Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019
10.7.2019 | 11:00
Ja hérna, Sjálfstæðismaður!
skrifar í Morgunblaðið af hugsjón. Maður skynjar loks Sjálfstæðisstefnuna hjá þingmanni eins og maður þekkti hana í gamla daga.
ÓLi Björn Kárason er sá maður. Hann skrifar í Morgunblaðið :
Ó, þetta er indælt (ný)-frjálslyndi
"Klisjur?
Já þær eru sífellt algengari í stjórnmálaumræðu samtímans.
Merkimiðapólitík?
Ekki verður annað séð en að þeim stjórnmálamönnum fjölgi fremur en fækki, sem telja það til árangurs fallið að nota merkimiða á sig sjálfa en ekki síður á pólitíska andstæðinga.
Í pólitík merkimiðanna eru margir dugmiklir við að skreyta sig með fallegum orðum. Það þykir sérlega gott að kenna sig við frjálslyndi og ekki er verra að koma því til skila að viðkomandi sé víðsýnn og umburðarlyndur. Um leið eru andstæðingarnir stimplaðir merktir í bak og fyrir. Þeir eru þröngsýnir, afturhaldssamir, forstokkaðir fulltrúar gamalla tíma og úreltra sjónarmiða.
Klisjur og merkimiðar eru oft árangursrík aðferð og gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að forðast efnislegar umræður um mikilvægt mál. Það er miklu auðveldara að afgreiða andstæðinga með einum eða tveimur merkimiðum, en að eiga rökræður.
Hugtök fá nýja merkingu
Þeir stjórnmálamenn sem dugmestir eru við að kenna sjálfa sig við frjálslyndi boða það sem þeir kalla nýja pólitík stjórnmál framtíðarinnar til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar. Í hugmyndaheimi þeirra fá hugtök og orð nýja merkingu.
Með nýrri merkingu hafa stjórnlyndar hugsjónir fengið skjól. Nútímalegt frjálslyndi byggist ekki á trúnni á einstaklinginn, getu hans og ábyrgð.
Stjórnlyndi breytist ekki þótt það sé klætt í nýjan búning. Góðhjartaðir stjórnmálamenn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að barnfóstran sé stöðugt á vaktinni svo almenningur fari sér ekki að voða. Lög um alla mannlega hegðun skal samþykkja.
Reglugerðir eru taldar forsendur þess að hægt sé að verja einstaklinginn gagnvart sjálfum sér. Öflugt eftirlit undir stjórn velviljaðra embættismanna á að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki fari eftir lögum og reglum. Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn- og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.
Stjórnlyndir eru ekki þeir einu sem skreyta sig í tíma og ótíma með frjálslyndi. Frjálslyndi samtímans felst einnig í því að grafa undan tiltrú almennings, atvinnulífsins og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi og ekki síst krónunni.
Patentlausn flestra vandamála er að henda krónunni út í hafsauga og taka upp evruna gjaldmiðil fyrirheitna landsins. Víðsýnin er staðfest í endurteknum tilraunum til að kollvarpa skipulagi sjávarútvegs, sem þó er skattlagður sérstaklega á sama tíma og flestar aðrar þjóðir Noregur, Bandaríkin að ekki sé talað um lönd Evrópusambandsins hafa sjávarútveg í sérstakri súrefnisvél ríkisstyrkja.
Umburðarlyndið elur á tortryggni í garð atvinnugreinar sem hefur staðist ríkisstyrkta samkeppni. Stöðugt þyngri álögur eru kappsmál nútímalegs stjórnmálamanns, enda vasar útgerðarmanna sagðir svo djúpir að hægt sé að fjármagna flest loforð.
Upphafning
Hið nýja umburðarlyndi sýnir ekki andstæðum skoðunum virðingu. Umburðarlyndi felst í sjálfsupphafningu og fordæmingu rangra skoðana.
Nýfrjálslyndi hefur litla þolinmæði gagnvart þeim sem hafa áhyggjur af því að með innleiðingu orkutilskipana á EES-svæðinu séu Íslendingar með beinum eða óbeinum hætti að missa forræði yfir orkuauðlindum.
Í stað þess að hlusta og skilja áhyggjurnar og svara þeim með rökum og staðreyndum, eru þær afgreiddar líkt og hver önnur vitleysa enda hinir áhyggjufullu örugglega forpokaðir einangrunarsinnar.
Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt. Slíkar skoðanir eru frá síðustu öld og gott betur. Eðli máls samkvæmt eiga þær ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálamönnum 21. aldarinnar.
Stjórnmálamaður 21. aldarinnar er baráttumaður gegn krónunni, fyrir evrunni og þó fyrst og síðast fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Nýfrjálslyndi gefur lítið fyrir rétt lítillar þjóðar að eiga viðskipti við þjóðir heims á eigin forsendum.
Sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna er eitur í æðum nýfrjálslyndra. Umburðarlyndi stjórnmálamanna sem kappkosta að kenna sig við 21. öldina tekur mið af því að meirihlutinn ráði svo lengi sem komist er að réttri niðurstöðu. Málamiðlun er aðeins æskileg ef hún er á forsendum handhafa nýfrjálslyndis.
Aðrar sáttagjörðir ólíkra sjónarmiða eru aðeins sýndargjörningar í pólitískri refskák. Sættir eru rofnar ef það hentar og þjónar persónulegum pólitískum metnaði. Stjórnmálamaður 21. aldarinnar nýfrjálslyndur, víðsýnn og umburðarlyndur sér enga þversögn í því að beita uppnefnum og brigslyrðum.Nytsamleg vopn eru notuð, ekki síst gagnvart gömlum samherjum og stuðningsmönnum. Þeir eru hvort sem er íhaldssamir, fulltrúar afturhalds og úreltra gilda. En nýfrjálslyndi er hagsýnt.
Þegar hentar er sótt í kistur fyrrverandi samherja. Þingmál eru afrituð og endurnýtt. Fyrst helsta stefnumálið um fyrirheitna landið fellur í grýttan jarðveg hjá meirihluta þjóðarinnar, koma málefnakistur þeirra sem sitja undir brigslyrðum að góðum notum.
Klisjuvæðing stjórnmálanna
Klisjur og einföld skiljanleg slagorð hafa líklega fylgt stjórnmálum frá upphafi verið óaðskiljanlegur hluti af því að vekja athygli og vinna málstað fylgi.
Orðsnilld hefur alltaf verið góður vinur stjórnmálamannsins. En í gegnum frasana og slagorðin hafa kjósendur yfirleitt áttað sig á þeirri hugmyndafræði sem að baki liggur.
Stjórnmálamenn, sem segjast vera fulltrúar 21. aldarinnar, hafa hins vegar gert það að verkum að kjósendur eiga stöðugt erfiðara með að átta sig á því fyrir hvað frambjóðendur standa í raun. Búið er að henda hugmyndafræðinni eða umbreyta merkingu hugtaka til að gera hugmyndafræði, sem hefur selst illa, meira aðlagandi.
Barátta frjálslyndra manna fyrir réttarríkinu, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, er úrelt í hugum nýfrjálslyndra. Nútímalegt réttarríki skal fyrst og síðast byggja á að pólitískur rétttrúnaður nái fram að ganga. Því er hafnað að frelsi einstaklingsins og réttindi hans séu algild og óumbreytanleg. Allt er háð aðstæðum og tíðaranda.
Barátta gamaldags frjálslyndra manna fyrir tjáningarfrelsi, trúfrelsi og athafnafrelsi fyrir frelsi einstaklinga frá afskiptum ríkisins hefur verið sett út í horn. Sannfæring um að uppspretta valdsins sé hjá borgurum er álitin jafn furðuleg og hugmyndin um fullveldi þjóðar.
Nýfrjálslyndir eru margir sannfærðir um að uppsprettuna sé að finna í Brussel. Nýfrjálslyndi hefur reynst indælt fyrir marga og gefið þeim nýtt líf í pólitík.
Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina. Þar sem öllum mönnum er náttúrulegt að vera frjálsir, jafnir hver öðrum og sjálfstæðir, má ekki svipta neinn mann þessum réttindum og setja hann undir lögsögu annars, án þess hann veiti til þess samþykki sitt, skrifaði John Locke í Ritgerð um ríkisvald (The Second Treatise of Government) árið 1689.
Hversu úreltar geta hugmyndir gamalla frjálslyndra manna orðið!? "
Það flögrar að manni að þarna hitti Óli Björn fyrir gamla Sjálfstæðismenn sem ekki hafa farið aftast í röð þeirra stjórnmálamanna sem þessi orð gætu átt við. Auðvitað falla fleiri þeirra sem hæst bylja undir skilgreiningu Óla Björns á Merkimiðapólitík og Klisjur og úr fleiri flokkum en Sjálfstæðisflokknum. En hér má hver hirða sitt að mínum dómi.
Skyldi Óli Björn fá kvef 3.September og ekki geta mætt?
9.7.2019 | 11:40
Friðrik Daníelsson
kollega skrifar grein í Fréttablaðið sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á.
Við sem höfum efasemdir um framhald gagnsemi EES samningsins erum ekki mjög fyrirferðarmiklir í þjóðlífinu. En við höfum efasemdir um samninginn þó að fáir virði okkur viðlits.
EES samningurinn er að einangra Ísland
"Þegar Evrópusambandið var stofnað hóf það f ljótt að vernda sinn iðnað fyrir samkeppni utanað. Fyrst var hugsað um grunnframleiðslu eins og stál og kol en smám saman fjölgaði starfsemi sem settir voru múrar um til að verjast samkeppni. Lengi var beitt tollum og gjöldum en með tímanum hefur það breyst vegna WTO og alþjóðasamninga sem hafa náð að lækka tolla í milliríkjaviðskiptum. En ESB hefur í staðinn stöðugt bætt við kvöðum á viðskipti og er nú svo komið að tæknilegar og stjórnsýslulegar kröfur eru orðnar helstu viðskiptahömlur ESB.
Nútíma verslunarhöft
Með EES samningnum gekkst Ísland undir margs konar regluverk og yfirráð ESB á viðskiptum. Á Brusselsku er talað um gæðakröfur, samræmingu, viðurkenningu, leyfi, vottun, merkingar o.s.frv.
Orðskrúðið felur á bak við sig verslunarhöft nútímans. Þau gilda um vörur sem leyfilegt er að selja í ESB (og á Íslandi eða EES).
Höft ESB/EES loka Íslandi fyrir margs konar vörum af alþjóðamarkaði, fækka valkostum, og hækka verð hér.
EES-regluverkið hefur líka hamlandi og kostnaðaraukandi áhrif á bæði framleiðslu og útflutning héðan.
Það er farið leiða til þess að íslenskum fyrirtækjum er erfiðara að sækja út á alþjóðamarkað með sínar vörur sem er þeim mörgum lífsnauðsyn vegna smæðar Íslands.
Höft og reglubyrði ESB hafa með öðru leitt af sér að hlutur ESB af heimsviðskiptunum minnkar stöðugt. Núverandi ESB-lönd stóðu fyrir 30% heimsverslunarinnar um 1980, nú er hlutfallið komið í 15% og fer minnkandi.
Innri markaður ESB verður stöðugt minna áhugaverður. ESB-lönd eru ekki lengur leiðandi í nútímatækni.
EES gildir ekki í mestu viðskiptalöndunum
Eftir að EES skall á fyrir 25 árum hafa viðskipti við áður mestu viðskiptalönd Íslands orðið stöðugt erfiðari vegna yfirráða ESB hér.
Mikilvægustu viðskiptalönd Íslendinga fyrir EES, meðan verslunarfrelsi var meira, Bandaríkin, Austur-Asíulönd og Rússland, er orðið erfiðara og kostnaðarsamara að hafa milliliðalaus viðskipti við þó vörur þar séu oft gæðameiri og ódýrari en í ESB.
Viðskipti við A-Asíu og Bandaríkin fara oft í gegnum ESB og hlaða utan á sig óþörfum milliliðakostnaði.
Eitt mesta viðskiptaland Íslands í aldanna rás, Bretland, er að bætast við alþjóðamarkaðinn sem þýðir að þá koma höft EES á verslun Íslendinga við Bretland.
Ísland að lokast inni
Ísland er að lokast meir og meir inni í viðskiptamúravirki ESB.
Ísland er með fríverslunarsamninga við mörg lönd og þar á meðal ESB samkvæmt eldri samningi en EES. Sá samningur er enn í fullu gildi þó farið sé með það sem leyndarmál.
Og Ísland er einnig með viðskiptasamninga við mörg lönd bæði á eigin vegum og með EFTA.
Þeir fríverslunarsamningar koma að vísu ekki að fullu gagni meðan EES-höftin gilda hér.
Viðskipti við gömlu stóru viðskiptalöndin verður væntanlega auðvelt að endurlífga þegar höft ESB verða afnumin. EES er í vaxandi mæli að einangra Ísland frá alþjóðaviðskiptum."
Mér sýnist að skoðanir okkar kollega Friðríks falli býsna þétt saman.Ég spyr mig hvort EES samningurinn sé ekki farinn að valda okkur meiri vandræðum en gagni og vildi gjarnan að vísustu menn drægju saman staðreyndir málsins.
Ekki bara lofsyngja samninginn í heild heldur tína til einstök atriði eins og Friðrik Daníelsson gerir afbragðsvel.
8.7.2019 | 17:22
EES er úrelt þing
sem varðhundar hans lofsyngja í tíma og ótíma.
Hver segir með rökum að við höfum haft einhvern ómældan hag af honum?
ESB stóð aldrei við sinn enda en við hlaupum eftir hverri tilskipun án mótmæla.
Gunnar Rögnvaldsson segir svo:
"Forsenda EES-samningsins var að íslenskar sjávarafurðir nytu tollfrelsis inn á hið evrópska efnahags-sértrúarsvæði ESB, og sem nú er vitað að virkar ekki hið minnsta miðað við að vera ekki aðili að því.
Þær frumforsendur samningsins hafa ekki verið uppfylltar. Að því leytinu er samningurinn markleysa. Frumforsendur hans halda ekki
Og til öryggis var samþykki Íslands á EES-samningnum háð þeirri stöðluðu og sjálfsögðu lágmarksmálamiðlun fullvita manna, að leitað yrði til dómstóla með þau mál sem eiga ekki við um Ísland, og sem skerða fullveldi íslenska lýðveldisins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Málamiðlun í þriðja orkupakkamálinu er sú að annað hvort sé málinu, eins og vera ber, vísað til úrskurðar hjá sameiginlegu EES nefndinni og undanþága frá honum fáist þar, eða ekki. Og fáist hún ekki þá skal EES-samningnum sagt upp og honum hætt, því þá er honum hvort sem er sannarlega sjálfhætt.
Þetta, eins og í icesavemálinu, er eina málamiðlunin sem þjóðin getur boðið embættismannaþingmönnum landsins. Annars er það út að leita að nýrri vinnu utan efnahags-sértrúarsvæðis ESB, sem í reynd er að breytast í eitt versta efnahagsvæði hins þróaða hluta veraldar
Ísland ætlar ekki að verða ólæknandi ESB-eyðni að bráð."
Það er vaxandi vantrú á því að EES sé einhver blessun lengur. EES er búið að fá á sig Brexit.Þar höfum við breyttar aðstæður.
Það munar um minna eða hvað?
Hættum þessu ESB snobberíi. Heimurinn er stærri en þetta tollabandalag gegn USA og EES samningurinn er úrelt þing.
8.7.2019 | 14:08
Viljum við þetta?
sem rithöfundurinn sænksi lýsir sem veruleikanum?
"Í Svíþjóð er styrjaldarástand og stjórnmálamennirnir bera ábyrgðina á því. Í fimm nætur í röð hefur verið kveikt í bílum í háskólaborginni Lundi. Þannig brjálæðisódæði hafa verið framin hundruðum saman á mismunandi stöðum í Svíþjóð síðustu fimmtán árin.
Frá 1955 til 1985 var sennilega ekki kveikt í einum einasta bíl í Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi eða Lundi. Þessir glæpir hafa ekkert samband við fjölda bíla á þessum stöðum þessa áratugi. Þannig er enginn munur á eðli afbrotsins heldur er hér um að ræða nýja tegund afbrota.
Þegar félagsfræðingskona á háskólanum í Malmö útskýrir glæpina með að unglingarnir séu vonsviknir, reiðir og á villigötum, þá er það tómt kjaftæði og vitleysa. Hún þylur upp tölu sem hver annar páfagaukur.
Enginn þessarra glæpamanna skortir mat né hreint vatn. Þeir hafa þak yfir höfuðið og hafa fengið ókeypis skólagöngu í níu eða tólf ár. Þeir búa ekki í hreysum. Allir þessir brjálæðingar hafa haft betri aðbúnað á heimilum sínum en mörg þúsund barna og unglinga sem ólust upp í Ellstorp í Malmö þegar ég átti heima þar með foreldrum mínum og tveimur systkinum í 47 fermetra tveggja herbergja íbúð frá 1949 til 1966.
Það ríkti mikill kærleikur í fjölskyldu okkar og bróðir minn og ég lærðum að bera virðingu fyrir öðru fólki og vera iðnir í skólanum. Þetta heitir uppeldi sem þúsundir stúlkna og drengja skortir á sænskum heimilum í dag. Þetta snýst ekki um peninga eða hvar í heiminum maður fæðist. Þetta hefur ekkert að gera með stjórnmál eða hugmyndafræði. Þetta er um siðferði, móral og samveru manns við annan.
Allar stúlkur og konur sem óttast að hlaupa, ganga og vera úti í görðum og á mismunandi stöðum í Svíþjóð þarf að taka alvarlega. Enginn maður á áð berja, hóta eða nauðga nokkurri konu. Þetta er stríð milli frelsis og þvingunar.
Þetta er hræðsla og ótti hjá konunum sem á ekki að vera til innan þeirra. Hugsuð og raunveruleg ógn eru ósýnileg vopn beint að konum. Þær sem verða fyrir barðinu á því lenda í æfilöngu áfalli.
Öll lykilorð á símum, í bankaerindum og á tölvum eru afleiðing glæpamanna sem notfæra sér alla möguleika til að stela peningum og svindla. Það er stríð gegn glæpamennskunni. Á fyrsta ársfjórðungnum hafa sjötíu og fimm sprengjur sprungið á almennum stöðum í Svíþjóð. Þúsundir manns hafa aðgang að vopnum af ólíkum gerðum.
Unglingar eru myrtir og teknir af lífi í vitna viðurvist sem af tilviljun eru viðstödd þá stundina. Þetta er stríð og ekkert annað. Drápin snerta hundruði ættmenna, vina og kunningja og fjölskyldur þeirra. Hefnd og hefndaraðgerðir eru hluti stríðsins. Viðkomandi slær til hvar og hvenær sem hægt er.
Hugtakið heiður hefur fengið perverst og sjúkt innihald síðustu tuttugu og fimm árin í Svíþjóð. Orðið heiður á ekki að þýða líkamlegt ofbeldi, þvinganir, hefnd eða mismun á milli kynja. Kona sem er myrt í heiðursskyni innan fjölskyldunnar er harmleikur fyrir allt fólk sem býr og lifir í Svíþjóð, því lítil börn heyra, sjá og muna inn í framtíðina.
Margir æskuvinir mínir í Malmö höfðu meiri ástæðu til að vera vonsviknir, reiðir og finnast þeir vera sniðgengnir en stúlkur og unglingar nútímans. Þeir bjuggu þröngt í gömlum íbúðum og efnahagur margra fjölskyldna var bágur en enginn af hundruðum kunningjum mínum, vinum og leikfélögum kveikti í bílum, rændu aldraða eða báru vopn. Eftir skólann spörkuðum við fótbolta og lékum. Engum leiddist. Lífið var fullt af möguleikum. Stjórnmálamenn hafa skapað sjálfuppfyllandi spádóma þegar þeir tala og skrifa um sérstakaleg eftirsett og útsett heimilishverfi í Svíþjóð. Margt fólk sem bjó á Kirseberg, í hreysunum á Austur Farmvegi og Lugnet í Malmö, var eignalaust og beint í nauðungarbústaði. Enginn kveikti í bílum eða hótaði grannanum með vopni. Þeir sprengdu ekki búðir á Suðurgötu og nauðguðu engri konu í Kóngsgarðinum eða Pildammarna.
Allar þessar fjölskyldur bjuggu við verri kjör á heimilum sínum en einstaklingarnir í Rósagarðinum, í Rinkeby, Bergsjön eða Biskupsgarðinum í Gautaborg, Storvreten í Tumba, Ronna í Suðurtelje og á um tuttugu öðrum stöðum í Svíþjóð. Hérna er hreint drykkjarvatn, klósett, sturtur eða baðkör, rafmagnseldavélar, ísskápar og aðgangur að þvottaherbergjum.
Ég þekki mörg hundruð einstaklinga sem börðust fyrir námi sínu og menntuðust, þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra lifðu við skort. Svíþjóð þarfnast andlegrar byltingar í siðfræði, móral og uppeldi barna.
Kennararnir verða að njóta virðingar nemendanna. Það verður að vera ró í bekkjunum. Aldraðir eiga að geta verið innan sem utan dyra í öryggi. Dæma á ræningja og nauðgara og setja í fangelsi. Þar geta þeir stundað nám og lært að tala og skrifa sænsku fimm daga í viku og ef þörf krefur æft þrekið án járnlóða. Þeir eiga að fá möguleika á að læra fag, mismunandi handverksvinnu og verða lærlingar í tækni, við hjúkrunarstörf og garðyrkju.
Áttunda febrúar 2017 skaut fimmtán ára gamall drengur vaktmeistara sem mokaði snjó í Malmö. Eitt af skotunum hittu í höfuð hans. Þetta var algjörlega tilefnislaust, nokkurs konar skemmtun. Í desember sama ár skemmtu fjórir unglingar í Lundi og Malmö sér viða að draga vinsamlegar, góðhjartaðar manneskjur á eftir bílnum eftir að þeir höfðu fengið aðstoð við hvaða leið átti að fara að tilteknum stað. Bílstjóri bílsins skrúfaði niður rúðuna og á einu augnabliki hrifsuðu ódæðismennirnir í hönd þess sem leiðsögn veitti, ræstu bílinn og keyrðu af stað dragandi viðkomandi með bílnum. Þetta gerðist níu sinnum.
Einn hryðjuverkamaður keyrði með flutningabíl á Drottninggötunni í Stokkhólmi til þess að drepa svo marga sem mögulegt væri, börn, fullorðna og aldraða. Heil þjóð fann fyrir brjálæðisverkinu. Ættingjar, vinir og kunningjar þeirra látnu og særðu eru dæmdir í stöðuga og lífslanga sorg og sálarsársauka.
Stjórnmálamenn í Svíþjóð eiga með lögum og ýmsum ákvörðunum að sjá til þess að ræningjar, morðingjar, vígamenn, nauðgarar, hryðjuverkamenn og barnaníðingar verði dæmdir og settir í fangelsi. Hjá glæpamönnum eiga engar byssur og hríðskotabyssur að finnast. Barist skal gegn allri eiturlyfjasölu.
Ef stjórnmálamennirnir sjá ekki til þess að til séu nægjanlega margir lögreglumenn og réttarfarslegir möguleikar til að að handtaka þá seku, þá bera þeir ábyrgð á því að styrjöld ríkir milli þeirra löghlýðnu og glæpamanna í Svíþjóð.
Útlenskir þjófahópar herja í Suður Svíþjóð og stela vélum og dýrum verkfærum bænda. Lögreglan hefur ekki tíma eða kraft til að eltast við þjófana. Það er sorglegt og ófyrirgefanlegt.
Að kvöldi sunnudags síðasta dag júnímánaðar 2019 voru tveir ungir menn skotnir í Sollentuna. Samtímis var unglingur hnífstunginn í Vellingby. Seinna um kvöldið var enn einn ungur maður skotinn í Blackeberg. Núna eru tveir þeirra dánir. Þetta gerist á hverjum og öðrum hverjum degi einhvers staðar í Svíþjóð. Þetta er smáskala stríð sem snertir alla þá sem búa og lifa í Svíþjóð í dag. Orðaforðinn fyrir afsakanir er tæmdur."
Eiga Svíar annars úrkosti en að deportera múslímska glæpamenn. Svipta þá ríkisfangi? Viljum við og þeir meira af þessu?
8.7.2019 | 13:28
Gross-Europa
für den Sieg!
Svo segir Páll Vilhjálmsson:
Til að ESB verði sambandsríki, Stór-Evrópa, þarf her.
Í fáein ár, í byrjun 19. aldar annars vegar og hins vegar laust fyrir miðja síðustu öld, stjórnuðu Evrópu sá ítalski-franski Napoleón og austurrísk-þýski Hitler, báðir krafti hervalds.
Tilraunir Meginlands-Evrópu með lýðræði mistakast reglulega. Í Brussel er þetta þekkt staðreynd, þótt ekki sé hún opinberlega viðurkennd.
Þing ESB er meira upp á skraut, það hefur ekki heimild til að leggja fram lagafrumvörp.
Framkvæmdastjórnin í samvinnu við leiðtogaráð ESB ræður ferðinni. Yfir Stór-Evrópu verður ekki settur einhver lýðræðislega kjörinn. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni.
Fyrir eyríki eins og Ísland og Bretland eru stjórnarhættir meginlandsins framandi og þess vegna vilja þau standa þar fyrir utan.
Þegar þýski varnarmálaráðherrann tekur við framkvæmdastjórn ESB er borðið dekkað fyrir Evrópuherinn. Með valdatækið tilbúið er aðeins spurning um tíma hvenær því verður beitt.
Kjánaprikin sem sitja alþingi Íslendinga þessi misserin ættu að staldra við áður en Stór-Evrópu er afhent ítök í raforkumálum okkar.
Evrópsk hernaðarveldi eru ekki þekkt fyrir að láta af hendi ítök í náttúruauðlindum smáþjóða. Eða eru landhelgisstríðin öllum gleymd? "
Og báðar heimsstyrjaldirnar?
Drögum okkur út úr þessu eitraða faðmlagi EES og verðum fullvalda þjóð enn á ný. Við höfum ekkert með fasíska Gross-Europa að gera.
8.7.2019 | 13:21
Til hvers þá er EES?
úr því að ESB efnir ekki sinn hluta. En við hinsvegar lepjum allt hundflatir sem það réttir okkur. Auk þess að hafa minnkað markaðinn um fimmtung með BREXIT.
Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur.
Þessi staða varð Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að umtalsefni á fundi EES-ráðsins í Brussel á dögunum hvar fulltrúar Íslands, Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins sem tók gildi árið 1994.
Fram kom í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að Guðlaugur Þór hefði ítrekað þá skoðun íslenskra stjórnvalda á fundinum að fullt tilefni væri til þess að Evrópusambandið bætti markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurður með því að fella niður tolla.
Gulli glæsilegi.
Frétt af mbl.is
Full fríverslun ekki fengist
Ráðherrann hefði ennfremur bent á að á síðustu árum hefði orðið stefnubreyting í fríverslunarviðræðum Evrópusambandsins hvað varðar sjávarafurðir. Sem EES-ríki ætti Ísland ekki að þurfa að sæta hærri tollum en ríki sem stæðu utan innri markaðarins.
Vísaði Guðlaugur Þór þar til þess að Evrópusambandið hefur á undanförnum árum samið um víðtæka fríverslunarsamninga til að mynda við Kanada og Japan þar sem gert er ráð fyrir 100% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir, en EES-samningurinn kveður ekki á um fullt tollfrelsi.
Frétt af mbl.is
Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir
Ráðherrann gerði þessa stöðu einnig að umtalsefni í ræðu á málstofu í Háskólanum í Reykjavík um EES-samninginn 6. febrúar á þessu ári þar sem hann sagði Evrópusambandið hafa þráast við að veita Íslandi fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir í gegnum samninginn.
Það er einnig okkar markmið að koma á fullri fríverslun með fisk en ESB hefur þráast við að fella niður tolla á tilteknar fiskafurðir, sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni, en sérstök tollakjör inn á markað Evrópusambandsins voru ein af forsendunum fyrir því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir um aldarfjórðungi síðan."
Ísland kyssir vöndinn hjá ESB og Gulli með betlistaf í hendi í von um að ESB standi við sitt.Er EES nauðsynlegt af því bara að hann er bestur í heimi og non est disputandem í Sjálfstæðisflokknum?
8.7.2019 | 12:46
Galopnum okkar velferð
fyrir þúsundir barna á flótta. Það bíða 9000 slík eftir okkur i Grikklandi sem kannski vilja koma hingað.
Svo segir mannvitsbrekkan Guðmundur Steingrímsson sem var eitt sinn Alþingismaður.
"...Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún.
Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu.
Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við.
Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt?
Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega af heilum hug vill þetta."
Auðvitað er þessi fyrrum þingmaður af vinstri kantinum fremur kostnaðarblindur eins og títt er um slík stórmenni.
Að taka við 5000 börnum auk 10.000 foreldra og skylduliði þýðir að elli-og örorkuþegar geta ekki fengið óskert framlög dagsins í dag. Nema Guðmundur viti af einhverjum duldum fjársjóðum.
Það kostar að galopna á íslensku velferðina
8.7.2019 | 09:17
Þjóðaratkvæði svo þið þegið
finnst Birni Bjarnasyni voða sniðugt hjá Haraldi Benediktssyni.
Setjum bara meiri fyrirvara svo sem um þjóðaratkvæði bara ef þið sættið ykkur við að samþykkja 3. orkupakkann.
Af hverju verðum við að samþykkja O3?
Við því fást engin svör nema af því bara og þegið þið svo.
7.7.2019 | 14:23
Orkupakki #4
er að hellast yfir okkur. Hvað sem Gulli utanríkis og aðrir sjálfstæðisþingmenn segja, þá er #4 beint framhald af #3, sem þeir segja að engu máli skipti(sic).
Bjarni Jónsson fer yfir #4:
"Yfirlýst hlutverk orkupakka #3-4 er myndun sameiginlegs markaðar rafmagns í Evrópu. Nú eru nokkrir svæðisbundnir raforkumarkaðir þar, og er einn slíkur fyrir norðanverða Evrópu, NordPool. Innri markaðurinn hefur þegar leitt til mikillar jöfnunar á raforkuverði, þar sem raforkuverð til heimila og iðnaðar á Norðurlöndunum hefur hækkað mjög sem hlutfall af meðalverði í Evrópu, en lækkað t.d. í Austurríki, Þýzkalandi, Belgíu og Frakklandi. Þessi þróun hefur að sama skapi leitt til breyttrar samkeppnisstöðu, atvinnustigs og lífskjara í þessum löndum, jaðarsvæðunum á Norðurlöndum í óhag, en þungamiðju framleiðslu í Evrópu í hag, enda kerfið hannað með það fyrir augum. Orkan er alls staðar undirstaða nútímaþjóðfélags. Ætlum við að ganga í þessa gildru stórkapítals og stjórnenda Evrópusambandsins ? Augljóslega er það keppikefli ESB-sinna.
Ísland er mjög háð raforku vegna atvinnuhátta, iðnaðarins og hnattlegu landsins. Talsverður hluti hitunarkostnaðar húsnæðis er raforkukostnaður, einnig á hitaveitusvæðum, því að hitaveitur þurfa talsverða raforku til að dæla miklu vatni. Raforkuverðhækkun á Íslandi er þess vegna stórmál og mjög neikvæð fyrir allt þjóðfélagið, og það er algerlega ótækt, að stjórnun verðlagningar á raforku í landinu verði í höndum embættis, sem er algerlega utan seilingar lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsmanna. Þar er átt við Landsreglarann (The National Energy Regulator), sem starfa mun hér undir stjórn og á ábyrgð ACER-Orkustofnunar ESB, þótt ESA-Eftirlitsstofnun EFTA fái fyrir siðasakir að afrita og hafa milligöngu um afhendingu gagna til og frá ACER.
Í OP#4, gr. 59.3, er eftirfarandi tekið fram um valdsvið Landsreglarans:
- hann skal taka bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki
- hann skal taka ákvarðanir, sem tryggja, að raforkumarkaðurinn virki, eins og ætlazt er til
- hann skal leggja sektir á raforkufyrirtæki, sem ekki fara eftir rafmagnstilskipuninni, ákvörðunum Landsreglarans eða samþykktum ACER. [Allt er þetta ótækt með öllu fyrir þjóð, sem ekki vill ganga ESB á hönd-innsk. BJo].
Landsreglarinn á að taka þátt í fundum ACER, en EFTA-löndin verða þar án atkvæðisréttar. Auk þess skal hann taka þátt í svæðisbundnu samstarfi til að:
- tryggja næga flutningsgetu á milli landa
- samræma þróun á flutnings- og dreifikerfisskilmálum og öðrum reglum
- Landsreglarinn getur stundað svæðisbundið samstarf óháð íslenzkum yfirvöldum. [Hann verður ríki í ríkinu - innsk. BJo].
6.7.2019 | 15:35
Ljótur er hann listinn
yfir þá þingmenn sem greiddu atkvæði með því að stefna Geir H. Haarde einum ráðherra fyrir Landsdóm fyrir að reyna að bjarga Íslandi frá verstu afleiðingum hrunsins.
Geir sem lagði sig allan fram og kom neyðarlögunum í gegn sem björguðu miklu af því sem bjargað varð. Missti heilsuna í framhaldi. Fáir þakka honum að verðleikum.
Megi skömm þessa fólks verða lengi uppi.
Mér er og verður raun að því að horfa á Sjálfstæðismenn gera þeim erkiþingmanni Steingrími Jóhanni Sigfússyni kleift að tróna á forsetastóli Alþingis.
Mér finnst þessi Steingrímur eiga stóra sök óbætta á því að erlendum vogunarsjóðum var gefið skotleyfi á íslenskan almennings með þeim afleiðingum að þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín.
Hann gerði heldur ekkert í því að milda áhrif verðtryggingarinnar á almenning og viðskiptalífið. Dældi milljörðum af skattfé í Sparisjóð Keflavíkur, Sjóvá og fleiri fjármálatengd fyrirtæki.
Þessum manni hossum við Sjálfstæðismenn.
Eru ráðherrastólarnir svona mjúkir og svona mikils virði?
Atli Gíslason,
Álfheiður Ingadóttir,
Árni Þór Sigurðsson,
Ásmundur Einar Daðason,
Birgitta Jónsdóttir,
Birkir Jón Jónsson,
Björn Valur Gíslason,
Eygló Harðardóttir,
Helgi Hjörvar,
Huld Aðalbjarnardóttir,
Jón Bjarnason,
Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Katrín Jakobsdóttir,
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
Lilja Mósesdóttir,
Magnús Orri Schram,
Margrét Pétursdóttir,
Margrét Tryggvadóttir,
Mörður Árnason,
Oddný G. Harðardóttir,
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Sigurður Ingi Jóhannsson,
Siv Friðleifsdóttir,
Skúli Helgason,
Steingrímur J. Sigfússon,
Svandís Svavarsdóttir,
Valgerður Bjarnadóttir,
Vigdís Hauksdóttir,
Þór Saari,
Þráinn Bertelsson,
Þuríður Backman,
Ögmundur Jónasson.
Ljótur er hann listinn þessi en má ekki gleymast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko