Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Framhaldsskólinn

er viðfangsefni Skúla Halldórssonar í miðopnu Moggans í dag.

Skúli veltir þarna upp málum sem eru umhugsunarefni. Hann lýsir því hvernig óskilvirkni ríður húsum í skólakerfinu. Tíma er sóað í frídaga og allskyns frábrigði frá því sem er hinn raunverulegi tilgangur með skólanum, en það er að gera fólk hæfara til þess að taka þátt i atvinnulífinu. Þess í stað virðist skólakerfið vera að skila afurðum sem miðast við að geta verið á kassa hjá Bónus eða Pizzusendill.Áfangakerfið hleypir fólki í gegn án þess að árangur hafi verið staðfestur af starfinu.

Þegar ég var í framhaldsskóla fyrir margt löngu vorum við meira en þrjátíu í bekk. Það var A-bekkur, B-bekkur, C-bekkur og jafnvel D-bekkur. Þessa bekki skipaði fólk eftir námsárangri. Það er alkunna að fólk hefur mismunandi áherslur í lífinu og áhuga. Þannig voru gjarnan margir gæjar og pæjur í lægri bekkjunum sem voru öðru vísi þroskaðir en kúristarnir í A-bekknum, kannski meiri fyrir sér líkamlega og frjálslegri. Þar voru jafnvel flottari stelpur og töffari gæjar eftir á að hyggja. Þeim farnaðist mörgum samt ágætlega í lífinu það sem maður sá til síðar, margir verksmiðjueigendur og verktakar, meðan A og B-bekkingar fóru í langskólanám og urðu læknar, lögfræðingar og prestar, sumir jafnvel fóru í verkfræði. Ekki minnist ég þó neinna sérstakra afreksmanna eða kvenna frá þessum árum, flestir urðu bara venjulegir borgarar, fyllibyttur, dóu ungir, komust af eða hurfu sjónum. En að menn yrðu viðskiptaséní eins og menn urðu á fyrsta áratug þessarar aldar voru gersamlega óþekkt fyrirbrigði frá þessum árum og síðar.

Þá voru framhaldsskólakennarar hinsvegar meiriháttar fólk, flestir karlkyns og margir þjóðþekktir flottir kallar. Við bárum fyrir þeim virðingu og flestir reyndu að svekkja þá ekki með að gata sífellt eða vera tregir. Það var ekkert um það að velja að læra ekki stærðfræði, sem þá var nú bara kallaður reikningur, prósentur, víxlar og algebra en mengi og orðagátur engar. Skylda var líka að læra eðlisfræði, ensku og dönsku. Það var líka skylda að læra fag eins og kristnifræði hvað sem mönnum þótti það óþarfi. Margir þessara kennara urðu vinir manns og kunningjar ævilangt, jafnvel vinnufélagar á sumrin.

Ég fullyrði að þá kom enginn kom í fyrsta bekk í Gaggó sem ekki kunni margföldunartöfluna eða illa læs. Núna er það undantekning að hitta 13-15 ára framhaldsskólaungling sem kann töfluna og getur margfaldað og deilt hiklaust á blaði. Hann verður að hafa reiknivél. Og líka undantekning að hitta karlkyns kennara á skólagöngum. Nú er blandað í bekki tossum og þeim sem hafa lítið fyrir að læra og rétt tuttugu í bekk. Yfirferðin verður því hæg og fleirum leiðist í skólanum bæði tossunum og hinum sem fá ekki kennslu sem þeir gætu tekið við en fá ekki meðan verið er að kenna þeim síðustu. Almennt verksvit virðist bannorð. Það virðist vanta einhvern anda í framhaldsskólana sem var og nemendur virðast ekki endilega vita af hverju þeir eru þarna.

Ég er nokkuð sannfærður um það að flestir unglingar geta lært miklu meira en þeir gera í skólunum með réttri kennslu og raunverulegrar námfýsi. Ég hef lent í að kenna drop-outum að reikna á stuttum tíma. Þeir urðu hissa hversvegna þetta hafði aldrei verið útskýrt fyrir þeim í skólanum og hversu auðvelt þetta var í rauninni. Þeir höfðu sótt tíma í einhverju sem var kallað stærðfræði eitt tvö og þrjú. En þeir kunnu bara ekki að reikna svo þeir tímar urðu að engu því undirstöðuna vantaði. Afleiðingin feimni, fælni og vansæld, tölvuleikir og þess lags bull.

Skúli vekur athygli á því að nemendum er heimilt að velja námsefni sitt þannig að valið útilokar þá frá frekara námi í tæknigreinum. Þeir leiti í áfanga sem fæstir falla í og pródúktið verður því ekki annað en undirbúningur fyrir kassavinnu og pitsusendilstarf. Auðvitað alhæfi ég sjálfsagt allt of mikið því maður kynnist fremur vandamálunum en hinu og hitt að maður er orðinn gamalla og úreltur. En þetta er samt allt öðruvísi en það var.

Þessi grein Skúla er athyglisverð um hvert stefnir í skólamálum. Einmitt meðan þörf þjóðfélagsins fyrir tæknimenntað fólk hefir aldrei verið meiri þá er tíma sóað í allskyns pseudovísindi eins og allskyns samfélagsfræði, lífsleikni, starfsdaga kennara, frí og hvað þetta er nú allt kallað sem kemur í stað margföldunartöflunnar og raunverulegs náms í hagnýtum fræðum í framhaldsskólum landsmanna.


Fylking fjöldans

flykktist á kjörstað til að kjósa leiðtoga sinn Össur Skarphéðinsson! Hann sigraði mótframbjóðanda sinn með miklum yfirburðum, heilum 68 atkvæðum! Sem eru nálægt 7 % !

Þetta fólk er þess umkomið að býsnast yfir því að formaður Sjálfstæðísflokksins sigrar í sínu kjördæmi með þrisvar sinnum fleiri atkvæðum en leiðtoginn Össur sem eyddi bara fimmtíuþúsund kalli af SPRON-gróða sínum í atkvæðakaup. Bjarni hafði enga kosningaskrifstofu heldur. Kosningaþáttakan var hlutfallslega svipuð hjá báðum flokkum nema kjósendur Bjarna þurftu að ferðast sjálfir á kjörstað.

Þetta fólk þykist þess umkomið að hafa fullkomið vit fyrir Íslendingum til allrar framtíðar. Þetta fólk vill afsala fullveldi þjóðar sinnar til erlendra aðila og afhenda stjórnun auðlinda landsins til Brussel. Það hefur greinilega fjöldafylgið á bak við sig eða hvað?

Þorsteinn Pálsson er ekki seinn á sér í Fréttablaðinu að túlka það svo að kjör Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum með hátt á þriðja þúsundum atkvæða þýði að flokkurinn sé nú jákvæðari en áður í garð aðildarumsóknar Össurar. Hann hefur auðvitað ekki fyrir því að spyrja þingmanninn sjálfur hvaða afstöðu hann hafi til stefnu flokksins í því máli heldur spinnur upp stefnubreytingaráhrif við það að Ragnheiður taki sæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Makalaus er þessi sífelldi rangupplýsingaspuni um að tveir turnar séu í íslenskum stjórnmálum. Það sé Sjálfstæðisflokkurinn annarsvegar og Brusselfylking fjöldans hinsvegar.


Hversvegna aðildarviðræður ?

áfram þegar þær hafa ekki snúist um nein aðalatriði tlil þessa ?

Þær hafa bara verið snakk um það að hversu miklu leyti við Íslendingar séum búnir að samþykkja og taka upp af þeim sérviskuköflum og tollmúratilskipunum sem eru almennir og jafnvel stöku með einhverja almenna skynsemi sem við gætum notað til bóta.En flestir hafa verið okkur til beinnar bölvunar í stóru og smáu frá flugmálum til fallvatnanna.

Stóru málin sem eru hinsvegar landbúnaður og fiskveiðar eru þeir kaflar sem þjóðin samþykkir aldrei undanslátt í. Þeir eru ástæðan fyrir því að viðræðurnar eru tilgangslaust snakk sem er búið að kosta okkur hundruðir milljóna ef ekki þúsundir. Inngangan strandar á þeim sem allir vita nema þeir alblindu.

Ef við hefðum byrjað á þessum köflum væri viðræðunum lokið fyrir löngu. Samningamennirnir komnir heim og við værum hætt að eyða fé og fyrirhöfn í tilgangsleysið eins og allir sjá nema stjórnvöld.

Þjóðin afsalar sér ekki auðlindunum sínum og leggur ekki niður landbúnaðinn sinn þótt hugsanlega sé hægt að benda á að hér vaxi ekki vínviður í kapp við Frakkland og Móseldal.

Hún vill ekki ganga í ESB sama hvað kratarnir buldra og býsnast. Aðildarviðræðurnar eru því tilgangslausar og það á að hætta þeim strax. Þó Samfylkingin vilji ganga til hirðar Goðmundar á Glæsivöllum vill íslenska þjóðin það ekki eins og hún er nú samsett. Hugsanlega breytist það með auknum innflytjendastraumi sem er knúinn af þessu sama Evrópubandalagi.


Evrópskt fíflarí

birtist manni við að lesa viðtal við eins stjórnanda í Ínnes, Pál Hilmarsson, og Jón Gerald Sullenberger kaupmann í Kosti.

Þeir lýsa þeirri "íslensku atvinnusköpun" sem felst í því að rífa upp kassa með vöru frá Ameríku þar sem hlutfall daglegra þarfa af hinu og þessu er umreiknað frá skammti, sem er tiltekinn sem hlutfall af heildarþyngd vörunnar og líma miða á vöruna sem tiltekur hlutfall efnanna af hverjum hundrað grömmum. Við þetta starfa tveir fastir menn hjá Innes og einhverjir hjá Kosti.

Nú er það svo hjá þessari alþýðumenntuðu þjóð, að menntakerfið hefur reynst ófært um að kenna gunnskólabörnum margföldunartöfluna og geta þau fæst því margfaldað og deilt í huganum þegar þau yfirgefa grunnskólann. (Væri það ekki verðugt verkefni fyrir einhvern doktorsnema í félagsfræði að kanna útbreiðslu margföldunartöfluþekkingar hjá aldurshópum 15-20 ára og fá til þess IPA styrk?) Hvað þá að nokkur tilfinning fyrir tölum sé á alþýðuvettvangi eins og menn lærðu þegar reiknistokkar voru alþýðueign. Þá lærðu menn að setja kommur á réttum stöðum og höfðu tileinkaða tilfinningu fyrir því hvort rétt svar væru 10 g, 100 g. eða 100 g. Nú misferst stundum hjá fullorðnu fólki hvort svarið sé 1,012345, 10,12345 g., 101,2345 g. eða 1012,345 g. Aukastafirnir á reiknivélunum klikka ekki. Þá væri gott að hafa límmiðann á hreinu samkvæmt tilskipunum ESB.

Svo er fólk að fara til Bandaríkjanna og er að kaupa þar matvöru og éta með hinum og þessum litarefnum og í áðurnefndum hlutföllum. Þarf ekki íslensk Neytendastofa að opna sendiráð í Washington sem Íslendingar geta leitað til áður en þeir versla í WalMart?

Það er upplýst að miklu af evrópsku fíflaríi er rennt í gegnum Alþingi Íslendinga án þess að þingmenn skilji hvað um er að ræða. Þeim er sagt að stimpla bara því þetta sé hluti af EES samningnum. Enda hefur í flestu verið slegið af væntingum til þingmanna almennt með lækkandi launum og því lækkandi aðsókn athafnafólks.

Var EES kannski ekki bara eitt allsherjar evrópst fíflarí sem tímabært er að endurmeta fyrir Íslendinga ? Erum við ekki í dýpri skít núna en nokkru sinni? Vitum ekki hvernig við eigum að losna við 1500 milljarða erlendra krónueigna í gjaldeyri úr landi sem banksterarnir fluttu inn og lánuðu Íslendingum í neyslu undir sauðaraugum stjórnvalda?

Eftir 4 ár undir skatthækkanastjórn Jóhönnu flugfreyju og Steingríms stúdents spyr maður sig: Er þetta ekki bara eitt stórt allsherjar fíflarí?


Rammaáætlun

um nýtingu orkuauðlinda er enn ein birting þess að kommarnir vinna með öllum tiltækum ráðum að því að koma í veg fyrir að þjóðin ráðist í hagvæmustu virkjanir orkulindanna. Það er að segja þær sem gefa mesta orku, í lengstan tíma fyrir lægstan tilkostnað.

Þess í stað hafa þeir varið milljónatugum til að sanka saman sérfæðingum sem eru tilbúnir að skrifa langlokur sem þeir halda að þeir geti látið þjóðina binda sig af til langs tíma löngu eftir að þeir eru búnir að missa völdin. Svipað og stjórnlagaráðsbullið sem enn á að keyra ofan í okkur á síðustu mánuðum valdatíðarinnar.

Niðurstaðan er rammáætlun sem Mörður Árnason fleygist um landið með til að reyna að fá fólk til að halda að næsta ríkisstjórn verði bundin af þessu endemisplaggi.

Rammaáætlun er fylgt ér hlaði svo:

"Verkefni rammaáætlunar - að raða virkjunarkostum í forgangsröð - er á engan hátt einfalt viðfangsefni. Engin lausnarjafna er tiltæk og aðstæður á Íslandi eru svo sérstakar að erfitt er að yfirfæra útlendar aðferðir. Mikilvægt er að tryggja traust og trúverðugleika matsins, faglega nálgun og þróa gegnsæja og hllutlæga aðferðafræði sem tryggir að ólíkir virkjunarkostir verði metnir á sömu forsendum.

Gegnsæ aðferðarfræði

Frá upphafi hefur markmið verkefnisstjórnar rammaáætlunar verið að vinna samkvæmt gegnsærri aðferðafræði sem tryggir sem kostur er trúverðuga og rökstudda útkomu þannig að efasemdarraddir geti skoðað matsferlið og rakið niðurstöður til baka. Til að nálgast þetta markmið var í upphafi nauðsynlegt að þróa aðferðafræði og forsendur matsins - þ.e. útbúa sameiginlega mælistiku - áður en einstakir virkjunarkostir voru kannaðir. Með því móti mátti tryggja að ólíkir virkjunarkostir væru metnir á sömu mælistiku...."

Það er eins og verið sé að skrifa afsakanir fyrir því sem á eftir kemur eins og Ari fróði sagði um hvaðeins sem hann vissi að var ekki rétt í textanum sínum. Því svo koma endalausir langhundar um allt nema að virkja sem mest fyrir sem minnst.

Allt saman Potemkin-tjöld kommanna til að halda niðri lífskjörum þjóðarinnar sem allra lengst.

Elín Pálmadóttir blaðamaður sér í gegn um þokuna rauðu í góðri grein í Mogga. Hún hefur séð þær áður. Hún bendir einfaldlega á það að virkjanir hitaorku hafi stystan líftíma og séu dýrasti valkosturinn.En vatnsorkuna eigi ekki að virkja fyrst samkvæmt rammaáætlun.

Allt bullið í þessari rammaáætlun yrði auðvitað sett í ruslakörfuna strax og tækist að mynda hér aðra ríkisstjórn en þá hörmung sem hér hefur setið í fjögur dimm ár. Því miður virðist ekki útséð um að svo muni verða vegna ógnarinnar af Framsóknarflokknum sem vill kaupa sér ódýra ráðherrastóla.
og gæti allt að einu gengið í björgin í þokunni rauðu þar sem hjarta hans slær ávallt til vinstri eins og þeir orðuðu það í gamla daga.

Vinstra liðið hefur aðra rammaáætlun til einkanota. Hún lýtur að því að rakka niður alla sókn til raunverulegra lífskjarabóta á Íslandi og viðhalda ræfildómnum sem lætur öllum líða jafn illa.

Það er jafnaðarmennskan í sinni tærustu mynd.


Hugarheimur

vinstri manna er hugsanlega framandi fyrir mörgu fólki. Ég rakst á þessa klausu efitr Ómar Bjarka Kristjánsson, á blogginu sem Morgunblaðið hýsir án frekari upplýsinga. Gefum honum orðið um prófkjör Sjálfstæðismanna:

"Davíð ,,yfirburðarmaður"? Yfirburðarmaður í rústalagningu lands þá eða?
Meintir yfirburðis hans og ofríki skiluðu sér í rústalagningu á landinu, sjálftöku og spillingu allskyns bófaklíka í stórum stíl og endaði í Sjallahruni og tekur fleiri fleiri ár og áratugi að hlúa að landinu og lækna það eftir skaðann.

Ekki furða að LÍÚ klíkann sendi framlengingar sínar í própagandaáróður til að fá annan slíkan ,,yfirburðarmann".

þar fyrir utan er Bjarni Ben greyið bara framlenging á áðurnefndum bófaflokkum og óþverragengjum enda Sjallaflokkur pólitískur armur þeirra sem kunnugt er.

Ástæða þess að hann fær aðeins 18% er að flokkurinn er enn ringlaður eftir Sjallahrunið og jafnframt að þegaryfirdabbinn barði alla í hausinn á sínum tíma - þá voru Sjallar allir skíthræddir við hann því þeir eru í eðli sínu hugleysingjar og mannleysur. Síðan þegar losnaði um eftir að yfirdabbinn var ráðinn á própagandarör LÍÚ - þá eru þeir enn soldið hræddir við hann og eru líkt og hauslausar hænur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 18:13"

Kemur ekki gamla sagan í hugann um rónana sem voru sagðir koma óorði á brennivínið í gamla daga?


Nýir toppar

í fréttamennsku RUV sáust í kvöld þegar fjallað var um prófkjör Sjálfstæðismanna í Kraganum og "prófkjör" Samfylkingar í sama kjördæmi.

Sóttur er prófessorinn upp í Háskóla sem er vanur að hafa vit á öllu sem viðkemur Sjálfstæðisflokknum án þess að nokkurn tímann hafa heyrt hann né séð fremur en Ólaf kóng.

Prófessorinn fór mikinn yfir því áfalli Bjarna Benediktssonar að hafa unnið prófkjörið með þriðjungi fleiri atkvæðum en voru á kjörskrá hjá Samfylkingunni. Fara þyrfti 30 ár aftur í tímann til þess er Geir Hallgrímsson féll í 7. sæti fyrir Albert Guðmundssyni tl að finna sambærilegt. Geir féll að vísu í 7. sæti fyrir 30 árum. En Bjarni vann 1. sætið árið 2012.

En það er auðvitað léttvægt í augum þessa prófessors við Háskóla Íslands. Sem bætir svo við að í Hádegismóum sé aftursætisbílstjóri sem eyðileggi alla formenn Sjálfstæðisflokksins. Algerlega vísnindaleg forsenda sem ber hróður stofnunarinnar og prófessorsins áreiðanlega víða.

Þess er svo getið í framhjáhlaupi að Árni Páll hafi fengið 300 atkvæðu meira en Katrín Júlíusdóttir. Það er ekki sagt frá því hversu mörg atkvæði þau fengu. Hvað er að? Skammaðist RUV sín fyrir að tala um svo lágar tölur í samanburði við atkvæðafjölda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins? Hugsanlega nærri þrefalt miðað við Samfylkinguna?

Síðar í fréttinni er svo sagt frá því að um 2000 hafi verið á kjörskrá hjá Samfylkingunni. Hefði Árni Páll fengið 300 fleiri atkvæði og eðlilegur hluti hefðu greitt honum atkvæði, þá þýddi það að atkvæðafjöldi hans væri minni en þriðjungur af þeim atkvæðafjölda sem tryggði Bjarna 1. sætið hjá Sjálfstæðismönnum. Sjá ekki allir skýrrt með Fréttastofu RÚV að Samfylkingin er fjöldahreyfing á borð við Sjálfstæðisflokkinn?

Þvílíkur flokkur er Samfylkingin. Þvílík fréttastofa eru Óðinsvéin á RÚV.


Prófkjör

eru tvenn afstaðin. Sigmundur Ernir fellur niður fyrir vonarsæti hjá Samfylkingunni fyrir norðan og Árni Páll sigrar fyrir Samfylkinguna í Kraganum.

Bjarni Benediktsson sigrar hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraga með 2728 af 5070 atkvæðum greiddum , Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 2153, sigrar Jón Gunnarsson,2267,og hlýtur 2. sætið, Vilhjálmur Bjarnason,2378, sigrar Elínu Hirst,2547,og fær 4.sætið, Óli Björn,2642, fær meira en Karen Elísabet, 2039 og hlýtur 6. sætið. 9 þáttakendur eru fyrir neðan þessi 7 nöfn.

Auðvitað eru öll prófkjör tíðindi. 54 % útkoma Bjarna formanns í kjördæminu eru auðvitað tíðindi. Hann segir þau vera mótlæti en ekki áfall. Þetta er rétt afstaða. Hann hlýtur þó að leita skýringanna inná við hjá sjálfum sér heldur en að leita þeirra hjá þeim sem að honum sóttu. Hann mun spyrja sig hversvegna þeir sóttu að honum. Starf formanns Sjálfstæðisflokksins er engu líkt var haft eftir Bjarna Benediktssyni eldri því það væri algerlega "miskunnarlaust starf". Það veit auðvitað Bjarni yngri og lætur mótlætið ekki buga sig heldur tvíeflist. Og maður sem berst um innan Sjálfstæðisflokksins og leggur sig einlæglega fram er aldrei einn lengi.

Sem formaður hefur Bjarni tekið fáeinar ákvarðanir sem hafa verið umdeildar innan flokksins. Það er einmitt hættan sem að formanni steðjar allar stundir. Að gera mistök sem ekki eru fyrirgefin heldur miskunnarlaust notuð til að berja á og grafa undan trausti hans. Fortíðarvandi Bjarna, sem er áreiðanlega stórlega ýktur og afbakaður, eru ekki hans stærstu vandamál heldur liggja þau nær í tímanum. Í þau mun hann verða að lesa með ráðgjöfum sínum sem hann vonandi velur ekki bara úr hópi "jess-manna" eins og mörgum leiðtoganum hefur orðið hált á.

Í heild er mikil breidd í þeim framboðslista sem kemur út úr prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kraganum. Ég hef ekki kannað hvort þetta flokkast sem bindandi prófkjör. En ég vona flokksins vegna að engum detti í hug að hrófla við niðurstöðunum þó að tæknilegt færi kynni að gefast til þess.

Ég hafði mikla gleði af því að fylgjast með því hversu flokksfólkið er fórnfúst og óspart á að leggja sig fram til að hjálpa vinum sínum í slíkum hildarleik sem prófkjör í Sjálfstæðisflokknum er. Það er eins og skaphöfnin og tilfinngarnar eflist við átökin svo eftir situr auðlegð þeirra sem þátt taka í vináttu og væntumþykju til hvors annars. Þetta er upplifun sem er holl og góð, sem þeir sem fyrir utan standa og hafa allt sem stjórnmálum viðkemur á hornum sér og skammast og rífast yfir, eru fátækari fyrir að missa af. Flokkar verða aldrei annað en fólkið sem er í þeim.

Ég sendi öllum sem ég átti samskipti við þessa prófkjörsdaga mínar bestu þakkir fyrir ógleymanlegar stundir. Hrein og opin prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum eru einstök fyrirbrigði sem litlu öfundarflokkarnir með ódýru eftirlíkingarnar munu aldrei skilja.


Þarf frekari útskýringar?

  en þessa skrá :

Er þetta ekki örugg leið út úr kreppunni? 

skattahækkanir


Athyglisverð?

er þessi frétt?:

"Hópur starfsmanna í fjármálageiranum fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær og hvatti hann til þess að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis yrðu samþykktir en stærstur hluti þeirra munu vera erlendir vogunarsjóðir sem upphaflega keyptu kröfurnar á lítið.

Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar sagði ennfremur að hópurinn óttaðist að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt úr þrotabúunum gæti grafið undan gjaldeyrisstöðu Íslands og valdið miklu tjóni á efnahagslífi þess.

Ekki kom fram í fréttinni hverjir skipa hópinn en hann mun ennfremur hafa lýst áhyggjum sínum á fundinum á þekkingarleysi íslenskra stjórnmálamanna á stöðu þessara mála og ennfremur furðað sig á því að mögulegt væri að greiða út slíkar upphæðir þrátt fyrir tilvist gjaldeyrishaftanna."

"Þekkingarleysi íslenskra stjórnmálamanna"(væntanlega Alþingismanna) á máli sem varðar fjöregg þjóðarinnar? Í huga fagmanna í fjármálum?

Er þetta ekki einkar athyglisvert?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband