Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
30.12.2010 | 08:24
Baugspressan í baráttuna
fyrir nýju kennaraverkfalli. Kennarar hafa dregist afturúr hvað laun varðar. Laun þeirra eru bara 70 % af launum kennara í nágrannalöndunum skrifar Steinunn í leiðaranum. Allir vita hvað þetta þýðir. Gíslataka og verkfall. Hóta að drepa krakkana ef ekki verði samið.
Svo er blaðið proppfullt af evruáróðri. Skyldi eiga að breyta í evru eftir eða fyrir kjaraleiðréttingu kennara? Hvað ef evran myndi kosta 115 kall í einokunarbúllunni við Arnarhól hjá Mávi? Hvað væru kennaralaunin þá miðað við OECD? Myndi þá þurfa að hækka?
Kjaftæðið um evruna, krónuna og verðtrygginguna er orðið með þvilíkum ólíkindum í þjóðfélaginu að menn gætu haldið að þeir væru staddir í teboði hjá óða hattaranum. Þetta er hinsvegar ekkert flókið ef menn bara vilja horfa á málið æsingalaust.
Þetta snýst allt um framboð og eftirspurn nema um vopnuð rán sé að ræða sins og Steinunn boðar. Baugspressan brúkar bara það sem best hentar bulli dagsins. Almenningur borgar fyrir blaðið með fjallháum afskrifuðum skuldum útgáfunnar.
29.12.2010 | 19:00
Hver á Aríjón banka?
Margir hafa spurt þessarar spurningar. Steingrímur segir "Ekki ég"! Litla brúna hænan segir" Ekki ég"! "Lilja Mós" og Ásmundur bóndi vita það ekki heldur, hvað þá Ögmundur. Ég veit bara að ég átti hann einu sinni en á ekki neitt lengur.
Erlendir kröfuhafar eiga bankann segja þeir sem einhverju svara. Guðni Ágústsson hefur velt því fyrir sér hvort þetta séu hugsanlega gömlu útrásarvíkingarnir í nýjum gervum? Frá ríkisstjórninni berast engin svör við spurningum um eignarhald bankanna. Bara útúrsnúningar eða bull út í bláinn.
Þessi banki er samt daglega að fara með öll völd yfir atvinnufyrirtækjum þar sem þúsundir vinna. Rukka þúsundir heimila og fyrirtækja. Selja erlend umboð og stórfyrirtæki til handvalinna lögfræðinga. Selja Haga eða ekki. Allt án útboða eða upplýsingagjafar. Fyrirtæki almennings lokaðra en Frímúrarareglan. En voldugra en ríkisstjórnin samanlögð. Og skilanefndirnar þegja meðan þær fá tuttuguþúsundkróna tímagjaldið sitt borgað. Og þeirra verki mun aldrei ljúka ef þær fá að ráða.
Hver á Íslandsbanka sem ég átti líka einu sinni? Einhver kúlulánakona, sem Steingrímur skipaði, stýrir honum. Hún rukkar þá sem voru ginntir af sjónhverfingamönnum í gamla bankanum til að kaupa stofnfé í BYR.
Aðrir töframenn í yfirstjórn BYR stálu úr kassanum til að selja sín stofnbréf með hjálp annarra tryllekunstnera í MP-banka. Aðeins hluti þessara listamanna er ákærður fyrir svikin. Hinir bara sleppa vegna þess að sérstakur saksóknari kemst ekki fyrir verkefnin.
Hvar er gagnsæið, upplýsingin, opna stjórnsýslan? Hvert eigum við sauðsvartir að sækja trú á íslenska réttaríkið? Til Aríjón banka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2010 | 16:23
Sátt um að ná sáttum
er staðan í þingflokki VG. Eftir áramót verður sáttagjörðin þar framkvæmd þar sem "Lilja Mós" eins og Jóhann kallar hana, sættist við alla hina og þeir við hana. Allt til þess að Jóhanna þurfi ekki að kalla til Evrópusinnaða Framsóknarmenn til að tryggja landsmönnum áfram forystu hennar sjálfrar og Steingríms.
Steingrímur fer að vanda mikinn í fjölmiðlum með yfirlýsingum hvað hann sé búinn að endurreisa mikið eftir hrunstjórnina. Óvilhallir fjölmiðlar sjá um að flytja stöðugar fréttir af nýjustu yfirlýsingum Steingríms og Árna Páls.
Þegar maður horfir á Steingrím tala um afrekin getur maður minnst orða Sveiks við vin sinn á kránni eftir stóra stríðið sem voru einhvern veginn svona : Keisarinn er farinn, fóturinn þinn farinn. En hér sitjum við eins og áður á kránni svo eiginlega hefur ekkert gerst.
Það hefur nefnilega ekkert gerst hvað sem Steingrímur segir. Hann er í þrígang búinn að reyna að koma Icesave-klafanum á Íslendinga. Hefði honum tekist það í annað skiptið værum við þegar 80 milljörðum fátækari. Sem forsetinn og þjóðin afstýrðu í mikilli óþökk Jóhönnu.
Hrunbankarnir eru horfnir inn í einhvern dularfullan heim sem Steingrímur segist ekki þekkja. Þar stjórnar fólk sem Steingrímur setti þangað en segist núna ekkert hafa með að gera. Enginn kannast við að eiga bankana svo þeir eru þá væntanlega á sjálfstýringu og í eigu stjórnendanna eða þá bara komnir undir áhrif gömlu bófanna inn um bakdyrnar. Enginn trúir því lengur að þar sé allt með felldu þó þeir auglýsi með gömlu frösunum eins og "sparisjóðurinn fyrir þig og þína". Skilanefndirnar sópa áfram til sín fjármunum í sjálftöku og mynda hina "nýju stétt" þeirra sem eiga og hafa. Þúsundir hinna flýja landið en Steingrímur sér landið rísa þegar atvinnuleysið vex ekki vegna fækkunarinnar.
Ríkisfyrirtæki blasa við á hverju götuhorni og Steingrímur sér vanda ríkissjóðs leysast með aukinni skattheimtu á hendur opinberra starfsmanna. Vandi heimila er óbreyttur og fyrirtækja einnig, þar sem engin störf eru í boði hjá fyrirtækjum sem hafa engin verkefni. Kreppan dýpkar enn þó sjávarútvegurinn haldi uppi hagstæðum vöruskiptajöfnuði. Bankarnir eru fullir af peningum en geta hvergi ávaxtað þá nema hjá Steingrími og Mávi. Í þjóðfélaginu finnur maður fáa sem hafa raust á framtíðinni og vilja fjárfesta í henni.
Fólkið hefur ekki heldur neinar væntingar um það að kreppan leysist á vettvangi stjórnmálanna með núverandi Alþingi og ólíklegt finnst mönnum að einhverjir þingmenn telji sér hag í því að ganga til liðs við stjórnina þegar öll ráðherraembætti eru fullbókuð. Og það sem verra er, það hefur engar væntingar heldur að nýtt fólk á Alþingi ráði við vandann. Það er fast í einhverju Limbói haturs og tortryggni út í alla stjórnmálamenn og flokka en virðist samt láta sér í réttu rúmi liggja þó glæpamennirnir gangi lausir og stundi sín viðskipti bak við falleg skilti.
En auðvitað skiptir meginmáli að hlusta á það sem Steingrímur segir í ljósvakanum og Árni Páll skrifar í Fréttablaðið.
Því það er komin sátt um það hjá VG að ná sáttum. Bráðum.
28.12.2010 | 08:18
Baugsvélin bráðhættulega
getur malað bæði malt og salt þangað til skútan sekkur eins og gerðist í þjóðsögunni.
Ef maður endurtekur lygina nógu oft þá verður hún að sannleika sagði doktor. Jósef. Þetta getur manni dottið í hug þegar maður les skrif ritstjóra Jóns Ásgeirs í Baugstíðindum dag hvern. Í leiðaranum í dag víkur hann að stefnuyfirlýsingu Más í Seðlabankanum um að bankann vanti meiri völd til að framfylgja veikburða en auðvitað "réttri" stjórnarstefnunni. Már vill hverfa frá verðbólgumarkmiðunum (sem hann fann víst upp sjálfur fyrir Davíð að fara eftir). Þess í stað á að koma fastgengisstefna þar til að evran verður tekin upp við inngöngu í Evrópusambandið. Afturhvarf til hágengisstefnu Jóns Þorlákssonar og síðar Bretton Woods fundarins 1944. Hring eftir hring snúast vindhanarnir. Líka í hagfræðinni þó þeir þykist jinsvegar alltaf vera óskeikulir eins og íslenski Seðlabankinn.
Ritsjórinn áréttar að þörf sé á varaáætlun ef fólkið samþykkir ekki aðildarsamninginn sem nú er í smíðum. Hann hefur sér til ágætis samt óljósar hugmyndir um það Villi Egils og Gvendur í Rafiðn megi ekki gera óraunæfa kjarasamninga umfram innistæður, Svo lýstur hann auðvitað upp fögnuði yfir skarpskyggni leiðtoga síns Árna Páls sem afskrifar krónuna í blaði gærdagsins. Og svo er auðvitað ályktunin sú að nú verði Sjálfstæðisflokkurinn að sýna spilin! Sem þýðir að hann verður vesgú að fara að makka rétt en ekki fara eftir einhverjum landsfundarályktunum meirihluta flokksmanna.
Svo segir hann að það sé óþolandi að fyrirtækin búi við þá óvissu sem fylgi óstöðugum gjaldmiðli. Hvaða reynslu hefur þessi snáði í að reka fyrirtæki? Og sama mætti nú líka frétta hjá Mávi Guðmundssyni.
Við félagarnir rákum fyrirtæki mörg ár í óðaverðbólgu og að mörgu leyti voru það miklu meira spennandi tímar en samdráttarskeiðin og kreppurnar sem komu á milli. Stundum gáfum við út eigin peninga í formi einfaldra kvittana án nokkurra trygginga sem fólkið flykktist til að kaupa fyrir sparifé sitt. Jafnvel ríkissjóður tók þessar kvittanir gildar til greiðslu skatta. Við sem svo langa reynslu höfum gefum því lítið fyrir alikrataspekina um alþjóðlega gjaldmiðla eða tal kommúnista um eðli og málefni fyrirtækjareksturs.
Ég veit ekki hvað ritstjórinn hefur langt minni en en fyrir örfáum árum var alþjóðlegt umhverfi á Íslandi þar sem menn voru frjálsir að því að nota hvaða mynt sem þeir vildu. Krónan var bara þá til muna betri og útlendingar flykktust til að kaupa hana. Hann ætti ef til vill að kynna sér hvaða þátt húsbóndi hans átti í hruni bankanna og sparisjóðanna. Hversu margir milljarðar liggja óbættir hjá garði svo að blaðið hans geti komið út og borgað honum kaupið.
Myndin af hundinum sem sat fyrir framan lúðurinn á grammifóninum á plötunum í gamla daga og hlustaði á "His Masters Voice" getur leitt hugann að alikrötunum sem hlusta á boðskap Baugsmiðlanna um Brüsseljöturnar: Þið skuluð í Evrópusambandið hvað sem þið segið. Við bara kjósum aftur og aftur þangað til þið verið svo þreytt að þið segið já.
Auðvitað er það sjálfsagt til einskis fyrir mína mjóróma rödd, sem skrifar í sínum frítíma aðeins, að vera að andæfa peningaofurefli Evrópusambandsins og Baugsmiðlanna sem bylur á þjóðinni í máli og myndum dag hvern. En mér líður samt betur að koma hugsununum frá mér þó til einskis sé.
Ég er hinsvegar alveg sannfærður um það hvílík hætta þjóðarskútunni stafar af Baugsvélinni sem malar sitt malt og salt alla daga. Fyrr en varir getur skútan sokkið ef hún fær að halda áfram óáreitt.
27.12.2010 | 08:44
Jólin búin
Það er maður minntur óþyrmilega á þegar Baugstíðindi koma inn um lúguna á mánudagsmorgni. Tímamótagrein hjá Árna Páli segir blaðið. Hvað er innihaldið?
Áframhaldandi gjaldeyrishöft. Krónan ónýt en samt munum við hafa hana lengi enn. Erum á leið í Evrópusambandið og stefnum á evruna. Sem sagt, áframhaldandi fangabúðavist undir Kommandant Árna Páli.
Boðskapurinn er í stuttu máli þessi: Treystið okkur fyrir vönduðum gjaldeyrishöftum. Þau verða hér lengi enn.
Mig minnir nú að þetta sé samhljóða boðskapnum frá Seðlabankanum nú nýlega þar sem meiri völd skulu fengin Mávi svo að hann geti betur stjórnað næsta fram að næsta hruni.
Hvorki Árni Páll né aðrir Evrópusinnar geta talað um annað en að evran sé stöðugur gjaldmiðill sem tryggi öllum blóm í haga. Eitthvað annað en Bandaríkjadalurinn. Nú árið 2010 er 1.31 dalur í evrunni skv. skráningu hjá Mávi . Í fyrra var það 1.42, þaráður 1.39 , þar áður (23.12.2007) 1,43 . Árið 2004 1.37. Er ekki dollarinn ónýtur samkvæmt evrópufræðum ? Verðbólga, peningaprentun, ríkissjóðshalli? Og hver er verðbólgan á evrusvæðinu yfirleitt ? Árni Páll og þeir evruspekingar virðist halda að verðbólga sé alíslenskt fyrirbrigði. Er það ekki allavega athyglivert ef evran og ónýti dollarinn dansa svona í takt?
Svo ræðir Árni um vanda Íra og ber okkur saman við þá.Og þá er það krónan sem hefur bjargað okkur frá því að lenda í skuldadíkinu eins og þeir.
Svo er þetta núna tuggið upp í Ríkisútvarpsinu eins og Árni Páll hafi nú skrifað tímamótagrein um framtíð krónunnar. Svo kemur sjálfsagt viðtal við Villa Egils og Gvend í Rafiðn þar sem þeir verða látnir syngja hósíanna fyrir þessari opinberunarprédikun Árna Páls.
Ekki batnar það. Og jólin búin.
26.12.2010 | 14:30
Hættum að væla !
Júlíus Björnsson bloggvinur minn margfróði benti mér á að fara á síðu CIA, Factbook.
Kommarnir hafa komið því inn hjá mörgum Íslendingum að CIA sé morðóð moldvörpustofnun sem allt illt spretti af um alla jörð. Það er því gaman að lesa stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar sem segir að hlutverk hennar sé að færa stjórnmálamönnum sem áreiðanlegastar upplýsingar til að byggja ákvarðanir sínar á. Hafa staðreyndir á boðstólum sem öllum gagnist. Auðvitað er ekki allt opið svo að Assange hefur nóg að stela. En í grunnin er Central Intelligence Agency þekkingarsetur sem óhætt er að leita til.
Á heimasíðunni, sem er stórkostlega vel uppbyggð, er til dæmis hægt að fara í landafræðirannsóknir og skoða upplýsingar um lönd og lýði . Þar sér maður að Ísland eftir hrun, með kolvitlaust gengi á dollara, er í 20 sæti þjóða hvað tekjur á einstakling snertir. Heila 39kílódollara eða k. Bandaríkin sjálf í ellefta sæti með 46k, Lichtenstein auðvitað efst með 122k, því þar fá hálfvitar ekki kosningu til stjórnarstarfa. Luxemburg er í þriðja með 79k og Noregur í 5.sæti með 58k. Þýskaland og Bretland í 35 og 35 sæti með 34 k., Danmörk í 31. með 36k.
Ef ekki væru jöklabréfin óleyst og fastgengið falska þá værum við miklu ofar á listanum eins og eðlilegt væri. Daginn sem stíflan væri tekin úr myndum við auðvitað hrynja niður listann. Síðan færum við upp í hæðirnar aftur. Líklega mjög hratt. Höftin þrúga okkur ósegjanlega og munu gera svo lengi sem kommúnistarnir stjórna efnahagsmálum okkar. Því verður að linna sem fyrst og kjósa nýtt Alþingi í stað þessa endemis samsetningar sem þangað valdist af villuráfandi og vonsvikinni þjóð.
Í 229 sæti eru Congo með 0.3k. og það er löng leið upp í Ruanda í 215. sæti með 1k. Það er Monaco sem er í 44 .sæti sem fer niður í 30 k. til Ítalíu osfrv.
Það er auðskilið að hér séu skrifaðar langar blaðagreinar um það hversu hræðileg örlög bíði fólks sem er hér tímabundið ef það verður sent heim til sín aftur, til einhvers lands sem er langt niðri á listanum. Ísland í dag er Paradís fyrir megnið af jarðarbúum. Það skiptir því máli hversu víður inngangurinn að landinu er og að við látum ekki tóma bjálfa stjórna honum. Það er nóg af fólki í heiminum sem vill komast í okkar kistur, og það væri fljótt að koma beint niður á lífskjörum þeirra sem fyrir eru.
Þessi listi færir okkur enn eina ástæðu fyrir því að fara ekki að deila fátæktinni með Evrópusambandinu. Að við hlustum ekki á kratana, Villana eða Gvendana væla um evruna.Við getum haldið hér uppi fyrirmyndarríki ef við hegðum okkur skynsamlega. Verslað í allar áttir sem sjálfstæð þjóð. Okkur vantar enga stjórnarskrá frá Þorvaldi Gylfasyni til þess. Okkaur vantar bara meira vit í kollana okkar.
Hættum að væla og hegðum okkur skynsamlega á nýju ári Íslendingar !
24.12.2010 | 01:13
Gat ekki tekið því
þegar ég heyrði auglýsingu frá VG sem óskar mér gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hvað hefur þessi hreyfing gert til að farsæla mitt næsta ár? Sýnt mér fjandskap á öllum sviðum. Viljað leggja á mig og afkomendur mína í fjórða lið Icesave uppá hundruði milljarða. Hækkað skattana á mér. Rýrt ellilífeyrir. Lagst í hernað gegn lúpínunni og skógrækt sem er mér hjartans mál. Reynt að hindra virkjanir og stóriðju. Reynt að hindra atvinnusköpun. Reynt að koma okkur í Evrópubandalagið. Fyrir hvað ætti ég að þakka þeim?
Ég get bara ekki tekið við óskum um farsælt komandi ár frá þessu liði. Það boðar mér bölvun ekki farsæld. Svona eins og jólakveðja frá AlKaída til páfans.
Þessu línuriti stal ég frá Gunnari Rögnvaldssyni. Þarna geta þessir evruspekingar eins og Villi Egils og Gvendur í Rafiðn og þeir fáu sem trúa þeim, séð svart á hvítu hvers viðri krónan okkar var þegar holskeflurnar riðu yfir. Við erum að spóla okkur í átt að bakkanum. Lettarnir spóla líjka en þeir eeru langtum dýpra í drullunni.
Ef ég heyri auglýsingu frá Samfylkingunni um að hún óski Íslendingum farsældar á nýju ári, þá slekk ég á tækinu. Svo fastur er ég í svartnættinu af áhyggjum yfir landsöluáformum þessa félags.
Ég gæti ekki tekið því.
23.12.2010 | 08:30
Gleðileg Jól
og farsælt komandi ár vil ég segja við þá alla sem lesa þetta blogg.
Þegar ég vaknaði í morgun þá datt mér í hug hvort bloggið myndi ekki bíða afhroð ef hér yrði góðæri aftur? Sjálfum finnst mér hafa dregið af bloggverjum undanfarið. Ekki síst mér sjálfum þar sem ég sé að æ færri virðast fletta því sem ég hef verið að skrifa. Ef til vill er þetta merki um að ástandið sé að lagast í þjóðfélaginu og fólk nenni ekki lengur að lesa tóma steypu og svartagallsraus eins og mér er tamt.
Það á að fara að byggja blokk í Þorrasölum til dæmis. Sólarlandaferðir eru aldrei fleiri og LandCruserar seljast sem aldrei fyrr. Nóg er samt af helvítis eymdinni allstaðar. En undirrót hennar er auðvitað þetta atvinnuleysislimbó. Það er spurt um lóðir í Kópavogi og fólk er til sem er að byrja á einbýlishúsum.
Það hefur auðvitað verið bullandi góðæri í störfum skilanefnda þar sem tímakaupið er ekki undir tuttguþúsund og allra þeirra sem vinna í nefndum fyrir ríkið. Lögfræðingar raka saman á allskyns afleiðum hrunsins. Þetta eer hin nýja stétt sem hefur fullar hendur fjár.
Fólk flytur úr landi og það léttir á vandanum innanlands. Það örlar samt á bjartsýni á ótrúlegustu stöðum finnst manni og menn eru að leggja plön um allskyns nýja starfsemi. Það er því í mínum huga ýmislegt jákvætt á ferðinni. Þrátt fyrir þær hörmungar sem við blasa á pólitíska sviðinu þá er fólkið að hugsa sitt. Svo hverju ráða ríkisstjórnir yfirleitt um framvindu mála? Er það ekki krafturinn í fólkinu sjálfu sem skiptir mestu máli? Hitt getur í besta falli reynt að þvælast ekki fyrir?
Ef þjóðin næði að fara í kosningar snemma á næsta ári þá gæti samt margt breyst á atvinnusviðinu. Allavega er þessi kapall á Alþingi ekki að ganga upp með skattahugsunina í öndvegi. Það verður að gefa uppá nýtt svo að hlutföllin breytist eitthvað þannig að lásinn leysist. Þessir núverandi ráðamenn Jóhanna og Steingrímur kveikja engar vonir lengur hjá neinum, hvað þá Össur eða Árni Páll. Bjarni og Sigmundur Davíð hafa sig lítt í frammi af skiljanlegum ástæðum. Stjórnarandstaðan þarf bara að standa álengdar og virða fyrir sér útsýnið meðan stjórnarliðið berst innbyrðis.
Ógnin af "kjarasamningunum" er sú mesta sem yfir vogir. Prósentuhækkanir launa við þessar aðstæður verða aðeins ávísun á þrautreynda niðurstöðu sem er verðbólga og gengisfall. Hinsvegar myndi kyrrstaða leiða til kjarabóta með launaskriði ef bjartsýnin heldur áfram.
Svo við horfum bara fram á veginn að bráðum komi betri tíð með blogg í haga.
Gleðileg Jól!
21.12.2010 | 08:25
Seðlabankinn í pólitík
Þar sem spurningunni um aðild Íslands að ESB er enn ósvarað og langur tími mun líða þangað til hagkerfið uppfyllir Maastricht-skilyrðin fjallar skýrslan um í hvaða breytingar þurfi að ráðast í sjálfstæðri peningamálastefnu án gjaldeyrishafta. ......Skýrsluhöfundar telja að Seðlabankinn verði að fá meiri völd og fleiri tæki og tól til þess að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. .....
20.12.2010 | 20:38
Múslími í frítíma?
G.Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðar Ríkisins. Starfsmaður almennings,
Hann skrifar svona á vefsíðu sína 16.desember:
Og hvað felst í þessu hjá þremenningunum þegar litið er lengra fram á veg? Jú það þýðir að eftir tilvist þessarar ríkisstjórnar má ljóst vera að ekki verður mynduð ríkisstjórn á Íslandi næstu 20 - 30 árin án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur, sem hefur einmitt haft töglin og hagldirnar í íslensku stjórnmálalífi - vegna tvístringseðlis vinstri manna - og þar með lífi þjóðarinnar, fær þetta allt aftur fært á silfurfati. Þannig leiðir þessi vitleysa þremenninganna, sem halda að þeir séu svo sjálfstæðir, til þess að íhaldið, með sitt 30 prósenta fylgi, ræður öllu áfram - aftur. Fær aftur völdin til að leiða okkur í nýtt hrun, nýja þöggun, nýja skoðanakúgun gegn þeim sem ekki eru valdinu þóknanlegir, vegna þess að flokkurinn veit að hann mun alltaf halda völdum hvort sem hann fær 30 prósent eða 33 prósent eða 38 prósent upp úr kjörkössunum. Alltaf.
Er þetta bara í lagi að opinberir embættismenn taki þátt í pólitík með þessum hætti? Ég er kannski svona gamaldags, en þetta var ekki svona. Opinberir starfsmenn tóku ekki þátt í stjórnmálaumræðunni.
Getur forsjóri Hafró verið félagsmaður í Sea Shepard utan vinnutíma? Gæti biskupinn verið múslími í frítíma sínum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko