Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
20.6.2009 | 12:11
Þá vaknaði Þyrnirós !
Fjármálaeftirlitið hefur sofið sínum venjulega Þyrnirósarsvefni þegar litli maðurinn úr stofnfjáreigenda hópi BYR reynir að kalla yfir þyrnigerðið. En þegar kommaprinsinn í fjármálaráðuneytinu kallar þá rýkur apparatið á fætur og stefnir hersveitum sínum til orrustu. Nú var lag á að taka í hnakkadrambið á Gunnari Birgissyni í Kópavogi. Þar hafði hann látið Bæjarsjóð Kópavogs, sem ber alla ábyrgð á Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs. taka lán kjá sjóðnum með beztu ávöxtun. Aðeins var farið í 10. 7 % af heildareignum sjóðsins en samkvæmt lögum má aðeins fara í 10 % til eins aðila. Fjármálaráðuneytið og Kópavogur höfðu gert samkomulag um málið rétt áður en þetta gerðist og v ar unnið samkvæmt því.
En nú var uppi tippið á kommaprinsinum. Hann rak Gunnar Birgisson úr stjórninni og stefndi honum fyrir hegningarlagabrot. Að vísu voru þarna vinstrigemsar með Gunnari í stjórninni sem hlutu sömu örlög, en auðvitað mátti fórna þeim fyrir aðalþrjótinn sem stóð til viðbótar höllum fæti í bæjarstjórn. Stjórnin öll rekin frá völdum eins og glæpamenn en "réttsýnn" kvenlögfræðingur settur yfir sukkið.
E n stofnfjáreigandinn í BYR er engu nær. Þyrnirós lætur sem hún sofi þegar hann á í hlut.
17.6.2009 | 22:59
Fáninn og þjóðernið.
Ég dáist alltaf að Bandaríkjamönnum, hversu einlægir þeir eru að sýna elsku sína til ættjarðarinnar. Þeir standa teinréttir með hönd á hjarta þegar þjóðsöngurinn er leikinn. Þeir eru allstaðar með flaggið sitt uppi. Bandaríski fáninn blaktir allstaðar. Hann er eign allra Bandaríkjamanna, hver svo sem er forseti eða hvernig sem á stendur. Þeir virða fánann sinn og þjóðerni. Þeir trúa því að þeir séu mesta þjóð veraldar sem þeim beri að varðveita ofar öllu.
Í dag blaktir íslenski fáninn víða um land. Hann er hinsvegar enginn þjóðareign eins og fáni Bandaríkjamanna. Um hann gilda svo fáránlegar reglur að fáir þora að fá sér flaggstöng vegna þess að það getur kostað stórfé að gleymda að hífa hann niður eftir klukku. Skyldu gilda sömu reglur þegar Samfylkingin verður búin að skaffa okkur nýjan þjóðfána, - bláan með stjörnuhring. Skyldi hann mega blakta upplýstur allan sólarhringinn án afskipta lögreglu ?
Af hverju gerum við ekki fánann okkar að þjóðareign meðan við enn eigum hann ein ? Höfum hann sýnilegan í skólastofum, dómssölum og á almannafæri. Hættum að pempíast með hann en virðum hann fyrir það sem hann er. Hann passar sig alveg sjálfur eins og sá bandaríski gerir í sínu landi. Við eigum að vera stolt af fánanum okkar. Hann er ekki veðsettur vegna Icesave.
Fáninn er tákn íslensks þjóðernis sem við eigum öll saman án tillits til bankabókar.
17.6.2009 | 22:44
Landið er fagurt og frítt, en fólkið....
Munið þið sem eldri eruð eftir þessum kviðlingi ? Kannski var hann meira tengdur pólitísku sálarástandi en raunverulegum skoðunum skáldsins. Því við erum jú öll skyld í Jóni Arasyni í það minnsta.
Núna stendur þjóðarblómið mitt í blóma. Bláar breiður Alaskalúpínunnar, sem eldhuginn hann Hákon Bjarnason, gamli skógræktarstjórinn okkar, kom upphaflega með í vestisvasanum frá Alaska 1945, þekja áður örfoka holtin í kringum höfuðborgina. Er það ekki dæmigert að Ingibjörg Sólrún og fleiri "náttúrufriðunarsinnar og niðurrifsöfl " skyldu vilja láta rífa hana upp með rótum og eyða henni. Hún var ekki þjóðleg jurt frekar en barrtrén á Þingvöllum. Þar komu í ljós hver voru hin raunverulegu viðhorf vinstra fólksins til innflytjenda. Þvert á hástemmdar yfirlýsingar um annað ef aðrir kynstofnar en íslenzkir áttu í hlut. Annar innflytjandi á snærum Hákonar var Sitka-grenið. Það bjóðast ekki einu sinni vinstrimenn til þess að rífa það upp úr hátign sinni þar sem það gnæfir uppúr görðum höfuðborgarsvæðisins og raunar svo víða um allar sveitir landsins. Nema á Þingvöllum reyna stöku þjóðernissinnar að granda þeim enn þann dag í dag.
Engin jurt hefur samt gert meira kraftaverk í íslenskri náttúru en þessi innflytjandi,-Alaskalúpínan.Hún hefur bundið eyðisanda sem áður eirðu engu og breytt þeim í gróðurlendi. Hún bylgjast í bláum breiðum landið og bætir mannlífið hvar sem hún kemur. Í skjóli hennar vaxa upp nýir skógar eins og skáldin sáu fyrir sér fyrir meira en hundrað árum. Hún á skilið fremur en nokkur önnur lilja valarins að bera sæmdarheitið þjóðarblóm Íslands. Landið batnar fyrir hennar fulltingi og fólkið ætti að verða hamingjusamara af hennar völdum.
Í ljósi þess hversu landið okkar er að verða frítt í þessum sumarskrúða , þá spyr maður sig hvort fólkið fylgi með ? Eða hvort gamli kviðlingurinn eigi enn við ?
16.6.2009 | 23:33
Ísland að verða ónýtt land.
Ísland er í rauninni ónýtt land. Hér er í rauninni dauðinn einn á ferð og vonleysið í hásæti eftir að glæpamenn hafa farið ránshendi um þjóðarauðinn. Fólk flykkist úr landi þar sem framtíðin er enginn önnur en meiri skattar, meiri verðbólga, meira atvinnuleysi, meiri ríkisrekstur. Stofnanir þjóðfélagsins eru flestar ónýtar og líka þó að leigðir hafi verið útlendingar til að reka þær. Dómskerfið er ónýtt, réttarríkið er ónýtt, fangelsin eru ónýt og margar stofnanir þjóðfélagsins virka alls ekki. Æ fleiri eru að örvænta um framtíð þessa þjóðfélags sem feður okkar byggðu.
Á aðalfundi BYR 13 apríl var kosið í stjórn . Að því loknu var talið að 3 menn af B.-lista, lista fyrri stjórnar, hefðu hlotið 3 menn og fulltrúi almennra stofnfjáraðila hefði hlotið 2 menn. Þegar yfir atkvæðin var farið kom í ljós að fyrri stjórn hafði smyglað inn ólögmætu umboði frá Luxemburg sem varðaði bréf Karenar Millen. Umboðið var ógilt af tveimur ástæðum í það minnsta. Það var óvottað og það mátti heldur ekki nota atkvæði Karenar á fundinum þar sem bréfin voru komin í eigu söfnunarsjóðs í Luxemburg. Auk þess hafði stjórn BYR aldrei samþykkt söluna á bréfunum né skráð þau rétt í lista stofnfjáreigenda.
Þegar atkvæði samkvæmt þessu umboði voru dregin frá B-lista kom í ljós að A-lista bar þriðji maðurinn en ekki B-lista. Stjórnin í BYR situr því keik og ólö-gmæt í trássi við lög og rétt. Er það svo sem í stíl við aðrar gerðir þessara sömu aðila í skiptum sínum við BYR.
Fyrri stjórn skilur við BYR fjárhagslega á hnjánum, þar sem hún fór þvílíkri ránshendi um fyrirtækið að við lög ætti að varða. Byr tapaði nærri þrjátíu milljörðum á árinu án trygginga og stór hluti þess varð til vegna viðskipta fyrirtækja tengdum stjórninni. Framtíð þess er vonarpeningur einn. Sparisjóðsstjórinn hefur þreföld laun forsætisráðherra og löggiltur endurkoðandinn annað eins.
Auk þess tóku stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri meira en milljarð úr kassanum hjá BYR til að lána Exeter Holdings, skúffufyrirtæki tengdra aðila, til að kaupa af þeim sjálfum þeirra stofnbréf á uppsprengdu verði. Engum öðrum stofnfjáraðilum stóðu slík kostakjör til boða. Þetta er þvílíkur bandíttaháttur að víðast hvar á byggðu bóli væri búið að handtaka þessa menn. Hér sitja þeir hinir sperrtustu og þykjast hafa traust. Líklega þó aðeins hvors annars.
Þessir sömu aðilar, núna með strámenn fyrir sig, halda völdunum í fyrirtækinu með röngu og nota völdin til að hindra það að þessi mál og hugsanlega önnur komu uppá yfirborðið. A-listinn hefur kært atkvæðagreiðsluna til Fjármálaeftirlitsins, sem auðvitað ansar engum umkvörtunum almennra borgara enda greinilega aðeins varðhundur ríkiskerfisins. Þetta er enn ein ónýt stofnun eins og flestar aðrar þegar litli maðurinn á í hlut. Næst verður þess freistað að vekja upp dómstóla með því að krefjast lögbanns á setu B-listans í meirihluta stjórnar. Sjálfsagt er það eins vonlaust og annað þar sem íslenzkir dómstólar eru yfirleitt aðeins varðhundar kerfisins eins og Vilmundur Gylfason nefndi það fyrir margt löngu. Og ráða bara við innbrot í sjoppur eins og Davíð komst að orði þegar Baugsmenn voru sýknaðir eftir að hafa teflt fram lögfræðingahernum sínum.
BYR þarf á stuðningi að halda eftir það bankarán fyrri ráðamanna sem kynnt var í ársreikningi fyrirtækisins. Enginn maður vill auðvitað koma nálægt fyrirtækinu með meiri framlög meðan svona er í pottinn búið, að allir fyrri misgjörðamennirnir sitja þarna á verði hvor yfir annars rassi. Hver vill leggja inn fé sem þessir aðilar geta gramsað til sín hvenær sem nýtt færi kynni að gefast ?
BYR stefnir því í þau ömurlegu örlög að lenda í fangi ríkisófreskjunnar og verða fjórði svokallaður ríkisbanki. Sem eru gersamlega ónýtar stofnanir með pí sinnum of margt starfsfólk miðað við höfðatölu. Það eru 1.5 milljón bankamenn í USA meðan þeir eru yfir fimmþúsund hér.
Nýlega lánaði íslenzka ríkið einkabönkunum VBS og Saga Capital fé til langs tíma með lágum vöxtum. Hvernig væri nú að lána einstaklingunum, sem mynda stofnfjárhóp BYR fé á sömu kjörum til að kaupa meira stofnfé í BYR ? Þá á ríkið möguleika á að endurheimta féið í stað þess að leggja það fram í mögulegar ræningjahendur sem björgunarpakka í BYR .Dreifð eignaraðild BYR væri góð von til þess að gömlu bankaævintýrin með krosseignatengslunum, ofurlaunum, heimskulegri útlánastefnu, fámennisbraski og öllu því sukki og svínarí sem þar viðgekkst, endurtaki sig ekki.
Í stjórnarkjörinu í BYR var enn einn naglinn rekinn í líkkistu íslenzks samfélags. Hann þarf að draga út aftur ef bjarga á BYR.
Annars er Ísland að verða meira ónýtt land.
16.6.2009 | 00:24
Utan vil ek !
Öfugt við Snorra, þá hugsa og framkvæma svo margir samkvæmt fyrirsögninni hér að ofan, að atvinnuleysistölur landsins lækkuðu lítillega í síðasta mánuði. Þetta hélt ríkisstjórnin auðvitað að bæri vott um mátt efnahagsráðstafananna sinna.
En mitt í niðurskurðarfárinu, nýrra skatta til að loka fjárlagagatinu, þá veltir maður fyrir sér hvort þjóðinni sé ekki meiri nauðsyn á að losna frekar við meira af þegnum sínum úr landi frekar en að dekra svona við þá í skattlagningu ?
Þá verða færri í skólunum. Við getum lokað einhverju af þessum nýju háskólum. Það verða færri sjúklingar til að plaga starfsfólkið á spítölunum og yfirvinnuþreytta læknana, sem eru að fá hærra kaup en heilög Jóhanna. Við getum fækkað bankastarfsmönnum, lögregluþjónum og kennurum. Við þurfum ekki að byggja nýjan hátæknispítala fyrir Davíð eða fleiri mislæg gatnamót. Fleiri fjallagrös koma í hlut hvers og hver túristi gefur af sér meiri tekjur á hvern landsmann.
Það verður minna álag á vesalings ofveidda fiskistofnana og minni eftirspurn eftir kvóta. Minna álag á Alþingismennina til að upphugsa fleiri álögur á þennan volaða gjaldþrota lýð, sem er búinn að taka alltof mörg lán fyrir alltof miklu glingri. Jafnvel mætti fækka þingmönnum í takt við minnandi þjóð. Minni deilur um ESB. Minni þörf fyrir nýja vegi eða brýr. Minni losun CO2.
Er þetta ekki bara vandamálið sem við erum að berjast við ? Allt of margt fólk ? Allt of mörg börn ?
Ber landið fleira fólk en svona 200.000 manns ef við eigum að lifa á fiskinum og rollunum eins og áður var ? Við höfum núna einhver stóriðjuver og föndur í leður og fjallagrös umfram það sem var þegar ég var að alast upp. En 350,000 manns ? Er það bara ekki miklu meira en þetta auma sker getur borið ?
Ljósmyndarinn vinur minn er enn að taka passamyndir af þessum þöglu fjölskyldum sem eru búnar að gefast upp og eru að greiða atkvæði með fótunum. Þetta eru hinir frjálsbornu útrásarvíkingar, sem leita nýrra stranda og nenna ekki að hlusta á þetta sífellda kjaftæði um kreppu og úrræðaleysi. Nenna ekki að hlusta á síbyljuna um landið fagra og menntunarstig mannauðsins. Sem á samt líklega heimsmet í brottfalli nemenda úr grunnskóla.
Eftir sitjum við aumingjarnir sem engan dug eigum eftir. Hver skyldi þá borga fyrir okkur framfærsluna ef kjarni þjóðarinnar er farinn ? Þessa spurningu eigum við sameiginlega með máttarstólpum ESB ríkjanna. Iðnaðarþjóðirnar eru hættar að eignast börn og treysta á innflutning óþjóða til þess að skaffa fé í renturnar. Untergang des Abendlandes eins og skáldið sá það fyrir sér.
Hver er sjálfum sér næstur. Hvað varðar víkinginn um einhverja þjóðernisrembu ? Man nokkur hvað forfeðurnir voru að flýja þegar þeir gengu hér á land ?
Utan vil ek !
15.6.2009 | 10:59
Þjóð mína vantar tugthús !
Fréttir greindu frá því að þjóð mína vanti tugthús.
Hið opinbera er sagt í miklum vanda. Margt er ekki hægt að gera af nauðsynlegum opinberum frmakvæmdum, það þarf að skera niður á spítölunum, lækka laun lækna og annara hátekjuhópa hjá ríkinu. Nú eða þá bara að stórhækka kaup forsætisráðherra til að leysa málið. Dæmdir ofbeldisglæpamenn verða að vera í endurhæfingu sinni meðal fólksins þar sem ekkert afplánunarhúsnæði er fyrir hendi.
Er ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi ? Í henni Ameríku hafa þeir fyrir löngu þróað staðla bæði fyrir byggingar og rekstur tukthúsa. Hér er atvinnuleysi bæði í byggingariðnaði og þjónustugeiranum. Hér situr framfarasinnuð ríkisstjórn fólksins sem er þekkt fyrir að láta hendur standa fram úr ermum.
Hvernig væri að senda Svavar svarta vestur um haf til að sækja eitt sett af svona gögnum ? Hvað fjármögnunina varðar getur Eva Joly hugsanlega fundið einhverja peninga hjá útrásarvíkingunum til að bæði að greiða sinn kostnað og svo þann árangur sem þjóðin væntir af hennar óeigingjarna framlagi.
Við eigum gnægð fjármálamanna með alþjóðlega reynslu. Sigurjón digri getur kannski veiitt okkur 70 milljón króna lán úr einhverjum séreignarsjóði sínum, Jón Ásgeir kannski útvegað okkur lán með veði í íbúðinni sinni í New York eða bátnum 101 Reykjavík, Björgólfur fengið lán handa okkur hjá einhverjum félögum sem hann þekkir á Tortóla ? Ég er viss um að allir þessir aðilar og margir fleiri eru boðnir og búnir að hjálpa þegar þjóð minni vantar tugthús.
9.6.2009 | 14:20
Stjórnkænska hjá Steingrími ?
Kannski yfirsést mér um stjórnkænsku Steingríms ? Ef við ætlum ekki að borga þetta Icesave og segðum það beint út núna, myndu helvítin í ESB ráðast á okkur strax, ógilda EFTA samninginn, setja löndunarbann á okkur, halda áfram hryðjuverkalögunum og frysta fyrir okkur alla peninga. Ef við skrifum undir núna og þykjumst vera góðir, þá höfum við sjö ára frið. Þeir halda fíflin þessi að við ætlum að ganga í bandalagið hjá þeim. En það ætlar sér nú ekki minn maður Steingrímur !
Eftir sjö ár verður Steingrímur enn við völd. Skíthællinn Gordon Brown löngu gleymdur. Ísland verður þá ekki í ESBS þori ég að veðja um einum bjór við hvern sem er. Þá getur okkar maður alveg tekið upp málið aftur og sagt: Þetta voru einhliða nauðungarsamningur sem þið neydduð uppá landið í lægðinni helvítin ykkar og ég borga ekki neitt !.
Nú ef þetta er eitthvert skítterí sem eftir er eftir sjö ár þegar Landsbankinn hefur verið uppgerður, eins og Sigurjón digri fullyrðir, þá bara borgum við. Den tid den sorg.
Þá er eiginlega það sem ég velti fyrir mér hversvegna vextirnir voru ákveðnir 5.5 % þegar langtíma húsnæðisvextir í Bretlandi eru 2.2%. Einhver leynisamningur um kommission af þessu ?
Við erum kannski ekki með svo slæm spil á hendinni eftir allt ?
Kannski er þetta bara stjórnkænska hjá okkar manni Steingrími ?
6.6.2009 | 10:34
Af hverju að borga Brown núna ?
Af hverju eigum við að borga Brown núna ? Af hverju að skrifa undir það að selja börnin okkar í ánauð ? Hversvegna þessi asi ?
Ef við förum okkur hægt og ræðum málin áfram, tölum um dómstólaleiðir, gerðardóma eða hvað sem er, þá breytist margt. Gerum hinsvegar ekki neitt eins og ríkisstjórnin okkar flinkust við að gera. Gerist þá eitthvað strax sem er verra fyrir okkar þjóð ?
ESB, (Þjóðverjar, Bretar, Hollendingar), kunna að fara að hóta að setja á okkur viðskiptabann. Þeir reyna hugsanlega að svelta okkur til hlýðni. Það verður erfitt. Við látum AGS gefast upp á okkur, þeir halda hvort sem er fyrir okkur lánunum. Við bara gerum eitthvað annað. Þeir þreytast eins og aðrir.
Engin meiri lán . Vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður bara núna um 1.2 milljarð á sólarhring. Við skeggræðum bara fram og aftur og búum okkur undir stríðið. Andstæðingurinn þreytist líka . Gordon Brown mun þurfa að fást við almenning sinn. Angela og Sarkozy líka ? Þýzk þjóðarsál unir því ekki lengi að vera stimpluð árásaraðili á smáríki.
Við Íslendingar höfum nægan tíma. Svo grípum við til aðgerða þegar við getum ekki þvælt málin lengur. Markaðir munu sjálfsagt lokast einhversstaðar tímabundið. En við höfum tíma til að undirbúa okkur. Getum meira að segja þóst vera að sækja um aðild að ESB. Getur ástandið hjá okkur nokkuð versnað við höft og atvinnuleysi þó að við förum okkur eins hægt og við getum ?
Rússland er þarna.Vöruskiptin geta komið aftur. Kína á næga peninga til að lána okkur. Og svo Bandaríkin ef þeim þykir vænt um NATO. Kanada er þarna líka.
Hversvegna erum við tilbúin núna að taka við þúsund milljörðum á 5.5 % vöxtum í dag þegar húsnæðisvextir eru 2.2 % í Bretlandi ? Hvað liggur á ? Er AGS að reka á eftir ?
Ég held að við verðum að athuga þá leið að borga hægt og illa. En vera alltaf að borga eitthvað lítið. Og tala mikið og fallega. Við getum nefnilega seiglast og þæft málin. Við erum þjóð í greiðsluerfiðleikum. Það erum hinsvegar við sem getum stjórnað ferðinni, Ekki rukkararnir. Við getum líklega ekki heldur borgað kúlulánið hans Gunnars Thor frá 1980 sem er á gjalddaga bráðum. Segjum við umheiminn að við verðum að taka okkur meiri umhugsunarfrest í málinu. Verður nokkur stórsprenging ?
Setti Brown hryðjuverkalög á USA þegar Lehmann Bros féllu og milljarðarnir streymdu frá Bretlandi til USA ?. Af hverju létu Kanarnir Lehmannfalla ? Það var af því að útlendingar en ekki þeir sjálfir töpuðu. Þeir björguðu bara sínu fólki innanlands. Af hverju er okkur svona umhugað að semja strax um Icesave ? Liggur okkur nokkuð á ?
Við þurfum stjórnkænsku um þessar mundir. Ekki heilaga einfeldni heldur refsskap. Af hverju skyldi okkur liggja svona á í utanríkismálum þegar okkur liggur ekkert á í innanríkismálum ?
Af hverju að borga Brown núna ?
5.6.2009 | 14:34
Ég vil ekki borga þetta !
Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bretar veita vegna Icesave deilurnar fyrr en eftir sjö ár. Á þeim tíma þarf þó að greiða vexti af skuldabréfi. Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða 650 milljarðar króna og vextirnir 5,5% á ári, samkvæmt heimildum mbl.is.
Þetta er það sem fjármálasnillingurinn Svavar Gestsson er bíunn að semja um í Bretlandi fyrir mína hönd. Hvað er svo næst ? Hollan, Þýzkaland ?
Segjum Bretum og Gordon Brown, sem er enn með okkur á hryðjuverkalista, að f...off Við sem þjóð borgum ekki af því að við getum það ekki. Það er svo einfalt.Rukki þeir glæpamennina sem gerðu þetta. Þeir ættu að eiga nægar leyniþjónustur til að senda 007 á eftir þeim og "snatcha" þá og rukka.
Ég vil ekki borga þetta ! Og heldur ekki framhaldið,
4.6.2009 | 23:37
Burt með AGS.
EES samningurinn var hugsaður sem lyftistöng fyrir okkur Íslendinga til að geta átt viðskipti við umheiminn, sem hafði verið lokaður fyrir okkur með boðum og bönnum Framsóknarmanna með aðstoð framsóknarmanna í öllum flokkum. Það kom okkur íslendingum hinsvegar á óvart gersamlega að hann skyldi virka í báðar áttir. Aðrir fóru að spá í okkur og okkar lokaða land. Og þá misstum við svo rækilega niðrum okkur af forundran að við liggjum núna í svaðinu.
Kratar hæla sér af Viðeyjarstjórninni og segja að Jón Baldvin hafi fært okkur EES einn og sjálfur. Það er ekki rétt. Við sjálfstæðismenn hleyptum því í gegn og trúðum meira að segja á það. Og ég trúi því enn að þetta hafi gjört okkur frjálsa af ellefuhundraðára vistarbandi Framsóknarmanna á íslenzkri alþýðu.
Svo kom þetta helvítis Schengen með Halldóri Ásgrímssyni, þeim ógæfustrumpi íslenzkra stjórnmála, sem aldrei skyldi verið hafa. Hingað streyma fátækir Austurevrópubúar sem hafa himinn höndum tekið að komast á okkar sósíal. Heimkomnir frá okkar öðru föðurlandi í Norður Ameríku verðum við að kreista tannkornstúbur og fleygja rakspíra til þess að komast inní eigið land sem er alltíueinu ekki Ísland heldur hlið inná eitthvert Schengensvæði sem endar í Tyrklandi.
Með verslunarfrelsinu og fjórfrelsinu komu jöklabréfin og hér flaut allt í sméri og hunangi meðan bankarnir gátu slegið eftirlitslaust í útlöndum á okkar ábyrgð. Svo hrinti Seðlabankinn okkar þessu öllu um koll í asnaskap og allt fór til andskotans.
Nú fótumtroðum við þetta sama EES að vild með neyðarlögum og höftum, ríkisvæðingu, átthagafjötrum en höldum Schengen sem gerir atvinnuleysið enn verra. Ísland er að líkjast Kúbu meira og meira með hverjum deginum þó Kastró hafi vinninginn í skeggvexti yfir Steingrími enn sem komið er.
Atvinnuleysið vex og vex. Hnípin þjóð í vanda spyr sig daglega hvort ekki komi bráðum bjargráð frá föðurnum á Rein. En þaðan hefur ekkert komið og kemur ekki neitt nema álögur ag meiri píslir fyrir landslýðinn. Meiri örvænting, meiri skattar, meiri gjöld.
Svínbeygðir af AGS liggjum við Íslendingar í svaðinu og eigum okkur ekki fyrirsjáanlega viðreisnarvon. Nema við rísum upp og segjum umheiminum að fara til andskotans, VIÐ BORGUM EKKI, hvorki Icesave né annað. Við erum í raun "nation in default" eða "rogue nation " sem borgar kannski allt seinna , en bara ekki núna því við einfaldlega getum það ekki, hvað sem heilög einfeldni heldur annað.
Kínverjar og Rússar lána okkur áreiðanlega úr því að Vesturlönd vilja það ekki. Þeir hafa allt að vinna pólitísktþ
Kaninn er farinn og Gordon Brown er á síðasta snúning síns ömurlega stjórnamálaferils. Öll Evrópa er okkur andsnúin vegna strandhöggs útrásarvíkinganna í veskjum belgíska tannlæknisins og breskra sveitarsjóða.
Við þurfum því Íslendingar að horfa í vesturátt, til Vesturíslendinga og reyna að bindast þeim og þeirra löndum viðskiptaböndum en láta þessa evrópupressu AGS síga til hliðar. Heimurinn er miklu stærri en þessi þröngsýna Evrópa, þar sem er hver höndin uppi á móti annari af því að það verður enginn þjóðasamruni, Enda er líklega vafasamt að Robert Schumann hafi ætlað sér í svona risastórt bandalag eins og nú stefnir í, þegar hann mótaði sína Evrópusýn um miðja síðustu öld.
Við íslendingar búum í ríku landi um þvera þjóðbraut, mitt milli heimsálfa. Mér finnst eiginlega furðulegt hvað vesturheimslönd eru kærulaus yfir landvinningastefnu ESB hérlendis. Það heyrist varla frá þeim hósti mér stuna. kannski vita þeir meira en við um árangurslíkurnar fyhri ESB og bíði þefsvegna átekta. En að við Íslendingar skulum ekki margir hverjir koma auga á þessa miklu yfirburði Íslendinga er ofvaxið mínum skilningi.
Ég held að AGS sé ekki hérna vegna okkar Íslendinga heldur vegna erlendra kröfuhafa. Slíka gesti þurfum við ekki. Enda gengur ekki né rekur í vandamálum okkar, sem hlaðast upp meðan kreppan dýpkar stöðugt.
Reynum eitthvað annað. Burt með AGS.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko