sumri komanda. Kosning, sem kostar sáralítið að gera. Til hennar mætir þjóðin öll og er ekki að efa að hún er fús að segja álit sitt á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Með afgerandi niðurstöðu getum við sparað þjóðinni stórkostlegar fjárhæðir og jafnframt bætt lífskjör komandi kynslóða. Hætt að þrasa og byrjað að vinna að framfaramálum landsmanna.
Ekkert patt verður á Patterson flugvelli þó að við vallarvinir töpum orrustunni um Reykjavíkurflugvöll. Þarna suðurfrá er víðáttan, frelsið og flugskilyrðin. Ég mun persónulega einskis manns sakna úr Borgarstjórn Reykjavíkur, þó að auðvitað syrgi ég Reykjavíkurvöllinn minn kæra enda alinn upp við hann og lifað með honum allan minn aldur og verið þar hamingjusamur.
Síðasta flugtakið mitt færist óðum nær. En en það verður væntanlega upp um skorsteininn á Fossvogskapellu. Vonandi verður þá hægur sunnanblær og ennþá sólskin yfir Reykjavíkurflugvelli.
Notum tækifærið sem okkur býðst í sumar og greiðum atkvæði um þetta mál í eitt skipti fyrir öll.