Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
31.5.2017 | 20:43
Línulegur Eyþór Arnalds
var á Útvarpi Sögu nýverið.
Mér fannst hann færa fram mörg góð rök gegn Borgarlínu kratanna.Sú fyrsta var að lína væri á milli tveggja punkta. Hún lægi hinsvegar ekkert endilega þangað sem maður væri að fara. Vandamálið væri óleyst þrátt fyrir línuna.
Annað var að menn höfðu ekki kost á öðru á 19 öld en að leggja svona linur milli höfuðpunkta. Sjálfir urðu menn að leysa afganginn.
Þá höfðu menn reiðhjól og hestvagna. Amma mín Sigríður mundi drulluna á götum Chicago hræðri saman við hestaskítinn og moldina fyrir aldamótin 1900. Trégangstéttir stóðu uppúr fyrir borgarana til að geta gengið þurrum fótum öðrumegin. Hestvagnar gengu eftir götunum milli stoppistöðva. Málið vandaðist ef borgarinn þurfti yfir götuna í blautri tíð.
Þetta gætu ÁrDagssósíalistarnir tekið til athugunar. Að fá hestvagna til að minnka þetta hræðilega kolefnisspor Íslendinga sem er einn þrjúþúsundogfimmhundraðasti af vandamáli Al Gore og fjörtíuþúsundfíflanna sem komu saman á góðum Degi í París til að stórkaða Íslendinga en sleppa umhverfissóðunum í Kína. Þá þurfa menn ekki að stíga hjólhestinn heim aftur upp brekkuna heim til sín aftur sem var þrælerfitt þegar maður fór niður Skólavörðustíginn í den.
Það sem vekur mesta furðu mína er það, að ekkert virðist hafa verið kannað með þörfina fyrir Borgarlínuna. Ég hef hvergi séð tölur um það, hversu margir þurfa á Borgarlínu að halda til að komast frá Mosó til flugvallarins eða út á Seltjarnarnes og eiga ekki kost á því í dag? Eða hver þörfin er fyrir afleggjarana til Kópavogs og Hafnarfjarðar? Hvað verður fargjaldið og hver verður sparnaðurinn? Er einhver útreiknuð þarfagreinng og þjóðhagsgreining til áður en ákvörðunin um 1-300 milljarðana var tekin?
Allt þetta með ferðirnar leystist með tilkomu einkabílsins sem Henry Ford færði almenningi í byrjun síðustu aldar.Bíllinn er sá ferðamáti sem fólkið, annað en þeir Dagur,Hjálmar og meðreiðarsveinarnir, hafa valið sér. Nú eru bílar að verða sífellt fullkomnari. Jafnvel rafmagnaðir með núll útblástur og sjálfvirkni gerir árekstra nærri óhugsandi. Einmitt þá er tíminn kominn fyrir Íslendinga að leggja lestir árið 2017.
Það er skaði að Eyþór Arnalds sé hættur í pólitík einmitt núna þegar þörf er á fólki með óbrenglaða skynsemi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2017 | 22:08
Ólafur Hjaltason
sonur hjónanna Hjalta Gestsonar frá Hæli og Karenar frá Danmörku er sögumaður í nýrri kvikmynd sem frumsýnd var í dag í Laugarásbíó. Hagar gerðu þessa mynd mögulega og fékk til þess hæfasta fólk.
Óli Hjalta, sem hann er nú yfirleitt kallaður, á að baki 50 ára starfssögu hjá Hagkaupum. Hann fór um allan heim í erindum Pálma og fyrirtækisins til að færa Íslendingum annað en súran blóðmör og soðið sauðaket að éta. Hann flutti inn appelsínur frá Florida sem fóru jafnhratt úr búðinni og hægt var að bera þær inn í hana. Hann segir sögu fyrirtækisins Hagkaupa frá 1967 þegar hann byrjar að starfa á útvegi Pálma Jónssonar stofnanda fyrirtækisins, sem nú eru Hagar.
Myndin er eiginlega um viðskiptasögu Íslendinga og hvernig hún þróast úr pólitískum klíkuskap og þröngsýni forræðishyggjunnar, fjárskorts og almennum þrengingum sveitamennskunnar upp í nútímavæðingu verslunarinnar í kjörbúðum. Óli rifjar upp hvernig mjólkurvörur, sem voru þá bara mjólk, rjómi og skyr í lausri vigt varð að selja í sérstökum mjólkurbúðum, oft rétt hjá verslunum KRON, þar sem kaupmönnum var ekki treystandi. Hvernig ríkið var talið sá eini aðili sem treystandi var fyrir að selja kartöflur og grænmeti þar til að sú stofnun gerði svo rækilega í buxurnar að sjónvarpið ,sem þá var komið til sögunnar sá til þess að neytendur gerðu uppreisn og apparatið var lagt niður.
Grænmetisverslun Ríkisins var auðvitað samskonar fornaldarapparat og ÁTVR er núna. Sem landsmenn elska samt umfram allt annað verslunarform(og ég víst líka sem sönn fornaldareðla þar sem ég treysti ekki fákeppninni sem nú ríkir til að velja mér brennivínstegund eða eitthvað Bónusvín).
En Óli lýsir því svo skemmtilega í myndinni hvernig að Hagkaup hafi orðið til þess að nú eru vínverslanirnar kjörbúðir þar sem allt gengur fyrir sig eins og i öðrum verslunum. En í gamla daga var því trúað að opinbera starfsmenn í sloppum þyrfti til að rétta bokkurnar yfir búðarborð því annars myndi allir skrúfa tappana af og fá sér sjúss ef flaskan væri eftirlitslaus stundinni lengur. Já svona var það í raun og veru á þessum árum.
Auðvitað mun ÁTVR verða lögð niður með tímanum því þeir sem geta drukkið eins og menn vilja geta búið við það að einkaaðilar reki vínbúðir ein sog í Bandaríkjunum til dæmis. Þar er bara léttvín og bjór til sölu með matvörunni en alvöru áfengi er í sérverslunum sem eru opnar allan sólarhringinn.
Þeir Íslendingar sem drekka eins og svín eiga auðvitað að fara á Vog og hætta.Ég á vonandi eftir að drekka mikið áður en ég verð sendur þangað og drekk ég þó talsvert mikið miðað við ýmsa aðra. Því áfengisvandamálið er oftlega afréttarinn og þeir sem sleppa honum og eru almennt sæmilega kúltíveraðir og berja ekki kellingar, börn né aðra, hafa ekkert óskaplegt vandamál af áfenginu. Nema hvað helvítis sprúttið er svo dýrt að menn hafa ekki ráð á að kaupa skó á börnin sín! Verðið er svo auðvitað pólitískt vandamál fólksins sem helst velst til skreyta Alþingi Íslendinga.
En Óli Hjalta rekur okkur verslunarsöguna í myndinni með sínum skemmtilega hætti og smitandi kímni. Og gamlar myndir frá þessum árum rifja upp ljúfsárar minningar hjá okkur sem lifðu allan þennan tíma. Þá voru blómarósirnar fallegar og reyktu sígaretttur samviskulaust. Við gömlu eru búin mest að gleyma allri vitleysunni sem allstaðar ríkti með langlánanefndum,leyfisveitingaliðinu,verðlagsstjórunum, pólitískum bankastjórum, allsherjar peningaleysi, skorti og skömmtun,sveitamennsku,salat-og kjúklingafælni, útlendingahræðslu, Framsóknarmönnum úr öllum flokkum, sem lágu eins og mara á þjóðinni á þessum tíma með SÍS-óskapnaðnum, kaupfélögunum, kolkrabbanum, sérleyfum og öllu embættisliðinu sem þreifst á þessu með því að deila og drottna.
Allt þetta breyttist með Skagfirðingnum Pálma Jónssyni, lögfræðingnum sem stofnaði Hagkaup og vildi færa verslun Íslendinga í nútíma horf og gerði með harðri baráttu sem auðvitað kostaði hann heilsuna og lífið í ótímabæru andláti. Það breyttist svo ótalmargt með honum Pálma. Og verslunin er síðan stöðugt að verða líkari því sem annarstaðar gerist.
Það myndi fyrst gerast til fulls ef Walmart kæmi hingað á eftir Costco að mínu viti. Því þó Íslendingar séu almennt nokkuð vel sigldir og þekki heiminn nær það hvorki inn í Stjórnarráðið þar sem embættismennirnir sitja né inn í Alþingi þar sem krateríið veður uppi og pexar um keisarans skegg og fundarsköp forseta.
Þó Óli tali ekki beint um það í myndinni, þá gekk verslunarfrelsið sem Hagkaup fór fyrir að Sambandinu dauðu og Íslendingar urðu að uppréttari þjóð sem þó vantar mikið ennþá að dómi þess sem nýbúinn er að horfa á skelfilegar eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi.Þó töluðu þrír ræðumenn þar af einhverri tilfinngu en það voru þau Leigh Mosty, Brynjar Níelsson og hann formaður Samfó sem ég man ekki hvað heitir. En auðvitað breytti þessi upplestrarkeppni nýþingmanna með fartölvur og gamlir með nýjar hárlitanir ekki nokkrum sköpuðum hlut í sögu þessar þjóðar. En Pálmi Jónsson gerði það þó aldrei færi hann á þing.
Undirritaður minnst enn ógleymanlegra stunda þegar "þéttbýlisnefndin" sem Jónas stýrimaður sá eldstólpi bauð okkur Svenna Valfells að sitja í með Pálma í Hagkaup. Þeir hugsjónamennirnir Pálmi og Jónas hittust á efri hæðinni fyrir ofan búðina í Lækjargötu nokkuð oft þar til Jónas burtkallaðist óvænt. Það var mikill heiður fyrir okkur strákana að fá að vera með þessum öldungum sem auðvitað vissu margt fleira en við. Þar var nú margt skrafað og Jónas fór á þeim kostum sem honum einum var lagið. Ég er ekki frá því núna að nefndin hafi ekki starfað til einskis því þetta voru breytingatímar þó hægar færi en við vildum þá. En allir nefndarmenn vildu athafnafrelsi og verslunarfrelsi og afnám einokunarinnar sem SÍS hafði þá á svo ótalmörgum sviðum þjóðlífsins.
Ég vona að þessi mynd verði sýnd almenningi. Óli Hjalta er alþekktur húmoristi og segir svo smitandi skemmtilega frá að allt bíóið hristist af hlátri þegar Óli sagði frá spaugilegum atvikum í baráttu þeirra Pálma við kerfið, kolkrabbann, ráðherrana og hverskyns opinbera forsjármenn.Lygilegar en sannar.
Nú sjá margir okkar gömlu jafnvel kolkrabbann vera endurfæddan í Högum og okkur finnst landnemaandinn frá þessum árum í verslun og atvinnulífi auðvitað vera horfinn. Jafnvel að samkeppnin sé hindruð með hringamyndun og uppkaupum hvors á öðrum.Eru þessir sífelldu samrunar akkúrat það sem almenningur þarfnast í vöruverði?
Nú til dags er mest spurt um verð af neytandanum og er það vel. Fólk heldur fastar í aurinn en oft áður og kostnaðarvitund fólks er gjörbreytt með netinu og frelsinu.Umboðin og heildsalarnir þurfa að keppa við innflutning framhjá einkaleyfunum,alveg eins og þegar þeir Pálmi og Óli urðu fyrir því að kaupmenn kröfðust þess að heildsalar seldu Hagkaup ekki vörur og ráku þá þannig í að gerast innflytjendur sjálfir hvort sem þeir vildu eða ekki. Heildsalarnir grófu þannig sína eigin gröf sem þeir eru nú margir komnir ofan í fyrir löngu.
Við eigum kannski samt enn talsvert eftir með að sjá fyllilega til lands í versluninni á alþjóðlega vísu. En þetta kemur samt hægt og hægt segir Ólafur Hjaltason okkur að muni gerast með tímanum og hefur líklega rétt fyrir sér. Því þó náttúran sé lamin með lurk þá leitar hún út um síðir.
Hagar mega fá þakkir mínar fyrir að gera þessa einstöku mynd til minningar um þann stórkostlega mann sem hann Pálmi Jónsson í Hagkaup var. Manninn sem átti ekki eigið skrifborð, stól né skrifstofu í öllu fyrirtækinu heldur sveif um og hugsaði stórt fyrir okkur öll. Maðurinn sem færði landsmönnum ómældar kjarabætur með nútímavæðingu verslunarinnar sem okkur þykja sjálfsagðar í dag en voru það ekki aldeilis áður en hann Pálmi Jónsson í Hagkaup kom til sögunnar.
Samverkamaður hans, hann Ólafur Hjaltason frá Selfossi, heimshornasirkill og sagnaþulur á þakkir skildar fyrir einstaklega skemmtilega mynd sem mun fá verðskuldaðan sess í verslunarsögu Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2017 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2017 | 14:58
Hver borgar Borgarlínuna
spyr hann frændi minn Stefán Gunnar Sveinsson í grein í Mogga í dag. Mér finnst þetta vera grein sem hver Sjálfsstæðismaður þyrfti að lesa að minnsta kosti og jafnvel hefðu einhverjir kommatittir gagn af það lesa það sem hann skrifar um þetta verðandi kosningamál.
Stefán Gunnar skrifar:
"Mér skilst að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu nú orðin sammála um það, að hin svonefnda Borgarlína sé alveg bráðnauðsynleg lausn á öllum samgönguvanda svæðisins.
Eini gallinn er að fyrirséð er að Borgarlínan á eftir að kosta einhvers staðar á milli 150 og upp í 200 milljarða króna miðað við áætlanir, sem þýðir á Vaðlaheiðargengi krónunnar að þær munu líkast til kosta á bilinu 200 til 300 milljarða króna.(Pí-lögmál Halldórs.-innskot bloggara!) Það er sko ekkert slor. Og hvað er verið að reisa fyrir þetta fé?
Á heimasíðu Borgarlínu má lesa: Hryggjastykkið [svo] [á] nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan nýtt kerfi almenningssamgangna sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin. Borgarlínan á sem sagt að verða raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.
Fyrir utan málfræði- og stafsetningarvillurnar segir þessi texti mér ekki neitt annað en að einhver í embættismannakerfi sveitarfélaganna er rosalega spenntur fyrir þessu verkefni. Erum við að tala um lest? Erum við að tala um einhvers konar betri útgáfu af strætó? Hver veit? Eina sem við vitum er að þetta mun kosta hellingsmikið af peningum og þá hlýtur þetta bara að vera gott, alveg sama hvað verður fyrir valinu.
Fyrir utan kannski það versta, sem er að fjármögnunarhliðin er víst ekki alveg komin. En hey, það skiptir ekki máli, því eins og bankinn minn segir: Þetta er alveg hægt, ef þú hefur plan.
Planið gengur að vísu út á það svona nokkurn veginn að slá víxil hjá okkur skattgreiðendum enn og aftur, í formi hækkaðra skatta, álaga, og svo einhverrar nýsköpunar í skattpíningu sem kallað er innviðagjald.
Það eina sem mér skilst að standi í vegi fyrir þessum framförum, er að það er víst ólöglegt fyrir sveitarfélögin að byrja að innheimta þetta allt sjálf, nema ríkið komið þeim til aðstoðar. Er ekki nokkuð rakið að svo verður? Hvað gera menn hjá ríkinu ekki fyrir vini sína í Reykjavíkurborg og nágrenni? Því að hvað gæti verið betri nýting á fjármunum okkar en að sólunda milljörðum í samgöngumáta 19. aldarinnar, einmitt þegar sjálfkeyrandi bílar eru á næsta leiti?
Og af hverju taka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstigi þátt í þessu? sgs@mbl.is "
Þetta er þörf og raunsæ grein þar sem ungur maður spyr stjórnmálamenn hver eigi að borga? Því það er hann sem þessi fornaldarheimska beinist að.
Mér finnst furðulegra að stjórnmálamenn taki upp sem sjálfsagðan hlut að byggja skuli Borgarlínu. Með henni geti fátækt fólk og atvinnulaust jafnvel ferðast frá Mosfellssveit til Seltjarnarness á einhverjum skemmri tíma en það getur núna með strætóum sem ganga um allt. Hversvegna er þessi mikla áhersla á tímastyttingu?Er sá atvinnulausi eða öryrki að missa af einhverju? Hvað kostar tíminn?
Hver er fjárhagslegur ávinningur fólksins sem borgar lágt fargjald en hærri skatta vegna þessa múgsefjunaruppátækis Dags B. og Hjálmars?
Af hverju á ungur maður sem er nýbúinn að byggja sér hús í Mosfellssveit að fara að borga innviðagjald af því að það liggur við Borgarlínuna? Hann er á vinnubíl því hann þarf að fara um allt með verkfærin sín? Hann mun aldrei fara með Borgarlínunni.
Hvaða iðnaðarmaður getur selt sendibílinn sinn með græjunum sínum og farið að keyra með Borgarlínu út á dauðan enda langt frá þeim stað sem hann á að mæta á?
Hvaða einstæð móðir getur nýtt Borgarlínu til að skutlast með börnin sín í allt sem þau þurfa?
Er ekki nær að lækka bensínið og álögurnar á bílana til þessa að gera bílinn ódýrari? Breikka göturnar í stað þessa að þrengja þær? Eru Borgarlínur einhversstaðar nema í miðjum milljónaborgum?Í Seattle sam þykktu borgararnir að taka á sig skatt vegna Borgarlínu nnar sem er núna komin þar. Hefur verið talað um atkvæðagreiðslu af Degi Bé?
Það lífa ekki allir í 101 og þurfa ekkert að fara annað nema kannski í Tryggingastofnun að sækja bæturnar?
Er ekki nútíminn hraði og meiri hraði? Samgöngur til að veita þjónustu á sem allra skemmstum tíma?
Borgarlína er fyrir mér bara Bjálfalína sem auðvitað enginn sem borgar nema skattgreiðendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2017 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2017 | 14:16
Fornaldarvinnubrögð
eru það fyrsta sem mætir manni þegar maður kemur til bæjarins Kópavogs frá Orlando þar sem maður verslar í Walmart og fleiri búðum.
Ég fór út í Krónu til að kaupa í matinn. Fyrir utan að fá sjokk þegar ég sá verðið á ostinum í sneiðum yfir fimmtán dollara sem er svona tvö-pí sinnum hærra en í Orlando þá voru það vinnubrögðin á kassanum sem vöktu furðu mína.Og pakkningarnar margfalt betri með ziplásum.
Hvað viltu marga poka spurði kassastrákurinn?
Hann fleygði í mig pokunum og sló inn 20 kr. á stykkið. Hann hreyfði ekki hönd né fót heldur stóð eins og hlandauli og horfði á mig byrja að tína í pokana. Ég flýtti mér ekkert af ásettu ráði við að raða í pokana til að sjá hvort honum dytti í huga að reyna að flýta fyrir. Þó að margar virðulegar frúr stæðu í röðinni að komast að þá gerði sláninn ekkert. Ég kláraði verkið og snéri mér síðan að posanum og setti kortið í og kláraði dæmið.
Í Bandaríkjunum er hringekja við kassann og kassamaðurinn setur hverja vöru jafnóðum og hann skannar verðið inn ofan í þunna plastpoka sem kosta ekkert fyrir viðskiptavininn og setur í hrúgu á borðið. Þegar hann er tilbúinn með samlagninguna þá greiðir maður og tekur pokana. Oft er svo aðstoðarfólk að hjálpa manni með pokana í körfuna og jafnvel út í bíl.
Það er það dásamlega við Walmart að þeir ráða mikið af fólki umfram það sem þarf í búðina á hverjum tíma. Það getur farið og hvílt sig baksvið en tölvan sér um að nægt fólk sé inni á hverjum tíma og fær það aðeins greitt meðan það er í búðinni. Þess vegna ræður Walmart margt fólk sem er allt að því fatlað af ýmsum ástæðum.
Í Bandaríkjunum er bannað að spyrja fólk sem sækir um vinnu um aldur, það væri brot á jafnréttislögum.Þess vegna er starfsfólkið á öllum aldri, ungir sem fjörgamlir. Og þetta er besta verslun í heimi, allt til og allt er garantérað ódýrara en allstaðar annarsstaðar.Kannski enginn íburður en það gengur allt vel. Maður kaupir bestu pizzu í heimi Superba fyrir minnir mig 8 dollar og 6 manns geta orðið saddir af einu stykki af stærstu gerð sem dæmi.Þannig er allt.
Ef Walmart kæmi til Íslands þá myndi margt breytast í lífskjörum Íslendinga. Mjólkin er seld í hálfsgallóns plastbrúsa. Hún er jafngóð í ísskápnum eftir 3 vikur meðan hérlendis endist mjólkin aðeins örfáa daga. Af hverju er verslunin okkar svona fornaldarleg. Ég ætla ekkert að fjargviðrast yfir verðinu, það er yfirleitt íslenskt verð deilt með pí(Minni á pí-lögmál Halldórs)
Það er líka verðið á öðru í Bandaríkjunum miðað við Ísland, hvert sem það eru einbýlishús í Ventura, sem kosta liðugar 20 milljónir með tveggja bíla bílskúr, stofu og þremur svefnherbergjum og þremur böðum, hita og loftkælingu, bæði hlaðin og timburhús bara virkilega fín hús,í sópuðu hverfi og trjágróðri.
Hér er allt pí sinnum dýrara bílar sem annað.Það er alveg ótrúlegt að bera saman lífsmátann þar og hér, þar sem bílaumferðin er linnulaus og gengur allan sólarhringinn á fjórbreiðum vegum eftir glæsilegustu mislægum gatnamótum og brúm sem nokkurs staðar eru til. Flugumferðin dunar allan daginn á marga flugvelli og vöruflutningalestir streyma á langleiðum. Meðan hér eru stjórnmálamenn sem eru uppteknir af því að reyna að koma hér á samgöngukerfi 19.aldar með lestum og hjólhestum. ÁrDags-sósíalistar sem ég nefni svo.
Það eru hér víða fornaldarvinnubrögð í gangi sem okkur væri hollt að reyna að breyta. Til þess þurfum við líklega að velja okkur upplýstara stjórnmálafólk sem þekkir til í nútímanum fremur en að vera fast svona í fornöldinni eins og dæmin sanna með Borgarlínuhugmyndirnar.
27.5.2017 | 15:09
Reykjavíkurbréfið
hver svo sem skyldi þó nú skrifa það, er þarft innlegg í umræðuna um þann stórskaða sem EES samningurinn er að valda okkur Íslendingum í bráð og lengd. Þar sem enginn vinstri maður les Mogga eða viðurkennir að gera það, er bréfið hér þó að kommatittirnir geri ekki tíðreist á mitt vesæla blogg:
Þ egar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, stofnaði á dögunum til málfundafélags um stjórnmál og þjóðfélagsmál í víðtækari merkingu, urðu viðbrögð við framtakinu eftirtektarverð. Sum reyndar full fyrirsjáanleg.
Hin opinbera skoðun
Fréttastofa RÚV leynir því sjaldan, að henni er lítið um Sigmund gefið. Hún er eindrægnari í stjórnmálalegum dilkadrætti en aðrir, þótt henni sé uppá- lagt í lögum að standast slíkar freistingar. Það má þó segja fréttastofunni til hróss að hún gæti jafnræðis með því að gera almennt fátt með þau lagafyrirmæli sem um hana gilda og komist upp með það. Þar bera aðrir þó sök. Þessi fréttastofa gekk á Sigmund um hvað honum gengi til og hvers vegna honum nægði ekki að tala innan þingflokksins og á þingi. Fréttamaðurinn rökstuddi spurningu sína þannig: Nú hefurðu ekki látið stórkostlega mikið til þín taka á þessu nýja þingi, finnst þér þú ekki geta komið málum á dagskrá þar? Nú væri fróðlegt að vita fyrir þann, sem ekki stígur í vitið, á hvaða mati þetta skens fréttamannsins er byggt. Hverjir hafa látið stórkostlega mikið til sín taka á þessu þingi? Hvers vegna hafa þau afrek farið framhjá öllum nema fréttastofunni? Sé þessi afreks úttekt til, rís hún undir því að vera frétt? Bréfritari ætti ekki að viðurkenna að hann hefur ekki setið límdur yfir þessu þingi og þekkir engan fullfrískan mann sem gerir það. Enn síður ætti hann að viðurkenna að þekkja ekki nærri alla þingmennina í sjón og hefur ekki enn hitt neinn sem gerir það, utan þeirra, sem fá fyrir það greitt. Sjálfsagt eru til mannglöggir utan þings sem gætu nafngreint alla 63. Þeir sem eigast við í keppni framhaldsskólanna og þekkja hvern þjóðfána og byggðamerki eru líklegir. Stikkprufur, sem eru gerðar á umræðum á Alþingi, benda ekki til að einhverjir þar hafi látið stórkostlega mikið til sín taka. Vissulega heyrast stundum þarna hróp af litlu tilefni. Svo stór orð eru notuð út af litlu, að ef atburðir yrðu af stærri gerð væri óhjákvæmilegt að búa til ný orð svo að allt félli ekki flatt. Þegar stórmál eru til umræðu, sem enginn hefur frétt af nema þingmenn, hleypur hver af öðrum með tölvuna sína í ræðustól, eins og hann sé að koma henni í viðgerð fyrir lokun og les af henni eitthvað sem gæti verið tölvupóstur. Allir fara með sömu rulluna og mætti flýta málsmeðferðinni verulega með því að þeir sætu kyrrir og ýttu á læk. Það þriðja og það sem bréfritari ætti síst að viðurkenna er sú skoðun að ekki hafi mátt dragast mikið lengur að láta þingfararkaup elta uppi almenna launaþróun, ef horft er yfir lengri tíma en sumum hentar að gera. Kjaraefndin birti dóm sinn á meðan enn var óvíst til hvaða einstaklinga ákvörðunin tók. Það fór vel á því. En þar með verður það ekki fyrr en í aðdraganda næstu kosninga sem ljóst verður hvort þingmannslaun, sem nálgast að vera sambærileg þeim sem millistjórnendur hafa, lokki burðugara lið til verka en upp á síðkastið.
Auglýst eftir innihaldi
Málefnalegar umræður mættu vera fleiri á þingi. Það mundi ekki að lengja þinghaldið því upphlaupsþætti mætti skera niður við trog. Það er þó óvíst að þar með næði þingheimur betur til fjöldans en nú. Fjölmiðlar fylgjast helst með þinginu þegar blásið er í þokulúðra þess. En á daginn kemur jafnan að mest er þar um útúrsnúninga og fjas um fjarstæðukenndar getgátur. Málefnalegri umræður myndu ekki ná til almennings strax, þar sem fáir eiga á von á þeim. Engu að síður gerðu þær þinginu gott. Þær myndu gagnast flokkum við stefnumörkun fyrir kosningar og eftir atvikum í viðræðum þeirra um stjórnarmyndun. Upphlaupin gagnast við hvorugt. Reglubundinn undirbúningur fyrir vandaðar umræður tryggði að nýbakaðir ráðherrar komi ekki óviðbúnir að verki. Þeir myndu því síður festast í klónum á kerfinu og breytast í páfagauka páfanna, eins og gerist sorglega oft. Það er hægt að nefna fjölda málaflokka þar sem umræður á þingi gera minna en ekkert gagn. Umræður um um sjávarútveg eru oft á því plani að bílaplan væri skárra. Þeir sem taka þátt láta iðulega eins og að umræða um öll þau mál hafi fyrst hafist daginn áður. Áður gat fjöldi þingmanna tekist á um utanríkismál, þau sem tengdust Íslandi sérstaklega og almennt. Nú fer allt fram í uppþotsstíl, helst með tilvitnun í fyrirsagnir héðan og þaðan eða byggt á þrugli úr samfélagsmiðlum.
Þeir, sem við miðum við og bannorðin
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur lengi og víða tekið þátt í málefnalegri umræðu, bæði á þingi og utan þess. Hann var einkar vel heima í því sem honum var trúað fyrir í ríkisstjórn. Störf hans í efstu lögum fjölmiðla, útgáfustarfsemi og innan veggja stjórnarráðsins urðu til þess að enginn, sem knúði á hans dyr, kom að tómum kofa. Björn orðar það svo í pistli að áhugi íslenskra vinstrisinna á atvinnurekstri kvikni jafnan þegar þá gruni að uppi séu áform um að færa einhvern rekstur sem er í höndum ríkisins til einkaaðila: Orðið einka fyrir framan orðið rekstur fær hárin til að rísa og rekið er upp hræðsluóp. Nú er það auðvitað þannig að afstaða til einkarekstrar er ekki einhlít. Hún skarast stundum eftir öðru en hreinum flokkslínum. Þeir eru til, sem efast ekki um að hvaðeina færi betur í einkarekstri en á forræði hins opinbera. Þeir voru til hér á landi og eimir enn eftir af því, sem töldu að öruggast væri að- fulltrúar almennings, hið opinbera, héldi utan um flest. Opinberir aðilar hafi ekki önnur markmið en þau að þjóna eiganda sínum, almenningi, og lúti honum. Einkarekstur fylgi sömu lögmálum. Forsvarsmenn þess hugsi fyrst og síðast um sig og það hljóti að enda illa fyrir almenning. Eins og í fyrra dæminu séu hagsmunir eigandans í fyrirrúmi en ólíkt því sé hann ekki sá sami og þeir sem njóta þjónustunnar. Þótt mörg dæmi héðan og þaðan megi vissulega nefna um slíkt sýnir reynsla að þetta er mikil einföldun sem segir ekki hálfa söguna. En rökin eru tæk með öðru í umræðu, sem fer fram án þess að hróp, köll og fordómar einkenni hana. Hér er ekki tóm til að færa fram helstu rök gagnstæðra viðhorfa, enda eru þau núorðið vel þekkt flestum.
Nýleg skrítin dæmi
Það koma þó oft upp skrítnir fletir á efninu, eins og þegar heill hópur lækna og sjúkraliðs fer utan með sjúkling sinn þótt fullkomin aðstaða sé tiltæk hér Ónýta tilskipunarfélagið og aðrar Ellur Á Íslandi er sátt um að vel geti farið á því að tiltekin starfsemi sé á hendi ríkisins. En sjálfsagt er að endurmeta reglulega hvort forsendur hafi breyst. Hvort ríkisreksturinn sé orðinn íþyngjandi fyrir almenning. Jafnvel allur óþarfur eða að hluta og hvort nýta mætti kosti einkaframtaksins betur. Reykjavíkurbréf26.05.17 heima. Þann einkarekstur má ekki nýta vegna bannhelgi. En þá grípur tilskipun frá ESB inn í. Hún eins og aðrar slíkar hefur verið innleidd hér af sérstakri deild blindra og heyrnarlausa, sem sjá jafnan um þann þátt og er stimpluð af embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hafa tileinkað sér sömu takta. Tilskipunin bannar lengri en 90 daga biðtíma tiltekinna að- gerða. Ríkiskassi viðkomandi lands, sem bannar framkvæmd aðgerðar hérlendis vegna fjárskorts, verður að standa undir því að senda öll herlegheitin utan, þar sem er opin stofa. En þar eru ekki tiltækir starfsmenn, svo þeir fara með sjúklingnum utan, frá aðstöðu sinni sem stendur auð. Þetta er einkennileg staða. Vilji menn alls ekki nýta aðstöðu hér heima og vera innan tilskilins frests hefði þeim verið rétt að neita að staðfesta tilskipun ESB. En þá vill þannig til, að þeir, sem andvígastir eru einkavæðingu á þessum rekstri, telja tilskipanir frá ESB allt að því guðlegan boðskap. Því sé rétt að leggja í mun meiri kostnað til að hlýðnast tilskipuninni heldur en fylgdi því að nýta hann hér heima. Það er auðvitað fagnaðarefni að bræðurnir frá Bakka og öll þeirra ætt skuli vera komin í leiðtogahlutverk hjá íslenska stjórnkerfinu, en aðrir þættir málsins eru minna gleðiefni.
Um hvað snýst þetta?
Meginatriði er hvort ríkið vilji tryggja með skattfé landsmanna að tiltekin þjónusta sé veitt eða ekki. Hin spurningin, hvort nýta megi niðurgreiðsluféð betur með aðkomu einkareksturs, er annað mál. Björn Bjarnason bendir á að árlega njóti 120 þúsund manns þjónustu á einkasjúkrahúsum í Danmörku, en Danmörk er eitt af þessum örfáu löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Er ekki SÁÁ dæmi um vel heppnað samstarf hins opinbera við einkaaðila, frumkvöðla og velunnara, við baráttu við sjúkdóm, sem lengi var feimnismál? Hvað skyldu hafa sópast inn margir tugir milljarða króna frá stofnun SÁÁ vegna einstaklinga og heimila sem voru að tapast, en fengu nýja von, þrótt og afl? Í fréttum í gær var sagt frá því að ASÍ teldi að eðlisbreyting væri að verða á barnabótakerfi landsins. Velferðarráðherra hafnaði því, en viðurkenndi að ríkið hefði ekki látið bæturnar fylgja þróun kaupmáttar. Ráðherrann bætti því við, að nýskipaður hópur myndi skoða málið og skila áliti fyrir árslok. Dettur einhverjum í hug að einkafyrirtæki myndi bregðast þannig við vandamáli sem upp væri komið? Snakka saman í hálft ár. Hvorki þetta dæmi né öll hin sanna að ríkisrekstur sé ómögulegur. Á Íslandi er sátt um að vel geti farið á því að tiltekin starfsemi sé á hendi ríkisins. En sjálfsagt er að endurmeta reglulega hvort forsendur hafi breyst. Hvort ríkisreksturinn sé orðinn íþyngjandi fyrir almenning. Jafnvel allur óþarfur eða að hluta og hvort nýta mætti kosti einkaframtaksins betur. Einokunarþjónustu hlýtur almannavaldið þó að fara varlega í að láta frá sér og búa tryggilega um hnúta sé það gert.
Tvær hliðar
Það er ekki hollt að hugsa allt í svörtu eða hvítu. Þar til nýlega göptu allir undir alþjóðavæðinguna og töldu hana allra meina bót. Auðvitað skapast margvísleg færi þegar hindrunum er ýtt úr vegi viðskipta einstaklinga og þjóða, þvert á landamæri. En farið var of hratt og þess ekki gætt nægilega, að gleðiboðskapnum fylgdu gallar sem sníða þurfti burt. Þess vegna slær pendúllinn nú til baka. Og þar sem ofsa gætti í uppsveiflu nýrra hátta, er hættan sú, að pendúllinn fari lengra í bakkastinu en gott sé. Gamall húsgangur minnir áheyranda á, að Heimurinn er sem hálagler, hugsaðu um það sem á eftir fer. Það má gera þótt annað en eilífðin eigi í hlut. Alþjóðavæðing, aumingjavæðing og einkavæðing eiga fátt sameiginlegt nema væðinguna. En ekki er algilt að öll væðing sé ill. Fiskkassavæðing og rafvæðing til sveita fór vel. Klámvæðingin er allt önnur Ella. Og það var líka Ella Fitzgerald, sem hefði orðið 100 ára í síðasta mánuði og annar Fitzgerald myndi hafa orðið 100 ára eftir 2 daga. En það er allt annar Jón"
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin horfir á þessa geðveiki sem viðgengst í því að senda sjúklinga utan með margföldum kostnaði á grundvelli einhverrar tilskipunar ESB? Af hverju gerir enginn neitt í því að einn raðherrann er látinmn komast upp með það fíflarí að hindra starfsemi klíníkunnar fyrir Íslendinga en leyfir hana til útlendinga sem leiðir til þessa brjálæðis sem bréfritari lýsir?
Það eru fleiri en höfundur Reykjavíkurbréfsins sem eru klumsa.
27.5.2017 | 13:25
Fjárhagsáætlanir stjórnmálamanna
þarf ávallt að athuga með tilliti til pí-lögmáls Halldórs. En það hljóða svo:
" Sérhverja kostnaðaráætlun stjórnmálamanns skal margfalda með pí til að fá raunkostnað skattgreiðendans."
(Dæmi Harpa, Landeyjahöfn, Óperuhúsið í Hamborg, Flugvöllurinn í Berlín, Vaðaheiðargöng, styttingu til stúdentsprófs)
Hefur einhver burði til að sanna það nú að þetta lögmál muni ekki gilda um Borgarlínuna, Flugvöllinn í Hvassahrauni eða Fluglestina til Keflavíkur?
Áætlun stjórnmálamanns sinnum pí er raunkostnaður skattgreiðandans.
27.5.2017 | 11:26
Borgarlínutilraunakeyrsla?
er það ekki eitthvað sem má framkvæma?
Er nokkuð að því að fá nokkra strætóa, mála þá rauða, setja á þá sírenur og blikkljós og láta þá aka í forgangsakstri einsa og löggan og brunaliðið?
Keyra þannig eftir leiðunum sem Borgarlínan á að fara um í fyrsta áfanga. Sjá hversu margir farþegar fara með þessum farkostum og þeim fargjöldum sem reiknað hefur verið út af verkfræðistofunum þægu? Skyldu þær ekki geta gert áætlun um tilraunarekstur á slíku módeli?
Getur einhver borgari verið að finna að þessum tímabundna ferðamáta ef þetta getur þýtt að hætt verði við milljónkrónu skattlagningu á hvern þeirra og eitthvað annað gert við þann pening sem er þegar eign hins opinbera að hætti þeirra vinstri manna?
Tilraunakeyra Borgarlínuna fyrst?
26.5.2017 | 18:11
Lestin brunar
beint af augum. Svo stendur í Mogga í dag:
"Nákvæmar áætlanir og útfærslur liggja ekki enn fyrir, en samkvæmt þeim áætlunum sem þó hafa verið kynntar og unnið er eftir má segja að áform um svokallaða borgarlínu og flugvallarlest muni kosta hvert mannsbarn í landinu allt að einni milljón króna nái þau fram að ganga.
Ef aðeins er horft til þeirra sem eru á vinnumarkaði gæti upphæðin orðið talsvert hærri og ef meginþunginn af kostnaðinum leggst á vinnandi fólk í Reykjavík má gera ráð fyrir mun hærri tölu. Þessir grófu útreikningar um kostnað á mann byggjast á upplýsingum frá opinberum aðilum og öðrum sem að undirbúningi þessara fyrirhuguðu verkefna koma og Morgunblaðið hefur rætt við að undanförnu. Þeir hafa gefið upp að fluglest muni kosta um 100 milljarða króna og borgarlína allt að 200 milljarða króna. Er þá ekki gert ráð fyrir neinni framúrkeyrslu, sem þó er alræmd í slíkum verkefnum og þarf stundum að grípa til margföldunartöflunnar til að bera saman kostnaðaráætlanir og endanlegan kostnað.
Það er verulegt áhyggjuefni að slíkar hugmyndir skuli ná jafn langt og raun ber vitni án þess að nokkur vitræn og gagnrýnin umræða fari fram. Ekki er síður áhyggjuefni að þegar málið var borið undir fjármálaráðherra, eins og Morgunblaðið gerði á dögunum, kannaðist hann við kostnaðinn, sagði borgarlínuna hafa verið nefnda í stjórnarsáttmálanum, að stjórnvöldum væri alvara í að þetta verði skoðað áfram, en bætti að vísu við að lengra væri þetta ekki komið. Þó það nú væri að málið sé ekki komið lengra en það að stjórnvöld skoði það af alvöru, sem er iðulega fyrsta skrefið á hættulegri braut í átt að sóun skattfjár. Ríkisstjórn og borgarstjórn glíma alla daga við að láta enda ná saman og leysa brýn verkefni sem lítill eða enginn ágreiningur er um að þurfi að leysa. Má þar nefna ýmislegt á sviði öldrunarmála, heilbrigðismála og skólamála sem ekki hefur reynst auðvelt að fjármagna þrátt fyrir víð- tækan stuðning og augljósa þörf.
Þá þarf að hafa í huga að skattheimta er með hæsta móti hér á landi, en hugmyndir um borgarlínu gera meðal annars ráð fyrir hækkuðum sköttum og gjöldum til að standa straum af ósköpunum. Það sem rekur borgaryfirvöld áfram í því að sóa óheyrilegum fjármunum í þetta óþarfa og úrelta verkefni er fjandskapurinn við einkabílinn og flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
En hvað rekur ríkið til að taka líklega í hugmyndir um jafn yfirgengilega sóun? Því verður vart trúað að fjármálaráðherra eða aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji til greina koma að forgangsraða á næstu árum í þágu borgarlínu.
Það getur ekki verið að þeir sem vilja sýna ábyrgð í opinberum fjármálum vilji eyða miklum tíma í að skoða slíka hluti. Það hlýtur að vera hægt að stöðva slík mál áður en meira fé er sóað í undirbúning og hætta aukin á að milljón á mann fari í súginn í framhaldinu."
Enn stendur í Mogga:
"Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, skrifar í nýrri bók, Reykjavík á tímamótum, að uppbygging al- þjóðaflugvallar í Hvassahrauni geti breytt forsendum fluglestarinnar. Um alþjóðaflugvöll gegni öðru máli en innanlandsflugvöll fyrir Ísland. Væri hins vegar tekin sú ákvörð- un að leggja til framtíðar Keflavíkurflugvöll af og að nýr flugvöllur í Hvassahrauni tæki við hlutverki hans sem millilandagátt inn í landið, myndu forsendur lestar eðlilega breytast, enda myndi hraðlest frá flugvelli svo stutt frá borgarmörkum ekki borga sig, skrifar Runólfur. Bókin kemur út næsta fimmtudag og er gefin út af Skruddu.
Runólfur vakti athygli Morgunblaðsins á bókinni, en hann er meðal kaflahöfunda. Hann bendir aðspurð- ur á að ferðatími í Hvassahraun án hraðlestar sé tvöfalt lengri en ferðatími til Keflavíkur með hraðlest.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði á fundi í Ráðhúsinu síðastliðinn föstudag að horft væri til fluglestar við BSÍ. Við keyptum þennan reit af gamla Landsbankanum fljótlega eftir hrun. Og það hefur legið svolítið á honum, meðal annars vegna þess að þarfagreiningarnar, þegar lýtur að rútuumferð, traffík út á land, og auð- vitað hugmyndirnar um borgarlínu og hugsanlega lest til Keflavíkur, eru grundvallarþættir í þarfagreiningu fyrir skipulag og hönnunarsamkeppni varðandi Umferðarmiðstöð. Ef við hefðum farið af stað að byggja hana fyrir þremur árum hefði umfangið verið allt annað en við sjáum fyrir okkur í dag, sagði Dagur og boðaði hönnunarsamkeppni í haust."
Þetta virðist óstöðandi lest stjórnlyndisins- sósíalismaafbrigðisins sem ég hef nefnt ÁrDags(Ármanns,Ásgerðar,R-lista,Dags?) afbrigðið til gamans. Í stað þess að bíða eftir því að efnhagagslegar forsendur kalli á framkvæmdir þá skal ruðst í framkvæmdir fyrir ótímabærar skattlagningar borgaranna án þess að rekstrarlegar forsendur liggi fyrir. Ráðnir forstjórar og samkeppnir auglýstar í fullkomnu ábyrgðarleysi rétt fyrir kosningar.Meðan allt annað er í mínus hvað varðar heilbrigðiskerfið og menntakerfið meðan æutsvarsálögurnar eru langt yfir þolmörkum Sjálfstæðismanna.
Það er dapurlegt að horfa á þetta fyrir okkur gamla Sjálfstæðismenn og frjálslynda markaðssinna sem við töldum okkur vera einu sinni.
En lestin brunar, lestin brunar eins og sagði í kvæðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2017 | 22:39
Trump og NYTimes!
eru á öndverðum meiði svo ekki sé meira sagt. Trump hefur tíst ótæpilega óvinveitta fjölmiðla og ekki hvað síst á þetta blað. .
Ég keypti mér eintak á 2.50 do á llara(Hvað kostar DV eða Moggi í lausasölu?)Blaðið er prentað hér í Florida og kostar 910 dollara að fá árið sent heim til sín í pósti
Satt er það hjá Trump að blaðið 25 Maí er troðfullt af skít um allt sem Trump viðkemur og fyllir óhróðurinn 12 síður af 28 síðum í A-hluta blaðsins. Það eru auglýsingar um gæsku Kennedys miðað við afstöðu Trumps í innflytjendamálum,hvað Páfinn og Californíugúvernörinn sé Trump ósamála í loftslagsmálum, fréttir um hvernig Pútín hafi reynt hitt og þetta til að hafa áhrif á störf hans.Osfrv.
Demokratar svífast einskis í að rakka karlinn niður á öllum vígstöðum. Þeir sætta sig ekki við ósigur Hillary frekar en Sigmundur Davíð sættir sig við Sigurð Inga sem formann.
Þetta væri einhversstaðar kallað einelti hvernig þetta gamla blað andskotast á Forseta Bandaríkjanna.
Ekki furða þó að tísti í kallinum Trump um NYTimes.
25.5.2017 | 19:11
Trump og Norður-Kórea
er umfjöllunarefni Gunnars Rögnvaldssonar í dag. Það er ástæða til gaumgæfa orð Gunnars og skoða þær staðreyndir sem hann telur upp um stöðu mála þar austur frá.
Gunnar segir:
"
CVN-70, USS Carl Vinson og árásarhópur þess flugmóðurskips (carrier strike group; CSG) er nú staðsett undan Kóreusaga. Heimahöfn CVN-70 er San Diego, Kaliforníu
CVN-76, USS Ronald Reagan og CSG þess flugmóðurskips er einnig staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan
CVN-71, USS Theodore Roosevelt er nýkomið úr þjálfunarleiðangri til heimahafnar í San Diego og hafa flotayfirvöld sagt að flugmóðurskipinu og komandi CSG þess verði sett ný verkefni á næstunni, en áfangastaður var ekki gefinn upp
Hundrað F-16 orrustuþotur Bandaríkjahers eru staðsettar í Suður-Kóreu
Andersen flugstöð bandaríska flughersins er á eyjunni Guam, þrjú þúsund kílómetra suðsuðaustur af Pyongyang, sem er höfuðborg Norður-Kóreu. Þar eru strategíaskar sprengjuflugsveitir bandaríska flughersins staðsettar. Þær sem eru lítt sýnilegar á ratsjám - ásamt þungavinnuvélunum B-52. Flotastöð sjóhersins er einnig á Guam
Lítt ratsjár-sýnilegar F-35 flugvélar Bandaríkjanna hafa frá því í janúar verið staðsettar í Japan
Hvar eldflaugakafbátar Bandaríkjanna eru staðsettir veit enginn, nema þeir sem stjórna aðgerðum þeirra
Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun halda kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem borgaralegar öryggisvarnir verða kynntar vegna stöðunnar á Kóreuskaga. Eyjan er hluti af Bandaríkjunum og þar búa um 160 þúsund manns
Engar tilraunir hafa verið gerðar til að fela neitt. Mikil uppbygging hernaðarmáttar Bandaríkjanna fer nú fram fyrir opnum tjöldum undan Kóreuskaga
Bandaríkjaforseti er á ferðalagi erlendis til 27. maí. Gera má og gera má ekki ráð fyrir að beðið verði með aðgerðir þar til hann er kominn heim. En það veit enginn fyrr en þá
Sagt er að forsetar skapi ekki söguna, heldur að það sé sagan sem skapi þá
Bandaríkin hafa fyrir langa löngu dregið rautt strik sem Norður-Kóreu verður ekki liðið að stíga yfir. Því striki er líklega náð. Og samt veit það enginn með vissu. En þá áhættu er varla hægt að taka mikið lengur, það er greinilegt
Donald Trump sagðist ælta að senda heila armöðu til Norður-Kóreu. Og það er hann að gera. Hann gerir allt sem hann segir. Stefna hans er gagnsæ. Blindingjar veraldar eru hins vegar flestir."
Það er alvara á ferðum og Bandaríkin eru ekki að grínast þegar þeir gera þetta. Kim Jong Un er líklega geðveikur sadisti sjálfur en tæplega ræður hann nú öllu einn. Maður sem lætur óða hunda rífa náið skyldmenni í sig og horfir á sjálfur er varla í miklu lagi.
Spurningin er hvað Kínverjar eru að gera. á bak við tjöldin. Maður veit auðvitað ekki neitt en varla langar þá í kjarnorkustyrjöld í bakggarðinum hjá sér sem er möguleg.
Gunnar bendir ennfremur á eftirfarandi:
"
Fyrsta vandamálið er stórskotalið NK nálægt landamærunum. Það er fært um að láta 350 tonnum af sprengiefnum dynja á 10 milljón manna Seoul höfuðborg Suður-Kóreu á aðeins einni hleðslu. Þetta samsvarar farmi ellefu B-52 sprengjuflugvéla.
Að taka þetta kerfi út áður en það nær að breyta um staðsetningu og hlaða á ný, þarf öfluga ofurtölvu til að gera nákvæmt skotmarkaplan yfir, og sem gert getur Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu kleift að taka stöðvarnar út áður en þær geta miðað á ný og skotið aftur frá nýrri en breyttri stöðu. Þetta þarf að gerast á sekúndum. Gereyðandi viðbrögðum verður að rigna yfir stöður óvinarins algerlega strax og taka hann út með sem fæstum hryðjum. Annars verður staða höfuðborgarinnar Seoul óþolandi og borgaralegt mannfall algerlega óviðunandi.
Svo er það hálofta SAM-flaugar NK sem gera notkun B-52 næstum of áhættusama. B-52 er ekki ósýnileg á ratsjá. Ef hægt er að losna við þessar hálofta SAM-flaugar þá er hægt að beita B-52 og láta þær jafna 30 km breitt belti við landamærin við jörðu á nokkrum mánuðum 24/7.
En fyrst yrðu menn að tryggja Seoul, einnig gegn mögulegu innrásar- og hryðjuverkaliði sem oft væri dulbúið sem óbreyttir borgarar.
Svo eru það efnavopnin sem hægt er að senda á Suður-Kóreu. Og svo eru það kjarnorkuvopnin. Og svo er það kafbátafloti NK sem skotið getur upp eldflaugum - með efnavopnum.
Til að byrja með held ég að massíf hernaðaruppbygging verði látin fara fram fyrst og Norður-Kórea og Kína látin svitna svo óþyrmilega í sætum sínum, að hún ein geti hent þeim úr því jafnvægi sem þeir þykjast sitja í.
Hvað gerist næst skiptir ekki öllu máli úr því sem þá væri komið, því eitthvað verður að gerast, og eitthvað mun hvort sem er gerast ef ekkert er að gert. Þetta er það erfiða.
NK mun bregðast vil öllum árásum, sama hvar þær eru gerðar, með því að láta öllu illu rigna yfir Suður-Kóreu - og yfir Japan ef þeir ná þá þangað.
Umsátur er ein leið til að reyna að svæla menn út til að byrja með. En hvað veit ég sveitamaðurinn. Ekki er ég fær um að sjá fyrir hvernig þetta mun fara fram. Og vonandi er svartsýni mín of mikil.
En Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld. Þeir eru með öðrum orðum ekki klárir í slaginn enn.
Eins og menn muna þá tók það sinn tíma að undirbúa "Desert Storm". Flytja þurfti 12 milljón tonn af hergögnum og öðru frá vesturhveli jarðar til austurhvels jarðar. Frá nýja heiminum og yfir í þann gamla. Þetta er bara eitt ríki á jörðinni fært um að framkvæma: Bandaríki Norður-Ameríku.
Engar aðstæður eru þó eins, en umfangið verður þó í þessu tilfelli mjög mikið. Gera verður ráð fyrir því að visst landgöngulið verði sett inn, um leið og það er hægt."
Bandaríkin er sú eina alheimslögregla sem þjóðir heims geta treyst á að stöðvi geðsjúklinga sem ógna mannkyninu. Þau eru líka það eina ríki sem gæti gert eitthvað ef flökkustirni ógnaði jörðinni eins og gert hefur áður í jarðsögunni.
Við getum víst ekki annað en beðið eftir því að Trump og hans lið spili úr þessari stöðu. Ef Kim NK kýs að fremja sjálfsmorð fyrir sig og þræla sína(kallast kjósendur á Íslandi) sem honum er líklega slétt sama um, þá verður það ekki ókeypis fyrir veröldina.
Það gerist eitthvað milli Trump og Norður- Kóreu sem við Íslendingar ráðum engu um þó að okkar kommar ráð undir rifi hverju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko