Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017
13.12.2017 | 19:04
Á að leyfa bófaflokkum að kollvarpa stöðugleikanum?
Flugvirkjar mynda stéttarfélag og vinna 300 þeirra bara hjá Icelandair. Icelandair er í eigu fjölda manna. Þeir eru varnarlausir gagnvart þessu félagi. Stéttarfélög eru meðal annars mynduð til að vinna að menntun framgangi og virðingu félagsmanna. En þau hafa líka þann tilgang að taka vinnuveitendur sína til fanga, sem eru nauðbeygðir að semja við það um kauptaxta og afsala sér þar með undir hótunum rétti til að ráða aðra en félagsmenn til starfa.Er ekki svona félag farið að líkjast gíslatakandi bófaflokki? Eru öll verkalýðsfélög ekki orðin ábyrgðaraus bófalokkaígildi? Hvernig á að semja um kaup og kjör yfirleitt?
Þeir í stéttarfélögum taka líka heil þjóðfélög og hagsmuni allra þegna þeirra í gíslingu í fjárkúgunarskyni og hegða sér þar með eins og ótíndir bófaflokkar í gíslatöku. Stöðva rekstur vinnuveitanda sínna og geta neytt hann í gjaldþrot. Sem væri líklega heimskulegt þar sem þá væri apinn að saga greinina sem hann situr á.
En getur svona háttalag yfirleitt gengið í nútíma samfélögum? Hvar endar réttur eins og annars byrjar? Hvar byrjar réttur þess með byssuna og hvar byrjar réttur þess sem miðað er á?
Það er ríkisvaldsins að skapa lagaumhverfið sem þessi forneskja gengur eftir.Ríkisvaldinu ber að vernda þegna sína gegn ofbeldi misyndismanna. Ræningjum sem taka menn í gíslingu og heimta lausnargjald yrði svarað af vopnaðri lögreglu og þætti sjálfsagt. En bófaflokksígildi sem er búið að skrásetja sig sem stéttarfélag leyfist að taka þjóðfélag í gíslingu? Er einhver mismunur á þessu tvennu í raun og veru?
Ráðherrann okkar Sigurður Ingi er fljótur til að lýsa því yfir að fyrr láti hann þjóðfélagið sporðreisast og hundraðþúsund þegna þess þjást endalaust en að hann eða ríkisstjórnin skipti sér af þessu. Gat hann nokkuð annað sagt? En skapar hann sér álit fyrir þetta?
Verðum við ekki að fara að taka þessi gamaldags og úreltu lög frá því fyrir stríð um stéttarfélög og vinnudeilur til endurskoðunar? Finnst einhverjum að þetta eigi heima í nútímanum?
Auðvitað geta öll svona félög hjá okkur vísað í kjararáðsvitleysuna sem Alþingi samþykkti fyrir sig af því að þeir fengu 47 % kauphækkun afturvirkt fyrir sig. En allir aðrir mega helst ekkert fá eins og það er nú sniðugt hjá þessum þingmönnum að hesthúsa þetta hyrst sjálfir af almannafé sem eiga að gæta hagsmuna heildarinnar?
Halda menn að Guðríður Arnardóttir verði eitthvað hógværari fyrir kennara? Eða náttúrfræðinga?
Þetta flugvirkjaverkfall er prófraun nýrrar ríkisstjórnar sem hún að öllum líkindum fellur á Ef hún leyfir áfram hverju svona ígildi fámennra bófaflokka að kollvarpa stöðugleikanum hjá allri þjóðinni þá er vá fyrir dyrum með stöðugleikann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2017 | 12:39
Ingibjörg Skaptadóttir
var afasystir mín. Mig langar að kynna hana aðeins hérna vegna þeirrar miklu umræðu sem nú er um málefni kvenna.
Ingibjörg er nefnilega einn fyrsti kvenritstjóri landsins ásamt móður sinni, sem var dóttir Þorsteins prests á Hálsi og fetuðu þær þar með í fótspor Skapta Jósepssonar ritstjóra Austra sem var þarmeð langafi minn og faðir ingibjargar systur afa míns Tryggva Halldórs sem hét svo í höfuðið á báðum hjónum þeim Tryggva Gunnarssonar og Halldóru konu hans, en milli þessa fólks var mikill vinskapur.
Skapti var landsþekktur maður og eldaði grátt silfur við Pál Ólafsson skáld og alþingismann, sem var hálfbróðir annars langafa míns Jóns Ólafssonar ritstjóra, ásamt vini sínum séra Birni á Dvergasteini.Orti Páll margar níðvísur og ljótar um þessa tvo merkismenn.Er furða þó að ritræpugen leynist svona aftanað að manni?
Ég veit ekki hvort þetta verður læsilegt í snip jpeg.
Þetta er þá bara tilraun þangað til ég get lagað textann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.12.2017 kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2017 | 08:59
Varlega
segir konungur bloggaranna Páll Vilhjálmsson:
Alþjóðavæðingin mistókst, opnun landamæra einnig.
Alþjóðavæðingin átti að bæta hag allra en gerði það ekki. Þeir betur settu högnuðust en þorri almennings ekki. Þess vegna kusu Bandaríkjamenn Trump, segir Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi og ráðleggur norrænt velferðarkerfi samhliða alþjóðavæðingu.
Opin landamæri og frjálsir fólksflutningar, sem fylgja, áttu að bæta hag samfélaga, en gerðu það ekki. Þess vegna kusu Bretar Brexit, skrifar Robert Skildelsky og bendir á að samfélag felur í sér samheldni sem tapast með síauknum innflytjendastraumi.
Íslendingar ættu að draga lærdóm af reynslu annarra þjóða og stíga varlega til jarðar í alþjóðavæðingu og opnun landamæra. Mjög varlega."
Fréttir bárust af því að útlendingar hafi verið dæmdir í íslenskt fangelsi fyrir að vera með fölsuð vegabréf í fórum sínum í millilendingu í Keflavík á leiðum sínum til Kanada.
Mér hefur skilist að hælisleitendur baki sér ekki refsiábyrgð með því að framvísa fölsuðum skilríkjum, engum skilríkjum eða hverskyns lygum við komu til Keflavíkur með ábyrgðarlausum íslenskum flugvélum. Allt samkvæmt nýjum útlendingalögum Óttars Proppé og Unnar Brár?
Er þetta að fara varlega?
11.12.2017 | 07:16
www.samurfostri.is
Í jólablaði Sáms fóstra 2016 geta menn lesið um steypta vegi á Íslandi úr sementi frá Akranesi. Þá byggðu menn vegi einu sinni og þeir entust í meira en hálfa öld.
Nú er þeir byggðir og malbikaðir svona tvisvar á hverjum áratug eða svo. Það er nýi tíminn í vegagerð.
1970 var Ingólfur Jónsson frá Hellu ráðherra vegamála og Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri. Nú er til í landinu miklu betri vél til að steypa vegi en þá var til.Skriðmótavél sem getur steypt endalaust þó gömul sé. Hún er bara ekki notuð því startkostnaður er ca. 10 % meiri við að steypa þykkan veg en að malbika helmingi þynnri veg.
Þess vegna er auðvitað malbikaðir vegir en ekki steyptir sem er ónýtt svo til strax. Ef hægt er að gera vegi heimskulega þá er það auðvitað gert. Það er nútíminn
10.12.2017 | 20:56
Sementsverksmiðjan
á Akranesi var eitt sinn stórveldi á Íslandi.Vestdal forstjóri og Ásgeir stjórnarformaður voru stórmenni sem við blánkir úr steypunni umgengumst með ærufrugt og töluðum um í hálfum hljóðum. Þvílíkt stórveldi og flotterí sem þessi verksmiðja var með sér mötuneyti meira að segja sem við þekktum ekki einu sinni af afspurn.
Sementið var alkalískt í byrjun og ekki vinsælt en með íslenskum rannsóknum og ráðstöfunum tókst að gera það með árunum þannig að það varð afbragðsgott.
Nú er helst talað um að rífa verksmiðjuna. Allt ónýtt og einskis virði? Þó komin séu göng undir Hvalfjörð meira að segja.
Það sem ég ekki skil núna hversvegna er ekki hægt að framleiða sement í afskrifuðum græjum og heillegum byggingum þegar allt hráefni er fáanlegt eins og áður og ódýrara en þá? Öll þessi síló, tankar og maskínerí. Af hverju er ekkert hægt núna sem var hægt áður? Eða var það bara aldrei hægt? Var logið að okkur allan tímann? Eða féll þetta allt í ræningjahendur, fjármálabófa og spellvirkja?
Sú var tíðin að íslenskir stúdentar fóru á Akranes og fengu brennivín og snittur hjá Vestdal. Þá var æpt í þjóðlegri hrifningu "Handritin heim og meira sement!" Nú er öll þjóðremba orðin ófín og skal vera fjölmenningarleg.
Þarna á Akranesi voru framleidd milljónir tonna af sementi sem byggðu upp auðlegð þjóðarinnar um land allt í áratugi. Nú er bara allt búið og ekkert hægt? Hvernig stendur á því að engir ungir menn sjá neina möguleika lengur á þessum stað?
Okkur gamla steypujúða sker í hjartað að sjá okkar gömlu Sementsverksmiðju þjóðarinnar vera orðna að stekk eða ræningjabæli í stað þess að vera Snorrabúð stoltrar þjóðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2017 | 12:35
Jöfnuður
er Agli Helgasyni greinilega mjög hugstæður og raðar hann jafnaðarsinnum gjarnan í Silfurþætti sína nokkuð afgerandi í meirihluta.
Í dag voru vinstrimenn áberandi í umræðunum um mótmæli. Þar var Gísli(?) heimspekingur ákveðnastur í að lofsyngja kosti mótmæla eins og þeir birtust í Búsáhaldabyltingunni jafnvel við heimili manna án þess að neinn hreyfði mótmælum nema Sirrý Sjálfstæðismaður sem mótmælti því ákveðið að landsmenn hefðu upplifað þá upphafningu andans sem heimspekingurinn lýsti.Gegnherílandi sjónarmið voru dregin fram af sagnfræðingnum Skúla(?) og Egill viðist gera sitt til að þeim sjónarmiðum verði haldið á lífi þó að þjóðinni sé að miklum meirihluta sammála því að skipa sér í sveit vestrænna lýðræðisríkja.
Síðan var einn helsti páfi sjónarmiða yst til vinstri Stefán Ólafsson dreginn fram til að ræða þróun þá sem hann segir stefna til meiri ójafnaðar í þjóðfélaginu frá 1995 en fram að þeim tíma og frá 1960 hefði ríkt ánægjuleg þróun til meiri þjóðfélagsjöfnuðar. Greinilegt var að Stefáni fannst allt stefna til verri vegar í okkar samfélagi og lífskjör unga fólksins versna vegna vaxtabyrði og verðtryggingar meðal annars.
Og vissulega má taka undir það að alger verðtrygging skulda getur ekki gengið til lengdar. Menn skoði bara í því sambandi hvað sé eftir af 1940 dollara Roosewelts? Eru það nema örfá cent þó vextir hafi verið greiddir allan tímann?
Þess vegna gengur ekki endalaust neins staðar að að taka bæði verðtryggingu og vexti samtímis af útlánum. En það er aðeins gert hérlendis vegna ofurveldis og lögþvingaðrar einokunar lífeyrissjóða á útlánum sem er orðið þjóðfélagsböl sem einhvern tímann verður að horfast í augu við.
En það er þetta með jöfnuðinn. Sé allur auður jarðarbúa tekinn og honum dreift meðal þeirra jafnt, þá væri hægt að halda góða át-og drykkjuveislu í skamman tíma. Síðan væri ekkert eftir og enginn auður eftir sem nota mætti til að skapa nýjan auð. Ójöfnuður er því undirstaða fyrir framförum. Sumir menn eru einfaldlega framtakssamari en aðrir. En það þýðir ekki vesæld fyrir flesta og velsæld fyrir fáa. Það er hlutfallið sem skiptir máli.
Svelti 1000 manns af því að þá vanti 10 hverjum þá vantar þá 10.000 til að komast af. Lifi 10 manns lifi í bílífi með 2000 í afgang þá væri það 20.000 í afgang. Ef þeir greiddu 10.000 í skatt til hinna 1000 þá sylti enginn og það væri samt 10.000 í afgang til að fjárfesta í nýjum atvinnutækjum. Það er verkefni stjórnmálanna að skapa slíkan áþekkan jöfnuð.
Verða menn ekki að gera sér ljóst að allir menn eru ekki skapaðir jafnir?
10.12.2017 | 11:16
Beina lýðræðið
sem hann Styrmir Gunnarsson og fleiri tala gjarnan um sem lausn lýðræðisvanda Íslendinga blasir ekki beint við mér.
Það voru að berast tíðindi af því að vellaunuð stétt flugvirkja ætlar sér að gefa lítið fyrir nauðsyn stöðugleika í þjóðarbúinu og hafa boðað ótímabundið verkfall fyrir jól.
Hvað má bein lýðræðis þjóðaratkvæðagreiðsla sín gegn hagsmunasamtökum eins og flugvirkjum? Eða Bandalagi Háskólamanna, félögum Náttúrufræðinga og svo framvegis?
Myndi þjóðin samþykkja afnám eða takmörkun hins heilaga kjarasamningsréttar í atkvæðagreiðslu?
Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áræða að taka á málefnum flugvirkja eða svipaðra félaga og hindra það að efnahagslegum stöðugleika verði kollvarpað af þeim eða öðrum hópum?
Eru aðilar við slík tækifæri sem létu ákvörðun Kjararáðs fram ganga sjálfum sér til 46 % kjarabóta í einu stökki trúverðugir til að fara svo fram gegn öðrum hópum?
Mun ríkisstjórnin ekki verða að horfast í augu við frumraun sína núna þegar flugvirkjar láta sverfa til stáls og bjóðast til að kollvarpa ferðamannaiðnaði Íslendinga með einu slagi fyrir jól?
Hvernig hugsa menn sér að beina lýðræðið geti ráðið hjá þjóð sem aldrei hefur reunverulega viðurkennt rétt meirihlutans til að ráða heldur ávallt gefist upp fyrir ofbeldi margskonar minnihlutahópa og sérsinnafjölmenningu?
9.12.2017 | 23:49
Getur Ísland tapast?
með auknum áhrifum ungra stjórnmálakvenna í Sjálfstæðisflokknum sem vilja aukinn straum múslímskra hælisleitenda og flóttamanna til landsins?Þær halda því blákalt fram að þetta sé nauðsynlegt fyrir aukin hagvöxt í landinu, stuðli að aukinni fjölmenningu og víðsýni á Íslandi og meira umburðarlyndi á alþjóðavettvangi.
Þær neita því að Islam sé stjórnmálaafl sem boði kynjabundið misrétti og kvennakúgun heldur megi laga og sætta slík sjónarmið við okkar jafnréttissjónrmið. Það verði aðeins að rökræða við þetta fólk til þess að allt falli í ljúfa löð í samlífi ólíkra menningarheima. Okkar heims sé skyldan til að ná sögulegum sáttum við hinn múslímska með nauðsynlegri eftirgjöf og málamiðlun. Okkar sé skyldan því að við séum ekki eins formföst og eigum betra með að aðlagast vegna víðsýni og þróaðs kærleika kristinnar trúar. Við getum þess vegna hugsanlega sæst á tímabundna upptöku sharíalaga vegna víðsýni kristinna lífsviðhorfa.
Ekki eru endilega allir flokksmenn sammála þessum viðhorfum þessara forystukvenna og halda því fram að dagar uppgjörsins á Vesturlömdum muni koma eins og varð á Spáni í tíð Ferdínands og Ísabellu. Spurning er hvort Islamiséring Vesturlanda almennt muni ganga svo fyrir sig sem þessar ungu konur boða.
Þó má velta fyrir sér hvort uppgangur AfD í Þýskalandi og viðgangur slíkra þjóðlegra stjórnmálaafla sé ekki þróun sem muni skjóta rótum hér á Íslandi ef aðeins afneitum er í boði á vettvangi hefðbundinna stjórnmálafla eins og Sjálfstæðisflokksins? Geta menn neitað umræðum á grundvelli skilgreindra forboðinna viðhorfa?
Verða menn ekki að velta því fyrir sér hvort mögulegt sé að Ísland geti hreinlega tapast í þeirri mynd sem við nú þekkjum ef svo fer fram sem horfir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2017 | 13:26
Leiðinlegt
hvernig Mogginn er sífellt að birta bullgreinar á miðopnu blaðsins á besta stað eftir allskyns fólk sem fæstir kæra sig um að lesa neitt eftir eins og Benedikt Jóh, Björn Leví, Björtu,Þorgerði Katrínu, og ámóta vinstra fólk sem venjulegir lesendur Moggans eru ekki að sækja neitt til.
Þetta fólk er ekki við völd lengur og hefur því ekkert að segja sem máli skiptir. Þessar greinar mann bara og maður vorkennir bara Mogganum að vera að eyða sínum dýrmæta pappír í þetta. Nær að birta eitthvað upppbyggilegt á þessum áberandi stað.
8.12.2017 | 10:35
Illdeilur í samtökum Kennara
vekja ekki undrun neins sem upplifði feril Guðríðar Arnardóttur þegar hún var við völd í Kópavogi.
Stanslaus undirferli, deilur og valdníðsla voru þá reglan en ekki undatekning sem endaði með því að koma varð henni frá völdum til þess að hægt væri að reka bæjarfélagið með vitrænum hætti.
Þessi stíll er greinilega núna kominn í hásæti innan samtaka Kennara sem loga stafna á milli. Það undrar engan sem til þekkir og hefðu menn þar á bæ gott af að kynna sér söguna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko