Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
14.3.2014 | 17:03
Úr öskunni í eldinn
værum við að fara hvað varðar landbúnaðarstyrki ef Íslendingar myndu innlima sig í Evrópusambandið.
ESB er eins og orkuhungruð kona sem giftist til fjár með því að innlima Ísland. Ísland er svo miklu ríkara en kvonfangið. Þangað yrðum við að greiða 15 milljarða árlega. Það fé notar Brusselfólkið til að greiða niður landbúnað í Evrópusambandinu. Hugsanlega fengjum við eitthvað smávegis til baka en hvergi nærri annað eins. Vinstri elítan hamast gegn íslenskum landbúnaði sem kostar okkur 7 milljarða í framlög á ári. Þessi útgjöld myndu aukast gríðarlega þegar innflutningur á niðurgreiddri landbúnaðarvöru frá ESB myndi hefjast. Þó að gamla Baugsveldið hafi núna mestar áhyggjur af því um þessar mundir að Íslendingar fái ekki nægan Buffalo-ost að éta, þá er það ekki mikilvægt í mínum huga. Útgjöld Íslendinga vegna landbúnaðar þó ærin séu myndu samt stóraukast við innlimunina í ESB og fara yfir 20 milljarða.
Við höfum nú séð frá fyrstu hendi hvernig makrílsamvinnan við ESB gengur. Skyldum við hafa meira um landbúnaðarsamninga að segja heldur en varð í makrílnum? Hvað segir Össur og Árni Páll um það?
Fer ekki bara hallelújaliðið okkar og ESB 4 % kórinn í framstæðisflokknum úr öskunni í eldinn hvað varðar verð á búvöru ef þeir fengju sínu framgengt með ESB inngönguna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2014 | 01:58
Hið rétta andlit ESB
birtist í því að kaupa Nojarana og Föroyingana til að svíkjast að Íslendingum á þann hátt að makríllinn verði ofveiddur þannig að hann sjái ekki þörf á að ganga inn í íslenska lögsögu. Við sjáum ekki beituna sem þeir renndu upp í þessar þjóðir, En hún mun sjást síðar.
Okkar svar er aðeins eitt. Veiða, veiða, veiða og veiða makríl eins og við lifandi getum. Mig langar að nota enskt orðtæki sem byrjar á F... og lýsir minni afstöðu til þessa hyskis alls sem að þessu stóð.
Sýnum þeim að við látum ekki bukka okkur. Það var fróðlegt að sjá hið rétta andlit ESB, sem beitir undirferli, svikum og lygi þegar því hentar. það þarf menn með greindarstig Össurar og Árna Páls til að útskýra þetta andlir ESB fyrir þjóðinni.
12.3.2014 | 02:18
Stytting náms til stúdentsprófs
er eitt af því sem ég skil ekki í málflutningi flokksins míns í flutningi ráðherrans Illuga Gunnarssonar.
Mér finnst eins og það sé verið að segja mér að ég hafi verið að slugsa í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1954 til 1957. Allir þessir góðu kennarar mínir Gylfi Þ.Gíslason, Björn Bjarnason, Guðmundur Arnlaugsson, Pálmi Hannesson, Sigurður Þórarinsson, Ólafur Hansson, Einar Magnússon, Gunnar Norland, Guðni Guðmundsson, Magnús Finnbogason, Bodil Sahn, Jón Guðmundsson, Ólafur Ólafsson, Skúli Þórðarson, Magnús Magnússon og Halldór Halldórsson hafi verið að slugsa við að kenna mér heimskingjanum það sem ég átti að geta lært á miklu skemmri tíma?
þegar ég kom til Þýskalands úr þessum skóla þá fann ég að þýskir og norskir, danskir, gahnnískir og tyrkneskir jafnaldrar og samstúdentar sem voru með mér að hefja nám í verkfræði voru jafnvel aftar mér tossanum í almennum fræðum. En minn andlegi þroski 19 ára var í það tæpasta finnst mér núna þegar ég lít til baka. Ég hefði ekki viljað vera ári yngri en ég var þá. Ég var alveg nógu vitlaus á þessum tíma.
Af hverju á ég að trúa Illuga Gunnarssyni núna þegar hann segir að ég hafi bara verið að slugsa? Hann sagði mér líka að semja um Icesave sem ég gerði ekki.
Mér finnst allt þetta allt della um að skólinn sé of langur. Það er meira en námsefnið sem skiptir máli. Almenn tjáskipti, stelpur og brennivín og allt það. Allt þetta þarf að lærast áður en manni er hrundið út í lífið af hótel Mömmu.
Mér finnst allt þetta tal um styttingu skólans til stúrdentsprófs vera skammsýni og blekking.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2014 | 20:04
Hvar stendur það?
í landfundarályktun Sjálfstæðisflokksins að hann hafi lofað þjóðaratkvæði um aðildarviðræðurnar?
Getur Þorsteinn Pálsson staðið á því sem hann skrifar í Fréttablaðið á laugardag þar sem hann segir:
"Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari.
Fyrir utan mótmælafundi á Austurvelli og afar sterka undirskriftarsöfnun hafa ríflega áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar lýst stuðningi við þjóðaratkvæði í viðhorfskönnun. Það sem veldur ríkisstjórninni mestum vandkvæðum er að gjáin milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli hefur breikkað. Þetta eru fyrstu afleiðingarnar af viðbrögðum almennings. Önnur áhrif koma fram í því að ríkisstjórnin hefur hopað með þá hraðferð málsins í gegnum þingið sem hún hafði áformað. Ætlunin var að útiloka málefnalega umfjöllun; meira að segja um þá skýrslu sem ríkisstjórnin sjálf bað um frá hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta er eftirgjöf sem vert er að virða við ríkisstjórnina.
Sumir stjórnarandstæðingar hafa túlkað þessa eftirgjöf sem vísbendingu um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna um efnislegar tilslakanir. Ekkert bendir þó til að svo sé. Miklu líklegra er að ríkisstjórnin hyggist kaupa sér tíma fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hún metur stöðuna svo að eftir þær verði móðurinn runninn af almenningi og hún geti þá keyrt í gegnum þingið þessi tvíþættu áform að slíta viðræðunum og virða að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslufyrirheitið. "
Hlýtur hann ekki að benda okkur á þann stað í Landsfundarályktunum þar sem þetta stendur skrifa? Geti hann það ekki þá eru þessi skrif um loforð flokksins dauð og ómerk. Á hann ekki sem fyrrum formaður flokksins að þekkja gildi Landsfundar? Eða var Sjálfstæðisflokkurinn á hans tíma prívatfyrirtæki formanns?
Hvar er það skrifað í Landsfundarályktunum að Sjáflstæðisflokkurinn lofi því að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um aðildarviðræðurnar við ESB?
10.3.2014 | 15:33
Svik eða breyttar aðstæður?
Er ekki hægt að hugsa sér eftirfarandi röksemdafærslu sem einn vinur minn benti mér á:
Stjórnmálamaður lofar fyrir sitt leyti að stefna að einhverju fyrir kosningar en áttar sig svo á því eftir kosningar að það sem hann lofaði er ekki lengur mögulegt eða framkvæmdanlegt í ljósi aðstæðna. Hann viðurkennir staðreyndir og útskýrir hvernsvegna fyrri skoðun stenst ekki lengur. Er þessi stjórnmálamaður þá aðeins svikari? Ekki lengur maður sem stjórnast af rökhyggju og sannfæringu sinni? Má Alþingismaður aldrei skipta um skoðun nema að vera svikari?
Alþingismönnum ber að láta sannfæringu sína ráða skv. stjórnarskrá.. Er bara ein sannfæring til em ekki er hægt að endurskoða án þess að vera settur á bekk með Júdasi Ískaríot?
Er ekkert sem heitir breyttar aðstæður? Eins og þær að núverandi ríkisstjórn sem er mynduð eftir kosningar á grundvelli stjórnarsáttmála sem segir að hún skuli ekki stefna á aðild að Evrópusambandinu getur hreinlega ekki samið um áframhaldandi aðildarviðræður?
Hvernig geta menn kallað þessar nýju aðstæður drottinssvik?
Hvað er sá Sjálfstæðismaður að svíkja sem vill framselja sjálfstæði landsins undir erlent vald? Mætti Þorsteinn Pálsson og hans félagar ekki velta þeirri grundvallarstaðreynd fyrir sér?
Fylgir maður ekki grunnhugsun flokksins síns meðan maður er flokksmaður?
10.3.2014 | 02:20
Það eru engin svik í gangi
hvað afstöðu Sjálfstæðisflokksins varðar vegna viðræðuslita við ESB.
það er Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins sem gildir en ekki hvað einstaka flokksmaður hefur sagt, hvort sem hann heitir Bjarni Benediktsson eða eitthvað annað.
Ályktunin lofar engri þjóðaratkvæðagreiðslu nema ef ætti að hefja viðræður á ný eftir að þeim hefur verið hætt. Allt tal Þorsteins Pálssonar og annarra um svik er ómerkt. Landsfundur ætlaði að hætta aðildarviðræðum og hefja þær ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Útúrsnúningar haf ekkert gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Enginn sjálfstæðismnaður hefur neitt umboð til að lofa einu né neinu öðru en stendur í ályktunum Landsfundar. Það er ekki verið að svíkja eitt eða neitt þó viðræðum sé slitið án þess að leggja það í þjóðaratkvæði.
Allt svikatal er óvinafagnaður. Það eru engin svik í gangi.
9.3.2014 | 17:42
Þá þurfti ekki en núna skal
greiða þjóðaratkvæði um ESB aðildarviðræður. Allt þetta og meira til segir Árni Páll hjá Gísla Marteini. Án þess að depla auga. Hann kvartar svo yfir því að núverandi ríkisstjórn ætli bara að troða sínum málum í gegnum þingflokka og þing og svo troða því ofan í þjóðina.Vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar eru aftan úr forneskju segir Árni Páll svo og segir hana aldrei tala við sig.
En þetta er auðvitað allt öðruvísi núna en þegar Árni Páll tróð aðildarviðræðum við ESB ofan í þjóðina án þess að tala við hana. Þá var það allt í lagi að hans dómi þráspurður af Gísla Marteini. Gula spjaldið í kosningunum var þá líklega tómur misskilningur.
Ég vorkenni manninum eiginlega að hann skuli bera svona hluti á borð fyrir okkur. Enn þá verra er að hann virðist ætlast til að ég trúi þessu. Eða er hann að tala við einhverja aðra fyrst og fremst.
Af hverju greiðum við ekki þjóðaratkvæði um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki? Já eða nei?
Hafi ekki þjóðaratkvæði þurft þá þegar Árni Páll réð ferðinni en þess þurfi endilega núna þegar spurt er stefnubreytingu, þá er ég til. En ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningar.
Bara einfalt já eða nei núna í sumar og ikke noget kjæftede eins og vinur minn segir stundum.
8.3.2014 | 22:35
Platitík?
gæti verið afbrigði af pólitík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vakti fyrst athygli mína á því að slíkt afbrigði gæti verið til. Hún tilkynnti eitt sinn í ríkisútvarpinu að Borgarsjóður væri nú rekinn með afgangi eftir óstjórn íhaldsins. Eitthvað seinna kom á daginn að það var einhver níuhundruðmilljóna halli á Borgarsjóði. Þá spurði RÚV(ætli það myndi gerast núna?) Ingibjörgu um þetta atriði og þá sagði hún einfaldlega: "Það var undirliggjandi halli" Nú sagði fréttamaðurðurinn eitthvað í þá veru að hún hefi talað um hallalausan rekstur. Þá sagði Ingibjörg Sólrún orð sem mér líða ekki úr minni: "Það var þá" Og svo kom innsogið EEeeeeeeeeeen Sjálfstæðisflokkurinn.......
Þar endaði viðtalið og ekki var spurt meira af fréttamanninum. Pólitík? Platitík?
Ragna Árnadóttir hefur gegnt miklu hlutverki fyrir Samfylkinguna á undanförnum árum. Hún var dómsmálaráðherra utanþings um tíma. og ekki sett mikið útá það. Nú var hún sett yfir nefnd sem er skipuð alvöru fólki til að finna flugvallarstæði innan Borgarlandsins. Áður en henn gafst tími til að kynna niðurstöður leitarinnar, sem hefur víst áður verið gerð með misjöfnum árangri, þá getur leiðtoginn Dagur B. ekki beðið lengur með að hefja byggingar á flugvellinum þar sem kosningar eru framundan. Hann boðar stórbyggingar Valsmanna á braut 06/24. Pólitík eða platitík?
Einhverjir nefndarmenn hefðu getað móðgast við þessa afgreiðslu. Standa uppi sem nytsamir sakleysingjar og kratísk brúksáhöld. En ekki Ragna blessunin. Hún má bara fara með versið "ours is just to do or die, ours is not to reason why" eins og allir fótgönguliðar vita.
Gæti maður ekki hugsað til Hamlets Danaprinss? Pólitík eða platitík? það er spurningin.
7.3.2014 | 17:02
Hælisleitandi
biður um samúð og landvist í Fréttablaðinu.
Þar segir:
"Þetta er allt í lagi, við höfum það ágætt en samt ekki. Við erum hér núna en vitum ekkert hvað verður á morgun. Við erum í sömu stöðu og áður þannig séð." segir Christian Kwaku Boadi, 35 ára Ganabúi, sem sótti hér um hæli við komuna til landsins fyrir réttu ári.
Hann var búsettur í Reykjanesbæ, líkt og aðrir hælisleitendur sem komu hingað til lands, allt þar til í janúarmánuði þegar hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt þremur öðrum hælisleitendum í íbúð í austurborginni. Þessi vistaskipti voru í tengslum við samning milli Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins, sem gekk í gildi um áramót, um að borgin myndi þjónusta um fimmtíu hælisleitendur.
Christian segist hafa lent í vandræðum í föðurlandi sínu og þess vegna hafi hann, árið 2007, yfirgefið föðurland sitt.
"Ég fór til Ítalíu þar sem ég fékk dvalar- og atvinnuleyfi og hóf nám." Eftir að náminu lauk gekk honum ekkert að finna sér vinnu og gat því ekki séð sér farboða. "Þess vegna ákvað ég að koma hingað til Íslands til að leita hælis og ég vil alls ekki fara aftur til Ítalíu."Christian er sáttur við flutningana í borgina, eins langt og það nær, enda er meira við að vera í borginni.
"Við getum rölt um, farið á söfn og fleira og verið innan um fólk," segir hann og bætir við aðspurður að það sé ólíkt auðveldara að falla inn í fólksfjöldann í borginni heldur en í Reykjanesbæ. "Í Keflavík var oft horft einkennilega á okkur þegar við vorum úti í bæ, en hér í borginni er það síður þannig. Fólk er almennt ekkert að gefa sér hvað maður er að gera hér á landi eða hvernig maður kom hingað."
Christian segir að biðin sé erfið. "Þeir segja að mál mitt heyri undir Dyflinnarreglugerðina og þess vegna sé ekki hægt að samþykkja umsóknina mína, en nú er þetta komið fyrir innanríkisráðherra og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. Þó ég hafi það ágætt þannig séð og fái hér mat og húsaskjól, er þetta erfitt. Ég er manneskja og það er erfitt að sitja hér og hafa lítið fyrir stafni, á meðan ég hugsa til dætra minna tveggja heima í Gana."
Mikil gersimi er þessi maður og guðsgjöf fyrir íslensku þjóðina? Finnst okkur gaman að hafa iðjulausa hælisleitendur á rölti um borgina? Vandræði í heimalandinu valda því að hann flýr föðurland sitt og skilur eftir dætur sínar umkomulausar.Hvaða vandræði eru þetta í réttarríkinu Ghana? Af hverju fer hann ekki heim eins og maður og fer að vinna fyrir dætrum sínum í stað þess að væla hérna?
Á hann að ráða því hvort hann fer aftur þangað sem hann kom? Verðum við að borga honum stórfé fyrir að fara ekki þangað?
Ætlaði ekki innanríkisráðherran að fara að gera eitthvað í hraðafgreiðslu þessara hælisleitendamála?
6.3.2014 | 17:48
Eigum við ekki að salta þetta
ESB aðildarviðræðumál fram yfir sveitarstjórnarkosningar? Var þessi Landsfundarályktun nokkuð tímasett? Þarf ekki stjórnviskan að velja tímann betur?
Er það ekki bara vont fyrir íhaldið sem er á blússandi siglingu allstaðar nema kannski i Reykjavík að leyfa Samfylkingunni að vera að þeyta alla þessa lúðra? Eigum við ekki að salta þetta?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko