Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
14.1.2012 | 19:17
400 þúsund bílar !
...Nærri 400 þúsund bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári, mun fleiri en gert var ráð fyrir þegar gerð ganganna var undirbúin. Þessi fjöldi bendir til þess að um milljón manns hafi farið um göngin, fram og til baka, á árinu.
Hversvegna borga þessir bílar ekki veggjöld? Voru þessi göng grafin ókeypis? Til hvers eru menn að rífast yfir því hvenær Vaðalheiðargöng hafi borgað sig og hvenær þau verði afhent ríkinu til eignar? Hvaða máli skiptir ártalið í þúsund ára sögu þjóðarinnar?
Hvað fóru margir um Vestfjarðagöng? Hvað voru greidd mikil veggjöld þar?
Hversvegna eru Norðfjarðargöng ekki grafin strax? Er það af því að það finnast ekki peningar til að grafa þau notendum að kostnaðarlausu? Hvaða lögmál gildir þar?
Hvervegna slógum við hendinni á móti til dæmis hálfum milljarði upp i framkvæmdakostnað í Héðinsfirð? Af hverju eru sum jarðgöng ókeypis en önnur ekki?
400.000 bílar ?
13.1.2012 | 10:45
Flóttamenn og hælisleitendur
Directive 2008/115/EC of the European Parliament and of the Council |
of 16 December 2008 |
20 gr. þeirrar tilskipunar hljóðar svo:
1 Member States shall bring into force the laws, regulations and administrative provisions necessary to comply with this Directive by 24 December 2010.In relation to Article 13(4), Member States shall bring into force the laws, regulations and administrative provisions necessary to comply with this Directive by 24 December 2011. ... " (Aðildarríkin skulu samþykkja lög og stjórnsýslufyrirmæli til að hlýða þessari tilskipun eigi síðar en 24. desember 2010 , og fullgilda eigi síðar en 24. desember 2011. "
Í þessari tilskipun er mælt fyrir um hvernig skuli staðið að því að endursenda ólöglegt fólk frá þriðja landi.
Nú virðumst við Íslendingar yfirleitt kaþólskari en páfinn þegar kemur að því að taka upp reglur Evrópusambandsins eins og um uppskiptingu orkufyrirtækjanna til stórs ógagns fyrir þjóðina og JAR reglurnar í flugi, sem eru að eyðileggja tilvist einkaflugs í landinu. En þegar kemur að flóttamönnum og vegabréfafölsurum þá er annað uppi á teningnum. Það rísa upp sjálfskipaðir stuðningsaðilar að hætti "konunnar í Vesturbænum" til að skjóta slíku fólki undan réttvísinni og yfirvöld láta sér lynda að hinn eftirlýsti bara finnist ekki.
Við heyrum undir tilskipun Evrópusambandsins sem við eigum að fara eftir. Hún er er alveg skýr hvernig með skuli fara. En við kjósum í þessu tilviki að fara með þessi mál eftir smekk og hag hverju sinni þegar flóttamenn og hælisleitendur er um að ræða.
Við látum flóttamenn og hælisleitendur kúga okkur til hlýðni við sig og látum þá komast upp með að beita okkur ofbeldi til þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2012 | 21:16
Jón Gnarr
sat fyrir svörum í gærkveldi hjá Sigmari. Sá ætlaði nú aldeilis að grilla karlinn fyrir allt gifsaða fólkið sem datt á hálkunni. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Gnarrinn benti einfaldlega á að langflest af fólkinu hefði brotnað á einkalóðum sem Borgin hefði ekkert með að moka. Og svo hefði bara snjóað á snjó ofan á götunum og ekki hefði bara hafst við að moka. Það hrökk eiginlega ofan í Sigmar. Samt er nóg framboð af fólki til að skammast út í Gnarrinn vegna viðtalsins.
Hinn frómi Borgarstjóri viðurkenndi hreinskilnilega að hann hefði komið með fordóma inn í pólitíkina. Nú sæi hann að allt fólkið í pólitíkinni vildi bara láta gott af sér leiða. Enginn vildi skilja eftir sig einhverjar rústir. Margt hefði truflað sig í að vinna að stefnumálum sínum eins og til dæmis að redda ísbirni handa borgarbúum. Í stað þess hefði hann orðið að fara að redda Orkuveitunni. Þannig færu hlutirnir öðruvísi en menn ætluðu í pólitík.
Gnarrinn er skammaður fyrir Orkuveituhækkanirnar og niðurskurðinn þar. En höfðu ekki forverar hans á Borgarstjórastóli bara forsómað að láta gjaldskrá fyrirtækisins fylgja verðlagshækkuum þannig að nú var allt komið á heljarþröm? En gleymist kannski ekki aðalatriðið sem er hversvegna OR tapar á rekstri Hitaveitunnar meðan Hitaveita Seltjarnarness getur selt heitavatnstonnið á hérumbil helmingi lægra verði og grætt á því?.
Allavega virtist vera hægt að draga mikið saman í rekstrinum eftir regeringstíð Alfreðs Þorsteinssonar þegar fyrirtækið er svona sokkið í skuldir. Ætli hagræðingin hafi ekki gleymst ansi lengi undir þeim gömlu Borgarstjórum sem menn telja núna langt yfir Gnarrinn hafna?
Stendur Jón Gnarr þessu Borgarstjórafólki nokkuð afgerandi að baki yfirleitt? Er ekki mála sannast að hver meðalsnotur sem er getur verið góður Borgarstjóri alveg eins og góður bankastjóri ef viðkomandi er einlægur og heiðarlegur? Fer ekki fyrst að kárna gamanið þegar spillingin og ábyrgðarleysið heldur innreið sína eins og Glitnismálið er dæmi um? En nú er réttað yfir þeim aðilum sem urðu til þess með ábyrgðarleysi eða yfirlögðu ráði, að eyðileggja eignir okkar hluthafanna og sólunda fé bankans í fíflaskap sinn og taprekstur viðskiptafglapa. Þvílíkt slys var að fá þessa kóna Jón Ásgeir og Lárus Welding til valda í okkar gamla og góða banka sem áður var rekinn af ábyrgð og festu.
Það stafar vissan ljóma af mörgum gömlum Borgarstjórum sem maður man eftir. Geir Hallgrímsson kom eins og stormsveipur og malbikaði bæinn. Davíð Oddsson seldi Bæjarútgerðina og og braut land undir ný hverfi.
En baklandið var ef til vill ekki ekki eins traust og áður var í tíð seinni Borgarstjóra Íhaldsins. Vinstrimenn komust til valda og öllu hnignaði eins og ávallt gerist þegar svo ber til. Í tíð Ingibjargar Sólrúnar hröktust lóðalausir Reykvíkingar til Kópavogs í hrönnum. Borgaryfirvöld gleymdu til hvers þau voru kosin. En það er að skaffa rennandi vatn og rafmagn og byggingalóðir fyrir þá sem vilja. Flóknara er það ekki.
Er ekki bara Gnarrinn að reyna að redda málunum eins og hann hefur vit til. Hann býr við erfiða tíma og vont árferði. Mér finnst allt í lagi þó að ísbjörninn frestist og jafnvel fríu handklæðin í Laugunum. Karlinn er að reyna að gera sitt besta þó enginn viti kannski núna hvort hann verður endurkjörinn. Reykvíkingar kusu hann til að stjórna og þá er rétt að hjálpa honum við verkið frekar en að hrella hann.
Hann er bara Jón Gnarr!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2012 | 23:02
Hver er hallinn ?
á ríkissjóði hjá Steingrími þegar tekið er tillit til ógreiddra lífeyrisskuldbindinga opinberra starfsmanna?
Steingrímur hefur á sinni fjármálaráðherratíð einfaldlega stungið höfðinu í sandinn og látið sem þetta vandamál hafi ekki verið til. Minnir helst á gamla kratann Sighvat Björgvinsson sem lokaði ríkissjóði til þess að hallinn kæmi ekki í ljós. Vinstri menn hafa aldrei getað stjórnað fjármálum og Steingrímur er enn ein sönnun þess.
Á þinginu kemur eftirfarandi frma sem svar við fyrirspurn:
" Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins var áfallin skuldbinding A-deildar sjóðsins í árslok 2010 neikvæð um 4,2 milljarða kr. eða 2,5%. Heildarskuldbinding (þ.e. þegar til viðbótar við áfallna stöðu hefur verið tekið tillit til þeirra réttinda sem núverandi sjóðfélagar eiga eftir að ávinna sér í framtíðinni) var neikvæð um 47,4 milljarða kr. eða 12,0%.
Í árslok 2010 var áfallin skuldbinding B-deildar sjóðsins neikvæð um 320 milljarða kr. eða 62,5%. Heildarskuldbinding var hins vegar neikvæð um 350 milljarða kr. eða 12,0%.....
Á árinu 1999 ákvað fjármálaráðherra að ríkissjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar (og LH) umfram lagaskyldu. Þessar aukagreiðslur hafa verið háðar stöðu ríkissjóðs hverju sinni. Frá þeim tíma og til ársins 2010 nema þessar greiðslur samtals 85,3 milljörðum kr. (uppfært með verðbótum og hreinni raunávöxtun er þessi upphæð 146,5 milljarðar kr).
Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkissjóður muni svo fljótt sem aðstæður leyfa hefja aftur aukagreiðslur til sjóðsins til að dreifa greiðslum vegna bakábyrgðar til lengri tíma en ella. ...
...Ef gert væri ráð fyrir að ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð frá og með árinu 2012 þá yrði sú greiðsla að nema 7,8 milljörðum kr. í næstu 40 ár. Með því framlagi mundi sjóðurinn duga fyrir þeim skuldbindingum sem á honum hvíla. Greiðsla ríkissjóðs vegna bakábyrgðar kemur til viðbótar greiðslu lífeyrishækkana...."
Sem sagt fyrri fjármálaráðherrar íhaldsins borguðu um 15 milljarða á ári í þessa skuldbindingu. Steingrímur hefur látið sem hún væri ekki til þennan tíma sinn í ráðuneytinu. Hvar er nú allt grobbið hans um afrek sín í embætti? Hann skuldar meira en 50 milljarða fyrir fjárlögin sín. Það er nú öll snilldin hjá þessum monthana VG og í takt við annað hjá þessari ríkisstjórn.
Lífeyrisskuldbinding vegna opinberra starfsmanna er sem sagt orðin meiri en 350 milljarðar króna og vex stöðugt um milljarð á mánuði. Þetta lendir á þjóðinni. Til viðbótar þessu er sögð þúsundir milljóna skuldbinding hjá Reykjavíkurborg vegna sinna starfmanna sem enginn hefur eiginlega viljað tala um.
Það er sama sagan hér og í þýskalandi. Þjóðin á ekki fyrir eftirlaununum.
Svo hversu mikið höfum við lifað um efni fram?
Hver er hallinn í raun og veru á þessu þjóðarbúi okkar?
11.1.2012 | 08:09
Breastsave ?
kemur í hugann þegar maður les um þær 440 konur sem fengu sér silíkonpúða. Þetta var einhverskonar gargandi snilld að fá þessar nýju bungur til að örva margar hendur til að kramma og kreista með ófyrirséðum afleiðingum.
En nú þegar púðarnir eru sprungnir fellur kostnaðurinn á ríkið. Höfundurinn og sá sem hagnaðinn tók heldur bara áfram sinni daglegu iðju. Einhverjir Frakkar eru víst sökudólgarnir.
Icesave var líka gargandi snilld. Sú stefna var tekin eftir þjóðaratkvæðagreiðslu að nota þrotabúið til að greiða fórnarlömbunum í stað þess að skattgreiðendur borguðu allt sem útf stæði. Icesave lenti þannig ekki að fullu á skattgreiðendum;- ennþá að minnsta kosti.
En Breastsave?
10.1.2012 | 14:38
Þjóðin borgar
fyrir þrautir nýja varðskipsin okkar Þórs. Þær virðast ætla að teygjast á langinn. Glæsifleyið liggur viku eftir viku bundið við bryggju hér í Reykjavík og sagt er að ekkert virki til að gera við titringinn í vélunum sem hrista olíupönnurnar jafnharðan lausar.
Vera kann að sköpulag skipsins hafi raskast við slysið í skipasmíðastöðinni í Chile og fréttir greindu frá á sínum tíma. Undirritaður hefur oft velt fyrir sér hvort hinn forni byggingarmáti skipa hafi hér áhrif. En í skipasmíði eru vélar og gírar yfirleitt beintengdir eftir línu án hjöruliða á milli eins og til dæmis þegar menn byggja vörubíla. Þessi aðferð skipasmiða gerir það erfitt að láta vélbúnað ganga ef línunin hefur raskast.Þetta þóttist maður sjá á stuttum ferli í skipaútgerð fyrir margt löngu.
En ef maður veltir þjóðhagkvæmni varðskipabygginga fyrir sér, og ekki voru allir sannfærðir um þörfina fyrir þetta skip á sínum tíma, þá spyr maður sig, hvernig í veröldinni menn fengu það út að það borgaði sig að láta byggja skipið í S-Ameríku í stað þess að smíða það innanlands? Hefur ekki sjaldnast verið tekið tillit til þjóðhagkvæmni í samanburði tilboða og þess hvílík ruðningsáhrif smíði svona skips hefur í umhverfi sínu? Eru allir þeir skattar og innlend eyðsla sem inn koma af smiðunum yfirleitt metin rétt þegar tilboð eru borin saman?
Eru Íslendingar ekki sífellt að láta byggja skip og skrokka í útlöndum staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina? Horfa skammsýnt aðeins á krónur og aura? Á meðan deyr innlend þekking á skipasmíðum smám saman út í landinu. Er einhver leið að skilja það að hafa ekki látið ekki smíða varðskipið þór innanlands á sínum tíma? Ætli skipið væri ekki núna á sjó en ekki bundið við bryggju? Hverfur ekki mismunurinn á tilboðunum út um gluggann í viðgerðarkostnaði? Hefur þetta ekki allt skeð áður?
Megum við sjá reikninginn hæstvirtir borðalagðir Landhelgisstjórar? Þjóðin á nefnilega að borga reikninginn fyrir Þór.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2012 | 07:57
Hversu margar fórnir enn?
þurfum við að færa guðinum Schengen? Má bjóða honm líf íslenskra lögreglumanna og óbreyttra borgara?
Svo segir í Morgunblaðinu:
"Nýr veruleiki blasir við á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi en vísbendingar eru um að færst hafi í vöxt að félagar í erlendum og innlendum glæpahópum gangi vopnaðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju áhættumati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi hérlendis en þar segir einnig að lögregla hafi upplýsingar um að skammbyssum sé smyglað inn til landsins í einhverjum mæli og að teikn séu um að hér fari nú fram fíkniefnaframleiðsla til útflutnings...."
... Þá flokka fylla iðulega menn sem hlotið hafa herþjálfun erlendis og sýnt hafa af sér vilja til grófrar valdbeitingar, hömluleysi og hrottaskap...",
Þá segir einnig að umfang fíkniefnaframleiðslu hér á landi sé orðið það mikið að grunur leiki á að hluti framleiðslunnar sé fluttur úr landi. Reynist þetta rétt muni Íslendingar standa frammi fyrir kröfum um snörp viðbrögð og herta löggæslu."
Það verður ekki langt í það að kröfur komi fram um það að byssueign venjulegra íslenskra borgara og safnara verði takmörkuð. Byssur séu hættulegar. Slíkar frómar raddir leiða hinsvegar auðvitað glæpamenn til einkaréttar á byssueign með öllu sem því fylgir.
Hversvegna geta erlendir glæpamenn valsað hér út og inn meðan venjulegur Íslendingur kemst ekkert án vegabréfsins síns? Svarið er Schengen samningurinn sem Bretum datt ekki í hug að samþykkja þó þeir séu í ESB. En við erum auðvitað kaþólskari en páfinn eins og fyrri daginn með RARIk, Orkusöluna og allt það.Dæmdir brotamenn hafa valsað hér út og inn hvað sem endurkomubönnum líður.
Hversu miklar fórnir þarf Ísland enn að færa til að þjóna Evrópuhugsjóninni?
9.1.2012 | 20:48
Samræmd atlaga að almenningi
af hálfu orkueinokunarfyrirtækjanna er í gangi. Smáfrétt í Morgunblaðinu segir frá því, athugasemdalaust auðvitað, að Orkuveitan hafi hækkað dreifikostnað sinn um 8.7 % Það hafi verið hæsta hækkunin hjá orkufyrirtækjunum, sem öll hækkuðu dreifikostnað. NEMA HS VEITUR. Enginn spurði af hverju.
Orkufyrirtækjunum var skipt upp eftir smekk Evrópukratanna, sem létu Alþingi gilda tilskipanir ESB sem fæst önnur ríki hafa gert að sínum, sem skipta orkusölu í dreifingu og framleiðslu. Fáránlegt líka að detta það í hug neytandinn, sem er venjulegur imbi, velji sér heldur rafmagn frá Vestfjörðum en Ljósafossi í hringtengdu kerfi. Gersamlega óþarft var þetta á þeim tíma og er enn. Flestir sem létu sig málið varða þá sögðu fyrir að þetta myndi hækka raforkukostnað neytandans, tvöföldun á forstjórum, forstjórajeppum, fótboltaliðum að styrkja, skrifstofum og risnu sem komið hefur á daginn.
Svona hækkun á kaupi opinberra starfsmanna myndi teljast tíðindum sæta. Eða tilsvarandi hækkun á kindakjöti. En þingmenn eru nýbúnir að láta "leiðrétta" hjá sér þannig að enginn verður hissa.Íslenski neytandinn og fréttamiðlar landsins eru hinsvegar helfrosnir og hræra hvorki legg né lið.Neytendasamtökin eru handónýt og líklega komin undir kaupmenn.
Yfirstjórnendur orkufyrirtækjanna eru ekki látnir gera grein fyrir þessum hækkunum á minnsta hátt. Orkan hækkar svo örugglega sjálf um svipaðar prósentur. Eftir situr neytandinn með óbreytt kaup og hyggur á verkfall til að bæta sér skaðann. Getur hann eitthvað annað en það þó að hann viti að hann er að setja verðbólguna af stað? Orkuveitunum og þeim dreissugu herrum sem þar ráða er slétt skítsama. Þeir hækka bara eins og þeim sýnist. Gamlingjar og öryrkjar geta ekki farið í verkfall og öllum er sama um þá. Afstaða landsfeðranna og orkufurstanna er einfaldlega sú að helvítin geti bara borgað.
Íslenskt þjóðfélag er sinnulaust og sljótt enda forystulaust með öllu. Það standa gapuxar á torgum og halda ræður um einhvern annan gjaldmiðil en krónuna sem þeir eru sjálfir að eyðileggja. Þrugla um hvað verðtryggingin sé vond fyrir almenning sem skuldi. Skauta framhjá því hvað nærir verðtrygginguna. Skauta framhjá því hversvegna eigi að ræna innistæðum allra sem leggja fyrir. Samræmd atlaga að gjaldmiðlinum er í gangi um allt þjóðfélagið og svo er gjaldmiðlinum sjálfum kennt um ófarirnar.
Almenningur á auðvitað ekki betra skilið. Hann er heimskur og vitlaus enda var það almenningur sem kaus það endemis lið sem hvarvetna situr á opinberum fletum fyrir. Steingrímur,Jóhanna og Jón Gnarr eru þér að kenna háttvirtur kjósandi. Þú stendur ekki vörð gegn vitleysunni eða skipulögðum verðlagshækkunum, samræmdum gjaldskrársamsærum bankanna og einokunarstandi.
Það er þér að kenna að svona einokunarfyrirtæki eins og Orkufyrirtækin geta gert samræmdar atlögur að lífskjörum þínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2012 | 15:56
Fyrst kaupir maður banka
með ríkistryggingu á innistæðum. Svo fer maður með innlánsbankann í krafti stjórnarvalds síns á honum í fjárfestingarstarfsemi undir sömu merkjum. Það voru engar hömlur eða eldveggir á milli þessara tveggja tegunda bankastarfsemi fyrir hrun og eru það heldur ekki eftir hrun. Maður lætur svo gæðastimpla þetta allt fyrir sig og gefur til menningarmála( mútar) og auglýsir eigið ágæti sem aldrei fyrr. Þannig sköpuðust forsendurnar fyrir bólunni sem svo varð að þeirri kreppu sem við þekkjum í dag. Smátt og smátt fer all í sama farið aftur og sagan endurtekur sig. Skuldsettar yfirtökur, eignfærð viðskiptavild og óefnislegar eignir prýða efnhagsreikningana sem aldrei fyrr með uppáskrift endurskoðunarfyrirtækja með löngum útlendum nöfnum sem enga ábyrgð bera á sannleiksgildi innihaldsins eins og dæmin úr BYR og SpKef sanna.
Við sáum í myndinni "Inside Job"(Innanbúðarránið) sem búið er að sýna tvisvar á RÚV hvernig afnám hafta á milli þessara bankategunda leiddi til hrunsins um víða veröld. Í okkar litla samfélagi horfðum við á þegar Jón Ásgeir og vinir hans ná undir sig Glitni og nýta síðan bankann í eigin þágu. Innistæðueigendur voru varnarlausir og hefðu tapað öllu sínu nema fyrir björgunaraðgerðir ríksisins. Í Landsbankanum var farið eins að og Björgólfsfeðgar leiddu bankann í þrot mest í eigin þágu og vina sinna. Í Kaupþingi var sama sagan uppi á teningnum nema enn stærri í sniðum.
Núna birtast litfagrar auglýsingar frá öllum þessum bönkum, sem nú leyna eignarhaldi sínu sem best þeir geta, sem eiga að læða því inn hjá okkur sauðsvörtum almenningi, að þessar stofnanir séu sérstakir vinir okkar. Ekkert er auðvitað fjarri sanni. Lán er yfirleitt ekki lán heldur ólán þess sem það tekur. Banki er aldrei vinur neins skuldara frekar en Fagin gamli var. Hann segist vera vinur þess sem leggur inn en reynir alltaf að raka það af honum sem hann getur. Bankinn er holdgerfingur græðginnar en ekki þjónustuaðili í þína þágu, hvað þá vinur þinn. Þetta rándýra kerfi sem við Íslendingar höldum uppi með þreföldum mannskap og kostnaði miðað við USA, er skrímsli í þjóðfélaginu sem þarf að skera niður við trog og koma umfram starfsliðinu í arðbær störf. Auðvitað er það nauðsynlegt að hafa lágmarksbankakerfi en það verður að halda þétt utanum það að það verði ekki sjálfnærandi eins og fram kemur í myndinni. Því peningar eru alltaf freisting sem fáir standast þegar á hólminn kemur. Gullhringurinn á Gnitaheiði fær ekki lengi að vera þar ef reiði Fróða konungs færist undan.
Bankastarfsemi okkar venjulegs fólks byggist mest á greiðslumiðlun nú til dags, kreditkortunum eða hringferð peninganna á gíróseðlum og í heimabönkum þegar allir eru að rukka hvern annan með bankann sem millilið. Bankinn tekur við launapeningum okkar og geymir þá á neikvæðum vöxtum og lánar þá út með miklum vaxtamun til þeirra sem ekki geta án lánsfjár lifað. Þannig eru hlutirnir í besta falli. Í bankastjórninni fer hinsvegar allt svínaríið fram, þar sem afskrifað er á vildarvinina, lánað út til annarra vina í fjárfestingar sem oft borga ekkert til baka. Sparisjóðahugsjónin í gamla daga var öðruvísi þegar fátækt fólk sameinaðist til sjálfshjálpar og menn vöndust því að greiða til baka það sem þeir fengu lánað. En henni var stolið í heilu lagi og hún kemur líklega aldrei aftur.
Við Íslendingar höfum ekkert lært af bankahruninu en öllu gleymt. Það eru góðar fréttir þegar einhver peningagutti kaupir sér íslenskan banka. Aftur góðar fréttir þegar sami guttinn fer að kaupa upp fyrirtæki í stórum stíl. Enginn spyr frekar en í fyrrnefndu myndinni fyrir hvaða peninga sé verið að kaupa. Það eru bara kaupin sjálf sem skipta máli,ekki hver geti tapað á þeim.
Það er saga útaf fyrir sig hvers vegna við Íslendingar gerum ekkert til að skilja á milli viðskipta-og fjárfestingarbankastarfsemi þrátt fyrir reynsluna sem við fengum 2008. Heldur kaupir maður sér bara fyrst banka, og svo...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2012 | 12:26
Vaðlaheiðargöng eða önnur göng
fyrst?
Skýrsla Pálma Kristinssonar verkfræðings er þaft framtak til þess að rýna í pólitíska yfirlýsingu ráðamanns um að Vaðlaheiðargöng væru sjálfögð forgangsframkvæmd sem myndu borga sig auðveldlega með veggjöldum. Pálmi leiðir fram mörg rök um að margt sé ofáætlað og annað vanmetið. Skýrsla hasn er greinilega vandað framtak. En menn verða að fá tíma til að kryfja hana til mergjar með yfirlegu.
Skýrslan er óvenjulega glæsilegt afrek prívatmanns sem tekur ekki pólitískar yfirlýsingar sem gefnar staðreyndir. Enda er Pálmi afburðamaður á sínu sviði. Það er auðvitað útilokað að ég geti skilið þessa skýrslu hans svona í fyrstu umferð á stuttum tíma en mér finnst ég sjá hvert hann er að fara. Göngin eru of dýr til og umferð of lítil til þess að þau séu vænleg til þess að fólkið velji að keyra vegna fjárhæðar gjaldanna.
Ég viðurkenni að ég hef aldrei spáð í það hvort akkúrat þessi göng séu best til að byrja á einhverjum borgandi jarðgöngum. Bara tók Möllernum fagnandi þegar henn kynnti þetta sem staðreynd. Ég vildi hinsvegar að Pálmi segði okkur hvort til dæmis Seyðisfjarðargöng væru hugsanlega líklegri til að bera sig eða þá bara einhver önnur jarðgöng. Væri svo þá vil ég breyta forgangs röðinni fyrstur manna.
En ég vil endilega fara í BORGANDI vegaframkvændir.Ég tek því ekki sem rökum að við séum að borga svo mikið nú þegar í álögum á umferð að nóg sé. Ríkið þarf þessa peninga og tekur þá með einum eða öðrum hætti. Borgandi eða sjálfbærar vegaframkvæmdir eins og HFG eru allt annar handleggur þar sem allir eru að græða. Það er þannig sem ég vildi sjá unnið.
Ef það er hægt að reka hraðbraut austur fyrir fjall með veggjöldum í samkeppni við venjulegan veg þá vil ég það. Ef menn velja að keyra Vaðlaheiðargöng í samkeppni við að fara heiðina, þá styð ég það. Það er klárt að það eru takmörk fyrir því í gjaldttöku hvað menn velja að gera. Í tilviki Hvalfjarðargangna (HFG) er það klárt. Í tilviki VHG þurfum við að athuga okkar gang ef Pálmi hefur rétt fyrir sér. Menn borga varla mikið meira en bensínsparnaðinn í veggjald.
En ég vil göng sem greitt er fyrir og fólkið sér sér hag í að keyra. Byrjum á að leggja veggjöld á í Vestfjarðargöngum og Héðinsfjarðargöngum og myndum þanig framkvæmdasjóð nýrra gangna eða tollvega.
Vaðlaheiðargöng eða önnur göng geta komið svo á eftir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko