Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
7.1.2012 | 17:54
Sparðatíningur
er nú stundaður um Vaðlaheiðargöng af fólki sem finnst allt í lagi með ókeypis göng á öðrum stöðum. Allt í einu eru skrifuð lærð ritgerð um það að vegggjaldið nái ekki að borga Vaðlaheiðargöngin. Ólína Þorvarðardóttir sem er þingmáður fyrir landsvæði með ókeypis göng er nú að leggjast gegn áætlun um Vaðlaheiðargöngin. Hún vill bara ekki sjá að grafa þau þar sem reksturinn gæti orðið með halla.
Hver er gróðinn af Vestfjarðagöngunum þar sem eru engin veggjöld? Af hverju rýkur þingmaðurinn upp núna og husgar allt í einu um um arðsemi og veggjöld? Væri ekki hægt að mynda jarðgangasjóð og jafna út kostnaðnum með veggjöldum á öllum jarðgöngum landsins? Af hverju eru endilega engin veggjöld í Héðinsfjarðargöngum? Bara Vaðlaheiðargöngum og Hvalfjarðargöngum? Af hverju er ekki hægt að drífa í Seyðisfjarðargöngum og Eskifjarðargöngum og kosta þau með veggjöldum? Það er jú aðferð hins siðmenntaða heims að láta samgöngumannvirki kosta sig sjálf. Má ekki líta til Bandaríkjanna og umferðamannvirkja þeirra um fyrirmyndir?
Má ekki alveg eins skrifa 100 blaðsíður um arðsemi ókeypisganga?
Nú á þessum alvörutímum skiptir öllu máli að ráðast í framkvæmdir og hætta vitleysistali og sparðatíningi. Við þurfum annarskonar þingmenn en sparðatínara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2012 | 23:40
Business as usual!
er víst sú staðreynd sem við blasir eftir hrunið. Jafnvel hefur bankahrunið búið til nýja stétt ofurríkra skilanefndarmanna, sem þiggja ofurfúlgur á að skila helst ekki neinu vegna umfangs málanna og enginn veit hvort þeim endist ævin til að klára málin.
Á meðan moka endurreistu bankarnir út afskriftum lána til valdra einstaklinga, sem sumir hafa fyrir löngu komið sér fyrir í ríkjum sem ekki framselja glæpamenn. Aðrir fá að kaupa stórfyrirtæki fyrir slikk með peningum sem þeir áður svindluðu út úr sömu bönkum með dyggilegri aðstoð löggiltra endurskoðendafyrirtækja sem lögðu grunninn að skuldsettum yfirtökum, óefnislegum eignum og féflettingum stöndugra fyrirtækja í framhaldi af því á árunum fyrir 2008.
Þetta er ekkert ólíkt því sem niðurstaðan er í myndinni um fjármálavafningana sem sýnd var í sjónvarpinu 4.jan sl.. Vestra sitja allir þessir fósar enn í efstu embættum og bankarnir þar ryðja út fjármálabónusum til stjórnenda og sölumanna vafninganna sem aldrei fyrr án þess að taka minnsta tillit til þess að fé bankanna er nú ættað frá bandarískum skattgreiðendum eftir að þeir voru látnir bjarga bönkunum. Spillingin heldur áfram þar eins og Íslandi. Enginn er saksóttur, allir sleppa.
Bankar og tryggingafélög hérlendis hlægja að verktökum sem vantar verktryggingar til að bjóða í opinber útboðsverk nema þeir geti lagt fram tvöfalda fasteignatryggingu á móti. Fjármálakerfið íslenska er orðið svo varfærið að það hlýtur að draga úr hagsvaxtarviðleitni þjóðfélagsins þegar almennri starfsemi er orðið svo þröngur stakkur sniðinn. Bankar vilja heldur geyma fé í Seðlabanka heldur en að fjármagna almennt atvinnulífið öðru vísi en að fá meira virði innlagt fyrst.
Svo bjóða þessir sömu bankar til sölu gömul fallítt sem þeir hafa yfirtekið. En söluverðið er svo hátt að enginn venjulegur maður getur keypt þau nema með láni úr gamla spillingarkerfinu. Og hverjir fá þessi lán? Jú, sannið til að í þeim hópi verða aðeins gamalþekkt nöfn sem áður fóru með himinskautum í bólunni. Eða þá Framtakssjóðir með opinbert fé frá almenningi.
Ný spillingaralda er um það bil að hefjast á Íslandi sem mun ekkert gefa eftir hinni fyrri. Ekkert hefur lærst og engu hefur verið gleymt. Eini munurinn að upphæðirnar eru ennþá lægri en áður, en það getur lagast.
Business a s usual!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2012 | 22:11
Öngstræti heilbigðismálanna
er staðreynd sem sá vísi maður Gunnar Rögnvaldsson veltir fyrir sér á bloggi sínu. Gunnar segir m.a.:
"....Staðreyndin er hins vegar sú að hið opinbera er komið í þrot með rekstur sjúkrahúsa. Það er alveg sama þó allri landsframleiðslu Íslands væri dælt ofan í hinn opinbera geira og þar með talið þá stjórnmála- og embættismenn sem alltaf þykjast vita betur en allir aðrir hvernig reka á þessar göngudeildir starfsfólksins það mun aldrei koma neitt betra út úr því en lengri gangar og meiri sóun.
Endalausir biðlistar eru heimsþekkt norrænt fyrirbæri.
Hér er búið er að heilaþvo of marga. Lítil fullkomin sjúkrahús í nálægð við borgarana á öllu landinu þar sem læknar, hjúkrunarkonan- og maðurinn þramma ekki jarðgöng sjúkrahúsa helminginn af deginum, eiga fullan rétt á sér.
Lífeyrissjóðir landsins gætu eins og skot fjárfest summum í sjálfseignarrekstur fullkominna sjúkrahúsa og í aðhlynningu út um allt land fyrir þá sem þurfa á að halda. Það er óþolandi að þessu máli sé endalaust haldið sem einka-pókerspili stjórnmálamanna fyrir hverjar kosningar þeirra inn á þing. Allt er síðan svikið og hinn almenni borgari látinn um skaðann - og starfsfólk látið þramma tugi kílómetra á dag. Þessi vegalengd stjórnmála á kostnað þjóðarinnar eykst bara við hverjar kosningar, sama hver stjórnin er.
Sumir halda það að fari hlutur, mál eða hugmynd fyrst inn í höfuð ríkisrekins embættis- og stjórnmálamanns, að þá komi málið þaðan út sem gæðastimplaður gjörningur. Það er fjarri sannleikanum að svo sé. Tökum Sovétríkin og DDR sem dæmi. Ekkert gat þar lengur gerst nema með samþykki og leyfi yfirvalda. Afleiðingin varð sú að ríkin dóu úr fátækt...."
Er Gunnar einmitt ekki kominn að vandamáli okkar? Það er þessi allsherjar ríkisvæðing á heilbrigðismálum með byggingu þessara risaspítala? Og nú á að fara að byggja enn einn klumpinn þegar við getum ekki rekið þann sem fyrir er.
Hvað er orðið af einkasjúkrahúsunum sem hér voru áður? Hvítbandið, St.Jósefsspítali, Landakostsspítali? Það er búið að útrýma þessu öllu með sósíalismanum. Í þýskalandi þegar ég var þar voru mörg smásjúkrahús, ég man Klinik dr.Baumann, osfrv. Læknarekin sjúkrahús í litlum byggingum. Þangað voru menn lagðir til dæmis með fótbrot og þess háttar. Sérfræðingar í Fraktura.
Af hverju þarf þetta monster, nýjan Landspítala sem ekki er hægt að reka? Af hverju ber ekki hver maður bara með sér tryggingu frá ríkinu og getur látið leggja sig inn að eigin vali á eitthvað einkasjúkrahús sem gerir hjúkrunina ódýrara en það sem við getum ekki borgað í dag? Möguleika fyrir ríka að borga fyrir lúxushjúkrun, til dæmis aðgang að bar og klúbbum osfrv? Eitthvað hugmyndaflug í staðinn fyrir þetta eilífðarþras um biðlista og niðurskurð.
Má ekki létta á kerfinu með einkasjúkrahúsum fyrir efnameiri? Erum við ekki komin í öngstræti með þessu ríkisreknu heilbrigðismál?
5.1.2012 | 12:17
Et tu Brute?
gæti hafa hvarlað að Steingrími J. Sigfússyni þegar sjálfur Óli kommi, stofnandi og guðfaðir VG, segir sig fra sköpunarverki sínu og gengur úr í eyðimörkina.
Annar stofnandi VG, Hafsteinn Hjartarson úr Kópavogi veltir stöðu sinni fyrir sér: Ég tel að Vinstri græn hafi svikið öll, eða flest, loforð sem þau gáfu okkur,
Áður hafði formaðurinn fengið skeyti frá stjórnum VG-félaga í Skagafirði og Húnavatnssýslu sem " harma valdníðslu formanns VG, Steingríms J. Sigfússonar, vegna áforma um að leggja niður ráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðar vegna eindreginnar andstöðu ráðherra við aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Alþýðubandalagsins og einn af stofnendum VG, segir að atburðir undanfarna daga hafi verið í takt við það sem áður hafi gerst innan flokksins. Þetta er sama áframhaldandi óheillaþróunin og verið hefur. Fólk er að tínast úr flokknum og það segir sína sögu. Það getur ekki talist vera jákvæð þróun fyrir nokkurn stjórnmálaflokk.
Í venjulegum stjórnmálaflokkum myndi formaður við svona aðstæður reyna að gera eitthvað til að nálgast flokksmenn sína. Ekki sólkóngurinn Steingrímur J.Sigfússon. Veldi hans er sem aldrei fyrr og teygir sig nú yfir mörg ný ráðuneyti utan þess að hafa yfirumsjón með framvindu efnahagsmála og hagvexti landsins. En líklega hvarflar ekkert slíkt að honum. Tveggja ára seta á ráðherrastóli virðist hafa nægt Steingrími til að gegnsýrast af sætleika valdsins og rjúfa öll tengsl hans við raunveruleikann hvað þá uppruna sjálfs sín.
Júlíus Cesar lenti í því að átta sig ekki á hvert hann var kominn á ferli sínum þegar hann stundi upp á banastundinni; Et tu Brute ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2012 | 20:28
Skilanefndarfarsinn
í Glitni myndi fá mann til að hlæja ef maður vissi ekki að maður verður látinn að endingu borga fyrir hann sjálfur.
Það voru áður komnar fréttir af ævintýralegri töku Steinunnar Guðbjartsdóttur á fjármunum til sjálfrar sín vegna skilanefndarstarfa. Nú hættir hún við málssóknina á hendur grunaðara í Glitnismálinu fyrir rétti í New York samkvæmt ráðleggingum ráðgjafanefndar sinnar. Er það sama ráðgjafanefndin og ráðlagði málsóknina í NY í upphafi þar sem málinu var auðvitað vísað frá ? Annar kostnaður nefndarinnar hleypur á hundruðum milljóna.
Nú hefur skapast bótaskylda til grunaðra í Glitnismálinu uppá hálfan milljarð. Forgangskrafa í búið! Pálmi í Fons og Jón Ásgeir hljóta að hlæja sig máttlausa.
Hvað á þessi Steinunn að fá að valsa með eigur almennings lengi enn? Er ekki hægt að fá fólk fyrir venjulegt kaup til að taka þessi störf að sér í stað tugþúsunda tímagjalds Steinunnar? Ætli það sé ekki fullt af fólki sem er tilbúið til þess. Og getur það hugsanlega líka? Ég skyldi til dæmis með ánægju útvega tilboð í verkið.
Hvenær á þessum skilanefndarfarsa bankanna eiginlega að ljúka? Er skilanefnd líkleg til að flýta sér að skila ef betur launuð störf eru ekki í boði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 20:17
Kadmíum fárið
í RÚV er orðið stórfurðulegt. Allar rásir eru undirlagðar af fréttum af því að Skeljungur hafi gert sig sekan um að flytja inn áburð sem inniheldur 159 mg./kg fosfórs í stað 50 mg. skv. séríslenskum reglum sem eru þessum mun strangari en heilagar Evrópusambandsreglur.
Það eru Kastljósviðtöl til að reyna pressa játningar útúr starfsmanni MAST, það er útvarpað um þetta í löngu máli á hverjum klukkutíma. Í fyrra var dreift áburði með þreföldu magni kadmíum miðað við okkar reglur. Skeljungur er sekur, sekur, sekur. Stórhætta á krabbameini, bla,bla bla. þetta er frétt fréttanna í útvarpi allra landsmanna. Yfirskyggir fréttir af atvinnusköpun, landflótta, stóriðjuframkvæmdum. Jafnvel sjálfur Steingrímur er sóttur í viðtal til að hafa skoðun á kadmíuminnihladi í áburði.
Hugsanlega kemur einhver auga á það að þrjár áburðardreifingar með 50 mg/kg jafngilda einni dreifingu með 150 mg/kg? Er landbúnaður að leggjast af á Íslandi? Hvað er búið að nota tilbúinn áburð lengi í þessu landi? 60 ár eða lengur? Hvað er uppsafnað kadmíum orðið mikið á grónum túnum landsins?
Gleðilegt kadmíum (f)ár góðir landsmenn.
3.1.2012 | 23:12
Bara aurinn !
er hugsjón Hreyfingarinnar og Guðmundar Steingrímssonar.
Önnur var öldin þegar Jón Ólafsson langafi minn, f. 1850,hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds og alþingismanns, var á Alþingi. En hann sagði oftar af sér þingmennsku heldur en nokkur þingmaður í sögunni okkar og gaf skít í aurinn. Í eitt sinnið var það af því að hann gæti bara ekki setið þar inni með því vangefna fólki sem þar inni væri að finna og fór til Ameríku í fússi.Oft hugsar maður um það hvort sagan endurtaki sig þegar maður horfir á sumt af þingliðinu.
Síðasta afrekið hjá honum var þegar búið var að skaffa kallinum eftirlaun með því að gera hann að konungkjörnum þingmanni sem þýddi góð laun fyrir blankan mann í ellinni, þá varð hann svo vondur yfir því að Guðmundur landlæknir var skipaður í bygginganefnd Safnahússins við Hverfisgötu en ekki hann, að hann sagði af sér þessu hnossi og ellilaunum. En Jón hafði þá verið bókavörður í Chicago um 9 ára skeið og þóttist auðvitað sjálfkjörinn vegna sérþekkingar sinar á bókasöfnum, sem vel kann að hafa verið rétt.
Jón Ólafsson sagði sem sagt af sér konungkjörnu embættinu og lét sig engu varða þó hann kæmist á vonarvöl með sig og konuna á þessu fljótræði sínu og vanstilltum skapsmunum. Hann varð enn að hefja skriftir sem aldrei fyrr, gefa út sögur og ljóð til að komast af þar til dauðinn miskunnaði sig yfir þennan ólátabelg og lukkuriddara árið 1916. Þetta var ævintýramaður og glæsimenni sem átti börn með mörgum konum og er mikill ættbogi frá honum kominn bæði vestan hafs og austan. Ég ræfillinn hef hinsvegar bara verið kvæntur konunni minni einni í 50 ár frá því í desember. Mannjöfnuður er því enginn við þennan forföður minn af minni hálfu.nema kannski í magamáli og hefur hann þó vinninginn. Hann var skippund að þyngd þegar Hákon dóttursonur hans horfði á hann vigta í Viðey en ég næ því ekki þó stóra ístru líka hafi.
Daginn fyrir andlát sitt, 67 ára gamals að aldri, hitti hann mann á pósthúsinu sem spurði hann um heilsufarið. Jón svaraði með þessari vísu:
Höndin skelfur, heyrnin fer
helst þó sálar kraftur,
sjónin nokkuð ágæt er,
og aldrei bilar kjaftur.
Daginn eftir var þessi frægi skammakjaftur, Jón Ólafsson ritstjóri, allur.
Hann kom því til leiðar að þingmenn ávörpuðu hvern annan í 3. persónu hæstvirtur og háttvirtur n-ti.bingmaður x-kjördæmis til þess að þingið héldi virðingu sinni.
Jón Ólafsson var hverjum manni kurteisastur í allri framkomu og mikill séntilmaður í hátt og mátti ekkert aumt sjá. "En pennann má hann aldrei ná í það heljarskinn" sagði einn samtíðarmaður um hann. Þá var fjandinn laus og meiðyrðamálin og landflóttar hlutust af skrifum hans. Þó beitti hann held ég oftar háði en skítlegheitum eins og Traustasons-feðgar gera gjarnan. því fyndinn var hann og meinyrtur.
Páll hálfbróðir Jóns nýtur þjóðaskáldsvirðingar. En samt var Jón Ólafsson ósvikið þjóðskáld ef maður skilgreinir hugtakið útfrá því hversu mikið af þjóðinni kann kvæði eftir hann. Má nefna Máninn hátt á himni skín sem jafn margir kunna og í Birkilaut eftir Pál, A,B.C D, eftir kemur...og margt fleira þjóðþekkt.
Jón skrifaði kennslubók í hagfræði sem nýlega hefur verið endurútgefin, gaf út stafrófskver í 16000 eintökum á fyrsta tug síðustu aldar(Yrsa selst núna í mest 30,000) og kenndi þjóðinni að lesa. Hann á nýyrðið lindarpenni því hann var umboðsmaður Parker. Hann kjaftaði herskip út úr Grant Bandaríkjaforseta á fylleríi með honum í Hvíta húsinu og meðfylgjandi búllugangi þegar þeir voru bunir að drekka Hvítahúsið þurrt. Þá varð Jón að borga því Grant var blánkur. Á því herskipi sigldi hann með herdeild rétt tvítugur á kostnað Bandaríkjastjórnar sem úniformeraður 1st.lieutenant eða tilsvarandi í US Navy til Alaska og rannsakaði landið með tilliti til nýlendu fyrir Íslendinga. Mikil skýrsla sem hann skrifaði um förina er varðveitt í Library of Congress.
Allt þetta má lesa í bókinni Ævintýramaður eftir Gils Guðmundsson.
Jón Ólafsson setti hugsjónir ofar einhverjum skitnum krónum. Eitthvað sem er óþekkt í dag, þar sem bara aurinn ræður afstöðu manna.
3.1.2012 | 12:16
Billegir bakverðir !
fyrir ríkisstjórnina eru þau Guðmundur Steingrímsson og Hreyfingin.
Í fyrsta sinn það ég þekki getur forsætisráðherra reitt sig á stuðning óvinaþingmanna án þess að þurfa að borga þeim eitt eða neitt. NÚLL! Jóhanna þarf bara að benda á þá fingrinum og hvæsa: Þið skuluð styðja stjórnina mína eða ég geri ykkur kauplaus.
Þetta virkar á þetta hugsjónalausa lið eins og eldsprengja. Ekkert óttast þau eins og að missa þægilega innivinnuna sína. Bjarni Ben getur veifað einhverri vantrauststillögu eins og hann vill. Þetta lið sér um að fella hana af einföldum ástæðum. Skítt með þjóðina.
Billegir Bakverðir!
3.1.2012 | 08:15
Timburmennirnir
af störfum þessarar ríkisstjórnar verða talsverðir.
Það mun taka einhvern tíma að vinda ofan af þeim skaðaverkum sem ríkisstjórnin er að vinna á stjórnsýslunni. Það er verið að rústa ráðuneytum, segja upp vönu fólki og ráða inn óhæfa flokksgæðinga. Slengt er saman ráðuneytum sem enga samleið eiga og áratugasaga hefur kennt að voru best fyrir komin svipað eins og þau voru. Utan óþarfaráðuneytið kennt við umhverfismál, sem var stofnað utan m Borgaraflokkinn á sinni tíð en gleymdist að leggja af með flokknum. Þessi málaflokkur gat verið í hvaða öðru ráðuneyti sem er. Enda sýna afrek núverandi umhverfisráðherra glöggt hvílíkur skaðvaldur þetta embætti getur verið þegar því er misbeitt gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það ber að leggja niður strax og færi gefst.
Leiðari Morgunblaðsins í dag vekur á hnitmiðaðan hátt athygli á ríkisstjórnarfarsanum og fréttaflutningnum af honum. Þar segir meðal annars:
"Ögmundur fór og Álfheiður kom og þá styrktist ríkisstjórnin. Álfheiður fór og Ögmundur kom og þá styrktist ríkisstjórnin aftur. Gylfi, konsúll Kúbu norðursins, kom og Ragna ráðuneytisstjóri og þá styrktist stjórnin rosalega, enda hafði ekki nokkur maður kosið þau. Svo fóru þau aftur án skýringa og enn styrktist ríkisstjórnin... Guðbjartur Hannesson kom inn og þá gerðist að vísu ekki neitt nýtt nema að ríkisstjórnin styrktist mjög við það og eins þegar Kristján Möller fór út og styrkti ríkisstjórnina með því. Og nú er Árni Páll búinn að styrkja ríkisstjórnina með því að yfirgefa hana og Jón Bjarnason lagði sitt af mörkum með því að verða samferða Árna.
Katrín Júlíusdóttir mun ekki styrkja ríkisstjórnina fyrr en eftir fáeinar vikur þegar hún fer í frí. Katrín Jakobsdóttir mun þá styrkja stjórnina um sinn með því að taka ráðuneytið yfir þar til að Steingrímur J. getur bætt því við hin fjögur og styrkt þar með stjórnina. Á meðan verður kona úr þingflokki Samfylkingarinnar fengin til að styrkja ríkisstjórnina með því að »verma ráðherrastólinn« í fjármálaráðuneytinu í einhverja mánuði þar til að Katrín Júlíusdóttir kemur til baka til að verða fjármálaráðherra í fáeina mánuði til að styrkja ríkisstjórna.... ..Það verður mikið að gera hjá Gunnari Helga og hinum fræðimönnunum við að gera grein fyrir þessum miklu styrkingum á ríkisstjórn á næstunni. Þær bætast við þá styrkingarvild sem varð þegar Lilja, Atli og Ásmundur Einar fóru úr þingflokki VG, en stjórnmálafræðingum bar einmitt saman um að sú fækkun stjórnarliðsins myndi styrkja ríkisstjórnina... En Jóhanna fékk að vísu kvenréttindi fyrir efnahagsmálin í heild, sem vissulega styrkti ríkisstjórnina."
Það er varla hægt að ætlast til þess að vitiborið fólk taki mark á því sjónarspili sem ríkisstjórnin ætlast til að það trúi og fjölmiðlar hennar matreiða á hverjum degi sem stórasannleika. Það er mjög til efa að jafnvel þeirra eigið innanbúðarfólk trúi þessu og sé tilbúið að halda tilbeiðslunni áfram á Jóhönnu og Steingrími á norðurkóreskan hátt, eins og af og til kemur upp á yfirborðið.
Annað mál er það hvað þetta kostar þjóðina að hafa þessa leiksýningu á sviðinu þegar stóru málin bíða óleyst.
Aldrei síðan í einokun hefur þjóðin haft jafn mikla þörf á að losna við valdsmenn sína eins og núna.
Timburmennirnir af þessari vinstristjórnarveislu geta orðið bæði langæir og illvígir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2012 | 18:48
Dagur Sjakalans
er upprunninn. Svavar Gestsson er aftur kominn í áhrifastöðu með Steingrími um afdrif Icesave málsins.
Mega Bretar og Hollendingar eiga von á því að Íslendingar verði nú meðfærilegri með vaxtagreiðslurnar ? Í Kryddsíldinni segir Steingrímur að fyrst hafi menn stefnu og svo velji menn fólk til að framfylgja henni. Þjóðin tók völdin af þeim félögum í tvígang þegar þeir ætluðu að steypa henni í klær hins erlenda auðvalds og vaxtafen. En það gerðist fyrir tilstuðlan Ólafs Forseta sem tók völdin af Alþingi í tvígang.
Nu ætlar Ólafur Forseti að hætta. Það ber því vel í veiði með það að hann þvælist ekki meira fyrir óskum þessara höfðingja. Stefnan var til fyrir segir Steingrímur. Nú er rétta fólkið komið, sem á að framfylgja stefnunni. Þeir kumpánar eiga því nú frítt spil með því að ná fram "glæsilegri niðurstöðu" í þessu máli sem sem Steingrímur sagði að væri svo skelfilegt að ekki væri hægt að hugsa sér annað en að leysa það strax árið 2009. Enginn Árni Páll til að að vera að þvælast fyrir viðræðum.
Dagur Sjakalans kom um síðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko