Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
13.2.2020 | 18:05
Stórvá í Straumsvík
fyrir dyrum.
Rio Timto segist greiða hærra verð en aðrir fyrir raforku, bæði á Íslandi og alþjóðlega.
Álverið í Straumsvík lesti Íslendinga úr álögum á sínum tíma. Rétti okkur upp úr kút vandræðagangsins og kotungsskaparins.
Ég man það vel hvað breyting varð á öllu þegar hann Jan Henje kom á bláum blazerjakka með gyllta hnappa í Steypustöðina og vildi fá tilboð hjá okkur í flutninga.Maður af öðrum heimi og mælikvarða. Boðberi nýrra tíma í kreppunni og kotungsskapnum sem við vorum fastir í. Það er eins og martröð að hugsa til baka til vandræðanna sem hér ríktu í öllu atvinnulífi fyrir þessa atburði.Stjarnfræðilegir peningar, 63 milljarðar voru að koma inn í landið með álverinu sem þýddi að kotungatímarnir voru að réna. Og Hochtief koma að byggja höfnina Þetta var eins og kraftaverk allt saman. Almenna að byggja Búrfellsvirkjun með erlendum stórverktaka, sem ég man ekki lengur hvað hét.
Hann Jan Henje settist svo að á Islandi og er löngu orðinn fyrirmyndar Íslendingur.
Nú talar Rio Tinto um að það verði hugsanlega að loka álverinu. Ég trúi ekki mínum eigin eyrum. Loka Straumsvík!
Nei, það má ekki gerast. Við skuldum álverinu og öllu þessu svo mikið sem þjóð að við verðum að finna leiðir til að afstýra þessu.
En staðan er greinilega alvarleg. Starfsmannafundur er ekki haldinn í gríni og forstjórinn talar í alvöru:
"Rannveig segir að Rio Tinto gefi sér tíma fram í júní til að taka ákvörðun um lokunina.
Hún segir að móðurfyrirtækið hafi bæði selt og lokað álverum í Evrópu á undanförnum árum, og álverið í Straumsvík sé í dag eina álver fyrirtækisins í Evrópu.
Einn kosturinn í stöðunni, eins og fram kemur í tilkynningu Rio Tinto, er að minnka framleiðslu álversins. Nú er fyrirtækið að framleiða 184 þúsund tonn á ári, en hámarksafkastageta sé 212 þúsund tonn. Það er möguleiki að minnka þetta eitthvað ef ekki næst niðurstaða í þetta, segir Rannveig.
Sorg hjá starfsfólki
Spurð út í viðbrögð starfsfólks á starfsmannafundi í morgun, segir Rannveig að fólkið hafi tekið fregnunum af yfirvegun en sorg. Það voru mjög uppbyggilegar spurningar og góðar umræður, og mér var þakkað fyrir að stíga hreinskilnislega fram og segja stöðuna eins og hún er. Það var mjög vel mætt eins og alltaf er á starfsmannafundum hjá mér, og ég tala alltaf bara beint og blaðlaust við fólkið og við eigum mjög góð samskipti og þekkjumst vel. Ég er búin að vera hér í bráðum 24 ár. Ég upplifði þetta sem sorg en samt var smá vonarneisti vegna þess að loksins væri farið að ræða um það sem er raunverulegt vandamál.
Getum við ekki gert eitthvað?
Getum við hjálpað Íslendingar með því að hætta við að stofna þjóðarsjóð fyrir rafmagnsgróðann með því að kaupa álbirgðir af fyrirtækinu. Eiga álfjall í Straumsvík í stað bankareikninga hjá Landsvirkjun. 20.000 tonn á 1800 $/tonn, skitnir 4 milljarðar sem við seljum þegar verðið hækkar? Við getum alveg eins átt ál eins og þjóðarsjóð í Asíubanka Kína. Getur þetta hjálpað fyrirtækinu Rio Timto yfir næsta hjalla? Þeirra örlög eru líka okkar örlög. Við getum bara ekki staðið hjá.
Við verðum að gera eitthvað fyrir þessa verksmiðju sem breytti svo miklu fyrir land og þjóð.Færði okkur Búrfellsvirkjun og fleiri Þjórsárvirkjanir.Réttu okkur upp úr kotungsskapnum
Við erum skuldbundnir því að afstýra stórvá í Straumsvík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2020 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2020 | 15:12
Íslandsbanki með afslætti?
sem gylliboð til þeirra sem vilja kaupa.
Eigið fé bankans eru einhverjir 157 milljarðar talið. Eitthvað af þessu er ónýt undirmálslán eins og gengur.
Nú ríður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins um héröð og boðar sölu á bankanum með afslætti. Kannski fyrir 50-60 milljarða allt klabbið hefur maður heyrt nefnt? Þessir peningar fari þá í innviðauppbyggingu segir hann.
En er þetta besti kosturinn?
Þarf þennan Íslandsbanka yfirhöfuð?
Getur ekki hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, bætt allri starfsemi bankans við sig?
Er ekki hægt bara að loka Íslandsbanka og rukka inn það sem innheimtanlegt er af þessu eigin fé?
Borga 900 starfsmönnum kaup út uppsagnartímann? Kannski 10 -20 milljarða?
Minnkun á ríkisbákninu og miklu meira í ríkissjóð en einhver sala til einhvers óþekkts kaupanda ef einhver þá er finnanlegur?
Ríkisbanki hverfur af sviðinu og kerfið einfaldast til muna í stað þess að reyna að selja Íslandsbanka með afslætti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2020 | 15:55
Óraunhæfar kröfur Eflingar
um að menntun skuli ekki metin til launa og að allir eigi að fá sömu laun ganga ekki upp í þessu þjóðfélagi að mati annarra en sannfærðra kommúnista.
Það er engin leið önnur en að Efling fari í langt og ótímabundið verkfall og því verði lokað sem lokast vill.
Það var fyrirsjáanlegt með yfirtöku Sósíalistaflokks Gunnars Smára og Sólveigar Önnu með 8 % atkvæða í félaginu, að eitthvað einkennilegt myndi koma upp í kjaramálum. Það er komið á daginn að engin leið er að semja við þetta fólk. Lengsta verkfall Íslandssögunnar gæti því alveg verið í kortunum ef einhverri skynsemi ætti að beita.
En hinsvegar er Borgarstjórnarmeirihluti Dags B. Eggertssonar viðsemjandinn sem tæplega mun setja langtímahagsmuni fram fyrir stundarvinsældir og almennt ábyrgðarleysi. Samningar geta því verið skammt undan og þar með allur vinnumarkaðurinn með hundruð kjarasamninga sprunginn í loft upp.
Kröfur Eflingar eru því miður algerlega óraunhæfar í heildstæðu samhengi, hvað sem allri samúð með láglaunafólki líður, enda pólitískur tilgangur á bak við allt saman en ekki umhyggja.
12.2.2020 | 15:41
Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Samtaka Iðnaðarins og í ýmsu tengdu lífeyrissjóðum, var á fundi í hádeginu í Valhöll þar sem leifarnar af gamla Sjálfstæðisflokknum hittist á miðvikudögum undir forystu Dóra gamla Blöndal sem er lofsvert framtak hans á tímum fallandi fylgis flokksins. Þangað stefnir hann úrvals fyrirlesurum eins og í dag þegar Guðrún kemur. Sé honum lof og prís fyrir frá gömlum íhaldshjörtum eins og mér.
Í stuttu máli flutti Guðrún afburða erindi. Hún hefur yfir mikilli reynslu og þekkingu að ræða eftir áratuga starfi að atvinnu-og félagslífi. Þar að auki flytur hún mál sitt svo glæsilega og sannfærandi að maður kemst ekki hjá því að sjá fyrir sér forystumann í stjórnmálum ef slíkt væri í boði.
Hún ræddi blikur á lofti í efnahagsmálum Íslendinga. Álverið í Straumsvík sem væri eina gamla álverið sem eftir væri í Evrópu, stæði frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda og jafnvel væri hætta á að þau 1000 störf sem því tengjast gætu glatast ef verið þyrfti að loka. Elkem á Grundartanga væri einnig í slíkum vandræðum. Advania væri að byggja nýtt gagnaver en ekki á Íslandi heldur í Stokkhólmi. Ástæðan væri sú að rekstraumhverfið á Íslandi væri orðið óhagstætt vegna hás orkuverðs og annars kostnaðar sem allir vissu að sífelldar launahækkanir væri ekki að laða atvinnurekstur til landsins. Þetta ætti að vekja einhverja til umhugsunar um hvert stefndi hér á landi.
Landsvirkjun væri farin að miða orkuverð við samkeppnismarkað um sæstreng sem væri stóriðjunni um megn miðað við heimsmarkaðsverð á framleiðslunni. Slaknað væri á aðstreymi ferðamanna og ný uppgrip væru ekki í augsýn.
Við Íslendingar yrðum að fara að hugsa meira um þekkingardrifinn hagvöxt fremur en auðlindadrifinn. Að hennar áliti væri staðan grafalvarleg og því yrðum við Íslendingar að leggja meira vægi á menntun fólksins, þar lægi framtíðin. Á síðustu árum hefði störfum í einkageiranum fækkað um 5000 en í opinbera geiranum hefði störfum á sama tíma fjölgað um 6000. Þetta væri öfugþróun á sama tíma sem sífellt er hert á skatt-og gjaldheimtu af fyrirtækjunum svo sem fasteignagjöldum sem væru óvíða hærri en hér.
Krafist væri sömu launa fyrir alla án tillits til menntunar ef horft væri á kröfur Eflingar. Það gæti engan veginn gengið.Efling krefst 90.000 króna ofan á 100.000 ofan á lífskjarasamninginn.
Ísland á næga orku. Flestir vilja að sú orka sé notuð innanlands en ekki flutt út til notkunar erlendis þar sem Íslendingar koma ekki endilega að störfum.Við verðum samt að vera samkeppnisfærir Íslendingar á alþjóðamarkaði, hvað varðar orku sem annað. Vextir eru í sögulegu lágmarki. Dæmi eru um að íslenskir bankar vilji ekki lána atvinnufyrirtækjum lengur og hvert á þá að leita?
Spurning er hvort íslenska ríkið hefur ekki farið of bratt í að greiða niður skuldir í stað þess að fjárfesta í innviðum þar sem hundrað milljarða fjárfestingarþörf bíður. Að Þjóðarsjóður þurfi að gagnast innviðafjárfestingu en ekki erlendri fjárfestingu kom fram í máli manna á fundinum en líflegar umræður urðu sem vænta mátti í framhaldi af ræðu Guðrúnar.
Guðrún Hafsteinsdóttir kom sá og sigraði í Valhöll í hádeginu.
12.2.2020 | 11:17
Þverrandi Þorvaldur Gylfason
vekur enn athygli mína fyrir einstaklega rætin og hlutdræg hatursskrif sín í garð Republikana og Trump í Bandaríkjunum.
Hann skrifar núna svo:
"
rump Bandaríkjaforseti flutti í gærkvöldi árvissa ræðu forsetans í þinginu. Ræða hans var í venjulegum öfugmælastíl. Hann sagði meðal annars að Bandaríkin njóti nú aftur virðingar (highly respected again). Forseti fulltrúadeildar þingsins, Nancy Pelosi, kallaði ræðuna ósannindaávarp (manifesto of mistruths) og reif hana í tætlur í augsýn þingheims og athugulla sjónvarpsvéla.
Stöldrum hér við þetta tiltekna atriði: að Bandaríkin njóti nú aftur virðingar. Sannleikurinn er sá að virðing Bandaríkjanna í augum umheimsins hefur þvert á móti hrapað í forsetatíð Trumps. Eitt helzta skoðanakönnunarfyrirtæki Bandaríkjanna, Pew Research Center, birti fyrir rösku ári niðurstöður könnunar á trausti til Trumps forseta í hópi 25 landa. Þar segjast 70% íbúanna vantreysta Trump. Til samanburðar segjast 62% vantreysta Pútín forseta Rússlands og 56% segjast vantreysta Xi Jinping forseta Kína. Mest er vantraustið í garð Trumps meðal gamalla bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu.
Tökum Þýzkaland sem dæmi. Í forsetatíð Baracks Obama 2009-2016 sögðust 71% til 93% Þjóðverja bera traust til forsetans og 50% til 64% sögðust hafa mikið álit á Bandaríkjunum. Eftir að Trump tók við forsetaembættinu 2017 hrapaði traust Þjóðverja á forsetanum niður í 10% og álitið á Bandaríkjunum féll niður í 30%. Þannig er hægt að fara land úr landi (Frakkland, Japan, Kanada, Mexíkó, Spánn o.s.frv.), langflestir vantreysta Trump.
Þó eru þau lönd til þar sem álitið á forsetanum hefur aukizt, t.d. Pólland og Ungverjaland þar sem hálfgildingsfasistastjórnir eru nú við völd. Einu löndin í hópnum þar sem Trump forseti nýtur trausts meiri hluta aðspurðra eru Filippseyjar, Ísrael, Kenía og Nígería."
Athygli vekja vikmörkin sem Þorvaldur notar. Og hann getur auðvitað í engu hvaðan þessar tölur koma.
Finnst einhverjum að þessi Þorvaldur hafi ráð á því að kalla heilu lýðræðisríkin fasistaríki? Er ekki traust á málflutningi ofstækismannsins Þorvaldar Gylfasonar þverrandi?(En mér finnst alltaf jákvætt við Þorvald að hann skrifar með Zetu!)
11.2.2020 | 14:22
Hart sótt að Trump
víða um heim. Nú bætist Samfylkingin með Guðmundi Steingrímssyni í hóp andskota hans.
Guðmundur skrifar í örvæntingu um framboðsmál demókratanna.
Hann segir m.a.:
,,," Ég drekk í mig fréttir af forvali Demókrataflokksins og les pistla um dusilmennið Trump eins og reyfara. Hverju sætir? Jú, Bandaríkin eru svo nálægt manni. Og eftir að hafa sökkt mér í þetta sé ég ekki betur en að það sé eiginlega stríð í gangi í Bandaríkjunum. Það geisar þar menningarleg styrjöld. Hún er sem betur fer háð með orðum en ekki tólum, en hatrömm er hún. Mér finnst nánast eins og maður þurfi að bregða sér vestur eftir og taka þátt. Bera út bæklinga í hús í einhverju úthverfinu. Mér finnst ég skilja hvernig ungu fólki leið sem Bandaríkin ákvað að fara til Spánar í gamla daga og berjast fyrir lýðræðinu við heri Franco einræðisherra.
Stríðið í Bandaríkjunum snýst um jafn mikilvæga hluti. Málsvarar hins opna og umburðarlynda samfélags þar sem gildi eins og sannleikur, heiðarleiki, sanngirni, tjáningarfrelsi, upplýstar ákvarðanir og jöfn tækifæri eru í hávegum höfð eiga í magnaðri orrahríð við erindreka sérhagsmuna sem víla ekki fyrir sér að spinna alls konar lygavefi, hunsa vísindalegar staðreyndir, ala á hatri og mölbrjóta alla múra heiðarlegrar háttsemi til þess að fá vilja sínum framgengt, sem er að halda völdum í þágu sinna eigin hagsmuna...
Ja þvílík örvænting er í Guðmundi og demókrötum. Hillary Clinton lét myrða merkismanninn Gaddafi á viðbjóðslegan hátt. Voru "sannleikur, heiðarleiki, sanngirni, tjáningarfrelsi, upplýstar ákvarðanir og jöfn tækifæri " þar í framlínu með pappírstætaranum Pelosi Pokahontas?
..."Stærsta hagkerfi heims er sem sagt um þessar mundir stjórnað af stjórnmálaflokki sem ber öll einkenni mjög furðulegs sértrúarsafnaðar. Það er korter í að þessi flokkur haldi því fram að jörðin sé flöt og að rökin fyrir því séu af því bara.
Útlitið er ekki bjart, en megi Demókrötum auðnast að sameina sjálfa sig gegn þessu yfirgengilega rugli því þetta ástand varðar ekki bara Bandaríkin heldur okkur öll. Amy, Bernie, Elisabeth, Michael, Pete eða Joe. Hver sem sigrar í forvalinu.
Þið megið ekki klikka á þessu! Ég brjálast."
Þetta kallar maður að hafa verki með því.
En Guðmundur Steingrímsson má hugga sig við eitt: Hann og Samfylkingin geta ekki brjálast af augljósum ástæðum.
En Trump stendur af sér allar aðsóknir og verður forseti næstu fjögur árin svo að Guðmundur gerir vel í að venja sig við þá tilhugsun.
9.2.2020 | 20:53
Nú er verkfallslag
þegar ótímabundið verkfall Eflingar skellur yfir.
Þjóðin þarf sárlega á lexíu að halda í alvöru vinnudeilum. Ekki venjulegum skrautsýningum sem enda alltaf með réttmætum sigri ofbeldisaflanna. Aldrei með málamiðlun heldur svínbeygjum.
Allir leikskólar munu hvort sem er loka innan skamms tíma vegna kórónaveirunnar. Það breytir því litlu hvort þeir loka nú eða litlu síðar.
Langt alvöruverkfall á leikskólunum er það sem þjóðin þarfnast núna uppeldislega.
Nú er verkfallslag.
9.2.2020 | 20:45
Þarf ég nýja stjórnarskrá?
í stað þeirrar sem þjóðin samþykkti 1944 nær einróma?
Og það úr hendi formanns kommúnistaflokksins V.G. frekar en samskonar flokks Gunnars Smára og Sólveigar Önnu?
Núverandi stjórnarskrá dugði þáverandi Forseta Íslands til að vernda mig gegn fíflskap Alþingismanna í ICESAVE. Hún dugði ekki til að vernda mig gegn kvótaframsali kommúnistans Steingríms Jóhanns sem hefur leitt varanlegan skaða yfir þjóðarvitundina. Einhver ný stjórnarskrá breytir ekki orðnum hlut.
Ég tel að engin stjórnarskrá mun duga til að vernda mig gegn einbeittum brotavilja Þingskálkanna eins og þegar þeir börðu 3. orkupakkann ofan í okkur. Ég fyrirgef þeim það ekki hversu marga fundi þeir halda og hversu víða um landið.
Því gef ég núll fyrir þetta stjórnarskrárvesen Katrínar Jakobsdóttur. Mig vantar margt annað en aukin innflutning flóttamanna og hælisleitenda, ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins eða auknar fóstureyðingar sem hún stendur fyrir að öðru leyti.
Stjórnarskrá Katrínar Jakobsdóttur þarf ég ekki.
9.2.2020 | 09:03
Sannleikurinn um Trump
er eins og Gunnar Rögnvaldsson orðar það í pistli sínum:
"Á sama tíma og pólitísku ofsóknirnar á hendur Donald J. Trump fyrir að vera Trump og tala eins og Trump náðu hámarki, eru af sama "góða fólki" engar spurningar settar við það, að erfiðara er að fá réttar og gagnlegar upplýsingar um krónískar útflutningsdrepsóttir Kína, en það var að fá réttar upplýsingar um bráðdrepandi hungursneyðar hins sama alblóðuga kommúnisma í Sovétríkjunum og hjálendum þeirra á sínum tíma
Enginn þorði að setja fingur á Kína, nema Donald J. Trump. En nú eru allir menn með heila sammála honum þar - og í Miðausturlöndum líka þar sem Vesturbakkinn og sendiráð í Jerúsalem reyndust á engan hátt mikilvæg atriði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna þar. Sleggja í óhlutfallslegri stærð bíður Írans haldi það sér ekki á mottunni, og það veit Íran núna. Hið sama gildir um Evrópu sem áður en Trump kom, sá og sagði heimtaði að Bandaríkin hefðu meiri og dýpri frumskyldum að gegna þar, en Evrópa hefði gagnvart sjálfri sér. Þar reif hann í eyru manna, öskraði þetta er bullshit í þau, og allir eru sammála um að þess var fyllilega þörf
Það kostar mikið að vera hugrakkur eins og Trump. Þess vegna eru svo fáir sem eru það. Borgaralegt hugleysi er því næstum allsráðandi. Huglaust fólk ofsækir þá hugrökku fyrir það eitt að vera hugrakkir
Lögmálið um hugleysi er þannig að fólk sem er huglaust þolir ekki fólk sem er hugrakkt, því að hugrakkir menn fá hugleysi þess sjálfs til að skera sig úr í augum þess sjálfs, og annarra. Þannig fólk virðist enn fremur hafa tilhneigingu til að verða auðveldara háð andúð og jafnvel hatri á hugrökkum mönnum en það verður háð eiturlyfjum
Það mun aldrei renna af þannig fólki varðandi Donald J. Trump, ekki frekar en það rann aldrei af mönnum hér heima varðandi Davíð Oddsson. Þeir menn eru fullir og tapaðir enn"
Sóðaskapurinn og svínaríið í Kína er ógn við almannaheilsu í heiminum. Þar eru framleidar flestar pestir heimsins sem yfir okkur ganga. Sú nýjasta stendur yfir. Hvort verður eitthvað hægt að gera í þeim málum veit maður ekki. Vonandi finna vísindastofnanir heimsins einhver svör áður en mikið lengra líður.
Pólitískt hugrekki er það sem virðist vera á undanhaldi á Vesturlöndum dagsins. Ef menn hlaupa saman í múg og mótmæla þá gera stjórnmálamenn gjarnan í buxurnar. Líti menn til Frakklands og Macrons. Hvar er forysta hans stödd?
Það er helst að mamma Merkel hafi sýnt pólitískan kjark þegar hún hleypti innflytjendastraumnum inn með röngu eða réttu. Viktor Orban hefur sýnt kjark og meira að segja Danir hafa sýnt kjark. Og Pólverjar hafa líka tekið af skarið með meira afgerandi hætti.
Hjá okkur er safnað undirskriftum gegn löglegum aðgerðum í útlendingamáli og ekki stendur á því að lögum og reglum sé breytt og alveg eins afturvirkt. Auðvitað þarf vissan kjark til slíks, hvort sem er rétt eða rangt pólitískt séð.
Nú er annað mál á leiðinni hér á Íslandi þar sem erlend stórfjölskylda vill ekki fara úr landi vegna dagaspursmáls. Hvað skal gera?
Hvað á embættismannakerfið okkar að komast lengi upp með slugs sem leiðir til slíkra mála?
Mótsett þessu hefur Trump oft á tíðum sýnt ótrúlegan kjark í mörgum málum. Hvernig hann hefur haldið gegn straumnum og vinsældum. Beitt afli til að knýja fram niðurstöður en ekki sífellt slegið undan. Niðurstöðurnar eru ekki alltaf augljósar strax og fordómarnir eru fljótir á kreik. En í heildina hefur honum betur farnast en hitt.Hann hefur gert meira gott en illt. Og ég held að hann eigi margt gott ógert í embættinu.
Ég er sammála Gunnari Rögnvaldssyni um að sannleikurinn um Donald J. Trump sé hinn óvenjulegi kjarkur sem hann sýnir þegar á ríður .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2020 | 12:32
Forspá
er sá eiginleki sem Snorri Goði var sagður hafa haft. Það er það að sjá fyrir óorðna hluti og geta gert ráðstafanir.
Hafa okkar bestu menn þessa eiginleika?
Nú er talið tímaspursmál hvenær Kórónaveiran hellist yfir okkur. Við eigum 6 pláss til að annast slíka sjúklinga en þyrftum þúsund.
Í spönsku veikinni var maður með lurk settur á vörð á þjóðbraut sem aftraði mönnum samgang við héraðið. Vörður var á Þjórsárbrú þar sem enginn fór yfir austur.Veikin fór ekki þangað sem aðgangur var heftur.
Eigi að endurtaka slíkar ráðstafanir þá finnst manni að þurfi að undirbúa það aðeins ekki seinna en strax. Birgja upp þau svæði að olíu og matvöru með það fyrir augum að lokun geti tekið gildi á tilteknum degi, hugsanlega 1. marz. Eftir þann tíma verður ekkert innanlandsflug eða samgöngur milli landssvæða. Fólk það sem slíkt getur sest hugsanlega að í sumarhúsum í einangrun af sjálfsdáðum í von um að bóluefni finnist.Veiran lifir utan líkama í sólarhring. Hún smýgur grímur og inn um augu. Hún getur borist með vindi. Það er ráðlegt að fólk láti bólusetja sig gegn lungnabólguvírus til varnar meiri veikindum auk inflúensubólusetningar. Að öðru leyti er útlitið skelfilegt og veikin breiðist út með veldisvísi.
Útlitið er ekki gott og ráðamenn þurfa nú á forspáreiginlekum að halda sem aldrei fyrr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko