Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018
18.7.2018 | 16:25
Þingfundurinn á Þingvöllum
fór hið besta fram tæknilega.Sviðsetningin var óaðfinnanleg, ræðumenn voru ágætir og kórinn söng vel.Verst hvað henni Katrínu var kalt. Það hefðu mátt vera einhverjir geislahitarar í rjáfrinu til þess að konan fái ekki kvef.
Ekki veit ég hvort margir söknuðu þess að hafa ekki Píratafésin fyrir augunum á þingpallinum. En það voru 57 þingmenn mættir til að samþykkja fyrirliggjandi mál þannig að þetta slapp allt án þeirra. Vonandi var Braga Guðbrandssyni boðið í almenn sæti með Ólafi Ragnari og öðru stórmenni þó ég hafi ekki komið auga á hann karlgreyið frekar en Styrmi Gunnarsson.
Ekki virtist þetta kveikja sérstakan neista meðal þjóðarinnar sem lét mest ekki sjá sig. En einhverjir túristar á Lögbergi prýddu samkunduna og koma vonandi með einhvern gjaldeyri í nýja Bjarna Sæmundsson þegar búið er að borga reikninginn fyrir þetta allt saman.
Hugsanlega eru svona uppákomur eins og þessi þingfundur á Þingvöllum ekki lengur í tísku meðal þjóðarinnar.
18.7.2018 | 10:23
Lög á ljósmæður
eru líklega eina leiðin út úr vandanum sem við blasir.
Ef skrifað er undir við Ljósmæður og gengið að þeirra þvingunum þá blasir við hvað kemur næst.Sömu hækkanir verða látnar ganga yfir alla kröfugerðarhópa í haust og óspart vitnað í kauphækkanir hjá forystustéttunum í hópi opinberra starfsmanna eins og þær feli í sér einhverja röksemdafærslu.
Taxtamálin á Íslandi eru komin í öngþveiti sem ekki verður séð að komist verði út úr. Það væri því biðleikur að taka frest í málið og freista þess hvort einhver leið sé að koma heildarböndum á þessi mál.
En bæði eru sjálfsagt ekki margir bjartsýnir á að hægt verði að ræða málin af einhverri skynsemi við svo einbeittan harðlínuhóp sem ljósmæður eru og svo hitt að einhver pólitísk samstaða náist meðal þingmanna, þar sem líklega helmingur þeirra eru efnahagslegir vanvitar og reiðubúnir að skrifa undir hvað sem er fyrir stundarvinsældir. Mótbárur og skynsemi eiga sér formælendur fáa og hafa lítinn pólitískan styrk meðal þjóðarinnar vegna rógsdælu fjölmiðlanna sem gengur dag og nátt.
RÚV og hinir "víðsýnu" fjölmiðlar kynda undir ófriðinn með sínum fréttaflutningi. Nýir verkalýðsforingjar þrá að fá að setja verkföll á svið og láta taka eftir sér.
Útflutningsfyrirtæki þrá upphátt ekkert heitar en duglegt gengisfall. Allir segjast vera komnir að þolmörkum og ríflega það þó almenn velsæld hafi sjaldan verið sýnilegri en nú öðrum en Flokki Fólksins.
Kindakjötsframleiðslan virðist vera búin að vera vegna offramleiðslunnar og bændur að gefast upp. Fátt virðist borga sig lengur á þessu landi nema bréfaútgáfa og vaxtareikningur vegna samruna í atvinnulífinu.
Nýjar kosningar myndu ekki leysa eitt né neitt, þær munu aðeins auka á glundroðann eins og tískuþingmennirnir og allsherjarspekingarnir um allt þjóðfélagið bera órækast vitni.
Er ekki bara lýðræðið á Íslandi að komast að fótum fram í þessu landi á fullveldisafmælinu þrátt fyrir skrautsýningar á Þingvöllum meðan þessi hrunadansinn dunar?
Getur ekki verið að tími allsherjar stjórnleysis og upplausnar í efnahagsmálum sé framundan á þessu landi? Að dollarinn verði kominn í 200 krónur innan skamms ef þá ekki Venezúeliskt ástand muni halda innreið sína hérlendis? Er ekki nægt framboð er af íslenskum stjórnmálamönnum sem passa inn í það hlutverk?
Er ekki einna líkast því að helmingur þjóðarinnar hatist við alla hófsemi eða skynsemi? Vilji þjóðin endilega fremja efnahagslegt sjálfsmorð er þá eitthvað sem getur aftrað því?
Lög á Ljósmæður væru tilraun til undirbúnings undir næstu hópa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2018 | 19:35
Skuldir Kína
þessa risaveldis sem allir vinstri menn lofsyngja sem veldið sem að kaffærir Trump og Bandaríkin.
Er þetta afskaplega traustur efnahagur?
Hver tapar meiru á tollastríði Xi eða Trump?
Skuldir Kína eru talsverðar.
17.7.2018 | 18:09
Hver situr uppi með afleiðingarnar?
ef manntjón verður vegna aðgerða ljósmæðra?
Er allt í lagi þó að þær orsaki líftjón? Fámennt félag beitir ógnun um líftjón til að pína stjórnvöld til að ganga að kröfum sínum?
Er þetta eitthvað öðruvísi en gíslatala hryðjuverkamanna? Þeim er alltaf sama sama þó einhver láti lífið ef svo ber undir?
Vesgú næsti. Sama hverjar afleiðingarnar verða þá er þetta viðurkennd aðferð við gíslatöku.
Ljósmæður bera enga ábyrgð á afleiðingum af kjarabaráttu sinni en heimta sérstaka samúð af öllum öðrum af því þær séu svo góðar.
17.7.2018 | 09:42
RÚV brást ekki
í fréttaflutningnum af fundi Pútíns og Trump.
Tíundað var nákvæmlega hvernig Trump hefði látið Pútín mokka sig og allt að því framið föðurlandssvik í augum hatursmanna sinna.
Hinsvegar var ekki minnst einu orði að Pútín upplýsti að 400 milljónir dollara af þýfi frá Rússlandi hefði runnið í kosningasjóði Hillary Clinton.
Þetta er auðvitað ekki fréttnæmt á þeim bæ og RÚV brást ekki í fréttamatinu.
16.7.2018 | 13:25
Bindi ég von við eitthvað
í pólitík þá er það við þann fund sem nú fer fram í Helsinki.
Mannkynið allt á mikið undir því að þeir tveir alvörupólitíkusar sem þar sitja á fundi nái góðu sambandi.Það er nóg af allskyns minni spámönnum í heiminum sem tala mikið um minni hluti en þessir tveir geta rætt.
Við bindum vonir okkar við þessa tvo menn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.7.2018 | 12:51
Skilvirk leið
til að greiða fyrir gjaldtöku í umferðinni er einfaldlega að lækka öxulþungann. Hann er hvort sem allt of hár á vegunum eins og til Gullfoss og Geysis þar sem rúturnar þemba daga og nótt án þess að borga.
Þegar gjaldtakan er komin á verður hægt að hækka öxulþu8ngann aftur.
Þetta er skilvirk leið til að koma gjaldtöku af umferðinni á.
16.7.2018 | 11:47
Persónuverndarskrímslið
er smám saman að birtast mönnum í allri sinni skelfingu. Forstöðumaðurinn Helga Þórsdóttir iðar í skinninu eftir að fara að geta beitt sektum og kvartar sáran yfir að sig vanti fleira starfsfólk til þess.Allir framkvæmdaaðilar virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Allur almenningur sér hverslags asanaspark Alþingi gerði sig sekt um með samþykkt laganna. Það kallar á nýtt stjórnmálaafla á Íslandi til að fara að vinda ofan af allri þeirri vitleysu sem EES er búið að færa okkur.Hér eru aðeins starfandi steingeldir kerfisflokkar sem eru fastlímdir við ESB og samþykktir þess.
Ísland og fullveldið vantar málsvara sem geta varið okkur gegn persónuverndarskrímslinu og 3. orkupakkanum sem stjórnvöld ætla greinilega að demba yfir okkur.
15.7.2018 | 18:05
25.september 2135
með líkunum 1:2700 rekst Bennu á jörðina eftir því sem Lawrence Livermore LLNL heldur fram.
Hnötturinn er 79 milljón tonn á þyngd og hálfur kílómetri í þvermál og er með hraða upp á 100.000 kílómetra á klukkustund.
Hann hlýtur nú að verða sprengdur í spað áður en þetta gerist eða hvað?
En geimurinn er samt ófyrirséður og ýmislegt flýgur víst fram hjá jörðinni nær en margur heldur.
En það er nú langt þangað til 2135.
14.7.2018 | 13:00
Yankee go home!
er gamalkunnugt kommaslagorð frá Evrópu.
Skoðanakönnun sem gerð var af DPA fann út að 42 % af svarendum vildu að bandarískt herlið færi frá Þýskalandi meðan 37 % vildu að það færi ekki. Vikmörk voru talin plús/mínus 5% .
Könnunin var gerð nokkrum dögum fyrir NATO fundinn í Brussel fann líka út að 75 % fólks er á móti því að hækka framlögin til NATO í 2% af gross domestic product það sem Donald Trump hefur sagt að þýði að bandalagsríkin reiði sig um of á Bandaríkin.
Trump skammaði Þýskaland á miðvikudag fyrir að vera ókeypis meðreiðarsveinn í öryggismálum sem ekki leggi nóg fram í varnarmálum sem reiði sig bara á Bandaríkin.
Á SKY-News voru framreiddar fréttir sem Trump hefði orð yfir. En þar var gert mikið úr því að þúsundir hefðu mótmælt Trump á götum Edinborgar. Loftmynd sýndi mér miklu fremur að þetta hefði verið svona rúmlega 1.maí ganga niður Laugaveg á Íslandi fremur en massamótmæli.
Yankee Go home ! Fake-news.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko