Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
24.10.2013 | 22:34
Hver er á bak við grímuna?
sem birtist í auglýsingum Aríon-banka sem vill vera allra vinur?
Bankastjórinn Höskuldur H. Ólafsson var forstjóri VISA-Ísland. Undir hans stjórn var VISA tvívegis sektað fyrir ásetningsglæpi gegn almenningi. Það er bara allt í lagi. VISA er bara gríma sem má nota til að hræða vanskilamenn með. Hún hefur ekkert með Höskuld Ólafsson að gera. Hann var ekkert sektaður. Hans æra er ósnortin. Það var bara fyrirtækið sem framdi glæpina. Og það er enginn að rekast í því. Visa kortið er jafngott og áður.
Hvað er að okkur í þessu þjóðfélagi? Af hverju látum við verslunina komast upp með það að selja vörur á sama verði hvort maður borgar með Visa eða nýja tíuþúsundkallinn sem þeir Bjarni og Már gátu ekki einu sinni haldið á og kostar 29 kr. í framleiðslu. Það er eina raunverðmætið sem að baki seðilsins liggur grannt skoðað.
Tíuþúsundkallinn nýi byggir bara á því trausti sem við Íslendingar setjum á hann en fáir deila með okkur. En við höfum hann og hann er gjaldgengur. Það er Visa kortið líka. Kaupmaðurinn verður sannarlega að greiða VISA peninga fyrir að senda honum peninga fyrir kortafærsluna þegar hann selur okkur eitthvað. Af hverju fáum við ekki hlut í þeim peningi sem við spörum kaupmanninum með því að sleppa þóknuninni til VISA?
Hversvegna erum við svona vitlaus?Af hverju spyrjum að aldrei hvað sé á bak við grímu ræningjans?
24.10.2013 | 22:04
Ég er að verða langeygur
eftir því að eitthvað djarflegt útspil fari að koma frá ríkisstjórninni sem ég hef sett allt mitt traust á. Í stað þess eru viðtöl við Steinunni Guðbjartsdóttur um uppgjör bankanna. Hvað á ég að horfa uppá þessa konu lengi enn sitja í skilanefnd og klára ekki málin? Er ekki hægt að fá einn fógetafulltrúa í hvern banka í stað milljarða fjárplóganna í skilanefndunum sem Steingrímur skipaði og þar sitja núna? Er bara ekki hægt að gera eitthvað sem bragð er að?
Hver stjórnar ferðinni í bankamálunum? Steinunn og skilanefndirnar? Hvað eiga slitastjórnir vinsyristjórnarinnar að fá mikinn tíma og mikið fé? Til eilífðar og endalausrar sælu?
Það er helst að Seðlabankastjóri gefi helst út einhver tíðindi af því hvað hann samþykki eða ekki sem viðkemur þessu endalausa hrunmáli og delluáformum Steinunnar og skilanefndanna um að setja landið á hausinn. Það gengur ekkert né rekur.
Styrmir Gunnarsson er farinn að tala um verkleysi í stóru og smáu. Hvar er snerpan hjá ungu mönnunum sem við kusum? Bara sumarfrí þegar þarf að bjarga landinu? Er þetta allt í einhverju limbói þar sem ekkert gerist?
Eða er ég bara orðinn svona vitlaus af leiðindum allar götur frá hruni? Á ég ekki bara að þegja og stilla mig og vera langeygur áfram?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2013 | 21:52
Getur einhver sagt mér?
hversvegna það er betra að setja upp diskótek og spila hnúfubakshljóð fyrir síldina sem vill fara að drepa sig í Kolgrafarfirði eða nágrenni svo við sleppum við að urða hana heldur en bara að veiða hana ? Setja aðgangsstjórnun á Kolgrafarfjörð eins og önnur diskótek? Hver skyldi eiga að verða D.J?
Langafabróðir minn hann Ottó Wathne hefði vitað hvað hann hefði átt að gera. Han setti síld í lása í Seyðisfirði og lét svo salta upp úr lásnum ferska síldina. Núna?
Hafró bannar meiri síldveiðar til þess að ganga ekki á stofninn. Þennan sem er að fara að fremja sjálfsmorð. 50 þúsund tonn í fyrra.
Getur einhver sagt mér hver sé spekin á bak við þetta?
24.10.2013 | 08:43
Áhættugreining á Norðurslóðum
Öryggismál á hafísslóðum voru á dagskrá alþjóðlegu hafísráðstefnunnar í gær. Björn hélt þar erindi sem hann byggði á aðferðafræði áhættumats (risk evaluation), áhættugreiningar (risk analysis) og áhættustjórnunar (risk management). Björn var prófessor við verkfræðideild Háskólans í Lundi í 17 ár og kenndi m.a. áhættuverkfræði.
Aðferðafræði áhættustjórnunar er hægt að nota til að meta áhættu og eins hvaða forvarnir geta minnkað hana. Þá er hægt að meta hvaða viðbúnaður þarf að vera til staðar reynist forvarnirnar ekki fullnægjandi. Björn tók dæmi af mögulegri olíuvinnslu á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi.
»Eigi að fara út í mikla starfsemi þarna fyrir norðaustan Ísland er alveg ljóst að það verður að auka viðbúnað,« sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Landhelgisgæslan væri sérfróð á sviði björgunarstarfa og hefði byggt upp sambönd við viðbragðsaðila í nágrannaríkjum okkar.
»Gerist stóratburður á Drekasvæðinu verðum við að geta nýtt okkur sambönd og búnað nágrannaríkja. Landhelgisgæslan hefur verið mjög öflug í að taka þátt í alþjóðlegum æfingum. Ég tel einnig ljóst að hefjist þarna starfsemi þá verðum við að efla Landhelgisgæsluna og skoða miklu betur þyrlugetuna.«
Drekasvæðið er um 400 km norðaustan við Ísland. Björn sagði tæpast hægt að nota þyrlur til að sinna svæðinu frá Íslandi nema einhvers konar björgunarpallur eða björgunarskip væri staðsett á leiðinni.
Björn sagði að sú krafa hlyti að verða gerð til þeirra sem fá starfsleyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu að þeir komi upp björgunarpalli eða verði með björgunarskip á leiðinni milli Íslands og olíuvinnslusvæðisins. Einnig þurfi að gera kröfu um náið samstarf þeirra við Landhelgisgæsluna og aðra björgunaraðila hér á landi þannig að hægt verði að samnýta tæki verði þörf á því
»Samtímis verður skynsamlegt fyrir Íslendinga að auka getu Landhelgisgæslunnar til björgunarstarfa,« sagði Björn. Hann sagði marga möguleika vera í stöðunni, til dæmis að setja upp björgunarmiðstöð á norðausturhorni landsins. Nota megi aðferðafræði áhættugreiningar til að meta möguleikana og kostnaðinn við þá. Eins þyrfti að meta hverju mætti ná með samstarfi við nágrannaþjóðir. gudni@mbl.is "
Svo segir í Morgunblaðinu í dag.
Ég vil rifja upp að fyrir þó nokkru kom útgerðarmaðurinn Steingrímur Erlingsson fram með þá hugmynd að fá gamlan olíuborpall sem þá var til sölu fyrir slikk til að setja niður ofan á Kolbeinsey. Taldi Steingrímur að þetta þyrfti ekki að kosta nema um hálfan milljarð í stofni. Með þessu myndi tvennt vinnast. Björgunarpallur sem Björn talar um og svo að Kolbeinsey myndi varðveitast sem útvörður Íslands. En hún er óðum að hverfa í sæ.
Þeir þingmenn sem kynntir voru fyrir hugmyndinni höfðu lítinn áhuga þar sem miðlína hefði verið ákveðin milli Grænlands og Íslands og þýðing Kolbeinseyjar þar með minnkað. Það er því óvænt að Björn Karlsson talar um björgunarpall eða björgunarskip á norðurslóðum þurfi Íslendingar að halda úti þjónustu á svæðinu. Á svona palli eru nægar vistarverur og geymslur fyrir nauðsynjar akkúrat á þeim stað sem þarf. Og margfalt ódýrari en nýtt varðskip. Björgunarþyrla þar myndi þjóna hálfu Íslandi um leið og hún væri í kallfæri við Drekasvæðið.
Er ekki líklegt að hægt væri að blása til samstarfsverkefnis með Norðurskautsþjóðum um svona mál?
Mér fannst hugmynd eldhugans Steingríms Erlingssonar allrar athygli verð þregar rætt er um áhættugreiningu á Norðurslóðum.
23.10.2013 | 09:13
"Grænbakur"
er kveikjan í grein sem Gunnar Skúli Ármannsson skrifar í Morgunblaðið. Grein sem vekur mann til umhugsunar.
Hann fer svipaðar slóðir og Frosti Sigurjónsson var að tala um áður en hann varð þingmaður. Þá lýsti Frosti því hvernig bankar byggju til peninga með því að teikna þá. Hversu vitlaust það væri að ríkið tæki svo þessa peninga að láni og borgaði bankanum vexti. Sem væri í raun furðulegt háttalag af þeim sem ætti prentvélina.
Við gætum hugsað okkur að ríkið kæmi til Aríonbanka og bæði bankastjórann um hundraðmilljarða lán til heilbrigðismála. Bankastjórinn sem er þjóðfrægur fyrir gróðavænlegar tiltektir sínar meðan hann var hjá VISA-Ísland, myndi auðvitað taka ríkinu vel og bjóða því 8 % yfirdráttarvexti eða 8 milljarða á ári. Engin vandamál lengur hjá ríkissjóði né læknum og Landspítala. Hvað skyldi hann Frosti þingmaður segja um þessa aðferð?
En til þess að skilja atburðarásina þá skulum við grípa niður í grein Gunnars læknis:
Fyrir hundrað árum söfnuðu íslenskar konur peningum fyrir nýjum spítala. Engin slík söfnun er í gangi og ríkiskassinn er í bullandi mínus. Staðan er algjörlega óþolandi á Landspítalanum og ef ekki rís ný bygging mun núverandi starfsemi hraka verulega hvað svo sem verður bætt í brestina. Á ögurstundu grípa menn til óvenjulegra aðgerða til að bjarga sér.
Peningar eru búnir til af tveimur aðilum í þjóðfélaginu. Seðlabanki Íslands býr til seðla og mynt og eru þeir peningar um 3% af öllum peningum í umferð. Aðrir peningar, þ.e. 97% peninga í umferð búa bankarnir til. Það er ekki þannig að bankarnir endurláni þá peninga sem við leggjum inn á bankabækur okkar því það myndi aldrei duga hagkerfinu. Þeir búa til nýja peninga sem ekki voru til áður. Ef þeir voru ekki til áður búa bankarnir til peninga úr engu og þannig er það. Eina leiðin fyrir banka til að búa til peninga er að lána þá, þ.e. einhver verður að skuldsetja sig svo bankarnir geti búið til peninga sem hagkerfið þarfnast til að vera starfhæft.
Ef bankarnir geta búið til peninga úr engu getur ríkið gert það líka.
Það eru nokkur söguleg dæmi um slíkt. Abraham Lincoln leitaði til banka til að fjármagna þrælastríðið á sínum tíma. Vaxtaprósenta bankanna var mjög há og honum leist ekki á blikuna. Honum hafði verið kynnt þessi staðreynd að ef bankar geta búið til peninga úr engu þá getur hið opinbera gert það líka. Þess vegna bjó hann til sína dollara sjálfur sem voru ögn grænni á bakhliðinni en venjulegir dollarar, Greenbacks voru þeir kallaðir. Á þann hátt fjármagnaði hann þrælastríðið og að því loknu voru Norðurríkin skuldlaus því hans dollarar voru ekki búnir til sem skuld eins og bankapeningar eru. Suðurríkin voru aftur á móti að drukkna í skuldum.
Sem sagt ef við viljum nýjan Landspítala þá getum við byggt hann. Við höfum hráefni, mannafla og tækni. Þess vegna er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja bygginguna. Allt sem við getum greitt með íslenskum krónum greiðum við án skuldsetningar. Eftir því sem húsin rísa þá greiðum við fyrir þau með íslenskum krónum sem ríkið býr til.
Ég veit að þið eruð full vantúar og teljið að greinarhöfundur sé létt bilaður en þetta er svona. Það er geggjað að einkafyrirtæki sem heita bankar hafi á því einkaleyfi að búa til peninga (fyrir utan seðla og mynt, 3%). Auk þess að þeir búi þá til sem skuld sem er að leggja allt í rúst. Skuldirnar eru hlekkir nútímans. Þessu er hægt að breyta eins og öðrum mannanna verkum.
Fylgjum fordæmi Abrahams Lincolns og búum til okkar eigin peninga án skuldsetningar og þá getum við byggt Landspítala og átt hann síðan öll saman skuldlausan. Abraham Lincoln hafði í huga að halda þessu áfram en því miður var hann myrtur. Tökum upp þráðinn og klárum dæmið.
Gilda einhver önnur lögmál núna en þegar Jóhannes Nordal byggði Seðlanabankahúsið án skulda?
Í sama blað skrifar Óli Björn Kárason um það hvernig ríkið er að darka í allskyns hlutum sem því koma ekki við. Um 136 milljarðar fari í allskyns dekurverkefni sem eru í rauninni utan verkahrings ríkisins auk þess sem það borgar 85 milljarða í vexti vegna fyrri slíkra verka og almenns ístöðuleysis þingmanna.
Raunveruleg forgangsröðun, sem þingmenn tala oft hátt um, kemst ekki til framkvæmda vegna þess að fjárveitingavaldið - Alþingi - hefur misst tökin. Ákvæði fjölmargra laga binda hendur þingmanna. Greiðasemi við sérhagsmuni og vilji þingmanna til að gera sem mest fyrir sem flesta koma í veg fyrir að fjárlög endurspegli vilja almennings og að takmarkaðir fjármunir ríkisins renni til þeirra verkefna sem mikilvægust eru segir Óli Björn
Er það ekki mála sannast að við erum búin að gefast upp fyrir möppudýrunum sem Vilmundur kallaði svo? Við erum búin að festa okkur í eigin neti og brjótumst um á hæl og hnakka. Lausnin liggur samt fyrir framan okkur. En vald möppudýranna er svo mikið að við megum ekki einu sinni hugsa upphátt um það sem við þó vitum að er framkvæmanlegt. Og Frosti þagnaður á þinginu.
Ríkisútgjöld og seðlaprentun hafa ávallt verið talin réttlætanleg þegar býður þjóðarsómi. Hvað átti Roosewelt að gera þegar heimurinn var að draga Bandaríkin inn í stríð sem þau vildu ekki? Hvað átti Lincoln að gera? Hvað gerði Churchill? Hvað gerði Hjalmar Schact til að borga brúsann fyrir Hitler?
Það er stríðsástand í heilbrigðismálum landsins. Það er stríðsástand í ferð óæskilegs fólks til Íslands sem á ekki nægileg fangelsi né nægilega hæft embættisfólk. Möppudýrin vilja aldrei leysa neitt því þeir vilja óbreytt ástand og verðtryggð eftirlaun eins og hann Humpfrey. Þessvegna eigum við ekki að láta þeim einum eftir að leysa málin fyrir okkur eins og Óli Björn bendir á.
Við eigum að gera eitthvað í málunum eins og Gunnar læknir bendir á.
Þeir ferðast saman, en ekki sitt í hvoru lagi, kjarkurinn og "Grænbakur".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2013 | 09:22
Burt með Schengen
er b oðskapur Helga Helgasonar stjórnmálafræðings úr Kópavogi.
Helgi segir m.a.:
"Það vakti athygli mína að í annars ágætri grein sem innanríkisráðherra skrifaði í Mbl. 12. október minnist hún ekki einu orði á eina verstu vá sem riðið hefur yfir íslenskt samfélag. Nefnilega Schengen. En eftir að hafa fylgst með þróun Schengen hér og annars staðar kemur mér það ekki sérlega mikið á óvart að yfirmaður þess ráðuneytis sem fylgdi því hvað harðast eftir að við gengjum í Schengen sé strax orðin samdauna því ásamt embættismönnum sínum.
Ögmundur Jónasson setti fram mjög trúverðuga kenningu sem hann kallaði ESB-heilkenni embættismanna. Þar útskýrði hann hvernig embættismenn fara ósjálfrátt að tala fyrir inngöngu í ESB vegna þess að málaflokkurinn býður upp á endalausar ferðir á ráðstefnur um alla Evrópu og verður að óbeinni launahækkun eða veitir ýmis fríðindi og lætur embættismanninum finnast að hann og skrifborðið séu gríðarlega mikilvægur hlekkur í framtíðarvelferð landsins.
Þannig virðist þetta líka vera með Schengen. Ef skoðað er hverjir innan stjórnsýslunnar mæla þessu misheppnaða og tilgangslausa samstarfi bót má sjá að það er yfirleitt efsta lag lögreglu og embættismanna í stjórnsýslunni. Þetta er einmitt fólkið sem Vilmundur Gylfason kallaði möppudýr. Oftar en einu sinni hafa óbreyttir lögreglumenn og félög þeirra ályktað um gagnsleysi Schengen. Í hvert sinn sem umræðan um hætturnar sem leynast í Schengen verður hávær bregðast embættismenn við með skýrslum þar sem tíundað er hversu gott það er fyrir þjóðina að vera í Schengen og iðulega tínd til rök sem falla að því....
.......Öll rök hníga að því að við eigum án tafar að segja upp Schengen. Þegar menn gera rannsókn í aðferðafræði leitast þeir við að bera saman atburði fyrir og eftir. Við vitum að fyrir Schengen þreifst ekki mansal á Íslandi, skipulögð glæpastarfsemi var nánast ekki til, fáir fangar voru útlendir glæpamenn, fíkniefni voru tæpast framleidd í stórum stíl í landinu. Og nú er það nýjasta nýtt, erlendir útigangsmenn eru orðnir svo ágengir að íslenskir útigangsmenn fá ekki lengur pláss í gistiskýlum ætluðum þeim (DV. 28.8. 2013). Á maður að hlæja eða gráta?
Á sama tíma og innanríkisráðherra skrifar fallega grein um hvað henni er annt um öryggi okkar hinna er allt við það sama og öryggi borgaranna getur bara versnað með áframhaldandi veru í Schengen. Og á meðan sækir efsta lag embættismanna í lögreglunni og innanríkisráðuneytinu áfram kampavíns- og koníaksfundi í Brussel eða fer í vettvangsferðir til Estrasaltsríkjanna til að sjá með eigin augum rússneska glæpamenn kaupa sér aðgang að Schengen á landamærunum eins og íslenska embættiskonan lýsti í fjölmiðlum fyrir stuttu.
Og hver voru viðbrögð hennar? Jú, þetta kom henni á óvart! Svo ekkert meira með það, því á eftir beið slökun á hótelinu, þægileg flugferð til Íslands og dagpeningar á eftir. Þjóðin vill úr Schengen. En duglausir embættismenn og stjórnmálamenn þora ekki. Þarf virkilega að fara að safna undirskriftum enn eina ferðina til að koma vitinu fyrir þetta fólk?"
Ég get ekki annað en tekið hressilega undir með Helga vini mínum. Glæpastarfsemin sem hefur flætt yfir okkur er öll tilkomin vegna þessarar niðeufellingar á landamæragæslu sem Schengen hefur fært okkur. Við ættum að segja þessu samstarfi upp eða túlka það að eigin geðþótta eins og Danir gerðu.
Burt með opin landamæri til Íslands, Verum ekki að flytja inn vandamál þegar við eigum kappnóg af þeim sjálf.
21.10.2013 | 06:53
Er besti flokkurinn bestur?
í Reykjavík?
Ef ég væri ekki í besta flokknum og byggi í Reykjavík, myndi ég ekki spyrja mig að því hvort ég væri ekki í vitlausum flokki? Voru ekki frændur okkar Danir drengir góðir og vinfastir og veittu jafnan þeim sem betur mega sín? If you cant beat them-join them segja Bretar og hafa allgóða reynslu að baki.
Já, mikið mega frambjóðendur annarra flokka vera hræðilegir úr því að Bestuflokksmenn eru bæjarins bestu. Er ekki bara líka best að ganga í Besta flokkinn eins og hann Árni vinur minn hefði orðað það?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2013 | 22:26
Fremur fyrirtæki glæp?
gegn almenningi myndi einhver forvitinn spyrja sem hlustar á fréttir úr daglega lífinu.
Á hvaða trjám vaxa annars þessi fyrirtæki? Hvaða fjölskyldulífi lifa þau? Eru þau langlíf? Hvernig er heilsufarssaga þeirra? Ganga þau í skóla og fermast uppúr fyrsta bekk? Lenda saklaus þau í vondum félagsskap? Detta þau í dóp eða fyllerí og fremja þá innbrot hjá saklausu fólki?
Þetta er alveg hræðilegt með þessi fyrirtæki. Hvernig þau leiðast til að fremja ítrekað ásetningsglæpi með einbeittum brotavilja eins og VISA Ísland? Verður ekki að dæma þau í stórsektir af því að það er ekki hægt að setja þau á Litla-Hraun eða Kvíabryggju?
Er það ekki stór spurning sem hlýtur að þjaka almenning hvort sektirnar séu nógu háar til þess að hafa nægileg fælingaráhrif? Er ekki Ríksútvarpið með böggum hildar yfir þessari spurningu? Lenti ekki Eurocard í samkonar máli hér um árið?
Voðalegt er þetta annars með þessa glæpahneigð kortafyrirtækja? Er ekki nauðsynlegt að efla forvarnastarf meðal greiðslukortanna?
Hver er annars forstjóri Aríon Banka sem Steingrímur Jóhann gaf útlendingum? Raka ekki slitastjórnir saman milljörðum? Setja met í skattgreiðslum til samfélagsins?
Getur ekki Aríon-Banki styrkt eitthvað fallegt málefni til viðbótar meðan Visa vinnur með þér?
Hversu óendanlega heimskur er ég ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2013 | 22:15
2,839.200 kr.
hefur hælisleitandi í árslaun á Íslandi.
"Daggjald stjórnvalda vegna erlends ríkisborgara sem er í hælisleit á Ísland er nú kr. 7.800. Á viku gera þetta kr. 54.600.Af þeirri fjárhæð (54.600) fær hælisleitandinn kaupakort með inneign kr. 8000 sem á að nægja fyrir matarinnkaupum fyrir viku og vasapening kr. 2700. Eftirstöðvar kr. 43.900 fara í annan kostnað, s.s. húsnæði, lækniskostnað, skóla- eða leikskólagöngu, íslenskukennslu og tómstundir (t.d. bókasafnskort eða sund) ."
Þorsteinn Gunnarsson Lögfræðingur. Sviðsstjóri leyfasviðs Útlendingastofnun
Maður sem kemur hingað frá landi þar sem daglaun eru einn dollari fyrir þann sem hefur vinnu hefur nokkurn hag af því að komast hingað með illu eða góðu. Í heimkynnum hans er hungur og örbirgð. Hvað er hann að flýja?
Að hverjum er embættiskerfi Íslands að gera gys?
2.839.200 krónur.
18.10.2013 | 11:53
Kosningabombur
Gnarristanna og Dags B. voru sprengdar í gær.
Eftir kjörtímabilslangt aðgerðaleysi í húsnæðismálum ætla þeir að byggja 2500 leiguíbúðir. Og helst á þéttingarsvæðum Reykjavíkur á Flugvellinum og við Slippinn.
Íbúðir á svæðum þar sem söluverð fermetrans er 700.000 krónur verða sjálfsagt eftirsóknarverðar fyrir húsnæðislaust barnafólk. Það er eins gott að þeir sem leigja hafi góð fjárráð eigi hagstæðrinar að ganga upp. Að öðrum kosti verður að niðurgreiða leiguna meira en þegar er gert.
Ekki heyrðist tiltakanlega mikið í Sjálfstæðismönnum þegar Dagur B. sprengdi þessar fyrstu kosningabombur eftir þennan langa tíma aðgerða-og úrræðaleysis. Kannski eru þeir bara orðnir uppgefnir á að reyna að rökræða við fólk af þessu sauðahúsi Hofsvallgötuþrenginga og andbílisma. Láta þetta bara yfir sig ganga.
En samkvæmt skoðanakönnunum er það ekki nóg til að endurheimta trú kjósenda á Sjálfstæðisflokknum. Fylgi Gnarristana er um leið einkunnagjöf til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Getur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sprengt einhverjar kosningabombur?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko