Bloggfærslur mánaðarins, september 2016
16.9.2016 | 04:35
Hversu mikið hlutafé?
lögðu Vogunarsjóðirnir inn í föllnu bankana þegar Steingrímur J. afhenti þeim þá. Hann lýsti því í viðtölum við RÚV og Hringbraut að þessi framlög hefðu með öðru myndað traustan efnahag nýju bankanna.
Með öðru telst stofnfjárframlag íslenska ríkisins, sem Steingrímur kallar fullfjármögnun. Hann útskýrði ekki hvaðan þetta fjármagn hefði komið og í hvaða formi það var þegar ekkert fé var sagt til?
Og enn til viðbótar komu afsláttarkjör á eignasafninu þar sem kröfur á íslenskan almenning voru afhentar þessum kröfuhafabönkun á lágu verði án teljandi skuldbindinga við gömlu bankana. Kallað skotleyfið af mörgum.
Skotleyfið leiddi til gríðarlegs rekstrarhagnaðar Vogunarsjóðabankanna. Af honum gátu þeir borgað til stöðugleikans. Þesvegna segir Steingrímur að hann hafi bjargað þjóðinni sem nú sé í 140 milljarða gróða af öllu bixinu.
Margir telja að bankarnir hefðu betur verið gerðir gjaldþrota að íslenskum lögum. Nýjan íslenskan viðskiptabanka mátt stofna af Seðlabanka. Þá hefði almenningur og fyrirtæki ekki verið svo hart leikin í skotleyfinu.
En svona eftiráspeki stoðar ekki neitt og vafasamt að borgi sig að velta sér lengur upp úr þessu.
Hrunið er að baki og vonandi líka stjórnmálamaðurinn Steingrímur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2016 | 04:09
Dagur er runninn
2015 skar Dagur B. niður fyrir krónur X1 vegna reksturs leikskóla borgarinnar. Þeim var gert að sníða reksturinn í ár að þessari tölu. Þeir eru nú komnir í þrot að því að fréttir herma.
Nú á haustdögum 2016 tilkynnir Dagur að vegna viðsnúnings hjá sér (innifalið X1) í rekstri borgarinnar 2015 séu nú til peningar til að veita X2 krónum í rekstur leikskólanna.
Svona á ábyrg fjármálastjórn að vera.
Enda er nýr Dagur upp runninn í boði Píratans mikla Halldórs Auðar Svanssonar.
14.9.2016 | 08:37
Dagur rennur upp
fyrir mörgum foreldrum sem lesa frétt Mogga í dag:
"Við erum byrjuð að skerða þjónustu og lýsir það sér þannig að við sendum börn heim af einni deild á dag, en sjötta daginn fara systkini heim, segir Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri á Bakkaborg í Breiðholti, en orsök þessa er erfið staða leikskólanna í Reykjavík og áframhaldandi krafa um frekari niðurskurð af hálfu borgaryfirvalda.
Á Bakkaborg starfa alls 28 manns og segir Elín Erna vanta 3 starfsmenn til viðbótar svo kalla megi leikskólann fullmannaðan.
Börnin eru alls 115 talsins og fer það eftir deildum hversu mörg börn eru send heim tiltekinn dag. Þannig eru suma daga 6 börn send heim en mest fer það upp í 26 börn. Í gær var 16 börnum haldið heima. Við getum hins vegar ekki sent börn starfsmanna heim því það myndi einungis flækja stöðuna enn frekar með tilheyrandi vandamálum fyrir alla, segir Elín Erna.
Loka 30 mínútum fyrr
Aðspurð segir hún flesta foreldra taka þessari stöðu af æðruleysi.
En sumir foreldrar eiga hins vegar mjög erfitt með að leysa þetta og skilja hreinlega ekki af hverju þessi staða er komin upp, segir Elín Erna og bætir við að sú skerðing sem nú er viðhöfð á leikskólanum dugi varla. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri á Sólborg í Vesturhlíð. Hún segir ástand þar vera lítt skárra en á Bakkaborg. Hér, eins og alls staðar annars staðar í Reykjavík, vantar starfsfólk, segir hún og heldur áfram: Þetta leiðir auðvitað til skerðingar á þjónustu og við neyðumst til að stytta vistunartíma um 30 mínútur. Frá og með næstu mánaðamótum lokum við hálffimm.
Þetta er merkilegur stjórnunarstíll hjá Degi B. Hann er í linnulausum átökum við alla borgarbúa. Það er sama hvort eru gamlingjar við Þorragötu og Vesturgötu, umferð við Hofsvallagötu, umferð við Grensásveg aða Borgartún, foreldrafélög í skólum, leikskólastjórnendur, málefni Reykjavíkurflugvallar, allt byggist á átakastjórnmálum frekar en umræðustjórnmálum.
Allt er þetta í boði Halldór Auðars Svanssonar sem ber ábyrgð á meirihlutanum. Hvað getur náð til þessa fulltrúa Pírata? Myndi undirskriftalisti foreldra í leikskólum hreyfa við honum þegar 70.000 undirskriftir Vallarvina náðu ekki til hans? Ætli sameining leikskóla og hagræðing í stjórnun þeirra komi ekki næst?
Það ætti að fara að renna upp fyrir Borgarbúum hvernig Dagur er upp runninn í leikskólamálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2016 | 08:47
RÚV kafskaut Vigdísi
í Kastljósinu í gær. Hún kom engu fram af því sem við áttum von á að heyra. Og ekki hjálpaði Brynjar mikið til í framhaldinu. Hvar er Gulli?
Steingrímur þenur sig á öllu miðlum í dag og segir alla skýrsluna bull. Hann sé alsaklaus?
Er Steingrímur bara stórsaklaus eða er hann sá strýtroðari sem margir og meirihluti nefndarinnar halda að hann sé?
Á hann bara að fá að kjafta sig frá þessu öllu með hjálp RÚV?
13.9.2016 | 08:39
Framkvæmdastjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna
hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem niðurstaða prófkjörsins er hörmuð.
Sú staðreynd að fjórir karlar skipi efstu fjögur sæti listans er að mati framkvæmdastjórnar LS óviðunandi og endurspeglar á engan hátt þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir. Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum.
Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins eru skýrar. Þar er kveðið á um að kosning er ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er alls ekki nú.
Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur, um leið og við fögnum fyrstu viðbrögðum formanns flokksins við niðurstöðunni sem gefa fyrirheit um að forystan muni bregðast við. Þá skorar LS einnig á kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að samþykkja listann ekki óbreyttan, segir í tilkynningunni. "
Ég óttast svona yfirlýsingar. Til hvers eru prófkjör ef ekki á að fara eftir því sem kjósendur vilja? Þetta er annars eðlis en flugvallarkosningin hennar Ingibjargar. Þarna er prófkjör öllum opið um fylgi einstaklinga.
Af hverju á núna að taka upp píratalýðræði þegar maður í efsta víkur glaður af listanum eftir bara að hafa verið læstur inni með foringjanum drykklanga stund?
Mér er sagt að konur hafi eins verið um þriðjungur þeirra sem mættu í prófkjörin hjá Sjálfstæðismönnum. Vill ekki Landsambandið útskýrt þetta fyrst áður en ræðst á ráðamennina með þessum hætti. Auðvitað hefðum við viljað þetta öðruvísi.
En liðs Framkvæmdastjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna er verri en allt annað sem mönnum dettur í hug.
12.9.2016 | 09:02
EmailGate Hildiríðar
Clinton er komið á alvarlegt stig.
Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna er víst með afrit af öllum 30.000 póstum frúarinnar sem hún reyndi að eyðileggja. Í þeim eru upplýsingar sem hugsanlega brjóta gegn Gamma-kóðanum um þjóðaröryggi. En Gamma varðar varðveislu æðstu leyndarmála Bandaríkjanna og hefur varðað lífláti á stríðstímum að skerða hann. Mjög fáir hljóta slíkt tignarstig.
Svo fær hún Hildiríður hitaslag í New York og samstundis byrja umræður um heilsufarsstig hennar. Trump tuðar í trompetinn sinn um allt mögulegt og ómögulegt og virðist sleppa með allt eins og Ingibjörg Sólrún gerði hérna á sinni tíð þegar hún sagði svart hvítt og hvítt svart rétt eins oft og henni sýndist og slapp með það.
EmailGate er hugsanlega að blása út og breyta gangi mála þarna westanhafs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.9.2016 | 08:41
Mamma Mia!
Okkur gamla settinu var boðið í Borgó af afkomendum í 3.og 4. lið að endursjá Mamma Mia.
Þessi sýning er stórkostleg í einu orði sagt. Það er ekki nóg að fólk megi ekki missa af henni heldur að vera viss um hvað það vill sjá hana oft. Krafturinn og trukkið í tónlistinni og dansnum er þvílíkt og leikurinn, sérstaklega hjá Jóhönnu Vigdísi, slíkur að fólk bara stendur sig að því tárast yfir öllu þessu lífsdrama. Öll sýningin er hreint listaverk í samhæfingu og söng.
Mamma Mia!, þetta verður maður að hafa séð.
11.9.2016 | 14:51
Digurbarkar
fara nú hamförum í Kóreu. Suðrið hótar Norðrinu sem hótar Suðrinu. Þetta er grafalvarlegt.
Norðrið er hinsvegar algerlega undir Kínverjum komið. Það eru Kínverjar sem bera ábyrgðina á öllu sem fram fer þar. Þeir hafa engu gleymt frá Kóreustríðinu.
Kínverjar fara fram með ofbeldi á Kínahafi. Þeir bíta í skjaldarrendur og rífa kjaft við Kanann. Sem þeir eru þó algerlega upp á komnir. Japanir þegja en varla upphátt. Þeir vilja áreiðanlega ekki uppgang Kínverja meiri en orðið er.
Vestrænir menn skilja ekki kínverskan hugsunarhátt. Hann er allt öðruvísi en hjá okkur. Þar er sá sigurvegari sem getur snuðað hinn í dag. Og getur forðast hann á morgun í mannhafinu. Þetta lærir maður fljótlega af þeim í Hong Kong. Þeim finnst ekkert athugavert við þetta kerfi. Og þeir eru oft tilbúnir að leggja undir í hættuspili. Þeir eru gjarnir á að þykjast og leika eitthvað sem þeir eru ekki. Bara til að slá ryki í augu nágranna. Þeir hugsa í áratugum meðan við hugsum í árum. Vestrið verður að hafa varann á í samskiptum við þá Austurlandabúana.
Við verðum að vona að Kínverjar stilli N-Kóreumenn niður. Þeir eru þeir einu sem geta ráðið við digurbarkana þar.
11.9.2016 | 14:36
Prófkjörsfitl
er heimtað af Landsambandi Sjálfstæðiskvenna vegna þess hversu hlutur kvenna er rýr. Annars hirðir Þorgerður Katrín allra konur með sér yfir í Viðreisn. Prófkjörin voru ekki bindandi.
Til hvers fara menn í prófkjör? Ólína Kerúlf fer af listanum hjá Samfó þegar henni er hafnað. Eigum við að fara að setja Ragnheiði Elínu, Unni Brá og Elínu Hirst ofan á kallana í þeirri von að þeir sé svo miklir kavalérar að standa upp fyrir dömunum?
Hvað með kjósendur sem röðuðu svona? Eru þeir svo vitlausir að eitt hvert kjörnefndarfólk verði að hafa vit fyrir þeim?. Eftirá? Er kjósendur alveg dús við slíkt? Eigum við yfirleitt að viðhafa prófkjör framar?
Mín upplifun er sú að minnsta prófkjörsfitl er katastrófalt. Kjósendur reiðast svo rosalega. Frambjóðendur reiðast svo rosalega. Látum okkur ekki detta það í hug augnablik að fitla við prófkjörslistana. Röðunin hefur eitthvað með álit og einkunnagjöf kjósenda að gera, það er nokkuð ljóst. Hver verður að fljúga eins og hann er fjaðraður.
Setjum bara tómar konur í sætin fyrir neðan ef það er eitthvað betra en pössum okkur á hinu. (Spiro Agnew sá hrossabrestur og kjaftaskur sagði að kjósendur væru svo vitlausir að ef ekki "Nigger, Cripple and a Jew" væru á framboðslistanum til að mata kjósendur á þá væri allt í voða. Ekki naut Spiro mikils frama eftir þetta hvorki hjá þeim sem hann kallaði hrokafullu gáfumannasnobbin eða hinna flokka kjósenda sem hann fyrirleit af öllu hjarta.)
Prófkjörsniðurstaða í opnu prófkjöri er niðurstaða kjósenda, hvort sem hún líkar öllum eða ekki. Við báðum um hana og fengum hana.
Ég held að það sé stórhættulegt að fitla við prófkjör.
11.9.2016 | 09:45
Reykjavíkurbréf
eftir óþekkta höfundinn Á Mogganum er beinskeytt og rökvíst að vanda. Þar sem vinstri menn og lesendur Fréttablaðsins lesa ekki Mogga set ég það hér og feitletra fyrir þá leslötu af mínum hætti:
"Það vottar fyrir kosningahug hjá ýmsum, enda ljóst að annaðhvort verður gengið að kjörborði næsta vor, svo sem eðlilegast er, eða í vetrarbyrjun.
Kjósa að kjósa ekki
Síðustu borgarstjórnarkosningar, þátttaka í prófkosningum af ýmsu tagi og ólund yfir kosninga óðagoti benda til þess að kjörsókn kunni að verða dræm. Þeir eru þó til sem segja engan eðlismun á því hvort fleiri eða færri kjósi. Aðalatriðið sé að allir eigi kost á að kjósa. Um það snúist lýðræðið. Hvort menn vappi á kjörstað eða inn á Víðihlíð í staðinn sé útfærsla en ekki inntak. Mætingarleysið sýni afstöðu rétt eins og mætingin.
Bréfritari þráttaði um þetta atriði við vitran mann og benti honum á að lýðræðið væri fágæti. Þess vegna væru þeir enn til sem færu í lagningu eða klæddu sig upp á á kjördag. Sjálfur færi bréfritari t.d. alltaf í fermingarfötin sín og greiddi sér jafnvel áður en hann færi á kjörstað.
En hinn sjálfskipaði Sókrates sló hann út: Þú getur bæði farið í lagningu og puntað þig og samt sem áður ekki mætt. Það væru raunverulega enn meiri skilaboð en hitt. Ekki voru þessir fimleikar umræðunnar sannfærandi. Hin aðferðin er nær, að mæta á kjörstað, uppstrílaður eða í lörfum, og skila auðu. Það ætti að vera nær skilaboðum en fjarveran ein, enda hafa þeir jafn mikið fyrir lífinu, sá sem kýs og hinn sem skilar auðu.
Beint lýðræði í æð
Ýmsir segja beint lýðræði betri kost en fulltrúalýðræði. Það hljómar sennilega. En er það endilega víst? Fæst mál eru þannig vaxin að já eða nei sé svarið við þeim. Icesave var það. Það fjallaði um eina grundvallarspurningu. Á almenningur að taka ábyrgð á gjörningum sem hann kom aldrei að? Icesave er eina málið í 72 ára lýðveldissögu þar sem forseti hefur sett sig gegn ríkisstjórn og þingmeirihluta. Um það var kosið tvisvar, svo ríkur var brotavilji stjórnarherranna.
Án minnstu athugunar má kannski gefa sér að Alþingi hafi samþykkt 5.000 lög þessi 72 ár. Forsetinn hefur haft synjunarvaldið allan þennan tíma. Fjölmörg af þessum þúsundum laga þingsins hafa verið umdeild og sum beinlínis illa þokkuð af fjölda manns. Sárasjaldan hafa menn borið sig upp við forsetann sinn að segja nú nei.
Og aðeins hefur verið kosið um eitt mál. Hvar var hann þá, þessi mikli áhugi fyrir beinu lýðræði?
Flugvöllurinn í Reykjavík er umdeilt álitamál. Stofnað var til atkvæðagreiðslu á meðal borgarbúa (og aðrir íbúar landsins hunsaðir) og verulegum fjármunum veitt í kynningu. Þátttakan í þeim kosningum varð léleg og óbindandi samkvæmt reglum um kosninguna. Mjög mjótt var á munum þeirra sem þó höfðu sig á kjörstað og örlítið fleiri þeirra sem þó kusu vildu samþykkja brottflutning flugvallarins.
Þáverandi borgaryfirvöld sögðu yfirlætislega að þrátt fyrir dræma þátttöku og fyrirliggjandi reglur um að niðurstaðan væri óbindandi teldu þau sig samt siðferðilega bundin af niðurstöðunni. Fátt siðlegt við það? Langflestir sáu í gegnum snakkið um siðferðisþroskann. Framganga þessara borgaryfirvalda var kunn. Menn vissu að hefði hin nauma niðurstaða orðið á annan veg hefðu viðbrögðin orðið það líka. Þá hefði réttilega verið sagt að niðurstaðan væri óbindandi. Þátttakan að auki til þess fallin að taka lítið mark á úrslitunum. Það er jafn mikið stjórnsýslulegt brot að ganga á svig við bindandi niðurstöðu og að tilkynna að niðurstaða sem að réttum reglum var óbindandi yrði samt talin bindandi.
Minnti þetta óþægilega á viðbrögðin þegar kosning um spurningaleik í anda hugmynda ólögmæts stjórnlagaráðs náði ekki að vekja nægilegan áhuga kjósenda. Sumir sem tengdust því máli hafa síðan verið uppi með furðufuglasjónarmið um það að marklausi spurningaleikurinn þýddi að Alþingi hefði ekki heimild (væntanlega frá furðufuglunum) til að fjalla um stjórnarskrármál öðruvísi en ólögmæta nefndin hefði gert.
Önnur áhrif
Yrði það hins vegar ákveðið að flest mál sem einhverju skiptu skyldu fara í þjóðaratkvæði væri fróðlegt að sjá áhrif þess á kosningar til Alþingis. Líklegt er að kosningaþátttaka hrapaði niður á plan Evrópuþingskosninga. Það er ekki aðeins að talað sé fyrir beinu lýðræði um allt sem einhverju skipti.
Hinir sömu virðast sannfærðir um að allir skuli kjósa rafrænt og helst að heiman frá sér, enda sé það sennilega forsenda fyrir beinu lýðræði. Það skrítna er að þeir sem trúa því að þjóðin þrái beint lýðræði óttast líka að hún nenni ekki að taka þátt í því, þurfi í hvert skipti að verja hálfri klukkustund frá tölvuleikjunum til að taka þátt í því.
Talsmenn Pírata, eins stærsta stjórnmálaflokksins, sem nærast á neti og niðurhali, sýndu óvenjuleg tilþrif á dögunum. Þeir segja hreint út að rafræn kosning geti aldrei verið fullkomlega leynileg, sem er eftirtektarverð yfirlýsing og gæti verið rétt. En Pírötum þykir það engu skipta. Þeir gengu raunar lengra og gáfu þjóðinni sýnishorn.
Þeir skoðuðu, án þess að ræða það við frambjóðendur eða kjósendur, feril rafrænna kosninga í sínum eigin ranni. Þeir töldu sig finna út hver hefði kosið hvern og þannig sannað 18 manna smölun.
Varla hefur þetta atferli verið í samræmi við lög.
Hið villta vestur
En í þessu samhengi er fróðlegt að horfa til Bandaríkjanna. Þar eru kosningar framkvæmdar með fjölbreyttum hætti og ólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast. Þar er jafnvel pólitískt ágreiningsefni hvort skylda megi fólk til að sýna persónuskilríki áður en það fær gildan kjörseðil í hendur. Demókratar berjast gegn og repúblíkanar með. Í öðru lagi er sums staðar kosið með rafrænum vélum á kjörstað og fullyrt er að með einföldum búnaði, sem kosti aðeins 50 dollara, geti menn auðveldlega tengt sig við kosningavélina og kosið nokkrum sinnum án þess að nokkur merki þess sjáist.
Svo eru póstkosningar sem lúta ekki sömu ströngu formreglum og utankjörstaðakosning á Íslandi. Og loks eru það beinar rafrænar kosningar.
Fyrir nokkru hélt Donald Trump því fram að stæði hann ekki uppi sem sigurvegari á næstu kosninganótt þýddi það að átt hefði verið við úrslitin.
Einhver hefur hugsað sem svo, hér á norðurevrópskum slóðum: Það sem getur oltið upp úr manninum. En annað hefur komið til, sem vekur upp spurningar.
Daginn fyrir flokksþing Demókrataflokksins birti WikiLeaks tölvupósta sem þóttu sanna að flokksmaskínu flokksins hefði verið skipulega beitt gegn Bernie Sanders og í þágu Hillary Clinton. Þessu hafði Sanders haldið fram en forystan staðfastlega neitað. Tölvupóstarnir sýndu að grunur Bernie var réttur.
Í fyrstu var reynt að skrökva sig frá vandanum en það dugði skammt og formaður flokksins hraktist úr embætti. Demókratar voru forðum aðdáendur lekara, t.d. í Watergate, en ekki núna. Þess var krafist að alríkislögreglan klófesti hakkarana.
Færist fjör í leik
Fljótlega varð sá orðrómur sterkastur að hakkararnir væru á vegum Pútíns forseta Rússlands, þótt engar beinar sannanir hafi fundist. Það var heppilegt fyrir FBI, enda ekki auðvelt að klófesta Pútín. Demókratar bættu um betur og gerðu því skóna að Pútín hefði ekki verið einn að, heldur verið í einhvers konar makki með Donald Trump.
Pútín er klókari en svo að vera í makki með Donald Trump, manni sem gat ekki einu sinni þagað yfir því að hann hefði keypt Clinton-hjónin til að sitja brúðkaup sitt fyrir 300.000 dollara (rúmar 40 milljónir króna). Meira vit hefði verið í samsæriskenningu um að Pútín hakkaði í makki við gamla sovétvininn Bernie Sanders. Hann var jú fórnarlambið sem misnotkun flokksskrifstofunnar beindist að.
Pútín mikli
En í framhaldinu hafa blossað upp kenningar sem ábyrgir áhrifamenn í Washington hafa tekið upp á sína arma, um að veruleg hætta sé á að Pútín (nema hvað) muni láta hakkara brjótast inn í kosningakerfi Bandaríkjanna, eða í það minnsta þann hluta þess sem sé tölvuvæddur. Jafnvel þótt þessum hökkurum óvinaríkis tækist ekki að breyta úrslitum eða brengla þau verulega gætu þau laskað illa almennt traust Bandaríkjamanna á lýðræðislegum kosningum. Tækist það yrði sá skaði óbætanlegur.
Yfirmaður leyniþjónustunnar CIA hefur látið málið til sín taka og fullyrt er að Obama forseti hafi áhyggjur og hafi því tekið málið upp við Pútín starfsbróður sinn á leiðtogafundum G-20 ríkjanna í Kína nýlega. Í umræðum um þessi mál hafa sérfræðingar fullyrt að komi upp orðrómur sem ekki takist að kveða niður um að niðurstaða rafrænna kosninga hafi verið brengluð af skemmdarverkamönnum sé varla nokkur leið að sannreyna. Þeim og Pírötum ber því saman.
Gamla aðferðin að fara yfir hvert pappírsatkvæði aftur sé ekki lengur fyrir hendi.
Fátt er svo...
En þótt rafrænar kosningar hafi þennan ókost má ekki gleyma því að með þeim tekst að eyðileggja kosninganóttina endanlega fyrir almenningi. Óþarft verður með öllu að hafa mann í því að vekja þá Ólaf og Boga, því að hægt verður að senda úrslitin beint í síma hvers og eins og geta því allir ótruflaðir haldið áfram leit sinni að Pókemon, sem nú er helst talið að kunni að vera í framboði fyrir Pírata.
Margt bendir til að kosninganóttin sé það fyrirbæri sem helst stafi enn einhver lýðræðisleg spenna frá. Þegar hún verður frá munu fleiri gleyma því að fara á kjörstað. Spekingar segja að það geri ekkert til, því að söm séu skilaboð kjósenda. En svo eru þeir til sem halda því fram að áhugaleysið stafi af því að það vanti mun. Það vanti hugsjónir, baráttu og líf.
Í því sambandi er fullyrt að jafnvel KR-ingar myndu hætta að fara á völlinn ef þar hlypu 22 keppendur um í röndótta búningnum og ákveðið hefði verið að ekki skipti máli á hvaða mark væri skotið, því að þess háttar átakafótbolti væri úr sér gengið háttarlag. En þó gæti vissulega komið á móti ef viðurkennt væri að enn væri nokkur eftirspurn eftir fallegum mörkum og þess vegna myndi jafnréttis- og mannréttindaráð borgarinnar, í samráði við siðaregluvörð hennar, umsjónarmann Gleðigöngu og næturvörð Menningarnætur, úthluta mörkum í leikslok, í samræmi við uppfærðan kynjakvóta í Vesturbænum og meðalhraða á Hofsvallagötunni.
Þegar yfirvöld hefðu lagt svo mörg mörk af mörkum ættu menn að geta tekið gleði sína á ný. Heyrst hefur að Bjarni Fel hafi enn sínar efasemdir.
Aðrir halda að Pútín sé á bak við þetta. "
Þarna er á rökvísan hátt farið yfir þau rök sem eru gegn síbyljunni á Útvarpi Sögu og í Fréttablaðinu om beint lýðræði. Fyrrum ritsjóri Morgunblaðsins virðist mér stundum eitthvað hallur undir þessar hugmyndir, hugsanlega án þess að velta göllunum, og sérstaklega á rafrænum kosningum, nægilega fyrir sér. Rekjanleiki pappírskosninga á kjörstað hefur er óumdeilda kosti fram yfir aðrar atkvæðagreiðslur.
Höfundur rifjar upp hvernig Píratar framkvæma lýðræðið í rafrænu kosningum til að endurraða upp niðurstöðum prófkjöra.
Þetta Reykjavíkurbréf er svo sannrlega orð í tíma talað.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko