Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
15.12.2011 | 22:14
Er Alþingi með móral?
Á bloggi Skafta Harðarsonar í okt.2010 stóð þetta:
" ..Þeir fjórir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á Geir H. Haarde og á móti ákæru á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur komast á spjöld sögunnar fyrir ótrúlega hræsni, yfirdrepsskap, tvöfeldni og óþverraskap.
Þetta voru þau Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason.
Í alvörumáli leika þau sér að orðstír fólks og örlögum. Nú verður líf Geirs Haarde undirlagt þessum málaferlum í tvö ár ofan á allt sem hann hefur mátt þola..."
Nú er Alþingi að hugleiða að fella málið gegn Geir niður. Er það vegna þess að málið er eiginlega ónýrtt af því að meginhluti þess féll um sjálft sig?
Eru sinnaskiptin vegna þess að framangreind stórmennin sem að þessu stóðu sjá sitt óvænna og reyna núna að láta sig hverfa með reyknum þegar þau sjá fram á ósigur fyrir Landsdómi? Hvar er núna sorgin í hjartanu hjá Steingrími?
Er það ástæðan fyrir því að Alþingi er með móral?
15.12.2011 | 22:03
Amina bint Abdel Halim Nassar
var hálshöggvin fyrir galdra í Saudi Arabíu á mánudaginn eftir ákæru frá trúarlögreglunni.
Hvað ætlar Arabavinurinn Össur Skarphéðinsson að gera í þessu? Hvernig starfar réttarfarið í nýja vinaríkinu Palestínu?
Amina bint Abdel Halim Nassar.Hálshöggvin fyrir galdra í viðskiptalandi Vesturlanda.
15.12.2011 | 08:27
Hvað svíkurðu fyrst?
hverju lýgurðu mest?
Næsta kosningabarátta hefur þegar verið hönnuð til hagræðis fyrir andstæðinga Steingríms J. Sigfússonar og VG. Aldrei í samanlagðri stjórnmálasögu Íslands hefur einn forystumaður og einn flokkur svikið meira af grundvallarkosningaloforðum sínum.
"Skylt er að tryggja vaxandi hópi aldraðra mannsæmandi kjör og aðstæður til að taka virkan þátt í samfélaginu. Gera verður átak til að stórbæta kjör og allar aðstæður öryrkja."
"Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði."
"Forgangsverkefni er að 40 stunda vinnuvika dugi til eðlilegrar framfærslu þannig að tryggja megi fulla atvinnu og rjúfa vítahring lágra launa og vinnuþrældóms. "
"Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi."
"Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of. "
""Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum."
Blómleg norræn velferðarstjórn er markmiðið þangað sem meira en 6000 Íslendingar hafa fengið að hverfa til sem afleiðing af stjórnarsetunni.
Spurningin verður einföld:
Hvað svíkurðu fyrst ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2011 | 23:08
Beðið eftir slysi
á vestari akrein á Arnarnesvegi sem liggur fram hjá Roðasölum 1 í Kópavogi. Þar teygja sig furðulegar eyjar inn í akreinina sem erfitt er að sjá tilgang í og maður er ekki meira en svo viss um að sleppa við þær í myrkrinu. Og nú í skammdeginu skapar götulýsingin sem er aðeins vestan megin við götuna villuljós og blindu á vestari akreininni.
Ég er eiginlega hálfnervös að keyra þarna í myrkrinu og vondu skyggni. Það væri ekki gott að sjá dökkklædda veru á ferð. Svo er þetta fínt þegar maður nálgast hringtorgið fína við Versali
Er ekki hægt að laga þetta áður en það verður of seint?
Þarf að bíða eftir slysi?
14.12.2011 | 08:15
Komdu ef þú þorir
virðist Árni Páll segja við Jóhönnu.
"Ekki var hægt að skilja Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Silfri Egils síðasta sunnudag, með öðrum hætti en að hann sé ágætlega sáttur við að hverfa úr ríkisstjórn. Hann brosti sínu breiðasta, tók til varna fyrir Jón Bjarnason en varaði við að Steingrími J. Sigfússyni yrði færð of mikil völd.
Árni Páll hefur áttað sig á því að það væri pólitísk gæfa ef Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tæki þá ákvörðun að fórna honum til þess eins að bola Jóni Bjarnasyni hinum óþekka ráðherra úr ríkisstjórn. Með því fái hann nýtt tækifæri til að sækja fram sem forystumaður Samfylkingarinnar."
Svo segir á T24 hjá Óla Birni.
Þessi skæra stjarna fyrrum Alþýðubandalagsins virðist ekki hafa tapað trúnni á "Brinkmanship" kaldastríðsins. En það var nokkurskonar komduefþúþorir stefna. En er ekki Árni um leið búinn að valda Jón Bjarnason með þessu og var hann þó valdaður fyrir af Ögmundi. Þetta kemur í veg fyrir frekari framsókn Steingríms í Machtpolitik hans yfir efnahagsmálunum. Jóhanna verslar ekki við hann með þetta allt opið.
Ríkisstjórnin fetar flughála stigu og verður fyrir vikið enn afkastaminni og árangurslausari fyrir þjóðina í því að gera nokkurn skapaðan hlut. Gersamlega ónýt til neins nema hækka skatta og skipta skortinum milli manna. Ekkert framtak í neinu sem byggir upp. Forsætisráðherra sem segir tölur um landflóttann byggðar á miskilningi.
Pólitíkin viðist byggjast upp á því einu að segja við samráðherra sína:
Komdu ef þú þorir!
13.12.2011 | 22:43
Fjármál stjórnmálaflokka
fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega er allt grunsamlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur styrki eða einstakir frambjóðendur flokksin eru duglegir að sníkja.
Þegar upplýstist að flokkurinn hefði fengið drjúga peninga frá ljótum fyrirtækjum Björgólfa og Baugs svo og að Guðlaugur Þór hefði fengið drjúgt frá sömu aðilum, þá varð allt vitlaust í herbúðum vinstrimanna því þeir þóttust vera heilagir að vanda. Annað kom svo í ljós.
Ungur formaður Sjálfstæðisflokksins tók þessum árásum óstinnt og sagði flokkinn myndi skila styrkjunum, sem margir flokksmenn voru ekki ánægðir með. Enda voru skilin kannski örðug þar sem flestir styrkjendur voru komnir á hausinn eftir útrásina.
Samfylkingin þurfti ekkert að forsvara sína styrki, hvað þá talaði hún um að skila þeim í fjölmiðlum. En vitað er um meðal annars þessa styrki árið 2006:
FL GROUP hf
3.000.000
FL GROUP hf
5.000.000
Baugur Group hf
. 5.000.000
Dagsbrún
. 5.000.000
Íslandsbanki hf
5.500.000
Exista hf
3.500.000
Kaupþing hf
. 11.500.000
Landsbanki Íslands hf
. 8.500.000
Af þessu var engu skilað sem rétt er.
Fyrir liggur nú að það er búið að veðsetja Valhöll vegna fjárskorts hjá flokknum. En Alþýðuhúsið hf og Sigfúsarsjóður sjá Samfylkingunni fyrir húsaskjóli og eitthvað ættu þeir að eiga til af þessum aurum öllum.
Það er umdeilt hvort stjórnmálaflokkar eigi að njóta opinberra styrkja.Margir Sjálfstæðismenn eru á móti því og telja að flokkarnir eigi sjálfir að afla sér fjár með auglýsingum, gjöfum og styrkjum. Við horfum á smáklofningsflokka á þinginu bítast á um krásirnar og ekki finnst öllum jafnt skipt frekar en Silfri Egils.
En eigi flokkar að sjá um sig sjálfir þá eiga þeir heldur ekki að vera með opið bókhald heldur eru fjármálin einkamál. Fólk getur gjaldfært auglýsingareikninga frá flokkunum án vsk, en Skattstofuna á ekki að varða hætishót um annan rekstur saumaklúbba eða stjórnmálaflokka. Greiði flokkarnir laun þá skila þeir gjöldum, kaupi þeir af verktökum telja þeir sjálfir fram.
Séu flokkarnir á opinberu framfæri þá er það uppi á borðinu hvað þeir fá. Annað varðar heldur engann um. Það var fáránlegt að gera stjórnmálaflokka bókhaldsskylda yfirhöfuð. Þetta eru frjálsir félagsskapir fólks eins og fleiri og um fjármál þeirra varðar óviðkomandi ekki neitt.
13.12.2011 | 07:55
Segjum upp Kyoto bókuninni
eins og Canada:
"Peter Kent, umhverfisráðherra Kanada, tilkynnti í gærkvöld að Kanada ætli að segja sig formlega frá Kyoto-bókuninni um niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda.
Kanada verður fyrsta ríkið til að segja sig frá bókuninni frá því að hún var samþykkt árið 1997. Kent sagði að bókunin væri ekki lausn á loftslagsvandanum á heimsvísu, ef nokkuð væri hún Þrándur í Götu. Rétta leiðin væri að gera nýjan, lagalega skuldbindandi samning þar sem öll þau ríki, sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum, væru með, en gerði um leið kleift að halda uppi hagvexti.
Kanadastjórn féllst á sínum tíma á að skera niður losun á koltvísýringi þannig að losunin á næsta ári yrði 6% minni en árið 1990. Losunin hefur þess í stað aukist um 35%. Kent sagði að með því að nýta sér lagalegan rétt sinn til að segja sig frá Kyoto-bókuninni slyppi Kanadastjórn við að greiða himinháa sekt. Sektin hefði orðið allt að 14 miljarðar dollara, eða sem svarar næstum 200 þúsund krónum á hverja fjölskyldu í Kanada."
Af hverju erum við að leggja á okkur að kaupa losnarheimldir ef við þurfum þess ekki?
Segjum samkomulaginu upp eins og Canada enda er þessi gróðurhúsaumræða alveg eins byggð á sandi eins og vísindalegum sönnunum.
13.12.2011 | 07:50
Hlustið á Farage
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=vXsk0jroOog#! verja Cameron
Hlustið svo á ræður Evrópusinnanna um einangrun Bretlands.
Farage fer yfir það hvernig EES samningurinn færir mönnum kostina af samstarfinu við ESB án þess að færa því ókosti fisveiðistjórnunarinnar, hvalveiðabanns,og fleira og fleira.
Þetta er örstutt en skilmerkilegt hjá Farage eins og hans er háttur.
13.12.2011 | 07:41
Uppskipting RARIK var óþörf
í Orkusöluna að því að Eiríkur Hjálmarsson upplýsir í Morgublaðinu í dag:
"Ársreikningar Orkuveitunnar sýna aðskilin uppgjör raforkusölu, raforkudreifingar, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Engin íslensk rafveita er af þeirri stærð að hún heyri undir tilskipun Evrópusambandsins um aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisþátta í sitthvort fyrirtækið.
Ríkisvaldið ákvað árið 2007 að gera ríkari kröfur um uppskiptingu raforkufyrirtækja hér á landi en Evrópusambandið gerir.
Verðlagning á orkumarkaði sætir eftirliti ríkisvaldsins - Orkustofnunar, Samkeppniseftirlitsins og iðnaðarráðuneytisins."
1.Vilja RARIK og Orkusalan vinsamlegast upplýsa þróun raforkuverðs í Bláskógabyggð miðað við hvað sem er, brenniivín, bensín, launavísitölu,byggingavísitölu sem sýna mér fram á að notandinn borgi lægra raforkuverð eftir uppskiptinguna en fyrir hana?
2.Og líka má upplýsa hversvegna skiptingin var framkvæmd, sjónarmið hvors fyrirtækisins fyrir sig en ekki samræmda skoðun. Þetta eru jú sjálfstæð fyrirtæki var það ekki tilgangjurinn?
3. Líka starfsmannafjölda hvors fyrirtækis fyrir og eftir uppskiptin.
4 Hvaða hagræði hef ég sem neytandi haft af uppskiptingunni?
5. Vélknúinn ökutækjafjölda fyrir og eftir.
6. Hver fyrirskipaði upskiptinguna.
Ég hef nefnilega ekki rekið mig á annað en að uppskiptingin hafi verið óþörf hvað mig snertir og mína fjölskyldu eins og Ragnar Reykás sagði.
En þið lesið líklega ekki vesæl blogg.
12.12.2011 | 23:08
Sekir en ekki sýknir
eru þeir Baugsmenn sem voru sakfelldir í skattamálinu í Héraðsdómi. Ákæruvaldið klúðraði enn einu sinni þannig að þeim var ekki dæmd refsing.
Það er heldur fyndið þegar Jakob Möller verjandi þeirra segir að þetta sé eiginlega sama og sigur. Ef Íslendingar tapa fyrir Dönum 14:2 þá er það tap en ekki hérumbil sigur.
Að vísu fer málið til Hæstaréttar en breytir það einhverju? Er ekki fyrning fyrning en ekki hérumbil fyrning? Alveg eins og sakfelling er sakfelling en ekki hérumbil sýkna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko