Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018
31.1.2018 | 21:34
SR-71 Blackbird
-Svartfuglinn- flaug fyrst fyrir meira en hálfri öld síðan.
Hún flaug á þreföldum hljóðhraða að vild sinni yfir Sovétríkjunum í áttatíuþúsund feta hæð. Ekkert flugskeyti gat náð henni.Hún kortlagði 155.000 ferkílómetra á klukkustund. Smíðuð úr Títan sem Sovétmenn af öllum lögðu til.
Kelly Johnson og Ben Rich hönnuðu hana hjá Lockheed eins og fleiri frægar vélar. Hún vó 77 tonn í flugtaki en 36 tóm.Mesti hraði 2100 mph.Flugdrægi yfir 3000 mílur.
Ekkert manngert flygildi hefur síðan flogið eins og Svartfuglinn.
Og mun líklega aldrei gera.
31.1.2018 | 08:43
Ögmundur í stríð!
boðar hann í grein í Fréttablaðinu. Þar birtir gamli byltingarmaðurinn þau gömlu sannindi jafnaðarmennskunnar að kjör séu bara afstæð. Ef allir hafi það jafn skítt þá sé allt í lagi.
Sjálfur er hann búinn að maka krókinn í gegn um Kjararáð. Nú emjar hann yfir því að sumir vilji rúlla bitlingunum til baka til þess að geta lækkað kröfurnar hjá öðrum. Þá vill hann binda lægstu launin við þriðjung af forstjóralaunum. Þá eru hans þreföldu forréttindi væntanlega tryggð umfram Salek.
Niðurlag greinarinnar er:
" En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmið- unarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við.
Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð við miðunarhópinn til að styðjast við.
Varnarvísitala láglaunafólks
Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna.
Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks.
Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær:
Barátta og aftur barátta!"
Formannsframbjóðandi V.R. í Eflingu vill verkföll sem fyrst. Formaður framhaldskólakennara þarf varla langa brýningu til aðgerða.Flugumferðarstjórar eru líklega í kallfæri, náttúrufræðingar,geislafræðingar og margir aðrir. Enda er þessi sífelldi hagvöxtur og sterkt gengi orðinn illþolandi og Oddi búinn að loka.
Þarna er kominn öflugur baráttuhópur fyrir "kjaraleiðréttingum".
Niður með krónuna! Upp með verðbólguna! "Gömlu tímana gefðu mér" söng hann Ómar einu sinni.
Fram í stríð Ögmundur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2018 | 17:09
Svandís á að víkja fyrr
en Sigríður Andersen ef dómar frá okkar umdeilda Hæstarétti eiga að útloka fólk frá pólitík.
10.febrúar 2011 stóð þetta í fréttum á Vísi:
" Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.
Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.
Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.
Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagatextinn segir.
Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars.
Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.
Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.
Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps."
Sigríður hefur miklu meiri réttlætingu á sínum gerðum heldur en Svandís. Sigríður hafði afgerandi samþykkt Alþingis á bak við sig þegar hún skipaði í dómarasætin samkvæmt því. Svandís var bara ein og sér í sínu. Kommarnir skauta yfir það atriði að engin önnur tillaga lá fyrir Alþingi en tillaga Sigríðar.
Þeir hundskuðust ekki til þess að æmta né skræmta þegar þetta var tekið fyrir á Alþingi. Nú gelta þeir Huijbens og Björn Valur eins og óðir hundar og reyna að grafa undan formanni sínum aðallega og ríkisstjórninni sem þeir þola hvorugur.
Það á að ræða ráðherrahæfi Svandísar Svavarsdóttur áður en menn ræða embættishæfi Sigríðar Andersen sem er ótvírætt.
30.1.2018 | 11:40
Þitt er valið!
er yfirskrift á grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur Borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík.
Hún segir í Fréttablaðinu í dag:
"Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það.
Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni.
Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu.
Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis.
Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi.
Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann.
Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni.
Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra.
Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta.
Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar þitt er valið."
Í raun er þetta tímamótagrein.
Óvíða hefur afturhaldsstefna Borgarstjórnarinnar komið betur í ljós.
Yfirlýsing Dags B.um að tími mislægra gatnamóta sé liðinn í Reykjavík fær þarna eindrægan vitnisburð og trúarjátningu.
Þarna sjá menn stefnuna í sinni tærustu mynd. Gangandi og hjólandi Borgarbúar flykkjast í Borgarlínuna og flugvellinum í Vatnsmýri verður lokað.
Menn beri þessi sjónarmið saman við málflutning Eyþórs Arnalds og framtíðarsýn hans fyrir ungt og aldið fólk í Reykjavík.
Þetta æpandi afturhald sem fram kemur í þessari grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur Borgarfulltrúa Samfylkingarinnar frá nútíma Borgarmenningu heimsins er einmitt að sem valið stendur um í vor.
29.1.2018 | 12:41
Sprengið ef þið þorið
spekingar í VG. Þið fljúgið með í loftið eins og sjálfsmorðsliðar Talibana í Afganistan með í þeirri sprengingu ríkisstjórnarinnar. Þá hefur endanlega verið sannað að VG er varla stjórntækur flokkur vegna innanflokks upplausnar í kring um skapgölluðustu flokksmennina.
Þeir andskotast á Sigríði Andersen en minnast aldrei á Svandísi Svavarsdóttur þeirra eigin ráðherra. Hún hefur líka dóma á bakinu sem ráðherra. Hræsnin og skinhelgin blasir við öllum sem vilja sjá.
Þessi texti lýsir ástandinu innan VG vel:
" Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að víkja ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingi á lögbrotum hennar kemur illa út. Mikilvægt sé að setja reglur um viðbrögð ráðherra við svona aðstæðum
Í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í morgun sagði Edward: Það hitnar undir Sigríði Á Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega. Lágvært hlátrasköll heyrðust í salnum í kjölfar þessara orða.
Edward segir að þar vísi hann í skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og umboðsmanns Alþingis á afleiðingum þess að ráðherra brjóti lög. Auðvitað tel ég að ráðherra sé varla vært við þær aðstæður, en það skulum við bara vanda okkur við að gera og teikna upp vandlega hver staða ráðherra er þegar svona er komið upp.
Edward sagði jafnframt í ræðunni að kjósendur bæru líka ábyrgð á að Sigríður sæti við völd. Hann segir að með því sé hann ekki að víkja VG undan ábyrgð sem fylgir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er ábyrð VG sú að við förum í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum vitandi af þessu máli, það er alveg rétt. En við hljótum að þurfa að horfa til þess að einhverjir kusu þennan ráðherra á þing. Auðvitað eru ráðherrar ekki kosnir, að sjálfsögðu ekki, og kjósendur hafa lítið um það að segja hverjir eru skipaðir í ríkisstjórn. En það hlýtur að ráðast af þingstyrk hvernig þetta raðast upp og það er einn af hverjum fjórum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn vitandi það. Ég vil líka benda á að kjósendur veita fólki eins og Sigríði völd.
Aðspurður í hvaða stöðu málið er ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og umboðsmanns Alþingis kemur illa út fyrir ráðherrann segir Edward. Ég vona þá að hún sjái að sér hreinlega, taki þá af skarið og sýni það pólitíska þor að segja af sér. Það er það sem ég vonast til. Ég vonast líka til að Sjálfstæðisflokkurinn sem hún situr fyrir bendi á að hún þurfi að gera eitthvað í málinu. En það er ekki vilji Vinstri grænna að gera skýlausa kröfu um afsögn hennar þvert á vilja Sjálfstæðismanna og þar með sprengja ríkisstjórnina. Það er ekki okkar vilji.
Til hver er þetta píp í þessum Huijbens sem er kynt upp af hinum alræmda Birni Vali?
Til hvers eru menn í stjórnmálaflokki að ráðast svona gegn formanni sínum og forsætisráðherra?
Ef VG vill sprengja ríkisstjórn sína þá verður svo að vera. En það verður dauðadómur yfir flokknum VG til áhrifa í stjórnmálum til langrar framtíðar. Ekki yfir Sjálfstæðisflokknum sem þessar mannvitsbrekkur hata meira en allt annað.
En sprengið þið bara ef þið þorið!
28.1.2018 | 17:39
Árangur Trumps
í samanburði við Obama-stjórnina er þessi skv. samantekt Fox-News:
- 250 þúsund ný atvinnutækifæri urðu til í desember 2017 (það mesta á 9 mán. tímabili)
- Uppsagnir með minnsta móti síðan 1990
- Atvinnuleysi það lægsta í 17 ár
- 2,1 milljón ný störf sköpuð í valdatíð Trumps
- Framleiðsla í Bandaríkjunum er nú sú mesta síðan 2004
- Matarmiðar með minnsta móti í 7 ár, hefur fækkað um 2 milljónir manns síðan Trump tók við
- Opnað fyrir olíuborun á hafssvæðum sem lið í að Bandaríkin verði óháð öðrum með orku
- Einfaldara regluverk, fyrir hverja nýja lagagrein eru 16 gamlar skornar niður.
- Yfir 3% hagvöxtur tvo ársfjórðunga í röð
Árangurinn ofan kom í ljós ÁÐUR en skattaniðurskurður ríkisstjórnar Donald Trumps upp á 1,5 billjónir dollara var ákveðinn.
Til samanburðar má bera árangur Trumps við afrekaskrá Obama:
- Lægsta vinnuframboð síðan 1970
- Um 95 milljónir manns misstu atvinnuna
- Minnsti hagvöxtur síðan 1940
- Minnsta eignarhald á húsnæði í 51 ár
- Um 13 milljónir fleiri Bandaríkjamenn á matarmiðum
- Um 43 milljónir Bandaríkjamanna í fátækt
Hversvegna kusu Bandaríkjamenn Trump en ekki Hillary og Demokratana? Svarið er einfalt. Fólk var uppgefið á sósíalistunum. Þeir lofa bara út í loftið eins og Dagur Bé. þegar han boðar auknar íbúðabyggingar eftir einhver ár, bara ekki núna.
Verður það sama uppi á teningnum á Íslandi eða höldum við áfram að trúa dellunni í Degi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2018 | 15:45
Vesturlandsvegur
er komin í umræðuna. Fólk vill tvöföldun vegarins að Hvalfjarðargöngum.
Ólafur Guðmundsson hélt stórmerkt erindi um umferðaröryggi á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir viku. Þar sýndi hann í tölulegum staðreyndum hvernig vegabætur fækka slysum og skila margföldum hagnaði til lengdarinnar litið.Glögglega mátti sjá hversu vegabæturnar á Hellisheiði hafa skilað auknu umferðaröryggi.
Líklega er ekkert hægt að gera betra í slysaforvörnum en að skilja akstursstefnur þjóðvega að með girðingum. Það er því að vonum að vestlendingar vilji fá umbætur á Vesturlandsveginum.
Jón Gunnarsson flutti hinsvegar það mál í sinni ráðherratíð að of seint myndi ganga að framkvæma nauðsynlegar vegabætur á Íslandi ef aðeins ætti að framkvæma fyrir það litla fé sem Alþingi gæti úthlutað á fjárlögum. Notkunargjöld yrðu að koma til ef framkvæma ætti hið nauðsynlega með nægilegum hraða.Úrtölufólk var auðvitað ekki lengi að reka upp ramakvein og afturhaldssöng.Krafist var að fella niður gjöld í Hvalfjarðargöng í stað þess að safna fé til að grafa ný og halda þessum við. Jóni entist ekki ráðherraaldur til að reka sinn áróður nógu lengi og nú er allt komið í sama ráðleysið aftur.
Nú vilja menn tvöfalda Vesturlandsveginn. Þá má benda á að vegurinn í Kollafjörð var steyptur fyrir nærri hálfri öld og hefur ekki verið viðgerður síðan. Kostnaðarauki vegna þykkrar steypu frá ónýtu þunnu malbiki var óverulegur. Endingin er hinsvegar margföld.
Kollafjarðarvegurinn liggur í gegnum steypuefnisfjöruna sem þá var notuð. Nú er spurn hvort engum detti í hug að steypa akreinarnar upp að göngum? Það er til vél í landinu sem getur gert þetta. Það er til sement og steypuefni og allur vélbúnaður. Og friður til að steypa er fáanlegur til tvöföldunarinnar.
En líklega þarf ekki að tala um neitt slíkt. Það er erfitt að fá að hugsa fram í tímann eða spá í hlutfall endingar á móti frumkostnaði.
En hvers virði eru þau mannslíf sem sparast með aðskilnaði akreina á Vesturlandsvegi?
28.1.2018 | 15:29
Trump rúllaði Davos upp
og stóru Evrópuforstjórarnir lofuðu hann fyrir skattaumbætur hans.
Merkel hélt sína hefðbundnu kratísku efnahagsræðu um að allir skyldu undir Þýskaland þjóna í Evrópu með sósíalísku markaðshagkerfi. Nokkuð slitin plata finnst mörgum sem ekki hafa séð önnur ríki koma með í velsældarsókn Þýskalands.
Trump talaði hinsvegar greinilega mál sem atvinnulífið skildi og hann átti greinilega hug og hjarta forystumanna atvinnulífs Evrópu.
Trump var maðurinn sem hlustað var á í Davos.
27.1.2018 | 12:44
Umferðin í SanDiego
er minn umferðarfróði vinur fyrir vestan að kynna sér.
Hann skrifar mér svo:
"Sæll
26.1.2018 | 12:01
Nauðsynlegar breytingar?
eða ekki?
Þó að ég hafi á sínum tíma orðið pólitískur flóttamaður úr Reykjavík vegna þáverandi lóðaskortsstefnu íhaldsins og því keypt mig inn í byggingu í Kópavogi með þeim afbragðsmanni honum Stóra-Birni, þá skil ég núna vandamál ungs fólks sem vill komast í eigið húsnæði. Það ástand er líka löngu búið að upptaka í hér Kópavogi þar sem lóðaverð er komið í hæstu hæðir og landið líklega búið líka.
Það virðist allstaðar hér sunnan heiða nema helst í Vogum sú stefna uppi meðal bæjarstjórna, að okra á lóðunum fyrir unga fólkið. Hugsa ekki um framtíðarútsvartekjur fyrst en lóðagjöldin síðast.
Mér heyrist samt að nú sé kominn frambjóðandi í Reykjavík sem vill hugsa þetta upp á nýtt.Eyþór Arnalds skrifar svo í Fréttablaðið. Og þar sem Davíð segist ekki þekkja neinn sem les Fréttablaðið og ég trúi yfirleitt öllu sem sá maður segir, þá er ekki úr vegi að segja frá því að ég hafi lesið þetta skrif hans Arnalds.
Eyþór Arnalds varpar fram spurningum um framtíð Reykjavíkur:
"Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni?
Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert? Hvað á Reykjavík að verða?
Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp.
Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni.
Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni.
Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum.
Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu.Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum.
Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleið- um og lágum kostnaði.
Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð."
Reykjavík er mín fæðingarborg. Mér er ekki sama um þessa Borg æsku minnar þar sem ég bjó fyrstu áratugi minnar ævi.Borgina sem geymir allar mínar fyrstu minningar. Borgina þar sem ég stritaði í fjóra áratugi hlekkjaður við þóftuna mína. Mér hefur sviðið að sjá þessa Borg í tröllahöndum vinstri manna nú um áratugaskeið.Sokkna í félagslegt sukk, sóðaskap og ráðleysi, skuldasöfnun,skipulagsslys, flugvallarfjandskap og pólitískt slaður slagorðavaðals.
Málflutningur Eyþórs er andsvar sem fólk þarf að velta fyrir sér og bera saman við borðaklippingar að framtíðaráætlunum og skýjaborgum Dags Bergþórusonar Eggertssonar og leiguþýja hans.
Ég held að breytingar séu nauðsynlegar í Borginni fyrir alla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko