Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Hólmsheiðarhryllingurinn

heldur áfram á fullu þó ráðherrann Ögmundur sé nærri því þátíð. Það er eins og þessir ráðherrar í gjaldþrota ríkisstjórn keppist um að gera nógu marga, nógu langa framvirka samninga sem eiga að binda hendur okkar og afkomenda um ókomin ár.

Ögmundur tekur skóflustungu að nýja fangelsinu  á Hólmsheiði og hafinn er undirbúningur að eyða milljörðum í þessa vanhugsuðu framkvæmd. Ég tólk þátt í samkeppni um hönnun fangelsins og varð ekki frægur af skiljanlega.  En ég kynntist því hvernig embættismenn voru löngu búnir að byggja þetta eftir eigin höfði og hugmyndum, búnir að setja þjóðinni fyrir  hvernig þeir ætluðu að hafa þetta þó  kæmi helvíti og heitt vatn.

Frumforsendan er að löggunni þótti leiðinlegt að senda grunaða með bílum á Litla Hraun til gæsluvarðhalds.Það væri styttra að keyra á Hólmsheiði. Þetta er léttvægt því að á lóð Lögregustöðvarinnar er hægt að reisa byggingu fyrir gæsluvarðhald með litlum tilkostnaði. Það sem þá stendur eftir sú hugsjón að reisa fangelsi sem geti verið sýningargripur um mannbætandi aðferðir Íslendinga í meðhöndlun fanga byggt á óþekktum röksemdum.  Atvinnuaukandi framkvæmd þar sem hægt er að bæta við tugum af nýju starfsfólki. Byggingaframkvæmdir á hagvaxtarsoltnum markaði.

Hin ráðandi öfl voru búin að teikna fangelsið með dönskum arkitektum sem þróaðist yfir í samkeppni með margföldum kostnaði. Þáttakendur fengu það verkefni að gera kúnstnerískar breytingar á óskum embættismannana með skrautlegum litateikningum og Revitæfingum. Allt annað en sýna skynsemi og ráðdeild. Þarna tróna þarfir fanga yfir öllu, þarna er verið að þjóna brotafólki á alla lund með kýnlífsdeildum, sálfræðiþjónustu, lyfjabúrum,veitingahúsum,líkamsrækt, dagsföndri og útiveru. Ekkert minnir á tilgang fangelsis sem er að girða fanga af frá samfélaginu nema girðingin utan um. Allt meðan sjúkir aldraðir fá hvergi inni nema á göngum spítalanna.

Allt er til staðar til að byggja utan um tugi fanga innan girðingar á Litla Hrauni þar er starfandi fangelsi með afburða fangelsisstjóra og vönu starfsfólki. Slík bygging yrði mun ódýrari og myndi líklega færa okkur fleiri fangelsispláss fyrir minni pening bæði í stofni og rekstri.

En áfram skal haldið. Þetta er eins og Landspítalabygginguna nýju. Er þetta  óstöðvandi af því einhverjir Guðjónar bak við tjöldin hafa tekið ákvörðun sín á milli hvernig þeir ætli að hafa það? Á Hólmsheiði eiga að vera pláss fyrir 54 fanga í skammtímavistun nema líklega að konur eigi að vera þar lengur vegna þess að enginn annar staður er til fyrir þær.

Þegar við hugleiðum að þrír fjórðu fanga eru víst erlendir sem við erum að ala hérna í stað þess að senda þá á sína sveit með einhverskonar brennimerki sem hindra þá í endurkomu, þá er þetta ekki mikil fæðingarathöfn nýrra tíma  hjá innanríkisráðherra á skóflunni. Miklu  heldur er hann að kasta rekunum á skattfé landsmanna, bæði aldraðra sem hafa verið skornir niður um fimmtíumilljarða í hans regeringstíð, auk nýrra peninga sem ókomnar kynslóðir eiga að borga til minningar um Ögumund innanríkis sem einu sinni var ráðherra á landinu bláa.  Arídúaraarídei..sem kóngur ríkti.... 

Vill einhver reikna út hvað kostar hús undir  44 fanga á Litla Hrauni með kynjaskiptingu, hvað kosta 10 gæsluvarðhaldsklefar á Hverfisgötu  og hvað kostar að hætta að ala útlendinga á kostnað aldraðra og öryrkja?

 Af hverju gerum  við þessar endalausu vitleysur í fjárfestingum hins opinbera? Vinstri stjórnin er meðvirkandi en ekki eina skýringin. Ráða ekki Guðjónarnir bak við tjöldin alltof miklu í þjóðfélaginu, kostnaðarblindir á ríkistryggðum lífeyri eins og Ögmundur innanríkis sem er þó langt í frá verstur þeirra? 

Ef ekki er hægt að stoppa Hólmsheiðarhryllinginn þá spyr ég hvað kostar að breyta þessu í sjúkrastofnun fyrir aldraða sem sárlega vantar? Helgi í Góu getur tekið út teikninguna og sagt fyrir um þarfirnar. Mig grunar að það megi breyta þessu í flottara heimili en við höfum áður séð fyri miklu fleiri en við gerum okkur í hugarlund og endalausir stækkunarmöguleikar með  Reykjalund í nágrenninu?

 


Össur enn á ferð,

blæs í púkablístru sína eins og hans sé ríkið að eilífu og skrifar níðgrein um ritstjórann Davíð Oddsson í Morgunblaðið í dag. Þar hakkar hann ritstjórann fyrir að hafa vikið nokkrum orðum að endurreisnarskýrslu sem var ómerkilegt áróðursplagg fyrir inngöngu Íslands í ESB á Landsfundi.En á þeim fundi gerði þessi litli hópur áhlaup á fundinn en var hafnað með minnst 95 % atkvæða.
 
Ég var á Landsfundinum og var búinn að lesa plaggið og ætlaði að hjóla í það. Þá talaði Davíð og sagði í nokkru orðum allt sem þurfti að segja um þetta auma áróðursplagg fyrir inngöngu í ESB. En fundurinn sýndi hug sinn til inngöngu í atkvæðagreiðslu þar sem aðildarsinnar urðu undir með minna n 5 % atkvæða.
 
Í tilefni útfarar Margrétar rifjar Gunnar Rögnvaldsson orð hennar frá 1992:

Haag; 15. maí 1992: "If the European Community proceeds in the direction which the majority of Member State Governments and the Commission seem to want they will create a structure which brings insecurity, unemployment, national resentment and ethnic conflict"- Margaret Thatcher 

 
Margrétar verður minnst lengi eftir að þessi Össur er gleymdur í þar næstu viku. Vonandi þarf Mogginn ekki að eyða meiri pappír í svona samsetninga frá þessum gamla kommúnista eftir kjördag. Vonandi dettur næstu ríkisstjórn ekki í hug að setja Össur þennan í ferð á opinberu framfæri í sendiherrastöðu enda nóg komið af slíkum subbuskap í pólitík.  

Ofbeldi

sem Jói í Bónus beitti alla samkeppnisaðila sína virðist eiga að fara fram áfram. 

Jói sendi svartstakka sína á merktum bílum  inn í verslanir samkeppnisaðila sinna og létt þá skanna verð. Ef þeir voru með tilboð, þá lækkaði hann og hækkaði, kúgaði allt og alla í heildsölu í skjóli stærðarinnar og kallaði verðvernd og blablabla. Hegðaði séer eins og alger skepna gagnvart friðhelgi eignarrétarins í eigin þágu.

Nú er enn haldið áfram þó Jói sé hættur. 

Í Kosti fer svona fram:

"Svo gerist það í dag að inn í verslunina vaða menn sem búið var að banna inngöngu. Jón biður þá að fara en þeir neita. Jón kallar þá til lögreglu enda óboðnir gestir í fasteign hans. Og hvað gerist þá? Lögreglan kemst að þeirri niðurstöðu að gera ekki neitt!

Hún fjarlægði ekki óboðna gesti úr fyrirtæki Jóns Geralds! Eftir sat Jón einn síns liðs með óboðna gesti í verslun sinni og þurfi sjálfur að leita leiða til að koma þeim út og koma í veg fyrir óheimila söfnun gagna í búðinni.

Hvers konar lögleysuríki er að verða hérlendis? Getur fólk ekki lengur treyst á lögregluna þegar óboðnir gestir vaða inn á fasteignir, fyrirtæki eða heimili? Ætlar lögreglan að ákveða það hver má vera hvar en ekki eigandi húsnæðisins?!

Smáfuglarnir eiga fá orð til að lýsa undrun sinni. "

Þetta er aldeilis dæmalaust. Ég var handtekinn í Albertsson í Florida fyrir að taka mynd af vörum í hillu sem ég ætlaði að eiga til minningar um gott úrval og verð. Þeir spurðu hvort ég væri njósnari? Á maður að þurfa að þola svona innrásir í eignir sínar spurðu þeir? Á hvers vegum ertu? Samkeppnisaðila? Ég baðst afsökunar og þeir slepptu mér.  

Þetta sem Jón þarf að þola í sinni búð af einhverjum skönnurum er hreint ofbeldi og innrás í friðhelgi einkalífsins. 

 

 


Bætt kjör fyrir alla

var megininntak kraftmikils málflutnings formanns Sjálfstæðisflokksins í umræðum oddvitanna i SV-kjördæmi og í framhaldi af þeim á fjölmennum fundi í Smáraskóla nú í kvöld. Það geislaði baráttukrafturinn af formanninum sem hreif áheyrendur með sér um land allt og á fundinum.

Það er megin miskilningnur vinstri manna að hægt sé að  bregðast við tekjufalli ríkisins með því að hækka skatta og gjöld. Slíkt leiðir til þess að skattstofnarnir sjálfir láta undan síga. Það gerðist árið 2008. Aðalvandamálið var þá, að 2000 störf töpuðust sem ekki hafa komið aftur að mestu leyti.2.5 % þjóðarinnar hefur flutt úr landi og það eru komnar eyður í heilu starfstéttirnar þar sem fólkið er einfaldlega farið. Verkefnið er að skapa þennan starfafjölda aftur og gera það um leið eftirsóknarvert fyrir fólk að starfa og að brottfluttir geti snúið til baka.

Bjarni Benediktsson lagði áherslu á það að Sjálfstæðisflokkurinn vildi bæta öldruðum þær tekjuskerðingar sem þeir urðu fyrir árið 2009 þegar grunnlífeyririnn var skertur krónu á móti krónu af norrænu velferðarstjórninni.  Flokkurinn vill hvetja alla til að afla sér aukinna tekna með aukinni vinnu án þess að þurf að þola harðar refsingar fyrir. Dæmi eru um að fólk haldi aðeins fimmtungi aukateknanna þegar skerðingarákvæðin hafa tekið bróðurpartinn til sín. Þetta misrétti ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að leiðrétta.

Það sem skiptir öllu máli er að fá atvinnulífið í gang, skapa tekjur og lækka skatta til að hvetja fólk til athafna. Það þarf að lækka gjöld og skatta en ekki hækka sem eiga það eitt sameiginlegt að  draga máttinn úr fólkinu. Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fái hann til þess brautargengi.Auknar tekjur allra skapa aukna velsæld.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki lofa neinu nema því sem hægt er að standa við. Hann mun reyna sitt ítrasta til að skapa og afla þeirra tekna sem geta nýst í þágu skuldalækkunar heimilanna. Hann vill beita skattaafsláttum skuldugra til að lækka höfuðstól skuldanna og telur 20 % lækkun ekki óraunhæft markmið. Flokkurinn vill hætta aðildarviðræðunum við Evrópubandalagið þar sem þjóðin telur að hag okkar sé betur borgið utan þess. Hann mun hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi við uppgjörið við erlendu  kröfuhafana.

Meginboðskapur Sjálfstæðisflokksins til lausnar vandans er einfaldur:

Fleiri störf og aukin umsvif eru það sem skapa bætt kjör fyrir alla !


Snjallt innslag

 hjá frænda mínum Stefáni Gunnari Sveinssyni(

 

 

:

 

STEFÁN

Hann er búinn að hitamæla framboðin og sjálfan sig.

 

 

 

 

 

 

 

Það er kannski hægt að nota þetta graf til að að átta sig á framboðunum  fjórtán og þremur?


Ástir samlyndra...

á vinstri vængnum birtast með ýmsu móti. Magnús Norðdahl hefur m.a. þetta að segja um afrek Össurar að skrifa undir við Kína á síðustu metrum stjórnmálaferils síns:

„Ég skammast mín fyrir flokkinn minn“

magnusm„Kjördagur verður erfiður fyrir marga Jafnaðarmenn,“ segir Magnús M. Norðdahl, sem segist beinlínis skammast sín fyrir Samfylkinguna, flokkinn sem hann hefur setið á þingi fyrir á kjörtímabilinu. Ástæðan er undirritun fríverslunarsamnings Íslands og Kína.

Magnús er deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu sem senn er á enda, til að mynda þegar Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, fór í fæðingarorlof um nokkurra mánaða skeið.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, og Gao Hucheng, utanríkisráðherra Kína, undirrituðu í gær fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Undirritunin var hluti af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Kína.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði á dögunum að það væri „galið“ að gera samning við Kína í ljósi áratugalangra mannréttindabrota þar í landi. Samningurinn muni þvinga niður launakjör á Íslandi og íslensk fyrirtæki flytja starfsemi sinna til Kína.

Magnús gengur enn lengra í gagnrýni sinni sem hann setur fram á Facebook. Þar segir hann:

Ég skammast mín fyrir flokkinn minn, Samfylkinguna því í dag undirritaði fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra með velvild fyrrverandi formanns og forsætisráðherra, fríverslunarsamning við Kína, stærsta alræðisríki veraldar sem gefur blaff fyrir mannréttindi almennings, launafólks og frjálsra samtaka launafólks. Þetta gera þau án nokkurra skilyrða og utanríkisráðherra virðist ganga það helst til að vinna einhverja pissukeppni við evrópska kollega sína.

Magnús heldur áfram og beinir skotum sínum einnig að forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.

Svona gera menn ekki en þegar vel er að gáð á þetta góðan samhljóm með fyrrverandi flokksbróður utanríkisráðherra, forseta lýðveldisins sem talað hefur fyrir þessu lengi og sem hefur helst unnið sér það til skammar á forsetatíð sinni, auk þess að lofa Kínversk stjórnvöld, að nudda sér utan í indversk stjórnvöld sem átölulaust láta að þar sé að finna 2/3 af öllum „þrælum“ sem enn finnast í heiminum, a.m.k. 20 milljónir einstaklinga, aðallega börn og konur.

Loks segir Magnús að formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, hafi verið settur til hliðar í málinu.

Eina glætan er sú að gegn þessi ráðslagi hefur núverandi formaður Samfylkingarinnar verið settur til hliðar sem undirstrikar þau mistök sem það voru að skilja á milli þess embættis og þeirra valda sem því raunverulega eiga að fylgja þegar flokkurinn er í stjórn. Kjördagur verður erfiður fyrir marga Jafnaðarmenn."

Eitt  megineinkenni íslenskra jafnaðarmanna er það, hversu ójafnaðarhneigðir þeir eru. Það er eins og þeim sé fyrirmunað að geri nokkuð í anda frelsis,jafnréttis og bræðralags án þess að hafa fallöxina sem millilið allt frá dögum stjórnarbyltingarinnar frönsku í lok átjándu aldar.

 


Málum yfir nafn og númer

eins og landhelgisbrjótarnir gerðu í gamla daga. Það er tillaga hins óflokksbundna Stefáns Ólafssonar prófessors til Samfylkingarinnar.

Þessi hógværi algerlega hlutlausi prófessor  skrifar svohljóðandi á Pressuna:

" Ég er svolítið hissa á því hvernig forysta Samfylkingarinnar hefur lagt upp kosningabaráttu sína. ESB-málið er í of stóru hlutverki.

Samfylkingin leiddi ríkisstjórn sem tók við erfiðasta búi lýðveldistímans, í kjölfar frjálshyggjuhrunsins. Halli á ríkisbúskapnum var um 14,5% af landsframleiðslu í lok árs 2008 og kaupmáttur heimilanna hafði hrunið um hátt í 20% áður en stjórnin tók við.

Atvinnuleysi var í byrjun árs 2009 orðið hærra en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fjármálakerfið var í rúst og verðbólga hleypti upp skuldum heimilanna. Þjóðargjaldþrot og upplausn blasti við.

Samfylkingunni tókst að halda ríkisstjórninni saman, þrátt fyrir fordæmalausa erfiðleika og hörðustu stjórnarandstöðu sem sést hefur í áratugi. Með því sýndi Samfylkingin að hún er mjög vel stjórntækur flokkur.

Það tókst líka að hlífa tekjulægstu hópunum við verstu afleiðingum hrunsins, í anda norrænnar velferðarstefnu. Auðvitað hefðu margir viljað að meira hefði verið gert fyrir heimilin, en þar náðist mikilvægur árangur um leið og ríkisfjármálunum var komið í lag og þjóðargjaldþroti afstýrt.

Erlendis er eftir þessum árangri tekið og stjórnvöldum hælt. Atvinnuleysi á Íslandi er nú rétt um helmingur af því sem mest varð fljótlega eftir hrunið. Það er mun betri útkoma en hjá öðrum kreppuþjóðum í Evrópu.

Í kosningabaráttu Samfylkingarinnar sýnist mér að þetta mikilvæga innlegg sé varla nefnt og nær einungis talað um Evrópusambandsaðild.

Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar eru ágætir talsmenn en ef þau hafa fátt annað að segja við heimilin nú en að við gætum hugsanlega fengið Evru sem fullgild ESB-þjóð eftir 5-10 ár, þá munu þau ekki uppskera eins og þau verðskulda.

ESB-málið er ekki svo ofarlega á bráðalista heimilanna. Skuldir, heilbrigðismál og kjaramál eru mun ofar.

Samfylkingin ætti að víkka sjónarhorn sitt út og skýra betur fyrir kjósendum hvernig velferðarstefna þeirra getur byggt ofaná þann árangur sem náðst hefur og hvernig vaxandi svigrúm til kjarabóta megi nýta fyrir heimilin. Svara þarf kalli heimilanna eftir kjarabótum, léttari skuldabyrði og sanngirni. Einnig mætti tala um hinn góða árangur af fækkun atvinnulausra og nýsköpun.

Þá ætti Samfylkingin að styðja þann ásetning Framsóknar að leita leiða til að nýta hluta af krónueignum erlendra kröfuhafa bankanna til skuldalækkunar heimila, með einum eða öðrum hætti – ef það skyldi reynast mögulegt. Slíkur ásetningur er mikilvægur og sjálfsagt að kanna hann til þrautar. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur raunar reifað slíka hugsun.

Loks þarf Samfylkingin að slaka á kröfunni um ESB-aðild. Allir vita að Samfylkingin er ötull talsmaður ESB aðildar. Það þarf ekki að kynna frekar en orðið er. Samfylkingin sem 10-15% flokkur mun hins vegar ekki gera nein kraftaverk sem koma Íslandi inn í ESB á næsta kjörtímabili.

Þess vegna þarf Samfylkingin að stilla herfræði sína inná það markmið að halda málinu lifandi, svo þann valkost megi kanna til þrautar.

Samfylkingin þarf þess vegna að búa sig undir að samþykkja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna eftir kosningarnar. Þjóðin mun væntanlega samþykkja lúkningu viðræðnanna í slíkri kosningu og þá hefur umboð málsins orðið sterkara. Án sterkara umboðs en felst í núverandi fylgiskönnunum er hætt við að þjóðin fái ekki að vita fyrr en eftir mjög langan tíma hvað gæti falist í aðild.

Það er leiðinlegt að sjá stjórnmálaflokkum refsað harkalega þrátt fyrir að þeir hafi staðið sig vel í óvenju erfiðum aðstæðum. Slík eru þó oft örlög þeirra sem stjórna í kreppu, hvað þá alvarlegustu kreppu lýðveldisins. Þetta á bæði við um Samfylkinguna og VG.

Breytt áhersla í velferðar- og atvinnumálum og aukinn sveigjanleiki í ESB-málinu gæti styrkt stöðu Samfylkingarinnar á næstu tveimur vikum. VG gæti notið sígandi lukku með nýjum geðþekkum formanni. "

 AÐ mínu viti eru þetta ekki hlutlaus skrif eða um óflokssbundin sjónarmið eins og prófessorinn reynir að halda að lesendum. Mér finnst þetta fremur ómengaður  áróðurspistill þar sem flestu er snúið á haus.Fullyrt er:" Halli á ríkisbúskapnum var um 14,5% af landsframleiðslu í lok árs 2008 og kaupmáttur heimilanna hafði hrunið um hátt í 20% áður en stjórnin tók við." Sannleikurinner að viðvarandi halldi á ríkisbúskapnum hefur verið um 7 % öll ríkisstjórnarárin. 

Að þakka ríkisstjórninni fækkun atvinnulausra er ósvífið bragð."Atvinnuleysi á Íslandi er nú rétt um helmingur af því sem mest varð fljótlega eftir hrunið. Það er mun betri útkoma en hjá öðrum kreppuþjóðum í Evrópu."

Án  landflótta 8500 manna hefði hér verið skelfingarástand í atvinnuleysi.


Þó að prófessorin ráðleggi Samfylkingunni að skríða ofan í holuna sína og þykjast hvergi hafa að komið ESB málinu og eigi þar með ekki hirtingu skilda, þá mun það ekki duga frekar en það dugði hér áður fyrr að skipta stöðugt um nöfn, Kommúnistaflokkur Íslands, Sósíalistaflokkkurinn, Sameiningarflokkur Alþýðu, Alþýðubandalagið, ...-Samfylkingin. Ég held að kjósendur muni alveg eftir því hvaða flokkur hafði bara eitt mál á stefnuskrá sinni.

 Ég bendi honum á að lesa grein Gísla Holgeirssonar í Morgunblaðinu í dag. Gísli talar þarna fyrir munn margra Íslendinga sem ekki vilja selja eða leigja lands sitt til erlendra ríkja. 

Milli mín og Stefáns Ólafssonar og ESB hugsjónarinnar er og verður óbrúanleg gjá. 


Íslendingur talar

í grein  Gísla Holgeirssonar kaupmanns í Mbl. í dag. Það er sjaldgæft að lesa jafn fölskvalaus skrif mann um ást manns á landi sínu og þjóð.  Gísli segir :

 "Ég er hamingjusamur með að hafa fæðst á Íslandi. Ég er hægrisinnaður og þykir jafnvænt um landið mitt og Vinstri-grænum. Ég er á móti ESB-aðild og vil slíta viðræðum strax. Skömm er að þeim fjármunum sem búið er að eyða í langanir samfylkingarmanna og vinstri-grænna. Samvistir við fimm til sex hundruð milljónir íbúa ESB heilla mig ekki. Atvinnuleysi, evruvandi og skriffinnska ESB heilla mig ekki. Lánleysi er hjá flestum þjóðum ESB. Kýpur er hugsanlega gjaldþrota. Afleiðingin gæti borist yfir alla Evrópu.

 

Íslendingar eru rúmlega 300 þúsund og leita varla að fjölþjóðasamfélagi ólíkra íbúa og trúarhópa ESB-landa. Samfylkingin og Vinstri-græn eru á hraðri niðurleið vegna vinstridrauma ríkisstjórnar gagnvart landinu okkar og óráðsía ríkir í utanríkismálum Íslendinga. Stjórnmálaflokkar sem vinna á sömu nótum, að koma landinu okkar inn í ESB, munu ekki uppskera í næstu alþingiskosningum. ESB-ferlið er tímaskekkja. Íslendingar hafa fengið nóg af ríkisstjórn vinstrimanna síðastliðin fjögur ár. Að kröfu Samfylkingar og eftirlátssemi Vinstri-grænna var aðlögun að ESB sett á oddinn og harðar óskir birtust um innflutning frá stórbúum bænda og fyrirtækja í Evrópu til lækkunar á vöruverði. Á sama tíma fengum við fréttir af lokun stórbúa vegna mengunar. Kínverjadekrið hófst og utanríkismál fóru í ógöngur á flestum sviðum til austurs og vesturs.

 

Íslendingar skrifuðu undir viðskiptasamninga við Kínverja í gær, 15. apríl. Núverandi ríkisstjórn með nokkrum útvöldum heimsækir Kína að gefnu tilefni - »degi fyrir kosningar«. Flestir spyrja: Fylgja Grímsstaðir á fjöllum með í kaupunum? Ísland hefur illa breyst á fjórum árum fyrir Íslendinga og þá sem búa hér.

 

Reisum landið okkar og atvinnuvegi. Við á Íslandi höfum yfir að ráða verðmætum sem þykja eftirsóknarverð hjá öðrum þjóðum. Ísland er eftirsótt af heiminum og ferðamönnum. Við stærum okkur enn af því að vera frjálst lýðveldi, öruggt og friðsælt og fjarri löndum stjórnleysis og ófriðar. Við stöndum því með pálmann í höndunum gagnvart öðrum þjóðum og getum átt samstarf við allar þjóðir heims á okkar forsendum, án þess að afsala okkur sjálfstæði eða öðrum mikilvægum réttindum. Íslenska vatnið, fiskimiðin, Norður-Íshafssiglingar og orkulindir eins og gas og olía eru næstu stórskref Íslendinga. Norðmenn eru utan ESB og kunna best til verka við olíuborun á höfum úti. Norðmenn hafa líka þá hófsemi, náð og kunnáttu að fara réttlátt með olíuauðinn.

 

Ísland er ekki til leigu eða sölu, hvorki til stórvelda né erlendra einstaklinga. Það leyfist ekki að selja sameign okkar, landið og fiskimiðin, til annarra þjóða. Ísland kallar eftir fólki inn á Alþingi sem vill hag lands og þjóðar sem mestan - fólki sem stendur vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og starfar undir merkjum kristinna gilda."

Mikið lifandis skelfing get ég glaðst við að lesa svona skrif og finna að það eru enn til svona Íslendingar sem þkir vænt um þjóð sína, fókið, landið og upprunann.  Ef þjóðin ætti fleiri einstaklinga sem hugsuðu eins Gísli Holgeirsson kaupmaður væri margt öðruvísi en það er í þessu þjóðfélagi. 

Íslendingur hefur talað. 


Kosningatimburmenn

er auðvelt að þegar í stað fá þó enn eigi eftir að kjósa. Það er ekki björgulegt ástandið í flórnum eftir Jóhönnu og Steingrím j. Moksturinn verður ekki gerður yfir nótt og mörg ljón og ljót eru á veginum.

Ragnar Árnason prófessor dregur fram ýmsar dökkar staðreyndir í Mbl. í dag. Hann segor m.a.:

Í
Ragnar Árnason






Íslenska hagkerfið varð fyrir áfalli haustið 2008. Það áfall var hluti af miklu misgengi í fjármálakerfi hins vestræna heims sem hafði verið að grafa um sig í allmörg ár: Það var ekki bundið við Ísland eða íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrir liggur að flestir bankar á Vesturlöndum hefðu orðið gjaldþrota á árum 2008 til 2009 ef ríkisstjórnir og seðlabankar viðkomandi landa hefðu ekki komið þeim til aðstoðar. Meginástæðan fyrir því að fjármálahrunið var Íslandi þungbærara en ýmsum öðrum löndum var einfaldlega sú að hér var fjármálakerfið stærra miðað við þjóðarbúskapinn en víðast annar staðar. Öfugt við mörg önnur lönd voru því ekki forsendur fyrir því að íslenska ríkið og seðlabankinn björguðu þessu kerfi er áfallið dundi yfir.

 

Nú eru liðin um fjögur og hálft ár frá áfallinu í október 2008. Því miður hefur illa gengið í að rétta þjóðarskútuna við í framhaldinu.

 

Hagkerfið er enn í djúpri kreppu. Á árinu 2012, meira en fjórum árum eftir að bankahrunið átti sér stað, var verg landsframleiðsla enn liðlega 5% lægri en hún var árið 2007 (sjá meðfylgjandi línurit). Þessi samdráttur samsvarar tekjuminnkun upp á nálægt 1 milljón kr. á sérhverja fjölskyldu í landinu.

 

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur minnkað miklu meira. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar var hann hvorki meira né minna en 20% lægri á árinu 2012 en hann var á árinu 2007. Þannig hafa heimilin í landinu tekið á sig miklu meiri byrðar en nemur minnkaðri landsframleiðslu. Þar ræður mestu stóraukin skattheimta og laun sem hafa dregist stórlega aftur úr verðbólgu.

 

Sorglega lítið hefur miðað í því að rétta af fjárhag skuldsettra heimila. Núna meira en fjórum árum eftir áfallið 2008 verður ekki betur séð en fjöldi heimila sé enn í alvarlegri skuldakreppu.

 

Fjárfestingar í framleiðslutækjum og mannauði eru forsendur hagvaxtar og velsældar í framtíðinni. Það er því mikið áhyggjuefni að undanfarin fjögur ár hafa þessar fjárfestingar verið í sögulegu lágmarki. Fjárfesting í mannvirkjum og atvinnutækjum hefur verið svo lítil að álitamál að hún dugi fyrir nauðsynlegri endurnýjun fjármagnsstofnsins. Að áliti Hagstofunnar er svo ekki. Samkvæmt tölum hennar hefur hrein fjárfesting, þ.e. fjárfesting að frádregnum afskriftum verið neikvæð frá árinu 2009 (sjá meðfylgjandi línurit).

 

Fjárfestingar í mannauði hafa örugglega verið neikvæðar. Frá árinu 2009 til ársloka 2012 voru brottfluttir umfram aðflutta til Íslands um 8700 manns. Þar við bætist að margir af hinum brottfluttu, svo ekki sé minnst á þá sem ekki hafa snúið til baka frá námi erlendis, eru vel menntað hæft fólk á besta aldri sem undir venjulegum kringumstæðum hefði orðið burðarás í íslensku samfélagi.

 

Hallarekstur og ríkissjóðs og skuldsöfnun er kapítuli út af fyrir sig. Hin mikla skuldsetning þjóðarinnar í kjölfar áfallsins 2008 krafðist almenns sparnaðar í þjóðarbúinu. Þjóðin varð og verður enn að leggja verulega fjármuni til hliðar til að greiða erlendar skuldir og styrkja efnahag heimila og fyrirtækja. Þá bregður hins vegar svo við að ríkissjóður gengur á undan með vondu fordæmi. Á hverju einasta ári frá árinu 2009 hefur ríkissjóður verið rekinn með mjög miklum halla. Fram til 2012 hefur þessi halli verið yfir 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Jafnvel þótt árinu 2009 sé sleppt, þar sem þá voru nokkur sérstök útgjöld vegna hrunsins, er hallinn frá 2010 enn um 6,4% af vergri landsframleiðslu eða yfir 100 milljarðar króna á ári að jafnaði. Þessi halli hefur auðvitað endurspeglast í hraðvaxta uppsöfnun opinberra skulda. Opinberar skuldir voru nánast engar árið 2007 en voru orðnar um 60% af VLF í árslok 2012 (sjá meðfylgjandi línurit).

 

Allir eru sammála því að atvinnuleysi sé samfélagsböl sem umfram allt beri að forðast. Við lifum nú samt á mesta atvinnuleysisskeiði lýðveldissögunnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur atvinnuleysi að jafnaði verið um 7% frá árinu 2009 og var enn 6% árinu 2012. Tölur Vinnumálastofnunar sem miða við þá sem geta fengið atvinnuleysisbætur eru heldur lægri, en mældu samt 5,5% atvinnuleysi í febrúar 2013...

 

Íslenskir borgarar og atvinnulíf búa enn við viðamikil gjaldeyrishöft..... 

 

Allt stafar þetta af rangri efnahagsstefnu í kjölfar hrunsins. Sú efnahagsstefna einkennist af miklum skattahækkunum, gríðarlegri opinberri eyðslu, miðstýringaráráttu, gjaldeyrishömlum og almennri haftatrú, árásum á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og almennri andúð á einkaframtaki og framleiðslustarfsemi...."

 


Það er til marks um það að Steingrímur J. Sigfússon hefur komist upp með það átölulaust í fjölmiðlum að segja að ríkisstjórnin hafa náð niður ríkissjóðshallanum. Þetta er hrein og klár ósvífin lygi. Hallinn er 100 milljarðar og hefur verið svipað öll hans ríkisstjórnarár.
Hann hefur líka komist upp með það að segja atvinnuleysi á undanhaldi og þakkað sér það. Aftur lygi því það er viðvarandi 6 %. Miklu hærra ef landsflóttinn hefði ekki komið til.
Hann hefur líka komist upp með að segja að hagvöxtur sé hafin og fjárfestingar. Aftur lygi því staðreyndin er að fjárfestingar eru neikvæðar.
Hann hélt því líka fram að hann væri á móti aðeild að ESB. Aftur lygi þar sem flokkurinn seldi þá sannfæringu undireins fyrir launaða stöðu handa Steingrími sjálfum. Nú bíða hans verðtryggð eftirlaun umfram aðra þegna landsins. 
Vandi íslensku þjóðarinnar er að trúa þjóðlygurum sem með áróðurstækni heilla kjósendur til að fela þeim völd sem þeir nota af heimsku sinni til að gera illt verra. Það er ríkisstjórnin sem hefur lagt dauða hönd á allt sem til bjargar mátti verða, sama hvort var beislun orkulinda eftir svikinni rammáætlun, örfun atvinnulífsins með lægri álögum, milljarðasóun í ótímabært stjórnarskrármál og aðildarviðræður við ESB, stórfellda kvótaaukningu meðan allt veður í fiski og síld, ofsóknum á hendur öldruðum og öryrkjum með auðlegðarskattinum, sóun uppá tugi milljarða í björgun ónýtra fjármálafyrirtækja, fábjánalegar ráðstafanir í bankamálum þar sem vogunarsjóðum var afhent skotleyfi á íslensk heimili. Upptalningin er endalaus. Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum var eitt sinn kveðið. 
Alveg án þess að nefna snjóhengjuna sem yfir vofir og er orsökun fyrir gjaldeyrishöftunum. þá er auðvelt að fá kosningatimburmenn strax með því að horfa á þessar ógnvekjandi staðreyndir sem prófessor Ragnar Árnason tínir til í dag.

VALITOR

er fyrirtæki sem er með lungann af íslenskum heimilum í gíslingu. VISA-reikningurinn er skelfing heimilanna sem dynur yfir um hver mánaðarmót. Því heimilin eru yfirdregin um einn mánuð og hafa þannig orðið ánauðugir þrælar kortafyrirtækjanna.

Þessu fjárplógsfyrirtæki Valitor hefur tekist að ánetja heimilin sér eins og fíkniefni í skjóli stöðugrar rýrnunar kaupmáttar. Áður fengu menn útborgað í seðlum í umslagi og síðan var ekki eytt meiru en þar var í þann mánuð. Man einhver ávísanaheftin og FITTIÐ?

Nú býður þetta flotta fyrirtæki meiri yfirdrátt á sanngjörnum 36 % vöxtum eða þar um bil, VISA-rað, VISA-bein blabla. Þetta er eiginlega siðlaust fyrirtæki grannt skoðað, eins og Fagin í Oliver Twist. Það gerir mönnum kleyft að ganga ekki með peninga á sér en kúgar alla seljendur vöru til að borga sér þóknun fyrir að selja  fólki sem á ekki fyrir vörunni. Sá sem borgar með seðlum fær engan afslátt fyrir það sem er auðvitað bullandi ósanngjarnt.

Nú var þetta ekki nóg. Fyrirtækið er uppvíst að glæpsamlegu hátterni.Ekki í fyrsta sinn sem íslenskt kortafyrirtæki lendir í því. Valitor er búinn að stela gríðarlegum fjárhæðum með því að útiloka samkeppnisaðila. Þetta er sannað mál. Og svo hvað?

Réttvísin segir að það er bara fyrirtækið sem er sekt. Það bara borgar eitthvað einhverjum sem enginn veit. Stjórnandinn, sá sem skipulagði starfsemina, hann er löngu farinn og orðin séff einhversstaðar annarsstaðar.

Hvar varð ásetningurinn um framningu glæpanna til? Í plastgerðinni sem býr til kortin? Í efnahagsreikningi fyrirtækisins? Enginn starfsmaður kemur þar nærri. Fyrirtækið er aðili að lögum.

Ef Albert Anastasia hefði stofnað fyrirtæki sitt MURDER Inc.( MORÐ hf.) á Íslandi, hver hefði afstaða íslenskrar réttvísi verið til fyrirtækisins? Afurðir fyrirtækisins yrðu algerlega á vegum þess? Enginn stjórnenda myndi bera minnstu ábyrgð á afleiðingunum? Hver er munurinn á VISA og t.d. fyrirtæki sem héti Rán & Gripdeildir ehf? Enginn ábyrgur innan fyrirtækisins? Bara efnahagsreikningurinn?

Ef menn í stjórnunarstöðum fyrirtækis aðhafast þannig að glæpsamleg  hegðun telst, þá  er vandséð hvernig er hægt að áfellast fyrirtækið fyrir gerðirnar.

Eiga glæpamenn að fara í fangelsi?. Eiga þeir að fá að gegna opinberum ábyrgðarstöðum?  Hvernig myndu Bandaríkjamenn svara svona spurningum  sbr. Maddoff, G.E. og fleiri slík mál?

Nei venur, hér er barrasta allt í keyinu!

Það er Valitor sem borgar. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband