Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
9.9.2009 | 00:19
Móralskur réttur ?
Á innsíðum eldri breskra bóka sér maður stundum: "The moral right of the author has been asserted."
Ég er að spá í skuldabréf sem Íslandsbanki, nú alfarið eign ríkisins í skjóli óstaðfestra neyðarlaga, er að rukka venjulegt fólk um. Eða þá nýja Kaupþing sem er að rukka sama fólkið sem tók lán hjá gamla Kaupþing, sem er í safnheitinu sem er kallað gömlu bankarnir.
Þetta voru bankarnir okkar gömlu hluthafanna í Straumi, Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Þessir bankar hafa aldrei verið lýstir gjaldþrota og hlutabréfaeignin þessvegna fullgild í augum skattyfirvalda og verður eignaskattskyld þegar Lilja er öll kveðin.
Skilanefndir svokallaðar, sem ríkisvaldið setti í valinkunna gæðinga sína inn í gömlu bankana með ofbeldi, hafa þær ekki framið þjófnað úr búi þeirra með því að afhenda nýju uppvakningunum skuldabréf úr búi gömlu bankanna á hrakvirði, sem á síðan að mynda hluta af efnahags þeirra á fullu verði? Hver skyldi reikningurinn verða fyrir nefndarstörfin ? Lýkur þeim nokkurn tímann meðan maður getur fláð köttinn ?
En var þessum skuldabréfum ekki bara einfaldlega stolið úr búi gömlu bankanna og síðan er erlendum kröfuhöfum sagt að allt sé tapað og þeir geti étið það sem úti frýs. Þannig er til dæmis með skuldir stofnfjárkaupenda í BYR, en Íslandsbanki er sagður hafa fengið þær kröfur á 10 % af nafnvirði frá Glitni en ætlar að rukka þær "in full" hjá skuldurunum úr stofnfjárútboði BYR í október n.k.
Og þeir stofnfáreigendur í BYR leysast ekki jafn greitt frá hlutafjárloforðum sínum og HvítaBirna bankastjóri Íslandsbanka, sem sagði bara : "Allt í plati" þegar spurt var um hlutafjárskuldbindingar hennar sjálfrar í Glitni sem aðrir þurftu að borga "in full " en ekki hún. Eða þá Bjarni Ármannsson sem þeir afskrifa á 800 milljónir sem maður hefur heyrt. Hafa menn nokkuð gáð að því hvort leynist einhver Bjarni á bak við Magma ?
Hver er raunveruleg staða hluthafa í gömlu bönkunum? Félög í vanskilum eru ekki sjálfkrafa gjaldþrota. Gömlu bankarnir voru í vanskilum en ekki gjaldþrota þegar ríkisstjórnin lokaði þeim með ofbeldi. Síðan hefur verið rænt, stolið og týnt niður af öllum eigum þeirra, föstum og lausum. FIH í Danmörku hefði getað rukkað fyrir ríkið allan tímann.
Ég spyr: Ber fólki skylda til að borga gömul skuldabréf fullu verði uppi í nýja Íslandsbanka eða Kaupþingi, sem voru hrakvirt um leið og þeim var stolið útúr búi upphaflega bankans ? Hver á að njóta afsláttarins ?Ríkisbankinn ? Gamli bankinn ? Ekki skuldarinn í gjaldborginni sinni, svo mikið er víst.
Af hverju var hægt að ræna gömlu hluthafana öllum eigum gamla bankans með einhverjum neyðarlögum sem svo ekki endilega standast stjórnarskrá ? Ef hún er þá pappírsins virði þegar allt kemur til alls og Óla forseta.
Ég held eftir því sem ég hugsa meira, að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi hrundið hruni bankakerfisins af stað með aðgerðum sínum. Þeir gátu gert þetta öðruvísi en gerðu það ekki. Afleiðingin varð skelfileg fyrir almenning eins og allir vita og sjá og tjónið núna margfalt það sem hefði verið mögulegt. Ef Glitnir hefði ekki verið felldur þá hefði þetta ekki skeð svona eins og það skeði. Nú borgar þjóðin skuldir óreiðumannanna hvað sem Davíð sagði.
Menn hafa getað keypt kröfur af fallítt fyrirtækjum og rukkað þær inn. Helgi Hjörvar, Samfylkingarþingmaður og Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður núverandi forsætisráðherra rukkuðu útistandandi kröfur tímaritsins Þjóðlífs hjá fólki sem hafði ekki einu sinn pantað ritið. Félag þeirra Arnarson & Hjörvar varð gjaldþrota með nærri 75 milljónir þá 1994. Nú eru þessir menn í æðstu metorðum, annar á Alþingi og hneykslast á hruninu en hinn er hægri hönd forsætisráðherra, að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar. Já, Jesús kastar öllum mínum syndum bak við sig, sungu þeir í Hjálpræðishernum. Er ekki Íslandsbanki ekki að leika sama hlutinn með skuldabréfin vegna BYR? Er þetta þjóðlegur stíll eða Þjóðlífsstíll?
Er til móralskt - réttleysi til mótvægis við hið breska hugtak um móralskan rétt ? Þú ert samkvæmt því réttlaus gagnvart ofbeldi stjórnmálamanna. Þeir telja sig eiga hinn móralska rétt á öllum lögum sem þeir setja, án þess að það þurfi að staðreyna hann eins og með höfundarréttinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2009 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2009 | 21:18
2x10 ráðherravit !
Ég sagði um daginn að Margrét Þorbjörg kona Thors Jensen hefði haft tíu ráðherravit af þeirri tegund sem nú væra í boði. Hún kunni nefnilega að bíða. Þetta var eftir að ég hlustaði á Árna Pál í sjónvarpinu lýsa því sem hann vildi gera til að létta vanda heimilanna.
Í kvöld varð ég vitni að viðtali við Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Hún var spurð hvort hún ætlaði að virkja neðri Þjórsá. Hún svaraði að hún ætlaði ekki að virkja þar fyrir álver. Hvort hún ætlaði að virkja þar yfirleitt? Nei hún var ekki reiðubúin að svara því þar sem hún væri í viðræðum við heimamenn fyrir norðaustan hvernig ætti að nota orku þar til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð. Öll orka sem þar væri skyldi fara til framkvæmda í heimabyggð. Atvinnuuppbygging í heimabyggð gæti til dæmis verið efnalaug sem yrði orkukaupandi sem hún getur hugsað sér sem orkukaupendur og væntanlega styður Steingrímur það form iðnaðar úr því hann vill ekki álver.
En orka úr Þjórsá færi ekki í álver, ef hún yrði virkjuð. Katrín vildi ekki svara hvort Þjórsá yrði þá yfirleitt virkjuð. En það væri einhugur í ríkisstjórninni varðandi virkjanir. Hvort hún styddi álver á Bakka sem Steingrímur er á móti ? Það fékkst ekki svar við því en það er einhugur í ríkisstjórninni.
En hinsvegar var það upplýst að hún ætlar að taka þátt í markaði ESB árið 2012 með losunarkvóta O2 og það væri ekkert vitað um hvað við þyrftum að kaupa af kvóta ef við ætluðum að byggja álver.
Ég dreg ályktanir fyrir mig varðandi álver á Bakka og virkjanir í neðri Þjórsá:
Steingrímur er á móti álveri á Bakka og það er einhugur í ríkisstjórninni= Katrín Júlíusdóttir er þá líka á móti álveri á Bakka. Það er einhugur í ríkisstjórninni og því gildir sama með Jóhönnu. Árna Pál, Katrínu hina, og Hóla-Jón og hvað þeir nú heita sem hér eru ótaldir ráðherrar.= ríkisstjórnin er á móti álveri á Bakka.
Katrín er á móti því að virkja í Neðri Þjórsá fyrir álver. Það er einhugur í ríkisstjórninni= Ríkisstjórnin er á móti því að virkja í neðri Þjórsá fyrir álver=Ríkisstjórnin er á móti álverum.
Og þá er spurningin hvernig verður með rafmagn fyrir álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík?Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að virkja fyrir álver. En hún er í viðræðum og ferli með það mál allt.
Er þetta ekki akkúrat vinstristjórn eins og við hinir eldri munum þær best? Veit nokkur hvert þær eru að fara?
Ég hugsa til hans Tryggva Ófeigssonar sem sagði: "Kratar eru verstir"
Við erum komin á losunarkvótamarkað ESB án þess að ég hafi heyrt á það minnst fyrr. Við töpuðum milljarði á kratabröltinu í framboðinu til öryggisráðsins. Utanríkisráuneytiskostnaðurinn hefur nær tvöfaldast á skömmum tíma undir stjórn krata. Verðum við ekki komin inn í ESB án þess að vita af því ? Undir stjórn krata.
Stiglitz spyr hvort við þurfum lánin sem Steingrímur krefst af AGS. Mér fannst hann draga það í efa og að krónan okkar væri bara besta skinn. Ég spyr er ekki líka best að ganga úr EES og stjórna ferðinni í innflytjendamálum til þess að hefta aðsókn A-Evrópubúa í yfirfulla spítalana okkar? Ögmundur ætlar í stórfelldan niðurskurð þar á næsta ári og þarnæsta. Og það er einhugur í ríkisstjórninni. Er ekki nærtæk sparnaðaraðgerð að fækka sjúklingunum ? Létta á aðsókninni ? Þarf þá ekki að hækka skatta minna?
Þurfum við nokkuð á AGS að halda ?
Vantar okkur ekki aðkallandi svona 2x10 ráðherravit?
6.9.2009 | 21:14
Lán eða ólán ?
Fyrirferðamikil í samfélaginu er vaxtaumræðan. Allt bjargast ef hægt er að fá lán á lágum vöxtum. Allt miðast við að skulda og slá lán. Enginn talar um að spara eða varðveita peninginn sinn.Jón Magnússon hrl. til dæmis er búinn með heilan stjórnmálaferil sinn í baráttunni gegn verðtryggingu án þess nokkurntímann að svara grundvallarspurningum um lánskjör,vexti og sparnað.Margir aðrir hamast gegn verðtryggingu Ólafs Jóhannessonar án þess að líta á málið í heild.
Hvort vilja menn verðtryggt lán með lágum vöxtum, bæði hjá íbúðalánasjóði eða myntkörfulán eða þá engin lán ? Á hvaða vöxtum vilt þú sem lest þetta lána lána mér þína peninga til tuttuguogfimm ára án verðtryggingar ? Tilboð óskast !
Af hverju má einstaklingurinn og lánveitandinn ekki semja um það sjálfir hvaða lánsform eru notuð ? Þetta, hitt eða ekki neitt ? Vill enginn ræða muninn á lánskrónu eða eigin krónu ?Margir peningar geta orðið atvinnulausir og lækkað vexti. Fáir peningar skapa eftirspurn og hærri vexti.
Einn vinur minn hafði þetta um vexti að segja: Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga. Einfalt lögmál frjálsra viðskipta.
Hver á að mynda sparnaðinn sem er grundvöllur allra útlána ef engin trygging er í boði? Eða kemur lánsfé af himnum? Lán eru yfirleitt ólán þess sem fær ef ætlunin er að borga til baka. Í gamla daga fengu bara útvaldir lán í ríkisbönkunum og borguðu aldrei neitt til baka eins og SÍS. Verðtryggingin færði lánamarkaðinn að fólkinu og gerði peningasparnað mögulegan i fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Án hennar hrynur allt kerfið. Þetta hefur virkað ágætlega allt fram að hruninu núna.
Núna rukka nýju ríkisbankarnir verðtryggðu lánin inn af hörku og gera fólk gjaldþrota. Og þetta eru lán sem þeir stálu úr gömlu bönkunum á jafnvel 10 % af nafnverði. Við hluthafarnir í gömlu bönkunum töpuðum mismuninum. Þjóðfélagslegt réttlæti Sláum skjaldborg um heimilin sagði heilög Jóhanna !
Það er gert á einni helgi að skipta hér um mynt og taka upp dollar. Við höfum áður skipt um gjaldmiðil á einni helgi. Ég man vel eftir því þegar það var gert. Ekkert mál. Afnema verðtrygginguna þar með. Loka Seðlabankanum og breyta honum í bílastæðahús. Af hverju ekki ?
En hvar á að taka peninga fyrir óraunhæfum kjarasamningum framtíðarinnar ? Verðum við ekki að gefa út aðra mynt samhliða nýju myntinni. Verkfallakrónur ? Með frjálsu gengi. Kauphækkanir umfram hagvöxt verða greiddar í svoleiðis krónum en ekki dollurum.
Það getur orðið lán í óláni eða öfugt.
6.9.2009 | 20:38
Samhengi?
Ég hlýddi á Álfheiði Ingadóttur lýsa því hvernig hún ætlaði að láta lífeyrissjóðina kosta byggingu nýs hátæknisjúkrahúss eins og Davíð ætlaði að byggja fyrir símapeningana á sinni tíð. Þar fengju margir vinnu við að teikna, grafa,smíða og steypa. Allt í rósrauðu hjá Álfheiði.
En til hvers ?
Ögmundur kom skömmu seinna í útvarpið og boðaði mikinn niðurskurð á Landspítalanum næsta ár og þarnæsta líka. Lokun deilda og skurðstofa en ekki eiginlega enga fækkun starfsfólks að sjálfsögðu þar sem það er margt í hans verkalýðsfélagi. Allt biksvart hjá Ögmundi.
Þarf þá nýjan spítala ? Ef sá gamli stendur tómur, hverjir verða á þeim nýja ? Er ekki bara nóg að fækka þjóðinni sem mest með útflutningi fólksins. Nýr útflutningatvinnuvegur gæti orðið útflutningur ellilífeysiþega á sósíal Norðurlanda. Lífeyrissjóðir landsins gætu keypt íbúðarblokkir fyrir þá í þessum löndum og komið þeim af okkur þannig. Léttum þrýstingnum af heilbrigðiskerfinu.
Get ég komist að einhverri annarri niðurstöðu en þeirri, að jafnvitlausasta lið landsins sé samankomið í ríkisstjórn ? Engin stefna, ekkert samhengi, haltu mér slepptu mér í hverju máli. Atvinnuleysi, fjármálakreppa, fyrirtækjagjaldþrot, ríkisvæðing. Niðurskurður i heilbrigðiskerfinu en vöxtur í öllu öðru. Nýjar spítalaframkvæmdir fyrir 50 milljarða úr lífeyrissjóðunum. Hvaðan skyldi þá lífeyririnn eiga að koma ?
Allt fyrir Icesave og ESB.
Sjá margir samhengið ?
4.9.2009 | 18:35
Hagfræðingur hryllir sig !
Ég greip inní samtal við Ólaf Ísleifsson á Útvarpi Sögu. Hagfræðingurinn sá allt svo svart að ég held að fyrir hann sé ekki annað að gera en að panta sér fargjald beint til útlanda, aðra leiðina. Mig hryllir við því að svona menn gangi lausir og geri okkar auma lýð hræddan við að vakna á morgun!
Hann sagði okkur engra kosta völ annað en að fara að forskrift AGS um að keyra saman ríkisútgjöldin, stórhækka skatta og vera svo bjartsýn og þrauka. Þeir sem nenna væntanlega. Halda í krónuna sem má fella til að skerða lífskjör eftir því sem þurfa þykir. Keyra allt niður til andskotans og lengra ef það kemst. Þvílíkan talsmann ríkisstjórnarinnar hef ég ekki fyrr heyrt, mikið ef hann slær ekki Steingrím sjálfan út.
Þetta er hagfræði andskotans sem ekki gengur upp ef þjóðin á að lifa af. Það eina sem hægt er að gera til þess að þessi áætlun hagfræðingsins og ríkisstjórnarinnar gangi upp er að fækka fókinu í landinu. Ganga úr EES, reka alla útlendinga úr landi fyrst og styrkja alla Íslendinga sem vilja flytja úr landi til þess líka. Kótagreifarnir afla þá meir gjaldeyris fyrir hræðurnar sem eftir eru. Enga fleiri skóla þarf að byggja, engin fleiri hús, enga fleiri vegi. það er nóg af öllu. Lokum Vegamálaskrifstofunni í núverandi mynd, engin fleiri jarðgöng, engar lóðir, næg sjúkrarými á öllum spítölum. Og lokum líka þeim Háskóla sem Ólafur Ísleifsson hefur sitt lifibrauð af. Þessi þjóð hefur ekki þörf fyrir bókvit heldur strit á ökrunum, einskonar kambódiskt módel þar sem menntun er óvinur fólksins sem skal una sinni þrælkun.
Annar kostur er að fá erlenda fjárfestingu til landsins og reyna eftir föngum að efla atvinnu með öllum þeim ráðum sem því tengjast. Það þarf að loka Samkeppniseftirlitinu tafarlaust, þær kárínur sem við erum búnir að fá af starfsemi þeirrar stofnunar eru endalausar . Stofnun sem leyfði samruna Hagkaups og Bónusar og gerði útrás Baugs og fjárglæfra Jóns Ásgeirs að veruleika, er búin að fyrirgera sjálfri sér og óþarfi að láta hana leggja landið í rúst með því að hindra samruna Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja, bæði opinber fyrirtæki í hagræðingarferli. Koma þá dreissugir embættismenn hjá þessari stofnun og eru með kjaft og eyðileggja nauðsynlega hagræðingu. Leggjum þá niður snarlega og finnum þeim önnur störf enda gersamlega óhæfir og óþarfir með öllu.
Mig hryllir við þegar hagfræðingurinn hryllir sig með þessum hætti. Það er ekkert nema hryllingur framundan ef þessi öfl sem Ólafur og Steingrímur J standa fyrir . Fái þeir að ráða ferðinni þá er greiðsluþrot ríkisins framundan og óhjákvæmileg ef þessi hagfræðistefna fær að ráða hér til frambúðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.9.2009 | 08:18
Skrif fyrir Skattfé !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2009 | 08:28
ESBé-vaðir.
Ég fer í smiðju Gunnars Rögnvaldssonar og greinina hans um að Evra hindri atvinnusköpun sem ég hvet alla til að lesa.
Frðrik I Pedersen er hagfræðingur þeirra ASÍ Í Danmörku. Hann segir:
"Við álítum að seðlabanki ESB eigi að lækka stýrivexti núna til að styðja við vöxt og atvinnu". Ef ekkert er gert þá mun ESB tapa mörgum vinnustundum. Tapið verður stærra en tölur okkar sýna því fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi mann hefur fækkað vegna þess að vinnuvikurnar verða styttri og styttri og hlutastörf verða meira og meira algeng. Afleiðingarnar eru stórar, eða sem nemur 11 milljón manns eins og er. Það eru því mikil auðæfi sem fara í súginn," segir Pedersen. (Tillögur Steingrím J:Hærri skatta, samdrátt ríkisútgjalda)
"Seðlabanki ESB viðhefur stranga peningapólitík til þess að reyna að halda verðbólgunni niðri á tveimur prósentum, en Pedersen bendir þó á að laun hafa hækkað minna en verðbólgan þegar búið sé að hreinsa framleiðniaukningu út úr tölunum. Launakostnaður fyrirtækja miðað við framleiðsluverðmæti hefur því aðeins hækkað um eitt prósent á síðustu árum. En það eru sérstaklega hin lágu laun í Þýskalandi sem draga allt niður. "Svo það er ekki vinnumarkaðurinn sem er verðbólguskapandi" segir Pedersen.
Það er nokkuð sýnilegt að ESB er á hraðri niðurleið til stöðnunar og verðbólgu. Verðlag í Danmörku er 40 % hærra en í Þýzkalandi og helmingi hærra en í Rúmeníu. Hvernig í veröldinni ætla þeir að halda þessum óskapnaði saman?Ð Ef Þjóðverjar fengju að greiða atkvæði um að kasta evrunni og taka upp gamla markið þá yrði það yfirgnæfandi samþykkt. Þeim er bara haldið niðri á gömlu þýzku hlýðninni, þeim þykir vænt um landið sitt, drekka bjór en ekki kaffi á kvöldin vegna þess að Bismark lagði skatta á kaffi því hann sagði að menn brugguðu byltingar á kaffihúsum en ekki á bjórhúsum.
Ef Danir skæru á tenginguna við evruna, þá myndi krónan þeirra falla og Danmörk myndi taka við sér og framleiðnin aukast svo mikið að innan fimm ára myndi gengið hafa hækkað aftur. En kratar eru kratar sama hvar þeir eru.
Það er íslenzka krónan sem gerir Ísland svona dynamiskt, þessvegna getum við náð okkur útúr þessu kviksyndi. Það eru hinsvegar innlendu skæruliðahóparnir, sem kalla sig stéttarfélög sem eru krónunni hættulegust. Engum þykir nógu vænt um hana til þess að halda aftur af að hækka hjá sér bara nógu mikið. Alveg í stíl við það sem Hanna Birna gerir með 55 % hækkun á kaffinu í Sundlaugunum.
Inn í þetta batterí ESB, ætla kratarnir og taglhnýtingur þeirra Steingrímur stefnulausi að keyra okkur með illu eða góðu. Spænskt atvinnuleysi er það sem þeir vilja sjá hér. Danska stagflation. ESBé-vaðir kratarnir!
Ég hvet alla til að kynna sér rannsóknir Gunnar Rögnvaldssonar á því sem raunverulega er að gerast á Evrusvæðinu. Tengill hér á síðunni.
2.9.2009 | 23:03
OECD-enn á ferð!
OECD er mér sagt með einhverja íslenzka háskólamenn á launum hérlendis til að skrifa um íslenzk efnahagsmál og gefa þeim vikt með þessum flotta stimpli. Oftar en ekki eru þessi álit misvísandi. Mig minnir að þeir hafi ekki séð hrunið fyrir frekar en ég.
Nú segja þessir menn: Íslendingar, dragið saman ríkisútgjöld. Hækkið skatta. Gangið i ESB og takið upp evru.
Ef við drögum saman ríkisútgjöld í kreppu og atvinnleysi þá eykst atvinnuleysi og kreppan magnast. Ef við hækkum skatta á sama tíma, þá minnkar skattstofninn og atvinnuleysi vex. Til hvers þarf ríkið aukna skatta ef útgjöldin snarminnka ?
Ef einhver getur fært rök með því að skattahækkanir hafi örvandi áhrif á atvinnustigið og leysi kreppuna, þá væri gaman að heyra í honum. Ég undanskil Steingrím J. eða nokkurn úr ríkisstjórnarflokkunum. Við þá er ekkert hægt að rökræða um hagfræði.
Fyrir mér er þetta álit OECD, hver sem annars skrifar það, hrein vitleysa, efnahagslegt bull,-jafnvitlaust eins og sú hugmynd að taka upp evru eða ganga í ESB.
Við þurfum súrefni og aukinn bruna í kötlunum.
Fullan þrýsting!
Áfram Ísland !
Útaf með OECD !
1.9.2009 | 00:35
Hanna Birna gegn verðbólgu !
Á liðlega hálfu ári hefur kaffibollinn í Sundlauginni í Laugardal hækkað um 55 % .
Er þetta framlag meirihlutans í Borgarstjórn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni, sem er versti óvinur láglaunafólksins ?
Kaffið er ennþá frítt fyrir alla gesti í Kópavogi ef einhver vill vita það.
Megum við gamlingjarnir í Laugardal ekki koma með okkar Neskaffi sjálfir og hita okkur eigin kaffi á morgnana til að drýgja ellistyrkinn. Er ekki hægt að verðjafna kaffið í Laugardal við Ráðhúsikaffið ?
Skyldi þessi kaffihækkun í Sundlaugunum leiða til stýrivaxtalækkunar og gengisstyrkingar?
Hanna Birna, hækkaðu hægar!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko