Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
31.3.2012 | 12:33
Áfram niður
með lífskjörin. áfram með höftin, áfram með ringulreiðina. Hlustum áfram á Alþingi vort með sínni sundurþykku samsetningu ræða sín hjartans mál. Horfum á ný forsetaframboð sem leiða hugann frá hörmungunum, kosningar um stjórnarskrá og umræður um áhrif virkjana á laxagengd í Þjórsá eins og þjóðin lifi lengur á laxveiðigróða einstakra bænda en megawöttum fyrir milljónir manna. Engar vatnsaflsvirkjanir á næstu árum er lokahnykkur gjafa þessarar ríkisstjórnar og fagnaðarerindis fyrir land og lýð.
Ég horfi á landflóttann með skilningi. það er ekki furða að fólk gefist upp og nenni ekki að hanga yfir þessu. Við erum þjóð í hafti og fjötrum kommúnista sem hafa ekki önnur úrræði í efnahagsstjórn en að skipta skortinum einum.
Hvernig ætli kosningaloforðalisti Steingríms og Jóhönnu muni líta út? Hvað verða margir sem trúa? Vafalaust mun þeim verða tíðræddara um fortíð Sjálfstæðisflokksins og vafninga hans eða peninga Sigmundar Davíðs og pabba hans, kvóta Halldórs heldur en framtíð þjóðarinnar. Spurning hversu margir setja fortíðin ofar framtíðinni?
Vonandi eru lýðræðisöflin og þjóðrækið fólk farið að starfa eins og skuggaráðuneyti sem undirbúa byrjun virkjanaframkvæmda í neðri Þjórsá samfara nýjum orkufrekum iðnaði. Á fyrstu viku nýs þings verður vonandi öllum ráðstöfunum kommúnistastjórnarinnar sópað burtu í allri stjórnsýslunni, og nýtt fólk sett inn í nauðsynlegar lykilstöður. Slétað yfir öll unnin skemmdarverk stjórnarinnar og tekið til hendinni í að reyna að byggja þetta land upp og lýðinn sem þar þraukar ennþá.Og stjórnarskráin látin víkja fyrir öðru nauðsynlegra.
Ekki bara áfram niður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2012 | 14:28
Tær snilld
birtist í grein Sigurðar V. Sigurjónssonar læknis í Mbl. í dag.
"
Hjörleifur Stefánsson arkitekt reit góða grein í Fréttablaðið 4. febrúar sl. Þar stakk hann upp á að Perlan yrði gerð að Náttúruminjasafni Íslands. Perlan væri tákn Reykjavíkurborgar með fögru útsýni. Þaðan séð væri fjallahringurinn ægifagur. - Það er furða að ekki skuli vera komin fyrir löngu skilti á svalir staðarins sem lýsa tilurð þessa hrings.
Skoðum fyrst mynd í norður - síðan mynd í suður.
Fjallasalur norðursins segir sögu síðustu ísaldar, sl. 3 milljónir ára. Vestast er Akrafjall, en efst á því er jökulberg, Rauðrönd, menjar fyrsta víðfeðma ísaldarjökulsins. Þetta er við mynni Hvalfjarðar, en báðum megin eru nú fornir skriðurunnir sjávarhamrar. Í Kollafirði, sunnan mynnisins, er askja megineldstöðvar sem kennd er við Kjalarnes. Aðeins sunnar, austar og nær í tíma eru leifar öskju í Viðey og í Vatnagörðum. Varmi sem enn er í iðrum eldstöðva í nágrenni Reykjavíkur yljar nú hjartarætur íbúanna í gegnum Hitaveituna. - Akrafjall sjálft er 3-5 milljóna ára gamall blágrýtisstafli, hraunlög frá síðasta hluta tertíer-tímans. Skarðsheiði er sama eðlis, en hraunlögin þar eru runnin frá megineldstöð Hafnarfjalls.
Á síðustu jökulskeiðum ísaldar (síðustu hundruð árþúsundin) hefur falljökull grafið hratt á bak aftur þann Hvalfjörð sem við þekkjum. Köld tunga skriðjökuls hans hefur oft legið við munnopið og sleikt út um, eins og sjá má merki um þar. Ávöl austurhlíð Akrafjalls og v-laga dalverpi, sem hangir þar niður undir þessa nú horfnu tungu, segja sína sögu. Þarna við mynnið sjáum við glímuvang Ægis og hrímþursa. Sunnan í Skarðsheiði hanga líka u-laga jökuldalir, grafnir af litlum skriðjöklum niður að meginjökli fjarðarins. Á efra borði þessa fjalls og Esjunnar eru leifar eldri ósýnilegs dalbotns hangandi hátt yfir firðinum. Sennilega nær sá rofflötur hraunfletinum sjálfum sunnar í brún Kistufells. Austar er ávöl bunga Skálafells, en þar hefur jökull gengið yfir andstætt flötum láréttum kolli Kistufells. Þar á milli eru bleikir Móskarðshnjúkar, ljósgrýtisinnskot eins og síðustu andvörp megineldstöðvarinnar í Stardal. Nú liggur Mosfellsdalur í gegnum öskju hennar, grafstóna. Ung grágrýtishraun frá Mosfellsheiði þekja svo dalbotninn og ná vestur út í sundin, en þar stendur Reykjavíkurborg og perla hennar.
Frá rekbeltinu Þingvellir-Hengill að títtnefndu mynni Hvalfjarðar eru 30 km og 3 milljónir ára (elst vestast). Hér birtist því »freðið« landrekið, kjölfar Ameríkuflekans sem rekur í vestur einn cm á ári. Þetta staðfestir m.a. aldur bergs vestast í Esjurótunum, 3 milljónir ára.
Í sjávarhömrum SV-Esjunnar er bláleitt hverasoðið móberg með kalkspati (þverskorinn hryggur), myndað í jökli kuldaskeiðs fyrir 2,5 milljónum ára (kalksteinn þaðan var brenndur þar sem nú er Kalkofnsvegur) með sprungusveimi tengdum Kjalarnesseldstöðinni. Eldvirknin hefur svo haldið þar áfram næsta hlýskeið og drekkt móberginu með hraunlögum sínum. Nú birtist þetta sem móbergsfjall innan í Esjunni.
Þegar horft er til suðurs út á Reykjanesskaga sést vel sama fyrirbæri gerast í nútíma. Hvernig móbergstindar síðasta jökulskeiðs eru að hverfa undir hraunbreiður síðustu 10 þúsund ára. Af tindi Trölladyngju sér sumstaðar á koll þeirra í óbrinnishólmum niðri á hraunsléttunni.
Úti við Reykjanestá (=hæl) gengur »Miðgarðsormur«, mið-Atlandshafshryggurinn á land og hlykkjast skástígur þvert norður yfir landið og stingur sér síðan niður í hafið við Öxarfjörð, þó eigi hauslaus.
Reykjanesfjallgarður er líka leiksvið elds og íss. Þar rísa móbergshryggir myndaðir í jökli ísaldarskeiða og móbergsstapar með hraunskjöldum sínum á kollinum, til marks um hæð jökulsins. Þar er Langahlíð, samsettur stapi krýndur nútímahraunum sem hvíla á grágrýtisskildi sem liggur síðan á jafngömlum móbergs-sökklinum. Lögun fjallsins gefur góða hugmynd um legu og lögun skriðjökulsins sem faðmaði fjallið. Svipaður skjöldur eða lag er einnig ofarlega í Vífilsfelli og Bláfjöllum, en ofan á því liggur lægri móbergshryggur. Kannski jafnaldra berginu neðan við og sýnir þá hlé sama goss, sbr. Hlöðufell.
Lengst í austri er svo helgasta vé Fjallkonunnar, Þingvellir. Þar eru rætur landsins, berggrunnsins og menningarinnar sem á honum hvílir. Þar fæddist landið, Alþingi, lögin og kristnin. Þar fæddust líka sumir inn í nýjan heim. Og yfir Þingvöllum gnæfa Botnsúlur, leifar af stapa svipuðum ungri drottningu öræfanna, Herðubreið. Þar hafa hrímþursar aðeins bitið í skjaldarrendur, en förin eru dýpri og ná inn að miðju í Botnsúlum. Þær, eins og fjöllin sitt hvorum megin Hvalfjarðar, hafa lyftst í upphæðir og hvort tveggja vegna affergingar við rof. En þær tróna líka á upplyftum vesturbarmi sigdals vallanna.
Máðir grágrýtisskildir Mosfellsheiðar og svæðisins vestan Hengils greinast illa, en Reykjavíkurborg að meðtalinni Öskjuhlíð stendur á slíkum dyngjuhraunum. Öskjuhlíð var lítil eyja í lok síðasta ísaldarskeiðs, enda jökullaust landið þá ekki fullrisið undan fargi hans. Lábarið grjót hinnar fornu fjöru og skeljar í leirsteini Skerjafjarðar (Fossvogslögin) segja þessa staðbundnu sögu. Sömu sögu segja lábarðir hnullungar skersins, sem Kópavogskirkja stendur á.
Langt í vestri úti við sjónarrönd rís svo eldkeila á besta aldri, megineldstöðin Snæfellsjökull.
Hvergi í heiminum er boðið upp á slíkt sjónarspil. Þar yrði sýning íslenskrar náttúru úti og inni, nær og fjær.
Ekki má láta þetta tákn Reykvíkinga, og raunar allra Íslendinga, í hendur blindra svokallaðra fjárfesta, sem virðast lítið skynbragð hafa á annað en fé er - það yrði hneyksli. Sjá andanna menn við Reykjavíkurtjörn aðeins »guðslambið«? Á að fórna því, þar sem stutt er til páska, fyrir skammlíft silfur?
Ef þetta djásn er á leið á krossinn, eigum vér að gerast musterisriddarar og reka þessa kauphéðna út úr helgidóminum, musteri náttúrunnar, harðri hendi.
Gerum Perluna að náttúruminjasafni íslensku þjóðarinnar!"
Það þarf snilld til að skrifa svona um jarðfræði Íslands sem Sigurður læknir gerir. Hversu þægilegra væri ekki að lesa námsbækur sem væru skrifaðar af svona tilfinningu?
Ég mátti til að vekja athygli á þessari tæru snilld fyrir þá sem ekki lesa Moggann þó þeim fari nú aftur fækkandi með vaxandi brambolti ríkisstjórnarinnar.
30.3.2012 | 00:08
Bravó Jón Gunnarsson !
þú sagðir það!
"Þegar lýðræðið og kommarnir rekast á þá skal lýðræðið víkja."
Þannig hugsa kommúnistar og hafa alltaf hugsað. Og þannig hugsa þeir í ríkisstjórn Íslands sem er að meirihluta skipuð kommúnistum fornum og nýjum, þó þair hafi málað yfir nafn og númer að hætti landhelgisbrjóta.
Þetta var rétt Jón Gunnarsson. Enda heyrðust ýlfrin í ríkisstjórnarliðinu þegar orðin féllu svona til að undirstrika að sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Bravó Jón Gumnarsson!
29.3.2012 | 22:15
Fáránleiki
Í dag hefur staðið umræða um vitlausustu þingsályktunartillögu sem nokkru sinni nokkrum hefur dottið í hug að leggja fyrir heila þjóð.
"Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní 2012.
Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
1. Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Merktu í reitinn fyrir framan þann valmöguleika sem þú kýst.
* Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga.
* Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
* Tek ekki afstöðu.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði Já Nei Tek ekki afstöðu
1. náttúruauðlindir lýstar þjóðareign ?
2. ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er ?
3. persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?
4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?
5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera?
* 10%
* 15%
* 20% "
Hvað er náttúruauðlind? Norðanvindurinn ? Sunnanvindurinn? Rigningin? Sjávarföllin? Sólin? Á Jóhanna Sigurðardóttir að ráða sólinni í umboði islensku þjóðarinnar?
Allt kraftar náttúrunnar sem virkjaðir eru til orkuvinnslu.
Laxveiði í Kjarrá? Hver á að selja veiðileyfin? Geysir í Haukadal? Hver á tekjurnar af komu ferðamanna að Gullfossi og Geysi?
Hvað er Persónukjör? Eru útstrikanir persónukjör? Eru prófkjör flokka persónukjör? Til bæjarstjórnar eða Alþingis? Er biskupskjör persónukjör?
Tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðis? Um hvaða mál? Öll mál? Icesave undanþegið?
Ég er viss um það, að Útvarp Saga væri ágætlega betur til þess fallin að komast að afstöðu þjóðarinnar í einni síðdegiskönnun heldur en svo illa grundaðar spurningar og því heimskulegar sem þær eru órökvísar.
Sérstaka athygli vekur að sá sem ber ábyrgð á að þessu máli öllu, Þór Saari, sá ekki ástæðu til að vera á þinginu í þessum umræðum. Og Björn að baki Kára ekki heldur.
Umræðurnar á Alþingi í dag eru því miður fyrirlitlegur farsi se komið er fram af fullkomnum trúðshætti í hrosskaupum.
Hvað annað fær Saari að launum fyrir þetta leikrit en þennan fáránleikadag á Alþingi? Verður hann kannski sendiherra í ESB hjá Össuri?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2012 | 17:48
Á Alþingi
fer fram meðan ég skrifa þetta hér á Florida í fjarlægðinni umræða um það hvort eigi að blanda einhverjum spurningavagni ríkisstjórnarinnar í Forsetakosningarnar. Fyrir utan það hversu fráleitt mér sýnist það samrímast stjórnarskránni og því mikilvægi sem þar er forskrifað um að velja Forseta í þjóðkjöri, að draga þannig athyglina frá þessari alvarlegu athöfn lýðræðisins íslenska, þá er birtist manni það í umræðunum, að spurningarnar fyrirhuguðu eru svo vanhugsaðar og ómarkvísar, að furðu sætir að þessi blómi þjóðarinnar skuli bera slíkt á borð. Þær eru órökrænar í röð sinni og samhengislausar auk þess sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur engin áhrif, þar sem aðeins Alþingi getur gert breytingar á stjórnarskránni.
Bæði Pétur Blöndal og Asmundur Daði hafa sýnt fram á hversu furðulegt er að spyrja um afstöðu fólks til auðlinda og fullveldis þjóðarinnar og spyrja þá ekki um afstöðuna til ESB umsóknarinnar, sem óneitanlega tengist þessu hvorutveggja órjúfanlega. Yfirgnæfandi líkur má telja á því að þjóðinni séu önnur mál ofar í huga en ófullburða tillögur stjórnlagaráðs. Þjóðin þarfmast aðgerða í atvinnumálum í stað innantómra orða um ekki neitt.
Eftir situr í vitum mér ólykt af yfirgangi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms j. Sigfússonar gagnvart rökræðum á Alþingi. Þau taka hæpin mál, sem fráleitt er eining um meðal þjóðarinnar og reyna að keyra þau í gegn um þingið í skiptum fyrir atkvæði Þórs Saari í hugsanlegu vantrausti.Af þingmennsku þessa farandþingmanns finnst mér svo til viðbótar leggja enn verri þef vegna brigðmæla hans við þá kjósendur sem hann sótti sinn stuðning til.
Þarna horfir maðurí beinni útsendingu á þingmenn engjast sundur og saman í ræðustól og þruma yfir auðan stól Steingríms J., sem er að skemmta sér í Kanada meðan þetta upphlaup varir.
Stjórnarþingmenn, nema Össur, nenna varla upp í ræðustól til að verja aðfarirnar meðan sökudólgurinn Saari lætur ekki sjá sig ennþá núna klukkan ap ganga sex. Það er Þór Saari sem stendur fyrir þessari sýningu og þeirra útgjalda sem hún kostar. Hennar eina markmið er að halda stjórninni á lífi við það eina verk að keyra andlit þjóðarinnar dýpra í forina svo hún megi ekkert gera sér til bjargar. Búa áfram við þessar endalausu samræðustjórnmál sem koma því einu fram að tala en gera ekki neitt, hvorki í virkjanamálum, atvinnumálum eða skuldavanda heimilanna.
Mér finnast þetta vera pyndingar á heilbrigðri skynsemi og ógeðfellt niðurrif á þeirri litlu virðingu sem Alþingi kann að eiga eftir um þessar mundir.
Megi skömm Þórs Saari vera lengi uppi fyrir þessa hörmulegu meðferð hans á Alþingi í skjóli svika sinna við kjósendur.
29.3.2012 | 12:13
"Hvamargapoga"?
spyr persónan á kassanum í matvöruverslununum okkar. Ef hún nær tölunni vegna algengra tungumálaerfiðleika stimplar hún tugi króna ofan á verðið sem eru sagðar fara í góðverkapokasjóð og fleygir svo í okkur "pogunum".
Publix er ein matvöruverslun sem ég fer glaður í. Rosalega hrein og falleg og úrvalið stórfenglegt. Á kassanum er glaðlegt fólk og afgreiðslan gengur vel. Við kassann eru tveir prjónar þar sem eru þræddir upp bréfþunnir plastpokar. Stundum er einn jafnvel gamlingi við grundina og pokar vörurnar eftir því sem þær stimplast.Stundum pokar stimplarinn sjálfur. Konan mín hjálpaði henni við verkið og fékk breitt bros í staðinn og þakkir fyrir að hjálpa mér við sitt verk.Ekki sé ég að þetta tefji afgreiðsluna. Og þetta kostar ekki neitt aukalega. Engin áprentuð auglýsing um eigið ágæti. Enginn pokasjóður. Bara elskulegheit.
Þessi keðja Publix væri líka keðja sem mætti reyna að fá til Íslands til að keppa við samráðeinokunina okkar í nýlenduvörunum ef margir vilja ekki WalMart. Og mannasiðakennslan myndi hugsanlega breiðast út.
Það yrði mikil bylting frá "hvamargapoga".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 18:30
Meira Silfur
hafsins var til umræðu hjá Agli.
Bjarni Benediktsson sagði að sér virtist að nýja kvótafrumvarpið hans Seingríms segði svo mikið sem að tapið mættu menn eiga sjálfir en ríkið fengi gróðann í formi stóraaukins veiðigjalds.
Ef maður hugsar sér veiðigjald sem sérstakan tekjuskatt á útgerðina þá er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að þetta sé rétt ályktun hjá Bjarna. Í raun er sjávarútvegur ekki annað en venjulegur sjoppurekstur nema að fjöldi fiska í sjónum er látinn takmarka vöxt hans og fjölda söluturna eða þá samdrátt sem er ekki í neinum öðrum rekstri þar sem markaðurinn er einn látinn stýra. .
Auðvitað er hámarksgróði af því að veiða fisk og selja samkeppnislaust á sem hagstæðustu gengi og skila gjaldeyrinum í Seðlabankann. Hagnaður er upptækur, tapið ríkisvætt með gengisfalli. Alger Sovétrekstur. Borið saman við steypustöðvarrekstur, þar sem enginn stjórnaði fjölda steypubíla eða steypustöðva, þá nýtur íslenskur sjávarútvegur algerrar verndar hvítvoðungsins. Fólkið sem í honum er lifir í vernduðu umhverfi og veit ekkert um veruleika markaðsrekstrar.
Ef þetta er skoðað þá sést að eina hættan sem að íslenskum sjávarútvegi á heimamiðum steðjar er fjöldi skipa. Hver branda sem fer annað en til upprunalegu kvótahafanna eða arftaka þeirra sem keyptu af þeim, er bitbein og grundvöllur fyrir garginu um þjóðareign á auðlindunum sem er náttúrlega argasta stjórnlagaráðsklisja, þar sem þjóðin á aldrei neitt saman heldur þeir sem ráða löndum eða ríkisvaldinu. Oftar en hitt maka þeir eigin króka fyrst þegar þeir fara að útdeila náðarbrauðunum eins og kvótanum eins og menn muna. Það verður aldrei nein þjóðarsátt um kvótakerfi hvernig sem menn reyna.
Þjóðin verður bara að vera viss um að gjaldeyrinum sé skilað og og að vinnan sé innlend sem mest hún má. Og ekki leyfa Kínverjunum að kaupa útgerðir og kvóta eins og þeir munu vera byrjaðir á sem er ekki skárra en ESB áformin í útgerðarmálum.
Það væri þessvegna hægt að gefa út lög á morgun sem myndu afnema kvótakerfið. Veiðið eins og þið viljið, þegar þið viljið! Svo einfalt.
Engin veð bankanna lengur á óveiddum þorski. Við munum aðeins stýra fjölda veiðiskipa og hvar þau mega veiða. Ef við höldum að gengið sé of nærri fiskinum þá lokum við svæðum eða gefum út banndaga.Skipafjöldinn ræður afköstunum, ekki hver á þau. Nýliðar verða að kaupa hluti í skipum.Endurnýja má skip en ekki fjölga.
Stúlkan sem skrifaði ritgerðina með Wade, náði ekki nafninu, var skörp í sinni greiningu á vandamálum okkar stjórnsýslu. Ég vildi heyra meira frá henni.
Sveinn frændi minn Valfells hinn þriðji sagði svo það um sjórnarskrána, að skynsamlegra væri að reyna að laga þá núverandi heldur en að skoða hina nýju og stórauknu pappírstillögu. Manni ofbauð þegar maður sá skriffinskuna í pappírsþykkt.
Enda finnst venjulega fólki meira liggja á einhverju öðru en nýrri stjórnarskrá sem hefur dugað okkur ágætlega til þessa og er alveg nógu löng. Hún væri fyllilega góð áfram væri Alþingi lýðræðislega kjörið. Væri atkvæðavægið lagað þannig að fólkið sætti sig við það, þá er vandséð að þjóðin þurfi einhver önnur ákvæði en þau sem eru í okkar gildandi stjórnarskrá. Þau hafa flest hvorki glatt okkur né grætt til þessa eða þar til við þurftum á því að halda í Icesave.
Gunnar Thoroddsen og fleiri góðir stjórnmálamenn reyndu að breyta stjórnarskránni til þess sem þeim þótti betra. En þeir bara gátu ekkert betur og mér er til efs að þeir Þorvaldur Gylfason og Ómar Ragnarsson séu eitthvað betri til þess en þeir vísu menn.
Sæmilegt Silfur að þessu sinni án þess að nokkuð bitastætt sitji eftir.
21.3.2012 | 03:31
Af hverju er þetta Alþingi ónýtt?
til allra verka?
Ég fór að velta þessu fyrir mér undir sjónvarpi frá Alþingi. Ég fór að horfa á skallana á Þór Saari og Steingrimi, sem mér finnst vera álíka vitlausir báðir.(pólitískir féndur mínir en ekki persónur)
Ef maður fer að skoða inní hausinn á þeim báðum, þá eru þetta sjálfsagt báðir betur gefnir menn en ég á margann hátt þó þeir séu til muna praktískt vitlausari. Þair halda að þeir geti leitt þjóðina með öskrum og óhljóðum og stjörnulátum einir og sér í pontu Alþingis. Þegar margir svona snillingar koma saman án þess að hafa bundist í fóstbræðralag alvöru stjórnmálaflokks eða bræðralags með öðrum um framkvæmdir, þá verður útkoman auðvitað sú að ekkert gerist frekar en í stjórnlagaráði, þar sem tuttugu séní geta ekki séð einföldustu hluti fyrir.
Stjórnmál eru hópvinna flokka sem hafa komið sér saman um meginstefnu. Og eru í grunninn líka vinir sem virða hverjir aðra. Ræðumennskan í pontu Alþingis er bara farsi til að skemmta áhrifalausum minnihlutanum sem lætur ekki skynsemina af hendi fyrir trúarsetningar og alþýðusnobb. Á móti til að vera á móti.
Samvinna skynsams fólks er það sem stjórnar framförum þjóðar en afturgöngur Leníns eins og Steingrímur J.,Áfheiður Ingadóttir og Björn Valur til dæmis tefja bara málin með hávaða og bulli eins og afturganga ömmu sinnar hún Jóhanna Sigurðardóttir gerir sig seka um aftur og aftur. Frá þessu fólki kemur ekki neitt, hvorki nú né síðar og vest að kjósa það frá strax.
Það er ekkert hægt að gera fyrr en þetta fólk er í afgerandi minnihluta. Það væri alveg hægt að nota Þór Saari og fleiri í Sjálfstæðisflokknum ef hann hefði haft þolinmæði til. Þar hefði hann getað haft áhrif í stað þess að sprikla svona eins og trúður í flokksbroti sem ber áhrifaleysi dauðans í sér.
Þessi flokksbrot eru til einskis nýt. Hafa sýnt það og sannað um áratugi að þeu eru bara sönnun skapgalla forystumannanna sem setja eigin hag ofar þjóðarhag hverju sem tautar og raular.Þór Saari, Lilja Mós, Guðmundur Seingríms eru ömurleg dæmi um þannig hreyfingar.
Þessvegna er þetta Alþingi sem hann nú situr ónýtt með öllu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2012 | 01:34
Vefvarp RUV
er í tómu tjóni eins og krakkarnir segja. Hér á Flórídu er hending ef maður fær ekki meldinguna "Stream not found..." þegar maður ætlar að hlusta á fréttirnar. Stöð 2 er langtum áreiðanlegri en RÚV sem maður hélt þó að vildi koma boðskapnum sínum sem víðast. margir þættir birtast strax en fréttir mjög sjaldan.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að flestir Íslendingar erlendis hafa þær taugar til landsins að þeir vilja fylgjast með. Af hverju er þetta þá endilega svona lélegt þetta vefvarp RÚV?
18.3.2012 | 21:59
Silfur Egils
var ekki sérlega merkilegt að vanda. Kostulegt var að heyra málflutning Baldurs Þórhallsonar, sem mér skilst að sé lektor í Háskólanum. Þessi maður tilkynnir að krónan sé ónýt, við verðum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, þá sé allt í lagi. Hvað sagði annars Brúnó á bálinu? Ég velti fyrir mér hvað þessi maður er að kenna og hvort það sé óhætt að láta hann kenna þessi fræði yfir viðkvæmum sálum.
Sem betur fer var einn maður með viti í þessum þáttarhluta og það var Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Honum tókst á yfirvegaðan hátt að kveða niður mestu vitleysurnar í málflutningi Baldurs og Gísla Tryggvasonar, bæði í stjórnarskárrmálínu ótímabæra og því slysi sem það mál er allt orðð og farsi, svo og í verðtrýggingar-og gjaldmiðilsmálunum.
Það er nefnilega ekki hægt að láta skuldarana bera eina allan skaðann af falli Lehmansbræðranfilega og kollsteypu krónunar okkar vegna utanaðkomandi áhrifa. Þau innlendu voru ærin fyrir og nauðsynlegt að endurskoða með hvaða hætti innlendir atburðir eins og skatthækkanir á bensíni hafa áhrif á útreikning verðbóta. Grunnhugmyndin að verðtryggingu er hinsvegar rétt en var barn síns tíma og annarra aðstæðna en heils hruns efnahagskerfisins og atvinnulífsins var. Að segja að krónan sé ónýt er þvílíkt bull að engu tali tekur. Hún tekur breytingum ef verðbólga geysar en hún er aldrei ónýt.
Krónan speglar okkur sjálf og okkur ætti að nægja að líta til Suður Evrópu og Írlands til að sannfærast um gildi eigin gjaldmiðils. Baldur er líklega búinn að gleyma því að á Davíðstímanum mátti hann sjálfur nota hvaða gjaldmiðil sem var. Það er efnahagslífið sem ræður öllu og framleiðslustigið.Nú er glæpur að eiga dollar og skila honum ekki til Seðlabankans.
Síðan kom skynsamur maður Jón Daníelsson og talaði um þann stöðugt hækkandi kostnað sem þjóðin ber af viðhaldi haftanna. Við stefnum inn í áratugi hafta með þessu framhaldi og einangrumst æ meir meðal þjóða með því að vera svona paríhar í samfélagi þjóða, þangað sem enginn getur komið með pening í vasanmum öðruvísi en til að vera rændur. Hver vill vera með okkur uppá svona býtti? Okkur treystir enginn við þessar aðstæður. Þessu verður að ljúka segir Jón og krefst afnáms haftanna. Sá sem þetta skrifar hefur einnig lagt þetta til lengi en auðvitað fyrir daufum eyrum þeirrar ríkissjórnar sem hér situr enn yfir hvers manns hlut.
Svo kom Margrét Tryggvadóttir blessunin og bauð landsmönnum leiðsögn nýrrar og endurbættrar Hreyfingar til að ráða fram úr vandamálum sínum. Meiri glundroða en þegar hefur af henni hlotist til þessa og er þó ærið orðið.
Þjóðin þarfnast styrkrar stjórnar fárra flokka en ekki glundroðaglamrara á borð við alla sem fram komu i Silfri Egils sem ekki hétu Jón.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko