Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Kínverjum kennt að fljúga !

Ég las það í Baugstíðindum að nú ætli Keilir að kenna Kínverjum að fljúga. Ekkert er til sparað og keyptar hafa verið dísilflugvélar af bestu gerð með glerborði, eitthvað sem enginn Íslendingur gæti látið sig dreyma um að kaupa. Nema fyrir opinbera peninga dettur mér í hug án þess að hafa hugmynd um hver á þennan Keilir eða hvaðan aurarnir koma.

Ég dundaði mér við það í atvinnuleysinu að þýða bókina Sagittarius Rísandi eftir Cecil  A. Lewis. Þessi strákur  fór sautján ára í breska flugherinn 1915 og var sendur yfir til Frakklands með þrettán tíma flugreynslu.Honum tekst að fljúga alla  styrjöldina á enda, gegn öllum líkum þar sem hans líkar höfðu þriggja vikna lífslíkur á vígstöðvunum.

Eftir stríðið fer hann um 1920  til Kína að kenna Kínverjum að fljúga til undirbúnings stofnunar flughers Kínverja. Lýsingar hans á þessum tíma eru stórkostlegar og því viðfangsefni að koma flugi til skila í framandi bændaþjóðfélagi í gegnum tungumálaörðugleika til kínversks nemanda. Ég hefði talið  líklegt að lýsingar Lewis væru  holl lesning hverjum þeim sem ætlar að endurtaka þetta hlutverk, sem ég les nú um að Keilir sé að byrja á núna. En kannski er allt flug orðið svo breytt að menn þurfi ekki lengur að vera fæddir flugmenn til að geta flogið, öll tilfinning úrelt, allt orðið ríkisvædd skrifborðsmennska.Og Íslendingar teknir við að þjálfa kínverska stríðsflugmenn sem koma kannski seinna að heimsækja okkur í öðru hlutverki.  

Og svona til að barna söguna af mér og Lewis þá fékk ég auðvitað öngvan til að gefa bókina út svo ég gerði það bara sjálfur. Bókin er komin út og fæst í bókaverzlunum. Ég vona að einhverjir flugkallar og kellingar kaupi hana sér til ánægju, svo ég þurfi ekki að brenna upplaginu. Fyrir utan gagnsemi leiðbeininganna um að kenna Kínverjum að fljúga, þá fannst mér sjálfum bókin hin skemmtilegasta og áhrifamikil. Og svo er hún það víst líka að margra annarra dómi og það alþjóðlega.  Hún var skrifuð árið 1936 og hefur aldrei verið úr prentun síðan, þannig að það hlýtur að vera eitthvað við hana. allavega fannst mér það og hún er sönn frásögn athuguls manns sem lifði af ótrúlega tíma. Ég vona að þýðing mín verði ekki talin gera minningu Lewis skömm til en auðvitað má að öllu finna.

Menn geta googlað Cecil Arthur Lewis sér til fróðleiks og kynnst honum þar fyrir ekki neitt. Og margt fleira um stóra stríðið 1914-1918 sem kostaði nærri tíu milljónir hermanna lífið. Það er til dæmis  hægt að horfa á tvöhundruðþúsund hauskúpur af þeim í glerkjallaranum undir kirkjunni í Verdun. Þar fannst mér  eins og önnur heimstyrjöldin hafi aldrei átt sér stað, slík var helgi þess staðar þegar ég kom þangað.

En gaman verður að fylgjast með Keili kenna Kínverjum að fljúga !

 


Boðið í bíó !

Uppi við Egilshöll er að finna miklar verktakarústir. Þar stendur hálfköruð bygging með míglekri glerklæðningu, sem átti að hýsa eina 3  bíósali, keiluhús og ég veit ekki hvað annað. Glæst mannvirki sem hefur kostað minnst eina þrjá milljarða get ég mér til . Núna stendur þetta til minnis um gullöld Íslendinga. Verktakinn kominn á hausinn og Landsbankinn sem lánaði líka. Eftir stendur að Reginn, sem er félag í eigu Landsbankans er með bygginguna á hendinni væntanlega með blessun skilanefndarinnar.

Allt fé Landsbankans bæði nýja og gamla er eign þjóðarinnar og skuldirnar líka í gegnum Icesave. Svo hefur manni að minnsta kosti skilist.

Hvernig í veröldinni má það þá verða, að nú getur þessi Reginn lagt nýjan milljarð í þetta hús til að koma því í gagnið eins og það heitir? Til hvers? Jú svo að Árni Samúelsson geti opnað þarna bíó í maí í vor. Hversvegna ?

Ég hringdi í Sambíó og spurði hvað bíómiði kostaði. Liðugan þúsund kall.

Vextir og afborgun til tuttugu ára af 4 milljörðum sem þjóðin á ? Eigum við að giska á milljarð ?

Ef öll þjóðin fer einu sinni í bíó í Egilshöll á ári, þá eru það 350.000 miðar. Hvað er þá húsaleiguþátturinn í miðanum ? Er það ekki nálægt þrjúþúsund kalli ? Kostar þá ekki miðinn samtals fjögurþúsund kall ?

Fer þjóðin í bíóið fyrir þetta verð ? Eða verður það niðurgreitt ?

Hvaða í veröldinni kemur þessum Reginn vald til að fara svona með fjölskyldusilfrið ? Getur ekki Árni Samúelsson bara byggt sín bíó sjálfur ?

 Er þörf á að bjóða þjóðinni í bíó ?


Loksins eitthvað frá Eiríki !

Í gegnum tíðina hef ég lesið pistla Eiríks Bergmanns "Evrópufræðings." Yfirleitt til að æsa mig upp í andstöðu við allt sem þar fram kemur. Í morgun fann ég loks að lengi skal manninn reyna. Eiríkur skrifar af viti í Baugstíðindin um Háskólamál Íslendinga.

"Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins.

Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið "

Síðan spyr Eiríkur :

"En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? ...."

Frá mínum bæjardyrum séð þá er þetta frumtilgangur Háskóla. Menn eru að ná sér í eitthvað sem þeir geti étið seinna.  Eiríkur er í rauninni ekki ósammála þessu að öllu leyti.  Ég sé  Háskóla sem  suðupott  nýrra hugmynda og í gegnum þá renna hinir bestu og björtustu og þar verður víxlfrjóvgun hugmynda nemendanna og reynslu kennaranna, Þetta finnst mér að vera hin duldi ávinningur háskólastarfsemi  fyrir þjóðfélagið,sem er ekki svo auðvelt að mæla í krónum og aurum en er samt bakbein alls efnahagslífsins til lengri tíma. 

En ég hef hinsvegar lengi haft illan grun um það, að á Íslandi það séu grunnskólarnir sem eigi þátt í hnignun,  útþynningu og ofvexti háskólanna.  Mér finnst til dæmis að reiknikennslu í grunnskólum hafi stórkostlega hnignað á síðustu árum.  Þegar mengjadellan reið yfir og sænskar sálfræðikenningar svifu yfir vötnunum í stað eyrnafíkna og almenns  aga í skólunum, hugsanlega vegna brottfalls karlkyns kennara,  og nemendum var ekki lengur skylt að kunna margföldunartöfluna, þá fór allt að snúast á verri veg.  Grunnskólunum hnignaði.  Hvaða erindi á 17 ára unglingur, sem getur ekki margfaldað eða deilt á blaði í háskóla ? Unglingur sem hefur komist upp með óábyrga hegðun í skólanum til lengri tíma? En kerfið hleypir honum þannig útbúnum áfram í námslán og þjóðhagslega lítilsverðs náms í  kjaftafræðum á háskólastigi. 

Eiríkur segir enn:

"Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna....."

Bravó Eiríkur !

Svo auglýsir Eiríkur sjálfan sig og sín baráttumál um að ganga í ESB: 

"Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum."

Í ljósi þess hversu mörgum  Eiríkur Bergmann hefur náð að snúa frá Evrópusambandinu með áróðri sínum í gegnum tíðina, þá geri ég ekki athugasemdir við þetta.

En Eiríki er ekki alls varnað !


Göbbels hefði ekki gert þetta betur.

Stórkostlegt að heyra í Indriða lýsa því í útvarpinu  að góður hefði hann verið Svavars-samningurinn, betri hefði hann verið fyrirvarasamningurinn en þessi sem nú væri í undirskrift væri sá allra besti af öllum mögulegum, rétt eins og í Birtingi Voltaires um hina bestu veröld af öllum veröldum.

Og svo kom fréttin um snilld ríkisstjórnarinnar. Hún  myndi skrifa undir Icesave í hádeginu og síðan yrði beðið með það óákveðið að leggja málið í heild fyrir Alþingi. Næsta ár eða hitt, hvað máli skipti það þegar Indriði væri ánægður

Fyrir mér getur þetta alveg eins þýtt hversu lengi ríkisstjórnin telji að það  taki að múta Ögmundi og hans liði til að játa og éta ofan í sig .  Það er treyst á að hægt verða að fela þessi smáatrið í breyttum Icesave-samningi  innan í einhverju stærra upphlaupsmáli, sem hlýtur þá að vera inngangan í fögnuð Herra þeirra, ESB. Áreiðanlega eru Kratarnir búnir að fá loforð um snöggsuðu aðildarumsóknarinnar  ef þeir gangi frá Icesave eins og Bretum og Hollendingum líkar. Þá fáist nóg af lánum til að hefja gjöfina á garðana og útdeila norrænum náðarbrauðunum til  verðugra markhópa, sem kjósa rétt. Alþingi fær svo ef til vill að fjalla um það mál seinna þegar ríkisstjórninni passar.

Mörgum finnst að  verið sé að svíkja Ísland í hendur auðvaldsins og útsendara þess í AGS með all-fasístískum hætti. Þinginu er vikið frá .  Allt er lagt að veði í nýjum Icesave tortímingarsamningi.  Landið, auðlindir og ríkisfyrirtæki eru veðsett  til  dýrðar alheimskapítalsins í AGS og norrænnar samvinnu. Fjöllin, fossar og fegurðin eru sett á fórnaraltari Kratanna  sem fá nú  sjá fram á að fá í askana sína  úti í Brüssel. Þetta er kaupverðið á EES.

Á  meðan verður gaman að fylgjast með  Ögmundi, Lilju og Atla  leita að þeirri samvisku sinni sem dugar þeim  til að gleypa það sem fyrir þau  er sett af Steingrími  hinum stefnufasta.  Að hvaða málum skyldi þau  Jóhanna  ætla að leyfa Alþingi að rísla sér með meðan hún er að stjórna hinu stóra samhengi hlutanna?  Ætla þau að stjórna  hér öllu til sjós og lands með tilskipunum og erlendum samningum í friði fyrir nöldrurum á Alþingi ?

Kemst Alþingi Íslendinga neðar en þetta að láta kommúnistastjórnina segja því að þegja og skammast sín.

Nú er líklega glott breitt á Bessatöðum yfir ráðdeildarsamri ríkisstjórn.

Göbbels hefði ekki gert þetta betur. 


Gengið batnar !

 

Þetta er línuritið. Gengið getur ekki annað en batnað ! 

dollari55


BLÁTT framundan !

dollari55 Alveg gengur fram af mér að hlusta á nýkratann Benedikt Jóhannesson halda því fram í útvarpi í messugerð evrópubandalagssinna fyrir hádegi á  sunnudag, að krónan sé ónýt. Nauðsyn sé þess vegna að ganga í Evrópubandalagið og fá seðlabanka Evrópu til að  styðja við fastgengi krónunnar plús mínus fimmtán prósent.Hvernig skyldi Benedikt ganga að sannfæra Íra og Spánverja um ágæti þess að hafa gjaldmiðil Þýskalands, þessa núverandi en tímabundna  efnahagsstórveldis,  sem kreppugjaldmiðil efnahagslegs öngþveitis í þessum  veikari löndum ? Hvað værum við Íslendingar að gera ef við værum að taka upp  Evru eða evrubundna krónu  núna?  Skipta yfir í evru eins og Benedikt og  Kratar vilja?Við værum að skera peningalegar eignir allra Íslendinga niður við trog. Dæma þjóðina til varanlegrar fátæktar. Staðfesta helmingun allra peningalegra verðmæta Íslendinga.

Íslenska þjóðin,sem er núna á fleygiferð með jákvæðan vöruskiptajöfnuð uppá 5-10 miljarða á mánuði, er að ná hruninu til baka. Samkvæmt þessum kenningum Kratanna, ættu landsmenn  þannig að festast í afleiðingum  þessa þjóðhættulega áróðurs og sætta sig við varanlega eignaupptöku.

Hér ætlaði ég að setja inn línurit úr excel sem sýnir eftirfarandi gengistölur frá Seðlabanka vs. ártal . En hvernig sem ég reyndi tókst mér ekki að fá bloggið til að taka við myndinni. En tölurnar eru þarna og af þeim má sjá að gengið í dag er ekki það sem það verður eftir 3 ár. Það er kolvitlaust í dag. En það atriði gerir ekki krónuna ónothæfa hvað sem Benedikt, Villi Egils og aðrir evruspekingar segja. 

 

USD

DAGS

MIÐ

1988

c

1989

57,219357

1990

58,305943

1991

59,116693

1992

57,59738

1993

67,823745

1994

69,93176

1995

64,788152

1996

66,684136

1997

70,979838

1998

71,121204

1999

72,420361

2000

78,8718

2001

97,762862

2002

91,456923

2003

76,756194

2004

70,120796

2005

62,85788

2006

69,776546

2007

64,016048

2008

88,073935

2009

123,431827

.  vLesandinn dragi jafnandi línu frá 1989 -2009 í línurit sem sýnir miðgengi dollars miðað við íslenska krónu. Það er ólíklegt en að gengi dollarans gagnvart þessum „ónýta gjaldmiðli“ íslensku krónunni verði langt frá 90 kr. á næstu 2-3 árum.Getur auðveldlega orðið betra.Ólíklega verra.Lesandi góður. Viltu taka það sem þú átt í lífeyrissjóði og skipta því út fyrir dollara í dag ? Eiga þá aðeins dollaratölu  til elliáranna ? Eða viltu bíða og sjá hvort dollarinn kemur ekki niður aftur áður en þú skiptir?Það er ómetanlegur styrkur þegar slíkt áfall ríður yfir sem nú hefur gerst, að þjóð eigi eigin gjaldmiðil sem hún getur fellt tímabundið og síðan styrkt á ný með ábyrgri hegðun. Hvað gerðist hér 2002 ? Getur það ekki gerst aftur ?Íslensk þjóð hefur orðið ein af ríkustu þjóðum heimsins síðan lýðveldið var stofnað. Með íslensku krónunni !  Þegar við höfum borið gæfu til að sýna ábyrgð gagnvart krónunni, þá hefur okkur vel vegnað. Þegar við höfum látið undan uppþotsöflunum hefur krónan fallið og allir tapað meiru en þeir héldu að þeir væru að græða. Nú vaða kratarnir uppi með allskyns gylliboð ef við látum glepjast af Guðinum í Brüssel.

Það mun aftur vora ef við berum gæfu til að þrauka og vinna. Látum ekki heimsendaspámenn, birókrata, BrüsselKrata, eða önnur ógæfuöfl trylla okkur. 

Þessi ömurlega ríkisstjórn verður ekki langlíf og þá mun aftur vora.

Það er BLÁTT  framundan

Svandís klórar yfir.

        

Svandís Svavarsdóttir reynir að lægja öldurnar sem risið hafa vegna tilræðis hennar við hagsmuni Íslendinga með grein í málgagni Samfylkingarinnar í dag.

 Hún reynir að tala það niður hvernig uppgjöf Íslendinga gagnvart ESB leiðir til brottfalls aukalegra losunarkvóta Íslendinga. Hún reynir að drepa málinu á dreif með almennu málskrúði um ágæti þess að fela sig algerlega viðskiptakerfi ESB með því að sækja ekki um undanþágur fyrir Íslendinga. Með hennar orðum: „Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB....Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir.“Hverjir hafa unnið leynt og ljóst að því að koma okkur í þau spor að liggja flöt undir skrifstofuveldinu í Brüssel ? Eru það ekki sömu öflin og reyna að keyra okkur inní ESB með öllum ráðum, svelta okkur og kúga til þess ef ekki vill betur ?Svandís segir enn:„Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB.Hver kom okkur í aðra stöðu ? Ríkisstjórnin og Svandís.  Staðreyndin er þessi svo vitnað sér í Vigdísi Hauksdóttur: „Það tókst á fundi samningsaðila í Marrakesh í árslok 2001. Þessi ákvörðun markaði mikil tímamót og í framhaldinu gátu Íslendingar undirritað Kyoto bókunina og fullnægt skuldbindingum hennar. Helsta skilyrði íslenska ákvæðisins var að um »einstakt« verkefni hafi verið að ræða. Það fól í sér að heimilt koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvers, sem hæfi starfsemi eftir 1990 og leiddi til meira en 5% aukningar í útstreymi á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar 2008 til 2012, yrði haldið utan við útstreymisheimild bókunarinnar eftir að útstreymisheimildir viðkomandi ríkis hafa verið fullnýttar.“ 

Það er þetta sem Svandís ætlar að gefa eftir. Ekki minna en 15 milljarða virði hvað sem blekkingunum  og málskrúðinu í Fréttablaðinu í dag líður.

Yfirklór Svandísar dugar ekki.   

Og þar með búið.

Eftirfarandi klausur eru úr Líssabonsáttmálanum, sem verður barinn ofan í okkur Íslendinga ef Krötum tekst sitt ætlunarverk. Ef við fellum þetta þá verða bara greidd atkvæði aftur og aftur þangað til að við samþykkjum eins og Írar:

 "2. The common security and defence policy shall include the progressiveframing of a common Union defence policy. This will lead to a common defence,when the European Council, acting unanimously, so decides. It shall in that caserecommend to the Member States the adoption of such a decision in accordancewith their respective constitutional requirements.; (Lausl.þýðing :Hin almenna öryggis og varnarstefna skal innifela stöðuga gerð sameiginlegrar varnarstefnu Bandalagsins.Þetta mun leiða til sameiginlegra varna þar sem Evrópuráðið einhuga ákveður svo. Það skal við slíkt tækifæri mæla með því  við  bandalagsþjóðirnar að taka upp slíka ákvörðun í samræmi við sínar stjórnarskrár.)  3. Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy. Member States shall undertake progressively to improve their military capabilities. The Agency in the field of defence capabilities development, research, acquisition and armaments (hereinafter referred to as the European Defence Agency) shall identifyOperational requirements, shall promote measures to satisfy those requirements, shall contribute to identifying and, where appropriate, implementing any measure needed to

.....

(Lausl þýðing :Bandalagsríkin skulu leggja Bandalaginu til borgaralega og hernaðarlega getu til þess að fylgja eftir sameiginlegri öryggis-og varnarstefnu, til þess að leggja lið markmiðum sem skilgreind eru af Ráðinu. Þau bandalagsríki sem saman mynda hið fjölþjóðlega lið mega einnig leggja það fram til sameiginlegrar öryggis-og varnarstefnu.

Bandalagsríkin skulu jafnt og þétt auka við hernaðarlega getur sína. Stjórnardeild á sviði varnargetu, rannsókna, birgjunar og vopnabúnaðar (héreftir nefnd „the European Defence Agency)  skal skilgreina starfskröfur, skal mæla með ráðstöfunum til þess að uppfylla þessar kröfur og, þar sem við á, koma á sérhverjum þeim ráðstöfunum sem þurfa þykir til......)

Ég held að orðið shall=skal þýði skal en ekki hugsanlega. Ég hef rætt við nokkrar friðardúfur sem segjast vera eindregnir ESB sinnar og spurt þá hvernig þeir líti á varnarákvæði Bandalagsins. Þeir loka augunum allir sem einn fyrir því að Íslendingar taki nokkurn þátt í hermálum bandalagsins. Þar ganga þeir út frá því að allar undanþágur standi okkur opnar og ekkert eigi við um okkur.  Um það sé ekki nokkur efi þó að sjávarútvegsmál kunni að verða erfiðleikum bundin.

Samkvæmt okkar stjórnarskrá eru Íslendingar herskyldir.

Erum við þá ekki bara ánægð með þetta hvað Evrópuhugsjónina varðar?  Loksins fá Íslendingar tækifæri til að aga sitt fólk og láta það marséra í takt.  Við fáum vonandi flugvélar frá bandalaginu og við flugmenn fáum tækifæri til að verða varaliðar og fljúga eftir að skattheimtukrumla Steingríms  verður  búin að útrýma öllum möguleikum til almenns flugs á Íslandi. Hvað Íslendingar eru nú annars lummó og litlir patríótar. Þegar rætt var um að menn ynnu fyrir forseta sinn og þing í sjálfboðavinnu þá var ort:Ó hve margur yrði sællOg elska myndi landið heitt,Mætti hann vera í mánuð þræll

Og moka skít fyrir ekki neitt.  

Og þar með búið.


Þvílíkar gersimar !

Nú bárust fréttir af því að Litháinn sem barði löggurnar á Laugaveginum hafi verið handtekinn ásamt samslags landsmönnum sínum í Keflavík vegna mannshvarfs. Upplýst hefur líka verið að líkstungumaðurinn Kaunas hafi margkomið til landsins eftir að honum var vísað héðan.

Af hverju er þetta lið hérna ? Kannski að Jón Baldvin og Samfylkingin geti útskýrt þetta með dásemdum EES samningsins og Schengen samstarfsins. Verður þetta ekki enn betra þegar við verðum komin í ESB? 

Þvílíkar gersimar er þetta lið allt!


Hlustið á Jón Magnússon!

Jón Magnússon tekur aðalatriðin í þeim kröfum sem Evrópuþjóðirnar gera á hendur okkur Íslendingum  saman í pistli sínum á Útvarpi Sögu hinn 12.10.09.

Ég tek mér það Bessaleyfi að vitna hér í pistil Jóns þar sem mér finnst að allir þurfi að glöggva sig á grundvallaratriðum málatilbúnaðarins á hendur Íslendingum:

"Fjármálatilskipun Evrópusambandsins nr. 94/19  gerir kröfu um 20.000 Evru lágmark en við innleiðingu tilskipunarinnar með lögum 98/1999 var lágmarkið sett í 1.700.000.- sem var bundið við kaupgengi Evru 5.1.1999. Uppreikningur á gengi krónunnar leiðir til þess að upphæðin er 20.887. Miðað við tilskipunina þá er þarf skuldbinding okkar ekki að vera nema 20.000 Evrur eða rúmum 4% minni en gengið var út frá við samningagerðina. Það skiptir máli þegar verið er að tala um hundruði milljarða. . Í öðru lagi þá liggur fyrir að við erum ekki skuldbundin til að greiða í enskum pundum eða Evrum. Við getum greitt í íslenskum krónum. Reglugerðin kveður ekki á um það að við greiðum innistæðurnar í annarri mynt en íslenskum krónum. Í 9.gr. laga nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fjárfesta segir orðrétt: “Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innistæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annarri mynt.”  Þess vegna er mér óskiljanlegt af hverju ekki var samið um lausn Icesave deilunnar með greiðslu í íslenskum krónum. Ljóst er að það hefði verið verulegt hagræði fólgið í því fyrir okkur að geta gert upp skuldina í eigin gjaldmiðli í stað þess að kaupa gjaldeyri til að greiða skuldina hvenær svo sem það er gert.  Í þriðja lagi þá virðist samninganefndin og ríkisstjórnin ekki hafa gætt þess að þessi ábyrgð er lágmarkstrygging fyrir neytendur en ekki sveitarfélög stofnanafjárfesta eða fagfjárfesta. Þannig eiga sveitarfélög ýmis félagasamtök, enska lögreglan  og sambærilegir aðilar ekki rétt á greiðslu innistæðutrygginga samkvæmt tilskipuninni. Svo  virðist sem það hafi farið framhjá samninganefndinni.  

Í fjórða lagi þá er samið um vaxtagreiðslur og gjalddaga umfram skyldu miðað við fjármálareglugerðina. Gjalddagi  skuldbindinganna er samkvæmt því 23. október 2009 en ekki fyrr."

Þessi aðalatriði sem hæstaréttarlögmaðurinn dregur hér saman eru slík grundvallaratriði að allir verða að átta sig á þeim áður en ráðist er í að láta Evrópusambandið beygja okkur í duftið og dæma íslenzku þjóðina í þrældóm vegna erlendra skulda óreiðumanna.

Ef við nokkurntímann verðum dæmdir til að borga eitthvað eftir að hafa fengið hæfustu menn, eins og Jón Magnússon, til að verja okkar þjóð til síðasta blóðdropa, þá er morgunljóst að við greiðum aðeins í íslenskum óverðtryggðum krónum. Aldrei með erlendum lánum frá Bretum eða Hollendingum. Hlustum á Jón Magnússon frekar en Steingrím J.!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband