4.9.2016 | 11:11
Nátttröll
ið Össur Skarphéðinsson var á Bylgjunni. Ég náði bara síðustu línunum en hann leggur til að taka upp Evru og ganga í Evrópubandalagið.
Ekki veit ég hvernig þessi gamli kommi getur lokað öllum skilningarvitum fyrir því sem er að gerast í heiminum. Skilið ekki neitt af því sem fram fer. Enda finnst honum Píratar vænlegir til fylgilags.
Það er vond tíðindi að Össur Skarphéðinsson, ætli að halda áfram á Alþingi. Hann getur þar auðvitað haft sálufélag við Steingrím J. Sigfússon sem er af sama skoðanalega sauðahúsi. Best væri að þeir væru tveir saman sem mest á kaffistofunni til að skyggja ekki á þá nýju þingmenn sem senn koma til leiks.
Kjósendur gætu teóretískt hugsanlega afstýrt þeim ótíðindum að Össur fari aftur á þing. En steinrunnin stjórnmálatröll eins og hann stýra atburðarásinni yfirleitt þannig að allir geti tapað nema þeir sjálfir.
Össur minn, hættu við að halda áfram í pólitík og vertu bara skemmtilegur eins og þú getur velverið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2016 | 22:06
Nú var mér skemmt
en ekki kellu minni sagði tröllið í hellinum. Þá var samlyndið kannski ekki í alltaf fyrsta sæti. En þetta batnar ár frá ári og í kvöld vorum við sammála.
Þau Gísli Marteinn og Ragnhildur Steinunn voru með dásamlegan skemmtiþátt úr sögu sjónvarpsins okkar RÚV sem er 50 ára um þessar mundir. Hrein snilld var þetta frá byrjun til enda sem við nutum ósegjanlega miklu meira en hins venjulega sjónvarps sem fjallar um öll þessi vandamál og leiðindi daglegs lífs.
Eiginlega fannst manni maður lifa í annað sinn að sjá alla þessu góðu listamenn sem þarna sáust og heyrðust. Mikið hefur annars sjónvarpið gert mikið fyrir marga á þessum 50 árum. Maður bara yngdist upp að sjá alla þessa gömlu kunningja sem á skjáinn komu.
Sérstaklega þótti okkur vænt um hvernig þau hylltu hann Ómar Ragnarsson í lok þáttarins. Þegar maður hugsar til baka hversu mikið þessi fjölhæfi orkubolti hefur auðgað líf manns í allan þennan tíma, þá getur maður ekki annað en fyllst óendanlegu þakklæti til hans. Honum verður aldrei fullþakkað.
Já nú var okkur skemmt báðum í einu hjá RÚV.
3.9.2016 | 16:16
Forsetinn flottur
að flytja ræðu undir forsæti Dags B. Eggertssonar á Fundi Fólksins nálægt Vatnsmýrinni, hvað sem þetta tiltekna fólk er nú.
Forseti talaði um áhugamál þeirra vinstri manna um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni og mátti sjá á Degi B., sem stóð þarna við hliðina á pallinum, að honum líkaði textinn allvel. Dagur kannski úttalar sig um sínar skoðanir fljótlega svo við hin getum fylgst með. Annars er Dagur nú yfirleitt ekkert mikið fyrir það að spyrja fólk um álit eins og til dæmis í Flugvallarmálinu eða leikskólamálinu, enda hefur hann allra manna bestu yfirsýn allra lands-og Borgarmála eftir kaup sín á Halldóri Pírata.
Sem nítjándualdarmann í hugsun varðar Dag B. Eggertsson nákvæmlega ekkert um það hvort meirihluti landsbyggðar-og höfuðbogarbúa hafi eitthvað álit á gildi Reykjavíkurflugvallar eða tilgangi nútíma samgöngutækni fyrir efnahagslíf þjóðar.
Það vantaði eiginlega bara að Benedikt Jóhannesson hefði verið reistur upp við hina hliðina á pallinum til þess að Evrópusinnarnir gætu tengt saman stjórnarskrána og inngönguna í ESB sem er ásamt upptöku Evru hið mikla sameiningarmál fólksins þeirra í landinu, hvort sem þarna var nú fundur fólksins í landinu eða einhverrar undirdeildar Dags B.og Forsetans.
Forsetinn var auðvitað flottur og frjálslegur í fasi á skyrtunni í sólarhitanum. Dagur var í brúnum jakkafötum en stakk í stúf virðuleika Forsetans með því að vera slifsislaus að hætti þeirra próletara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2016 | 10:50
Eru kjósendur galnir?
að taka Pírata alvarlega sem stjórnmálaflokk?
Þegar 196 hafa greitt atkvæði um framboð á Norðausturlandi þá fá tveir flokksmenn tækifæri til aðtilnefna sitt hvorn á listann. Þvílíkur flokkur?
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, þessi sem er svo óalandi og óferjandi að mati Pírata, að hann er ekki samstarfshæfur, kusu 2700 manns í orófkjöri 2013 í Norausturkjördæmi?
Hvor flokkurinn er lyðræðisflokkur?
Piratar berjast fyrir að eigin sögn:
"Píratar eru stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar."
Piratebay var bannað að starfa á íslensku neti. Það starfar sem aldrei fyrr undir proxy-um á alþjóðavetvangi og er öllum Íslendingum aðgengilegt. Okkar yfirvöld sitja uppi sem nátttröll og lúðar. Að þeir skuli ekki skammast sína og aftengja þessa vitleysu jólasveinanna sem komu henni á?
Íslenskir Píratar þurfa ekkert að skreyta sig með endurskoðun höfundarréttar. Hugverkaþjófnaður er allstaðar í fullum gangi án þeirra tilstillis. Gagnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu byrjar kannski í uppsetningu framboðslistanna þar sem litlar klíkur stjórna því eins og að semja stefnuskrár fyrir flokkinn.
Það eina sem í raun getur réttlætt að kjósa Pírata er hjá því fólki sem fyrirlítur stjórmál á íslandi svo mikið að því finnst vont geti ekki versnað með því að kjósa þá til að refsa hinum. Svipað og þegar Þjóðverjar kusu Adolf Hitler til valda. Þeir voru búnir að fá nóg af vonbrigðunum með hina jólasveinana í Weimar lýðveldinu og kusu því frekar kölska sjálfan. Og þeir fengu sko nóg af breytingum.
Hugsið ykkur fólk sem núna býr við núll prósent atvinnuleysi hjá þeim sem nenna að vinna á annað borð, styrkt gengi með verðlækkunum, lækkandi vöxtum, virðisaukaskatti, vörugjöldum, tryggingagjaldi að henda því frá sér og kjósa samasafn nafnleysingja sem enga stjórnmálareynslu hafa, ekkert skipulag og enga samræðufundi hafa setið, eða þá þrautreynda VG-afglapa til að stjórna landinu vegna einhverrar stjórnlagaþoku Þorvaldar Gylfasonar og slíkra sem þeir skilja varla sjálfir.
Af hverju getur fólk ekki reynt að hugsa um það hvað það hefur og hverju er hægt að spilla og eyðileggja. Ég skil að gamlingjar séu fúlir að fá ekki neitt frá því að Steingrímur J. og Jóhanna halaklipptu þá í byrjun velferðarstjórnarinnar 2009. Eru Píratar líklegir til að laga þetta? Virkilega? Eða Björt Fortíð?
Nei, það læðist að manni að nægilega margir kjósendur séu svo galnir að þeir gleypi Píratafluguna svörtu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2016 | 21:54
Fækkun aldraðra
virðist vera eina leiðin sem fær er fyrir íslensku þjóðina í núverandi mynd. Það er hægt að breyta myndinni með því að flytja inn ungt fólk frá Arabalöndunum til að setjast hér að. Ef það væri þá gefið að það muni vinna eins og Íslendingar og borga skatta og skyldur fyrir þá. Núverandi þróun virðist leiða beint til glötunar.
Fækka öldruðum? Hvernig á að gera það? Raunhæft og mannúðlegt er það líklega aðeins hægt með því að breyta skilgreiningunni á aldraður.Nú er maður aldraður 67 ára. Eftir breytingu sem skilgreindi aldraða 77 ara og eldri myndi öldruðum fækka talsvert.
Ung og glófext kona, Hildur Sverrisdóttir, vill fá frama á Alþingi Islendinga. Þeir sem svo er ástatt fyrir skrifa lærðar greinar í Mogga þar sem allir geta séð hvað þeir eru mikið afbragð.
Hildur segir meðal annars í sinni grein:
..."Í dag eru um fimm vinnandi menn á hvern aldraðan á Íslandi. Árið 2050 verður hlutfallið tveir og hálfur á móti einum. Þetta þýðir að við þurfum að stórauka framleiðni til að standa undir verðmætasköpun samfélagsins og þar með velferðarþjónustu við þjóð sem eldist hratt. Við þurfum að búa til helmingi meiri verðmæti á hvern vinnandi mann og gott betur. "
Er raunhæft að við Íslendingar getum náð þessu markmiði? Stærðfræðilega hef ég ekki lausnina á hreinu enda margt á huldu.Hvað fjölgar þjóðinni mikið til 2050. Eiga kjör aldraða að vera eins og í dag eða eiga þau að versna mikið? Er ekki tilgangslítið að reikna með að þau batni þegar manni skilst að allt sé svikið jafnharðan og því er lofað ef marka má hvað skrifað er?
Ef lengja má lífaldur og heilsu með tækni þá er það kannski ekki svo fráleitt að menn verði látnir vinna lengur og leggja meira í lífeyrsisjóði. Hugsanlega kemur aukin framleiðni með þessu líka? batna þá kjör aldraða með því að fleiri vinni fyrir hvern aldraðan árið 2050?
Eða eru þessar bollaleggingar og aðrar um málefni aldraðra ekki bara B-S? það er ekki hægt að bæta nein kjör aldraðra í dag og það verður aldrei hægt. Aldraðir geta lítið varið sig, þeir eru líka flestir að missa kjark, greind og heilsu og þeir verða bara að sætta sig við það sem að þeim er rétt.Ef einhver vill þá rétta þeim eitthvað?
Ég sé fáar aðrar lausnir til að bæta kjör aldraðra eða veita meiri heilbrigðisþjónustu en að stórauka skattlagningu. Allt þetta tal um forgangsröðun og betri nýtingu gengur ekkert upp lengur. Þegar búíð er að kroppa ketið af beinunum eins og í leikskólum Reykjavíkur, þá eru bara ekkert nema bein eftir sem er ekki hægt að tekjufæra árið eftir eins og Dagur Bé.gerir.
Svo hvað er til ráða?
Er eitthvað nærtækara en að færa skilgreininguna til sem fyrst og fækka þannig öldruðum?
Enda hver vill sosum vera gamall?
31.8.2016 | 21:34
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla?
eins og gera mátti ráð fyrir þá kemur yfirleitt aldrei nema vitleysa frá vinstri mönnum.
Örn Johnson benti mér á að tillaga Ögmundar væri marklaus og tilgangslaus. Trúbróðir hans Dagur Bé. getur farið sínu fram eins og hingað til. Ég tek undir með Erni vini mínum. Það er tilgangslaust að mæta á kjörstað vegna svona vitleysu. Við Örn sitjum heima.
Í tillögu Ögmundar stendur:
"Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010
og er niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ráðgefandi.
Öll skynsamleg rök hníga því í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni en verði þar einhver breyting á er nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeirri ákvörðun á beinan og lýðræðislegan hátt."
Annaðhvort getur ríkisvaldið stoppað Dag Bé. eða það getur ekki stoppað hann.
Annaðhvort er Ögmundur á þingi eða hann er ekki á þingi.
Ögmundur verður ekki á þingi næst og þá mundi einhver segja farið hefur þaðan fé betra.
Annaðhvort ræður þjóðin eða Reykjavíkurkommarnir.
Annaðhvort verður Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri eða hann verður ekki í Vatnsmýri.
Það er engin ráðgefandi málamiðlun þar á milli möguleg.
31.8.2016 | 15:41
Bein í nefinu
hefur hún Vigdís Hauksdóttir. Einmitt þá ætlar hún að skipta út sæti sínu á Alþingi og einhvers Pírata. Sama gerir Frosti Sigurjónsson. Og Pétur Blöndal farinn frá okkur.Alls hætta núna 17 reyndir þingmenn og ný óskrifuð blöð koma í staðinn. Það er skiljanlegt að uggur sé í mörgum vegna framtíðar Alþingis.
Einmitt þá þarf að hafa snör handtök meðan eitthver bein er að finna í þingsölunum. Vigdís hafði þetta að segja í umræðum um Reykjavíkurflugvöll í viðtali við Morgunblaðið:
Ég er mjög undrandi á því hvernig þetta mál hefur spilast, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Rætt var um sölu á landi ríkisins í Skerjafirði í Reykjavík á fundi nefndarinnar í morgun og stöðu Reykjavíkurflugvallar. Vigdís segir ljóst að sínu mati að heimild hefði þurft að vera í fjárlögum fyrir árið 2014 til þess að selja landið í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.
Þannig stendur málið gagnvart mér. Það er í raun eftiráskýring að halda öðru fram. En það er eitt gott í þessu og það er að kominn er verðmiði á landið í Skerjafirði. Ef þessu verður haldið svona stíft áfram þá er ekkert annað að gera en að fara bara í eignarnám og endurgreiða borginni 440 milljónir króna. Það er bara svoleiðis. Verðmiðinn er kominn, segir Vigdís og vísar þar til verðmats í samningi frá 2013 um afsal ríkisins á landinu til Reykjavíkurborgar.
Þarna er bara komið verðmat. Það þarf þá ekki að rífast meira um það, segir Vigdís. Málið sé fullt af eftiráskýringum. Ekki hafi verið um mistök að ræða þegar tillaga hafi komið inn í fjárlagagerðina fyrir árið 2014. Reynt hafi verið síðan að túlka fjárlög á þann hátt að afsalið hafi verið samþykkt með fjárlögum 2013. Málflutningur fjármálaráðuneytisins byggist allur á því að sögn Vigdísar en sú standist hins vegar engan veginn nánari skoðun.
Dagur skrifaði undir samninginn
Það þýðir ekkert að fara aftur í tímann til þess að sækja einhverjar slíkar heimildir, segir Vigdís. Engan veginn standist að ætla að byggja til dæmis á heimildum í dag sem veittar hafi verið í fjárlögum einhvern tímann á árum áður. Endurnýja þurfi slíkar heimildir í fjárlögum á hverju ári. Það væri eins og við færum að notast við einhverja slíka heimild í fjárlögum frá því að við vörum síðast í ríkisstjórn. Það bara stenst ekki, þetta bara stenst ekki.
Vigdís segir að málið sé í raun fyrst og fremst rándýrt Samfylkingarklúður sem lendi á skattgreiðendum. Þegar samið hafi verið um málið á 2013 hafi Samfylkingin bæði verið í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykjavíkur. Með öðrum orðum báðum megin við borðið. Hún bætir við að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, hafi skrifað undir samninginn frá 2013 ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar.
Því hefur verið haldið fram að Jón Gnarr hafi skrifað undir samninginn sem borgarstjóri en það er ekki þannig. Dagur B. Eggertsson skrifaði undir hann. Dagur getur ekkert fríað sig ábyrgð því það er hans undirskrift sem er á samningnum. Vigdís birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni af undirskriftum þeirra sem skrifuðu undir samninginn."
Hún er ekki að hossa Hönnu Birnu eða Jóni Gnarr fyrir þeirra aðkomu að málinu. Kannski gott enda bæði þátíð í stjórnmálum.
Mér finnst að Vigdís sé að hætta of snemma. Það eru mörg mál sem hún hefur verið að rannsaka sem ekki hefur verið fkýrt nægilega vel frá, hvorki af henni né Guðlaugi Þór.Ég sé eftir Vigdísi af þingi
Nú bíð ég eftir að sjá Alþingi greiða atkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hafa fleiri þingmenn bein í nefinu eins og frú Vigdís?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2016 | 08:48
Þjóðaratkvæði um flugvöllinn
verður án efa samþykkt á Alþingi.
Þar með er búið að skjóta geðþóttastefnu núverandi Borgarstjórnarmeirihluta og undirferli einstakra stjórnmálamanna úr minmihluta í dóm þjóðarinnar.Við Sjálfstæðismenn erum ekki stoltir af okkar þætti í Flugvallarmálinu eins og því er nú komið. Við munum vonandi ekki láta okkar eftir liggja við atkvæðagreiðsluna.
Í þessu sambandi er ástæða til að velta stjórnarferli Dags B. Eggertssonar fyrir sér. Það er sama hvert litið er, þessi maður hefur ataðið í styrjöldum við borgarbúa við afgreiðslu flestra mála, frá kaffistofum aldraðra, skólamálum, leikskólamálum, skipulagsmálum,flugvallarmálum, samgöngumálum, fjármálum. Alls staðar eru átök við þá sem eiga að þola ráðstafnir meirihlutans. Sérstæður átakastjórnmálamaður í átakastjórnmálum.
Mér hefði fundist upplagt við væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn verður endanlega rekinn til baka með sínar skipulagsgerðir, að Reykavíkingar haldi aðra atkvæðagreiðslu samhliða þar sem fólk getur lýst trausti eða vantrausti á núverandi Borgarstjórnarmeirihluta. Sem NB. hangir á einu pírataatkvæði sem Dagur keypti fyrir opnum tjöldum með peningum Borgarsjóðs, til að halda sér og sínum við völd eftir að hafa verið kosinn frá í kosningunum 2014.
Borgarbúatkvæðagreiðsla i tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Flugvöllinn sýnist ekki vera úr vegi?
30.8.2016 | 08:51
Viðreisn
var orð sem mér þótti vænt um í gamla daga.það var Viðreisnarstjórnin sem frelsaði Íslendinga frá skömmtunar-og skortskiptingarhagfræði kommúnista og aftaníossa þeirra sem tröllreið þjóðinni í langan tíma.
Nú hefur það gerst að stjórnmálaflokkur sem snýst um það að afsala fullveldi Íslands og ganga í Evrópusambandið. En NB: málið er enn svo óvinsælt vegna slaks gengis sambandsins að þeir þora ekki að nefna það upphátt. En allir vita hvert hugurinn stefnir.
Sigríður Andersen fer ágætlega yfir áhersluatriðin í Mogggagrein í dag:
"Tíminn líður. Hinn þjóðkunni kaupmaður á Bílasölu Guðfinns rifjaði það upp á Facebook í vikunni að ég hefði mætt Benedikt Jóhannessyni stærðfræðingi á nokkrum fundum um afstöðuna til Icesave. Þetta var vorið 2011. Fyrir rúmum fimm árum.
Tíminn líður hratt. Ég var þá ásamt góðu fólki í forsvari fyrir ADVICE-samtökin sem lögðust gegn samþykkt Icesavesamningsins. Samningur þessi var þess efnis að ríkissjóður Íslands gengist undir ábyrgð á mörg hundruð milljarða króna skuldum einkabanka í erlendri mynt.
Benedikt fór fyrir samtökum sem mig minnir að hafa heitið Áfram og unnu sér það helst til frægðar að birta auglýsingu sem sýndi umkomulausa Íslendinga á stjórnlausu rekaldi sem hákarl myndi gleypa ef þeir samþykktu ekki kröfur Breta og Hollendinga. Þetta voru fjörugir fundir og mörgum fundarmönnum heitt í hamsi. Tæpum tveimur árum síðar kom svo dómur frá EFTAdómstólnum sem staðfesti að það sem var svo skýrt og fallega orð- að í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var í engu ofmælt:
Við segjum NEI við löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að Benedikt Jóhannesson hefur nú stofnað stjórnmálaflokk um hugsjónir sínar sem hann hefur lýst svo:
Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í samskiptum, umburðarlyndi og heiðarlega stjórnsýslu. Við sjáum á hverjum einasta degi að þessi grundvallar atriði eru brotin.
Er það til marks um frelsi í viðskiptum að ætla sér að láta kröfur á einkafyrirtæki falla á skattgreiðendur? Er það heiðarleg stjórnsýsla að láta ekki reyna á rétt Íslendinga fyrir dómi þegar sótt er að þeim af svo mikilli óbilgirni? Mér sýnist að fáir hafi gengið harðar fram í að brjóta þessi grundvallar atriði en Benedikt.
Það blasir við að stefna hins nýja flokks er í ósamræmi við allan málflutnings Benedikts í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vildi hann þjóðnýta skuldir einkabanka? Eina skynsamlega skýring á þessu er að helsta baráttumál Benedikts í áraráðir hefur verið að Ísland gangi í Evrópusambandið. Evrópusambandið sótti það mjög stíft að Íslendingar gengjust undir Icesave-ánauðina.
Það gerðist jafnvel meðstefnandi Breta og Hollendinga gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. "
Mér svíður að þessi flokkur kalli sig Viðreisn. Hann á gersamlega ekkert sameiginlegt með viðskiptafrelsi og þeim anda sem ríkti á tímum viðreisnarstjórnarinnar. Flokkur sem vill ganga í tollabandalag gegn Bandaríkjunum er ekki að boða viðskiptafrelsi. Maður er líka að horfa á að flokkahlaupara í kunningjahópnum sem aldrei tolldu neins staðar með öðrum, segjast vera gengnir í Viðreisn. Flestir á eftir metorðum sem aðrir flokkar voru tregari til að meta þá verðuga til.Þau eru súr sagði refurinn.
"Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í samskiptum, umburðarlyndi og heiðarlega stjórnsýslu. Við sjáum á hverjum einasta degi að þessi grundvallar atriði eru brotin. segir formaðurinn. Hvaða endemis rugl er þetta? Hvar býr þessi maður? Er ekki Ísland sæmilegt réttarríki sem býr við heiðarlega stjórnsýslu að mestu. Er frjálslyndið að finna í EES tilskipununum sem hafa valdið okkur stórskaða eins og t.d. í orkumálunum?
Ef hann heldur að lýðræðið sé meira í kommissaraveldinu með lýðræðishallann á meginlandinu, þá legg ég til að hann flytji þangað sjálfur en láti okur í friði með vitleysuna sína.
Ég spái því að Viðreisn fái ekki einn einasta mann kjörinn í kosningunum. Flokkur sem þorir ekki að viðurkenna stefnumál sitt gengur ekki ofan í meðalkjósandann íslenska. Þeir fá þó allavega milljónir frá ríkinu fyrir bröltið og má þá segja að fyrir okkur sem borgum sé billega sloppið ef við þurfum ekki að fást við að friðþægja þeim.
29.8.2016 | 22:32
Dagur sparar
í rekstri skóla Borgarinnar svo hressilega að hreinn viðsnúningur er í bæjarkassanum að hans sögn. Enginn spyr af hverju hann hafi ekki gert þetta fyrr eftir allan þennan valdatíma?
Skólum er gert að spara í mat, spara í ritföngum, spara allstaðar. Alltaf hægt að gera betur segir Dagur Bé.
Það er eiginlega bara eitt sem virðist vera að bögga skólastjórnendurna í Reykjavík. Það eru nemendurnir sem eiga að fá tiltekna þjónustu.
Skólastjórnendur segjast verða að hætta að veita þjónustuna vegna þess að búið sé að spara svo mikið að það sé ekki peningur fyrir að reka skólana. Skólar í Kópavogi fái mun meira fé per einingu. En þar er sjálfsagt bara bruðl á ferðinni úr því að ekkert er kvartað þar?
Enda þurfa þeir ekki að kosta rakettusýningar og hljómsveitir til að spila undir söng Borgarstjórans á menningarnótt eða standa í viðskiptastríði við Ísrael eins og Borgarstjórn Reykjavíkur eða opna kynlausa klefa í sundlaugunum.
Skúli Helgason er pollrólegur yfir þessu og segir þetta allt á réttri leið. Skólastjórarnir segja að málin séu komin út fyrir endamörk. Lætur gróðinn af lokun flugvallarins eitthvað standa á sér? Geta ekki Valsmenn ehf. borgað hraðar?
Ráðdeild og hagsýni vinstrimanna á sér engin takmörk.Við munum hann Steingrím J. hvernig hann bjargaði okkur úr kreppunni 2009, jafnvel matarlaus sjálfur.Hann hefði betur sungið fyrir okkur eins og Dagur Bé.. Þá hefði hann kannski verið endurkosinn 2013.
það er verst að það skuli ekki heyrast neitt í stjórnarandstöðu í Reykjavík. Voru ekki örugglega einhverjir fulltrúar þaðan?
En það er kannski nóg að Dagur spari og spari um leið umræður um svona leiðindamál eins og þessa óánægju hjá skólastjórnendunum. Þeir hljóta að geta gert betur. Kannski sent börnin bara heim?
29.8.2016 | 08:31
Gústaf Níelsson
skrifar afbragðsgrein í Mbl. í dag sem lýsir því glögglega hvað því fylgir að kjósa stjórnmálafitlara til æðstu embætta í stjórnmálum landsins.
Gústaf skrifar svo:
"Á undanförnum árum hefur fámennur en há- vær hópur fólks, sem fer fram með slagorðið No Borders (engin landamæri), ítrekað reynt að koma í veg fyrir að ólöglegum innflytjendum sé vísað af landi brott. Hópurinn boðar reglulega til mótmæla gegn því að lögregla framfylgi löglegum ákvörðunum yfirvalda. Skiptir þá ekki máli þótt mótmælendur megi telja á fingrum beggja handa, því vitað er að fjölmiðlar munu segja fréttir af mótmælunum og mæta samviskusamlega á vettvang atburðanna. Slíkar fréttir helgast tæplega af áhuga manna á mótmælunum, heldur miklu frekar af áhuga fjölmiðla á viðbrögðum alþingisog embættismanna við slíkum mótmælum.
Þegar sagðar eru fréttir af þessum toga er málflutningur iðulega í höndum lögmanna hinna ólöglegu innflytjenda, sem fá greitt fyrir úr vasa okkar skattborgara og í því sambandi erum við ekki að tala um neina vasapeninga, heldur stórfé. Nýlega var upplýst að lögfræðikostnaður ríkisins vegna hælisleitenda hlypi á rúmlega 174.000.000 kr. frá árinu 2014 til loka apríl 2016. Þá er ótalinn kostnaður vegna húsnæðis, framfærslu og heilbrigðisþjónustu o.s.frv.
Þessum fjármunum verður ekki eytt tvisvar. Tilraunir ná- grannalanda okkar enduðu með ósköpum Krafa þessa fólks er sú, að eftirlit á landamærum Íslands verði lagt niður og að stjórnvöld hætti að styðjast við reglur ESB, sem fjalla um í hvaða landi skuli leyst úr hælisumsóknum (Dyflinnarreglugerðin).
Eðlilega hefur stærstur hluti þjóðarinnar hrist hausinn yfir þessum kröfum, þótt enginn viti hve margir myndu vilja sækja hér um hæli. Þeir eru þó án nokkurs vafa fleiri en við ráðum við. Og þótt við lifum ekki öll við allsnægtir telja hælisleitendur að íslenskt velferðarkerfi sé eftirsóknarvert og að hér drjúpi smjör af hverju strái, á þeirra mælikvarða.
Þær kynslóðir Íslendinga sem byggt hafa upp velferðarkerfið vita hins vegar að það þolir ekki að á skömmum tíma streymi hingað þúsundir manna sem útvega þarf húsnæði, framfærslu, menntun og heilbrigðisþjónustu.
Samfélagstilraunir af þessum toga hafa sem kunnugt er endað með ósköpum í nágrannalöndum okkar og stjórnmálamenn eru að bregðast við. Skiptir þá ekki máli þótt um miklum mun fjölmennari samfélög sé að ræða. Hvort tveggja Svíar og Þjóðverjar gáfust upp á síðasta ári. Ekki var unnt að bjóða öllum þeim einstaklingum húsaskjól, sem sóttu þar um hæli og enga vinnu var að fá fyrir mikinn fjölda þeirra.
Svíar neyddust þess vegna til þess að taka upp landamæraeftirlit að nýju. Sama gerðu Danir. Þá höfðu Þjóðverjar forgöngu um að semja við Tyrki um að þeir flóttamenn sem koma austan að verði áfram þar. Óþarft er að rekja þau skelfilegu áhrif sem þessar samfélagstilraunir hafa haft á öryggi almennings í Evrópu.
Píratar vilja gera sína eigin tilraun Nú hefur það gerst, að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagst á sveif með fólkinu í No Borders. Helgi Hrafn vill að íslensk stjórnvöld hætti að styðjast við Dyflinnarreglugerðina og að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar meðferðar. Ástæðan sem Helgi Hrafn gefur upp er sú að það kosti svo mikið að hafna umsóknum hælisleitenda. Á
ður en fylgi Pírata tók að rísa hefði þjóðin hrist hrausinn yfir þessari afstöðu Helga Hrafns með sama hætti og hún hefur hrist hausinn yfir kröfum þeirra sem æpa engin landamæri. Í ljósi þess fylgis sem Píratar mælast nú með í skoðanakönnunum verður hins vegar að taka afstöðu Helga Hrafns alvarlega.
Fullyrða má að hugmyndir hans um að kasta Dyflinnarreglugerðinni fyrir róða eiga sér ekkert fylgi meðal þorra Íslendinga. Í síðasta mánuði var nær fjórða hvert mál af tíu afgreitt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hugmyndir Helga Hrafns gætu því valdið því að taka þyrfti efnislega afstöðu til nálægt tvöfalt fleiri umsókna.
Í frétt mbl.is um málið 17. þessa mánaðar er haft eftir þingmanninum: Ég vil vita hvað það kostar báknið að halda fólki frá landinu í stað þess að taka fleiri mál til efnismeðferðar.
Helgi Hrafn hefur áður ýjað að því að opna eigi landamærin. Ábyrgðarleysið er algjört. Þetta er sú samfélagstilraun sem er í boði Pírata hljóti þeir brautargengi í næstu kosningum. Og í þeirri tilraun verður sömu krónunni ekki eytt tvisvar."
Og það er langt í frá að flóttamannamálið sé eina málið sem Píratar ætla að gera tilraunir með. Sami Helgi hefur boðað að hann ætli að taka hundraðmilljarða strax af skattfé og setja í velferðarmálin. Líklega bara til að sjá hvað gerist?
Þeir ætla að gera tilraunir á nærri öllum sviðum þjóðlísfsins. Hífa hér, slaka hér.
Hvaða kjósendur er svo skyni skroppnir að aðgæta ekki fyrst hvernig núverandi staða þjóðmála er áður en þeir fela fitlurum að fikta við allt gagnverk þjóðarinnar frá stjórnarskrá til stjórnunar fiskveiða. Er ekki ástæða til að athuga sinn gang áður en maður samþykkir að verða tilraunadýr hjá Pírötum?
Hafi Gústaf heila þökk fyrir grein sína.
29.8.2016 | 07:46
Sauðfjárbændur sýni puttann
við þeirri aðferð stórmarkaðanna að hóta lokun ef rollukallar sætta sig ekki við verðlækkun enn eitt árið. Þið eruð orðnir nógu vesælir samt.
Takið þá á orðinu og stofnið heldur eigin verslanir með landbúnaðar-og sauðfjárafurðir. Hættið bara að versla við keðjurnar. Byrjið rólega með ykkar verlanir eins og Jói gerði með Bónus. Látið þá ekki kúga ykkur með innfluttu hormónaketi heldur takist á við þá. Lambið og þjóðarsálin sjá um afganginn.
Sýnið kúgurunum puttann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3421197
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko