Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Frestum afborgunum ?

Í sambandi við vanda heimilanna  þá finnst mér 20 % niðurfelling skulda yfir línuna ekki nægilega ígrunduð leið.

Ef húsnæðislán eru til 20 ára, þá er afborgunin væntanlega 1/20 á ári. Er ekki mögulegt að þeir sem geta sýnt fram á vandræði sín fái afborgunum  2009 í breytt í skuldabréf sem færðist aftur fyrir síðustu afborgun.   Ríkissjóður keypti þetta bréf þannig að skuldareigendur fengju sitt.

Þetta gilti þetta ár og hugsanlega  næstu ár líka líka ef kreppan líður ekki hjá.

 Kostar þetta ekki hugsanlega minna fé og flækir kerfið minna en 20 % flöt niðurfellingin hans Sigmundar Davíðs ?


Þagað um þetta ?

Sigurður Gunnarsson vekur athygli á Lissabon sáttmálanum sem er stjórnarskrá ESB.

Þar stendur skýrum stöfum: 

 "3. Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy.

...eða á góðri íslensku: aðildarríki skulu veita ESB full afnot af borgaralegum og hernaðarlegum mætti sínum.

Þar stendur líka:
Member States shall undertake progressively to improve their military capabilities.

Ísl:  Aðildarríki skulu stöðugt auka hernaðarmátt sinn.

The Member States shall facilitate the achievement of the Union's tasks and refrain from any measure which could jeopardise the attainment of the Union's objectives.

Aðildarríki skulu fylgja því sem Evrópuráðið tilskipar án múðurs. "

Af hverju fjalla Evrópufræðingar ekki um þessar greinar ? ´Verða Íslendingar fríaðir frá þessum greinum í aðildarviðræðunum ?

Hernig væri ef  til dæmis Benedikt Jóhannesson, Þorvaldur Gylfason,  Eiríkur Bergmann og Þorsteinn Pálsson myndu fjalla um þessar greinar Lissabons sáttmálans og útskýra fyrir okkur hversvegna þær eigi ekki við um Íslendinga ?


Fallbyssufóður fyrir ESB ?

Á jörðinni eru nú ein 200 þjóðríki eftir því sem mér heyrðist í erindi Jóns Vals Jenssonar á Útvarpi Sögu í dag. Ef Ísland gengur í ESB er það ekki að ganga í tollabandalag gegn hinum 170 ríkjunum eða svo ?  Er þetta ekki fremur einangrunarstefna heldur en þátttaka í samfélagi þjóðanna eins og kratarnir tala svo fjálglega um ?

Og það er fleira sem getur fylgt. Íslensk æska getur orðið fallbyssufóður fyrir nýjan Hitler í Þýzkalandi.  Eftir djúpa kreppu vex yfirleitt öfgaflokkum fiskur um hrygg. Sjáið hvernig búsáhaldabyltingin er að skila nýju slifsislausu liði inná Alþingi Íslendinga. Án þess að ég sé að dæma þetta fólk fyrirfram, þá finnst mér líkara en hitt að stjórnmálaástand okkar geti farið að líkjast  meira smáflokkastílnum á Ítalíu sem lengi hefur hrjáð það land.  Eftir næstu umferð á hringekjunni hjá okkur koma nýir karakterar inn, sem við þekkjum ekki ennþá. En þeir geta alveg eins orðið enn skrautlegri en pottaglamrarar.

Segjum svo að við séum komnir í Evrópubandalagið eftir einhver ár.  Machtpolitík verður tekin upp í bandalaginu undir forystu nýs foringjaflokks í Þýzkalandi og systurflokka þar sem hráefni vantar í auknum mæli fyrir iðnað Þýzkalands og Frakklands, sem mestu ráða á Evrópuþinginu.   

Hverju ætla okkar kratar að svara ef Brüssel ákveður  herútboð,  hvað sem við eða smáþjóðirnar segja ?  Geta þeir útvegað okkur undanþágu eins og frá fiskveiðistefnunni ?

Aldrei þurfti mörlandinn að þéna sem soldáti fyrir Kristján tíkall eða aðra Aldinborgara.  Með ESB aðild  getum við  Íslendingar orðið skyldugir til þess að framleiða fallbyssufóður fyrir ESB. 

 


Selveiðar og ESB.

Það er oft skemmtilegt við Sundlaugaborðið á morgnana í Laugardal.

Þar eru krossgátusérfræðingar miklir, Jakobína skíðadrottning, Kristján bankastjóri, Ragnar Álskalli og fleiri minni spámenn. Þau eru bara í skrítnu gátunni hennar Ásdísar(?)Bergþórsdóttur í helgarblaði Moggans, þar sem skýringarnar eru miklu lengri en orðið sem leitað er að. Þau leggja stundum fyrir okkur hina eitt og eitt orð sem þau reyna að toga okkur til að finna með lélegum árangri, því þetta er aðeins fyrir innvígða. Í morgun vorum við Óli Valur aðmíráll, sem ekki erum í þeim hópi,  látnir glíma við setninguna "Hluti  úr sjávardýri veitir högg ". Það var löng þögn meðan við rembdumst við þetta, stungum uppá ugglaust, raflost og ég veit ekki hvað. Kristján, sem er þekktur að hjálpsemi við svona aðstæður,  lofaði að vera þögull en gat ekki á sér setið og sagði að smellur gæti nú varla verið högg.  Ragnar  kom þá með það innskot að það væru fleiri dýr í sjónum en fiskar  , svo sem hnísur, höfrungar, kolkrabbar eða selir. Þá kom lausnin til okkar Óla  sem var selbiti . Ég mótmælti og sagði  að selur væri ekki hluti úr sel.  Þá hóf upp rödd sína Óli aðmíráll og sagði frá því, að hættan við að losa urtuna úr netinu væri sú að hún biti í hönd veiðimannsins. Þá færi hálf höndin eða öll í einum bita selsins. Slíkur væri kjálkakraftur hennar að hún biti bátsþóftu í sundur.   Hún væri svo sterk að hún næði að koma upp úr sjónum til að anda með netin á sér. Kóparnir gætu þetta ekki og drukknuðu flestir í netinu. . Veiðimenn reyndu að frelsa urtuna  svo hún gæti gefið af sér fleiri  kópa. Við báðum Óla Val að segja okkur meira frá selveiðum. Hann sagðist hafa verið í Ófeigsfirði um 1970. Þar var hann á bát með selabónda við að leggja selanet. Þetta sumar í júli-ágúst  komu 18 heiðskírir dagar á Vestfjörðum og hitinn fór yfir 5 stig sem hann hafði aldrei gert árin áður.(þetta voru ár lítilla sólgosa eins og núna og enginn talaði um hlýnun jarðar).   Þegar lögð höfðu verið netin var farið að draga það fyrsta og þá var hitinn kominn í núll og farið að snjóa.  Óli var í andófinu og  hjálpaði svo til að losa urturnar úr netinu sem er erfitt verk og hættulegt  þegar búið var að innyrða kópana dauðu. Náist einn lifandi þá er hann skorinn á háls og látinn blæða og tekinn frá til matarins..  Króki er brugðið í netin um háls urtunnar og reynt að ná netunum þeim yfir hausinn á henni. Síðan þarf að meta hvort skera þurfi á möskva eða gerlegt sé smokra þeim yfir haus urtunnar.  Allan tíman er bithættan mikil. Síðan eru netin dregin hvert af öðru. Haglabyssan er til taks hlaðin í bátnum til að skjóta útselinn, sem er hálft  tonn og getur auðveldlega eyðilagt öll netin og þar með útgerðina ef hann slæddist þarna inn. Í helli inni í firði bíður gamall maður með stóran pott á hlóðum og soðnar rófur og kartöflur. Hann tekur hálsskorna kópinn og sýður í heilu lagi í 4 tíma. Síðan er sest að snæðingi og selkjötið veitt upp úr lýsisbrákarfylltum pottinum. Þegar menn eru svona örþreyttir þá er borðað af LYST segir Óli Valur með áherslu og bragðið er GOTT. Síðan velta menn útaf örþreyttir og sofa í þrjá tíma. Þá er haldið út á ný og unnið meðan dagsljós er. Eftir svona törn er farið heim á bæ og hvílst í tvo daga. Síðan aftur í lögnina. Þetta stóð í meira en viku og afraksturinn eru stórt hundrað kópaskinna.  (Allan tíman er sjálfsagt  flegið  þegar færi gefst get ég mér til ).  Eftir törnina er öllum skrokkunum hlaðið í hrauk. Síðan er byggður bálköstur úr rekavið við hlið kethrauksins.. Þegar logar vel í timbrinu fer lýsið að fljóta úr ketinu og það kviknar í öllu saman. Þessi brenna logar í viku og eftir verður aðeins lítil öskuhrúga. Heima er maður sem hefur bílslöngu á hné sér. Þar ofan á leggur hann selskinnið og skefur frá sér með flugbeittum bjúghníf af sérstakri gerð allt spik af skinninu. Refsingin við að skera  gat á skinnið var augljós fyrir daga bílslöngunnar. Hann er eina tvo tíma með skinnið þannig að þetta er mikil törn.  Síðan eru skinnin spýtt á öll tiltæk bæjarþil. Það er að þau eru  negld með tveggja og hálftommu með 5 sentimetra millibili allan úthring skinnsins.    Þar þorna þau mishratt eftir tíðarfari og verða grjóthörð. Þannig fara þau suður í sútarann og vertíðinni er þá lokið.  

Viðstaddir luku miklu lofsorði á þennan fyrirlestur Óla Vals. Undirritaðu ásetti sér að skrifa .þetta niður meðan þetta væri í minninu. Kannski hefur einhver gaman að lesa þetta til þess að setja sig inn í líf Vestfirðinga eins og það var og hefur sjálfsagt veriðí aldanna rás. 

Ég vona að Óli Valur fyrirgefi mér framhleypnina að birta þetta hér að honum forspurðum því hann væri manna vísastur til þess að banna birtinguna alfarið og tek ég engann séns á því.   Sömuleiðis með að uppnefna fólkið við borðið eins háttur manna er í Laugunum.

 

Nú er nefnilega okkar heittþráða Evrópubandalag búið að setja á bann við verslun með selaafurðir og fær þá Birgitte( Biggu) Bardot verðugan bandamann. Auðvitað eru engin rök látin fylgja þessum úrskurði bandalagsins. Það er nó að einhverjum kommisar eða Biggu   þyki augun falleg í selnum. Annað kemst ekki að.  

Ef Íslands óhamingja verður sú að glata frelsi sínu í annað sinn á áttahundruð árum, þá  geta Íslendingar séð fyrir sér hvernig verður að fást við svona tilskipanir í framtíðinni.  Með einu boðorði frá Brüssel  verður þessi aldagamla iðja Ófeigsfirðinga og lifibrauð Grænlendinga og Eskimóa í Kanada  fyrir bí.  

Vonandi geta þeir þá bara borðað kökur í Ófeigsfirði ef þá vantar brauð eins og drottningin María Antoinette er sögð hafa sagt  fyrir byltinguna. (sem ég held að kommarnir hljóti að hafa logið uppá þessa dáindis saklausu  konu sem þeir svo drápu með hennar saklausa manni honum Lúðvíki sextánda. Og víst er að byltingarmennirnir fóru úr öskunni í eldinn þegar Napóleon tók af þeim völdin og sendi þá í stríð ).


Er sama hvernig er spurt ?

Eðalkratinn vinur minn var hróðugur í sundlaugunum í morgun. Þarna sérðu, meirihlutinn vill fara í aðildarviðræður. Til hvers spurði ég ? Til þess að vita hvað er í boði  sagði hann. Já en liggur það ekki fyrir spurði ég. Nei sagði hann.

Ef spurt væri:

1. Viltu fara í aðildarviðræður í þeim einlæga tilgangi að ganga inní Evrópusambandið með þeim kostum og göllum sem bjóðast ?

 en ekki

2 Viltu fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið ?

Þá held ég að svarhlutfallið yrði ekki það sama og nú var um spurt.

Ef spurt væri :

3. Viltu fara í Evrópusamabandið og taka upp evru ?

4. Viltu fara í Evrópusambandið og hafa krónuna ?

5. Viltu ekki fara í Evrópusambandið en taka upp Evru ?

6. Viltu ekki fara í  Evrópusambandið  og hafa krónuna ?

7. Viltu ekki fara í Evrópusambandið en taka upp dollar ? 

Hvernig myndi fólk svara ?

Ég held að margt fólk sé svo langþreytt á getuleysi íslenzkra stjórnmálamanna að það taki hvert hálmstrá  sem býðst til þess að fá aðra stjórnendur að borðinu. Það skýrir afstöðu margra.

Aðrir vilja fara í  viðræður eins og eðalkratinn minn til þess að sjá hvað er í boði.

Enn aðrir segja að heyra megi maður erkibiskups boðskap og eru ákveðnir að hafa hann að engu ef svo beri undir. Fara í viðræður í ábyrgðarlausum hálfkæringi að því er mér finnst.

Svo eru hinir sannfærðu og ákveðnu.

Verðum við ekki að byrja á því að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og Evrópubandalaginu ?

Enn er spurt.

1. Viltu afnema kvótann ?

Margir segja nei.

2. Viltu innkalla kvótann í áföngum ?

Færri segja nei.

Útgerðarmenn segjast fara á hausinn ef þeir missa 5 % árlega af kvótanum. Líklega reikna þeir þá með því að þurfa að borga ríkinu fullt leiguverð fyrir hver 5 %.

En ef þeir þurfa ekki að borga neitt fyrir leiguna á fyriningartímanum og mega veiða sama hlutfall og þeir höfðu  í 20 ár. ? Er þá ekki jafnstaða fyrir þá og var þegar kvótakerfið var sett á ? Þjóðin á fiskinn og þeir veiða.

Hver hefur tapað ? Bankarnir hafa tapað veðunum sínum í þorskinum sem syndir í sjónum. Þorskurinn verður frjáls þorskur og veðbandalaus.

Bankarnir hafa þá 20 ár til að rukka inn skuldir útgerðarinnar. Skyldi það verða hægt ?

Ef ég spyrði Reynir Traustason ritstjóra : Reynir , ertu hættur að smygla kókaíni ? Svaraðu já eða nei.

Ertu hættur að berja konuna þína ? Svaraðu já eða nei.

Það er eki sama hvernig er spurt ?


Bankakerfið og -pí-lögmál Halldórs.

Á Íslandi eru um 5000 bankastarfsmenn sem veita þjónustu í eitthvað 150 útibúum. Í Bandaríkjunum voru bankastarfsmenn um 1.8 milljón árið 2004 og störfuðu í tæplega 88 þúsund útibúum. Ég geri ráð fyrir að störfum hafi ekki fjölgað og að útibúum hafi frekar fækkað í Bandaríkjunum á síðustu og verstu tímum.

 Það er einfalt að margfalda þessar bandarísku tölur með þúsund til þess að sjá að það er eitthvað rotið í Danaveldi eins og Hamlet hefði orðað það. Bankastarfsmenn á Íslandi eru nærri þrisvar sinnum of margir og útibúin eru helmingi of mörg ef maður mætti nota gömlu góðu "miðað við fólksfjölda" regluna . 

Miðað við pí-lögmálið mitt þá er það nærri því að gilda um fjölda bankastarfsmanna okkar á móti Bandaríkjunum. En pí-lögmál Halldórs hljóðaði þannig, að allt væri pí-sinnum dýrara á Íslandi en í USA. Nema brennivín sem er hér meira en tvö-pí sinnum  dýrara hér en þar. Þetta getur sveiflast til innan skemmri tímabila, þegar mikið gengur á í gengismálum. En til lengri tíma litið þá gildir þetta lögmál nokkuð vel sem viðmiðunarregla við meðalaðstæður.

Íslendingar eru líklega svona miklu meiri fjármálaþrjótar en Kanar að það þurfi pí sinnum meira mannafl til að rukka menn hérlendis en þarlendis.  Meðalkaup bankastarfsmanna í USA var 68 þúsund dollarar árið 2006. Þá tóku yfirséníin í Kaupþingi sér tæpa  milljón dollara á mánuði í laun og kaupauka, af því þeir voru svo klárir að þeirra jafningjar fundust hvergi á jarðkúlunni. Fimmtán manna makar voru jafnvel óþekktir í Hellismannasögu þar sem fjögramaki var efstur heljarmenna.

Ekki er við að búast að þessar tölur breytist við þá allsherjar ríkisvæðingu bankakerfisins  sem nú er hafin undir nýrri ráðstjórn Alþýðulýðveldisins Íslands.

(Það vita allir að pí er nálægt 22/7 er það ekki ?)


Það sker í hjartað !

að horfa á fjölskylduföður með stóran barnahóp, sem er búinn að missa vinnuna og getur rétt aðeins brauðfætt fjölskylduna. Hann getur ekki borgað af lánunum sínum. Hann er á leiðinni á götuna í haust.

Þúsundir fjölskyldna eiga ekkert til að borga skuldir bankabófanna, sem skildu okkur eftir í  föllnu gengi, brjálaðri vísitölu og hækkun lánanna. Það eru bara lántakendurnir sem eiga að borga. Ekki bófarnir. 

Ríkisstjórnin ætlar að taka lánin úr gömlu bönkunum og leggja þær inní nýju ríkisbankana sem eigið fé svo þeir verði stórir og feitir bankar.  Þeir eiga svo að láta kné fylgja kviði við þennan mann, sem er þrotinn að úrræðum. Fyrst hirða þeir af honum íbúðina á slikk á uppboði. Svo ofsækja þeir hann útyfir gröf og dauða með mismuninn á því sem þeir hirtu íbúðina fyrir og verðbættum höfuðstól skuldanna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum og vaxtavöxtum ofan á það. 

 Þessi maður rís aldrei á fætur aftur því lögin segja að hann sé skuldarinn, það sé hann sem er veðandlagið, ekki íbúðin sem hann missir í hendur veðhafans.  Í USA tekur lánveitandinn húsið og þarmeð lýkur málinu. Hér skaltu gjaldþrota eltur til enda veraldar og lengra af blóðhundum innheimtukerfisins. Veðsetningin var bara byrjunin, það ert þú sem skalt verða drepinn ef þú borgar ekki skuldir bófanna.

 Og hann er ekki einn þessi maður.  Þessi örlög bíða þúsundanna.  Efnahagsleg borgarastyrjöld framundan sagði maðurinn frá hagsmunasamtökum heimilanna.  Það voru bankaglæpamennirnir sem tóku stöður gegn krónunni, felldur gengið, og gerðu gjaldþrotið sem hleypti öllu í bál og brand. Arfleifð þeirra ætlar ríkisstjórn nýja Íslands að færa borgurum landsins í morgungjöf sem stofnfé nýrra ríkisbanka. Sem flesta og mesta að hætti sósíalista , ekki færri og smærri.

Í stað þess að taka aðeins lán þeirra sem geta borgað sem eignir inní nýju bankana og skilja erlendu lánveitendurna eftir með það sem er tapað eins og skuldin á þennan mann, þá er farin þessi versta leið.  Það á að gera Ísland óbyggilegt með skuldafjötrum á komandi kynslóðir. Rísum heldur upp og segjum sem satt er:  Við þessar fáu hræður getum ekki borgað gjaldþrot glæpamannanna sem voru á heimsskala. Það er ekki hægt að gera Versalasamninga við sigraða þjóð.   Ágætu erlendu lánadrottnar; Þið getið fengið bófana framselda og þið megið eiga flökin af gömlu bönkunum. Annað ekki.

Viðskiptaráðherrann þrumdi aumkunarverður og orðlaus undir ræðum Björns Þorra og Þórðar formanns. Þetta er ólíkt hans gamla og verndaða vinnustað. Þetta er veruleikinn kaldur og grár. 

Svo halda fjölmiðlar að við bíðum einungis eftir fréttum af stjórnarmyndunarviðræðunum, hvað Jóhanna segir og hvað Steingrímur segir um gang viðræðnanna um Evrópubandalagið.

 Málið snýst bara ekkert um það heldur ástandið í landinu sem fer dagversnandi. Umhyggjan var því miður aðeins orðagjálfur um ekki neitt. Það er ekkert til að bjarga með.

Þetta sker í hjartað. Hvað er til ráða ?

 


Tveir ungir menn og kreppan.

Ég hitti þá áðan, tvo unga menn í kreppunni. Þeir sögðu báðir að kreppan fyrir þeim  væri mest hugarástand.  Þeir ætluðu bara að gera eitthvað í því.

Annar er smiður og ætlar að smíða sumarhús fyrir hinn sem er rafvirki. Þeir ætla að hafa skiptivinnu þannig að atvinnnulítill  smiðurinn smíðar núna en á inni rafvirkjun hjá hinum. Ég gamli kallinn fæ að teikna eitthvað fyrir þá sem ég fæ einhvern tímann eitthvað gott fyrir.   Annars hef ég hvort sem er ekkert að teikna og það er mun skárra að gera eitthvað en ekki neitt.

Þarna fara þeir að framleiða verðmæti,  sem ekki yrðu til annars. Þeir treysta hvor öðrum. Þeir eru að vísu frændur og vinir, en aðferð þeirra er hin sama og ég hef verið að reyna að útskýra þegar ég hef talað um kreppuvíxilinn, sem enginn vill skilja.   Án traustsins til hvors annars og áræðis þessara ungu manna væri ekki verið að smíða neitt sumarhús.  Þótt rafvirkjaverkefnið sé  ekki allt í augsýn ennþá,  þá  trúa þeir því að það komi í kjölfarið.   Auðvitað verður erfitt að ná sér í efnið því hvergi fæst lán í banka. En þeir láta svoleiðis krepputal ekki á sig fá. Það reddast segja þeir.

Hvað er ekki hægt að gera um land allt á þennan hátt ? Segja kreppunni stríð á hendur eins og þessir ungu menn gera. 

Ég trúi því, að það sé hægt að gera margt til að brjótast útúr þeirri  kreppu hugarfarsins, sem hér ríkir.  Til þess þarf bjartsýnt ungt fólk, sem lætur  ekki kveða sig í kútinn með  væli og voli.  Þrátt fyrir það, að helsti   boðskapur gömlu og gráu stjórnarmyndunarleiðtoganna sé meiri skattlagning á minnkandi atvinnutekjur, þá er til fólk í landinu sem lætur ekki deigan síga.

Það er þetta unga fólk sem mun reisa við þjóðarhaginn. Ekki kommúnistarnir  í Stjórnarráðinu, kjaftaskarnir á þinginu  eða kerfiskurfarnir  í ríkisbönkunum sem bara rukka. 

Það eru svona  kraftmiklir Íslendingur, - Bjartur í Sumarhúsum-,  sem láta ekki bugast þótt móti blási, sem gefa þessari þjóð  von um betri tíð með blóm í haga.    


Erum við undir ?

Það gengur ekkert að safna á osammala.is. Erum við efasemdarmenn um evru og ESB virkilega undir ? Eigum við að tilbiðja Hallgrím Helgason og hans líka sem framtíðarleiðtoga ?

Volksrepublik Island !

VEB Hekla hf. VEB Kaupþing hf. VEB Landsbanki hf. VEB Islandsbanki hf. VEB Securitas hf. VEB Plastprent hf. VEB Steypustöðin hf. VEB Straumur hf.  VEB Fons. VEB....

Er einhver svo gamall að hann muni hvað VEB þýddi ?

Man nokkur eftir kaupstefnunum í Leipzig í Austur Þýzkalandi ? Deutsche Demokratische Republik til aðgreiningar frá kapitalistaríkinu Bundesrepublik Deutschland. Sem var svo mikið fasistaríki að það þurfti að reisa Berlínarmúrinn til að hemja flóttamannastrauminn þaðan yfir til DDR !

Í Leipzig hitti maður VEB fyrirtækin sem Íslendingar áttu að kaupa af iðnaðarvöru. Olíuforstjórarnir voru í Moskvu að skrifa undir vöruskiptasamninga um síld á móti olíu og Pobedabílum.

Munrinn á VEB fyrirtæki og öðrum voru að hin fyrrnefndu voru í þjóðareign. Eign Volkskrepublik Deutschland, DDR. Volkseigener Betrieb. Fyrirtæki í eign fólksins. Merkilegt að maður hitti yfirleitt ekki sama forstjórann árið eftir, hinn var farinn og enginn hafði heyrt hans getið. Mann grunaði  að hann hafði gerst svikari við alþýðuna og flúið vestur.

Nú fjölgar íslenzkum fyrirtækjum fólksins dag frá degi. Steingrímur ætlar að stofna sérstakt félag til að halda utanum öll þessi fyrirtæki. VEB Steypustöðin sér um að ekki verði verslað við BM Vallá, sem er í eigu kapítalistans Víglundar Þorsteinssonar og sonar hans. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir gefast upp og fyrirtækið fer til Steingríms. VEB Hekla auglýsir nýja bíla. Hin umboðin er hætt að auglýsa.

Átta menn sig ekki á því hvert stefnir  hér á landi ?  Fólk er búið að kjósa þetta yfir sig. Þegar stefnan er rétt þarf ekki neina stjórnarandstöðu sögðu kommarnir við mig í Stuttgart á þessum VEB-árum og  marséruðu sem  íslenzkir styrkþegar V.Þýzkalands gegn því ríki og með málstað kommúnismans.

Hér þarf líklega ekkert að kjósa aftur úr því að stefnan er loksins rétt. Volksrepublik Island ist endlich da.  Sieg heil.... nei annars, það var áður. Núna er það   Sieg  dem Sozialismus  !

 Es lebe die Volksrepublik Island !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband