22.3.2015 | 13:02
Birgitta og Píratar
taka forystuna í stjórnarandstöðunni með því að bjóða gömlu flokkunum að veita þeim leiðsögn í stjórnarskrármálum og aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En þau mál brenna á þjóðinni heitast að fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem eru birtingarmynd beins lýðræðis sem andpóls bréfaskriftaráðherra þess helmings fjórflokksins sem nú situr Stjórnarráðið.
Viðtökur forystumannanna voru eins og við var að búast, taumlaus fögnuður yfir nýjum tækifærum. Einsatkvæðis formanninum í Samfylkingunni veitti greinilega ekki af styrkingu eftir að landsfundurinn gerði hann afturreka með olíuleitina á Drekasvæðinu sem hann samþykkti í síðustu ríkisstjórn ásamt lögunum sem við hann eru kennd og dæmdust síðan ólög samkvæmt stjórnarskrá auk þess að fella þjóðaratkvæðagreiðslutillögu um aðildarviðræður að ESB meðan hann var ráherra í fyrri ríkisstjórn með Steingrími J.. Það er ekki seinna vænna fyrir hann að fá tækifæri til að taka málin upp að nýju ef kúvendingar geta búið tilnýja og traustverða stjórnmálamenn sem eru eitthvað annað en þeir sem við höfum haft með að burðast.
Maður heyrði Katrínu Jakobsdóttur beinlínis brosa út að eyrum þegar þessi tíðindi voru borin undir hana, enda hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að hafa það eina hlutverk að fegra Steingrím J. Sigfússon og afreksverk hans í síðustu ríkisstjórn en hafa enga möguleika á að vinna frægðarverk sjálfur eins og Alexander mikla fannst ungum gagnvart föður sínum Fillipusi sem honum fannst vera búinn að vinna allt sem vinna mátti eins og Steingrími þessum Jóhanni finnst enn í dag.
Pétur Gunnlaugsson á Sögu hlýtur að taka bakföll yfir þessum tíðindum og ganga til liðs við Birgittu hina nýju tölvufróðu þjóðarstjörnu og vinkonu Julian Assange, Snowden og Mannings.
Það eru hugsjónir Pírata sem heilla þessa þjóð, án þess að þær hafi verið tíundaðar sérstaklega. Þó svo að Jón Gnarr sé líklega búinn að sanna það fyrir okkur að það skiptir í sjálfu sér engu hvað menn segja fyrir kosningar annað en að þeir ætli að svíkja það sem þeim hentar eftir þær, þá er hægt að bæta við.. Það er því skúffelsi við þessar aðstæður að Jón ætlar ekki í Forsetaframboð eins og menn höfðu haft fyrir satt.
Þess í stað gæti hann hugsanlega orðið einskonar andlegur leiðtogi, nokkurskonar Dalai Lama, í svona bandalagi á breiðum grundvelli þar sem Birgitta virtist varla getað áttað sig á eigin verðleikum þegar henni voru birtar staðreyndirnar um fylgi flokksins hennar. Það er því skiljanlegt að hún vilji breikka hugsjónasvið sitt enn með innlimun gömlu vinstri flokkanna.
Birgitta, Píratar, Pétur á Sögu og hugsanlega Jón Gnarr líka eru hinir nýju tímar í íslenskum stjórnmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2015 | 13:09
Vandi Samfylkingarinnar
er í rauninni vandamál þjóðarinnar. Stjórnmál eru á leiðinni með að verða gamanmál með kjósenda. Píratar eru orðnir stærstir meðal stjórnmálaflokka með þriðjungsfylgi. Rætt er í alvöru um það að Jón Gnarr sé heppilegasti Forseti þjóðarinnar sem í augsýn sé.
Hversu almenn og útbreidd er vitneskja um stefnumál Pírata?
Ég hlustaði grannt eftir svörum eins Píratans(ég man ekki nafnið í bili) í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Sögu. Mér fannst merkilegt að hann svaraði flestum spurningum um afstöðu til einstakra mála, með almennum skýringum og málskrúði. Ég náði ekki neinni afgerandi stefnu um nokkurt mál heldur að mikill velvilji væri almennt ríkjandi meðal Pírata um öll framfaramál. Sem er auðvitað ekkert nýtt meðal stjórnmálaflokka sem kveða gjarnan þuluna um að efla beri, styðja beri og styrkja beri.. Ef það er ekki bara framsal umboðsins til að hugsa teljist einfaldlega framselt til stjórnmálafloksins Pírata sem fylli út ávísunina eftir hentugleikum.
Að formaður Samfylkingar skuli starfa á grundvelli eins atkvæðis bendir ekki til mikils samhugar með flokksmanna. Linnulaus rógur manna eins og Péturs Gunnlaugssonar um einhvern fjórflokk sem geri öllum allt til miska sem hann geti, getur brenglað þá mynd sem ungt fólk er móta með sér til stjórnmála. Sé manni sagt dag eftir dag að það sé enginn munur á stjórnmálamönnum eða fyrir hvað flokkarnir standa, þeir séu bara að hugsa um eigin hagsmuni, þá verður lítið pláss fyrir föðurlandstilfinningar, þjóðlega menningu og þjóðararf, tungumál, þjóðarstolt. Allt er dregið niður á lægsta samnefnarann. Einar Magg blessaður í MR kallaði þetta hið endalausa niðuráviðsnobberí Íslendinga, þar sem helst allt er dregið niður í skítinn sem hægt er. Brynleifur Tobíasson kom einu sinni í kennslustund og sagði ekkert annað lengi vel meðan hann stikaði upp og niður skólastofuna: "Ekkert fínt lengur, ekkert fínt lengur" Aðspurður sagði hann svo:" Ég var í Skagafirði í gærkveldi. Þar voru iðnaðarmenn á kjól"
Mér finnst engum of gott að punta sig hafi hann gaman af því og mér finnst gaman að sjá snyrtilegt fólk. Mér finnst rétt að bera virðingu fyrir sér meiri mönnum og mér finnst að menn eigi að umgangast náungann af virðingu og tillitssemi.(þar verður einhver hissa sem mig þekkir)
Þó að tilfærðar sögur af þessum gengnu heiðursmönnum séu hér til gamans þá er samt broddur í þeim. Alþingismenn eiga að mínu mati að hafa slifsi um hálsinn og Alþingiskonur eiga að vera puntaðar vegna þess að það eykur sjálfsvirðingu viðkomandi og um leið virðingu samkundunnar sem þeir eru kjörnir til. Það er munur á mönnum hvað sem menn vilja halda öðru fram. Það er óþarfi að hampa alltaf því versta en sleppa hinu sem skárra er. Það er tilgangurin með stjórnmálaflokkum og rógur um einhvern fjórflokk af mönnum sem ekkert þekkja til stjórnmálastarfs lýsir engu fyrr en heimalningshætti viðkomandi.
Menn þurfa að taka á viðfangsefnum líðandi stundar og reyna að gera það eftir bestu getu og sannfæringu. Vandi Samfylkingarinnar er líka vandi þjóðarinnar.
20.3.2015 | 14:46
Hannes Hólmsteinn
Gizurarson ritar eftirfarandi á síðu sína:
"Það má vinkona mín, Kolbrún Bergþórsdóttir, eiga, að hún tekur góð viðtöl, ratar beint að kjarna máls. Um daginn tók hún viðtal við Harald Ólafsson veðurfræðing, sem ég þekki ekki, nema hvað ég hef auðvitað séð hann í sjónvarpinu eins og aðrir landsmenn. Hann var spurður um Evrópusambandið og svaraði:
Ég er algjörlega sannfærður um að það sé ógæfa að setja mikið vald í hendur fólks sem valið er af öðrum en þeim sem búa á Íslandi eða hafa sterk tengsl við íslenskt samfélag. Það fólk sem velur þá sem ráða í sambandinu er valið af fólki sem er kosið af öðru fólki sem nærri allt á það sameiginlegt að búa ekki á Íslandi og hafa engin tengsl hingað. Flest það fólk lætur sér í léttu rúmi liggja hvort Ísland sekkur eða flýtur.
Beint í mark! Sömu rök og Jón Sigurðsson forseti notaði í Hugvekju til Íslendinga 1848 (ásamt skírskotun til sáttmálans 1262, en það er annað mál)."
Er þetta ekki punkturinn sem menn verða að velta fyrir sér? Af hverju á ég að treysta manninum í næsta húsi fyrir fyrir mínum peningum og öðru sem mig varðar frekar en sjálfum mér? Af hverju er hann svona miklu betur fær til að hugsa vel um mín mál heldur en ég og aðrir sem búum í mínu húsi? Erum við fyrirfram svona miklu heimskari en hann?
Hvers vegna er Dagur Bé að setja upp hverfaráð? Af hverju eru sveitarstjórnir heima hjá íbúunum? Getur fólk á Langanesi ekki stjórnað Kópavogi jafnvel og ég? Og þá öfugt? Til hvers er kjördæmaskiptingin? Er hún ekki betur komin í Brussel?
Mér finnst Hannes Hólmsteinn eiga þakkir skyldar fyrir að vekja athygli á þessum auðskildu orðum veðurfræðingsins.
19.3.2015 | 21:31
Við erum ekki gjaldgeng
"meðal þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við" þegar menntun er annars vegar.
Svo stendur í Mogga:
"Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að ástæða þess að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í ráðstefnu OECD, svonefndri ISTP-ráðstefnu, sé sú hvað staða grunnskólanema hér á landi í læsi sé slök. Á ráðstefnunni er þeim löndum boðin þátttaka sem þykja skara fram úr hvað varðar lestrarkunnáttu nemenda eða hafa bætt sig mjög mikið. Íslandi hefur verið boðið á ráðstefnuna þar til nú í ár.
Menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að staða Íslands í alþjóðlegum samanburði væri það slök að Íslandi væri ekki boðið til ráðstefnunnar, sem haldin verður í Kanada nú í lok marsmánaðar.
Illugi boðar mikið átak til fimm ára, í samvinnu við sveitarfélög og grunnskóla landsins, þar sem lagt verði til atlögu gegn ólæsi. Hann segir að á næstu vikum muni hann kynna niðurstöður úr vinnu sem unnin hefur verið á grundvelli hvítbókarinnar, sem hann lagði fram síðastliðið sumar. <netfangið>agnes@mbl.is "
Þetta er ágætt innlegg í næsta kennarverkfall sem fer brátt að hefjast. Börnin kunna ekki að lesa sér till gagns og því komumst við ekki á ráðstefnur.
Til viðbótar vil ég nefna eigin könnun sem ég stunda þegar færi gefst á í ferðalögum með þýskum börnum. Þau geta öll savarað því á stundinni hvað 7 x 8 er eða hvað sem spurt er úr margföldunartöflunni. Fæstir íslenskir grunnskólanemendur í 10. bekk geta svarað svona spurningum. Þetta segir mér að grunnskólinn er í tómu tjóni. Getur hvortki skilað læsum né reiknandi nemendum eins og áður var þegar voru jafnvel 30 í bekk.
Þetta er afleiðing af fækkun í bekkjum og blöndun í bekkjum sem leiðir til þess að námshraðinn miðast við þann lélegasta og öllum leiðist í skólanum, bæði tossunum og þeim betri. En það er alvega sama þótt almenningur sé að rövla, nómenklatúran og kennaraelítan ákveður þetta allt fyrir okkur. Það er alveg sama hversu mikið Illugi ætlar að rembast næstu fimm árin. Ef "undirstaðan er ei réttleg fundin" er allt hitt og kjarabætur tilgangslaust.
Við erum ekki gjaldgeng lengur hvað reikning og lestur áhrærir og aumingja kennaranir fá ekki að fara á ráðstefnu í Kanada.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2015 | 20:46
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
samþykkti að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þær yrðu ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er nákvæmlega sama hvað einstakir frambjóðendur, hvað sem þeir heita, kunna hafa sagt á framboðsfundum sem mátti hugsanlega skilja öðruvísi eða snúa því á haus og segja að flokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um slit aðildarviðræðnanna, þá er það marklaust gegn Landsfundarályktuninni.Það er hún sem gildir.
Það er alveg sama þótt einhver Guðrún Pétursdóttir heillist til að flytja æsingaræðu á fundi Samfylkingarinnar á Austurvelli um svik Bjarna Benediktssonar og birti í Kvennablaðinu, þá breytir það engu um Landsfundarályktunina. Svona eftiráspeki og útúrsnúningur og moldviðri um misskilning er minna en einskis virði.
Bréfið sem sent var er snyrtileg aðgerð til að afgreiða ómerkilegt mál án frekari málalenginga.
Íslendingar eru hættir aðildarviðræðum við ESB í samræmi við Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins.
16.3.2015 | 11:59
Vorboðinn ljúfi
er að þessu sinni fréttir af "kjarasamningum" það sem sérfélög búa sig undir átök við þjóðfélagið sem er þar fyrir utan. Hverjir eru þetta þjóðfélag sem er utan þessara kjarafélaga? Aldraðir, öryrkjar, einstæðar mæður, börn og unglingar, forstjórar,stjórnmálamenn, harkarar? Er þetta ekki upp talið að mestu? Verkföll beinast þau þá ekki að þessu fólki frekar en samherjum?.
Allt snertist þetta svo meira og minna, sama fjölskyldan í fleiri félögum. Allir verða að vera í félögum mótsett því sem er i Bandaríkjunum þar sem minni hlutinn er í stéttarfélögum.
Ég skal viðurkenna það að mig sundlar þegar ég horfi á þetta. Á þriðja hundrað stéttarfélög sem hafa meiri eða minni stöðvunarvöld til að skerða athafnir annarra. Er þetta yfirleitt leysanlegt verkefni?
Samt er málið ekki flóknara en það að sá sem vill ráða fólk í vinnu er látinn skrifa undir það að félagar í tilteknu verkalýðfélagi skuli hafa forgang til vinnunnar í boði. Engin undirskrift, enginn samningur. Samt fjölgar félögum frekar en fækkar. Ég skil ekki af hverju BHM og Kennarasambandið er í tvennu lagi með háskólamenntað fólk innanborðs?
Hver maður getur verið verkalýðsfélag í sjálfu sér og hverjir sem vilja mynda sérstakan. Vildcatters eða villikettir er eitthvað sem stórfyrirtæki óttast og því semja þau um frið við stærri hópana. Þó geta þau sagt að þau muni aðeins semja við sína starfsmenn sem séu eitt félag óháð öðrum.
Ég hef ekki andlega spekt til að bera til að geta séð fyrir endann á þessu sem í aðsigi er. Hvað eru digurbarkar og hvað eru raunverulegir töffarar. Er einhver líkindi á að Alþingismenn treysti sér í eitthvað annað en að vera bara áhorfendur?
Auðvitað hafa allir of lágt kaup og allir vorkenna þeim aumasta af aumum. En því miður verður hann að sæta afgangi þar til að alvörufólkið er búið að fá sitt.
Þeir eru ekki öfundsverðir sem eiga að koma skikki á þetta, það segi ég satt. Ég held að ég gæti það ekki þó mér væru fengin öll völd.
Nú koma vorboðarnir senn til landsins síns. Þeir hafa ekki hugmynd um annað en nóttlausa voraldar veröld sem bíður þeirra. En vitum sið í rauninni eitthvað meira hvað í vorinu felst?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2015 | 01:04
Bréfið
mikla frá utanríkisráðherra fór greinilega mjög fyrir brjóstið á þingliði fyrri ríkisstjórnarflokka. Þeir gala og flauta hástöfum eins og ekkert vandamál brýnna bíði úrlausnar hjá þessu Alþingi. Sem þó mætti hugleiða ögn þá boða sem nú rísa sem óðast þar sem er sú holskefla kjarasamninga sem framundan eru.
Við þessar aðstæður vilja menn fara í þjóðaratkvæðagreiðslur um hvert eigi að halda aðildarviðræðum áfram sem gagnaðilinn hefur löngu slitið sem vonlausum. Það er eins og þessir þingmenn og fréttamenn á RÚV gangi útfrá því sem gefnu að þetta mál bíði næstu ríkisstjóornar að leysa þá þegar og ekki megi spilla fyrir þeirri afgreiðslu.
Þetta bréf utamríkisráðherrans er kurteisisleg ábending til gagnaðilans í Brussel að búast ekki við frumkvæði frá núverandi ríkisstjórn um framhald viðræðna. Snyrtileg leið til að spara loft í lungum stjórnarandstæðinga og fría tíma Alþingis til að taka á einhverju sem skiptir meira máli. Stjórnviska sem felst í því að gelda sýningarþörfina hjá sérviskunni í Össuri og ámóta kratakruðeríi.
Þetta bréf var eiginlega ágætt bréf sem hefði mátt, ef horft er í baksýnisspegilinn, mátt senda svo löngu fyrr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2015 | 12:53
Klofningurinn úr Sjálfstæðisflokknum
sýndi mátt sinn og megin við Alþingishúsið í gær. Benedikt Jóhannesson blés í kýrhornið og hvatti menn til dáða að styðja Alþingishús. Við lá að múrarnir hryndu þegar þetta sameinaða klofningsafl þrýsti á veggina.
Í hádeginu í dag sagði Benedikt að nú væri komið að því hvort fólk vildi flokk sem vildi bæta hér lífskjörin eða hvort það vildi flokk þar sem formaðurinn Bjarni væri taglhnýtingur Framsóknar.
Og ekki var hann billegur hann Árni Páll, þar sem hann reyndi að hrópa Bjarna Benediktsson niður í örvæntingu sinni yfir því að þessi ríkisstjórn hefði sagt þeim í Brussel að Ísland væri ekki að ganga þar inn. Bjarni kom því augljósa til skila þegar dúraði í Árna að ríkisstjórn sem hefði meða annars verið mynduð um þá sameiginlegu afstöðu stjórnarflokkanna að gagna ekkií ESB og hætta þar með aðildarviðræðum, gæti bar ómögulega sagt þeim í Brussel að Ísland væri á leiðinni inn. Eða hvað? Ekki sá Árni neitt sem stangaðistá við hans einu stefnu.
Merkilegt að þetta flækist svona fyrir vissu fólki að það bara kljúfi Sjálfstæðisflokkinn í massavís þess vegna og fari að styðja Alþingishúsið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2015 | 16:43
Hvað er Islam?
spyr Valdimar Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag. Valdimar hefur kynnt sér Islam mjög rækilega og niðurstaða hans er sú, að trúin Islam er ekki sá þáttur sem óttast þarf heldur kennisetningar Múhameðs um daglega hegðun sem strangtrúarmenn fylgja út í æsar. Svipað var ástatt í fornöld í Gyðingalandi, þar sem ámóta svartnætti grimmdar og geðveiki er að finna í Gamla Testamentinu. Má eiginlega furða sig á að það skuli vera látið fylgja Biflíunni enn í dag svo gersamlega óskylt það er kærleiksboðskap Jésúsar.
Grein sína endar Valdimar svo:
" Íslam, kommúnismi og nasismi eru náskyld alræðis stjórnmálakerfi, sem miða að heimsyfirráðum. Í bili virðist hafa tekist að koma böndum á tvö síðasttöldu kerfin en íslam er nú í þriðju stóru útrásinni í þær 14 aldir sem saga þess nær til, keyrt áfram með olíuauði arabaríkjanna.
Aldrei skyldi gleymast að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi frekar en trúarbrögð. Trúarþáttur íslams hefur ruglað fórnarlömb hans í ríminu þó að hann sé með ólíkindum andstyggilegur. Með því að leyfa jihadistum að byggja hér mosku er verið að greiða fyrir yfirtöku íslams á Íslandi eins og stefnt er að og sagan sýnir okkur að hefur alls staðar gerst nema þar sem hugrakkir menn hafa snúist til varnar. Ef íslam vinnur stríðið gegn vestrænum gildum þýðir það endalok siðmenningarinnar sem hefur tekist að koma á með blóði, tári og svita. Mannkynið mun sökkva niður svartan pytt þaðan sem það á kannski aldrei afturkvæmt.
Nú ríður á að hinn frjálsi heimur standi í lappirnar og að við látum ekki dómgreindarlaust fólk ráða ferðinni. Íslam stenst engin siðferðileg viðmið og stríðir gegn allsherjarreglu og ætti því ekki að njóta trúfrelsis.
Íslam mun leiða yfir þjóðina hnignun, glundroða, fátækt, forheimskun og ofbeldi eins og alls staðar hefur gerst þar sem það festir rætur. Þeir sem vinna að framgangi íslams vinna gegn framtíðarhagsmunum Íslands. Slíkir menn eru þjóðníðingar."
Valdimar samsamr Islam hinum verstu helstefnum í stjórnmálum sem gengið hafa yfir heiminn. Óneitanlega er margt sem rennir stoðum yfir þessar skoðanir Valdimars. Varnaðarorð hans er því ekki hægt að afgreiða sem léttvæg og óþörf. Sérhver maður verður að hugleiða fyrir sig hvort hann vilji stuðla að framgangi Islams á Íslandi. Menn vita hvað þeir hafa en ekki hvað þeir geta hugsanlega fengið með hlutleysi.
Menn verða að vita hvað Islam er í raun og veru.
9.3.2015 | 21:26
Erum við bara blind?
að sjá ekki rökfærsluna í því hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum i Reykjavík að nauðsynlegra sé að verja 150 milljónum í það verkefni að mjókka Grensásveginn, sem hefur verið bærilega bílfær nokkuð lengi í stað þessa að gera við eitthvað meira en 6 km af 540 kílómetra löngu gatnakerfi Borgarinnar á þessu ári.
Lausnin hlýtur þá að liggja í þeirri staðreynd að mjóar götur séu ódýrari í viðhaldi en breiðar. Þegar margir borgarbúar eru að segja að það vanti víða viðhald á götunum, það séu hættulegar holur osfrv., þá sé þetta að byggjast á þessum grundvallarmisskilningi. Göturnar eru óhagkvæmar eins og þær eru svona breiðar. Þær þurfa að mjókka til að spara viðhald. En malbikð okkar þolir illa umhleypingana í vetur sem koma þvert á gróðurhúsakenninguna bæði hér og í Ameríku Al Gores og því verða stöku holur meira áberandi.
En þar sem þessar tölulegu upplýsingar komu fram í viðtali við Halldór Halldórsson, Borgarfulltrúa, á Sögu, þá fór ég að deila 6 kílómetrum uppí 540 og fékk út að með þessum hraða muni gatnakerfið í Reykjavík endurnýjast á hverjum 90 árum. Mér fannst tíminn nokkuð langur. En er ég ekki bara blindur að sjá ekki að það má gera við helmingi meiri lengd ef gatan er helmingi mjórri?
Hvað skyldu götur almennt endast lengi? Hvað er Austurstræti til dæmis orðið gamalt? Mér var sagt einu sinni að Miklatorgið hefði enst ótrúlega lengi við þá miklu umferð sem þar fór um.
Dagur Bé var búinn að segja að það lýsti sérstakri kröfuhörku Reykvíkinga að vilja meiri og meiri þjónustu. Halldór segir að útsvarið sé í hámarki og því sé fátt um fína drætti í meiri tekjuöflun. Það er þá varla hægt að gera mikið í því að byggja 2500 ódýrar félagsíbúðir í Reykjavík ef Búseti og Búmenn eru peningalaus félög.Hver getur byggt ódýrt ef fólkið sjálft getur ekki byggt vegna þess að það stenst ekki greiðslumat?
Það hlýtur þá að vera einhver kanína í hatti Borgarstjóra og EssBjörns sem þeir hafa ekki dregið upp það sem af er? Hvernig þeir ætla að leysa húsnæðisekluna í Borginni. Eða bara að þeir sé búnir að finna aðrar lausnir betri? Sem séu svo snjallar að jafnvel blindir fái séð?
Er kannski hægt að minnka núverandi íbúðir og þrengja i stíl við Grensásveginn og Borgartún? Menn hætti bara að búa í 100 m2 og fari að búa í 50 m2 sem kannski passar núna þegar reiðhjólið er að koma í stað bílsins? Fjölga íbúum á íbúð? Minnka flugvöllinn og smækka flugvélarnar? Fjölga lágvöxnu fólki og gefa því forgang?
Borgarstjórabíllinn yrði þá hugsanlega að Borgarstjórahjóli til samræmis?. Sendisveinahjól sér maður fyrir sér því Borgarstjóri kann að þurfa að hafa ökumann þegar hann þarf að sækja samkvæmi?
Það er líka gott til þess að vita að starfsfólki verður ekki fækkað hjá Borginni, þar sem atvinnuleysi er enn fyrir hendi í öðrum sveitarfélögum sem hafa mun færra starfsfólk hlutfallslega í stjórnunarstörfum. Fækkun starfa hjá Borginni gæti reynst afdrifarík.
Að öðru leyti var þetta rösklegt viðtal við Halldór Halldórsson og lauk upp augum fyrir manni að hafa ekki reynt að skilja betur rökin fyrir því að minnka götur og íbúðir. Er ekki svo mikil sóun allstaðar í daglegu lífi að það hálfa myndi vera nóg? Og kannski er það einmitt stefna Borgarstjórnarmeirihlutans að komast af með minna af öllu nema tekjum Borgarsjóðs og gjaldsskrár Orkuveitunnar?.
Erum við ekki bara blind að sjá þetta ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2015 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2015 | 14:25
Athyglisverð greining
á Evrópusambandinu er í pistli Gunnars Rögnvaldssonar á síðu hans.
Niðurlagið er svona:
"..Það kemur fyrir að menn láti um stund afvegaleiða sig, alveg eins og þegar ég svo hörmulega óskaði Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn vorið 2009. En þar með mjög ákveðnu kosningaprógrammi og loforðum sóttust þeir eftir og fengu skuldbindandi umboð frá kjósendum íslenska Lýðveldisins.
Þá hljóp ég á mig. Ég kaus þá ekki, en asnaðist til að óska þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá í góðri trú um að fara vel með völdin. Sem þeir gerðu ekki, heldur notuðu þeir þau til að nauðga kjósendum og brenna með fyrirlitningu á báli það umboð frá kjósendum sem þeir áttu að fara með og gæta. Eins og kunnugt er þá sækja þingmenn umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja lýðræðið til þingmanna
Evrópusambandið er bæði Guðlaust, andlýðræðislegt og andþjóðríkislegt með imperial metnað. Og það er að lagalegum grunni alræðislegt fyrirbæri. Þar er einnig þjóðnýtt í þágu ákveðins málstaðar, sem er Evrópusamruninn. Sjálf stjórnmálin í Evrópusambandinu hafa jafnvel verið þjóðnýtt. Lagaleg heimspeki og stjórnarskrá Evrópusambandsins líkjast lagalegri heimspeki, dómstólum og stjórnarskrá Sovétríkjanna, þar sem aðeins kommúnismi sósíalista var leyfður sem lífsmáti innan landamæra ríkisins.
Í Evrópusambandinu er það hins vegar aðeins Evrópusamruninn sem leyfður er sem lífsmáti innan landamæra sambandsins. Hann byggir á "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu" og sem er undirstaða allra sáttmála, dómstóla og lagabálka sambandsins. Lengra nær hinn tilvistarlegi heimspekigrundvöllur Evrópusambandsins ekki.
Þetta er totalitarian koncept"
Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu að ESB sé einræðiskennt samband sem sé framhald af stjórnmástefnum fyrirstríðsáranna. Það sé ólýðræðislegt í alla staði sem lúti forræði ókjörinna fulltrúa.
Þó að margir hafi hamráð á því að áhrif Íslendinga verði harla lítil á 700 manna Evrópuþinginu með Össur, Árna Pál og Steingrím J. sem einu málsvara Íslands, þá þreytast þessir aðildarsinnar ekki á að telja okkur trú um nauðsyn þess að rödd okkar heyrist það í stað þess að taka við öllu hráu frá EES eins og við gerum.
Sömuleiðis að ljúga stanslaust um það að stjórnarskrá sambandsins verði aðlöguð að sérþörfum Íslands. Alveg sama þó að það sé þvert á skrifaðan textann. Kíkja í pakkann sé svo nauðsynlegt að greiða verði þjóðaratkvæði um að afturkalla þá einhliða gerð landsöluaflanna á sínum tíma að óska aðildar. Meira að segja virðast einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki lengur þora að standa við Landsfundarsamþykktir flokksin um að slíta viðræðunum.
Þetta er sönn greining á kjarna ESB og hafi Gunnar mína þökk fyrir.
6.3.2015 | 02:54
Saudarnir blanda sér innanríkismál
Íslendinga með því að fjármagna hér klakstöð Wahabíta sem vilja Jihad á hendur Sjitha-múslímum. Væntanlega hérlendis líka. Múllarnir koma svo síðar til að rekrútéra Íslendinga til að ganga til liðs við hinar og þessar bardagasveitir Islamista.
Sem fæstar moskur á Íslandi. Sem minnstan innflutning á múslímum umfram algert lágmark. Okkar þjóðmenning getur ekki lifað af með þessu fólki og villimannlegum siðum þess. Það sem við blasir af hörmungum á Vesturlöndum í þessum múslíma-málum kemur einnig hingað.
Látum ekki einræðisríkið Saudi Arabíu senda hingað óstjórnað fé.
Óli forseti ætti að gera eitthvað annað en að láta mynda sig með þessum Sauda sem er að blanda sér í innanríkismál Íslendinga með því að kaupa sig inn á okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3421350
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko