Leita í fréttum mbl.is

Kvöldstund í Flórídu

leið hratt þegar ég sat í samræðum við tvo landa okkar. Annar fór frá Íslandi fyrir 43 árum og hefur síðan stundað alþjóðleg viðskipti.Skilar skattaskýrslum í 3 löndum og á heimili í þeim öllum, Býr mikið í Luxemburg og er í Flórídu á vetrum. Athugull maður, fjölfróður og skemmtilegur viðræðu eins og lífsreyndir menn eru. Hinn viðmælandinn er mun yngri athafnamaður af Íslandi, sjálfgerður sem hinn fyrri, greindur og glæsilegur fulltrúi sjávarútvegsins.

Sá yngri hafði gaman að ræða Evrópusambandið og lýsti sig mikinn áhugamann um inngöngu fyrir Íslands hönd. Hann þuldi upp marga kosti sem aðild hefði í för með sér. Sá eldri benti honum í allri vinsemd að allt væri ekki sem sýndist í mörgum greinum og sagði sig fulldómbæran á  að Evrópusambandið hefði ekki fært sér sem Luxemburgbúa annað en aukinn kostnað, hærri skatta, aukið atvinnuleysi og hækkað vöruverð. Það þýddi ekki að deila við sig með slagorðum þar sem hann byggi í bandalaginu sjálfur til áratuga. Ekki líkaði hinum yngri þetta allskostar þar sem þetta féll illa að kenningum þeirra Evrópusinna.

Síðan fór hinn eldri að tala um framtíð heimsins af þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér í sögu heimsins. Hann sagði hinum yngri að sér virtist að ríkjabandalög sem ESB hefðu ávallt liðast í sundur eftir tiltölulega skamman tíma. Hann taldi jafnvel Bandaríkin vera  í þeirri hættu að spönskumælandi ríkin syðst myndu vilja skilja sig meira frá alríkinu en nú væri.

Sovétríkin hefðu liðast í sundur eins og menn myndu og erfiðlega gengi að búa þar til ný bandalög þjóða. Rómaveldi hefði fallið, ríki Alexanders  þar á undan, Sparta og Aþena hefðu ekki tollað saman, hið heilaga rómverska ríki heyrir sögunni til sem og veldi Napóleons í Þýskalandi.  Kalmarsambandið hefði klofnað. Keisaraveldi Asusturríkis og Ungverjalands væri ekki lengur til, Tékkóslóvakía líka. Þriðjaríki Hitlers.

 Nú vildu Skotar skilja við England og Írland væri löngu sjálfstætt.Breska heimsveldið væri svipur hjá sjón og lítið nema nafnið. Þjóðirnar hefði tilhneiginu til að halda sér fyrir sig vegna margra ástæðna. Alveg eins myndi fara fyrir Evrópusambandinu. Það bæri dauðann í sér eins og öll þjóðabandalög á undan því. Þjóðir vildu vera sjálfstæðar eins og Afríkuríkin berjast nú í. Sagan væri ekki vinsamleg þjóðabandalögum. Þau stæðust aldrei til lengdar.

Unga manninn setti nokkuð hljóðan við þennan lestur hins lífsreynda manns. En auðvitað gaf hann ekki upp hugsjónir sínar svo auðveldlega og er enn í 4 % armi Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum. 

Mér þótti gaman að hlýða á samræður þessara tveggja gáfumanna. Ég fór samt frá þessu samtali með meiri áhyggjur af framtíð Íslands en ég hafði áður. Sagan er nefnilega allt í kring um okkur og kennir okkur að möntrur, ismar og hagfræðikreddur eru  ekki gott veganesti í þessum heimi. Alþjóðahyggja kratismans stenst heldur ekki dóm sögunnar.Panta rei. Ekkert verður á morgun eins og það er í dag.

Þetta var  minnismerð kvöldstund í  Flóridu þar sem innrás spánskra þjóða  er í algleymingi.


Slítum strax

aðildarviðræðunum og hættum því að láta Samfylkinguna eiga sviðið dag eftir dag. Það eru sveitarstjórnarkosningar eftir 2 mánuði og við getum ekki látið þá komast upp með að halda athyglinni svona áfram.

Slítum strax formlega og hættum þessu kjaftæði. Svörum þeim ekki frekar. Gerum það sem við vorum kosnir til.

Slítum strax. 

 


Nú nýtast Baugspeningarnir

vel hjá Samfylkingunni sem getur staðið fyrir hverjum útifundinum af öðrum til að krefjast áframhalds aðildarviðræðnanna við ESB. En sem kunnugt er skilaði Samfylkingin engu af styrkjum frá útrásarvíkingunum. 

Nú er gott að eiga sjóði. 


Friðhelgi einkalífsins

verður leiðarahöfundi Morgunblaðsins að yrkisefni í dag.

þar segir m.a.:

..."Þótt umræða um netið og friðhelgi einkalífs fari vaxandi bendir ekkert til þess að almenningur hafi áhyggjur af þróuninni, að minnsta kosti ekki nægar til að sjá ástæðu til aðgerða. Njósnirnar minna vissulega á framferði stjórnvalda í ríkjum á borð við Austur-Þýskaland, en þær eiga sér stað í ríkjum sem búa við svo gerólíkt stjórnarfar að samanburðurinn stenst ekki nema að takmörkuðu leyti. Líklega yrðu viðbrögðin harðari og víðtækari ef um væri að ræða þjónustu sem borgað væri fyrir. En viðbrögðin eru linkuleg og þegar almenningi stendur á sama er þrýstingurinn lítill á stjórnvöld.

 

Staðreyndin er hins vegar sú að friðhelgi einkalífsins er ein af grunnstoðum réttarríkisins og það er hlutverk stjórnvalda að gæta þess að hún sé virt í stað þess að vinna gegn henni. Nú blasir við sú staða að rétturinn til friðhelgi einkalífs nýtur fortakslaust viðurkenningar, það kostar bara að fá að njóta hans."

Hér er ástæða til að staldra við.

Á Íslandi hefur friðhelgi einkalífsins verið aflögð. Skattstofurnar eru beintengdar við bankana og upplýsingarnar færðar á framtölin beint. Svo tala hverskyns reyfarar í fjármálakerfinu um bankaleynd þegar það hentar þeim að  neita að láta upplýsingar af hendi um sjálfa sig eða aðra reyfara. Bankaleynd er bara brandari á Íslandi.

Meðal siðaðra þjóða eru 3 leyndarmál virt.

Bréfaleyndarmál.

Bankaleyndarmál.

Ríkisleyndarmál.

Á Íslandi eru þessi leyndarmál aflögð. Hér er átölulaust stolið einkapósti og hann seldur í hagnaðarskyni af þjófunum.

Bankaleyndarmál eru ekki til.

Ríkisleyndarmál eru fyrir bí  og eiga víðar undir högg að sækja þegar glæpamönnum eins og Snowden, Manning og Assange dettur í hug að græða á þjófnaði leyndarmála og réttlæta það. Eða ráðamenn láta leka upplýsingum í pólitískum tilgangi.

Ísland er bananalýðveldi  í þessum skilningi. Þessvegna geyma margir séðir einstaklingar peninga sína í Luxemburg eða Sviss.

 Hugtakið friðhelgi einkalífsins var notað til að eyðileggja þá einstæðu hugmynd Kára Stefánssonar að auka lífslíkur þjóðarinnar með gagnagrunni á heilbrigðissviði. Á  heilsufarssaga einstaklings sem ríkið kostar frá vöggu tll grafar ekki að vera eign heildarinnar? Slík leynd er út í hött finnst mér og skaðinn sem þetta persónuverndarpukur er búið að valda þjóðinni með missi óskerts gagnagrunssins orðinn mikill.

Lögreglan liggur í leyni fyrir borgurunm og reynir að sanna á þá glæpi í stað þess að reyna að reyna að aftra þeim. 

Friðhelgi einkalífsins  ekki til á Íslandi.

 

 


Rauðu úlfshárin

finnast mér gæjast stundum  upp úr skyrtukraga Steingríms J. Sigfússonar. Í Staksteinum Mogga er eftirfarandi rifjað upp:

"Á vb.is eru rifjuð upp orðaskipti Sigmars Guðmundssonar og Steingríms J. Sigfússonar í Kastljósinu kvöldið fyrir þingkosningarnar 2009:

 

 

Sigmar Guðmundsson: »Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig - bíddu Ástþór - kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar...«

 

 

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG: »Nei!«

 

 

Sigmar Guðmundsson: »...vegna þess að þannig hefur Samfylkingarfólkið talað.«

 

 

Steingrímur J. Sigfússon: »Nei!«

 

 

Sigmar Guðmundsson: »Að þetta byrji í sumar?«

 

 

Steingrímur J. Sigfússon: »Nei!«

 

 

Sigmar Guðmundsson: »Hvenær getur þetta byrjað?«

 

 

Steingrímur J. Sigfússon: »Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þótt við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður, gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði vinstrigrænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.« "

Var það ekki sjálfur postulinn sem afneitaði Jésú þrisvar áður en haninn gól tvisvar?

Rauðu úlfshárin eru stundum sýnileg.


Úr öskunni í eldinn

værum við að fara hvað varðar landbúnaðarstyrki ef Íslendingar myndu innlima sig  í Evrópusambandið.

ESB er eins og orkuhungruð  kona sem giftist til fjár  með því að innlima Ísland. Ísland er svo miklu ríkara en kvonfangið. Þangað yrðum við að greiða 15 milljarða árlega. Það fé notar Brusselfólkið til að greiða niður landbúnað í Evrópusambandinu. Hugsanlega fengjum við eitthvað smávegis til baka en hvergi nærri annað eins. Vinstri elítan hamast gegn íslenskum landbúnaði sem kostar okkur 7 milljarða í framlög á ári.  Þessi útgjöld myndu aukast gríðarlega  þegar innflutningur á niðurgreiddri landbúnaðarvöru frá ESB myndi hefjast. Þó að gamla Baugsveldið hafi núna mestar áhyggjur af því um þessar mundir að Íslendingar fái ekki nægan Buffalo-ost að éta, þá er það ekki mikilvægt í mínum huga. Útgjöld Íslendinga vegna landbúnaðar þó ærin séu myndu samt stóraukast við innlimunina í ESB og fara yfir 20 milljarða.

Við höfum nú séð frá fyrstu hendi hvernig makrílsamvinnan við ESB gengur. Skyldum við hafa meira um landbúnaðarsamninga að segja heldur en varð í makrílnum?  Hvað segir Össur og Árni Páll um það?

Fer ekki bara hallelújaliðið okkar og ESB 4 % kórinn í framstæðisflokknum  úr öskunni í eldinn hvað varðar verð á búvöru ef þeir fengju sínu framgengt með ESB inngönguna?


Hið rétta andlit ESB

birtist í því að kaupa Nojarana og Föroyingana til að svíkjast að Íslendingum á þann hátt að makríllinn verði ofveiddur þannig að hann sjái ekki þörf á að ganga inn í íslenska lögsögu. Við sjáum ekki beituna sem þeir renndu upp í þessar þjóðir, En hún mun sjást síðar.

Okkar svar er aðeins eitt. Veiða, veiða, veiða og veiða makríl eins og við lifandi getum. Mig langar að nota enskt orðtæki sem byrjar á F... og lýsir minni afstöðu til þessa hyskis alls sem að þessu stóð.

Sýnum þeim að við látum ekki bukka okkur. Það var fróðlegt að sjá hið rétta andlit ESB, sem beitir undirferli, svikum og lygi þegar því hentar. það þarf menn með greindarstig Össurar og Árna Páls til að útskýra þetta andlir ESB  fyrir þjóðinni.


Stytting náms til stúdentsprófs

er eitt af því sem ég skil ekki í málflutningi flokksins míns  í flutningi ráðherrans Illuga Gunnarssonar.

Mér finnst eins og það sé verið að segja mér að ég hafi verið að slugsa í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1954 til 1957. Allir þessir góðu kennarar mínir Gylfi Þ.Gíslason, Björn Bjarnason, Guðmundur Arnlaugsson, Pálmi Hannesson, Sigurður Þórarinsson, Ólafur Hansson, Einar Magnússon, Gunnar Norland, Guðni Guðmundsson, Magnús Finnbogason, Bodil Sahn, Jón Guðmundsson, Ólafur Ólafsson, Skúli Þórðarson, Magnús Magnússon og Halldór Halldórsson hafi verið að slugsa við að kenna mér heimskingjanum það sem ég átti að geta lært á miklu skemmri tíma?

þegar ég kom til Þýskalands úr þessum skóla þá fann ég að þýskir og norskir, danskir, gahnnískir og tyrkneskir  jafnaldrar og samstúdentar sem voru með mér að hefja nám í verkfræði voru jafnvel aftar mér tossanum í almennum fræðum. En minn andlegi þroski 19 ára var í það tæpasta finnst mér núna þegar ég lít til baka. Ég hefði ekki viljað vera ári yngri en ég var þá. Ég var alveg nógu vitlaus á þessum tíma.

 Af hverju á ég að trúa Illuga Gunnarssyni núna þegar hann segir að ég hafi bara verið að slugsa? Hann sagði mér líka að semja um Icesave sem ég gerði ekki.

Mér finnst allt þetta allt della um að skólinn sé of langur. Það er meira en námsefnið  sem skiptir máli. Almenn tjáskipti, stelpur og brennivín og allt það. Allt þetta þarf að lærast áður en manni er hrundið út í lífið af hótel Mömmu.

Mér finnst allt þetta tal um styttingu skólans til stúrdentsprófs vera skammsýni og blekking. 

 


Hvar stendur það?

í landfundarályktun Sjálfstæðisflokksins að hann hafi lofað þjóðaratkvæði um aðildarviðræðurnar?

Getur Þorsteinn Pálsson staðið á því sem hann skrifar í Fréttablaðið á laugardag þar sem hann segir:

"Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari.

 

Fyrir utan mótmælafundi á Austurvelli og afar sterka undirskriftarsöfnun hafa ríflega áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar lýst stuðningi við þjóðaratkvæði í viðhorfskönnun. Það sem veldur ríkisstjórninni mestum vandkvæðum er að gjáin milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli hefur breikkað. Þetta eru fyrstu afleiðingarnar af viðbrögðum almennings. Önnur áhrif koma fram í því að ríkisstjórnin hefur hopað með þá hraðferð málsins í gegnum þingið sem hún hafði áformað. Ætlunin var að útiloka málefnalega umfjöllun; meira að segja um þá skýrslu sem ríkisstjórnin sjálf bað um frá hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta er eftirgjöf sem vert er að virða við ríkisstjórnina.

 

Sumir stjórnarandstæðingar hafa túlkað þessa eftirgjöf sem vísbendingu um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna um efnislegar tilslakanir. Ekkert bendir þó til að svo sé. Miklu líklegra er að ríkisstjórnin hyggist kaupa sér tíma fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hún metur stöðuna svo að eftir þær verði móðurinn runninn af almenningi og hún geti þá keyrt í gegnum þingið þessi tvíþættu áform að slíta viðræðunum og virða að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslufyrirheitið. "

Hlýtur hann ekki að benda okkur á þann stað í Landsfundarályktunum þar sem þetta stendur skrifa? Geti hann það ekki þá eru þessi skrif um loforð flokksins dauð og ómerk. Á hann ekki sem fyrrum formaður flokksins að þekkja gildi Landsfundar? Eða var Sjálfstæðisflokkurinn á hans tíma prívatfyrirtæki formanns?  

Hvar er það skrifað í Landsfundarályktunum að Sjáflstæðisflokkurinn lofi því að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um aðildarviðræðurnar við ESB? 

  


Svik eða breyttar aðstæður?

Er ekki hægt að hugsa sér eftirfarandi röksemdafærslu sem einn vinur minn benti mér á:

Stjórnmálamaður lofar fyrir sitt leyti að stefna að einhverju  fyrir kosningar en áttar sig svo á því eftir kosningar að það sem hann lofaði er ekki lengur mögulegt eða framkvæmdanlegt í ljósi aðstæðna. Hann viðurkennir staðreyndir og útskýrir hvernsvegna fyrri skoðun stenst ekki lengur. Er þessi stjórnmálamaður þá aðeins svikari? Ekki lengur maður sem stjórnast af rökhyggju og sannfæringu sinni?  Má Alþingismaður aldrei skipta um skoðun nema að vera svikari?

Alþingismönnum ber að láta sannfæringu sína ráða skv. stjórnarskrá.. Er bara ein sannfæring til em ekki er hægt að endurskoða án þess að vera settur á bekk með Júdasi Ískaríot?

Er ekkert sem heitir breyttar aðstæður? Eins og þær að núverandi ríkisstjórn sem er mynduð eftir kosningar á grundvelli stjórnarsáttmála sem segir að hún skuli ekki stefna á aðild að Evrópusambandinu  getur hreinlega ekki samið um áframhaldandi aðildarviðræður?

Hvernig geta menn kallað þessar nýju aðstæður drottinssvik?

Hvað er sá Sjálfstæðismaður að svíkja sem vill framselja sjálfstæði landsins undir erlent vald?  Mætti Þorsteinn Pálsson og hans félagar ekki velta þeirri grundvallarstaðreynd fyrir sér?

Fylgir maður ekki grunnhugsun flokksins síns meðan maður er flokksmaður?

 


Það eru engin svik í gangi

hvað afstöðu Sjálfstæðisflokksins varðar vegna viðræðuslita við ESB. 

það er Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins sem gildir en ekki hvað einstaka flokksmaður hefur sagt, hvort sem hann heitir Bjarni Benediktsson eða eitthvað annað.

Ályktunin lofar engri þjóðaratkvæðagreiðslu nema ef ætti að hefja viðræður á ný eftir að þeim hefur verið hætt. Allt tal Þorsteins Pálssonar og annarra um svik er ómerkt. Landsfundur ætlaði að hætta aðildarviðræðum og hefja þær ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Útúrsnúningar haf ekkert gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Enginn sjálfstæðismnaður hefur neitt umboð til að lofa einu né neinu öðru en stendur í ályktunum Landsfundar. Það er ekki verið að svíkja eitt eða neitt þó viðræðum sé slitið án þess að leggja það í þjóðaratkvæði. 

Allt svikatal er óvinafagnaður. Það eru engin svik í gangi.   

 


Þá þurfti ekki en núna skal

greiða þjóðaratkvæði um ESB aðildarviðræður. Allt þetta og meira til segir Árni Páll hjá Gísla Marteini. Án þess að depla auga. Hann kvartar svo yfir því að núverandi ríkisstjórn ætli bara að troða sínum málum í gegnum þingflokka og þing og svo troða því ofan í þjóðina.Vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar eru aftan úr forneskju segir Árni Páll svo og segir hana aldrei tala við sig.

En þetta er auðvitað allt öðruvísi núna en þegar Árni Páll tróð aðildarviðræðum við ESB ofan í þjóðina án þess að tala við hana. Þá var það allt í lagi að hans dómi þráspurður af Gísla Marteini. Gula spjaldið í kosningunum var þá líklega tómur misskilningur. 

Ég vorkenni manninum eiginlega að hann skuli bera svona hluti á borð fyrir okkur. Enn þá verra er að hann virðist ætlast til að ég trúi þessu. Eða er hann að tala við einhverja aðra fyrst og fremst.  

Af hverju greiðum við ekki þjóðaratkvæði um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki? Já eða nei?

Hafi ekki þjóðaratkvæði þurft þá þegar Árni Páll réð ferðinni en þess þurfi endilega núna þegar spurt er stefnubreytingu, þá er ég til. En ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningar.

Bara einfalt já eða nei núna í sumar og ikke noget kjæftede eins og vinur minn segir stundum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3421401

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband