Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
31.3.2014 | 22:17
Klofningur í Sjálfstæðisflokknum
er óskaland vinstripressunnar, allt frá Sigurjóni M. á Bylgjunni til Ríkisútvarpsins.
Aldrei þessu vant er ég pollrólegur yfir þessum tíðindum. Ég er svo sannfærður um smæð þessa klofnings að ég held að hann sé meira í ætt við flögnun en klofning. Svona eins og menn fá eftir sólbruna.
Kannski eigum við ekki að sýta það að Benedikt Jóhannesson, Sveinn Andri og félagar reyni þetta. En ég tel að þetta reynist þeim erfitt og ég hef nú tæpa trú á því að Þorsteinn Pálsson muni leiða þetta.
Reynslan í íslenskri pólitík er afgerandi á móti því að litlir hægriflokkar endist nema skamma ævi. En það eru alltaf einhverjir í stórum flokkum sem eru svo miklu sannfærðari en hinir að þeir geta ekki orðið undir í atkvæðagreiðslum. Og ekki verður málefnabreiddin björgulegri hjá þessum nýja hægri flokki en hjá Samfylkingunni,- aðeins eitt mál á dagskrá fyrir utan einhverjar almennar skrautfjaðrir . Áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem hafa ekki verið í gangi síðastliðin 2 ár er grunnstef hins nýja stjórnmálaafls.
Eigninlega er þetta fyrir mér svo utópísk röksemdafærsla að ég skil hana ekki. Ég trúi því ekki að í pakkanum sé annað en skrifað stendur hjá ESB sjálfu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki svikið neitt þegar hann vill slíta viðræðum formlega. Það er Landsfundarsamþykktin sem gildir hvað sem einstakir menn hafa láti'ð á sér skilja án þess að ég hafi heyrt það.
Ef til vill er það nauðsynlegt að þessi flögnun utanaf Sjálfstæðisflokknum fari fram þó alltaf sé það sorglegt að menn vilji ekki lengur kjósa þær hugsjónir sem flokkurinn stendur fyrir og hafa ekki breyst síðan 1929.
30.3.2014 | 11:21
Verkfallsréttur
opinberra starfsnmanna gengur ekki upp. Það er alveg sama hvernig ég velti þessu fyrir mér, þá er mín niðurstaða sú sama. Opinberir starfsmenn geta ekki farið með verkfallsrétt.
Ég er opinber starfsmaður þó ég stimpli hvergi inn né einhver sakni mín þó ég mæti ekki. Ég get ekki lifað á þeim launum sem ríkið skammtar mér sem ellibelg. Ég er þessvegna upp á sjálfan mig kominn hvort ég horfell eða ekki. Ég þarf að greiða fyrir mig hlutfallslega mikla skatta af minni starfsemi til ríkisins. Peninga sem mig sárlega vantar til að komast betur af.
Get ég boðað og farið löglega í verkfall og hætt að borga skatt nema það verði samið við mig? Get ég varnað skólabörnum inngöngu í skólann sinn nema samið verði við mig? Get ég stillt mér upp á umferðargötu og lokað henni. Sagt við lögregluna að hér sé verkfallsaðgerð í gangi, fólk verði að fara aðra leið. Get ég sett truflanasendi í gang til að trufla fjarskipti? Hætti ekki nema samið verði við mig?
Af hverju eru ellibelgir ekki viðurkenndir samningsaðilar? Vegna skorts á þvingunaraðgerðum?
Af hverju geta kennerar notað nemendur sína, sem ríkinu er skylt að uppfræða, sem þvingunarmeðul? Af hverju geta flugumferðarstjórar notað flugumferð sem þvingunartæki fyrir sjálfa sig? Reagan sagði að þeir gætu það ekki í USA. Hefur einhver heyrt af verkfalli í Bandaríkjaher? Eða í skólunum þar? Hjá FBI? Slökkviliðinu í New York? Af hverju höfum við þessa sérstöðu hér?
Ég held að núverandi kennaraverkfall eigi ekki að leysa nema samið verði um að þetta sé síðasta verkfallið. Standi það enn í haust þá verðum við að endurskipuleggja allt kerfið. Með valdboði ef með þarf.
Það er ekki hægt að reka þjóðfélag þegar minnihlutar sætta sig ekki við að vera í minnihluta og grípa til þvingunaraðgerða gegn meirihlutanum. Það er eitthvað að þeim leikreglum sem um þetta gilda.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekkert gert ef einhverjir félagsmenn kljúfi flokkinn og stofni nýjan. En á hann að afhenda þeim hlutfallslega af eignum gamla flokksins? Annars loki þeir dyrunum að Valhöll?
Menn geta sagt upp og farið úr sínu starfi. En þjóðfélagið getur ekki búið við þennan svonefnda verkfallsrétt lengur. Hann er forneskja.
30.3.2014 | 00:59
Woodstock
myndin sem sýnd var í kvöld fannst mér i raun stórkostleg. Hún vekur upp eftirsjá að maður skyldi vera svona skver alla æskuna að maður komst aldrei á svona algeran trylling. Ekki á Hróarskeldu eða þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maður var fæddur of snemma fyrir þessi tækifæri öll.
Þó komst ég á Laugarvatn sem harmonikkuspilari í bragganum sem pjakkur og því gleymi ég aldrei. Við söfnuðum tómum brennivínsflöskum og seldum því við höfðum þá aldrei smakkað það. Einn okkar fékk að kyssa eldri stelpu í tjaldi og við hinir vorum auðvitað grænir. Maður leit aldeilis upp til eldri unglinganna sem áttu heiminn þarna. Rómantíkin var allstaðar. Þarna voru Edda og systir hennar, Böðmóðstaðasystur, Clausensbræður, Andrés á Hjálmsstöðum, Kallinn Pú, Sabú, og Óli blaðasali í fríi. Ólgandi mannlif um sumarnótt í þurru birkikjarrinu. Allt í friði og kærleika.
Ég hreifst því í dag sem gamall maðr af þessu framtaki æskumannanna í Woodstock sem gerðu þetta. Hluti af árangrinum var skuggi VietNam-stríðsins. Unga fólkið var að vakna til pólitískrar vitundar um að slifsiklæddir kallar eins og Johnson hefðu ekki endilega rétt fyrir sér eða leyfi til að senda það nauðugt til að drepa fólk. Að hugsa sér hvað maður var fylgispakur við hina réttu stefnu og hlustaði lítið á grasrótina.
Eftir Woodstock finnst mér að erfiðara hafi reynst að ljúga að fólki i jafn stórum stíl og áður. Ég held að Hitler hefði ekki náð sínum árangri með eftir Woodstockfara í Hitler-Jugend eða þá Stalín með sitt trúboð meðal íslensks æskulýðs eftir þann viðburð. Við hneykslumst svo seinna á Eldborgarhátíð og fleiri æskulýðssamkomum með öllum óhjákvæmilegum uppákomum. En er þetta ekki kraftbirtingarhljómur guðdómsins og æskufjörsins? Þurfum við ekki bara meiri skilning á því hvað er að vera ungur þó bara einu sinni sé?
Eigum við ekki að hætta að hneykslast á Woodstock og þeim hátíðum sem á eftir fylgdu? Var ekki Woodstock í raun stórpólitískur atburður sem leiddi síðar til falls múrsins meira en margt annað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2014 | 09:06
Mátti selja vörumerkið "Icelandic?
er inntakið í ágætri grein hins góða konsúls Þóris Gröndals á Flórídu. En Þórir starfaði mestan hluta lífssíns að fisksölu undir merkjum Íslands.
Það er eðliðegt að hann Þórir velti því fyrir sér hvernig bréfaguttarnir fóru með fisksölufyrirtækin í USA sem Íslendingar höfðu byggt upp í eina tvo aldarþriðjunga fyrir þessa atburði.
Aðgerðir þessara nýríku kvótatengdu bréfagutta höfðu líka þá geopólitísku þróun í för með sér að Íslendingum var beint í meira mæli til Evrópu menningarlega og viðskiptalega með þeim afleiðingum að kratismanum hér heima óx meiri fiskur um hrygg en hugsanlega hefði annars verið. Afleiðingarnar eru óræðar.En uppgangur á vinstri vængnum hefur ávallt í för með sér svik eins og menn sáu þegar VG vildi fara í Evrópusmabandið þvert á loforðin, flokkafóru sveimhuga á Alþingi og skort á stefunfestu í stjórnmálum.
En Þórir skrifar svo í Morgunblaðinu í dag:
"Æ, æ, það var nú meira ólánið fyrir strákagreyin hjá Icelandic Group, að þetta hvalavesen skyldi einmitt núna þurfa að koma upp í henni Ameríku. Salan á dótturfyrirtækinu, Icelandic USA, til kanadísku keppinautanna, High Liner Seafood, í nóvember 2011 var alveg að gleymast. En nú verður þetta allt rifjað upp aftur.
En hvað áttu þeir annars að gera, strákarnir í Íslenzku Grúppunni? Einhvern veginn, áður en þeir vissu af, var fyrirtækið orðið skuldum vafið og gjaldþrot blasti við. Kanadamenn buðust til að hjálpa þeim með því að taka dótturfyrirtækið í Ameríku yfir, og meira að segja lofuðu þeir að tryggja, að markaðsaðgangur íslenzkra framleiðenda yrði sá sami og áður. Ofan á allt annað ætluðu þeir, af góðseminni einni saman, að halda á lofti vörumerkinu, Icelandic í heil 7 ár.
Allir vita, að þjóðirnar, sú íslenzka og sú kanadíska, eru tengdar vináttuböndum. Í Kanada er allt fullt af Vestur-Íslendingum, sem borða vínartertu, klæða sig í peysuföt og bjóða íslenzkum ráðamönnum á fullveldishátíðir sínar til að halda ræður um vináttu landanna. Og Icelandair er komið þar með eina fimm áfangastaði. Hverjum getum við treyst ef ekki Kanadamönnum, sögðu Grúppararnir.
En nú er bezt að sleppa öllu gríni, því allt er þetta ferli þyngra en tárum taki. Þegar salan var tilkynnt, 2011, var eitt aðalatriðið, að markaðsaðgangur Íslendinganna yrði sá sami og áður. Í Moggagrein, sem höfundur ritaði á þeim tíma, líkti hann því loforði við það, að Ísrael myndi lofa að gæta hagsmuna Palestínu úti í heimi. Annars skal viðurkennt, að fréttir af efndum þessa loforðs hafa verið af skornum skammti. Það er eins og seljendur Icelandic USA hafi sem allra minnst viljað minnast á málið. Eins og þeir hafi helzt viljað, að það gleymdist sem fyrst.
En nú kemur í ljós, að kanadískir eigendur High Liner Seafoods eru ekki bara vinir Íslands heldur líka hvalanna. Þeir ætla að beygja sig fyrir vilja hvalavinafélagsins í Ameríku og hætta að kaupa fisk frá hinum vondu, íslenzku hvaladrápurum. Og hvað skyldi þetta nú þýða? Líklega að High Liner þurfi ekki lengur að standa við loforðið um tryggingu markaðsaðgangs. Er þá endanlega búið að ganga af dauðri 65 ára markaðsuppbyggingu Íslendinga í Ameríku?
Á undanförnum áratugum, þegar Íslendingar áttu bæði Coldwater og Iceland Seafoods, blossuðu alltaf öðru hvoru upp mótmæli hvalavina í Ameríku. Þeir reyndu að fá fólk til að hegna okkur með því að kaupa ekki íslenzka fiskinn. En það var ekki auðvelt, því meirihluti hans var seldur á fjölfæðismarkaði en ekki í smásölu. Uppruni fisks sem búið er að elda á veitingahúsi er ekki eins augljós og þess sem er til sölu í matvörubúðum. Íslendingarnir stóðu þessar árásir alltaf af sér og sköðuðust ekki. Þeir héldu líka uppi fræðslustarfsemi um hvalveiðar okkar í gegnum umboðsmenn sína og kaupendur. Vildarvinir okkar, Kanadamenn, hafa víst ekki mikinn áhuga á að aðstoða okkur á þessu sviði.
Halda hefði mátt, að hið opinbera hefði fylgst með, þegar spurðist um áform Icelandic Group að selja Icelandic USA. Allir, sem eitthvert vit höfðu á þessum málum, vissu, að hér var um áríðandi hagsmuni þjóðarinnar að tefla. Ekki er vitað, hvað vakti fyrir ráðamönnum landsins. Reyndar var sú stjórn, sem þá sat að völdum, mjög evrópusinnuð og sögð hafa haft lítinn áhuga á að efla samband við Bandaríkin. Og ráðherrarnir, eins og þeim er títt, uppteknir við að ferðast til útlanda og halda ræður til að bjarga heiminum. Þegar þetta gerðist virðist Palestína hafa verið ofar í hugum þeirra, sem utanríkismálum réðu, heldur en Icelandic USA.
Jafnvel í hinni vondu Ameríku hafa stjórnvöld vit á að reyna að fylgjast með einkaframtakinu og því sem það er að baksa. Öðru hvoru kemst í fréttir, að hið opinbera hafi stöðvað samninga amerískra fyrirtækja um sölu til erlendra aðila á eignum eða tækniþekkingu, sem talið var að skaðað gæti þjóðarhagsmuni. Eina dæmið frá Íslandi, sem líkja mætti við þetta, var þegar fimmstjörnu Kínamanninum var meinað að kaupa landspildu uppi í sveit.
Segja má, að lítið þýði að vera að býsnast yfir því sem er búið og gert. Samt er það þannig, að stundum geta menn ekki orða bundist. Ekki er ritari hæfur til að dæma um, hvort 230 milljónir dollara, eða 26,2 milljarðar króna, voru sanngjarnt verð fyrir Icelandic USA. Allar eignir, birgðir og rekstur í Bandaríkjunum og reyndar Asíu, markaðskerfi með um 100 umboðsmönnum og allt að 1.000 viðskiptavinum. Andvirðið er minna en 10% af 270 milljarða heildartapi Íbúðalánasjóðs samkvæmt skýrslu rannsóknarfólks Alþingis.
Margir ómerkilegri atburðir en salan á Icelandic USA hafa verið teknir til rannsóknar á Íslandi. Einhver hinna mörgu fjölmiðla í landinu ætti að taka sig til og senda fólk út af örkinni til að rannsaka allt það ferli, bæði á Íslandi og í Ameríku. Niðurstaðan gæti ef til vill hjálpað til að fyrirbyggja slík ofurafglöp í framtíðinni."
Þarna er staðan í hnotskurn:
Kvótatengdu bréfaguttarnir seldu vörumerkið "Icelandic" til Kanada. Kanada ætlar ekki að kaupa eir fisk frá Iceland vegna hvalveiðanna. Fiskur undir vörumerkinu og með fánalitunum Icelandic er ekki íslenskur.
Má ég selja íslensk vegabréfið mitt?
Má ég selja ríkisborgararétt minn?
Má ég selja Nubo Grímstaði á fjöllum?
Hvað má ég ekki selja?
28.3.2014 | 09:00
Slítum slitastjórnunum
strax. Það er löngu orðinn þjóðarskandall hvernig sérvaldar lögfræðistofur hafa rakað saman milljörðum við að stokka pappír í 5 ár frá falli bankanna. Og gera enn á fullum dampi og eru orðnar fjármálaleg Nomenklatúra í landinu sem lifir í fáheyrðum lúxus þar sem gullið freyðir úr öllum vitum.
Bjarni Benediktsson hefur talað þannig síðasta ár, að hann telji að við óbreytt ástand í þessum efnum megi ekki öllu lengur sitja. Á ársfundi Seðlabankans kristallast þessar skoðanir í tali hans þó enn hafi ekkert gerst. Raunar fannst mér Seðlabankastjóri einnig ýja að því að einhverju þyrfti að breyta hvað þetta varðar. Þessi afkárameðferð á gjaldþrota bönkum er farin að lama Íslendinga og allt þeirra líf. Vonin og sjálfstraustið hefur beðið hnekki.
Þessar súrrealísku slitastjórnir hafa nú sogið spenana í fimm ár án þess að nokkuð bitastætt hafi fram komið annað en að þjóðin getur ekki leyft nauðasamninga vegna þessara banka. Sem henni koma ekki hið minnsta við því þetta voru einkafyrirtæki. Umfang þeirra varð hinsvegar svo mikið að allar greiðslur á vegum slitastjórna hafa úrslitaáhrif gjaldeyrisstöðu Seðlabankann. Svo miklir rugludallar hafa hinsvegar setið í þessum slitastjórnum að þeir hafa heimtað að fá að ráðstafa öllu rekstrarfé landsins í delluhugmyndir sínar um útgreiðslur eftir nauðasamningum. Enda ráðstafanir fyrri stjórnvalda og þá sérlega Steingríms J. Sigfússonar í bankamálum verið með þeim endemum að vitræn lending hefur verið stórum torvelduð.
Sá sem hér heldur á penna hefur um langt árabil krafsit þess að búin séu sett í gjaldþrotameðferð og aðeins greitt út í íslenskum krónum. Auðvitað hefur hann fáar undirtektir hlotið og heimsendaspámenn hafa haft yfirhöndina.Fljótræðisráðstafanir að undirlagi Steingríms J. svo sem í sölu bankaútibúa, banka og gjaldþrota rekstrar hafa gert allt dæmið mun verra. En þeir sem setja barn undir stýri á stórum bíl geta ekki krafist þess að barninu sé refsað þegar bíllinn fer útaf. Þessvegana er tilgangslaust að fdraga Steingrím fyrir Landsdóm. Það eru kjósendurnir sem eru hinir seku.
Þessvegna gleður það skrifarans litla hjarta að lesa eftirfarandi haft frásögn af orðum Bjarna Benediktssonar á ársfundi Seðlabankans:
"Líftími slitabúa föllnu bankanna getur ekki verið »endalaus« og dæmi eru um erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, að þau fái aðeins frest til þriggja ára til að ljúka slitum, sem hægt sé að framlengja til fimm ára við »sérstakar aðstæður«.
Gömlu bankarnir á Íslandi - Kaupþing, Glitnir og Landsbanki Íslands - hafa hins vegar nú þegar verið meira en fimm ár í slitaferli. »Ef kröfuhafarnir ná ekki að ljúka nauðasamningum er ekki annað að gera en að fara með búin í gjaldþrot.«
Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, efnahags- og fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands sem var haldinn í gær. Hann bætti því við að eignarhald íslenskra fjármálafyrirtækja, sem er að stórum hluta óbeint í höndum erlendra kröfuhafa föllnu bankanna, sé »ástand sem getur ekki orðið viðvarandi, óháð fjármagnshöftum«.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu á fundinum að stóra myndin þegar kæmi að afnámi fjármagnshafta hefði lítið breyst síðustu misserin. Fyrirsjáanlegt væri að viðskiptaafgangur næstu ára myndi ekki duga til þess að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána að óbreyttu. Kvikar krónueignir í höndum erlendra aðila gætu þar til viðbótar farið upp í hálfa landsframleiðslu ef krónueignir föllnu bankanna yrðu að fullu innheimtar og greiddar til erlendra kröfuhafa. Ljóst væri að Ísland hefði engan afgang af gjaldeyristekjum sínum til að leysa út þessar krónustöður fyrir gjaldeyri.
Í ræðu sinni vék Bjarni að því að afnám hafta væri lykilatriði til að treysta samkeppnishæfni og viðskiptafrelsi Íslands á ný. Hann nefndi hins vegar að höftin næðu ekki bara til kröfuhafa föllnu bankanna, þótt umræðan snerist oft um þá, heldur á öllu íslenska efnahagslífinu, fyrirtækjum og einstaklingum.
Bjarni benti á, eins og áður hefur verið sagt frá á viðskiptasíðum Morgunblaðsins, að síðustu fimm ár hefði samanlagður viðskiptaafgangur Íslands numið um fjórðungi af landsframleiðslu. Þetta hefði gerst í umhverfi þar sem Íslendingar hafa jafnframt búið við sögulega lágt raungengi krónunnar og fjárfestingastig sem hefur sjaldan mælst lægra. »Það eru ansi snögg umskipti hjá þjóð sem hafði áður búið við áratuga langan halla af viðskiptum við útlönd.«
Fram kom í máli Bjarna að sú fullyrðing, sem sagt var frá í erlendum miðlum fyrr á þessu ári, að Ísland væri úti í kuldanum á erlendum fjármálamörkuðum vegna ágreinings stjórnvalda við erlenda kröfuhafa »ætti sér enga stoð í raunveruleikanum«.
Að sögn Bjarna hefur ríkisstjórnin sett afnám hafta í forgang og þar muni uppgjör slitabúa bankanna skipta höfuðmáli. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki í neinum beinum viðræðum við kröfuhafa enda »eiga þeir kröfur á innlend fjármálafyrirtæki í slitameðferð, en ekki á íslenska ríkið. Það er á ábyrgð slitastjórna og kröfuhafa bankanna að leita eftir nauðasamningum um uppgjör þeirra sín á milli og hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld hafa beina aðkomu að gerð samninganna sjálfra. Hlutverk stjórnvalda er aftur á móti að sjá til þess að að þær undanþágur frá höftunum sem slitabúin sækjast eftir vegna útgreiðslna til kröfuhafa hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðarbúið og þar með þá sem eftir sitja.«
Þarna er talað skýrt. Það þarf að moka fjósið. Rúlla til baka afglöpum Steingríms J. í bankamálunum. Klára málin.
Svo finnst okkur fótgönguliðunum seint ganga að rúlla til baka vitleysisráðstöfunum síðustu ríkisstjórnar í skattamálum svo sem auðlegðarskattinum, tryggingagjaldinu og svo hinum sérstaka brandara hans Steingríms J. SYKURSKATTINUM. Því fleiri ráðstöfunum fyrri ríkisstjórnar í skattlagningu og mannaráðningum er snúið til baka, þeim mun betur ganga að leiða þjóðina til baka upp úr öldudalnum.
Hluti af því er að slíta slitastjórnunum strax og setja bankana í gjaldþrot.
26.3.2014 | 20:32
Sjálfdæmi
var löglega aðferð á þjóðveldisöld er menn vildu sættast á misgerðir.Það var hólmganga líka þó hún sé líklega úrelt.
Mér datt þetta í hug eftir að ég skrifaði fyrri færslu. Er ekki þetta kjaraviðræðuform ekki orðin gatslitin og óframkvæmanleg fyrir vinnuveitendur sem eru einkaaðilar, ríki og sveitarfélög? Hvernig á tæknilega að semja við hvern hópinn eftir annan þar sem hver yfirbýður hinn fyrri sem þá leggst í eftirsjá yfir sínum hlut?
Af hverju má ekki taka upp sjálfdæmi?
Hvert hagsmunafélag tilkynnir viðsemjanda sínum hver séu taxtalaun félagsins. Öllum félagsmönnum ber að greiða þá taxta fari þeir í vinnu. Hinsvegar fellur forgangur félagsmanna til vinnu algerlega niður og vinnuveitanda er heimilt að ráða hvern sem er ófélagsbundinn ef honum sýnist svo. Þannig má ráða kennara sem hefur ekki réttindi ef svo ber undir,lögregluþjón þó hann hafi ekki gengið á lögregluskóla og sé ekki í lögreglufélaginu? Flugumferðarstjóra sem stenst hæfnipróf án þess að vera í félagi flugumferðarstjóra, til dæmis erlenda?
Eina skilyrðirð er að hagsmunafélög séu skylduð til að leggja samtímis fram taxta sína þannig að allir megi sjá hvernig þau ætli að raða fólkinu sínu miðað við aðra. Þetta má til dæmis gera á 2-3 ára fresti með rauðum strikum og þess háttar að óskum hvers og eins. Kjarasamningur er ekki lengur neinn samningur heldur forskrift um kaup sem félagið setur upp fyrir sína félagsmenn. Bjóðist aðrir starfsmenn ódýrari þá mega menn nota þá að vild. T.d. eru indverskir verkfræðingar mjög færir ef almennur innflutningurvinnuafls er leyfður. Kínverska lækna má hugsanlega nota í einhverjum tilvikum ef ekki eru tök á að greiða taxta læknafélagsins.
Þannig spara menn sér karphús og það sjónarspil allt sem því fylgir. Verkföll eru þá óþörf með öllu að samningstíma loknum en félagsmenn geti ekki hindrað utanfélagsmenn að starfa.
Eru ekki öll skilyrðu uppfyllt með þessu og allir geta orðið ánægðir? Menn spanna ekki bogann of hátt og hafa innbyrðis viðmið.
Auðvitað vill enginn heyra þetta né sjá sem hafa hag af núverandi fyrirkomulagi. En gengur hitt til lengdar? Verður ekki að semja við alla í einu? Ekki eins og nú tíðkast þar sem linnulaus ófriður getur ríkt og hver hindrar hinn
26.3.2014 | 15:41
Þjóðin hefur valið verðbólgu
og fær hana líklega óþvegna í andlitið núna.
Kennarar eru í verkfalli með nemendur í gíslingu. Ríkið á að leysa hnútinn segja foreldrarnir. skiljanlega. Nemendurnir líka því þeir hugsa um sig. Bráðum verður gefið eftir og "samið"
ISAVIA- fólki er á leiðinni í "aðgerðir".BHM er búið með þolinmæðina. Samningar á almennum vinnumarkaði um 3.5 % eru náttúrlega einhverjar tölur sem enginn tekur mark á lengur.Og alls ekki menntaða fólkið.
Í landinu er ríkisstjórn og Alþingi sem eru því miður ekki líkleg til þess í mínum huga að taka á þessu máli. Ég get alveg séð fyrir mér ræður Össurar, Árna Páls og Steingríms J. og málþóf ef einhver vill taka á þeim málum sem einhverju skipta fyrir framtíð krónunnar og efnahags þjóðarinnar. Sjá ekki allir núna hversu gersamlega vonlaust er að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi? Hann yrði samstundist ónýttur með verkföllum.
Sem fyrr ráða þeir sem tiltölulega best hafa kjörin ferðinni á því sem við köllum vinnumarkað. En er ekki markaður þar sem einokun ríkir. Ótal sérfélög heimta samninga við sig óháð öllu öðru. Slíkt þjóðfélag stenst ekki til lengdar fremur en í Sýrlandi eða Sómalíu.
Ef ég réði þá myndi ég gera eftirfarandi:
1.Fjölgað verði í bekkjum í öllum skólum og raðað eftir námsgetu.
2. Laun kennara verða í hlutfalli við fjölda í bekk.
3. Laun kennara verða tengd námsárangri í reikningi og lestri.
4.Verkfallsréttur opinberra starfsmanna verði mjög skertur eða aflagður í fyrra horf.
5. Allir núverandi launaflokkar verða frystir.
6. Launahækkun verði hvergi meiri en um hefur verið samiðá almennum vinnumarkaði.
7. Einkavæðing skólakerfisins verði sett í forgang.
8. Námslán verði efld og tengd árangri.
9. Opinber skrá sé gefin út um tekjur allra landsmanna.
Ég ræð hinsvegar engu nema hugsunum mínum. Þær segja mér að skammt sé í verðbólgusamninga sem nema tugum prósenta samfara háværu tali um ónýtan gjaldmiðil, upptöku evru og áframhaldandi aðildarviðræður vi Evrópusambandið. Að enn einu sinni hafi hin heimskra manna ráð verr gefist sem oft áður.
Húsnæðislánin stórhækka.
Verðbólgan étur upp allan ávinning kjarasamninganna á örfáum mánuðum.
Lánaleiðréttingin mikla stendur eftir sem eitthvað sem engu breytti.
En verðbólgutímar eru líka spennandi því þeir knýja menn til að hugsa. "Kom þú sæll þá þú vilt" sagði séra Hallgrímur og vissi að það er ekki hægt að deila við dómarann mikla. Íslandi verður ekki bjargað úr þessu með þjóðarsátt. Stjórnkerfið landsins er of veikt. Stjórnmálamennirnir eru of veikir.
Þjóðin hefur valið verðbólgu og fær hana.
24.3.2014 | 12:22
Kjarni málsins
um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til aðildarviðræðnanna við ESB kemur einkar vel fram í Morgunblaðinu í dag.
Fyrst segir Stefán Sveinsson svo;
"Undanfarin misseri hefur mér liðið eins og Sjálfstæðisflokknum sé haldið í gíslingu af fámennum hópi sem getur ekki sætt sig við að skoðanir hans hafa hvorki hlotið neitt brautargengi innan flokksins né verið sérstaklega almennar. Samkvæmt öllum nýlegum könnunum eru níu af hverjum tíu sjálfstæðismönnum andvígir inngöngu Íslands í ESB og ríflega það. Fátt bendir til þess að það breytist í náinni framtíð.
Þessi hópur hefur hins vegar haft sig mikið í frammi, og reynt að knýja fram með nokkrum þjósti, svo að ekki séu sterkari orð notuð, að stefna flokksins í Evrópumálum verði önnur en sú sem meirihluti flokksmanna aðhyllist. Síðustu vikurnar hefur því mátt fylgjast með algjörri afbökun ESB-umræðunnar og stöðu málsins innan Sjálfstæðisflokksins. Það liggur við að nánast allir þeir sjálfstæðismenn sem nokkurn tímann hafa horft jákvæðum augum til aðildar hafi verið dregnir upp á dekk til þess að tjá sig um öll brostnu loforðin, sem þó merkilegt nokk, eiga sér engan stað í samþykktum landsfundar flokksins, sem á, allavega að nafninu til, að marka stefnu flokksins.
Raunar mætti færa að því mjög sannfærandi rök að fylgishrun flokksins í aðdraganda síðustu kosninga hafi einkum stafað af afstöðu forystumanna hans í þriðja snúningnum af Icesave-málinu, en þar var einkum fylgt ráðgjöf sömu manna og sem nú láta mest til sín taka, og farið gegn skýrri stefnu landsfundar. Fylgið fór allavega ekki vegna Evrópumála, svo mikið er víst, því að það lenti nánast allt saman á Framsóknarflokknum, eina flokknum sem hafði harðari Evrópustefnu en Sjálfstæðisflokkurinn.
Um leið og þingsályktunartillaga utanríkisráðherra var lögð fram, tillaga sem samrýmist stefnu beggja stjórnarflokkanna, var farið aftur í sama óheillafarið. Fámennur hópur flokksmanna kemur saman í bakherbergi sem varla rúmar fótboltalið, og samþykkir áskorun á Sjálfstæðisflokkinn, sem í raun gengur út á það að einu sinni enn eigi að fresta því að þingmenn flokksins fari eftir samþykktum landsfundar síns. Gífuryrðin fljúga á alla vegu. Fyrrverandi formaður flokksins talar um stærstu svik Íslandssögunnar og fyrrverandi varaformaður flokksins uppnefnir ríkan meirihluta flokksmanna sem »svartstakka«, því nafni sem öfgasveitir Mussolinis gengust við. Í ljósi þess að »svartstakkarnir« upphaflegu voru fámennur hópur manna sem beittu hótunum og ofbeldi til þess að fá sínu fram, þykir mér það vera nokkur spurning hvorum hópnum innan flokksins sé betur lýst með þessu ófagra viðurnefni. "
Síðan segir Björn Bjarnason;
"Í bók sinni Ári drekans birtir Össur Skarphéðinsson frásögn af því helsta sem á daga hans dreif sem utanríkisráðherra árið 2012.
Hinn 9. febrúar 2012 vill Össur greina stöðuna í sjávarútvegsmálum gagnvart ESB og »leggja slagplan«.
Greining embættismanna er að ríki með makrílhagsmuni beiti sér að tjaldabaki gegn því að viðræður hefjist um sjávarútvegsmál. Fyrir þessu eru engar sannanir en Össur segist hafa »inngróna tilfinningu fyrir því sama«. Þá telja embættismennirnir hugsanlegt að ekki verði rætt um sjávarútvegsmál í ESB-viðræðunum fyrir kosningar í apríl 2013.
Össur segir að vaxandi vísbendingar gefi til kynna að Frakkar séu að snúast »nokkuð þétt« gegn viðræðum um sjávarútvegsmál og Frakkar viðri við aðrar þjóðir skilyrði, sem Íslendingar muni aldrei samþykkja, fyrir því að viðræðurnar hefjist.
Slagplan utanríkisráðuneytisins er að formaður íslensku ESB-viðræðunefndarinnar fari til Írlands og Bretlands þar sem makrílhagsmunir séu mestir og kynni málstað Íslands. Sjálfur fari Össur til fundar við Alain Juppé, þáv. utanríkisráðherra Frakka. Telur Össur sig eiga hönk upp í bakið á Juppé vegna stuðnings síns við hernaðinn í Líbíu »þar sem ég lagði hausinn á höggstökkinn« segir Össur og bætir við (bls. 51):
»Ég vil að við tökum upp í prédikanir okkar þá möntru að opni ESB ekki sjó [hefji ESB ekki viðræður um sjávarútvegsmál] fyrir kosningar [apríl 2013] verði það túlkað þannig af íslenskum almenningi að sambandið vilji okkur ekki inn næstu tíu árin. Það jafngildi því að ESB sé að stöðva viðræðurnar.«
Embættismenn utanríkisráðuneytisins fá þessi fyrirmæli frá ráðherra sínum hinn 9. febrúar 2012. Sjálfur fer Össur til fundar við Juppé hinn 7. mars 2012. Juppé vissi ekkert um makríldeiluna og hafði ekki áhuga á henni. Andstaða Frakka við að hefja viðræður um sjávarútvegsmál átti ekkert skylt við makríl.
Hinn 4. maí 2012 er Össuri orðið ljóst að vandann í sjávarútvegsmálum gagnvart ESB er ekki unnt að rekja til makríldeilunnar. Hann hittir þá Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem telur hugsanlegt að Frakkar vilji að Ísland fari í gegnum öll þröngu nálaraugun til að hægt verði að benda á það sem fordæmi þegar Balkanríkin fara í sín aðildarferli.
Þótt sósíalistar, flokksbræður Össurar, komist til valda í Frakklandi með François Hollande á forsetastóli og meirihluta í báðum þingdeildum að baki ríkisstjórn sinni haggast Frakkar ekki í andstöðu við að rætt sé við Íslendinga um sjávarútvegsmál.
Hinn 21. júní 2012 hittir Össur utanríkisráðherra Lúxemborgar, Jean Asselborn, jafnaðarmann og gamlan kunningja sinn, sem »þekkir alla evrópska sósíalista sem skipta máli«. Asselborn telur að ástæðan fyrir hörku Frakka sé ekki »helvítis makríllinn« heldur sé franska embættismannakerfið inngróið á móti stækkun. Á endanum muni Frakkar þó gefa sig en ekki strax.
Hinn 11. mars 2014 sagði Steingrímur J. Sigfússon á alþingi:
»Í raun og veru er það sem er grætilegt eftir á að hyggja að okkur skyldi ekki takast að koma sjávarútvegskaflanum [...] lengra áfram þannig að við sæjum eitthvað meira hvar við stæðum í þeim efnum.«
ESB-viðræðurnar strönduðu í mars 2011. Frakkar, Spánverjar og Portúgalar sætta sig ekki við skilyrði Íslendinga í sjávarútvegsmálum.
Meira að segja Össur Skarphéðinsson þorði ekki að beita sér fyrir breytingu á þessum skilyrðum.
Enginn þarf lengur að fara í grafgötur um stöðu ESB-málsins. Sé tilgangur ESB-viðræðna sá einn að »kíkja í pakkann« er augljóst að Frakkar, Spánverjar og Portúgalar banna það að óbreyttu. Brusselmenn vilja að Íslendingar hverfi frá skilyrðum í sjávarútvegsmálum. Hver vill stíga til móts við þá?
ESB-viðræðunum er sjálfhætt. Formsatriði vefjast þó fyrir ríkisstjórn og alþingi. Deilan snýst um hver eigi að kasta rekunum. Að rifist skuli um hvort öll þjóðin eigi að koma að þeirri ákvörðun er í raun óskiljanlegt "
Að sá fámenni hópur Sjálfstæðismanna með Þorsteinn Pálsson í broddu fylkingar skuli enn láta sér sæma að aðildarviðræðum sé framhaldið þar sem innihald pakkans liggi ekki fyrir er flokknum ekki til framdráttar.Flokkurinn verður því að taka af skarið strax og styðja viðræðuslit án tafar þannig að við getum farið að snúa okkur að sveitarstjórnarkosningunum sem eru að bresta á.
Kjarni ESB-málsins liggur fyrir.
23.3.2014 | 12:47
Nú þyrftu fréttamenn
að fylgjast með og senda okkur heim ræður Steingríms J.Sigfússonar sem hann heldur í ferð sinni til Aþenu. Þar ætlar hann að greina frá því hvernig hann bjargaði Íslandi úr hruninu og þá Icesave, I,II,III og IV og endurskipulagði bankamál íslensku þjóðarinnar svo mjög að honum er núna boðið til Grikklands þegar ekkert varð úr því að hann yrði þar landsstjóri eins og hann sjálfur hélt þegar mest var.
Er ekki fréttamaðurinn Óðinn Jónsson á lausu núna til að fara fyrir RÚV? Hlutlaus frásögn af boðskap Steingríms J., sem komst til metorða hjá þjóðinni útá 190 atkvæði VG fólks, til Grikkja er það sem þjóðin þarfnast.Annann eins leiðtoga hefur hún aldrei eignast og þá hlýtur að vera fréttnæmt hvað hann segir við Grikki og Grikkjur.
22.3.2014 | 19:57
Nærvera og umburðarlyndi
er það sem múslímar heimta af okkur Vesturlandsbúum. Nú eigum við að þola það með brosi á vör að reist verði moska í Reykjavík á besta stað. Hvað verður í næsta nágrenni moskunnar kemur í ljós. En umburðarlyndi músílmanna er sumum hugleikið.Hvað megi bjóða þeim og hvað ekki?
Þessi pistill barst mér á netinu srem ég nenni ekki að þýða:
"A broadcaster speaking on Melbourne, Australia, Radio, said, "I am truly perplexed that so many of my friends are against another mosque being built in Dandenong.
"I think it should be the goal of every Melbourne homeowner to be tolerant regardless of their religious beliefs. Thus the mosque should be allowed, in an effort to promote tolerance.
"That is why I also propose that two nightclubs be opened next door to the mosque, thereby promoting tolerance from within the mosque. We could call one of the clubs, which would be a gay club, 'The Turban Cowboy', and the other a topless bar called 'You Mecca Me Hot.'
"Next door should be a butcher shop that specializes in pork, and adjacent to that an open-pit barbecue pork restaurant, called 'Iraq o' Ribs.'
"Across the street there could be a lingerie store called 'Victoria Keeps Nothing Secret' with sexy mannequins in the window modelling the goods.
"Next door to the lingerie shop there would be room for an adult sex toy shop, 'Koranal Knowledge' its name in flashing neon lights, and on the other side a liquor store called 'Morehammered.'
"All of this would encourage Muslims to demonstrate the tolerance they demand of us, so their mosque issue would not be a problem for others."
Yes, we should all promote tolerance and you could play your part by passing this on."Spurningin er hvaða nærveru og umburðarlyndi þessi moska þeira Gnarrsins og Dagsins þolir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko