Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
21.1.2010 | 22:55
Ætla þau bara að horfa á ?
Ætlar þessi skjaldborgarvinstrinorrænavelferðarríkisstjórn bara að horfa á þegar upplausn samfélagsins hellist yfir ?
Maður horfir á sýslumennina hampa bláleitum bunkunum með hundruðin nauðungarsöluskjalanna. Hafa menn hugleitt hvaða afleiðingar það muni hafa ef þetta gengur fram ?
Millistétt Íslands verður útrýmt. Þúsundir fólks missir aleiguna og verður sett á vergang í umboði fjármagnseigendanna. Hvað eru þeir að hugsa í lífeyrissjóðunum, nýju bönkunum, og íbúðalánasjóði. Er kreppan og atvinnuleysið bara búið af því að það er búið að hækka skattana og brennivínið? Og vístöluna til þess að lánin hækki í takt. Vístalan er heilög stærð og ekkert fær breytt útreikningi hennar hvað sem þjóðfélagsástæðum líður.
Getur sama fólkið bara borgað núna sem gat það ekki eftir hrunið og uppsagnirnar ? Var bara nóg að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og Davíð úr Seðlabankanum ? Átti þá allt að lagast af sjálfu sér eins og mannvitsbrekkurnar Hörður Torfason, Sturla lúðurþeytari og Hallgrímur Helgason boðuðu sem ákafast í stjórnarbyltingunni? En gerði það það?
Ég hefði haldið að skuldbreytingar, frysting uppboða, og frestun afborgana séu ennþá nauðsynlegri núna en nokkru sinni fyrr. Hvað ætla bankar eða lífeyrissjóðir að gera með þúsund íbúðir ofan á þær sem þeir eiga fyrir ? Það eru takmörk fyrir því hvað alþigismenn og frændur þeirra komast yfir að kaupa af bankaeignum, jafnvel þó vel sé slegið af. Það er huggulegt að hugsa til þess að lífeyrissjóðurinn þinn hirði ofan af þér íbúðina þín núna með huggunarorðum um að hann muni hugsanlega seinna geta látið þér líða skár í ellinni. Það er nú aldeilis munur að hugga sig við það.
Árið í ár verður núll ár. Það gerist ekkert sem breytir neinu. Ástandið bara versnar. Atvinnuleysið og vandræðin vaxa. Alveg þangað til að fólkið áttar sig á því hvaða ráðleysislið það er búið að leiða til valda og lemur stjórnina út eins og köttinn úr tunnunni.
Ætla þau í ríkisstjórninni bara að horfa á uppboðin fara fram ?
21.1.2010 | 11:45
Íslendingar í uppbyggingu til Haiti ?
Ég var að tala við einn gamlan samstarfsmann í byggingabransanum. Hann á helling af kerfismótum.Ég á tölvur og forrit til að hanna allt frá hundakofum í háhýsi.Og hellingur af tæknimönnum kann þetta betur en ég. Íslendingar eiga allan fjandan og geta allt.Hér eru Ístak og Aðalverktakar. Hellingur af smáverktökum, byggingafélögum og bröskurum.
Við fórum að spá í af hverju íslenskur byggingariðnaður sem er að mestu lagstur banaleguna tekur sig ekki saman og býður þjónustu sína. Förum með alla hektarana af vinnuvélunum og vörubílum úr Hafnarfjarðarhöfn til að byggja á Haiti ? Þeir vilja hús úr steypu vegna fellibyljanna. Það má bara ekki gleyma að setja járn í steypuna sem við Íslendingar kunnum.
Af hverju komum við byggingamenn ekki saman til fundar og reynum að kanna málið ?
20.1.2010 | 16:14
Ísland og Haiti.
Læknirinn Gunnar Skúli Ármannsson skrifar athyglisverða grein í Moggann í dag. Þar dregur hann fram hliðstæðu við það hvað AGS og okkar svokölluðu vinaþjóðir okkar eru að gera á hluta okkar Íslendinga.
Grípum niður í greinina fyrir þá em ekki lesa Mogga :
"Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a. land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, »svarta gullinu«, þ.e. þrælunum, íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir, ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum, Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað »að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu«. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.
Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítís er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarísk ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítís og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skuli greiddar af skattgreiðendum.
Íslendingar, sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, bera ábyrgð á neyð Haítís. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslunarbanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli? Ekki ef örlög Haítís verða okkar. "
Sjá menn ekki samlíkinguna ? Hvernig menn eru kúgaðir til að undirgangast jarðarmen með nauðungarsamningum ? Nauðungarsamninga er engin skyldur til að halda, fremur en Gizur Þorvaldsson við eiða sína við Sturlu Sighvatsson á Apavatni.
Mér finnst þetta meistaraleg samlíking hjá lækninum. Alveg eins og Versalasamningarnir hleyptu Hitler til valda og heimsstríðinu seinna, þá mun Icesave snúa Íslendingum frá samstarfi við kúgarana í AGS og Evrópubandalaginu.
Það er ástæða til þess að við látum okkur Haiti meira varða. Mína virðingu og þakkir sendi ég þeim íslensku hetjum okkar sem fóru á staðinn til að rétta Haitibúum hjálparhönd svo og öllum sem létu eitthvað rakna við þá í neyðinni.
19.1.2010 | 12:01
Gleðibanki VG á Akureyri.
Ég hérumbil hló upphátt yfir tíðindunum af flokksráðstefnunni hjá VG á Akureyri.
Sitjum í ríkisstjórn sem er að sækja um inngöngu í EB en erum alfarið á móti inngöngu ! Gagnsæi í stjórnsýslunni !
Minnumst ekki á Icesave !Ekki minnst á að einstaka þingmenn séu ósammála formanni !
Óþolandi af Mogganum að ráða Davíð til að skrifa !
Öfundum Samfylkinguna af RÚV og 365 miðlum.
Héraðsljósmæðrahugsjónin sameinar flokkinn !
Enga einkaspítala !Sjálfbært kvenfrelsi ! Banna vændiskaup!5% atkvæðisréttur í sparisjóðum !
Ísland úr NATO herinn burt !
Enga stóriðju !Landbúnaður og fiskveiðar fyrir Íslendinga !Friðum mýrarnar !
Kaupa grunnnet Símans. Öflugra heilbrigðiskerfi !
Sautjánþúsund atvinnuleysingjar skiptist jafnt milli kynja !
Góðir hlutir gerast hægt ! Samhentur einhuga flokkur að baki formanni sínum !
Verndum afríska vaðfugla !
Stjórnum loftslaginu!Friðarstefna, kvenfrelsi og umhverfisvernd!
Ekki er minn flokkur nærri svona fyndinn.
Gleðibanki VG á Akureyri léttir okkur sannarlega lundina og eflir okkur trú á að þjóðin eigi framtíð í landinu !
18.1.2010 | 21:59
Ein Volk, ein Reich, ein Führer !
17.1.2010 | 11:11
St.Eva enn á ferð.
17.1.2010 | 00:35
Ljósið við enda gangnanna ?
Vorið er framundan. Það lengist dagurinn um 6 mínútur á dag. Brumin á öspinni roðna í garðinum hjá mér. Það verða fræin og brumin sem kveikja lífsneistann þegar fannferginu annarsstaðar á landinu léttir. Það vorar aftur á Íslandi eins og hefur venjulega gerst í þúsund ár. Þó hafa komið hér ár þegar ekki voraði. Þá var sólvirknin í lágmarki þó að gróðapungurinn Al Gore væri ekki fæddur og engin CO2 aukning væri í lofti þá fremur en núna.
En hvort það vorar í hjörtunum í landinu veit ég ekki. Ég er að kynnast svo mikilli neyð þessa dagana hjá venjulegu fyrrum vinnandi fólki sem ríkisbankarnir eru um það bil að taka af lífi að það hálfa væri nóg. Ríkisstjórnin sem við kusum hefur að ég fæ séð ekkert gert og er ekkert að gera í málefnum fólksins eða skuldaranna. Hún hugsar bara um fjármagnseigendurna sem er Alþýðusambandið og Lífeyrissjóðirnir sem beygja Samtök atvinnulífsins undir sig því þá þyrstir svo í ódýr lán og eftirgjöf skulda. Lífeyrissjóðirnir eru að mínu viti núverandi óvinir fólksins, sem eru að taka heimilin af fólkinu með yfirlýsingum um að þeir muni hugsanlega geta látið sama fólkinu líða betur einhverntíman seinna þegar ellin hefur sótt það heim. Varðhundar vístölunnar!
Útgerðarmenn hóta að fara í land ef ríkisstjórnin hróflar við kvótakerfinu. Þeir halda á gjaldeyrisöfluninni og hika ekki við að hóta okkur öllum. Flugumferðarstjórar hóta verkfalli. Atvinnulausum fjölgar á hverjum degi. Læknar eru að flykkjast úr landi. Allir sem vettlingi valda fara því að skattaparadís Steingríms J. býður ekki uppá neitt nema skiptingu á skorti næstu árin. Vístöluguðinn er óskeikull á þeim bæ og honum sungið hósíanna á Akureyrarfundi VG í dag.
Til hvers erum við þessar hræður sem eftir erum að halda úti Háskólum ef afurðirnar flýja land hver í kapp við annan ? Mér er sagt að verkfræðistofurnar okkar hanni virkjanir alla daga sem eiga að byggjast allar á sama árinu eftir 2013 þannig að þá verði fyrirsjáanlega að flytja inn þúsundir af Kínverjum svo hægt verði að manna störfin.
Alveg endurtekning á Kárahnjúkavirkjuninni. Hvað græddu Íslendingar raunverulega á þeirri framkvæmd og æðibunuganginum þar þegar allt verður talið ? Til hvers var allur sá hávaði ?
Vístalan rýkur upp við hverja skattahækkun ríkisstjórnarinnar og skuldir heimilanna hækka. Atvinnutækin hrúgast upp í Hafnarfjarðarhöfn og bíða þess að seljast úr landi. Þeir sem keyptu þau gjalda nú mismuninn með aleigu sinni og fjölskyldu sinnar.Missa allt sem þau höfðu stritað fyrir í áratugi. Á altari gengisfellinga og vísitölunnar.
Brennivínshækkunin síðasta hækkaði skuldir heimilanna um hálfan eða heilan milljarð vegna óbreytanlegrar vísitölunnar sem Alþýðusambandið stendur vörð um. Bensínhækkunin líka. Virðisaukaskattshækkunin líka. Dýrð sé Steingrími J og Indriða í upphæðum-Amen.
Skjaldborgin hennar Jóhönnu sem átti að vera um um heimilin er því miður skjaldaröð rukkaralegíónanna sem eru að ráðast til atlögu við heimilin í landinu.
Er ljósið við enda gangnanna framljósið á hraðlestinni sem nálgast á fullri ferð ?
16.1.2010 | 10:00
Barnaskapur.
Þeir sem halda að Fréttablaðið sé frjálst og óháð geta lesið þetta á öftustu síðu:
"Einn á báti?
Fregnir af endurkomu Gunnars I. Birgissonar í stjórnmálin í Kópavogi hafa vakið athygli. Hrist hefur verið upp í prófkjöri sjálfstæðismanna og bæjarstjórinn hyggst ekki gefa kost á sér á ný. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig flokknum muni ganga í samstarfi við aðra. Almælt er að Ómar Stefánsson framsóknarmaður og Gunnar ræðist lítið við og óvíst hvernig þeim mun ganga að vinna saman. Þá er grunnt á því góða á milli Gunnars og helstu forkólfa Samfylkingarinnar, Guðríðar Arnardóttur og Hafsteins Karlssonar. Þau verja nú hendur sínar fyrir dómstólum, en dóttir Gunnars hefur stefnt þeim fyrir meiðyrði í kjölfar fregna um störf hennar fyrir bæjarfélagið. Sjálfstæðismenn horfa því fram á að flokkurinn gæti einangrast verði Gunnar leiðtogi hans."
Þessum boðskap er nú dreift skipulega í Kópavogi af andstæðingum Gunnars innan Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað til að fæla menn frá því að kjósa Gunnar í 1. sæti listans í prófkjörinu. Ég man eftir svona brögðum frá því í gamla daga, þegar reynt var að persónugera Sjálfstæðisflokkinn með því að þessi eða hinn myndi eyðileggja flokkinn.
Ég er sallarólegur yfir svona málflutningi. Það er nefnilega flokksfólkið sem velur á listann. Og það hefur alveg vit fyrir sér.
Auðvitað geta fáein atkvæði ráðið úrslitum í prófkjöri. En það er yfirleitt ekki hægt að blekkja allt fólk alltaf. Trúa menn því til dæmis að VG myndi setja það sem skilyrði fyrir meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi að dóttir Gunnars drægi mál sitt gegn Guðríði og Hafsteini til baka ? Að það sé ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Framsóknarmanna að Gunnar sé ekki á lista Sjálfstæðismanna ? Að Gunnsteinn hafi ekki boðið sig fram í prófkjöri af því að ég sé á móti því að bæjarstarfsmenn séu í pólitík og Gunnar vilji halda ball fyrir bæjarstarfsmenn ?
Pólitík er ekki sandkassaleikur heldur þörf fólks til að láta gott af sér leiða.
Sjá menn ekki hvílíkur barnaskapur svona málflutningur er?
15.1.2010 | 11:29
Siðgæði-Gegnsæi !
Ég rakst á grein eftir Gunnar I.Birgisson, hinn brottrekna bæjarstjóra Kópavogs á Pressunni. Gunnar bíður enn eftir að mál hans komist á hreint. Í dag er þriðji fresturinn liðinn sem yfirvöld lofuðu til að klára málið. En það snérist um hvort Lífeyrissjóður Starfsmanna Kópavogs hefði lánað ábyrgðarmanni sínum nokkur prósent umfram heimilað hámark til eins aðila. Framkvæmdin var gerð í þágu beggja aðila til hagsbóta fyrir lífeyrisþega sjóðsins.
Steingrímur J. Sigfússon rak stjórnina frá klukkan hálfellefu að kvöldi og skipaði Elínu Jónsdóttur yfir sjóðinn. Gunnar var formaður sjóðsins og Ómar Stefánsson notaði tækifærið og rak rýtinginn í bak bandamanns síns og velgjörðamanns, Gunnars Birgissonar og krafðist brottrekstrar hans úr bæjarstjórastóli og allra nefnda í Kópavogi. Maður sem á þvílíka vini sem Ómar þurfa ekki óvini. Þessa gersimi sem Ómar er ætla Framsóknarmenn að fara að endurkjósa sem leiðtoga fyrir sig sem treyst verður fyrir því að byggja brýr yfir til annarra flokka í bæjarstjórn Kópavogs að afloknum kosningum í maí n.k.
Gefum Gunnari orðið:
"Kúlulánadrottning Steingríms J.
Elín er greinilega í miklu uppáhaldi hjá fjármálaráðherranum. Hann lét skipa hana sem tilsjónarmann þegar ráðuneyti hans tók yfir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar vegna þess að við, sem sátum í sjóðsstjórninni, vildum ekki tefla fjármunum sjóðsfélaga í tvísýnu í miðju efnahagshruni. Við björguðum fjármunum sjóðsins og tókst vel til.
Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Það hefði verið óráð að geyma peningana í bönkunum eins og ástatt var. Þá hefði mátt gagnrýna stjórnina fyrir að taka óþarfa áhættu. Við geymdum þá í staðinn í öruggu skjóli bæjarsjóðs. Það var ekki bannað heldur er talið að lánveitingin hafi hugsanlega verið umfram hámark sem ákveðið var í útrásaræðinu.
Tilsjónarmaðurinn gerði ekki miklar rósir á skrifstofu Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar utan lélegar mætingar og ólund. Þá rak hún framkvæmdastjóra sjóðsins, sem ekkert hafði til saka unnið, nema að skrifa bréf í umboði stjórnar. Þetta mál er líka óskiljanlegt í ljósi þess að Kópavogsbær ber 100% ábyrgð á lífeyrissjóðnum.
Í fjölmiðlum undanfarið hafa komið fram þær fréttir að Elín þessi stundaði hlutabréfabrask og fékk til þess lánað fé, svonefnt kúlulán á annað hundrað milljónir króna, hjá bönkunum fyrir hrun. Þegar syrti í álinn og braskið gekk ekki upp, þá seldi hún fyrirtækið með einskis verðum hlutabréfum en kúlulánið stóð eftir ógreitt!
Löglegt en siðlaust eða hvað?
Af þessum sökum er tilsjónarmaðurinn góði, yfirmaður Bankasýslunnar og sérlegur eftirlitsmaður fjármálaráðherra með bankaviðskiptum í landinu kölluð kúlulánadrottningin.Siðaumvandanir vinstri manna eiga alltaf við alla aðra en þá sjálfa. "
13.1.2010 | 13:28
Hefur nokkuð breyst ?
Í nóvember 2008 var hlutafé Iceland Express aukið um 300 milljónir, en þar að auki lánaði Fengur félaginu 300 milljónir. Þriðjungur þess láns hefur verið borgaður til baka, en samkvæmt verðmatinu voru 200 milljóna króna vaxtaberandi skuldir inni í Iceland Express á þeim tíma sem verðmatið var unnið. Var þar tekið mið af ársreikningi félagsins fyrir árið 2008, sem hefur þó ekki borist Ársreikningaskrá. Í þeim ársreikningnum kemur fram að Iceland Express tapaði hundruðum milljóna á árinu."
Hefur nokkuð breyst? Pálmi útrásarvíkingur, sem varð gjaldþrota með Fons uppá marga milljarða getur núna reddað 800 milljónum til að rétta af Iceland Express sem hann á og stjórnar. Hann nýtur nægs trausts til að einhver láti hann fá 800 milljónir.
Fyrrum óskabörn Íslands og útrásarvíkingar njóta fyllsta trausts hvort sem þeir heita Jón Ásgeir eða Pálmi. Hefur nokkuð breyst ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Ég næ engu sambandi við neinn lengur sem ofbýður ástandið.
Það hlýtur allt að vera á uppleið í þjóðfélaginu. Engin vandamál. Þessar hundruð uppboðsauglýsingar hljóta að vera misskilningur. Fólkið er ánægt. Fundur VG á Akueyri endaði með kærleiksfullri sameiningu um að stefna inní Evrópubandalagið þó flokkurinn sé á móti því. Hvaða máli skiptir það ef Steingrímur getur verið í ríkisstjórn ?
Icesave er ekki til lengur hjá VG. Það kemur ekki einu sinni á dagskrá. Félagar Svavar og Indriði eru búnir með það mál þannig að flokkurinn ræðir það ekki meira. Aðalatriðið er að VG er sameinað að baki Steingríms. Innan flokksins ríkir eining um eininguna eingarinnar vegna.
Ég held að ég hætti að blogga um þetta bull og taki framvegis þjóðlegt mið af einhug VG á Akureyri. Þetta er það sem þjóðin vill.
Ein Volk, ein Reich, ein Führer !