Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
22.4.2021 | 12:53
Einkunnagjöf sveitarstjórna?
á höfuðborgarsvæðinu?
"Sveitarfélagið Árborg fékk 8.895 umsóknir um 52 lóðir sem auglýstar voru í öðrum áfanga nýs hverfis, Björkurstykkis, á Selfossi. Um 120 íbúðir verða á þessum lóðum. Ásókn í lóðir á Selfossi er meiri en nokkru sinni og útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að einstaklingar og fyrirtæki sæki um lóðirnar. Hann telur að einhver byggingarfyrirtæki hafi sótt um allar lóðirnar á nokkrum kennitölum en tekur fram að það breyti ekki heildarmyndinni.
Eftirspurnin sé mikil.
Sem betur fer höfum við byggt upp rafrænt ferli fyrir umsóknir og útdrátt, segir Gísli Halldór og bendir á að það auðveldi mjög úrvinnsluna. Í byrjun maí verður varpað hlutkesti um það hvaða umsækjendur fái þessar eftirsóttu lóðir. Það er gert í excelskjali og hefur fulltrúi sýslumanns eftirlit með því. Spurður hvort eftirspurnin verði ekki til þess að framboð á lóðum verði aukið, segir Gísli Halldór að skipulagt hafi verið stórt hverfi í framhaldi af þeim hluta sem nú var auglýstur. Þar geti risið um þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Hins vegar stilli bærinn undirbúningi og gatnagerð við eftirspurn, bæði hjá bænum og einkaaðilum sem séu að undirbúa íbúðahverfi með um 2.500 íbúðum á nokkrum stöðum á Selfossi.
Flóðgáttir opnast
Það er eins og allar flóðgáttir hafi opnast. Við sjáum fram á að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári en um 10- 11% á ári á næstu árum, segir Gísli. Kennsla hefst í nýjum skóla í Björkurstykki í haust, í bráðabirgðahúsnæði, og bygging varanlegs húsnæðis hefst á næsta ári. Segir Gísli að nú þurfi að huga að staðsetningu og byggingu næsta skóla sem verði tilbúinn eftir fjögur ár."
Þessi fjöldi getur ekki komið annarsstaðar frá en af höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýnir þá að fólkið er ekki ánægt þar sem það er. Eitthvað vantar.
Í Reykjavík blasir blokkasæknin við, þéttingarstefnan og Borgarlínuhugsunin. Alger skortur á sérbýlisúrræðum hefur verið þar lengi. Líklega hefur svo verið víðar á svæðinu.
Spurning er hvort sveitarstjórnarfólk þarf ekki að hugleiða hvað veldur þessum flótta frá þeim svæðum sem því er trúað fyrir.
Þorlákshöfn er farin að sækja stíft inn á hefðbundið hlutverk Reykjavikur í stórflutningum.
Hvar á næsti alþjóðaflugvöllur að koma til dæmis? Ekki frekar í Kaldaðarnesi fremur en í Hvassahrauni af fleiri en einni ástæðu?
Verða sveitarstjórnarmenn ekki að skoða þetta sem einskonar einkunnagjöf borgaranna fyrir stefnumálin og frammistöðuna á undanförnum árum?
21.4.2021 | 16:53
Fyrirlitnar skoðanir
eru greinilega þeirra sem ekki aðhyllast ESB og Evróputrúboðið.
Málgagn ESB hér á landi,Fréttablaðið, vill stjórna tilfinningum og skoðunum fólks á stóru sem smáu.Þannig á að gjöra veg ESB beinan.
Einn leigupenni blaðsins, Aðalheiður Ámundadóttir, lýkur leiðara Fréttablaðsins í dag þannig:
"..Stjórnvöldum er vorkunn. Fjölmiðlafólk finnur fyrir þessum ótta líka enda er ógnin raunveruleg.
Andúð á innflytjendum er raunveruleg á Íslandi. Þegar slík andúð verður til þess að við getum ekki talað saman, miðlað upplýsingum og tekið ákvarðanir byggðar á þeim verður hún ógn við þjóðaröryggi.
Það er lífsspursmál að auka umburðarlyndi og náungakærleik hér á landi. Útlendingaandúð og fordómar eru ekki síður ógn við þjóðaröryggi en hryðjuverk, skipulögð brotastarfsemi og farsóttir.
Ef stjórnvöld geta ekki veitt borgurum upplýsingar af ótta við fordómafull viðbrögð, þurfum við að horfast í augu við að okkur sé ekki treystandi fyrir upplýsingum. Þá eigum við gegnsæið ekki lengur skilið. Við þurfum að horfast í augu við og viðurkenna þetta.
Reiðialda hefur farið um landið undanfarna daga vegna meintra sóttvarnabrota. Látum okkur frekar renna þá reiði en hella olíu á eld útlendingaandúðar og verum traustsins verð.
Þau smit sem komast inn fyrir landamærin verða aldrei pólskum innflytjendum að kenna.
Þau eru ekki síst afleiðing af vanmætti okkar til að ráða niðurlögum haturs og umburðarleysis. Við verðum að gera betur."
Það er greinilega bannað að hafa skoðun á fullveldi Íslands og frelsi til að hugsa sjálfstætt í alþjóðamálum. Fréttablaðið á að ákveða hvað okkur finnst í innflytjendamálum og afstöðunni til ESB. Ég á ekki að hugsa slíkt fyrir mig hvað þá aðrir óupplýstir fullveldissinnar.Við eigum að falla fram og krjúpa fyrir Fréttablaðinu.
Ég tel mig vera sjálfan lausan við altæka útlendingaandúð enda dvalist langdvölum með öðrum þjóðum. Ég virði þær mismikið skal viðurkennt. En að ég megi ekki hafa skoðanir á heppilegum innflytjendum eða hugsa fyrir mig sjálfan vil ég ekki láta Hafskips-Helga,Aðalheiði, Talna Bensa eða Sigmund Erni ákveða fyrir mig.
Grundvallarafstaða mín er einfaldlega sú að vilji innflytjendur ekki semja sig að okkar siðum og lögum þá þrýtur mér þolinmæði.Sem betur fer er slíkt sárasjaldgæft og oft á tíðum okkur sjálfum að kenna.
Gin Dobry. Velkomnir allir sem okkur og okkar lög og skoðanir vilja virða en ekki fyrirlíta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2021 | 11:04
Sigurður Oddsson
ritar skynsamlega í Morgunblað dagsins:
"Eitt vorið, þegar ég átti heima í Zürich, fór fram mikil rannsókn á götum sem þóttu óeðlilega mikið slitnar. Vegsnið voru mæld um alla borgina. Alls staðar var mikið slit miðað við fyrri ár. Rannsókn á steinefnum og bindiefnum malbiks leiddi í ljós að gæðin voru í lagi. Næsta vor staðfestu mælingar áfram óeðlilega mikið slit. Það var ráðgáta, þar til kom í ljós að ástæðan var augljós: Nagladekkin.
Svissarar bönnuðu strax nagladekk í öllu Sviss. Einföld lausn, sem virkaði strax. Sama ættum við að gera. Við getum það alveg eins og Sviss með alla sína fjallvegi í Ölpunum. Minnisstætt frá vetrinum á eftir eru sjónvarpsskot sem sýndu skíðatúrista naglhreinsa bíla sína á landamærunum.
Í Sviss greiðir almenningur ekki fyrir sérþarfir annarra með sköttum og því var auðvelt að banna nagladekkin. Það kostar að malbika og í Sviss eru vegir malbikaðir á margra ára fresti og ekki annað hvert ár, eins og sums staðar.
Bannið hafði ekkert að gera með svifryk. Í Sviss er ekki svifryk, því vegir eru hannaðir með réttum halla fyrir regnvatnið að renna í niðurföllin. Rigningar sjá að mestu um þvottinn, en þess á milli eru götur spúlaðar og bununni beint í niðurföllin.
Hjá okkur rennur regnvatnið eftir hjólförum í malbikinu og nær ekki í niðurföllin. Þetta getur hver og einn skoðað við keyrslu um bæinn í rigningu. Þannig skemmir vatnið götur borgarinnar um leið og umferðin hefur myndað hjólför. Stórir trukkar og strætó skemma mest og þyrla upp mestu svifryki.
Svifrykið hjá okkur er aðallega vegna þess að götur eru lítið eða ekki þvegnar. Við erum laus við rykið á meðan vegir eru blautir, en svo gýs það upp um leið og þornar. Það þarf ekki mikil vísindi til að sanna að með lækkun hámarkshraða úr 50 í 30 km/klst minnkar svifryk. Það réttlætir samt ekki lækkun hraðans, sé dæmið skoðað til enda. Lækkunin er það vitlausasta sem ég hefi séð koma frá borgarskipulaginu að mörgu öðru ólöstuðu; nú seinast tugmiljarða láni í þeim tilgangi að halda borginni grænni. Hvað verður það næst?
Áætlað er að umferðartafir kosti 15 milljarða á ári. Þær munu snaraukast við lækkun hraðans og fara stigvaxandi ár frá ári. Það verður komið algjört kaos löngu áður en borgarlínan (sem öllu átti að redda) verður tekin í notkun. Kostnaður borgarlínu var áætlaður að stærðargráðu 100 milljarðar, en gæti orðið tvöfalt meiri, ef að líkum lætur. Framtíð komandi kynslóða Reykjavíkur er ekki björt með þetta allt í arf og það á sama tíma og fyrirtæki flýja borgina."
Ertu ekki að skauta framhjá aðalvandamálinu kæri Kollega?
Ónýt slitlög.
Malbikið okkar slitnar upp ótrúlega hratt. Steypt slitlög mörgum sinnum hægar.
Á Vesturlandsvegi er steypt 22cm slitlag að finna í Kollafirði sem var steypt 1972. Var þá ódýrara en 15 cm malbik.
Þykktin var svona mikil til þess að hægt væri að fræsa ofan af því 5 cm og hafa burðarþolið óskert. Ekkert hefur verið fræst né viðgert á þessari hálfu öld sem liðin er þrátt fyrir nagladekkjaumferðina. Svifryk getur ekki myndast ef slitlagið slitnar ekki eða hvað?
Á bloggsíðum minni stendur:
Fyrir aldarfjórðungi var áhrifamaður í framkvæmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson verkfræðingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt Sigurði Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í þeirra regeringstíð tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvæmdir margfölduðust í gatnagerð sem öðru. Smáralindin var byggð og mikið gatnakerfi lagt í tengslum við hana.
Eitt af því sem þeir Gunnar ákváðu var að steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp að Lindavegi. Þeir ákváðu að 14 cm.þykkt væri nóg til að þola umferðina en vanda steypuna úr gæðabergi.
Þegar maður skoðar götuna í dag eftir aldarfjórðungs þungaumferð nagladekkja, þá undrast maður að það sjást varla nokkur hjólför eða slit í yfirborðinu. Það er því ekkert hráefni þarna á ferðinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna þess að undirlagið sem var blöðrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferðinni og hefði betur verið úr þéttara bergi.
Þeir Gunnar ákváðu þetta á þeim grundvelli að þessi steypa var ódýrari en sambærileg þykkt af malbiki.Auk þess sem þeir bjuggust við að steypan myndi slitna margfalt hægar en bikið sem nú hefur komið áþreifanlega í ljós.
Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm þykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viðhald hefur fengið á sínum líftíma. Og er hvergi búin að vera.
14 cm steypa þeirra Gunnars frá Dalsmára að Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni þeirra. Það er hvergi komið að viðhaldi á þessari götu frá Dalsmára að Smáralind. En búið er að setja þunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind þaðan að Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiðinni og engra hraðatakmarkana er því þörf á þeim kafla.
Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eða verkfræðingar í valdastöðum sem þora að fara aðrar leiðir í gatnagerð heldur en með innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til að minnka svifrykið."
Það kostar örlítið lengri lokun á götu að steypa hana. En það þarf ekki að loka henni aftur næstu árin. Og þeir Gunnar sýndu að 14 cm þykkt dugar til burðar ef undirlagið er gott. Og verðið er samkeppnisfært.
Nagladekkin spara slys og mannslíf og eru algerlega nauðsynleg á Íslandi. Hvernig á maður að keyra fjallvegina öðruvísi á glærri hálku?
Skoðaðu þessa kafla þeirra Gunnars í Kópavogi Kollega Sigurður Oddsson.
21.4.2021 | 10:47
Naglahausinn
fær högg hjá Innherja Moggans í dag:
"Fimmaurabrandari á kostnað krónunnar:
Það var engu líkara en Viðreisn hefði í lok marsmánaðar ákveðið að hætta í pólitík og setja þess í stað á fót áhugamannaleikhús. Fyrsta verkið ekki af verri endanum: Deleríum Búbónis og söngtextarnir úr verkinu viðeigandi. Sérlegur sendiherra og Brestir og brak ekki síst.
Og vel tekst þeim að delera. Nú síðast á sunnudag þegar sérlegur sendiherra leikhússins lýsti því yfir að bjarga mætti ríkisfjármálum Íslands með því að ganga í Evrópusambandið.
Rökin voru þau að staðan í ríkisfjármálum væri svo svakaleg að ef koma ætti í veg fyrir að grípa þyrfti til harkalegs aðhalds í ríkisfjármálum og skattahækkana þyrfti að einblína á eitt: Lágir vextir eru það eina sem getur bjargað okkur. Í röksemdafærslunni var svo ýjað að því að krónan og tilvist hennar myndi að öllu óbreyttu leiða til skattahækkana og skerðingar á ellilífeyri.
Sannarlega hjálpa lágir vextir þegar ríkissjóður hefur þurft að skuldsetja sig verulega. En skuldsetningin er ekki krónunni að kenna heldur kórónuveirunni. Og sennilega verður skuldsetningin enn meiri en hefði þurft að vera vegna aulagangs Evrópusambandsins og þeirra mistaka íslenskra stjórnvalda að bíta sig föst við embættismennina í Brussel þegar kom að innkaupastefnu um bóluefni.
Ef vextir munu haldast lágir í Evrópu á komandi árum verður það greinilegasta merkið um að álfan sé ekki að ná sér á strik í efnahagslegu tilliti. Hækki vextir hér á landi verður það til marks um þrótt hagkerfisins. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Vilji menn einblína á góðar stöður hjá ESB og lága vexti, verður það dýrara verði keypt en hærri vextir og blómlegt atvinnulíf."
Óli Björn Kárason einn helsti hugmyndafræðingur okkar hægri manna skrifar einnig í blaðið um krónuna. Niðurlag greinar has er svo:
"... Á sama tíma og Viðreisn heldur sig við möntruna (þegar þingmenn muna eftir þulunni) um að íslenska krónan sé ónýt hefur traust í garð Seðlabanka Íslands stóraukist eða tvöfaldast á tveimur árum. Samkvæmt mælingum Gallup hefur traust til bankans aukist úr 31% árið 2019 í 62%. Árið 2011 báru aðeins 20% landsmanna traust til Seðlabankans.
Seðlabankinn er útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar, skrifaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fésbókarvegg sinn í tilefni af niðurstöðum Gallup og bætti við: Þessi mæling er því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum okkar okkar allra landsmanna.
Mat seðlabankastjóra er rökrétt. Aukið traust til Seðlabankans sýnir aukna tiltrú á krónuna. Að þessu leyti er Viðreisn ekki í takt við þróunina hér innanlands.
En þingsályktunartillaga Viðreisnar er hins vegar fagnaðarefni þar sem hún ætti að gera línurnar örlítið skýrari í aðdraganda kosninga. Og sjálfsagt neyðist Samfylkingin til að grafa ESB-stefnuna upp úr rykföllnum skúffum, þótt það kunni að vera erfitt fyrir einhverja frambjóðendur flokksins sem í fyrra pólitíska lífi börðust gegn aðild að Evrópusambandinu.
Hvort flokkar og frambjóðendur sem eru fastir í viðjum vantrúar á flest það sem íslenskt er muni heilla kjósendur í komandi kosningum á eftir að koma í ljós. Í utanríkisviðskiptum er stefna Sjálfstæðisflokksins að fjölga kostunum í samskiptum við aðrar þjóðir en ekki fækka þeim líkt og hinir vantrúuðu telja rétt að gera. Frjálst, opið og þróttmikið samfélag verður hins vegar ekki tryggt í gegnum Brussel,"
Um þessa grundvallaraafstöðu verður að kjósa í haust. Trúa menn á fullveldi Íslands og viðskiptafrelsi um allan heim eða vilja menn láta múra sig inni í tollakatakombum Úrsúlu hinnar ókjörnu í Brussel með 27 landluktum Evrópuþjóðum og verða herskyld í hinum væntanlega Evrópuher?
Seinni kosturinn er að kjósa annanhvorn Samfylkingarflokkanna eða Pirata.
Þar finn ég ekki naglahausinn minn.
20.4.2021 | 23:38
DARPA
er á bak við alla bóluefnaþróun gegn COVID 19.
Defense Advanced Research Projects Agency er sýklavarandeild Banadaríska hersins, stofnuð af Dweight D. Eisenhower 1958.
Ég heyrði viðtal við forstjórann á 60 Minutes. Hann segir að þeir muni geta þróað bóluefni gegn hverjum þeim vírus sem Kínverjar eða aðrir stríðandi aðilar gegn Bandaríkjunum geti sleppt á heimsbyggðina og bandaríka herinn þar með á aðeins 60 dögum hér eftir. Allir Kórónuvírusar og allir aðrir verði sigraðir í framtíðinni af þessari stofnun.
Þeir þróuðu bóluefnið sem þeir afhentu AstraZeneca uppskriftina að og sem núna er verið að nota.
Þeir starfa á ótrúlegsustu hátæknisviðum.https://www.militarytimes.com/off-duty/military-culture/2020/09/04/8-weird-darpa-projects-make-science-fiction-seem-like-real-life/
DARPA er stofnun sem vert er að vita um og fylgjast með.
14.4.2021 | 11:35
Skörp greining
er sett fram í grein Viðars Guðjohnsen lyfjafræðings í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir:
"Af og til birtast okkur borgarbúum fregnir af löngum skýrslum um borgarlínuna. Á dögunum kom út enn ein. Frumdragaskýrsla svokölluð. Þrjú hundruð blaðsíður af vel skreyttum draumórum þar sem léttklætt fólk á sólríkum dögum gegnir aðalhlutverki.
Hugmyndafræði jafnaðarmanna
Borgarlínan byggist á hugmyndafræði jafnaðarmanna um stórt bákn sem öllu ræður en lítinn borgara sem engu ræður en allt skal borga. Enn og aftur verður að hafa það hugfast að því sem einn fær, án þess að vinna fyrir, verður auðvitað einhver annar að vinna fyrir án þess að fá. Þetta er grundvallaratriði í stjórnmálum. Með borgarlínunni er verið að taka mikla áhættu með annarra manna fé.
Kameljónið fæðist
Í upphafi snerist borgarlínan um léttlestir; einhvers lags sporvagna líkt og fyrirfinnast í heitari og fjölmennari ríkjum Evrópu. Hinir nítjándu aldar sporvagnar eru auðvitað rómantískir út af fyrir sig og tilhugsunin um slíka sendir fólk til þeirra tíma þegar byggingarlist var enn list og menn hönnuðu borgir fyrir borgarana. Gallinn við þá hugmynd var auðvitað sá að hugmyndin var með öllu óraunhæf. Kostnaður, fámenni og möndulhalli jarðar fóru mjög fljótlega að þvælast fyrir. Eftir að menn sáu spegilmynd þess í furðuleikhúsinu hætti borgarlínan að snúast um sporvagna og fór að snúast um léttvagna. Hugtak það er eitt af þeim nýyrðum sem fylgt hafa tillögunni um borgarlínuna. Stundum eru léttvagnarnir nefndir hraðvagnar af því að þeir fá einir afnot af akreinum þar sem nú aka bílar og bílarnir munu auðvitað sitja fastari fyrir vikið.
Tálsýn fallegra fyrirheita
Af og til birtast fögur fyrirheit hjá fulltrúum borgaryfirvalda og lagt er af stað með mjög vafasama og dýra draumóra í farteskinu. Einu sinni átti að setja upp rafrænt kortakerfi í strætisvögnum. Hundrað milljónir fóru í bláa kortalesara sem settir voru í hvern einn og einasta vagn með annan eins þróunarkostnað. Kerfið átti að spara pening. Kerfið var aldrei tekið í notkun en kortalesararnir voru í vögnunum í mörg ár. Áminning um ráðamenn í óráði! Vert er að rifja upp heimsókn ungra lyfjafræðinema í Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hálfum öðrum áratug. Fengu nemarnir leiðsögn um nýjar höfuðstöðvar sem kostuðu um sex milljarða. Byggingin var með heimsins stærsta pendúl, flottasta mötuneyti Norðurlanda, landsins stærstu grænmetisþvottavél og auðvitað veitingar á pari. Risarækjur úr rækjueldi veitunnar voru bornar fram með lofsöng um rækjugróða sem aldrei varð. Nú situr þetta hús tómt vegna myglu. Sorpvinnsluævintýri Sorpu er enn óuppgert. Það kostaði yfir fimm milljarða. Almenningur borgar. Aftur að borgarlínunni. Þar leika ráðamenn sér í áhættuspili með tugi milljarða af skattfé á milli handanna. Á sama tíma er ekki hægt að sinna eðlilegu viðhaldi á skólabyggingum eða holóttum götum. Að hugsa sér!+
Raunveruleikinn
Í skýrslunni eru teiknaðar myndir af nefndum létt- eða hraðvögnum. Þótt nafnið gefi eitthvað nýtt til kynna eru þeir ekkert öðruvísi en tvöföldu gormastrætóarnir sem óku tómir á milli Reykjavíkur og nærliggjandi sveitarfélaga fyrir ekki svo mörgum árum. Þetta er líka grundvallaratriði. Við búum á Íslandi. Það er óraunhæft að ætlast til þess að fjölskyldufólk, sem almennt þarf að mæta á réttum tíma í vinnuna, gangi fleiri hundruð metra til að húka í einhverju biðskýli í sudda og slyddu. Þetta mætti auðvitað teikna í einhverja skýrsluna. Veðurbarinn borgarbúa; húkandi með krakkaskarann í einhverju biðskýlinu, með rifna innkaupapoka því ekki má plastið lengur og jafnvel jólatréð, sem borgin er hætt að hirða, á leið upp í hina löngu biðröð Sorpu. Það er auðvitað ekki raunhæft að ætla miklar breytingar á ferðavenjum fólks þótt hægt sé að teikna fallegar myndir í skýrslum.
Afleiðingarnar
Til þess að skapa pláss fyrir borgarlínuna er fyrirhugað að þrengja götur, loka götum, setja upp mjög flókin gatnamót hér og þar og eftir atvikum banna vinstri beygjur. Suðurlandsbrautin verður þrengd. Einungis ein akbraut verður í hvora átt fyrir bíla. Þó verða tvær akbrautir fyrir reiðhjól í hvora átt eins undarlega og það hljómar. Umferðartafir í Reykjavík eru óviðunandi nú þegar. Tafirnar má í meginatriðum rekja til samlegðaráhrifa þéttingarstefnu borgaryfirvalda og vanrækslu á vegakerfinu. Á sama tíma og bílum fjölgar er bílastæðum og akreinum fækkað. Þetta gengur ekki upp. Þetta er nánast eins og að meðhöndla kransæðastíflu með reykingum og skyndibita. Okkur var sagt að með hinni sósíalísku fjölbýlisvæðingu væri hægt að ná fram styttri ferðatíma. Inn í þá jöfnu gleymdist að færa efnahagsforsendur og vilja fólks. Raunveruleikinn er nefnilega sá að efnahagur fólks er svo breytilegur að ekki er hægt að slá því föstu að íbúðaverð á einu svæði henti í raun þeim sem þar starfa. Einnig er það svo að fjölskyldur vilja andrými; börn þurfa svæði í nærumhverfi til þess að leika sér og verða hraust. Þar gildir lögmálið því nær því betra.
Niðurstaða
Borgarlínan byggist á dýrkeyptum draumórum. Draumóra ber að varast."
Ég hlustaði á viðtal við ágætan sjálfstæðismann Davíð Þorláksson á dögunum.Þar reyndi hann að verja málstað miðlægrar Borgarlínu og það sem henni myndi fylgja.Í raun fann ég til samúðar með Davíð við þessa iðju, svo ósannfærandi fannst mér röksemdafærsla hans vera
Að rökvísi getur þessi stíll Viðars Guðjohnsen minnt á fyrrum forystumann Sjálfstæðismanna sem svo sárlega er saknað á þessum dögum.Nú þegar kosningar nálgast munar um hvert sverðið.
Að vísu verður ekki kosið um sveitarstjórnarmál í haust en óhjákvæmilega er heimspekin að baki aldrei langt undan. Okkur sjálfstæðismenn skortir baráttumenn gegn félagshyggjunni og fullveldisfjandseminni sem nú ríður húsum.
Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur virðist hafa neistann til skarprar greiningar sem þarf til að kveikja í hinu pólitíska tundri.
13.4.2021 | 20:13
Minna svifryk
er vinstra liðinu sem stjórnar umferðarmálunum í Reykjavík hugleikið.
Það var fljótt að finna það út að ef umferðarhraðinn yrði minnkaður í 30 km myndi rykið helmingast. Auðvitað hyrfi það alveg ef allir færu bara að ganga í stað þess að keyra.
Eru þetta algild vísindi og það sem koma skal?
Fyrir aldarfjórðungi var áhrifamaður í framkvæmdum í Kópavogi Gunnar nokkur Ingi Birgisson verkfræðingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt Sigurði Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Í þeirra regeringstíð tók Kópavogur miklum stakkaskiptum og framkvæmdir margfölduðust í gatnagerð sem öðru. Smáralindin var byggð og mikið gatnakerfi lagt í tengslum við hana.
Eitt af því sem þeir Gunnar ákváðu var að steypa götuna framhjá henni, frá Dalsmára upp að Lindavegi. Þeir ákváðu að 14 cm.þykkt væri nóg til að þola umferðina en vanda steypuna úr gæðabergi.
Þegar maður skoðar götuna í dag eftir aldarfjórðungs þungaumferð nagladekkja, þá undrast maður að það sjást varla nokkur hjólför eða slit í yfirborðinu. Það er því ekkert hráefni þarna á ferðinni fyrir svifryk. Stöku sprungur sjást vegna þess að undirlagið sem var blöðrótt bögglaberg, molnar vegna titrings frá umferðinni og hefði betur verið úr þéttara bergi.
Þeir Gunnar ákváðu þetta á þeim grundvelli að þessi steypa var ódýrari en sambærileg þykkt af malbiki.Auk þess sem þeir bjuggust við að steypan myndi slitna margfalt hægar en bikið sem nú hefur komið áþreifanlega í ljós.
Á Vesturlandsvegi má sjá 22 cm þykka steypu sem er hálfrar aldar gömul sem ekkert viðhald hefur fengið á sínum líftíma. Og er hvergi búin að vera.
14 cm steypa þeirra Gunnars frá Dalsmára að Smáralind hefur enst ótrúlega vel og sýnir vel framsýni þeirra. Það er hvergi komið að viðhaldi á þessari götu frá Dalsmára að Smáralind. En búið er að setja þunnt malbik ofan á steypuna frá Smáralind þaðan að Lindarvegi.Ekkert svifryk myndast á steyptu leiðinni og engra hraðatakmarkana er því þörf á þeim kafla.
Nú eru engir djarfir stjórnmálamenn eða verkfræðingar í valdastöðum sem þora að fara aðrar leiðir í gatnagerð heldur en með innfluttri tjöru. Vélarnar eru til í landinu. En djörfungin ekki lengur til að minnka svifrykið.
12.4.2021 | 11:02
Mér er raun
að því sem kostunaraðili Morgunblaðsins hvernig það eyðir verðmætum í að prenta bullugreinar eftir landsölulið á borð við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og dr. Benedikt Jóhannesson talsmanna Viðreisnar.
Greinar sem boða stefnu sem allir Sjálfstæðismenn vilja ekki sjá né heyra.
Benedikt minnir á erlent hervald. Þegar hann talar um :
"Við eigum að stíga skrefið alla leið inn í Evrópusambandið sem fullvalda þjóð meðal þjóða"
Þá minnist hann ekki á stofnun Evrópuhersins þar sem við Íslendingar yrðum herskyldir með öðrum félögum í tollabandalagi 27 þjóða gegn heiminum öllum létum við að vilja Viðreisnar-eða Samfylkingarfólksins. Íslendingar sem eiga allt sitt undir verslunarfrelsi en ekki bak við tollmúra landluktra Evrópuþjóða.
Benedikt minnir á að," okkar ágæti utanríkisráðherra hefur verið duglegur að minna á að frá því við tókum fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið höfum við á degi hverjum tekið upp eina Evrópusambandsgerð. Helgar og aðrir frídagar meðtaldir"
Var þetta Íslandi til góðs að Alþingismenn hafa étið upp hverja delluna af annarri frá Brussel þó að vissulega höfum við sleppt talsverðu.var það til góðs aðskilja á milli raforkuframleiðslu og dreifingar? Benedikt mætti reikna það út fyrir okkur.
Benedikt er sannfærður andstæðingur fullveldis Íslands og vill fela okkar forræði í hendur Ursulu von der Leyen og ámóta ókjörinna kommisarara fremur en okkar fólki. Spurning er samt hvor sé heppilegri Ursula eða Benedikt þegar öllu verður á botninn hvolft.
Steininn tekur þó úr þegar fullyrðingar Þorgerðar Katrínar eru skoðaðar.
"Tökum dæmi: Verðbólga er áttföld miðað við Danmörku."
Hvílíkt alhæft bull? Það er hægt að finna punkta í gengissögu sem sýna þveröfugt.
" Vextir hér eru umtalsvert hærri en þar."
Heldur þessi alhæfing í öllum tilvikum? Efnahagsfasinn á Íslandi er allur annar en í Danmörku þannig að velgengni hér verður ekki endilega á sama tíma og í Danmörku.
"Gengissveiflur eru að mati forstöðumanna nýsköpunarfyrirtækja helsta hindrun fyrir þróun þekkingariðnaðar."
Þetta er rakalaust bull. Það er gengisfrelsi á Íslandi og samninga má gera í hvaða mynt sem er.
"Ísland er eina vestræna ríkið sem tekur nú erlend lán í stórum stíl með gengisáhættu til að fjármagna ráðstafanir vegna kórónuveirunnar"
Gengisáhætta fer sögulega í báðar áttir.Uppsveifla skilar sér í gengisstyrkingu ein sog flestir vita. Taki efnahagslífið við sér að loknum faraldrinum styrkist gengið.
"Utanríkisráðherra reynir að þóknast ritstjórum Morgunblaðsins með því að halda því fram að Ísland sé ekki nú þegar aðili að stærstum hluta Evrópusamstarfsins. Því að við innleiðum ekki nema 13,4% af reglum þess."
Hér vilja þau í Viðreisn setja 100%. Gleypa allt hrátt. Evrópuherinn sem annað.
Mér er raun að því að sjá Morgunblaðið eyða mínum peningum í svona bullugreinar sem hvergi eiga heima nema í Fréttablaði Hafskips-Helga, hinu opinbera málgagni ESB, helst við hliðina á Kögunarhóli Þorsteins Pálssonar til að vera í stíl.
11.4.2021 | 13:35
Aheimsséní
er prófessor doktor Þorvaldur Gylfason.
Hann auglýsir Ísland um víða veröld með skrifum sínum.
Sýnishorn:
"Þrátt fyrir allt þetta virðist framtíð Íslands björt, að því gefnu að Alþingi safni kjarki, bjóði oligörkum birginn og virði vilja þjóðarinnar með því að lögfesta nýju stjórnarskrána.
Sú var samin til að snúa við hnignun aldagamallar lýðræðismenningar landsins.
Ef ekki, þá á Ísland á hættu á að verða þrotríki (e. failed state), stimpill sem glöggir áhorfendur hafa gefið Bretlandi og (undir stjórn Donald Trump) Bandaríkjunum. Góður og gegn áhorfandi myndi aftur á móti aldrei gefa Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð þann stimpil, ritar Þorvaldur.
Sæmd er hverri þjóð að eiga slíka menn.
Nýja stjórnarskráin sem var samin af Þorvaldi átti að verða hélt ég að verða umræðugrundvöllur. Nú á að lögfesta hana í heilu lagi.
Það eru ekki allir slík alheimséní að þeir vilji endilega samþykkja það.
9.4.2021 | 16:52
Er einhver þörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
spyr Villi Bjarna. Þessi spurning hefur sannarlega ýtt óþyrmilega við mörgum gömlum íhaldssálum.
"Í tímaritinu Fjármál og ávöxtun kemur fram að jafnvel verðtryggðir reikningar bera neikvæða ávöxtun, eftir skattlagningu. Slíkt er tilræði við fjárhagslegt sjálfstæði fólks. Vissulega eru skattleysismörk, en það sem er umfram skattleysismörkin virðist hættulegt fyrir sjálfstætt fólk.
Skjól fyrir sjálfstætt fólk
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skjól fyrir sjálfstætt fólk, einyrkja, frumkvöðla og trillukarla. Ef skil verða á milli þeirra og flokksins, þá er spurning hvort einhver þörf sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Varla er ætlunin að flokkurinn verði flokkur bænda og embættismanna?"
Hvar er hugsjónaeldurinn falinn sem við einu sinni trúðum á?
Eru bara réttindi homma og lesbía, kvenfrelsi og málefni flóttamanna, CO2 og sérviska það sem allt gengur út á.
Það þurfi enga stefnu lengur um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi, það á allt að vera miðstýrt eftir staðli sem saminn er út í Brussel.
Dómarar eiga að túlka og eiginlega setja lögin eftir því sem þeim hentar hverju sinni. Atkvæðisréttur á að fara eftir flatarmali kjördæma. Það má ekki hafa ótímabundna verðtryggða reikninga í bönkum fyrir almenning. Samkeppniseftirlitið skiptir sér af öllu öðru en bankasamkeppni.
Er einhver þörf lengur fyrir flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko