Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
30.11.2011 | 18:09
Er of hættulegt að blogga?
hvarflar að mér þegar ég les um mál Gunnlaugs Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni, sem ríkisbubbinn ætlar að gera gjaldþrota fyrir að Teitur er ekki ánægður með hvernig Gunnlaugur komst yfir Kögun.
Ég er það ekki endilega heldur. En þori ég að blogga um það með reiði og peningavald Gunnlaugs yfir mér?
Og ég sem hélt að maður mætti skrifa um hugsanir sínar a blogginu. Það má ekki samkvæmt þessu. Ég hef fundið fyrir ýmsum hugsunum til dæmis um Halldór Ásgrímsson og trilluútgerðina hans, kótamál Skinneyjar, söluna á ÍAV, Finn Ingólfsson og Frumherja og fleiri slík mál tengd Framsóknarmönnum. En er óhætt að tjá hugsanir sínar á bloggi ? Er blogg ekki lengur farvegur hugsana heldur grundvöllur meiðyrða eins og frásagnir af málum Teits, Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar, sýna?
Má ég ekki hugsa illa um einhvern ákveðinn manna. Má ég ekki segja neinum þó ég hugsi illa um mann? Má ég ekki segja neinum frá því hvað ég er að hugsa? Get ég þurft að sanna það að ég sé ekki að hugsa tóma steypu? Og borga skaðabætur ef ég hugsa vitlaust? Og bera foreldrar mínir ábyrgðina fyrir að hafa fætt mig svo heimskan að ég hugsa skakkt um Gunnlaug Sigmundsson og fleiri?
Verðu maður að hætta þessu bloggi? Standa við hvert orð?
30.11.2011 | 17:47
Gaman að græða!
"Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum
Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 3,7 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Gróðinn hefur aukist mikið eftir hrun. Samanlagður hagnaður þeirra dróst lítillega saman í fyrra. Logos græðir langmest.
Viðskipti Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál.
Logos, stærsta lögfræðistofa landsins, er í algjörum sérflokki þegar kemur að hagnaði. Stofan hefur grætt um 1,5 milljarða króna á þessum tveimur árum. Stjórn Logos lagði til að 90% hagnaðarins í fyrra yrðu greidd út sem arður til 16 eigenda stofunnar. Gangi það eftir mun hver þeirra fá um 35,6 milljónir króna í sinn hlut vegna árangurs Logos í fyrra...."
BBA Legal hagnaðist næstmest þeirra stofa sem Fréttablaðið kannaði. Í fyrra skilaði stofan 252 milljóna króna hagnaði til viðbótar við þær 282 milljónir króna sem hún græddi árið 2009. Sam
anlagður hagnaður BBA Legal á árunum tveimur er því 534 milljónir króna. Eigendur stofunnar eru sex talsins. Þar af eiga tveir samtals 54% hlut.
Sú stofa sem skilaði þriðja mesta hagnaðinum var Lex lögmannsstofa. Hagnaður hennar í fyrra var 194 milljónir króna, sem var nokkru minna en árið áður þegar hún skilaði 291 milljón króna í hagnað. Á tveimur árum hefur Lex því halað inn 485 milljónir króna. Hluthafar Lex eru 17 talsins..."
Svo stendur í Fréttablaðinu.
En hverjir skyldu hafa borgað þetta ? Bara bankarnir hans Steingríms J..? Slitastjórnir ?
Eða félagsmenn í hagsmunasamtökum heimilanna? Fólk sem var gert gjaldþrota.
Hýenurnar éta leifarnar af föllnu dýrunum í Afríku.
30.11.2011 | 08:08
Sameinaðir stöndum vér
og sundraðir föllum vér.Gamalt spakmæli sem ef til vill er ekki svo vitlaust.
Maður er að reyna að átta sig á því hvað mál sameini þessa ríkisstjórn þegar maður les heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu frá valinkunnum stuðningsmönnum Vinstri Grænna um allt land. Tilefnið er að styðja við það að Jón Bjarnason landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra verði ekki rekinn úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem kennir sig til norrænnar velferðar og vinnur að inngöngu í ESB með samþykki formanns flokks Jóns.
Jón Bjarnason er á móti inngöngu í ESB og sýnir það bæði seint og snemma.Varla er honum láandi miðað við kosningastefnuskrá VG. Hann á því stuðning langt út fyrir raðir síns litla flokks bæði með varðstöðu um málefni landbúnaðarins og ESB málið gagnvart sjávarútveginum.
Þessu er öfugt farið um formann VG. Bæði af ýmsum ástæðum öðrum heldur en þeim að hann hefur ekki minnst á afstöðu sína til inngöngu í Evrópusambandið siðan í kosningunum 2009. Hann er ásakður um að ver óheill í þeirri afstöðu. Kosningaloforð kunna að vera létt í vasa hjá sósíalistum þar sem hin mikla hugsjón að baki þeirra réttlætir alla þá krákustiga sem fara verður að markinu mikla-Alræði Öreiganna.En VG á sér hugsjónalegan uppruna hjá kommúnistum sem fundu sig ekki í sama flokki og vinstri kratar.Eðli þessu samkvæmt telst það sigur að hafa getað hindrað öll stóriðjuáform til þessa án þess að nokkuð annað hafi komið í staðinn. Atvinnulífið til landsins er því í sömu sporum og fyrr.
Þessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til þess af fólkinu, að takast á við aðsteðjandi vanda.Sem var helstur að koma atvinnulífinu aftur af stað og taka á skuldavanda heimilanna, vegna stökkbreytinga í kjölfars kerfishrunsins.
Hefur hún staðið undir væntingum? Fullyrða má að skuldamál heimilanna séu að mestu leyti óleyst. Atvinnulífið til landsins er í svipuðum vandamálum og atvinnuleysið og landflóttinn er viðvarandi. Svávarútvegur og útflutningur ganga vel sem eðlilegt er við 100 % gengisfall. Gjaldeyrishöft og stórhækkaðir skattar eru viðvarand staðreynd.
Væntingar um breytingar sem þessi ríkisstjórn standi fyrir með einhverjum hætti eru þverrandi. Stuðningsmenn hennar eru hinsvegar duglegir að breiða út þá skoðun að hún verði að sitja vegna þess hversu núverandi stjórnarandstaða sé léleg. Líklega ber almenningur ekki mikið traust til núverandi Alþingis. Almenningur er heldur ekki trúaður á að af inngöngu í ESB verði.
Svo til hvers situr þá þessi ríkisstjórn? Standa vörð um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki frestað? Skapa tíuþúsund störf? Leysa skuldavanda heimilanna? Vera landsmönnum til skemmtunar? Halda í núverandi samsetningu Alþingis vegna þess að margir þingmenn muni ekki eiga afturkvæmt þangað?
En hvernig líður landsmönnum sjálfum þá? Eru þeir ánægðir með gang mála? Finnst þeim gaman að skemmtidagskrá ríkistjórnarinnar? Störfum núverandi Alþingis? Eða vilja gefa upp á nýtt?
Þarf ekkiað stokka uppá nýtt? Þarf ekki að sameina kraftana en hætta að toga sundraðir sitt í hvora áttina? Kjósa uppá nýtt?
29.11.2011 | 12:56
Getur einhver afsalað Íslandi?
eins og menn áfellast nú Ögmund Jónasson fyrir að hafa ekki samþykkt að hluta til. Er ekki kominn tími til að endurskoða allar reglur sem að slíkum afsölum lúta? Eru Samfylkingarmenn einhuga um að fordæma Ögmund ráðherra opinberlega fyrir að fara að lögum varðandi Nupo og Grímsstaði? Hvar er nú hin gamla stefna Alþýðuflokksins um að laust íslenskt land skuli vera í ríkiseign með sem mestum hætti eins og auðlindir í láði og legi? Hvað hefur breyst?
Hvað gengur Jóhönnu og Birni Vali þegar þau ráðast með slíku offorsi á samráðherra sína? Hvað eigum við að lesa útúr orðum Jóhönnu um málsmeðferð á frumvarpsdrögum Jón Bjarnasonar sem hann er búinn að vinna að lengi með vitund Jóhönnu Sigurðardóttur? Þekkja menn nokkur dæmi þess að samherjar fari fram með þessum hætti í ríkisstjórn eða jafnvel í stjórn almennra félaga nema í þeim tilgangi að láta skerast í odda?
Ég hélt að Ríkisstjórnin væri í umboði þjóðarinnar að reyna að vinna henni gagn. Koma menn auga á ávinning þess að ráðherrarnir deili svona opinberlega? Skapar þetta landinu traust útávið? Er þetta sú forysta sem þjóðin þarfnast mest á tímum atvinnuleysis og erfiðleika? Er þetta ekki bara raunalegt að horfa uppá þetta þegar fólk sem á að vera samherjar og hefur verið það lengi missir sig með þessum hætti eins og manni finnst Jóhanna og Björn Valur gera vegna starfa Jóns Bjarnasonar? Útaf engu finnst manni. Getur verið að ef til vill komum við bara ekki auga á það sem undir býr?
Ég er ekki í vafa að það er almennur þverpólitískur skilningur á því að fara varlega og varlegar en verið hefur í því að selja land til útlendinga sem hafa ólík viðhorf en innlendir menn til landsnota. Sama hvaðan þeir koma. Er rétt að einkaeignarhaldi á keyptu landi í Kína ljúki ávallt eftir 70 ár? Menn geti ekki selt land til lengri tíma. Mig myndi ekki undra nauðsyn slíks þar.
Jarðalög og ábúðarlög íslensk eru ótvíræð um vilja okkar sjálfra til þess að halda landi í búskap og nytjum. Væntanlega vegna innlendra sjónarmiða fremur en útlendra. Ekki leist mönnum í þá daga á að gefa kónginum Grímsey þótt útsker væri.
Er ekki meginstefið að einnni kynslóð Íslendinga sé hreinlega ekki heimilt að gera neinar þær ráðstafanir með land og landgæði sem rýrt getur þjóðareign komandi kynslóða þjóðarinnar? Það geti enginn selt fiskimiðin. Það geti enginn gefið Grímsey. Það eigi enginn Ísland nema Íslendingar saman.
Það getur enginn afsalað Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2011 | 16:20
Erum við sjálf ekki óvinurinn?
sem fólkiinu vinnur tjónið? Þessa fólks sem telur sig Íslendinga og allir þykjast bera fyrir brjósti. Erlendar kreppur og aflabrestur á miðum eru smámál miðað við það við sjálfir höfum á okkur unnið. Hvað forystumenn launþega, sem kalla sig aðila vinnumarkaðarins á móti samtökum vinnuveitenda, hafa unnið mikið tjón í þessu þjóðfélagi.
Mörg þúsund prósenta taxtahækkanir launa hafa iðulega skilað minnkun kaupmáttar og eyðilagt sparnaðinn í þjóðfélaginu með þvílíkum hætti að íslenska krónan er til háðs og spotts þegar hún er borin saman við dollarann og dönsku krónuna. Við horfum á það með opnum augum hvernig fáeinum ljósmæðrum eða flugumferðarstjórum, sem ríkið hefur veitt menntun sina ókeypis geta tekið þjóðina í gíslingu og haft sjálfdæmi um kjör sín. Kennarar taka börnin í gíslingu og komast upp með segja að þau skuli fyrr aldrei læra að lesa en þeir fái sinum kröfum fullnægt. Rafiðnaðarmenn hóta að slökkva á virkjunum landsins ef þeir fái ekki þær taxtahækkanir sem þeir vilja. Og til viðbótar heimta þeir að fá að ganga í ESB og taka upp Evru. Hvar er þjóðræknin, hvar er þjóðarstoltið? Hvar er virðing þjóðarinnar utan 17, júni?
Þetta er kallað samningsfrelsi á vinnumarkaði. Svo er stunduð stjórnmálastarfsemi í landinu sem er algerlega vanmegnug gegn þessu liði. Ráherrar ráða ekki við neitt. Þetta er svo galið kerfi, að stöku hópar geti tekið sig úrúr og knúið fram hækkanir verðlags að vild með gíslatökum og skemmdarverkum til fjárkúgunar af saklausu fólki að ekki er hægt að tala um það. Enginn má vinna nema vera neyddur í verkalýðsfélag. Atvinnurekanndi er látinn sverja að taka ekki utanfélagsmenn í vinnu. Það er einokun starfa fyrir opnum tjöldum.
Þessir svokölluðu verklýðsforingjar okkar eru drifkraftur verðbólgunnar sem ekkert stjórnmálaafl hefur geta tjónkað við. Ekki fyrr en þeir Guðmundur Jaki og Einar Oddur, sinn af hvorum vængnum, tóku höndum saman1989 og fengu þjóðina til að staldra við í vitleysunni. Þeir töluðu þjóðina inn sitt band og stjórnmálamenn gengu í lið með þeim nauðugir viljugir. Það voru gerðir samningar af viti, sem samstundis þurrkuðu út óðaverðbólguna sem þá ríkti. Að vísu kom kreppa beint í kjölfarið sem gerði mörgum erfitt fyrir. En í heild varð hlé á vitleysunni og í hönd fóru ein góð 12 ár. Með hjálp EES og Schengen misstum við svo tökin á fjármálakerfinu og mörgu öðru og það fór eins og það fór.
Nú eru víðast komnir til valda í þjóðfélaginu efnahagslegir örvitar og er þar víðast enginn kollurinn öðrum hærri. Það eru gerðir "kjarasamningar" sem allir sjá að standast ekki. Þess vegna stefnir allt lóðbeint niðurávið með krónuna okkar. Það er svo heimskara en tárum taki að þetta sama lið talar um að taka upp einhvern alvöru gjaldmiðil sem okkar eigin! Krónan okkar sé ónýt og svo framvegis! Hvernig dettur þessu fólki þetta í hug þegar það er ekki tilbúið að breyta sjálfu sér hið minnsta? Jafnvel þó að það teljist með fullu viti dags daglega þá virðist því ljúka þegar kemur að svokölluðum kjaramálum á vinnumarkaði. Hafi einhver unnið tjón á þessari krónu okkar þá eru það stéttarfélögin og engir aðrir. Krónan er saklaus og hlutlaus.
Þjóðin virðist ekkert hafa lært upp til hópa. Hver samtökin af öðrum eru tilbúin til Jihads, heilags stríðs, gegn restinni af þjóðinni. Og þegar sá fyrsti hefur fengið sínar óskir uppfylltar þá tekur sjálfsvörn þess næsta við.
Engin stjórnmálaöfl ráða við þetta. ASÍ þegir meðan Samfylkingin er í stjórn. Komi Sjálfstæðisflokkurinn til valda þá er í lagi að hefja kjarastríð. Svona er þetta bara hjá þessu liði sem kallar sig íslenska þjóð. Ber ekki virðingu fyrir neinu, hvorki fánanum né sjálfri sér.Hún lærir aldrei af mistökunum. Og hún hefur heldur ekki lært neitt af hruninu þegar hún horfir á útrásarvíkingana fá afhent til baka hvert vígið af öðru, hvert og vogunarsjóðirnir útlensku eins og Bæjarins Partners,Borgartún Associates, Geysir Advisors, Grindavík Fund, Gullfoss Partners, Keflavik Associates, Laugavegur Partners, Silfra Fund, og Sóltún Partners reka Aríonbanka og Íslandsbanka íslenskum heimilum og Steingrími J. SIgfússyni til tímanlegrar dýrðar.
Við erum eiginlega ekki þjóð í raunverulegum skilningi heldur samsett af óaldarflokkum. Hreint ekki svo frábrugnir þeim á Sturlungaöld sem börðust með grjótkasti um völd og áhrif. Alveg eins og þá, eru sterkar raddir um að gagna erlendum konungi á hönd vegna þess að við erum uppgefnir á sjálfum okkur.
Óvinurinn er meðal okkar. Hann er eiginlega þú og ég grannt skoðað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2011 | 11:30
Er allt sem sýnist?
varðandi gósenlandið Noreg?
Einn vinur minn var að koma heim eftir stutta heimsókn þar. Í Noregi er smjörlaust. Smjörið er skammtað í búðunum. Þeir fara til Svíþjóðar að kaupa smjör sem er líka skammtað þar. Þeir fá ekki smjör hjá Dönum og ekki Finnum. Það snýst allt um olíuna.
Og með olíuna þá var norski sjóðurinn að viðurkenna að hann hefði tapað stjarnfræðilegum upphæðum á bandarískum húsnæðisvafningum. Mega skandall og sjóðstjórarnir þá ekkert betri en okkar lífeyrissjóðafurstar sem töpuðu okkar lífeyri? Hann sagði mér frá dæmi úr skólanum þar sem dóttir han kennir. Sami innkaupalistinn hafði hækkað um 22% á einu ári. Dýrtíðin er svakaleg. Þrjár pítsur kosta 14.000 kall. Strigaskór 40.000. Annað eftir þessu.
1500 velmenntaðir Íslendingar væru nýkomnir til landsins. En það væru líka komnir 15000 Svíar og 180000 Pólverjar og mikið af allskyns asýlöntum. Olían sogar allt til sín. Enginn fæst til landbúnaðarstarfa. Nýleg pappírsverksmiðja lokaði og 400 misstu vinnuna. Ósamkeppnisfær við Svíþjóð. Og skógarbændurnir standa uppi með óseljanlegan skóg. Hvað á að gera við timbur? Hvað á að gera við bændur?
Vitum við Íslendingar ekki, að þegar einn iðnaður sogar til sín vinnuafl eins og bankarnir okkkar gerðu nýverið, þá færst enginn í önnur störf. Og verðbólgan heldur innreið sína. Þetta gætum við alveg kennt Norðmönnum.
En ástandið er ekki að batna hér fyrir þetta. Við höldum áfram á helvegi hafta og kommúnismans í atvinnumálunum, leyndarhyggju og pukri, upphlaupum í stað orða og gjörða.
Það er kannski ekki allt sem sýnist?
27.11.2011 | 18:51
Hvor er köttur?
Jón Bjarnason eða Björn Valur Gíslason þingflokksformaður Vinstri grænna sem gagnrýnir vinnubrögð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í tengslum við drög að nýju kvótafrumvarpi.
Aðspurður um stöðu Jóns sem ráðherra svarar Björn Valur: Þetta er eins og með vinnubrögðin, hans staða hlýtur að vera jafn vond. Við það bætir Björn. Það hlýtur að vera erfitt að vera í þeirri stöðu að vera að vinna framhjá sínum eigin þingflokki og þingmönnum. Hann rétt eins og er gegnir trúnaðarstörfum í umboði þingflokksins.
Er Jón Bjarnason orðinn að lús milli tveggja nagla? Lítið kattarlegur ef svo er? Eða er ann bara köttur á heitu blikkþaki? Skyldi þá Björn Valur vera orðinn uppáhaldskisan hennar Jóhönnu? Breima köttur með níu líf eins og Jóhanna lýsir stjórninni sinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2011 | 14:27
Bravó fyrir nýjum jarðgöngum!
sem "Grasrótarsamtök um gerð Norðfjarðarganga tekur fyrstu skóflustungurnar að göngunum í dag. Með þessu vilja þau senda skilaboð til ráðamanna um að Norðfjarðargöng þoli enga bið. Lengi hefur staðið til að gera ný göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Núverandi göng um Oddskarð, eru einbreið og í þeim er blindhæð. RÚV"
Sjálfsagt! Veggjald borgar þau upp á einhverjum tíma. Gröfum göng í gegnum Vaðlaheiði, til Norðfjarðar og svo Seyðisfjarðar og öll í einu. Veggjöld borga göng, svo einfalt er það.
Bravó! Strax!
27.11.2011 | 14:11
Hriktir?
eða eru þetta bara traustabrestir?
Kristján Möller var ekki hress með framgöngu Ögmundar í Nupo málinu. Eignlega grjótfúll.
En svo kom Jóhanna sjálf í RUV í hádeginu og gaf Jóni Bjarnasyni breiðsíðu úr af sjávarútvegsfrumvarpinu hans. Ef Davíð hefði einhverntíman tekið svona til orða um samráðherra sinn hefði Egill Helgason líklega þegar verið kallaður til með álitsgjafa sína til að fjalla um þessi orð og afleiðingar þeirra.
Skiptir engu máli lengur hvernig forsætissráðherra landsins hagar orðum sínum í garð ráðherra sinna? Er það af því að þeir séu einhverskonar kettir sem verði að smala með mismunandi aðferðum?
Ég kann víst ekki lengur að þekkja í sundur traustabresti og aðra bresti. En allvega heyrðist mér detta svartur ullarlagður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
þegar manni virðist að Ögmundur sé búinn að valda Jón Bjarnason, þannig að Steingrímur er í vanda, hafi hann fengið leiðbeiningu frá Jóhönnu um að hún óski eftir öðrum ráðherra frá VG.
Þetta kallar svo á meiri vanda því Lilja bíður með opnn faðm að hugga þá hrjáðu. Nú verða menn að spyrja sig, hvernig lítur Hreyfingin á atburðina. Og svo dökki hesturinn, Framsókn með Sigmundi Davíð?
Þetta skeður einmitt þegar Steingrímur ætlar að fara að leggja fram fjárlagafrumvarpið.
Erum við að lifa áhugaverða tíma eins og Kínverjar segja?