Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Spaugstofan lifi!

Ég óska þjóðinni til hamingju með að búið sé að tryggja Spaustofunni framhaldslíf. Því miður sé ég hana þó ekki þar sem ég er ekki áskrifandi að Stöð2.

Jafnframt vil ég leggja til að endurskoðuð verði stjórnun Ríkisútvarpsins og dagskrárgerð. Þetta fannst mér arfavitlaust val hjá þeim.

 


Ríkisstjórnin stórbatnar!

í mínum augum við þau tíðindi að í henni hefur fækkað um tvo ráðherra af tólf.

Skyldi einhverjum ekki finnast hún  allra best þegar enginn verður eftir í henni ?


Stærðfræði og reikningur

Ég rakst á þarfa grein eftir Ellert Ólafsson í Mbl. Þar kemur hann inná mál sem mér hefur verið hugleikið lengi. Hversu reikningsgetu unglinga hefur hrakað frá því að ég var strákur.Og var ég þó ekki góður.

Grípum niður í grein Ellerts:

"Um allan heim hafa kennarar miklar áhyggjur af minnkandi þekkingu og færni nemenda í stærðfræði. Þetta virðist gilda um öll skólastigin. Claes Johnson er stórmerkur prófessor og frumkvöðull í hagnýtri stærðfræði við virtasta háskóla Norðurlanda, KTH í Stokkhólmi. Hann hefur í áratugi barist fyrir breyttum áherslum í stærðfræðikennslu og skrifað fjölmargar greinar og bækur um þetta efni.

Hann hefur uppgötvað að stærðfræði er afar lítið notuð hjá meirihluta fólks í Svíþjóð. Þar ríkir vandræðaástand í kennslunni vegna lélegs árangurs og bráðnauðsynlegt að breyta námsefni og kennsluaðferðum verulega. Hann fullyrðir að bylting (paradigm shift) hafi þegar átt sér stað í stærðfræðikennslu.

Hann vill aðskilja kennsluna í tvær aðskildar greinar, kennslu með tölvum og kennslu án þeirra. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir því að breyting í kennsluháttum og efnisvali er löngu orðin tímabær. Greinar hans hafa vakið mikla athygli langt út fyrir hans heimaland. Margir af virtustu prófessorum Svíþjóðar í hagnýtri stærðfræði eru á sama máli.

Hvergi í heiminum er tölvueign eins útbreidd og hér á landi. Nánast hver einasti unglingur á tölvu og hefur góða leikni í að nota hana. Íslenskukennarar hafa skilið þetta fyrir löngu og nú skila nemendur ritgerðum sínum í snyrtilegu formi og geta notfært sér netið og villubúnað kerfisins. Nú er komið að stærðfræðikennurum að nýta sér þessa miklu auðlind sem felst í tölvuþekkingu og áhuga ungs fólks á nýrri tækni. Þetta gera þeir best með því að kenna nemendum að nota nútíma-upplýsingatækni í náminu og ganga snyrtilega frá verkefnum í greininni. Þar með eru þeir orðnir gjaldgengir í þjóðfélagi framtíðarinnar. Það er kominn tími til að Íslendingar séu ekki alls staðar hafðir að háði og spotti og sýni að hér býr framsýnt og vel menntað fólk sem lifir í nútímanum en ekki í fortíðinni....

 

.... Kannski kemur ráðherrann auga á að 40% fall í framhaldsskóla með tilheyrandi harmleikjum í einkalífi og framtíð ungs fólks er alveg óviðunandi. Stærðfræðin er óspart notuð til að hrekja fólk úr námi. Fag sem skiptir afar litlu í daglegu lífi fólks. "

Þarna er verkurinn í. Léleg reikningskennsla í grunnskólunum er orsök fyrir upplausn og ógæfu fjölda efnilegra unglinga. Ég hef fundið það sjálfur að það geta allir krakkar lært að reikna með réttri kennslu. En það getur enginn margfaldað og deilt sem ekki kann margföldunartöfluna. Sá hinn sami getur ekki reiknað nema að hafa reiknivél. 

 Við hin eldri byrjuðum á að læra að reikna áður en við byrjuðum á að reyna að læra stærðfræði. Að byrja á stærðfærði án þess að kunna að reikna er bara ávísun á brottfall úr námi með tilheyrandi afleiðingum. Maður verður að byrja á byrjuninni. Maður verður að kunna margföldunartöfluna.  Þá verður stærðfræðin ekki svo óttaleg eins og hún er orðin í hugum margra unglinga þegar ofar dregur í skólanum.

Hafi Ellert þökk fyrir greinina. 

 


Jóhannes kveður

Ég viðurkenni það, að ég hef alltaf haft viðkvæman blett gagnvart Jóhannesi í Bónus, sem ég þekki ekki neitt sem heitir. Ég hitti hann á sýningu einu sinni þegar hann var að ráðgera fyrstu búðina sína, nýrekinn frá Slátursfélaginu.  Samtalið var svo skemmtilegt, hann var svo klár og skildi verslunarheiminn svo vel, að ég gat ekki hætt að tala við við hann. Hann sagði mér hvað hann hygðist fyrir og hvernig hann ætlaði að gera það. Hann ætlaði bara að versla með það sem fólkið þyrfti mest á að halda, ekki hitt. Hann ætlaði ekki að steypa verslanirnar sínar fastar með því að eiga húsin. Hann ætlaði að fylgja fólkinu eftir með það sem því vantaði.

Hann gerði það svona og það tókst. Búðirnar spruttu upp og fólkið flykktist til hans. Hann varð að Jóa í Bónus sem fólkið elskaði fyrir að færa því ódýrari vöru.

Tíminn leið hraðar en nokkurn grunar. Bónusveldið fór að verða svo stórt að það fór að beita ofríki við alla sem eitthvað þurftu að selja. Innanstokks ólst upp pilturinn Jón Ásgeir sem vann eins og hestur sín unglingsár. Svo varð hann stór, stækkaði og varð sífellt stærri og stærri og loks langstærstur.Yfirskyggði gamla gráskegg og smátt og smátt breyttist allt veldið í ófreskju sem allir hötuðu.  En versluðu þar samt því aðrir voru ekki með lægra verð.

En Jóhannes var einhvernvegin alltaf Jóhannes í augum fólksins, með sína kosti og mannlega veikleika. Maður fólksins. Framhaldið þekkja allir.

Jóhannes flæktist inní stórveldisævintýri sonarins og allt fór á versta veg. Nú vill þjóðin ekki að Jóhannes komi nálægt búðunum sem hann stofnaði. Hann verður að róa á önnur mið. Aldurhniginn heldur hann ótrauður af stað í nýja ferð. Vitið þið, mér finnst alltaf að hann hljóti að vera besti kall þó hann sé það hugsanlega ekki lengur.  Umhverfið mótar menn, félagskapurinn breytir mönnum og siðum og valdið spillir.Gersamlegt vald gerspillir.

Jóhannes er ekki hættur þó hann kveðji Bónus. Vonandi tekst honum nú að halda sér frá vondum félagsskap og verða aftur eins og hann var. Maður fólksins.

Gerði hann Jóhannes ekki meira gott en illt samanlagt ? Verðum við ekki að vera sanngjörn þegar Jóhannes kveður? 

 


Hversvegna vændishús?

Hefur einhver skýringar á því hversvegna vændi er opinbert og leyft í mörgum löndum? T.d.í Suttgart þar sem ég bjó lengi, er slíkt hús nærri áfast við ráðhús bæjarins. Það er búið að vera þarna í minntsa kosti hálfa öld og er enn í fullum gangi.

Skyldi þetta vera til að létta af einhverjum þrýstingi sem annars gæti birtst öðruvísi? Hugsað tl að draga úr einhverjum perraskap og áreitni ?

Vændi er blómleg atvinnugrein um allt Ísland en auðvitað dreift og óskipulagt. Kannski er þarna ónýttur skattstofn fyrir Steingrím og Indriða?


mbl.is Samkirkjulegt átak gegn kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupum við eftir þessu líka?

Miðað við verðlag á sparperum gegn glóperum þá veltir maður því fyrir sér hver muni helst græða á þessu?

Hlaupa kratarnir hérna eftir þessu líka?


mbl.is Hamstra 75 watta glóperur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur okkur þetta við?

Oddur Víðisson arkitekt  sagði eftirfarandi á málþingi um nýtt háskólasjúkrahús á Landspítalalóðinni fyrir níu mánuðum síðan:

 ".....jafnframt “eðlilega kröfu“ að ríkið færi fram á að lífeyrissjóðir keyptu mannvirki og lóðir Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi: „Það verður að teljast ákjósanlegur kostur fyrir lífeyrissjóði að kanna kaup á landssvæði Landspítala samhliða uppbyggingu spítala á nýjum stað. Lífeyrissjóðirnir myndu þá standa að þróun og uppbyggingu á þessu landssvæði og lóðum. Þessir tímar nú, þrátt fyrir allt, fela í sér tækifæri fyrir báða aðila og í reynd landsmenn alla...."

Hver er þörf á nýjum spítalabyggingum þegar ekki er hægt að reka núverandi byggingar vegna fjárskorts? Getúr lífeyrissjóðurinn minn ef til vill tekið að sér reksturinn á Landspítalanum eins og hann getur rekið Húsasmiðjuna og Vodafone og leggja nýja vegi og jarðgöng um landsbyggðina?

Ég hef heyrt það að menn geti ekki keypt tvisvar fyrir sama peninginn. Skyldu lífeyrisþegar verða betur settir eftir öll þessi framafaraáform?

Ég velti fyrir mér því sem mér sýnist, að sum mál séu óstöðvandi. Mig minnir að Davíð hafi orðið veikur og á spítalanum hafi honum vitrast að nota peningana af sölu Símans til að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. Síminn var seldur og er auk þess kominn til baka.  Síðan stefndi allt í byggingu háskólasjúkrahúss. Í Vatnsmýrinni vegna flugvallarins sem á að fara. Hafa þing og þjóð verið spurð sérstaklega um hvort ráðast eigi í þessa fjárfestingu hjá þjóð sem fækkar ? Hvort nú sé tíminn ?

Það er verið að hanna byggingarnar á fullu. Málið er komið á fullan skrið eins og bygging Hörpu. Skyldi heildarkostnaðurinn verða í sama hlutfalli við áætlanir á báðum stöðum? Er þetta ostöðvandi?

Kemur okkur sauðsvörtum þetta yfirleitt nokkuð við?

 

 

 

 


Dauðaspírallinn

er þekkt fyrirbrigði í flugi, þegar flugvél kemst í þá stöðu að ekki er hægt að rétta hana við áður en hún skellur í jörðinni.

Ég veit ekki hvað er að Íslendingum, en þeir virðast ekkert sjá athugavert við framferði Orkuveitubófanna. Eftir pólitískt fyllerí og rekstrarspillingu í áravís í einokunarfyrirtæki, þá rétta þeir almenningi reikning vegna þess að þeir eiga ekki fyrir næstu afborgun og enginn vil lána þeim.

Þetta þýðir það, að verðbólgan er farin af stað eins og við þekktum hana besta sem eldri erum. Allt sparifé landsmanna er á leiðinni til andskotans og best að losa sig við peninga meðan hægt er að kaupa eitthvað fyrir þá. Svokallaðir "Kjarasamningar" eru lausir og nú skulum við sjá hvað Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu ætlar að fá margar evrur fyrir sig til þess að borga fyrir nýja "rafið". Og Flugumferðarstjórar sem eiga við uppsafnaðan vanda að stríða. Og kennarar.Og hjúkrunarfræðingar. Og,og.... En aldraðir og öryrkjar; Was nun alter Mann ? Geturðu ekki bara treyst á norrænu velferðina og Steingrím aðalritara?

Hér situr ríkisstjórn sem ber ekkert skyn á efnahagsmál frekar en kötturinn. Hún bara hangir þarna af því að henni finnst svo gaman að fá loks almennilegt kaup fyrir ráðherrana og láta tala við sig við allskyns tækifæri, þvæla í blöðunum um landris og snilli sína. Þeir gera ekkert af því þeir geta ekkert. Og Alþingi ekki heldur af því að það getur ekki neitt heldur.

Við skulum horfa áfram á stálgrindurnar í Helguvík því að ekki kemur OR með fleiri kílówött þangað.Hún er komin í innhverfa íhugun gagnvart stóriðjunni á grínagtugan og samspilltan hátt. Eftir helgina verður heitavatnið frá henni áttatíuprósent hærra en frá litlu hitaveitunni á Seltjarnarnesinu. Og öllum er sama.

Megirðu  lifa á áhugaverðum tímum óska Kínverjar óvinum sínum.Velkomin í dauðaspíral víxlhækkana verðlags og kaupgjalds og gengisfellinga. Ef til vill munu Íslendingar eftir allt samþykkja aðildina að Evrópubandalaginu fyrr en nokkurn grunar.   


"Cloak and Dagger"

Frétt í Mogga:

 "Í kjölfarið kynnti Ásta starfsfólki Íbúðalánasjóðs með tölvupósti að hún væri ekki lengur í hópi umsækjenda. Í pósti hennar segir m.a.: »Mitt nafn verður þó ekki í þeim potti umsækjenda sem til greina koma, enda lít ég svo á að þar sem stjórnin treystir sér ekki til að taka ákvörðun, byggða á því ráðningarferli og viðtölum sem nú þegar hafa farið fram, sé það fullreynt að af ráðningu minni verði. Eftir því sem ég best veit hafði fengist meirihluti fyrir ráðningu minni, en ákvörðun hefur enn verið frestað og sett í nýjan farveg með íhlutun ráðherra.«

 

Hákon Hákonarson, stjórnarformaður sjóðsins, segir íhlutun ráðherra koma sér á óvart. »Ég harma það mjög að Ásta hafi dregið sig út úr þessu. Mér finnst það slæmt mál. Ásta er mjög hæf manneskja.

 

Það kom mér á óvart að ráðherra skyldi fara fram á þetta. Eftir að hafa skoðað þetta mál fannst mér mjög erfitt að hafna þessari málaleitan ráðherra. Þessi hugmynd hans kom mér á óvart,« segir Hákon, sem kveður Ástu njóta fulls trausts stjórnarinnar.

 

Elín R. Líndal stjórnarmaður sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. »Ég greiddi ekki atkvæði með þessu inngripi ráðherra. Úr því sem komið var hefði ég talið farsælast að auglýsa stöðuna aftur,« segir Elín.

 

Ekki náðist í Árna Pál Árnason við vinnslu fréttarinnar"

Þarna sjá menn svart á hvítu hvernig vinnubrögð ríkisstjórnar gegnsæis og opinnar stjórnsýslu vinnur. Sé ekki ráðið án auglýsinga eins og mörg dæmi eru um þá er beitt klækjum til þess að "rétt fólk" sé ráðið. Allt fyrir opnum tjöldum eins og fyrirskipun ISG um ráðningu Más Guðmundssonar og eftirfylgjandi launamál hans. Skipun skilanefndanna, ráðningar bankastjóra. Allstaðar ný spilling tekin við af gamalli. Það er eina breytingin í kerfinu. 

Allt í stíl Machiavellis og "Cloak and Dagger" 

 


Hvaða hjáleið?

Ríkisstjórnin hamast nú við að finna staði fyrir lífeyrissjóðinn minn að setja mína peninga í.  Að vísu tel ég endurheimtumöguleika skárri við það að leggja þá í hraðbrautagerð en til að mynda  í rekstur Húsasmiðjunnar og Blómabúðar á Ísafirði.

Vaðlaheiðargöng fyrir lífeyrissjóðapeninga hafa þann galla jarðgangna úti á landi, að þau hafa aldrei neinar tekjur, því menn úti á landi borga aldrei veggjöld, sbr. Vestfjarðagöng, Héðinsfjarðargöng, Strákagöng, Eskifjarðargöng osfrv.  Hvalfjarðargöng eru sunnanlands og því er borgað veggjald þar.

Nú er einn möguleikinn sagður að láta lífeyrissjóðinn minn kosta breikkun Hellisheiðarvegar til Suðurlandsundirlendis.  Þá verða allir þeir sem veginn keyra að borga veggjald af því að þessi framkvæmd er hér sunnanlands.  Þetta með veggjaldið segir Möllerinn að sé að bandarískri fyrirmynd. Þar borga menn veggjald á expressvegum og turnpíkum og þykir ekki mikið.

En gleymir ekki Siglufjarðarflórgoðinn einu?  Það er alltaf hjáleið Í Bandaríkjunum ef þú vilt ekki borga veggjald. Hér skilst mér að Kristján ætli einfaldlega að girða Hellisheiðina af með tollhliði.  Þú ferð ekkert austur fyrir fjall nema að borga?

Ég spyr, hver verður hjáleiðin?  Um Siglufjörð, Austfirði, Vík og til Selfoss og Hveragerðis?


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband