25.1.2021 | 21:28
Hvert er okkar markmið?
varðandi hælisleitendur?
Í frétt í Morgunblaðinu segir svo af Mettu Fredriksen:
"Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir það markmið sitt að enginn sæki um alþjóðlega vernd í Danmörku. Þetta sagði Frederiksen í umræðum í danska þinginu á föstudag eftir að Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, hafði kallað hana til andsvara. Það er markmið okkar, en ég get auðvitað ekki gefið nein loforð um það, sagði Frederiksen.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni voru umsóknir um alþjóðlega vernd í Danmörku 1.631 á nýliðnu ári eða 3 á hverja 10.000 íbúa. Miðað við höfðatölu voru umsóknir sexfalt fleiri á Íslandi.
Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega í Danmörku síðustu árin en dönsk stjórnvöld hafa markvisst unnið að því að gera fólki erfiðara fyrir að sækja um, og landið um leið að síður ákjósanlegum áfangastað fólks í leit að betra lífi.
Þannig voru umsóknirnar ríflega 21.000 í Danmörku árið 2015 þegar flóttamannastraumur frá Sýrlandi stóð sem hæst.
Ekki hafa færri sótt um vernd í Danmörku frá því farið var að halda utan um tölurnar í Danmörku með skipulegum hætti árið 1998, að því er fram kemur í umfjöllun Berlingske Tidende. Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri verið á flótta í heiminum, eða um 80 milljónir samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.
Engin áform eru um að hætta alfarið að taka við flóttamönnum, en samkvæmt tölum frá danska útlendingaráðuneytinu yfirgefa nú fleiri flóttamenn landið en koma.
Segir fyrri stjórnmálamenn hafa gert mistök
Mette Frederiksen sagði stjórnmálamenn fyrri tíma hafa gert grundvallarmistök með því að gera of litlar kröfur til þeirra útlendinga sem hugðust koma til landsins. Nefndi hún sem dæmi kröfur um að þeir gætu framfleytt sjálfum sér og tileinkað sér dönsk gildi. Við verðum að sjá til þess að ekki komi of margir til landsins okkar, annars getur samheldnin ekki þrifist. Samheldninni er þegar ögrað.
Frederiksen tók við embætti forsætisráðherra sumarið 2019 eftir að vinstriflokkar unnu sigur í þingkosningum. Í kosningabaráttunni hafði flokkur hennar, Sósíaldemókratar, tileinkað sér að mestu stefnu Danska þjóðarflokksins í innflytjendamálum, svo mjög að vart mátti sjá á milli.
Hafði hún til að mynda boðað að ekki yrði hróflað við almennu regluverki í kringum málefni flóttafólks, sem komið var á að undirlagi Danska þjóðarflokksins til að stemma stigu við fjölgun umsækjenda upp úr 2015.
Undir það falla reglur um sameiningu fjölskyldna, brottvísun þeirra sem gerast brotlegir við lög, samningar um ríkisborgararétt og fleira. Sama gildir um hina svokölluðu viðhorfsbreytingu (d. paradigmeskiftet) sem lögfest var 2019 og kveður meðal annars á um að öll landvistarleyfi til flóttafólks skuli einungis vera tímabundin."
Dönum er greinilega farið að ofbjóða vandamálin sem af hælisleitendum stafa menningarlega sem og efnahagslega. Þeir eru að reyna að þrengja aðganginn að Danmörku.
Hver er okkar stefna? Okkar aðstreymi af hælisleitendum er margfalt það sem annarsstaðar gerist og efnisleg meðferð virðist taka hér mun lengri tíma en annarsstaðar.
Viljum við hafa hér allt opið upp á gátt? Á Sema Erla og mótmælendahópur hennar að slá taktinn fyrir okkur?
Eiga lögfræðingar eins og Magnús Norðdahl og áður Helga Vala að hafa frítt spil í að teygja á landvistarleyfum?
Ég var að lesa það að hver hælisleitandi sem hér fær að stansa kostar um 30.000 krónur á dag.
Þúsund slíkir kosta 30 milljónir á dag. Og sveltur ekki okkar fólk og stendur í biðröðum eftir matargjöfum?
Og er ekki okkar heilbrigðiskerfi á þolmörkum?
Stundum var talað um norræna samvinnu og stefnulegt samflot með þeim þjóðum sem okkur eru skyldastar.
Hvert er þá okkar markmið í hælisleitendamálum miðað við það sem Mette Fredriksen segir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2021 | 11:19
Þrá menn þessi harðindi aftur?
Af Hungurdiskum Trausta Jónssonar er þetta:
"Harðindi héldu áfram á árinu 1836, það varð enn kaldara en árið á undan en sunnlendingar sluppu betur með heyskapinn.
Meðalhiti í Reykjavík var ekki nema 2,3 stig og er þetta eitt af köldustu árum sem vitað er um þar.
Áætlaður meðalhiti í Stykkishólmi var 1,5 stig, sá lægsti síðan 1812 (en höfum mikla óvissu í huga) og jafnkalt eða kaldara varð ekki aftur fyrr en 1859.
Mælingar voru líka gerðar á Akranesi þetta ár og staðfesta þær hinar lágu tölur. Sömuleiðis mældi Sveinn Pálsson hita í Vík í Mýrdal og þar var einnig mjög kalt, en meðaltöl hafa ekki enn verið reiknuð (marga daga vantar í mælingar). Febrúar, apríl og nóvember voru sérlega kaldir. Hiti telst í meðallagi í maí og júlí - en við vitum lítið um hitafar norðanlands þetta sumar."
Nú erum við að verja stórum fjárhæðum til þess að reyna að kæla Ísland eftir forskrift frá einhverri Grétu Thunberg.
Lesi menn svo áfram lýsingarnar hjá Trausta á skelfingunum sem þjóðin upplifði sem afleiðingar af kuldunum 1836. Makalaust hvernig þjóðinni t+ókst að lifa af þær skelfingar allar sem kuldinn á 19. öldinni hafði í för með sér. Endaði það með gríðarlegum landflótta til Vesturheims eins og alkunna er. En vestanhafs býr jafnstór íslensk þjóð og hér sem afleiðing af þessum hörmungum öllum.
Þráum við þessa tíma virkilega svo mjög aftur að við viljum leggja á okkur píslir til endurheimta þá?
25.1.2021 | 10:53
Sjálfslýsing?
eða Trumpofóbía?
Því velti ég fyrir mér þegar ég les skrif dr. Benedikts Jóhannessonar í maðkaboxi Morgunblaðsins í dag.En Moggi tekur frá sérstakan dálk fyrir allskyns furðuskrif til að skemmta lesendum sínum yfir margskonar vitleysu sem þar birtist. Gjarnan frá Birni Leví, dr. Benedikt, Ingu Sæland og slíkum fabúlöntum.
Þar tekur Benedikt fyrir að raðgreina lygar Trumps í stjórnmálum. En spurning er hvort greiningin hittir hann ekki fyrir sjálfan?
Benedikt hefur stundað það lengi að hamast gegn fullveldi Íslands og gjaldmiðlinum og prédikað inngöngu í tollabandalagið ESB.
Bemedikt segir m .a.:
Loks þarf að minnast á þá sem á íslensku eru kallaðir geðvilltir eða siðblindir. Þá skortir hæfileika til að setja sig í spor annarra og finnst sem þeir séu hafnir yfir lög og rétt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hjá þeim sé starfsemi óvenjudauf á heilasvæðum sem móta tilfinningaleg viðbrögð, eins og kvíða, iðrun og réttlætiskennd.
Sjaldgæft er að þetta ástand sé greint hjá manni fyrr en eftir að hann hefur brotið ítrekað af sér. Reyndar er hugtakið siðblinda iðulega notað sem merkimiði á síbrotamenn, fremur en til forvarna.
En næsta víst er að blygðunar- og óttaleysi er ekki alltaf til trafala í viðskiptum og sumir álíta, án þess að það sé fræðilega staðfest, að siðblindir menn njóti oft velgengni.
Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vara sig á slíkum mönnum, tunguliprum, óttalausum og blygðunarlausum, og því er sem stendur erfitt að veita önnur ráð en almenna varkárni til að verjast slíkum sendingum.
Skyldi það sama gilda í stjórnmálum? Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi átti greinilega auðvelt með að ná til ákveðins hóps kjósenda meðan aðrir sáu strax í gegnum blekkingarvef hans. Jafnvel vel menntað og skynsamt fólk sem ætti að hafa óbrenglaða dómgreind kýs að trúa fagurgala forsetans um eigið ágæti.
Sumir hrífast af sterka stjórnmálamanninum jafnvel þótt hann sé augljóslega siðblindur kjáni. Stuðningsmenn Trumps töpuðu meira en 60 málum þar sem þeir reyndu að snúa við úrslitum kosninganna. Menn með minnstu sómakennd vita að réttarríkið er vörn almennings gegn yfirgangi og misferli, bæði frá ótíndum glæpamönnum og spilltum stjórnmálamönnum."
Dr.Benedikt getur þar með fullyrt að 74 milljónir Bandaríkjamanna séu meiri fífl en hann sjálfur. Hann úrskurðar mig og alla ESB andstæðinga sömuleiðis fífl og siðblindingja.
Þessi maður titlar sig forsprakka stjórnmálalflokks sem kallar sig Viðreisn. Flokks sem mörgum finnst bara afrit af öðrum flokki landsölumanna sem kallast Samfylking studdum af hreyfingu sem kallar sig Pírata.
Hefur doktorinn ekki bara skrifað þarna góða lýsingu á sjálfum sér?
24.1.2021 | 12:21
Tveir þættir
á RÚV okkar allar finnast mér orðnir harla áhugalitlir fyrir mig.
Annar er Silfrið, sem áður var í umsjón Egils Helgasonar en hefur nú alfarið flust yfir í umsjón Fanneyjar Birnu.
Egill sem er afburða sjónvarpsmaður sést hinsvegar allt of sjaldan að mínu viti.Flautið í byrjun þáttanna er ekki nóg til að maður sperri eyrun eins og þá.
Fanneyju Birnu skortir allt sem Egil prýddi.Hún getur ekki dulið vinstrimennsku sína í vali á viðmælendum og efni sem Agli tókst oft á tíðum. Fyrir bragðið eru þættirnir orðnir það leiðinlegir að ég er hættur að muna eftir að kveikja á þeim nema stundum.
Hinn er vikan með Gísla Marteini. Mér fannst hann Gísli skemmtilegur í gamla daga og horfði allaf á hann þá. Nú er eins og að neistann vanti.
Enda er kannski lítil ástæða til að vera að rifja upp sjónvarpsþætti síðustu daga.Gísli er samt fjörlegur á brúnu klossunum sínum en viðmælendurnir eru yfirleitt af óþekktari kantinum og hafa fátt fram að færa. Tónlistaratriði í lok þáttanna eru svo yfirleitt heldur lítið áhugaverð og framin af frekar óþekktu fólki.
Hugsanlega er hægt að færa rök fyrir þessum þáttum með hlustendakönnun en ég greiði ekki atkvæði ef ég kemst hjá því.
Fréttir RÚV eru hinsvegar góðar að mörgu leyti og margt á dagskránni er með þeim hætti að mér dettur ekki í hug að fara að kaupa Stöð2 til viðbótar. Mér er því slétt sama þó að þeir séu búnir að loka örfárra mínútna fréttatíma sínum, fréttastofa RÚV þrátt fyrir vinstri slagsíðuna, dugar mér alveg.
En þessir 2 þættir heilla mig ekki lengur.
23.1.2021 | 11:46
Villi Bjarna
rifjar upp framboðsraunir sínar og hvernig hann hefur sætt ofsóknum af frammámönnum í Sjálfstæðisflokknum og verið sviptur þeim frama sem hann hafði unnir sér inn einn og sér.
Villi skrifar í dag:
"Það er áleitin spurning hvort vit sé í að taka þátt í stjórnmálum, leggja sjálfan sig og verk í dóm kjósenda. Að leggja höfuðið undir! Ég hef tvisvar áður tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Í hinu fyrra sinni árið 2012 fyrir kosningar 2013 fékk ég næstflest atkvæði í prófkjörinu og næstflest atkvæði í fyrsta sæti. Niðurstaðan var 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Í hinu síðara sinni kom framboð sem beinlínis var stefnt gegn mér, en niðurstaðan var aftur fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir skipan lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013 bauð formaður kjörnefndar fjórða sætið, sætið sem ég var kjörinn til, nokkrum mögulegum frambjóðendum, sem ekki höfðu tekið þátt í prófkjörinu.
Eftir að úrslit lágu fyrir í prófkjörinu 2016 var stefnt að því leynt og ljóst að ég skyldi færður niður um sæti. Sú varð niðurstaðan, ég var færður úr fjórða sæti í fimmta sæti! Og ég hélt friðinn!
Án þess að fá aukatekið takk fyrir! Þeir, sem á undan mér voru, töldu þessa tilfærslu tæra snilld, enda var hún ekki á þeirra kostnað.
Fimmta sæti dugði til þingmennsku árið 2016 en það dugði ekki í kosningunum 2017.
Enn á ný í prófkjör
Enn á ný hyggst ég gefa kost á mér í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningar í haust. Hvert skal stefnt? Eins ofarlega og kostur er, því það virðist regla fremur en undantekning að skáka mér til á listanum.
Ég er á góðum aldri.
Ég er yngri en Bretadrottning og breski ríkisarfinn. Ég er yngri en forseti Bandaríkjanna. Þroskaðir þurfa sinn fulltrúa.
Helst ofar en fjórða sæti!
Ég legg verk mín, skoðanir og viðhorf til mannlífsins í dóm kjósenda.
Þekking
Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf.
Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum
Þekkingu á efnahags- og skattamálum
Þekkingu á fjármálamarkaði
Þekkingu á erlendum viðskiptum
Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín
Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum
Þingferill
Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta.
Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar.
Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga.
Frjáls sparnaður
Frjáls sparnaður er ein af fjórum stoðum lífeyris landsmanna. Hinar stoðirnar eru:
Almannatryggingar
Lífeyrissjóðir
Frjáls viðbótarlífeyrissparnaður
Greinar um stjórnmál
Á undanförnum sex árum hef ég skrifað um 170 greinar um stjórnmál í Morgunblaðið. Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Það er ekki mitt að dæma hvernig til hefur tekist!
Efni greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra.
Á liðnum árum hef ég ferðast um landið á eigin vegum. Ég tel mig nokkuð vel að mér um lífskjör í landinu sem ól mig og hefur veitt mér tækifæri.
Hvað með framtíð!
Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina. Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðinna ára hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi.
Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar!
Eins einföld og grunnheilsugæsla er, þá eru heilbrigðismál hátækni. Heilbrigðismál varða alla og biðtími getur aldrei orðið eðlilegur þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða eða ólíðandi kvalir.
Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis.
Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! Ég tel mig auka breidd og skírskotun til kjósenda fyrir Sjálfsæðisflokkinn.
En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!
ilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður og verður það aftur."
Það þarf ekki að taka það fram að ég mun styðja Villa vin minn Bjarna eftir föngum. En þó aðeins að það verði ekki notað gegn honum þar sem ég er nú ekki talinn af mörgum mikill spámaður í stjórnmálum eða öðrum málum yfirleitt!
En það má alveg bera Villa saman við ýmsa sem nú sitja á þingi. Hann heldur sínu gagnvart mörgum sem þar sitja.
En mér finnst þessi upptalning Villa Bjarna á sínum ferli standa ein og sér sem lýsing á því sem hann hefur fram að færa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2021 | 17:43
Hvenær selur maður banka?
og hvenær selur maður ekki banka?
Það gæti þvælst fyrir fleiri mönnum en Jóni H.
Nú þegar fimmta hvert útlán er vonarpeningur og efnahagslífið við frostmark? Eða þegar framtíðarhorfurnar eru líklega farnar að lyftast aðeins með niðurtalningu pestarinnar?
Svei mér þá ef ég veit svarið öðruvísi en manni var kennt með kommuna í enskum stíl, "when in doubt leave it out". Stutta svarið væri þegar hagnaðurinn af rekstrinum er meiri en vextirnir af skuld eigandans þá myndi maður freistast til að hika.
En allt orkar tvímælis þá gert er hér sem annarsstaðar og þessi veit allt betur en hinn. Og hollt er að minnast þess að lífeyrissjóður á ekki neitt sjálfur annað en skuldir við eigendur sína.
En Jón Ásgeir og Björgólfar sem kjölfestufjárfestar eru sjálfsagt á sínum stað ef maður vill selja banka.
21.1.2021 | 18:22
Bretar búnir að bólusetja 5 milljónir
af 68 milljónum.
7.3 % af þjóðinni. Israelar 20 % af 9 milljónum
Gleymdi hún Svandís bara ekki að fá bóluefni handa okkur í tíma?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.1.2021 | 11:18
Árásin á fullveldið
vikulega frá fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins Þorstein Pálssyni í málgagni ESB á Íslandi heldur áfram.
Í dag skrifar hann enn endurtekningar á fyrri árásum á krónuna:
"Umsögn Samkeppniseftirlitsins um sölu Íslandsbanka er pólitískt sprengiefni fyrir þá sök að hún endurspeglar skýra mynd af hnappheldu peningakerfisins og fjármálamarkaðarins. Jafnframt varpar hún ljósi á ófullnægjandi undirbúning málsins.
Samkeppniseftirlitið telur núverandi eignarhald á viðskiptabönkunum gallað. Það er í prinsippinu fylgjandi sölu á hlutum ríkisins. En það setur aftur á móti fram leiðbeinandi viðmið til að tryggja samkeppni. Þau skilja ríkisstjórnina eftir í blindgötu.
Augum lokað fyrir hindrunum
Í forsendum ríkisstjórnarinnar segir að ógerlegt sé að fá erlenda kaupendur. Það rýrir verðgildi bankans og stuðlar ekki að aukinni samkeppni. Samkeppniseftirlitið dregur fram að hindranir á erlenda fjárfestingu eru miklu meiri hér en á öðrum Norðurlöndum. Það gagnrýnir ríkisstjórnina maklega fyrir að ræða ekki hvernig ryðja megi hindrunum úr vegi. Þetta er til marks um óvandaðan undirbúning.
Satt best að segja er krónan stærsta samkeppnishindrunin á fjármálamarkaði. Þann grundvallarvanda má hins vegar ekki ræða. Það er veikleiki.
Augum lokað fyrir samkeppni
Ámælisverðast er að salan er undirbúin og ákveðin án þess að gæta að mikilvægasta þættinum, sem er krafan um virka samkeppni. Samkeppniseftirlitið leiðir rök að því að öðrum kaupendum en lífeyrissjóðum verði ekki til að dreifa, nema í takmörkuðum mæli. Þeir eru nú helstu eigendur Arion banka. Að auki eiga þeir flest stærstu fyrirtækin, sem bankarnir skipta við. Loks eru þeir bæði stórir viðskiptavinir og helstu keppinautar bankanna.
Svo má ekki gleyma því að sala til lífeyrissjóða er ekki einkavæðing. Lífeyrisiðgjöld eru jafngildi skatta. Fjármunir sjóðanna eru velferðarpeningar eins og krónurnar í ríkissjóði og lúta sömu lögmálum. Það er enginn eðlismunur á eignarhaldi ríkissjóðs og lífeyrissjóða á bönkum og fyrirtækjum. Þessi hluti velferðarkerfisins er rekinn í nokkrum einingum, en ákvarðanir þeirra allra byggja á sömu lögbundnu forsendunum.
Ef ekki er unnt að sýna fram á að sala efli samkeppni vantar helstu rökin fyrir henni. Augunum má ekki loka fyrir þessu kjarnaatriði.
Tvöfalt siðgæði
Við höfum innleitt nýja löggjöf Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn. Það er því rétt hjá ríkisstjórninni að lagaumhverfið er að því leyti annað en þegar bankarnir voru seldir í byrjun aldarinnar. En hvers vegna dugar það ekki til að skapa traust? Vera má að það stafi af því að stjórnvöld hafa látið við það sitja að innleiða Evrópulöggjöfina um fjármálamarkaðinn.
Dæmi: Í skilningi laga um fjármálamarkaðinn er Samherji nú ráðandi eigandi Síldarvinnslunnar.Aftur á móti er Síldarvinnslan Samherja enn með öllu óviðkomandi, í skilningi laga um stjórn fiskveiða.
Um leið og sala ríkisbanka til náinna samherja var ákveðin á sínum tíma, var fellt úr lögum ákvæði um dreifða eignaraðild að stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum. Núverandi ríkisstjórn hefur komið í veg fyrir að það verði sett í lög á ný.
Sérhagsmunagæslan af hjúpar þannig tvöfalt siðgæði. Meðan það blasir við með svo áberandi hætti byggist traustið hægt upp.
Réttur tími en vanhugsuð byrjun
Taka verður undir með ríkisstjórninni að á næstu árum er æskilegt að nýta þá fjármuni, sem bundnir eru í bankakerfinu, með skynsamlegri hætti í þágu velferðarkerfisins. Að því leyti er þetta góður tími til að hefjast handa. En á meðan ríkisstjórnin hefur ekki byggt upp nægjanlega mikið og almennt siðferðilegt traust verður erfitt að troða sölunni niður í kokið á kjósendum. Þeirra traust skiptir máli.
Aðalatriðið er þó hitt að það er óðslegt að fara af stað í þennan leiðangur fyrr en unnt er að sýna fram á að hann skili markvissari og heilbrigðari samkeppni. En til þess að það sé unnt verða menn að horfast í augu við veikleika peningakerfisins.
Erlendir fjárfestar líta á krónuhagkerfið sem hindrun. Og lífeyrissjóðirnir hafa sprengt krónuhagkerfið utan af sér. Ríkisstjórn, sem lokar augunum fyrir þessari hnappheldu, nær ekki tökum á viðfangsefninu. Segja má að tími sé til kominn. En eins og í skák er velhugsuð byrjun forsenda fyrir árangursríku endatafli."
Hvað er maðurinn eiginlega að leggja til?
Að leggja af krónuna og taka upp annan gjaldmiðil. Það er nokkuð ljóst. Krónan er óvinurinn í hans augum.
Allt myndi leysast ef við skiptum henni út fyrir Evruna væntanlega í hans huga þó þjóðin eigi sannanlega meiri hagsmuna að gæta í Bandaríkjadollar.
Það er ljóst að fyrsta skref á þeirri vegferð getur ekki verið annað en full aðild að ESB. Það er nokkuð löng vegferð þó að byrjað væri strax í haust að loknum kosningum.
Hann skautar hinsvegar gersamlega framhjá tæknilegum smáatriðum í slíku ferli sem öllum ætti að vera ljóst sem slíkt hugsa til enda.
Hagvaxtarfasinn á Íslandi er sögulega allur annar en hann er meðal hinna 27 þjóða í ESB.
Það er margsannað að að atvinnustig á Íslandi sveiflast allt öðruvísi en í hinni landluktu Evrópu. Sjávarafli okkar er allt öðruvísi en í Norðursjó. Og Brexit hefur líklega ekki átt sér stað í hugarheimi Þorsteins Pálssonar né hverjar afleiðingar þess verða.
Ferðamennskan hér er ekki í takti við Evrópu.Stóriðjan og orkuvinnslan sömuleiðis. Og þar af leiðir að fjármálamarkaðir hér eru úr takti við efnahagskreppur og atvinnustig á Möltu eða Rúmeníu þegar Þýzkaland blómstrar í bílaútflutningi til Bandaríkjanna.
Satt að segja finnast mér þessi sífelldu skrif Þorsteins vera illa undirbyggð og frekar í slagorðastíl en rökhugsuð. Kögunarhóll hans er í mínum huga frekar þröng malargryfja við þjóðveginn en sjónarhöll.
Þessar sífelldu árásir Þorsteins Pálssonar á fullveldi Íslands núna fyrir kosningar eiga tæplega mikið fylgi meðal þjóðarinnar utan útgáfufélags Hafskips Helga og Samfylkingarflokkanna beggja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2021 | 22:35
Ekki mátti Ágúst Ólafur
láta örla mikið á almennu viti hjá sér.
Alveg nú nýverið var hann farinn að tala með miklu rökfastari hætti en venjulega kratabullið sem hann hefur verið heltekinn af til þessa. Ég var virkilega farinn að hlusta á hann í bankamálinu til dæmis.
Það var auðvitað að Logi Már þyldi þetta ekki og því er búið að kála þessum velmenntaða þingmanni.Hann lét auðvitað ekki bjóða sér fallsæti á þeim lista sem hann leiddi áður.
Ég er ánægður með þetta fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og vona að Ágúst Ólafur finni sér annað skip og annað föruneyti en þetta lekahrip Loga Más, Hafskips Helga og Evrópusambandsins.
Ekki mátti nú Ágúst Ólafur mikið á Miðengi Samfylkingarinnar svo vitnað sé til gamalla sagna um kvennamál.
20.1.2021 | 21:39
Blessaðist hjá Biden
að verða forseti með reisn.
Hlustaði á ræðuna hjá honum og hún var bara ágæt. Hann virtist mér vera alveg flautuklár kallinn og fann ég ekkert til að setja sérlega út á.
Ég verð að segja að ég var verulega óánægður með minn mann Trump að fara svona í fýlu til Florida. Pence finnst mér maður að meiru fyrir að standa í lappirnar.
Nú byrja stjórnmálin á fullu og maður bíður eftir útspilum.Vona bara að öfgaliðið í demókrataflokknum með þær Pelosi og Hillary fá ekki framgang í fíflaskapnum gegn Rússum og Pútín.
Þessi dagur blessaðist hjá Biden og maður óskar honum og okkur alls hins besta.
20.1.2021 | 12:57
Farewell Mr. Trump
and thank you for all the good you have done for the last 4 years.The world was a safer place during your in your time in office.
Hopefully will Mr. Joe Biden not let the warmongers and Putin haters, Mrs.Hillary Clinton and Mrs. Nancy Pelosi, have to much influence on his foreign policy.
Farewell Mr. Trump.
20.1.2021 | 11:28
Fáránleikinn
sem ræður ríkjum í hugarheimi meirihlutans í Borgarstjórn í Reykjavíkur birtist í ritsmíð Dóru Bjartrar og Sigurborgar Óskar í ESB málgagninu í dag.
Þar segja þær:
"Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera. Styrkjum, fjárfestingum, skipulagi samfélagsins. Stjórnvöld bera stærstu ábyrgðina þó framlag einstaklinga geti haft mikil áhrif. Það er ekki bara hvað yfirvöld ákveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau ákveða að gera ekki.
Þegar tekin var ákvörðun um að gera Reykjavík að bílaborg var í raun samhliða tekin ákvörðun um að byggja ekki upp öflugar almenningssamgöngur. Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera en það geta lausnir líka gert.
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var ný loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar kynnt.
Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp malbiki og draga úr umfangi akreina, að almenningssamgöngur verði lausar við jarðefnaeldsneyti 2025, að fjármunir sem fara í vegasamgöngur verði jafnaðir með fjármunum fyrir innviði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði umhverfisvottuð, að rækta stóra loftslagsskóga, að endurheimta um 60% af votlendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórnsýslu borgarinnar í loftslagsbaráttunni með tilliti til ábyrgðar og framfylgd verkefna.
Þetta eru örfá dæmi. Loftslagsvandinn er ekki tilviljunum háður. Hann var skapaður, meðvitað og ómeðvitað. Hér er loftslagsáætlun sem snýst einmitt um að taka meðvitaða ákvörðun um að koma okkur á réttan kjöl.
Um meiri náttúru og minna malbik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að aðgerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn árlega til þess að geta brugðist við ef ástandið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endurskoðum.
Verkefnið er það flókið að við verðum að leysa það í sameiningu með nýsköpun og samvinnu. Í þessari nýju loftslagsáætlun voru markmiðin mótuð eftir útreikningum sérfræðinga og hlustað var á óskir almennings um auknar aðgerðir. Almenningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum tillögum.
Núna er það yfirvalda, okkar í borgarstjórn, að framkvæma."
Það er áreiðanlega hollt fyrir kjósendur að hugsa sér hvar eigi að fletta af malbiki og fækka akreinum.
Tilvalið að hugsa þetta þegar menn sitja fastir á úreltum göngubrautarljósum á Miklubrautinni eða annarsstaðar.
Hugsa sér hversu dásamlegt það verður að bíða eftir Borgarlínuvagni í kulda og trekki í stað þess að sitja í upphituðum einkabílnum.
Hugsa sér hversu kenningarnar um hamfarahlýnun andrúmsloftsins séu vísindalega uppbyggðar og hversu loftslagið í Reykjavík er sem sniðið að þægindum fyrir hjólandi og gangandi fólk.Hversu dásamlegt verður að skutla skólaæskunni milli viðburða í íþrótta-og félagslífi gangandi og hjólandi að Borgarlínunni við Hamraborg.
Af hvað öld er þetta fólk fáránleikans og hvað hefur það séð af heiminum í kring?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 3421135
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko