Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
18.10.2015 | 12:21
Sigríður Laufey
sjálfstæðiskona skrifar grein í Morgunblaðið um helgina.
Hún segir:
"Ef litið er til baka til ársins 2009, þegar Samfylking og Vinstri grænir tóku við stjórn landsins, hófst eindæma árás á kjör eldri borgara þrátt fyrir »skjaldborgina« frægu er slegin var um heimilin: Lækkun lífeyris, upptaka eigna<ská>/auðlindaskattur og afnám grunnlífeyris. Skerðing eldri borgara varð langt umfram aðra samfélagsþegna.
Launaskrið varð síðar verulegt meðal launafólks; en eldri borgarar sátu eftir.
Nú afsaka sömu flokkar, Samfylking og Vinstri grænir, framangreindar árásir vegna hrunsins og flytja frumvarp á Alþingi um bætt kjör eldri borgara; sami vítahringurinn að venju árum saman.
Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra, reit grein fyrir síðustu alþingiskosningar í Mbl. 9.4. 2013: »Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna.«
Núverandi ríkisstjórn hefur numið úr gildi lögin um afnám grunnlífeyris/auðlindaskatts og 9% hækkun launa lofað um næstu áramót; en getur tæplega verið ásættanlegt ef reiknað er með 300 þús. kr. pr. mán. í lágmarkslaun.
Vonandi tekst Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að sjá til þess að núverandi ríkisstjórn standi við loforðin; lýsi yfir frekari úrbótum í launakjörum eldri borgara á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins 23.-25. október næstkomandi.
Vítahring svikinna loforða verður að rjúfa."
Ég hef ekki mikið velt kjörum aldraðra fyrir mér þar sem fólk segði að ég væri þá farinn að verja mína einkahagsmuni. En það sem við mér blasir er að öldruðum sem ekki hafa eitthvað annað fyrir sig að leggja en að bíða eftir útborgunum hjá lífeyrissjóðum eða Tryggingastofnun bíður ömurleikinn einn.
Ég held að öllum sé skitsama um gamlingjana nema þeim sjálfum. Fólk á starfsaldri þarf að berjast fyrir sínu og er margt í basli með að ná endum saman. Mér finnst ömurlegt að hlusta á hræsnipólitíkusa þrugla um hvað þeir vilji gera eitthvað gott fyrir gamla settið. Maður er ekki búinn að gleyma Jóhönnu og Steingrími Jóhanni.
Sérstaklega pirrar vinstra fólkið mig þar sem það svíkur ávallt stærst og mest og kemst upp með það af því að það er svo duglegt við að tala um sitt eigið ágæti. Þar er "Góðafólkið" að finna upp til hópa sem er svo stútfullt af hræsni að útaf flóir.
Ekki dettur mér í hug eitt augnablik að aldraðir fái annað en venjulegt kjaftæði frá Landsfundum flokkanna um helgina. Þar bíða mun stærri mál úrlausna. Ég sé ekki að aldraðir muni ná nokkru fram nema þeir geti myndað einhverskonar pólitískt afl. En þar stendur hnífurinn í kúnni þar sem við erum svo löt.
Svo er það að eftir því sem maður verður eldri þeim mun illskeyttari verður maður pólitískt og umburðarlyndið gagnvart vinstrimönnum, lygurum og hræsnurum minnkar í frostmark. Við eldri verðum einhvern veginn að koma mönnum á þing þar sem þeir geta brúkað naglbíta. Hressir eldri borgarar þurfa að að reyna að komast á frambðslista flokkanna til þess að geta haft einhver áhrif. Fyrir utan það að þeir hafa meiri lífsreynslu en yngra liðið þá eru þeir latari og ólíklegri til að falla fyrir dellumakeríi. Þeir myndu ekki nenna í ræðustól Alþingis til að þvæla vitleysu um fundarstjórn forseta.
Auðvitað er þetta kannski tómt mál að tala um og því verður áfram bara hjakkað í sama farinu. En nennir einhver? Það er ekki spurning að þora því við erum ósnertanlegir eldri borgarar og kjör okkar geta varla versnað þó einhverjir vilji hefna sín á okkur. Við erum alls ekki vond þingmannsefni þar sem við hlustum ekki á kjaftæði og dellu.
Sigríður Laufey er skelegg kona og alltaf gaman að lesa greinar frá henni.
16.10.2015 | 21:26
Við hverju bjuggust menn?
í sambandi við sölu á hlutabréfum Símans með þennan bankastjóra í Aríonbanka og vini hans?
Höskuldur Ólafsson hefur tvívegis verið við störf í fyrirtækjum þar sem sérstakur saksóknari gerir innrás vegna gruns um markaðsmisnotkun.
Venjulegar viðskiptavenjur þvælast ekki fyrir sumum fjármálamönnum sem lifa áttund fyrir ofan daglegt líf sauðsvarts almúgans. Allavega eru 10 % af Símanum komin í öruggar hendur forstjórans Orra Haukssonar og vina hans. Fjárlaganefnd og Vigdís er víst bara hissa að sögn? Gott ef ekki Jón Kristinn og Ingvi Hrafn bara líka á ÍNN?
Við hverju bjuggust menn þegar kemur að sölu á Símabréfunum í gegn um Aríonbanka? Þurfa menn að standa uppi og glápa eins og gömul sápa?
Allir í viðskipti við Arajón og bankastjórann blíða!.
Við hverju búast menn yfirleitt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2015 | 21:14
Hversu lengi enn?
á þjóðin að horfa upp á þessa svívirðu sem viðgengst í slitastjórn Glitnis?
"Slitastjórn Glitnis fær 57.000 krónur greiddar á tímann og námu greiðslur til þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnarinnar og Páls Eiríkssonar sem einnig situr í stjórninni, 118 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 27 milljóna aukning milli ára. Tímagjaldið hefur hækkað um 250 prósent frá því slitameðferð búsins hófst árið 2009." Hvaða vísitölur eru í gangi hjá slitastjórninni?
Hvað hæfileikum býr þessi Steinunn frá Króki yfir sem gera hana svo verðmæta? Hún fór m.a. til New York með mál tengt Glitni en var rassskellt af bandarískum dómara til að snauta heima aftur. Hún virtist ekki betri lögfræðingur en þetta.
Ég hef heyrt að Það sé nóg af lögfræðingurm sem eru á lausu fyrir miklu minna gjald en þessi Steinunn og Pétur kosta. Hvað eru þau eiginlega að gera?
Hvenær linnir þessum ósköpum? Á þetta að ganga til eilífðarnóns?
Hversu lengi enn á almenningur við að horfa upp á þetta?
16.10.2015 | 17:40
Nú á að flytja inn 100 flóttamenn
strax og 200 á ári héðan af.
Vill einhver upplýsa hverslags fólk þetta er? Botnfallið af því sem í boði er? Eða valdir einstaklingar?
Af hverju má ekki ræða hvernig fólk er hægt að velja? Við getum ekki leyst allt flóttamannavandamál heimsins með þvi að taka bara óskilgreindar þúsundir einhverskonar "flóttamanna". Óflokkað eftir menntun eða menningarstigi?
Sérvalið eftir menningarstigi? Er reynt að valja fólk sem er líklegt til að geta fallið inn í okkar samfélag? Er ekki æskilegt að svo sé? Eða vill "Góða fólkið" ekki taka neitt tillit til þess heldur fá þá aumustu af öllu aumu?
Og hvað með þessa hælisleitendur? Er verið að leyfa fólki landvist sem ekki getur gert grein fyrir sér? Eða fólki eins og Tony? Er ekki tekið tillit til þess hvort líkindi séu til þess að einstaklingur geti fallið inn í þjóðfélagið og séu ekki með óhrein mjöl í pokum sínum?
Hvaða sjónarmið ráða því hvernig ómenntaður sýktur einstaklingur af allt öðrum kynstofni sem segist vera ofsóttur án þess að nokkuð liggi fyrir um það, fái landvist? Fólk vill fá að hafa skoðun á þessum atriðum. Fólk vill ekki að "Góða fólkið" ráði öllu um þessi mál bara af því það er svona gott og vinstrisinnað. Það þarf ekki að kalla heilbrigða skynsemi rasisma í öllum tilvikum.
Fólk er ekkert á því að taka við einhverjum flóttamannakvóta? Það vill ráða þessu sem fullvalda þjóð. Ég má alvega hafa skoðun eins og Egill Helgason eða Eiríkur Bergmann sem eru núna að útvarpa speki sinni á RÚV. Það hlýtur að mega spyrja þjóðina í þessum málum sem öðrum.
Hverjir eru þessir fyrstu 100 flóttamenn?
16.10.2015 | 09:21
Eru þetta ekki dýrðlegir dagar?
þegar þjóðin fær að njóta brjálæðisins á vinnumarkaði þar sem hver höndin er uppi á móti annarri?
Gylfi harmar að enginn fái neitt við ráðið þegar afleiðingar okkar brjáluðu laga um stéttarfélög og vinnudeilur geysa í þjóðfélaginu. Löggan er þáttakandi í "Ghandískum" aðgerðum borgaralegrar óhlýðni. Ástandið getur ekki nema stigmagnast meðan ríkisstjórnin gerir lítið og alþingsmenn rísla sér í venjulegri iðju sinni í umræðum um fundarstjórn forseta og álíka þarflegt dund.
Ég held að það sé engin leið útúr þessu fyrr enn brjálæðið fær að halda áfram og magnast. "Verkfallsins sér víða stað" er sigri hrósandi fyrirsögn í blaði. Við hverju bjuggust menn?
Meiri og harðari verkföll er það sem þjóðin þarfnast mest um þessar mundir. Fyrr verður hún ófær að taka á málunm og sjá nauðsyn þess að breyta leikreglunum.
Lán fólksins munu fyrsjáanlega hækka um 335 milljarða á næstu þremur í framhaldi af kjarabótunum sem stöðugt er verið að koma á með samningum eða gerðardómum. Öllu slíku er svarað með kröfum um afnám verðtryggingar Enginn gerir sér grein fyrir því að taxtahækkanirnar verða aðeins sóttar tilbaka í vasa þeirra sem eru að knýja þær fram með mestri hörku. Fullkomin heimskan mun svo bitna fyrst á öldruðum og öðrum aumingjum hvað sem Landsfundir segja annað.
Aspirnar standa víða í blóma. Allt logar af dýrð í veðurblíðunni. Óvenjulega milt haust færir okkur hvern dýrðardaginn af öðrum.
Þeir eru dýrðlegir haustdagarnir sem blessa land og lýuð þessa stundina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2015 | 09:13
Nato og Norðurslóðir
verða Birni Bjarnasyni að yrkisefni í Morgunblaðinu í dag.
Björn segir svo:("Góða fólkið les víst ekki Moggann)
Nú um helgina verður efnt til umræðna um málefni norðurslóða í þriðja sinn hér í Reykjavík undir merkjum Arctic Circle. Á vefsíðu má lesa dagskrána og er hún 52 blaðsíður. Gefur það eitt til kynna hve umfangsmikill þessi vettvangur er. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Alice Rogoff, útgefandi Alaska Dispatch, eru frumkvöðlarnir að baki Hringborði norðurslóða.
Dagskráin sýnir hugmyndaauðgi við val á umræðuefnum. Hringborðið laðar að sér mikinn fjölda sérfróðra manna sem þykir að því fengur að bera saman bækur sínar. Þegar litið er á mælendaskrána ber nafn François Hollandes Frakklandsforseta hæst.
Frönsk stjórnvöld búa sig undir COP21-loftslagsráðstefnuna í París í desember. Hana má rekja til fyrstu ráðstefnunnar um umhverfi og þróun sem Sameinuðu þjóðirnar héldu í Rio de Janero árið 1992. Var ráðstefnan einn fjölmennasti fundur alþjóðasamfélagsins til þess tíma. Þar komu menn sér meðal annars saman um rammasamning um loftslagsbreytingar sem gekk í gildi 21. mars 1994, nú eru 195 ríki aðilar hans.
Loftslagssamningurinn hefur ekki lagagildi og framkvæmd hans er þyrnum stráð svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Undir forystu Hollandes hafa Frakkar sett sér það markmið að gerður verði alþjóðasamningur um loftslagsmál sem feli í sér lagalega skuldbindingu fyrir ríki til að hlýnun jarðar verði innan við 2°C. Umræður um málið höfða til margra hvað sem von um árangur líður. Talið er að tæplega 50.000 manns sæki Parísarfundinn.
Er ekki að efa að Frakklandsforseti muni í Hörpu ræða markmið sín í loftslagsmálum og nota niðurstöður rannsókna í Norður-Íshafi máli sínu til stuðnings. Hlýnun jarðar þykir hafa birst glöggt á þeim slóðum. Nú spáir þó hinn reyndi veðurfræðingur Páll Bergþórsson að 30 ára kuldaskeið sé að hefjast á norðurslóðum. »Tími getur [...] verið kominn til náttúrulegrar kælingar vítahringsins í áratugi, jafnvel svo að vegi á móti jarðarhlýnun,« sagði Páll hér í blaðinu 30. júní 2015.
NATO og ESB
Auk loftslagsmála verða öryggismál á norðurslóðum til umræðu í nokkrum málstofum á Arctic Circle nú um helgina.
NATO-þingið svonefnda, það er þingmannasamtök NATO-ríkjanna 28 auk 20 samstarfs- og áheyrnarfulltrúa, kom saman í Stavanger í Noregi um síðustu helgi. Þar var einnig rætt um öryggi á norðurslóðum.
Í skýrslu til þingsins var vakið máls á hinni undarlegu staðreynd að NATO hefur ekki mótað sér neina norðurslóðastefnu. Aðildarríkin hafa einfaldlega ekki komið sér saman um á hvern hátt skuli tekið á norðurslóðamálum innan vébanda bandalagsins. Í NATO hefur hvert ríki neitunarvald, leitin að lægsta samnefnara getur verið löng og ströng.
Talsmenn aðgerðarleysis bandalagsins í þessum heimshluta telja að breytt stefna þess kynni að leiða til hervæðingar í samskiptum norðurskautsríkja. Þá sé óeðlilegt að ríki sem hvorki séu í Norðurskautsráðinu né eigi land að Norður-Íshafi blandi sér í málefni annarra, einkum þegar ekki sé um hernaðarleg úrlausnarefni að ræða. Loks sé til þess að líta að allt að 95% auðlinda í Norður-Íshafi megi finna og nýta innan viðurkenndra yfirráðasvæða strandríkja sem minnki líkur á spennu í samskiptum þeirra.
Gegn þessum sjónarmiðum er bent á að það sé skylda NATO, sameiginlegs varnarbandalags, að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi alls yfirráðasvæðis aðildarríkjanna, þar á meðal í Norður-Íshafi. Versnandi sambúð við Rússa og hervæðing þeirra í Norður-Íshafi og á norðurströnd sinni krefjist gagnaðgerða.
Í þingmannaskýrslunni segir óljóst hvort NATO-aðildarríkin 28 vilji endurskoða afstöðuna til norðurslóða á vettvangi bandalagsins. Jafnframt er bent á ýmsar leiðir sem fara megi í því efni án þess að litið verði á þær sem hernaðarlega ögrun við Rússa eða aðra.
Í skýrslunni er ekki tíundað að andstaða Kanadastjórnar sé helsta ástæðan fyrir því að NATO forðast Norður-Íshafið. Hún vill í lengstu lög komast hjá afskiptum ríkja utan Norðurskautsráðsins af fullveldisrétti sínum, síst af öllu vill hún afskipti embættismanna Evrópusambandsins.
Evrópusambandið hefur hvað eftir annað frá árinu 2008 gert árangurslausa tilraun til að fá fasta áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Tilmælum ESB hefur verið hafnað 2009, 2013 og 2015. Kanadamenn lögðust gegn ESB vegna ágreinings um selveiðar - hann hefur nú verið leystur. Andstaða er við ESB vegna hugmynda þess um að takmarka fullveldisrétt norðurskautsríkjanna með alþjóðasamningi að fyrirmynd frá suðurskautinu. Nú ber þessar hugmyndir þó ekki eins hátt og áður. Rússar leggjast gegn ESB innan Norðurskautsráðsins og viðskiptaþvinganir ESB hafa ekki orðið til að minnka andstöðu þeirra.
Stefna Íslands
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hún muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. Hið síðara hefur ræst. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í forystu vestnorræna þingmannasamstarfsins og lætur verulega að kveða eins og sést af dagskrá Arctic Circle. Enn er óljóst hvernig ríkisstjórnin ætlar að gera Ísland að »leiðandi afli á norðurslóðum«.
Á síðasta kjörtímabili samþykkti alþingi svo víðtæka norðurslóðastefnu að erfitt er að greina á milli aðal- og aukaatriða. Í framkvæmd er hins vegar nauðsynlegt að forgangsraða. Á það skortir.
Íslensk norðurslóðastefna er í raun ekki utanríkismál heldur ný vídd á flestum sviðum stjórnmálanna. Við mat á hernaðarlegum þáttum standa stjórnvöld verst að vígi, einkum ef NATO lætur sig ekki málið varða. Á öryggismálum verður því að taka á tvíhliða hátt í samvinnu við nágrannaríkin með áherslu á borgaralegt hlutverk Íslendinga við leit og björgun auk þess að búa í haginn fyrir alþjóðleg viðbrögð verði stórslys á hafinu."
Það er síðasta málsgrein Bjarnar sem ég vil staðnæmast við.
Kolbeinsey
Nyrsti punktur Íslands er Kolbeinsey. Við höfum verið að bauka við það í gegn um árin að steypa hana til styrkingar frá þeim örlögum að molna í hafið. Nú er manni sagt að hún skipti ekki lengur eins miklu máli vegna landhelginnar okkar vegna einhverra miðlínusamninga. Hún er því óafturkæft á leið í hafið.
Síðast á næstliðna kjörtímabilinu kom Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður með þá hugmynd að fá gamlan olíuborpall sem þá var til sölu fyrir slikk og tjóðra hann við Kolbeinsey. Þarna gæti risið íslensk varðstöð með þyrlum sem gæti náð langt til Norðurslóða. Hugmyndin var kynnt fyrir nokkrum þingmönnum en komst aldrei lengra en í kaffibollana.
Nú saknar sjálfur Björn Bjarnason nærveru Nato á Norðurslóðum. Spurning er hvort þessi hugmynd gæti gagnast Nató og Íslandi ef hún næði einhverjum eyrum á Norðurslóðaráðstefnunni sem halda á í Hörpu þar sem ESB og Hollande Frakklandsforseti verða.
Það er fremur auðvelt að sjá fyrir sér hvílík lyftistöng fastur punktur við Kolbeinsey gæti orðið fyrir alla starfsemi a Norðurslóðum, hvort sem loftslag hlýnar eða kólnar. Hugsanlega gætu þessar hugmyndir borist til Forseta vors sem lætur sig Norðurslóðir nokkru varða.
Ef til vill gæti fleiri en Íslendingar séð sér hag í að styrkja uppbyggingu á Kolbeinsey.Einnig gæti Nató gert nærveru sína sýnilegri á Norðurslóðum með því að koma að þessu verkefni með Íslendingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2015 | 08:46
Kynjafasismi
er orðið sem mér dettur fyrst í hug þegar ég les tillögur framkvæmdastjórnar Sjálfstæðiskvenna um nýjar skipulagsreglur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Lítum á tillögurnar:
"Við val landsfundarfulltrúa í samræmi við ofangreint skal velja jafn marga karla og konur. Einungis er heimilt að víkja frá því þegar um oddatölu er að ræða og þá aðeins sem nemur einum fulltrúa.
Aftan við 13. grein bætist: Við kosningu fulltrúa í kjördæmisráð í samræmi við ofangreint skal kjósa jafn marga karla og konur. Einungis er heimilt að víkja frá því þegar um oddatölu er að ræða og þá aðeins sem nemur einum fulltrúa.
Ákvæði 23. grein hljóði svo (viðbót skáletruð): Kjördæmisráð kýs úr sínum hópi kjördæmisstjórn sjö manna. Formaður kjördæmisráðs skal kjörinn sérstaklega en stjórn þess skiptir að öðru leyti með sér verkum. Skal hvort kyn eiga a.m.k. 3 fulltrúa í stjórn. Heimilt er þó að stjórnina skipi allt að fimmtán manns, enda sé sú tilhögun samþykkt með minnst tveimur þriðju atkvæða.
Skal þá hlutfall kynja vera sem jafnast svo ekki muni nema einum fulltrúa. Ráðið hefur enn fremur heimild til að skipa skipulagsnefnd, fjármálanefnd, útgáfu- og upplýsinganefnd og aðrar nefndir sem hún telur ástæðu til.
Formenn kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna eru sjálfkjörnir í stjórn kjördæmisráðs. Kjördæmisráð kýs hvert um sig þrjá fulltrúa í miðstjórn og þrjá til vara en fulltrúaráðið í Reykjavík þrjá fulltrúa fyrir hvort Reykjavíkurkjördæmi í miðstjórn og þrjá til vara. Við kosningu fulltrúa í miðstjórn í samræmi við framangreint skal kjósa jafn marga karla og konur."
Er heilabú kvenna annarrar gerðar en heilabú karla? Hverskonar furða er þessi samsuða? Á ekki að kjósa eftir hvað er í heilabúum fólksins? Eða á að kjósa eftir útlitsfegurð?
Ef konur láta karla kjósa úr kvennahópi, er þá líklegt að karlarnir kjósi eftir því hvernig þeim lítist á heilabú frambjóðendanna heldur einhverju öðru? Hvað með fegurðarsamkeppnirnar?
Hverskonar hugsun er þarna á bak við? Eru konur svona miklu lakari körlum að það verði að kjósa þær á annan hátt en karla? Sem eru ekki kosnir eftir vöðvamassa, líkamshæð, tattúum, skeggi eða drykkjulátum. Kjörþokki felst í vitsmunum.
Hvernig á að vera í stjórnmálaflokki við svona ólýðræðislega stjórnarhætti?
Mér, sem elska og virði konur yfirleitt umfram karlmenn, finnst þetta vera hreinn kynjafasismi og neita að taka þátt í því bulli að konur standi körlum eitthvað að baki.
14.10.2015 | 12:52
Vandi Sjálfstæðisflokksins
er ærinn um þessar mundir. Tveir ráðherrar flokksins haf misst mikið af trúverðugleika sínum og eru ekki að draga að honum fylgi þó Hanna Birna hafi sagt af sér ráðherradómi. Ráðherrar verða einhverntíman að skilja það að þeir geta ekki geymt beinagrindur í klæðaskápum sínum og sloppið með það. Það gengur bara ekki frekar í nútímanum eins hjá Egelton á sínum tíma.
Óli Björn Kárason skrifar í Morgunblaðinu í dag um það vandamál flokksins að hann aflar ekki fylgis meðal ungs fólks eins og forðum. Hver á að afla flokknum þessa unga fylgis? Formaðurinn, varformaðurinn, ritarinn, ráðherrarnir?
Hvaða baráttumál hefur Sjálfstæðisflokkurinn efst á baugi? Hlustar hann á fólkið? Eða hlustar hann bara á sjálfan sg inni í Valhöll? Efla ber, styrkja ber...?
Hvað með eign fyrir alla? Hvað með "Stétt með Stétt"? Hvað með "Gjör rétt þol ei órétt"? Hvað með "víðsýna og þjóðlega umbótastefnu byggða á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum"? Hvað með grunnþættiina sem gerðu þennan flokk stóran?
Vill flokkurinn ganga í ESB og taka upp Evru? Eða vill hann bara aðildarviðræður? Vill flokkurinn vernda íslenska menningu og tungumál? Vill flokkurinn að fiskimiðin séu alfarið á forræði Íslendinga? Vill flokkurinn verslunarfrelsi og vináttu við aðrar þjóðir? Vill flokkurinn að stefna hans sé hafinn yfir allan vafa hjá kjósendum?
Vill hann pirra kjósendur með umdeildum málum eins og brennnivíni í búðirnar? Binda sig við kynjakvóta? Eða vill hann ræða úrbætur í húnsæðismálum ungs fólks?
Landsfundurinn verður í skugga kjaradeilna og erfiðleika á ýmsum sviðum. Landsmenn eru ekki samstíga í afstöðunni til eldri borgara og öryrkja um leið og flóttamenn og hælisleitendur sækja á.
Nú er búið að stytta Landsfund og takmarka umræður. Ég minnist nú þess að andspyrnan við umsóknarferli að ESB var stöðvað á kvöldfundi á fimmtudegi og skipulögð aðför Evrópusinna að landsfundinum rann út í sandinn. Ekki skal ég dæma fyrirfram um útkomuna. En spurt mun verða að leikslokum.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er ærinn þegar að þessum Landsfundi líður.
14.10.2015 | 08:43
"Úr Schengen strax"
er fyrirsögn á grein heillakarlsins Baldurs Ágústssonar " fyrrum Forsetaframbjóðanda". Hann mælir þar hvert orð sannara öðru að margra mati.
Hanns skrifar svo:
"Árum saman hefur fólk mótmælt aðild okkar að Schengen-»landamæraklúbbnum« með blaðaskrifum, bloggi o.fl. Sjálfur skrifaði ég grein í Morgunblaðið 24. september, 1999 - sem sagt áður en við hófum virka þátttöku í Schengen-samstarfinu. Margir aðrir hafa mómælt síðan eins of oft má sjá í blöðunum.
Schengen mært við Íslendinga
Þegar verið var að segja almenningi frá ágæti Shengen voru settar fram nokkrar fullyrðingar sem vert er að rifja upp.
Í fyrsta lagi: Íslendingar munu ekki þurfa að bera vegabréf á ferðum innan Evrópu - hvers virði sem það átti nú að vera!
Í öðru lagi: Ferðafrelsi« átti að vera milli Schengen-landanna en hver þjóð átti, á sinn kostnað, að annast landamæragæslu á þeim hluta ytri landamæra Shengen-svæðisins að henni snéri. Þannig áttu Spánverjar t.d. að annast gæslu á »Schengen-landamærunum« á suðurströnd sinni og Frakkar á sama hátt á vesturströnd sinni. Milli þessar tveggja landa átti ekki að þurfa gæslu - þau eru bæði innan Schengen-svæðisins. Sama gildir um mestalla Evrópu. Ísland gætir þannig norðvestur-landamæra Schengen.
Í þriðja lagi: Aðild að Schengen átti að veita okkur aðgang að gagnagrunni sem innihélt upplýsingar um þekkta glæpamenn um alla Evrópu svo við ættum auðveldara með að þekkja þá og hindra komu þeirra til Íslands.
Í fjórða lagi: Ráðamenn þjóðarinnar sögðu nauðsynlegt að tilheyra Schengen því annars gætum við og aðrir íbúar Norðurlanda ekki ferðast án vegabréfs milli Íslands og hinna Norðurlandanna en um það hafði verið samið einhverjum árum áður.
Hvernig tókst svo til?
Í einu orði sagt: ömurlega! Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu - strax í upphafi - sagði fólki til að taka vegabréfið með. Og núna? Við innritun í Leifsstöð erum við beðin að sýna vegabréf - jafnvel þó að ákvörðunarstaður okkar sé annað Schengenland !
Aðgangur að gagnagrunni um afbrotamenn er e.t.v. til aðstoðar við löggæslu hér á landi. Hann er hinsvegar of dýru verði keyptur með aðild að Schengen. Við höfum t.d. lengi átt ágætt samstarf við alþjóðalögregluna Interpol.
Athyglisvert er að Bretland - sem er ekki er aðili að samningnum fékk og hefur full afnot af gagnagrunninum.
Maður hlýtur að spyrja: Var aðild kannski aldrei nauðsynleg?
Einhvernveginn finnst manni sjálfsagt að ríki skiptist á upplýsingum um hættulega glæpamenn án þess að aðild að frjálsu ferðasambandi sé gerð að skilyrði. Einhvern veginn finnst manni að stjórnvöld fari stundum frjálslega með staðreyndir þegar upplýsingar eru veittar okkur landsmönnum.
Fyrir u.þ.b. tveim árum fór fólk að flykkjast frá Afríku til Spánar. Fljótlega fóru Spánverjar fram á að ESB styddi þá og styrkti við landamæragæsluna - þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði Schengen-samningsins. Sama sagan endurtók sig svo með Ítalíu og Grikkland. Af þessu getum við séð hvernig þátttökuríkin standa við samninga og ekki síður hvernig ESB fer með framlög þátttökuríkjanna - og vill síðan fá aukin framlög frá ríkjum sínum, m.a. til að kosta gæsluna sem þessi lönd áttu sjálf að bera.
Trygg landamæri - öruggt land
Ferðafrelsi milli Norðurlanda hefur sjálfsagt þótt eðlilegt á þeim tíma sem um það var samið, þjóðirnar af sama meiði og með sameiginlega sögu, menningu og lífsmat. Nú eru hinsvegar breyttir tímar: Stór hluti þeirra sem þar búa eru hvorki innfæddir Svíar, Norðmenn né Danir, heldur Austurlandabúar eins og t.d. Íranir og Sýrlendingar. Þetta fólk hefur alist upp við önnur trúarbrögð, menningu og þjóðfélagsleg gildi og uppbyggingu. Það stenst því ekki lengur að hafa frjálst flæði ferðamanna og fólks í leit að atvinnu og betri búsetu frá þessum löndum. Að vitna í sameiginlega fortíð Norðurlandanna, menningu og tungumál er ekki aðeins rangt heldur beinlínis villandi og hættulegt.
Frá náttúrunnar hendi höfum við einhver bestu landamæri í heimi. Notum þau og gætum þeirra sjálf. Þau eru skurnin utan um fjöregg okkar; landrými, auðlindir, lága glæpatíðni og heiðarlegt samfélag við bestu skilyrði.
Schengen-samningurinn gerir Íslendingum illt eitt eins og reyndar margt annað sem undan ESB kemur. Þegar við lítum til annarra Schengen-landa og frétta frá t.d. Miðjarðarhafsströndum þeirra, er ljóst að engir gæta Íslands betur en íslensk lögregla, útlendingaeftirlit og - þar sem það á við - Landhelgisgæslan.
Við eigum tafarlaust að segja okkur frá Schengen, taka upp eigin landamæragæslu og hætta þessari sífelldu þjónkun við ESB, erlend þjóðríki og stofnanir sem er til hreinnar skammar og niðurlægingar."
Ég tek undir þessi orð Baldurs. Það er ólíðandi að sjónarmíð þeirra Björns Bjarnasonar og Halldórs Ásgrímssonar séu höfð að slíkum lögum að ekki megi ræða eða draga í efa þessa gjörð sem þeir áttu mestan þátt í að koma á.
Bretar eru eyþjóð eins og við og sáu strax að þetta hentaði þeim engan veginn að verða ytri landamæri. Þeir ýttu með því kaleiknum til Íslands og við drukkum í þýlindisbotn að vanda með ómældum erfiðleikum og böli sem yfir okkur hefur hellst.
Fram kemur hjá Baldri að Bretar njóta ókeypis alls þess sem okkur var talin trú um að við fengjum afhent í staðinn. Enda hindrun glæpa sjálfsögð samvinna milli þjóða. Við getum svo þakkað Schengen straum hælisleitendanna, glæpammanna og annars óþjóðalýðs til landsins sem viðbót við allt meint hagræði.
Úrsögn úr Schengen mætti verða tillaga á Landsfundi Sjálfstæðismanna. Og Vinstri Grænna að auki þar sem þeir hafa líklega fátt vinsælt til að álykta um eftir ESB þjónkun sína og svik.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.10.2015 | 22:40
Hvað skyldi Steingrímur gera?
á Landsfundi VG?
Þessi maður frá Þistilfirði lét kjósa sig á þing 2009 með örfáum atkvæðum sem eindreginn andstæðing þess að Ísland gengi í ESB.
Hann var ekki lengi að því að söðla um þegar honum bauðst ráðherraembætti með feitum eftirlaunarétti. Alþýðuvinurinn lagði svo hart að sér fyrir land og þjóð að hann missti bæði svefns og matar og varð fjölskyldan að troða í hann mat svipað og sænska proppgæs svo hann gæti haldið áfram að bjarga einhverjum ímynduðum verðmætum úr hruninu sem hann sagði að hér hefði orðið.
Nú var sótt um aðild að ESB með hans atkvæði og síðan hefur hálf þjóðin staðið á öndinni yfir því að hana langar svo í þjóðaratkvæði til að klára aðildarviðræðurnar með því að hætta við að ganga í sambandið ef marka má Gallup.
Í allri lýðveldissögunni og þótt víðar væri leitað er vandfundin hliðstæða við slík sinnaskipti stjórnmálamanns eins og Steingríms Jóhanns eða heils stjórnmálaflokks eins og VG.
Hann sá sér óvænna þegar öll hans ráðherrastörf og skattlagningarhugsjónir voru dæmd ómerk og þjóðin rak hann frá völdum með afgerandi hætti í almennum þingkosningum. Þá komu fyrri yfirlýsingar óðar aftur og hann er hugsanlega á móti inngöngu í ESB um þessar mundir. Þó er slíkt alls ekki vitað til fulls.
Hann neyddist til að setja annan formann í klúbbinn sinn sem kallast Vinstri hreyfingin grænt framboð. Segir mikið er það ekki? Fríða konu sem skyndiglottir við hin ólíkustu tækifæri þegar öðrum er síst hlátur í hug. Allt þetta sannar að VG er víður hugsjónaflokkur með húmor sem getur tekið að sér að leiða þjóðina á móts við nýja tíma í léttum dúr. Fróðlegt væri að vera fluga á vegg og heyra samræður Steingríms við flokksmenn á þessu þingi. Hvernig mun Steingrímur, hvað þá formaðurinn brosmildi greiði atkvæði þegar kemur að aðildarviðræðum við ESB? Nema þeir bara sleppi því?
Svo mikil ógn stafar af þessari óvissu að núverandi ríkisstjórn gat ekki slitið viðræðunum af ótta við áhrif þessarar voldugu hreyfingar. Það stefndi til uppreisnar meðal þjóðarinnar sem krafðist þjóðaratkvæðis. Beint lýðræði er það víst kallað á Útvarpi Sögu.
Áhöld eru um að Sjálfstæðisflokkurinn sem heldur sinn Landsfund sinn á svipuðum tíma, muni treystast til að tjá sig um málið. Enda nóg af öðrum stórum málum að ákveða eins og hið heita baráttumál ungra Sjálfstæðismanna um vínsölu í matvörubúðum.
Og svo koma málefni kvótflóttamannannna og hælisleitendanna. Hjá báðum flokkum eru þessi mál á sjálfstýringu og verða ekki rædd öðruvísi en frá sjónarmiðum góða fólksins sem ekkert aumt má sjá og er handhafar kærleikans.
Það er eiginlega stærri spurning en hvað Sjálfstæðisflokkurinn muni gera? Hvað skyldi Steingrímur gera í ESB málinu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko