Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019
30.11.2019 | 18:18
Hystería
hefur gripið um sig í þjóðfélaginu á hinum ýmsu stöðum.Styrmir Gunnarsson og Arnþrúður Karlsdóttir yfirganga hvert annað í neykslun yfir Samherjamálinu sem hneykslar þau í botn.
Hvað skeði í Namibíu hjá Samherja?
Samherji greiddi reikning fyrir ráðgjöf og húsaleigu frá ákveðnum aðila.
Uppljóstrarinn og valmennið Jóhannes sem var skýrari en aðrir þegar kom að því að vita hvers þyrfti með til að koma til greina við kvótaúthlutun í Namibíu, ráðlagði Samherja að greiða reikning frá einhverjum Halulippy eða hvað hann heitir. Án þess yrði að binda skipið og senda áhöfnina í land.Já því miður, var það svo.
Gat Samherji um eitthvað annað valið? Binda skipið eða borga? Hvað annað? Klagað í RÚV og Helga Seljan? Hefði það skaffað skipinu kvóta?
Það stendur ráðgjöf á reikningnum. Er þetta ekki ráðgjöf? Eru þetta frekar mútur? Er bannað að múta í útlöndum samkvæmt íslenskum lögum? Ef maður brýtur lög í öðrum löndum eins og að borga reikning sem einhver segir ósannað að innihaldi ekki það sem standi á honum heldur eitthvað annað óskrifað, hver hefur rétt fyrir sér? Þegar reikningurinn er greiddur eða þegar sannað er síðar fyrir rétti að reikningurinn hafi verið tilhæfulaus. Var það vitað á greiðsludegi svo hafið sé yfir allan vafa? Getur ekki allt orkað tvímælis þá gert er? Jóhannes fullyrti á greiðsludegi að reikningurinn væri réttur og skyldi greiðast.Samherji fékk kvóta og er löngu búinn að veiða fiskinn.
Á að refsa Samherja fyrst á Íslandi fyrir að greiða vafasaman reikning sem er ekki fyrir ráðgjöf heldur mútur að því að Helgi Seljan upplýsir og síðan í Namibíu fyrir að múta innlelndum embættisdmanni þarlendis?
Hver er glæpurinn? Að hafa ekki sagt RÚV og Helga Slejan frá grunsemdum um að ekki sé allt með felldu?
Hvaða reikninga má fjárráða maður greiða? Hver verður að heimila honum að greiða rekstrargjöld sín? RÚV? Útvarp Saga? Styrmir Gunnarsson?
Má einhver bjóða embættismanni í mat ef það gæti verið túlkað sem kaup á velvilja? Hverja mega embættismenn umgangast? Hvað með laxveiðiboð Ríkisbankana til stjórnmálamanna? Ef maður skrifar orððið Ráðgjöf á reikning af hverju þýðir það ekki ráðgjöf heldur mútur að dími RÚV?
Er ekki einum of langt gengið hversu fjölmiðlafólkið er orðið hneykslað og fordæmingarfullt?þegar hysterían ríður svona húsum í heilagleika og vandlætingu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.11.2019 | 12:55
Hvassahraun
er aftur að rata framarlega í flugvallarumræðuna.
Það er merkilegt hvernig ruglandin í sérvizkunni um að það verði umfram allt að kakka niður íbúðarhúsum sem næst Tjörninni í Reykjavík rétt eins og það sé þýðingarmesta búsvæði manna á Íslandi.
Þegar menn horfa á óskapnaðinn sem Valsmenn eru búnir að hrúga niður á Pólasvæðinu gamla þá fyllist maður eftirsjá gamalla tíma þegar víddin var meiri þarna og kyrrðin mikil á þessum fagra stað. Maður getur látið ímyndunaraflið hlaupa fram og margfaldað þennan kumbaldaóskapnað þar til hann fyllir útá Tjarnarbakkana og öll kyrrð er horfin undir iðandi bílakösina sem mun auðvitað fylgja íbúunum hverju sem sérvitringarnir í skipulagsmálunum sem nú ráða för halda öðru fram. Árangurinn af þessari helstefnu Arnar arkitekts og Dags Bé verður meiri mengun og lífsfirring hinnar gömlu náttúru víðlendisins og búllumenning tekur við að fuglalífinu sem þar ríkti.
Á þessu framtíðaraltari krefjast þessir aðilar að þjóðin reiði fram hundruð milljarða til að byggja flugvöll nærri Keflavíkurflugvelli sem vandséð er hversvegna eigi að gera í stað þess að flytja flugið alla leið þangað. Engin önnur skýring er nærtækari heldur en afþvíbara. Svo órökrænt er allt þetta fyrir venjulegu fólki. Hvílík skipti á víðerninu á Reykjavíkurflugvelli og útvíkkuðum steinsteypuóskapnaði Valsmanna.
Og Reykjavíkurborg ætlar sér greinilega ekki að greiða hið minnsta til hins nýja Hvassahraunsflugvallar heldur einungis að selja land flugvallarins og hesthúsa í Borgarsjóð. Það er þjóðin sem á að borga fyrir hugsjónir Kvosarsérvitringanna. Og Borgaryfirvöldin eru búin að taka samgönguráðherrann í gíslingu sem dansar með og lofar fé á bæði borð. Og enn er tuggið á því að annar flugvöllur verði þá að finnast jafngóður Hvassahrauni ef það ekki dugar. Sem öll líkindi eru talin á að svo sé vegna náttúrufarsaðstæðna og nálægðar við Keflavíkurflugvöll.
Væntanlega verður þetta Hvassahraunsmál úr sögunni þegar Reykvíkingar hafa náð að kjósa sér nýja Borgarstjórn sem festir Reykjavíkurflugvöll í sessi um langa framtíð.
29.11.2019 | 14:07
Frjálshyggjan
þvælist fyrir besta fólki. Sérlega er gömlum kommatittum hætt við að misskilja hugtakið algerlega.
Þeir eru búnir að búa til grýlu úr hugtakinu. Fella græðgi, grimmd og stjórnlausa gróðafíkn undir hennar hatt sem er alrangt.
Frjálshyggja er að grunninum til hinn frjálsi mannsandi. Andinn sem hafnar andlegri kúgun og ofbeldi og arðráni á fátæku fólki.
Namibíumálið og Samherji hefur ekkert að gera með frjálshyggju að gera. Það er beinlínis villandi að vera að nota það hugtak um allt sem er ekki stendur til varnar frelsi einstaklingsins.
Álíka og segja að Marx og Engels séu lýðræðissinnar og að Stalín og Maó hafi verið friðar-og frelsispostular. Honnecker og Ulbright hafi verið lýðfrelsarar sem vildu þjóð sinni aðeins hið besta.
Abraham Lincoln hinsvegar var fremur frjálshyggjumaður sem vildi öllum vel og engum illt.
Það er alger umsnúningur á skilgreiningu frjálshyggjunnar að að skrifa eins og Hriflungurinn Ómar Geirsson frá Neskaupstað sem sendi mér þessar línur:
"Frjálshyggjan er samt óeðli Halldór, hún er hinn boðaði, og hefur verið boðuð í næstum 2.000 ár, antikristni, sú mannvonska og illska sem mun ganga af mannkyninu dauðu.
Það er ef það snýst ekki til varnar líkt og spáð er.
Það liggur í hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hefur ekkert með fjármagn eða kapítalisma að gera. Blásýra HCN er vissulega eitur, en það að fordæma notkun hennar hefur ekkert með Vetni (H), Kolefni (C) eða nitur (N) að gera.
Og hvað sem má segja um Trump, og ég get sagt margt um hann út frá mínum lífskoðunum eða hugmyndaheim, þá breytir það því ekki að hann skoraði frjálshyggjuna í Bandaríkjunum á hólm, og þá undir grunnfána borgarlegs kapítalisma.
Og það er hún sem fjármagnar aðförina að honum.
Láttu þér ekki detta í hug annað.
Kveðja að austan."
Ég held að við Ómar Geirsson leggjum sitthvorn skilninginn í orðið frjálshyggju. Hann sér hana sem grimmlynt samviskulaust arðránstæki sem engu eirir til að kroppa augun úr hverju sem er í gróðafíkn. The Ugly American sem skilur eftir hörmungar arðránsins eins og Pizarro gerði í S-Ameríku þegar hann kom þangað með Spánverjum.
Ég sé hana allt öðruvísi. Hún er frjálslyndi sem ber virðingu fyrir skoðunum og rétti annarra. Afl sem hafnar einræði og hugsanakúgun eins og til dæmis glórulausri fanatík eins og kemur fram í loftslagsmálaprédikunum um Katrínar Jakobs og umhverfisráðherrans sem enginn kaus. Bara trúarsetningar án rökhyggju eða vísindalegra forsendna.
Það sem Ómar er að lýsa er alger andstæða frjálshyggju samkvæmt mínum skilningi. Hann er að samsama frjálshyggju við einræði og hugsanakúgun, ofbeldi, rán og pyntingar, allt sem er andstyggilegt í augum okkar beggja.
Hann er að tala um allt sem ekki er frjálshyggja í skilningi John Stuart Mills. Ómar verður að endurskoða hugtakið því hann veður bara reyk með rangri hugtakanotkun.
Frjálshyggja er andstæða kommúnismans og dogmu kaþólskunnar, trúnni á helvíti og fordæmingu, galdrabrennur og ofsóknir fyrir hugsanir. Frjálshyggjan er fegursta form mannlegrar hugsunar en ekkert af því sem Ómar og viðlíka helvítisprédikarar eru að segja að hún sé.
United Fruit í S-Ameríku er ekki fulltrúi frjálshyggjunnar. Samherji í Namibíu er það ekki heldur. The Ugly American er ekki fulltrúi frjálshyggjunnar.
Hillary Clinton er ekki frjálshyggjumaður heldur imperialisti sem lét myrða Gaddafi í Lybíu án þess að depla auga. Það var happ fyrir mannkynið að losna við að fá hana til frekari valda, nóg var samt.
Frjálshyggjan er von mannkynsins gagnvart einræði og kúgun en ekki öfugt.
28.11.2019 | 10:43
Jákvæð tíðindi
komu frá fundi Gulla utanríkis og Lavrovs.
Mér hefur alltaf listist vel á þennan Lavrov og fundist hann vera jákvæður á svipinn.
Guðlaugur Þór sagði á fundinum að Ísland og Rússland hefðu átt í miklum viðskiptum áratugum saman, jafnvel á viðsjárverðum tíma í heimssögunni. Viðskiptabann á matvæli frá Vesturlöndum sem hefði verið við lýði frá 2015 hefði komið hlutfallslega illa við íslenska útflytjendur og hann hafi ítrekað lýst áhyggjum vegna þess.
Engin vilyrði gefin
Guðlaugur segist hafa tekið þetta upp við Lavrov reglulega undanfarin ár, sem og að rússneska matvælaeftirlitið hafi ekki samþykkt vörur til Íslands. Þegar kemur að matvælaeftirlitinu þá taldi hann að það væri fyrst og fremst framkvæmdalegt atriði en ekki neinar pólitískar ákvarðanir og við vonumst til að það sé hægt að vinna úr því. Hins vegar voru ekki gefin nein vilyrði þegar kemur að viðskiptabanninu af þeirra hálfu, segir Guðlaugur Þór."
Þegar kennarar komu og skildu okkur strákana í slag í portinu í Austurbæjarskólanum í gamla daga, þá sagði maður gjarnan: Hann byrjaði!
Fréttamennska okkar er auðvitað söm við sig.
Það eru Rússar sem eru með viðskiptabann á okkur blásaklausa. Við bara létum ESB teyma okkur á eyrunum til að setja straff á Rússagreyin í þeirri trú Merkel að það myndi fá þá til að skila Krímskaga til Úkraínu hvað sem íbúarnir þar vilja yfirgnæfandi vera Rússar.
Gulli utanríkis hlýddi Merkel auðmjúkur en þóttist líklega ekki sjá Mercedes bílana streyma austur og gasið vestur. Við flengjum Rússaræflana fyrir að sameinast Krím og fá flotastöðina sína til baka, þó að það kosti okkur prósentavís meira en Þjóðverja í útflutningi þá skiptir trúfesti okkar við Evrópusambandið og frú Merkel meira máli.
En ég er afskaplega feginn að það virðist vera að rofa til í samskiptum okkar við Onkel Lavrov og lof sé Gulla utanríkis þó seint sé.
28.11.2019 | 09:47
Ég verð hugsi
þegar Andrés Ingi gengur úr kommeríiinu. Hverju hyggst hann ná fram?
Ómar Geirsson, sem verður nú seint sakaður um hægrimennsku, hugleiðir svo í sama tilefni:
"Það er aur í frjálshyggjunni, hún er hagtrú, sem játar Mammon æðsta guða, og hún er hugmyndafræði þeirra sem vilja gefa auðnum veiðileyfi á almenning.Afmennska hann, breyta honum úr manneskju í kostnað.Bein afleiðing er óhófleg auðsöfnun Örfárra þar til því markmiði er náð að örfá þúsund eiga megnið að auðævum heimsins, nokkrar tugir milljóna lifa síðan góðu lífi að þjóna hinum Örfáum, restin lepur mismikinn dauða úr skel.
Það er langt síðan, á þriðja áratug að auðurinn samlagaði stjórnmál vestrænna ríkja, gjörspillingin hélt innreið sína á þann hátt að í reynd ganga jafnt hefðbundnir borgaraflokkar sem og hefðbundnir jafnaðarmannaflokkar erinda frjálshyggjunnar þó í orði sé öðru haldið fram.
Lokahnykkurinn varð síðan ljós eftir fjármálahrunið 2008 þegar flokkarnir vinstra megin við jafnaðarmenn gengu harðast fram jafnt í níðingshætti gagnvart almenningi sem og hagsmunagæslu fyrir auðmagnið.
Allt þetta var ljóst þegar Andrés hinn ungi bauð sig fram í prófkjöri VinstriGrænna, og jafnvel næmustu njósnatæki Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hafa ekki numið annað en hann væri sáttur við þessi umskipti, að hann vissi og gerði sér grein fyrir hverjum í raun VG þjónar líkt og systurflokkarnir á Norðurlöndum gera.
Allt hið meinta andóf með tilvísun í róttækni, hugsjónir eða stefnu flokksins er því ekkert annað en sá egóismi sem heitir frami og völd Andrésar Inga Jónssonar.
Eitthvað sem Mammon guð kann vel að meta.
Auðsöfnun Örfárra er samfélagsleg meinsemd sem ógnar velferð og velmegun fjöldans.
Slítur í sundur þá sátt sem borgarstéttin náði við verkalýðinn á fyrri hluta 20. aldar, sátt sem batt enda á samfélagsátök liðinna alda.Og eðlilega snýst fjöldinn til varnar.Sem kallar á kostnað og útgjöld til að tryggja óbreytt kerfi.
Ruglandi og bullandi dagsins í dag er ekki sjálfsprottið fyrirbrigði.
Það er enginn svona gefinn frá náttúrunnar hendi líkt og ætla mætti út frá hinni botnlausu heimsku sem tröllríður umræðu múgæsingarinnar.
Ruglið og bullandi er fjármagnaður, markmiðið er að hindra að fólk nái að sameinast um kröfuna um réttlátt og sanngjarnt samfélag.Um mannúðina og mennskuna.
Nái að sameinast í afli sem brýtur skurðgoðið Mammon af stalli.
Auðnum er nákvæmlega sama hver stjórnar á meðan Mammon er þjónað.
Á meðan kerfinu er ekki ógnað, á meðan hið frjálsa flæði er æðra lögum guðs og manna.
Þegar fjöldinn er reiður þá skiptir miklu að bjóða uppá valkost sem breytir fólki í múg.
Sem hægt er að stjórna með ruglanda og bullanda.Eitthvað sem við upplifum svo sterkt á Íslandi í dag.O g slíkan valkost þarf að manna.
Píratarnir eru góðir til síns brúks.
Framboð rebellanna í verkalýðshreyfingunni um breytingar á forsendum frjálshyggjunnar er annað dæmi þar um. Eftir stendur fólkið sem þykist hafa hugsjónir.
Fólkið, sem sveik ekki þegar mestu manngerðar hörmungar í nútíma vestrænni sögu gengu yfir almenning. Fólkið sem þolir eiginlega allt nema samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Það er rekald í dag.Svona óplægður akur sem má sá í.Þess virði að fjárfesta í.
Eitthvað fyrir unga menn á uppleið.
Sem eiga sjálfan sig sem sína einu hugsjón.
Vantar bakhjarl svo akurinn sé þeirra.Útgjöld, kostnaður.Hégómi, metnaður.Fjárfesting sem klikkar ekki.
Auðurinn veit sínu viti.
Það ógnar honum ekkert í dag.
Kveðja að austan."
Ómar virðist trúa því að fjármagnið sé undirrót alls ills þegar félagshyggjuöflin stjórna því ekki.Samt þekkja þeir á Neskaupsstað að ekkert hreyfist nema fé komi til. Það er bara hver á heldur.
Hverju mun Andrés ungi koma til leiðar? Mun hann geta fengið Bjarna Ben til liðs við sín baráttumál?
Til hvers eru flokkar? Eru þeir ekki til að reyna að ná samstöðu með sér andlega skyldum? Mér hefur nú veist það all-erfitt á stundum og ekki hvað minnst síðasta ár á 90m ára afmáli flokksins míns. Aumingja Andrés ungi. Mikið hlýtur honum aða hafa liðið illa? Það er að segja ef þetta er ekki leiksýning í eiginhagsmunaskyni. Ferð án fyrirheits.
Veltir enginn fyrir sér hver verði sporin sem Píratahreyfingin muni skilja eftir sig í stjórnmálum. Fyrirspurnafjöldinn og opnugreinarnar í Mogga frá Leví? Svívirðingarnar frá Sunnu?
Já, ég verð stundum hugsi.
27.11.2019 | 18:07
Island.is virkar ekki
í öll þau skipti senm ég hef reynt að fara inn á það. Maður fær lykilorð í símann og svo ekki söguna meir. Maður smellir og fær litabreytingu og búið.
Húmbúkk.Gagnslaust
26.11.2019 | 13:48
Flytjum íhaldið í Kópavoginn
er mín niðurstaða eftir fund með Þórði Þórarinssyni á laugardaginn um húsnæðismál Sjálfstæðisflokksins.
Mér datt í hug að athuga hvort Þorvaldur Gizurarson vill ekki taka Valhöll og allt klabbið upp í einhverjar hæðir á Ögurhvarfsboganum. Þar eru bílastæði og greiðar samgöngur að.
Þórður lýsti hvernig Valhöll er orðin óhentug til starfseminnar og þá finnst mér liggja beinna við að reyna að koma sér í burt heldur en að fara að byggja meira þarna eða klastra við. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki staðbundinn og getur auðveldlega flutt sig um set. Þarna er allt tilbúið til að breyta til. En auðvitað verður Þorvaldur að vilja dansa með.
Sjálfstæðisflokkurinn er líka orðinn sterkari í Kópavogi heldur en í Reykjavík þar sem allt veður uppi í félagshyggjunni.
25.11.2019 | 14:54
55 mínútur
var tíminn sem það tók Ford verksmiðjuna, sem þeir byggðu sérstaklega fyrir verkefnið, að framleiða eina B-24 fjögurra hreyfla sprengjuflugvél úr milljónum einatakra hluta árið 1941 af alls 4.500 sem þeir byggðu! Alls voru framleiddar 18.500 slíkar vélar í mörgum verksmiðjum.
Ford var frumkvöðull í færibanda framleiðslunni og flugvélasmíðin var beint framhald af fjöldaframleiðslu bílanna. Myndin sýnir verksmiðju Ford í Willow Pointe, eina af mörgum verksmiðjum Bandaríkjanna og sýnist enda í einum punkt í fjarskanum.
Þetta má sjá á mynd https://www.youtube.com/watch?v=p2zukteYbGQ.
Manni eiginlega sundlar við að horfa á þetta. Hvernig þeir gátu þetta á þessum tíma? Sjálfvirkni verkfæranna er eiginlega miklu meir en maður getur ímyndað sér að hafi verið framkvæmanleg fyrir svona löngu síðan löngu fyrir tíma allra tölvanna sem núna eru notaðar. Robotar beygja og sveigja þarna og smátt og smátt birtist þessi óhemju flókna smíði fullsköpuð í þúsundum eintaka. Nærri 30 tonn fullhlaðin. flugtaksþungi.Talin kosta aðeins 5 milljónir dollara stykkið í dollurum dagsins núna. Helmingi meira en hin eldri B17 sem var þó mikilvirkust í sprengjukastinu á Þýzkaland.
Gat stríðið endað nema á einn veg fyrir bjálfann hann Adolf sem lítið vissi um Amerískan iðnað? Vanþekking og of mikil völd er banvæn blanda.Manni getur orðið hugsað til Iran og Norður Kóreu í þessu sambandi.
Já, mannlegu hugviti og afli peninganna til hernaðar eru fá takmörk sett.
55 mínútur eru ekki langur tími.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2019 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2019 | 12:49
Silfrið
fór fram að venju.
Ragnar Þór útskýrði hugmyndir sínar um að endurvekja verkalýðshreyfinguna sem stjórnmálaafl og fjármagna hana úr sjóðum hennar sjálfrar. Þingmaður VG kom mér á óvart fyrir að að greina vitrænt á milli þátta Samherjamálsins sem eru meint glæpastarfsemi og skattamál.
Katrín Odssdóttir óð reykinn með Austurvallarliði gærdagsins sem sér tengingu á milli þess að stjórnarskrár hennar félags hafi ekki tekið gildi. Auðvitað er það vegna þess að engin samstaða hefur náðst um hið ótæka uppkast sem stjórnlagaráðið skilaði af sér og hefur verið þulið í síbylju af fólki sem ekki hefur snefil af trausti meðal þjóðarinnar til slíkra vandaverka.
Jón Gunnarsson bar af í umræðunni fyrir rökrænan málflutning gegn upphlaupum Katrínar á glórulausum brigslyrðum í garð Sjálfstæðisflokksins.
Þó bar frammistaða Píratans Atla Fanndal eða Fannar eða hvað hann nú heitir, ræðumanns af Austurvelli gærdagsins sem ég heyrði nú ekki, ægishjálm yfir allt sem ég hef til þessa séð af siðleysi og fíflaskap í sjónvarpi. Að svona maður skuli yfirleitt vera valinn til að koma fram í sjónvarpi yfirgengur mig. Hann fékk að lesa upp af blaði persónulegar árásir á Jón Gunnarsson og alla hans fjölskyldu undir auga stjórnandans Egils Helgasonar sem virtist eiginlega hálf miður sín yfir framkkomu mannsins. Guð hjálpi Íslandi ef þarna er verið að boða nýja pólitíska tíma. Þessi maður sómir sér virkilega vel í flokki Þórhildar Sunnu, Björns Levís og Helga Hrafns.
Viðtalið við Svein Harald var hinsvegar frábært hjá Agli og virkilega upplýsandi til að hugleiða hrunið aftur i tímann. Hann var ekki eindregið fylgjandi því að einkavæða bankana að nýju sem ég held að margir hafi virkilegar efasemdir um í ljósi sögunnar. Það er ekki endilega víst að nýir Björgólfar og Ólavíusar sópi betur en þeir gömlu vendir gerðu. Enda lýsti Svein Harald því mæta vel hvernig okkur tókst að látast ekki sjá spillinguna í krosseignatengslunum og ástarbréfunum fyrir hrunið.
Og það að við skyldum ekki elta peningana eins og Eva Joly lagði áherslu á heldur að láta banksterana halda öllu sínu eins og allir mega sjá í dag, ofbauð honum greinilega.
Í heild var Silfrið vel lukkað í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2019 | 10:41
Lýðræði og auðræði
verður Ómari Geirssyni tilefni til skarprar greiningar á eðli atvinnulífsins og hégilju kommatittanna um skiptingu auðsins. Ómar segir:
En lýðræðið er heldur ekki lýðskrum og þar verður Sólveigu Önnu, formanni Eflingar mikið á.
Það er rétt að það er kapítalismi á Íslandi, flest fyrirtæki eru í einkaeigu og eigendur þeirra mega ráðstafa bæði eignum sínum, sem og hagnaði eftir sínum geðþótta.
Samfélagsleg ábyrgð þeirra er að fara eftir lögum og reglum, og kannski að haga sér á ábyrgan hátt, bæði gagnvart starfsfólki, umhverfi, og ekki hvað síst nærsamfélagi sínu.
Ég segi kannski því um þetta eru deildar meiningar hjá kapítalistunum sjálfum.
Sólveig Anna kaus að stökkva upp á lest hagsmunaafla sem gera út ákveðna lýðskrumsflokka til að skapa hér ólgu og upplausn, með því markmiði að veikja viðnámsþrótt þjóðarinnar, annars vegar gagnvart algjöri frjálshyggju hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins, sem og að hún haldi sjálfstæði sínu gagnvart Evrópusambandinu.
Sem verkalýðsleiðtogi á Sólvegi Anna að vita að öll félagslegu undirboðin eru vegna regluverks ESB, sama regluverk er að knýja byggðaeyðingu í landbúnaði með tilheyrandi fækkun starfa í vinnslu, hefur knúið fram markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar, og öll skattaskjólin og annað eru beintengd inní fjármálaregluverk sambandsins.
Eins ætti hún að vita að lestarfélagar hennar mættu ekki niður á Austurvöll að mótmæla markaðsvæðingu orkuauðlindanna, enda hver mótmælir þeim sem fjármagnar mann, og það sem verra er, þetta fólk steinþagði þegar hrægömmunum var gefið veiðileyfi á almenning, sem er mesta hryðjuverk á friðartímum í Evrópskri nútímasögu.
Þegar þú mætir á torg í svona félagsskap þá má virkilega spyrja hvað býr að baki, hver er hinn undirliggjandi hvati. Og því miður kvikna hugrenningartengsl við nýsósíalistann Gunnar Smára, sem vann beint fyrir útrásarvíkinga, þáði hundruð milljónir í mútur frá þeim, og ekkert í hans málflutningi bendir til þess að hann þjóni ekki ennþá sínum gömlu húsbændum, sé svona dobbel.
Og þegar félagsskapurinn leggur til upptöku kvóta, ekki til að dreifa út til fólksins, sem reyndar er ekki beint skynsamlegt en ágætis sósíalismi, heldur til að bjóða hann út til hæstbjóðanda, þá kemst ekki jafnvel mesti einfeldningur hjá því að átta sig á í hvaða félagsskap hann er.
Kvóti seldur hæstbjóðanda er argasta frjálshyggja sem jafnvel Steini Páls lét sig ekki einu sinni dreyma um í sínu blautasta blæti þegar hann var sjávarútvegsráðherra og þó dásamaði hann opinberlega hina meintu hagræðingu kvótakerfisins i Nýja Sjálandi þar sem 3 fyrirtæki eignuðust allan kvóta á um 5 árum.
Í slíku uppboði felst arðrán á sjávarbyggðum sem er áður óþekkt á Íslandi, og líklegast í öllum frjálsum löndum, þó evrópsk nýlenduveldi teldu slíkt arðrán góða siði í nýlendum sínum.
Arðrán á samlöndum sínum, arðrán á einstökum byggðum, er í engu réttlætanlegri þó meintur arður eigi að renna í sameiginlega sjóði.
Arðrán er alltaf í eðli sínu siðlaust, það er ein birtingarmynd þrælahalds.
Í raun óeðli sem formaður Eflingar virðist ekki á nokkurn hátt bjóða við.
Samt hefur fólk gott af því að hlusta á orð hennar, vega þau og meta og taka afstöðu til;
"Kæru félagar, kæra fólk. Þetta er slagur, slagur um grundvallargerð samfélagsins. Slagur um hver fær að reikna og hvaða formúlur eru notaðar. Slagur um það fyrir hverja er stjórnað. Slagur um það hverju megi fórna; lífsgæðum fjöldans fyrir græðgi fárra eða græðgi fárra fyrir lífsgæði fjöldans, sagði Sólveig í ræðu sinni. Lýðræði ekki auðræði. Við sættum okkur ekki við að niðurstaða hins fjárhagslega útreiknings sé að sífellt meira af auðæfum samfélagsins renni til nokkurra manna og afkomenda þeirra.".
Frjálshyggjan hefur snert þjóðfélag okkar, og auðurinn safnast á æ færri hendur.
En félagsskapurinn sem Sólveig Anna er í, er svona hjálparsamtök hans um að flýta þeirri þróun.
Breytir samt ekki réttmæti þess sem hún er að segja.
En því miður er þessi orð aðeins nýtt til að æsa upp lýðinn gegn einni atvinnugrein, og skaða lífsafkomu hinna brothættu byggða með því að vega að fyrirtækjunum sem eru undirstaða í atvinnulífi þeirra.
Og þá er gripið til lýðskrumsins, að sjávarútvegurinn skili ekki arði í samfélagið, að einhver óeðlilegur arður lendi í vasa kvótaeiganda, og honum sé komið úr landi til skattaskjóla.
Svona í hnotskurn sem sagt var á múgæsingarfundinum á Austurvelli, vissulega ekki allt af munni Sólveigu Önnu, en hún var hluti af þessu lýðskrumi sem gírugir hagsmunir kostuðu.
Skoðum nokkrar staðreyndir.
Sjávarútvegurinn hefur greitt rúma 60 milljarða í arð frá Hruni, bankarnir rúmlega 500 milljarða.
Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur, skapar lífsnauðsynlegan gjaldeyri, bankakerfið, ja það er nauðsynlegt en það sýgur fjármagn úr kerfinu en skapar sem slíkt enga nýja fjármuni fyrir efnahagskerfið.
Ósanngjarn samanburður því hluti af guðsspjalli frjálshyggjunnar er að fjármálakerfið sé birtingarmynd guðdómsins og um það gildi önnur lög en mannanna lög, en berum þá arðgreiðslur sjávarútvegsins árið 2017 við arðgreiðslur heildsölunnar.
Heildsalar greiddu sér 16 milljarða í arð, kvótagreifarnir 17 milljarða. Samt eru engar kröfur um að heildsalan verði leyfisskyld og leyfin boðin út til hæstbjóðanda. Enda sjaldgæft að múgur í múgæsingarástandi vilji skaða sjálfan sig eða nágranna sína, þó hann telji það í góðu lagi að skaða aðra sem búa lengra í burtu.
Heildsalan er samt aðeins ein af mörgu atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu, svæðið sem fóðrar að stórum hluta þennan öskrandi múg, smásöluverslun er með 10 milljarða, þar sem örfá stórfyrirtæki skipa markaðnum því sem næst alveg á milli sín.
Og margar atvinnugreinar aðrar má telja upp sem greiða sér út arð, án þess að sérstakur fundur sé haldinn sem krefst þjóðnýtingar á þeim.
Lýðskrumararnir eða réttara sagt þessir vinnumenn hins gíruga fjármagns gætu þá í nauðvörn gegn staðreyndum, reynt að benda á að arðurinn sé of mikill í sjávarútvegi og þá í samanburði við aðrar atvinnugreinar.
En það er þá enn eitt bullið, arðgreiðslur af hagnaði er 21% í sjávarútvegi miðað við 31% að meðaltali í atvinnulífinu.
Og þeir geta ekki heldur vitnað í að sjávarútvegurinn borgi illa, stærstu útgerðirnar eru í hópi þeirra fyrirtækja sem borga hæstu meðallaunin.
Hvar er þá þetta meinta arðrán sem á að stöðva, sbr auglýsingarnar um að stöðva auðlindaránið.
Það kemur ekki fram í arðgreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja, það kemur ekki fram í launagreiðslum þeirra, hvar þá??
Að það séu kapítalistar í greininni sem græða, en gildir það ekki líka um allar aðrar atvinnugreinar á Íslandi??
Og hvaðan koma allflestir útrásarvíkingarnir??, ekki úr sjávarútvegi, það eitt er víst.
Komu þeir ekki úr fjármálageiranum eða urðu ríkir af hlutabréfabraski eða öðru braski??
Eigendur Samherja eru vissulega auðugir menn í dag, en þeir standa uppúr stórum hópi sem lagði að stað í upphafi kvótakerfisins, og væri það ekki óeðlilegt að í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar yrði enginn ríkur á rúmum 30 árum??
Fyrr mætti arðránið gegnum ranga gengisskráningu vera ef svo væri ekki.
Það er ekki steinn yfir steini í öllu þessu skrumi og bulli.
Múgástandið og upphlaupið minnir miðaldra mann eins og mig á þegar allt varð brjálað í Chile nokkrum mánuðum eftir að fyrsti sósíalistinn var kjörinn þar forseti í lýðræðislegum kosningum.
Það reyndi aldrei á stefnu hans, því uppúr þurru logaði allt í verkföllum og deilum, eins og hann væri ábyrgur fyrir öllu því sem miður fór í 50 ára stjórnartíð íhaldsmanna þar á undan.
Síðan var það upplýst að CIA skipulagði og kostaði alla þá upplausn og óáran.
Allar lygarnar, allar blekkingarnar, og lagði grunn að valdaskiptum sem herinn stóð fyrir.
Hvað er langsóttara en meintar mútur í Namibíu, sem voru forsenda viðskipta þar, urðu tilefni þess að múgur safnaðist saman og réðist að sjávarbyggðum landsins.
Að krefjast þess að undirstöðu atvinnugrein þeirra yrði þjóðnýtt og nýtingarrétturinn síðan seldur hæstbjóðanda líkt og um þræla og þrælahald væri að ræða.
Og hvernig var hægt að tengja meintar mútugreiðslur við stjórnarskrána, og nýta þær sem kröfu um nýja sem hefur þann eina tilgang að koma í veg fyrir að þjóðin geti hafnað í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu ólögum frá Brussel.
Hefði Jóhönnustjórnin náð að plata hana uppá þjóðina strax eftir Hrun þá hefði ICEsave ekki farið í þjóðaratkvæði.
Þetta er of heimskt til að vera sjálfsprottið.
Ekki frekar en hin skyndilegu mótmæli sem blossuðu upp gegn Allende á sínum tíma og voru öll fjármögnuð af bandarísku leyniþjónustunni.
Hvað býr að baki, hvaða hagsmunir fóðra.
Hverjir græða á niðurbroti samfélagsins, hverjir græða á hinu svæsna arðráni sem felst í þjóðnýtingu kvótans og hann síðan seldur hæstbjóðanda??
Bull og heimska er kannski vefnaðurinn sem múgæsingin er ofin úr.
En hver er vefarinn??
Það eina sem ég veit að það er ekki CIA.
Lýðræði er ekki auðræði.
Lýðræði er ekki lýðskrum.
Lýðræði er réttur okkar til að ráða málum okkar sjálf.
Það er vegið að þessum rétti í dag.
Og okkur ber ekki gæfa til að verja hann.
Tek undir með Pet Shop Boy;
"It´s a sin".
Kveðja að austan.
Ég verð að segja það að Ómar kemur mér verulega á óvart með sinni skörpu heimspekilegu þjóðfélagsgreiningu. Ég held að Óli Björn Kárason hefði ekki getað gert þetta betur.
Þeir Austfjarðakommatittirnir hafa aldrei verið í vafa um það hvað sé undirstaða efnahagslífsins. Það sé vinnan sjálf.
Verðlagning hennar stjórnar. Verði hún of dýr dregur úr starfseminni. Þannig stjórnar framboð og eftirspurn öllu eins og öðru í mannlegu lífi.
Sólveig Anna og nýkomminn Gunnar Smári eru að reyna að æsa lýðinn upp til óeirða á grundvelli þess að það megi ræna Pétur til að borga Páli sem er gömul kenning sem illa hefur staðist tímans tönn.
Sovétríkin urðu undir í efnahagskapphlaupinu við lýðræðisþjóðirnar og forsendur þeirra dugðu heldur ekki á Neskaupsstað á blómatímum Lúðvíks Jósepssonar.Þeir Trump og Ómar eru kannski ekki jafn andlega fjarskyldir og einhverjir kunna að halda. En Sólveig Anna er fyrir mér af annarri plánetu meðan Gunnar Smári er fyrir neðan það að hans hugsjónir sem búa helst í annarra vösum séu ræddar hér.
Ég er ánægður með Ómar Geirsson í dag eins og raunar oftlega áður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419709
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko