Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
30.5.2014 | 22:46
Vatnaskil hjá Sjálfstæðisflokknum
eru líklega framundan að því að mér finnst.
Flokkurinn mun leita meira að ástríðufólki í pólitík en sléttmennum til forystu. Flokkurinn fer ekki aftur í kosningar til þess fyrirsjáanlega að tapa eins og nú horfir. Taparar koma ekki aftur í foystusveit flokksins eftir því sem reynslan kennir okkur. Það verður kallað á nýtt fólk og nýjar áherslur. Ástríðupólitík og ástríðufullt fólk sem gefur sig allt í baráttuna.
Það verða mörg vinslitin í þeim átökum sem framundan eru. Flokksmenn munu verða að gera upp við sig hvað er best fyrir flokkinn áður en þeir hugsa hvað sé best fyrir þá og vinina þeirra. Það verður sárt en nauðsynlegt. Flokkurinn hefur ávallt verið stærri en einstakir menn og lifir ekki af nema svo verði.
það eru líklega að renna upp nýir tímar að mér finnst. Tímar fólks sem hefur aðra sýn á lífið en við þeir gömlu höfðum. Þær bylgjur munu skella á gluggum Valhallar sem mun ekki halda áfram tilveru sinni eins og grafhýsi liðinna veltitíma fornra frægðarmenna. Nútíminn bankar á bak hvers manns. Hvað getur þú gert fyrir landið þitt og þína afkomendur? Þinn gamli tími er liðinn því nýir tímar eru í nánd.
Á þarnæsta landsfundi munu verða mörg andlit sem ég ekki þekki eins vel og var á næstliðnum landsfundum. Hugsanlega bara verð ég ekkert þar heldur?
Þó finnst mér líklegt að margt íslenskt fólk framtíðarinnar muni skynja grunninntak sjáflstæðistefnunnar eins og fólk skildi hana frá 1929 til dagsins í dag, Þessvegna held ég að Sjáflstæðisflokkurinn muni lifa af þá tíma sem framundan eru til þess að sjá aðra bjartari.
En það eru trúlega einhver vatnaskil framundan hjá Sjáflstæðisflokknum.
30.5.2014 | 09:24
Reykjavíkurflugvöllur - In Memoriam
Á morgun verður dauðadómur Reykjavíkurflugvallar innsiglaður með stórsigri Samfylkingarinnar, S.Björns og hins nýja Borgarstjóra Dags.B.Eggertssonar í kosningunum.
Skiptin á dánarbúinu eeru þegar hafin. Bílaleiga Akureyrar er farin að girða af stórt svæði úr óskiptri Fluggarðalóðinni sem Reykjavíkurborg afhenti Fluggarðafólkinu með uppdrætti Magnúsar Sædal byggingafulltrúa og hefur síðan verið notuð til að jafna niður gjöldum á flugskýlin. Þar eiga nú að koma flákar af biluðum og gömlum bílum. En flugskýlin í Fluggörðum hafa nú greitt skatta og skyldur í áratugi án þess að fá nokkra þá þjónustu sem bæjarfélög veita skattþegnum sínum. Það er yfirleitt alltaf betra að vera innanbúðar fremur en utanbúðar í valdakerfinu.
Framkvæmdir eru þannig þegar hafnar á Fluggarðasvæðinu án þess að minnsta samráð hafi verið haft við þá sem fyrir eru. Búið er að gefa út heimild til að rífa félagsheimili flugmanna að Þorragötu án þess að þeim hafi svo mikið sem verið gert viðvart um hvað til standi. Þetta er hinn nýji stíll stjórnmála sem birtist vel í orðum oddvita arftaka besta flokksins, þegar hann var spurður að hvert kennsluflug ætti að fara. Lærið þetta bara í útlöndum sagði þá S.Björn. Og bætti við að nú hefðu þeir völdin og ætluðu að nota þau.
Á kveðjustund verður margt ósagt sem maður vildi hafa sagt. Það eru Reykvíkingar sem hafa sagt sitt síðasta orð. Ríkisvaldið lyppast niður að vanda þegar umræðustjórnmálin hafa tekið við. Reykjavíkurflugvöllur skal verða lagður niður án tillits til einhverra undirskrifta sérvitringa á blaði.
Á morgun kveðjum við Reykjavíkurflugvöll eins og við þekktum hann. Hann er lagstur undir hnífinn hjá lækninum Degi B. og jarðarfararstjóranum S.Birni. Samkór Reykvískra kjósenda syngur útfararsálminn.
Minning hans lifir með okkur sem lifðu með honum langa ævi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2014 | 23:41
Loksins kom heimastjórnin aftur
á ÍNN. Maður hefur sannarlega saknað hennar þegar endalausir matreiðsluþættir dynja yfir og allskyns umræður um það sem minna máli skiptir en velferð þjóðarinnar.
Nú kom heimastjórnin aftur hjá Ingva Hrafni og lét kjósendur hafa það óþvegið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu áður fengið á kassann í leiðara Morgunblaðsins á mánudaginn var, þar sem bent var á að menn gætu ekki unnið upp áralanga slappa frammistöðu umræðustjórnmála kortéri fyrir kosningar. Sú virðist líka ætla að verða raunin á. Flokkurinn hefði brugðist í baráttunni sagði í leiðaranum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri með slæma stöðu sem afleiðingu 20 ára tímabils hnignunar vegna skipulagðs lóðaskorts allt frá dögum tilkomu R-listans og valdatíma vinstri manna og skorts á framtíðarsýn þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið sig í andstöðunni heldur jafnvel tekið þátt í vegferðinni. Unga fólkið hefði því yfirgefið Borgina og sest að í nágrannabyggðum þar sem byggingakranar gnæfa við loft.
Síðan kom besti flokkurinn og mesti tapari Samfylkingin náði völdunum í skjóli besta sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð og var aðallega á höttunum eftir vel borgaðri innivinnu eins og Gnarrinn orðaði það. En þá herti myndarlega á hnignun Reykjavíkurborgar sem allstaðar blasir nú við. En hverskyns skringilegheit, svo sem fuglahús í stað samgöngubóta, bættust svo við með ástum þessara skringilegu og óvæntu bólfélaga á síðasta kjörtímabili.
Jón Kristinn fór skilmerkilega og snarpt yfir þá eyðileggingu sem þetta síðasta samstarf hefur valdið í Reykjavík.Hvernig eyðistefnan í samgöngumálum, flugvallarmálum og atvinnumálum hefur unnið óbætanlegt tjón. Guðlaugur Þór rakti hvernig skólamálin hefðu verið grátt leikin af þessu fólki þar sem enginn endir er sýnilegur.
Er ekki mögulegt að þráseta margra fulltrúa í Borgarstjórn, þar sem er greitt þingfararkauo fyrir viðveruna, hafi leitt til makinda og verkleysis svipaðra og sumum finnst vera áberandi á Alþingi? En þar sem verr er borgað í nágrannabyggðunum er eins og að hugsjónakrafturinn sé meiri og unnið af meira kappi og metnaði. En svo má auðvitað segja að menn verði að fá bættan tímann sinn sem þeir leggja í þágu samborgaranna. En varla er rétt að stefna að því að slík opinber störf séu betur launuð en önnur á markaði.
Skiljanlega hanga latir og úreltir menn í sveitarstjórnum, sem fá ekki betur borgaða vinnu annarstaðar lengur. Eftir því sem kaupið er betra því lengur hanga þeir og aðrir komast ekki að. Enda sagði vís formaður í Garðabæ eitt sinn við mig að hámarkstími í sveitarstjórn ætti að vera 8 ár. Þá væru menn búnir að sýna allt sem þeir ættu til og eftir það myndi ekkert koma frá þeim sem gagn væri í. Það er kannski þess vegna sem Bandaríkjaforsetar hafa ekki mikið kaup og mega aðeins vera í 8 ár.
Stjórnmál eru barátta og hugsjónir en ekki kjarabarátta eða lifibrauðsleit. Það mega menn spá í svona með öðru. Menn verða að hafa köllun og kraft eins og víst ólaunuð heimastjórnin sýnir í snerpu viðræðnanna á ÍNN í kvöld. Takk fyrir mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2014 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2014 | 22:35
Verkföll eru úrelt
tæki til að knýja fram samninga. Það er auðreiknað að mánaðarverkfall sem leiðir af sér 10% taxtahækkun leiðir af sér að það tekur 10 mánuði að vinna upp tapið fyrir launþegann. Mánuðurinn fyrir launagreiðandann er að eilífu tapaður. Öll líkindi eru til þess að verðbólgan hafi étið upp ávinninginn innan skamms tíma. Það sannar saga okkar að minnsta kosti áþreifanlega. 4000 % taxtahækkanir sem voru knúnar fram með verkföllum mikinn part hafa leitt til lækkaðs kaupmáttar.
Ég rakst á athyglisverða grein um þetta mál eftir Guðmund Sigurðsson. Henn segir:
"Eitt öflugasta vopn launþegahreyfingarinnar hefur í gegnum tíðina verið að beita verkföllum ef ekki þykir nægilega vel boðið við samningaborðið. Þetta hefur oftast skilað þeim árangri fyrir rest að um semst eða stjórnvöld hafa gripið inn í og deilan hefur verið leyst með lagasetningu, úrskurði eða gerðardómi.
Verkfallsvopnið er þvingunaraðgerð sem miðast við að þrýsta á samningsvilja gagnaðila. Þegar tveir aðilar semja í launadeilu er það sjaldan þannig að báðir aðilar gangi sáttir frá borði, báðir aðilar þurfa yfirleitt að gefa eftir til að niðurstaða náist fram. Ef menn enda í þeirri stöðu við samningaborðið að of mikið ber í milli endar deilan í dag í verkfalli. Oft bitnar slíkt verkfall á þriðja aðila, sbr. verkföll á sjúkrahúsum, starfsmanna flugfélaga, kennara eða sjómanna. Fjöldinn allur af aðilum sem ekki eru í umræddri launadeilu, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þurfa að glíma við afleiðingar hennar.
Nauðsynlegt er að launþegar hafi úrræði til að þrýsta á kjarabætur, á sama máta má slík launadeila ekki hafa þannig afleiðingar að umrætt fyrirtæki/stofnun beri of mikinn skaða af, svo ég tali nú ekki um þriðja aðila eða samfélagið í heild. Þetta er samt því miður oft afleiðing verkfalla í okkar samfélagi í dag.
Það sem vantar oft inn í þessa jöfnu er hvati fyrir báða aðila til að finna lausn og semja. Ég vil leggja til þá breytingu að verkfallsréttur í þeirri mynd sem við þekkjum hann verði afnuminn og eftirfarandi aðferð verði beitt í kjaradeilum framvegis:
1.
Þegar styttist í að kjarasamningur renni út hefja samningsaðilar viðræður og reyna að ná lendingu sín á milli (eins og áður).
2.
Þegar samningur rennur út (eða X mánuðum þar á eftir) þá hækkar launagreiðsla launagreiðenda og greiðsla til launþega lækkar. Þetta ástand myndi vara þar til samningar nást. Það mætti einnig hugsa sér að greiðslur yrðu stighækkandi eða stiglækkandi miðað við skilgreind tímamörk ef ekki tekst að semja.
3.
Þessar viðbótargreiðslur renna hvorki í vasa launagreiðenda né launþega heldur fara í hlutlausan sjóð. Sem dæmi gæti það fjármagn sem kemur í þennan sjóð farið til að efla nýsköpun, styðja góðgerðarmálefni eða íþróttahreyfinguna svo eitthvað sé nefnt. Fjármagnið ætti samt ekki að fara í liði sem annars hefðu verið á fjárlögum og ríkið þannig sparað sér útgjöld. Vonandi yrðu framlög í þennan sjóð óveruleg
4.
Umræddum sjóði mætti ekki vera stjórnað af ríkissjóði þar sem hann hefur töluverða hagsmuni í málinu og yrði líklega stærsti greiðandi í hann.
5.
Engin vinnustöðvun myndi eiga sér stað.
6.
Verkalýðshreyfingin myndi hætta að safna í verkfallssjóði og þannig gætu útborguð laun hækkað til launþega sem því nemur. Hætt yrði að greiða úr verkfallssjóðum enda yrðu ekki verkföll, inneign í verkfallssjóðum mætti endurgreiða til launþega.
7.
Þessi hækkun á greiðslum launagreiðenda og lækkun á greiðslum til launþega þyrfti að vera nægilega há til hafa áhrif á báða aðila en samt ekki það lág að hún skipti litlu máli. Ég myndi telja að hlutfallsbreytingin ætti að vera á bilinu 15-25%. Hver hlutfallsbreytingin á að vera getur verið mismunandi eftir kröfugerðinni og efnahagsástandinu hverju sinni.
8.
Dæmi: Launagreiðandi er tilbúinn til að greiða 5% hærri laun, launþegi vill fá 12% hækkun. Samningsaðilar ná ekki saman og deilan endar í hnút. Þá myndi launagreiðandi þurfa að greiða 20% álag og launþegi taka á sig lækkun upp á 20% samkvæmt þessari aðferð.
Það sem ávinnst með þessari aðferð er að báðir aðilar hafa hvata til að semja og að sama skapi eru afleiðingar fyrir báða aðila ef ekki um semst. Enginn þriðji aðili myndi þurfa að þola afleiðingar verkfalls. Greiðslur sem myndu greiðast í slíkan sjóð myndu koma samfélaginu til góða. Þessi breyting myndi tryggja hraðari úrlausn vinnudeilna og tap samfélagsins af vinnudeilum yrði lægra.
Auðvitað er þetta ákveðin einföldun á vinnudeilum því þær snúast ekki einungis um sjálfan launaliðinn en ég vil kasta fram þessari hugmynd til sérfræðinga landsins í vinnudeilum og Alþingis til frekari útfærslu. "
Er ekki tímabært að reyna að hugsa eitthvað nýtt í þessum svonefndu kjarasamningum? Blasir ekki við að verkföll hljóta að vera úrelt úr því að þau leysast yfirleitt á endanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2014 | 00:00
"Tæplega þriðjungur
íbúa Bretlands játar að vera haldinn kynþáttafordómum, samkvæmt nýrri rannsókn um félagsleg viðhorf. Hlutfallið hefur hækkað og er nú á við það sem var fyrir 30 árum síðan.
BBC segir frá þessu og vísar í samanburðarrannsóknina British Social Attitudes survey sem rannsóknarstofnunin NatCen hefur unnið á hverju ári frá 1983.
Samkvæmt nýjustu niðurstöðum lýstu 30% svarenda sjálfum sér þannig að þeir væru haldnir mjög eða litlum kynþáttafordómum. Lægst var hlutfallið árið 2001, þegar 25% svarenda gengust við kynþáttafordómum. Fordómarnir virðast því hafa aukist síðan.
BBC hefur eftir framkvæmdastjóra NatCen, Penny Yong, að þessar niðurstöður veki áhyggjur.
Flestir vilja færri innflytjendur
Nokkur munur var á svörum eftir landshlutum. Þannig sögðust fæstir íbúar miðborgar London vera fordómafullir, eða 16%. Hæst var hlutfallið meðal íbúa Miðvestur-Englands, eða 35%.
Eldri karlmenn í verkamannastörfum voru líklegastir til að segjast hafa fordóma, en athygli vegur að aukningin var mest í hópi ungra, menntaðra karla í sérfræðistörfum. Fordómarnir voru þó meiri eftir því sem fólk var eldra, 25% í hópi 17-34 ára, samanborið við 35% hjá fólki eldra en 55 ára.
Í könnuninni er spurt hvort fólk myndi lýsa sjálfum sér sem fordómafullum gagnvart fólki af öðrum kynþáttum. Yfir 90% þeirra sem gengust við fordómum sögðust vilja sjá innflytjendum fækka í Bretlandi. Það sama sögðu hinsvegar 73% þeirra sem sögðust ekki hafa neina kynþáttafordóma."
Er þriðjungsskoðun þjóðar fordómur? Er Samfylkingin sem er þriðjungur þjóðarinnar fordómur? Þó mér kannski finnist það stundum svo, þá get ég tæplega haldið því fram í alvöru.
Af hverju eru það fordómar að hafa skoðun á innflytjendum? Æskilegum og ekki æskilegum með tilliti til þjóðaröryggis? Hver er munurinn á skoðun og fordómi? Hvað er fordómur? Hvað er heilbrigð skoðun í kynþáttamálum? Eru allir menn jafnir? Alltaf?
Tæplega þriðjungur er ekki áhrifalaus minnihluti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2014 | 22:41
Breyttir tímar?
28.5.2014 | 10:47
150 lækir!
runnu til mín á síðuna eftir siðustu færslu. Ég er að sjálfsögðu með það alveg á hreinu að þessir lækir renna til Guðbjargar Snótar sem skrifar þá grein sem er efnið í færslunni. Ég bara feitletra og segi örfá orð.
Sumir athugasemdarmenn láta hinsvegar að því liggja að ég sé að með þessu að tala niður til Dags B. Eggertssonar. Ég er alls ekki að gera lítið úr Degi B.. "Hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé sætur og geri allar stelpur vitlausar í sér". Hann Dagur á virðingu mína sem dugnaðarmaður, ræðumaður, læknir og glæsimenni. Þetta eru allt hæfileikar sem mig skortir algerlega. Því skyldi ég ekki taka ofan fyrir slíkum manni?
Hitt er annað mál, og mér finnst ég hafa komið tl skila, að hans skoðunum er ég ekki sammála þegar kemur að kratismanum. Sú stefna vill gera alla að leiguliðum í bæjarblokkum og hjólríðandi lattelepjandi miðbæjarlýð að því að mér finnst stundum. Ég get heldur ekki ekki samsinnt þeim Sjálfstæðismönnum sem eru sömu skoðunar og hafa sýnt það í verki við ýmis tækifæri. Menn eiga að mínum dómi að vera í pólitík og berjast af hörku. Setja út á allt sem andstæðingurinn gerir er skylda manns í stjórnmálum.
Þessu til viðbótar finnast Reykvískir kjósendur vera algerlega úti að aka úr því að þeir geta ekki séð að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Flugvellir eru nauðsyn í nútímanum eins og bíllinn. Ég er þannig miklu meiri Bandaríkjamaður í hugsun en Evrópumaður sem býr í því í þröngbýli sem þar er.
Allar borgir í Ameríku hafa flugvelli. Bandaríkin og Canada eru víðlend. Ísland er stórt fyrir hvern íbúa eins og Canada og Bandaríkin eru. Evrópa er svo lítil að flestir bara keyra á milli borga á autobananum. Samgöngur eru nauðsyn fyrir efnahagslífið og undirstaða undir öllu hinu. Jafnvel Darios gamli Persakóngur hafði betri skilning á nauðsyn samgangna heldur en Samfylkingin einum þrjú þúsund árum síðar.
Evrópumenn í ESB eru þó langt frá eins þröngsýnir og Kvosarliðið hérna hjá okkur. Mér finnst borðliggjandi að efla Reykjavíkurflugvöll og hafa þaðan stöðuga flugtraffík til styttri vegalengda utanlands. Það eiga að rísa þar myndarlegar flugafgreiðslur, viðskiptamiðstöðvar, með flugvélaviðgerðum auk menningaraðstöðu. Völlurinn á að vera hjarta Reykjavíkur sem allir elska og skilja þýðingu hans fyrir atvinnulífið og framfarirnar í landinu. Að þetta lattelið og stóúspekingasöfnuður á krám í Kvosinni eigi að vita allt um borgaskipulag er mér og mörgu nútímafólki óskiljanlegt. Fyrir mér eru það viðskiptin og atvinnulífið sem skiptir öllu máli svo hægt sé að halda úti menningu, listamannalaunum og sinfóníuhljómsveitum. Án athafna er ekkert nema örbirgð í boði.
Ég þakka fyrir 150 læki til færslunnar hér á undan, líka frá þeim sem ég skil ekki.
27.5.2014 | 09:35
Kjósið bara kjútípæ?
Guðbjörg Snót skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðð í dag:)feitletranir eru bloggarans)
"Dagur fyrirferðarmikill í kosningabaráttunni. Ekki vegna þess að hann geri mikið í því, heldur virðist fólk vera svo heillað upp úr skónum af þessum dreng, að með ólíkindum er, og minnir helst á aðdáun á íþróttagörpum, poppgoðum og Hollywoodstjörnum. Það er engu líkara en Elvis Presley sé risinn upp úr gröf sinni, og það hér í Reykjavík! Svo mikil er aðdáunin.
Í Alþýðuflokknum sáluga, sem þó lifir að nafninu til, var algengt að reyna að þvinga hverjar kosningar til sveitarstjórna og Alþingis til að snúast um persónukjör frekar en baráttumál, einkum og sér í lagi, þegar menn fundu, að baráttumálin voru mjög umdeild og hætta á falli flokksins vegna þeirra. Þá var reynt að knýja fram persónubundnar kosningar, enda hefur það lengi verið baráttumál fyrst hjá Alþýðuflokknum og síðar núna Samfylkingunni að koma á persónukjöri í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, þótt það hafi oftar en ekki mistekist. Þeir ætla samt að reyna þetta núna með efsta manninum á lista sínum hérna í Reykjavík. Það er líka alveg makalaust hvað hann nýtur mikilla vinsælda, nánast fyrir ekki neitt. Hann þarf ekkert að segja, bara sýna sig, virðist vera, til þess að sumir verði eins og bítlaaðdáendurnir hér í gamla daga, sem féllu í yfirlið við það eitt að berja þá augum. Fyrr má nú vera aðdáunin, segi ég bara.
Þeir smáflokkar og flokksbrot, sem hafa boðið fram í kosningum á Íslandi, hafa yfirleitt ekki náð að skora í mark hjá kjósendum, þó að kandídatarnir væru ekki af verri endanum og þjóðþekktir einstaklingar jafnvel. Þó var það einn maður á síðustu öld sem hafði slíka persónutöfra og -fylgi, að undrum sætti, og gat alltaf halað inn atkvæði, jafnvel á landsvísu, og töluverðan mannskap í alþingiskosningum a.m.k., en það var Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti ASÍ. Hann stofnaði marga flokka á síðustu öld og var yfirleitt í kjöri vestur á fjörðum, þar sem hans aðalvígi var, en samt var það svo, að hann náði oftast nær að hala inn með sér nokkra þingmenn, þótt engum dytti í hug, að hann hefði mikið upp úr krafsinu, frekar en aðrir, sem buðu fram svona sér. Hannibal gat það, sem engum öðrum virtist kleift að gera, enda minnist ég þess, að foreldrar mínir furðuðu sig stundum mjög á þessu, en maðurinn virtist hafa einhverja slíka persónutöfra og útgeislun, sem gerði þetta mögulegt. Þótt Albert Guðmundsson ynni mikið og gott starf fyrir »litla manninn« svokallaða og hefði mikið persónufylgi og vissan sjarma, þá virtist hann ekki ná Hannibal að því leytinu til. Engum virðist fyrr eða síðar hafa tekist þetta, fyrr en Degi núna.
Um hvað eiga kosningar að snúast - menn eða málefni? Ég hélt nú, að allar kosningar ættu fyrst og síðast að snúast um málefni frekar en fólkið, sem er í framboði, en nei, nú er Samfylkingin að þvinga fram persónubundnar kosningar, þar sem persónur og leikendur eru í aðalhlutverkinu fyrst og fremst, málefnin skipta minna máli.
Ekki tala um flugvöllinn, þrengingu gatna, eignarnám einkalóða í nafni þéttingar byggðar, íbúalýðræði eða nein svoleiðis leiðindamál, sem skipta engu máli fyrir borgarbúa, og eru algert aukaatriði. Tölum heldur um þessa æðislega flottu frambjóðendur, sem eru á listunum, og skipta hundrað sinnum meira máli en málefnin. Tölum um sjarmatröllið hann Dag, sem tvær úr Tungunum hefðu sagt þetta um: »Gvöð, er hann ekki æðislega kjútý pæ, hann Dagur!« Og Elsa Lund hefði eflaust tekið undir og sagt: »Jú, hann er svo æðislega flottur gæi, algert rassgat! Kjósum hann.«
Nei, kjósendur góðir, reynið nú að vakna og snúa ykkur að málefnunum síðustu dagana fyrir kosningar frekar en persónum og leikendum. Kosningar eiga ekki að snúast allar um manneskjurnar, og það einn mann, sem þið svo kvartið og kveinið undan, að virði ekki íbúalýðræðið og vaði yfir eignarrétt fólks í nafni þéttingar byggðar og annað í þeim dúr að kosningum loknum. Eða skiptir það ykkur virkilega engu máli, fyrr en eftir kosningar þegar á á að herða og allt er um seinan?!
Það megið þið vita, að það mun enginn hafa samúð með ykkur, þegar þið farið að væla og kvarta yfir því, að á ykkur sé ekki hlustað og bænaskjölin frá ykkur ekki virt, þegar þið eruð búin að kjósa þennan æðislega sjarmör yfir ykkur sem næsta borgarstjóra! Kosningar eiga ekki að snúast um sjarma og persónutöfra, heldur málefni. Reynið að skilja það og virða, og hugsið ykkur betur um, áður en þið kjósið Dag og kompaní yfir okkur aftur, því að þó að þið viljið endilega hafa þessa ómögulegu stefnu þeirra varðandi borgina, þá er stór hópur hér í borginni, sem vill ekkert með hana hafa!
Vaknið þið, sem sofið, áður en það er um seinan! "
Guðbjörg Snót hefur þarna talsvert til síns máls. Vinsældir Dags B. eru langt um meiri en flokksins hans Samfylkingarinnar. Er einhver önnur skýring önnur en sú sem Guðbjörg nefnir til? Nema þá sú að hinir frambjóðendurnir séu svo hræðilegir að Dagur sé hátíð hjá þeim?
Elvis heitinn hefði auðveldlega getað orðið borgarstjóri í Reykjavík. Kannski hann einn hefði getað sigrað Dag ?
Eru nokkur önnur kjútípæ í augsýn til að kjósa sem toppa hann Dag B. eins og komið er málum með reykvískum kjósendum ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.5.2014 | 09:12
"Flugvöllurinn er víst kosningamál"
segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir efsti maður á B-lista Framsóknarmanna og flugvallarvina.
Hún segir auk fyrirsagnarinnar:)bloggari feitletrar að vild sinni)
"Andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni keppast um að reyna að telja fólki trú um það að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé ekki kosningamál í þessum kosningum. Flugvöllurinn er víst kosningamál í þessum kosningum. Hinn 25. október sl. var ritað undir samkomulag um að stofna svokallaða »Rögnunefnd«. Korteri eftir að samkomulagið var undirritað skrifuðu innanríkisráðherra og borgarstjóri undir annað samkomulag um að loka neyðarbrautinni.
Á fundi borgarstjórnar 1. apríl sl. var síðan samþykkt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að leggja neyðarbrautina niður, þ.e. NA/SV-flugbrautina.
Í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. apríl 2014, til Reykjavíkurborgar, kemur fram að ákvörðun borgarstjórnar um að loka NA/SV-flugbrautinni byggist á fyrrnefndu samkomulagi innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar frá 25. október 2013.
Liggur því ljóst fyrir að borgarstjórn hefur ákveðið að virða ekki samkomulagið sem gert var um stofnun Rögnunefndarinnar og ætlar nú þegar að þrengja að flugvellinum, m.a. með því að loka neyðarbrautinni og fjarlægja fluggarða.
Lokunin verður strax á næsta ári, 2015, en ekki 2022 ef núverandi borgarmeirihluti heldur velli.
Andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni keppast um að reyna að telja fólki trú um það að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé ekki kosningamál í þessum kosningum. Flugvöllurinn er víst kosningamál í þessum kosningum. Hinn 25. október sl. var ritað undir samkomulag um að stofna svokallaða »Rögnunefnd«. Korteri eftir að samkomulagið var undirritað skrifuðu innanríkisráðherra og borgarstjóri undir annað samkomulag um að loka neyðarbrautinni.
Á fundi borgarstjórnar 1. apríl sl. var síðan samþykkt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að leggja neyðarbrautina niður, þ.e. NA/SV-flugbrautina.
Í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. apríl 2014, til Reykjavíkurborgar, kemur fram að ákvörðun borgarstjórnar um að loka NA/SV-flugbrautinni byggist á fyrrnefndu samkomulagi innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar frá 25. október 2013.
Liggur því ljóst fyrir að borgarstjórn hefur ákveðið að virða ekki samkomulagið sem gert var um stofnun Rögnunefndarinnar og ætlar nú þegar að þrengja að flugvellinum, m.a. með því að loka neyðarbrautinni og fjarlægja fluggarða. Lokunin verður strax á næsta ári, 2015, en ekki 2022 ef núverandi borgarmeirihluti heldur velli "
Undirritun Hönnu Birnu undir samkomulagið við Jón Gnarr kortéri eftir stofnun Rögnu-nefndarinnar 25. október 2013 eru í augum okkar Flugvallarvina "Stórsvik", ("Hochverrat")sem við munum aldrei gleyma henni. Gersamlega tilefnislaus gerð sem gefur nú leitt Reykjavíkurflugvöll á aftökupallinn.
70 þúsund undirskriftir gera aðra íbúakosningu óþarfa. Vilji landsmanna allra er skýr.
Flugvöllurinn er víst kosningamál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2014 | 19:04
Pólitísk opinberun
felst í færslu Jóns Magnússonar um gang mála í Borginni síðasta kjörtímabil. Jón segir:(feitletrun bloggarans)
"Á meðan Jón Gnarr borgarstjóri hefur heillast af verkefnum sem þjóna sýniþörf hans t.d. á hinsegin dögum, degi fatlaðra, einhverfra, blindra o.s.frv. þar sem hann er samkynhneigðasti einstaklingurinn á hinsegin dögum, fatlaðastur allra og blindastur þegar það á við og tjáir sig um eigin reynslu af einelti þegar það á við, hefur Dagur Eggertsson farið sínu fram sem borgarstjóri í pilsfaldi dragdrottningarinnar.
Samfylkingin undir forustu Dags ber því ábyrgð á stjórn Borgarinnar. Nú þegar rignir sést t.d. vel hveru illa viðhaldi gatna hefur verið sinnt, en sumar götur eru beinlínis hættulegar til aksturs.
Viðhaldi og uppbyggingu hefur verið frestað á meðan verkefni fáránleikans hafa fengið meira vægi eins og sást best á Hofsvallagötunni þegar öruggri götu var breytt í furðufyrirbæri, fuglahúsa og götumynda.
Dagur B. Eggertsson ætlar nú að reisa önnur hús en fuglahús. Eftir að hafa setið í fjögur ár og látið hjá líða að gera eitthvað í húsnæðismálum Reykvíkinga, þá er helsta kosningaloforðið að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík um 2500 til 3000.
Þegar ráðandi stjórnmálaflokkur kemur með svona ábyrgðarlaust yfirboð þá er rétt að spyrja hvað margar leiguíbúðir urðu til á kjörtímabilinu. Svarið við því sýnir í hnotskurn að fáránleiki Dags og Samfylkingarinnar nær út yfir þjófamörk furðulegheitanna á Hofsvallagötunni.
Nægir að minna á að Samfylkingin telur skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána ofviða efnahagskerfinu á sama tíma og Samfylkingin setur fram kosningaloforð sem kostar miklu meira en skuldaleiðréttingin. Ef skuldaleiðréttingin veldur erfiðleikum í efnahagskerfinu þá er ljóst að kosningaloforð Dags er innihaldslaust. "
Og hvað hefur þá hinn mikli byggjari Dagur B. byggt af félagslegum leiguíbúðum síðastliðið kjörtímabil?
Félagsbústaðir í Reykjavík eiga nú 2.150 íbúðir en af þeim eru 312 svokallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Lítið hefur verið keypt af íbúðum frá hruni eða aðeins fjórar til fimm á ári að meðaltali.
Fjórar til fimm að meðaltali. Það eru afköstin hjá Degi B.
Sagt er að ekki hafi fjölgað á biðlistanum eftri félagslegum íbúðum í Borginni á undanförnum árum. Það er vegna þess að íbúðum hefur fjölgað á almenna markaðnum og fólk hefur getað notað almennu og sérstöku húsaleigubæturnar til þess að leigja á honum. segir Sigurður <Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbúsataða í Reykjavík.
Í Kópavogi eru 256 á biðlista eftir félagslegu húsnæði en leiguíbúðir í eigu bæjarins eru 385. Engar íbúðir eru í framleigu, að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa.
Kópavogsbær hefur keypt og byggt 88 félagslegar íbúðir á undanförnum fimm árum.
Í Hafnarfirði er 131 á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Hafnarfjarðarbær á 227 leiguíbúðir og framleigir 11 íbúðir. Undanfarin fimm ár hefur bærinn keypt tíu íbúðir á ári.
Þarna blasa þær staðreyndir við að meirihluti Dags B. og Jóns Gnarrs hefur staðið langt að baki nágrannasveitafélögunum í fjölgun félagslegra leiguíbúða. Þeir hafa verið öllu uppteknari að þjóna sýniþörf sinni eins og Jón Magnússon bendir á í færslu sinni.
Kjósendur þurfa á svona upplýsingum að halda til þess að sjá í gegn um Pótemkíntjöld Dags B. og Jóns Gnarr á þeim sviðum sem helst hefði verið úrbóta þörf að því að þeir nú segja.
Þeir leggja hinsvegar stund á blekkingar og reyksprengjur með loforðum um óraunhæfa hluti eins og að byggja 3000 nýjar félagsíbúðir á næsta kjörtímabili í stað þeirra heilla 20 sem byggðar voru á þeirra kjörtímabili sem er að ljúka.
Jón Magnússon á þakkir skilið fyrir þessa pólitísku opinberun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419709
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko