Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020
25.11.2020 | 10:28
Hver mun borga?
rekstarhalla á Landspítalanum?
Einhver mun verða fyrir óþægindum af honum svo mikið er víst.
Ég þekki orðið talsvert til við Hringbrautina og ég sé ekki annað en allir séu að strita við að reka þessa stórkostlegu vél.Sé búið að yfirdraga um 4 milljarða þá er klárt að það verður að borga þetta.
Það er ekki hetjuskapur af stjórnvöldum að tilkynna um samdrátt heldur of seint í r...gripið. Spítalinn verður að starfa og einhver hagræðing núna á að koma til góða í framtíðinni en ekki að stýra fortíðinni, kóvídinu og öllu því álagi sem enginn sá fyrir.
Sé hægt að strika út fjölda af þarflausum starfsmönnum þá spyr ég hvar þeir séu? Ég hef ekki séð þá verklausa og efast um að þá sé víða að finna.
Þjóðin verður að borga þetta, það er ljóst.
23.11.2020 | 22:11
Enginn deyr með úðakerfi
sem liggur neðan á lofti í timburhúsi.
Alveg furðulegt að engin yfirvöld velta fyrir sér að hvetja til að úðakerfi séu lögð í gömul timburhús.
Kosta lítið í uppsetningu og trúlega myndi stofnkostnaður nást inn á nokkrum árum ef tryggingafélög reiknuðu áhættuminnkunina inn í iðgjöld. Mjóar plastpípur eftir loftum ættu ekki að ofbjóða fegurðarsmekk almennings
Af hverju er fólk með þessar ranghugmyndir um einhverja stórkostlega lekahættu? Af hverju vill enginn hlusta á staðreyndir?
Enginn hefði dáið á Bræðraborgarstíg ef þar hefði verið sprinklerkerfi.Af hverju er úðakerfi í öllum Landspítalanum við Hringbraut?
Enginn deyr í bruna þar sem er úðakerfi.
22.11.2020 | 17:16
Hvaða samgöngumáta?
velur venjulegt fólk sér?
Í Reykjavík, Florida eða á Fáskrúðsfirði?
Bíður það allstaðar í ofvæni eftir Borgalínunni? Þráir það ekkert meira en blokkaríbúð við næstu stoppistöð Borgarlínunnar?
Bjarni Reynarsson skrifar ítarlega um þessi mál í Morgunblaðinu.
Niðurlag greinar hans er þessi:
"...4. Vistvænar samgöngur borgarlína
Á sjöunda áratugnum var í fyrsta aðalskipulagi Reykjavíkur (AR 1962-1983) miðað við þá forsendu að einkabíll yrði á hverju heimili í borginni. Það gekk eftir og íbúar höfuðborgarsvæðisins búa enn að því stofnbrautakerfi sem þá var skipulagt. Á rúmum áratug hafa nær engar umbætur verið gerðar á stofnbrautakerfinu þrátt fyrir aukna bílaumferð, sem leitt hefur til vaxandi umferðartafa á álagstímum.
Þrátt fyrir að umtalsvert fé hafi verið lagt í almenningssamgöngur á sama tíma er hlutfall strætó enn aðeins 4% af akandi umferð. Yfir tveir þriðju hlutar íbúa höfuðborgarsvæðisins ferðast milli heimilis og vinnu á einkabíl (sjá ferðavenjukannanir Land-ráðs sf.).
Borgarbúar kjósa langflestir að ferðast með eigin bíl til að sinna fjölþættum erindum og í hvert sinn sem kaupmáttur eykst vex innflutningur bíla. Það er jákvætt að veita borgarbúum sem flesta ólíka samgöngukosti, þ.m.t. að styrkja almenningssamgöngur, en það þarf að meta kostnað og ábata af raunsæi.
Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur hefur skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið um borgarlínuverkefnið. Hann telur að bæta megi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með mun minni kostnaði en með borgarlínu og svipuðum ávinningi í farþegafjölda. Hann telur að fjöldi bílstjóra sem muni færa sig yfir í borgarlínu sé ofmetinn og þar með mun ekki draga eins mikið úr umferð einkabíla og að er stefnt.
Nokkrir hagfræðingar hafa í greinaskrifum dregið í efa þjóðhagslegan ávinning af borgarlínu, þ.e. ýmsar forsendur standist ekki skoðun. Þá hafa ýmsir bent á að tækniþróun næstu ára og áratuga muni hafa mikil áhrif á samgöngur þannig að borgarlína geti lent í erfiðri samkeppni við nýja rafræna samgöngukosti. Einnig má benda á ýmsa möguleika sem deilihagkerfið býður upp á til að draga úr umferðarþunga.
Þar sem borgarlínuverkefnið er þegar komið af stað tel ég rétt að klára fyrst legginn Kvos Grafarholt (nýjan borgarás) og meta árangur af þeirri aðgerð áður en farið verður í að tengja borgarlínu út í öll úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
5. Samantekt: Þarfir og óskir borgarbúa
Borgarskipulag er ekki aðeins hugsað sem stjórntæki þar sem sérfræðingar ákveða ramma uppbyggingar í krafti sérþekkingar sinnar, án virks samráðs við íbúa og fyrirtæki, þ.e. að þeir einir viti hvað fólki er fyrir bestu.
Er það skynsamlegt að öll uppbygging í Reykjavík næstu tvo áratugina verði með því að þétta enn frekar byggð í borginni? Vilja flestir borgarbúar búa í 5-7 hæða fjölbýlishúsum á þéttingarreitum? Er í raun engin eftirspurn meðal borgarbúa eftir sérbýli?
Er stór hluti borgarbúa tilbúinn í að leggja einkabílnum og nota borgarlínu? Hvers vegna má hvergi byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að rannsóknir sýni að það sé öruggasta gerð gatnamóta sem dragi verulega úr slysahættu? Þarf ekki að gera ítarlega könnun meðal íbúa og forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu og leita eftir skoðunum þeirra á ofangreindum spurningum?
Hver er sýn íbúanna á framtíðarborgina?"
Það er nokkuð ljóst að sýn íbúanna á skipulag Reykjavíkur skiptir meirihlutann í Borgarstjórn litlu máli. Meirihlutinn hefur komist að niðurstöðu sem ekki fæst haggað.
Reykvíkingar skulu samkvæmt henni búa í blokkum við Borgarlínu og einkabílum skal haldið í lágmarki sem samgöngumáta.Nýjar akreinar skulu ekki lagðar þar sem þær fyllast bara af bílum og tími mislægra gatnamóta í Reykjavík er liðinn.
Önnur aðliggjandi sveitarfélög skulu aðlaga sig að þeirri grunnhugsun að almennar samgöngur eigi ekki að fara fram með einkabílum í gatnakerfi. 96 % íbúa hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og því skuli breyta. Við Óðinstorg megi þó vera næg bílastæði fyrir íbúa vegna fjarlægðar Borgarlínu.
Hvaða samgöngumáta íbúar vilja skiptir ekki máli þar sem Sigurborg Ósk, Hjálmar og Dagur B. hafa komist að niðurstöðu som de alene vider.
22.11.2020 | 11:45
Verður maður ekki að fara að hlusta?
á hvað Sigmundur er að segja?
Gústaf Adolf vekur athygli mína á Sigmundi í dag:
"Ræða hans á aukalandsþingi Miðflokksins 21. nóvember var bæði einstök og því miður sjaldgæf í þeim ímyndunarheimi stjórnmálanna sem tröllríður öllu í dag.
Þarf að huga að fleiru en faraldrinum
Sagði Sigmundur að kórónuveiran hefði heltekið ríkisstjórnina svo vart er hægt að tala um eðlilegt og lýðræðislegt stjórnarfar.
" Varaði Sigmundur við því að óleyst vandamál m.a. hjá þúsundum lítilla og stórra fyrirtækja, landbúnaði, heilbrigðiskerfinu og eldri borgara gætu orðið að varanlegum vanda ef ekki væri gripið í taumana áður en það væri orðið um seinan. Minnti hann á að Miðflokkurinn hafði lagt fram tillögur fyrir faraldurinn og einnig boðið aðstoð í baráttunni gegn sjálfum faraldrinum en ríkisstjórnin hafi haft meiri áhuga á glærukynningum og oft verið lögð meiri vinna í umbúðirnar en tillögurnar sjálfar og jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið."
Miðflokkurinn hafi hins vegar alltaf stutt þær góðu tillögur sem að gagni hafi orðið.
Landbúnaðurinn verið settur í nauðvörn
Lýsti formaður Miðflokksins hvernig sótt er að ýmsum grunnstoðum Íslands eins og landbúnaðinum sem hefði orðið fyrir verulegu aðkasti á undanförnum árum: Það er sótt að greininni úr mörgum áttum samtímis. Búvörusamningar virðast frekar snúast um samdrátt en sókn.
Óhagstæðir tollasamningar við Evrópusambandið gerir bændum erfitt fyrir og veikir samkeppnisstöðu greinarinnar."
Ofan á það leggst sístækkandi reglugerðarfarganið sem er að miklu leyti innflutt og skapar erfiðari skilyrði fyrir íslenska bændur en víðast hvar annars staðar. Ríkisstjórnin sýndi snemma hug sinn til landbúnaðarstarfa með því að lækka fjárframlög til greinarinnar sem skapað hefur neyðarástand hjá bændum.
Eldri borgarar ekki enn fengið leiðréttu skerðinga eftir bankahrun
Gleymum því ekki að aldurshópurinn sem hafði byggt upp samfélagið var ekki of sæll að sínu fyrir skerðingarnar. Á sínum tíma gaf ríkisstjórn mín fyrirheit að þegar sá árangur sem við stefndum að í efnahagsmálum hefði náðst fengu þeir sem byggðu upp samfélagið að njóta þess. Árangurinn náðist og gott betur en það. En biðin stendur enn."
Lýsti Sigmundur hvernig ríkisstjórnin hefði komið með galið verkefni um að stofna hlutafélag og leggja á auknar skattaálögur til að fjármagna Borgarlínuverkefnið. En þótt Miðflokknum hefði tekist að leggja inn nokkra varnagla þá héldi kerfið áfram á sinni braut. 50 milljlarðar og óútfylltur tékki til gæluverkefnis er ekki það sem þjóðina vantar núna á þessum erfiðu tímum.
Benti Sigmundur einnig á hvernig hægt er að moka peningum í heilbrigðisgeirann sem verður botnlaus hít ef kerfið verður ekki lagað. Sagði hann að flestir gerðu sér grein fyrir því að Hringbrautarsjúkrahúsið getur ekki leyst öll verkefni og þarf að byggja nýtt sjúkrahús á öðrum stað.
Ísland allt
Sigmundur sagði báknið vera orðið það fyrirferðamikið að það ógnaði heilum atvinnugreinum. Miðflokkurinn hefur áður lagt til að þegar nýjar reglur eru settar verði tvær eldri teknar út til að spyrna við ofurbólgu báknsins. Var tekin fram sérstök handbók fyrir starfsfólk ríkisstofnana í forsætisráðherratíð Sigmundar til að spyrna gegn óþarfa útþenslu báknsins en lítið gerst eftir 2016.
Fyrir vikið verður sífellt flóknara að lifa daglegu lífi á Íslandi svo ekki sé minnst á að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný störf og verðmæti." Rakti Sigmundur Davíð baráttu Miðflokksins við báknið og réttlætingu kerfisins á stækkun báknsins með því að framleiðslan ykist meira og báknið því ekki hlutfallslega stærra en áður. Núna erum við hins vegar komin í þá stöðu að við sitjum uppi með gríðarlegt bákn en framleiðslan hefur dregist saman svo brýnt er að hefjast handa með að fá báknið burt.
Losunarkerfið ein stærsta svikamylla síðari tíma Ef eitt álver flyst frá Íslandi til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast
Formaður Miðflokksins benti á að það umhverfisvænsta á Íslandi væri álframleiðslan, því ef eitt álver flyttist til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast.
Samt er nú rætt um að Ísland verði sektað fyrir að hafa ekki dregið nógu mikið úr losun á meðan við byggðum upp umhverfisvænan iðnað á undanförnum 30 árum. Hvert eiga þeir milljarðar að renna? Það virðist enginn vita. Líklega í nýja losunarhagkerfið sem lýst hefur verið sem einni stærstu svikamyllu síðari tíma. Þetta er það sem gerist þegar kerfið ræður á kostnað heilbrigðrar skynsemi."
Stjórnlaus málaflokkur hælisleitenda
Sigmundur vék orðum að vanda Íslands varðandi flóttamenn og hælisleitenda:
Veltið þessu fyrir ykkur: Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi er allt í einu orðinn sá mesti á öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda. Það er vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út. Þau skilaboð nýta m.a. stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað." Bendir Miðflokkurinn á að hin Norðurlöndin sendi núna frá sér skilaboð til að draga úr innflutningum. Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda." Minntist Sigmundur á afstöðu danskra jafnaðarmanna um að öflugt velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman."
Það munar um Miðflokkinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu um kerfi rétttrúnaðar og þegar kerfið tæki völdin af fólki væri hætta á ferðum gagnvart lýðræðinu.
Stjórnmálamenn sem láta það viðgangast fjarlægjast kjósendur og taka stjórnmálin á þann stað sem kjósendur fái litlu ráðið um hvað er rætt eða hvernig.
Sem svar við þessari þróun hefur Miðflokkurinn eigin starfsstefnu heilbrigðrar skynsemi laus við glórur rétttrúnaðarins. Miðflokkurinn er því valkostur þeirra er vilja vinna á lýðræðislegum grundvelli og starfa saman að lausnum vanda með rökhyggjuna að verkfæri. "
Er ekki bara komin samkeppni í stjórnmálum dagsins?
Verður maður ekki að fara að hlusta á fleira?
21.11.2020 | 13:59
Hvað með okkur?
þegar Macron ofbýður svona?
Í Morgunblaðinu stendur þetta:
"Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðið múslimaleiðtogum í landinu að samþykkja skrá yfir lýðveldisgildi en það er liður í aðgerðum hans gegn róttækni meðal múslima.
Macron veitti leiðtogum stærstu samtaka múslima, CFCM, hálfan mánuð til að samþykkja réttindaskrána.
Franska múhameðstrúarráðið hefur fallist á að stofna þjóðarráð bænapresta til að gefa út starfsskírteini þeim til handa, sem hægt verður að kippa til baka.
Í réttindaskránni nýju segir að íslam sé trúarbrögð en ekki pólitísk stefna.
Bann er lagt við erlendri íhlutun í hópa félög og samtök múslima.
Í framhaldi af ódæðum í haust hefur Macron sterklega varið aðskilnað ríkis og kirkju í Frakklandi.
Þeir Gerald Darmanin innanríkisráðherra funduðu með átta helstu leiðtogum franska múhameðstrúarráðsins í Elysee-höll.
Macron boðaði nýjar aðgerðir til að takast á við íslamskan aðskilnað í Frakklandi. Verið er að skrifa víðtækt lagafrumvarp sem ætlað er að sporna við trúarlegri róttækni.
Kveðið er á um þungar refsingar þeirra sem ögra og hóta opinberum embættismönnum á trúarlegum forsendum.
Heimafræðsla barna múslima verður bönnuð og gefnar út kennitölur fyrir skólabörn svo fylgjast megi með því hvort þau sæki skóla. Foreldrar sem brjóta lögin geta átt von á allt að hálfs árs fangelsi og þungum fjársektum. agas@mbl.is"
Á Sema Erla að sjá um málefni múslíma á Íslandi ein og óstudd? Kemur okkur ekkert við hvað er borið á borð í moskunni í Öskjuhlíð þangað sem Lögreglan má ekki koma?
Þarf ekki að fylgjast með þeim illu múllum sem hingað koma til okkar að útbreiða hatursboðskap ofstækis Islams sem Macron er að tala um?
20.11.2020 | 12:40
Hvað er eiginlega að?
á Íslandi sem gefur tilefni til þeirrar fordæmingar og illinda sem uppi eru hafðar í Íslenskri fjölmiðlun?
Samkvæmt Seðlabanka Íslands er gengisskráning í dag:
Bandaríkjadalur 136,32
Sterlingspund GBP 180,47
Evra EUR 161,3
Sama dag fyrir 5 árum:
Bandaríkjadalur 131.69
Sterlingspund 201. 06
Evra 140.87
Hversu mikil verðbólga var í þessum ríkjum þennan tíma?
Er ástæða til að telja allt í uppnámi á Íslandi vegna þessa?
19.nóvember 2008:
Bandaríkjadalur 139.36
Sterlingspund 209.7
Evra 176
Hvað er eiginlega svona mikið að?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2020 | 11:10
Græddur er geymdur eyrir
stóð á sparibyssunni minni gylltu og rauðleðurklæddu sem Landsbankinn gaf mér.
Ekki datt mér í hug þá að Landsbankinn væri lygari eins og hann var langur til.
Á endanum laug hann svo að mér að hlutaféð sem ég keypti í honum væri einhvers virði.
Hann fór bara á hausinn og því var öllu stolið af mér. Ég átti þá ekkert í málverkunum eða marmaranum í Austurstræti heldur bara ríkið, bankasýslan og skilanefndirnar.
Svo var manni sagt að það væri ljótt að ljúga í börn!
Í Morgunblaðinu eru nokkrar staðreyndir um fjármál rifjaðar upp í leiðara í gær.
"Græddur er geymdur eyrir sagði á blokkinni frá bankanum sem barnaskólarnir héldu utan um forðum. Börnin keyptu merki fyrir aura sem foreldrarnir tíndu flestir úr lúnu veski. Með fulla síðu var farið í bankann og beðið vaxta.
Sá einn hafði eitthvað upp úr krafsinu sem fékk hagstætt lán hjá bankanum og borgaði með verðbrunnum krónum. Þótt átakið hafi verið gallað var það þó tákn um að einhverjir töldu sparnað vera dyggð. Og það er rétt og bestur reynist hann þegar allir hafa nokkuð fyrir sinn snúð.
Síðar náðu hlutlausir embættismenn með lífsskoðun við ystu brún vinstrakantsins að stýra skattastefnu ríkisins allt of lengi og næsta óháð því hverjir sátu sem fjármálaráðherrar. En auðvitað varð samspilið mest og best þegar ráðherrann og embættismaðurinn voru jafnhlutlausir eins og í tíð þeirra Steingríms og Indriða. Tókst hlutleysingjunum þá að hækka skatta 104 sinnum og hafa þeir verið að mestu blýfastir síðan.
Þetta gleðiríka og hlutlausa samband endaði unaðslega með því að kumpánar enduðu báðir í framboði fyrir VG, sem undirstrikaði hversu óhlutdrægir báðir voru.
Á Íslandi hefur tekist að tryggja að þegar vextir eru komnir niður í næstum ekkert þá heldur reglan að skattleggja skuli verðbólgugróða sparenda, sem þýðir að á verðtryggðum reikningum þar sem ávöxtun er næstum engin græðir ríkið með því að skattleggja verðbólguna.
En eins og kunnugt er kemur sú aldrei til frádráttar hjá almenningi. Það mega íslensku stjórnmálaflokkarnir eiga að nánast enginn munur hefur reynst á þeim í slíkum efnum og þess vegna hefðu þeir Steingrímur getað dreift sér á aðra flokka sem hefði sjálfsagt verið sanngjarnt og enginn tekið eftir neinu."
Kaldhæðnin sem skín út úr þessum orðum er samt alvöruþrungin. Sparnaður var talin dygg í eina tíð.En Bréfaguttum og Háskólaséníum í fjármálum sem öðrum málum hefur tekist að leiða okkur á æðri þekkingarsvið.
Margir launþegar eiga oft ekki fleiri aura en þá sem eru í skuld á VISA-reikningnum í mánaðarlok. Sumir eiga kannski aðeins meira í mánaðarlaunum talið. En það er erfitt að ávaxta lágar upphæðir þannig að almennur skilningur á eðli sparnaðar er ekki útbreiddur. Það eru bara þeir sem hafa fengið stórlán til að kaupa bréf fyrir sem geta ávaxtað.
Ég hef velt því fyrir mér af hverju bankar vilja ekki bjóða verðtryggða reikninga til skemmri tíma en þriggja ára? Af hverju ekki til þriggja mánaða? Núll vexti en bara verðtryggingu. Myndi þetta ekki breyta hugsunarhætti einhverra um hvað útgjaldasparnaður er í raun og veru? Og hætta að leggja fjármagsntekjuskatt á verðtryggingu sem er furðuleg ráðstöfun.
En það er haldið áfram að níðast á gömlum gildum með lygum og útúrsnúningum og skorti á nýrri stjórnarskrá jafnvel kennt um allt sem aflaga fer.
Já, græddur er geymdur eyrir sögðu þeir í gamla daga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2020 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2020 | 10:50
Samfylkingarflokkarnir ÞRÍR!
ekki báðir eins og ég hef kallað þá Viðreisn og hinn. Nú er klárt að Píratar tilheyra landssöluhjörðinni með fullum sóma.
Svo segir í Morgunblaðinu:
"Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og nokkurra annarra þingmanna, um nýja stjórnarskrá.
Um frumvarpið segir Heimssýn meðal annars: Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta.
Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annaðhvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn. Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt. Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau eru ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist. Stangist samningur á borð við EES samninginn á við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.
EES-samningurinn hefði ekki verið samþykktur á sínum tíma ef hann hefði kallað á breytingar á stjórnarskrá. Ríkisstjórn og Alþingi verða hins vegar að taka sig á og beita ákvæðum samningsins til að verja hagsmuni Íslands og tryggja áframhaldandi stuðning við hann."
Það þarf ekki lengur vitnanna við hvar Píratar skipa sér í sveit. Kjósendur gera vel í því að minnst þessa grunnstefs í stefnu þessu flokks þegar Leista-Björn, Malbikarinn, þórhildur Sunna siðprúða og hvað þau heita nú öll vilja láta unga fólkið kjósa sig á opinbert framfæri.
Samfylkingarflokkarnir eru þrír en ekki tveir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2020 | 11:02
Góð tillaga frá Gunnari Inga
um mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar birtist í Kópavogspóstinum í dag.
Mér sýnist að hún sé í stíl við ofanáliggjandi hringkeyrslubrú eins og er á Arnarnesvegi-Reykjanesbraut við Garðabæ-Kópavog sem Skrauta byggði fyrir nokkrum árum. Þau gatnamót svínvirka.
Því miður tekst mér ekki að finna greinina í Kópavogspóstinum á netinu til að endurbirta hana. En þeir sem áhuga hafa ættu að kynna sér grein Gunnar I. Birgissonar í Kópavogspóstinum frá í dag.
Þarna myndu vandamálin leysast í stað þess að vaxa eins og Dagur B. og hans nótar eru að reyna að þvinga í gegn ofan í okkur Kópavogsbúa þvert um geð. Það er mála sannast að orkuskipti í bílaflotanum batna ekkert við ljósastýrð gatnamót á Arnarnesvegi -Breiðholtsbraut heldur bara aukast.
Ég hef áður hvatt til þess að setja upp sjálfvirka gjaldtöku á Arnarnesvegi-Breiðholtsbraut. Sáralítið gjald myndi greiða fyrir framkvæmdina.
Annað sem mér dettur í hug að minnast á úr því að ég nefni Gunnar Inga. Það er það að hann fyrir aldamótin síðustu lét steinsteypa nokkra kílómetra af götum í Kópavogi.
Þær voru gerðar 15 sentímetra þykkar úr innfluttu norsku gæðabergi að hluta.
Reynslan úr Vesturlandsvegi í Kollafirði sýnir hinsvegar að íslenskt berg 38 mm stærstu steinar í steinsteypu hefur dugað þar í meira en hálfa öld án viðhalds. Þar geta menn séð endinguna svart á hvítu og borið saman við það malbik sem þeir þekkja. Íslensk steypa er því vel geranleg í samkeppni við malbik.
Eina sem klikkaði í Kópavogi var að undirlagið var úr bögglabergi sem blöðrótt og lint og þolir ekki umferðartitringinn og molnar niður. Þá getur steypan sprungið þar sem hún þolir ekki togspennur.
Auk þess var ekki vélarútlagningu við komið sumstaðar og handsteypa þurfti fleyga sem er ekki nægilega hæðarnákvæmt. En skriðmótavélin sem notuð var lagði hárnákvæmt og rennislétt þar sem henni var við komið.
En það er annað merkilegt sem blasir við. Þegar ekið er austur Fífuhvammsveg í átt að Smáralind sést að gatan er eiginlega óslitin eftir rúma tvo áratugi. Ég sé varla hjólför í hellunni og stöku sprungur sem sjást af fyrrgreindum ástæðum sýnast ekki skipta meginmáli.
15 sentímetra steypa eins og þarna er líklegra ódýrari í stofnkostnaði en malbik. Fyrir utan að endast greinilega miklu betur.
Útlagningarvélin er víst enn til uppi í Borgarnesi og allur útbúnaðurinn. Eitthvað af reynslunni er hugsanlega ofar moldu ennþá. Og steyputæknin hefur bara batnað.
Ég nefni þessa vegasteypusögu svona í framhjáhlaupi. Hún á nú víst hvergi upp á pallborðið og verður líklega ekki endurvakin.
En tilaga Gunnars Inga um Arnarnesvegamótin er í fullu gildi ef tekst að koma meirihlutanum í Reykjavík frá áður en hann veldur meiri skaða á höfuðborgarsvæðinu öllu en orðið er.
17.11.2020 | 10:39
Tvær þjóðir-tveir heimar?
virðast búa í þessu landi?
Stuðningur er við það nokkuð almennur að þjóðin skuli byggja þetta land allt. Nema hugsanlega í samfylkingarflokkunum sem vilja afsala sér því til ESB og finnst slík þjóðremba fyrirlitleg.
Einkanlega er þetta áberandi á höfuðborgarsvæðinu. Þar býr ein þjóðin í öðrum heimi en hin.Sú vill hjóla og keyra i Borgarlínu, búa í Kvosinni og stunda menningarlíf.Kvosarkynslóðina mætti kalla hana.
Hin vill vera í nútímanum, keyra í bílum á mislægum gatnamótum, stunda félagslíf og íþróttir fyrir alla, spila golf og ferðast um landið og allan heiminn.
Fyrri þjóðin hefur alræðisvöld og keyrir hlutina áfram með ofbeldi. Hún er að vísu gjaldþrota en ætlar að sækja sér fé til hinnar með illu eða góðu.Samanber framkvæmdir Borgarstjórans við heimili sitt við Óðinstorg fyrir almannafé. Ekkert er til sparað til að það hverfi hækki í verði.
Staksteinar velta fyrir sér hugsun Jón Gunnarssonar:
Svo virðist sem samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins eigi að hafa þann tilgang fyrst og fremst að þvinga sérvisku meirihlutans í Reykjavík upp á höfuðborgarsvæðið í heild sinni.
Í ofanálag á að láta landsmenn alla greiða fyrir sérviskuna með aðkomu ríkisins að sáttmálanum.
Borgarlínan rándýra og óhagkvæma er þungamiðja sáttmálans að mati meirihluta þeirra sem stjórna nú Reykjavík og virðist raunar það eina sem sá meirihluti hefur áhuga á í samgöngumálum svæðisins.
Sundabrautin virðist í besta falli eiga að vera neðanmálsgrein við sáttmálann sem ekki verði lesin nema meirihluta borgarstjórnar þóknist. Ekkert bendir til að honum þóknist það.
Enn eitt dæmið er komið upp. Um helgina sagði Morgunblaðið frá gagnrýni Jóns Gunnarssonar, alþingismanns og fyrrverandi samgönguráðherra, á áform um ljósastýrð gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Benti hann á að mislæg gatnamót væru mun betri leið og öruggari, og að auki í samræmi við samgöngusáttmálann. Þau mislægu gatnamót virðast stranda á því, eins og önnur mislæg gatnamót sem brýn þörf er á að gera, að sérviska meirihlutans í borginni leyfir ekki mislæg gatnamót.
Hvers vegna tekur ríkið þátt í þessu fyrir almannafé?"
Svo flettir maður Morgunblaðinu. Það er undirlagt af umfjöllun um bíla og aftur bíla.2117 rafbílar hafa selst.
Ekki er verið að skemmta Kvosarkynslóðinni með þessu?
En hverjir vilja lesa þetta? Er það ekki nokkuð ljóst að verið er að skrifa fyrir þau 95 % fólks sem vill ferðast með einkabílnum? Ekki það fólk sem meirihlutinn er búinn að ákveða að flytja yfir á Borgarlínu og að skuli byggja sínar íbúðir við hana?
Eru vinsældir Morgunblaðsins í öll þessi ár ekki byggðar á því að fjalla um þau mál sem fólkið vill lesa og ræða? Þjóðleg ræktarsemi birtist í vinsældum minningargreina sem hljóta þó að kosta fátækt félag manndrápsfé. Allt þættir sem vinstri elítan fyrirlítur og vill feiga í alþjóðahyggju hömlulausri og óstöðvandi móttöku hælisleitenda.
Sama birtist í afstöðunni til stjórnarskrárumræðna. Elítan vill fá þar inn greinar sem auðvelda henni að afsala sér fullveldinu. Hinni þjóðinni finnst engin þörf á slíku og kærir sig eiginlega ekki um að deila stjórnarskrá með þeirri þjóð sem hún á enga stjórnmálalega samleið með. Þess vegna er sú umræða orðin tóm.
Tvært þjóðir búa í tveimur heimum á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko