Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018
12.1.2018 | 08:57
Furðutrúboð
gegn ferðamáta fólks birtist víða á vegum Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík.
Nú þegar verið er að taka ákvarðanir um að flytja alla starfsemi LSH á Hringbraut sem er landluktasti og umferðarlega erfiðasti valkostur fyrir nýjan spítala, þá er tilkynnt að sem flestir viðkomandi verði að breyta ferðavenjum sínum í gangandi og hjólandi en hætta að koma á einkabíl, bæði sjúklingar og starfsfólk. Ástæðan er sú að það er ekki land til fyrir bílastæði!
Það er eins og þetta fólk hafi ekki heyrt um það að hægt er að kaupa bílastæðaþjarka á mörgum hæðum sem geta lagt endalausum fjölda bifreiða á skilvirkan hátt, bæði niðurgrafnir og upp í loft. Hvort skyldu sjúklingarnir velja frekar í kulda,trekki og slagveðri að koma á bíl, labbandi eða á hjóli? Finnst þessu trúboðsfólki það ekki skipta máli hvað notendur vilja eða þarfnast?
Er ekki kominn tími til að eitthvað nútímafólk fari að koma að hinum stærri skipulagsákvörðunum í Reykjavík en furðutrúboðs- og draumórafólk verði sett í leyfi í næstu sveitarstjórnarkosningum?
11.1.2018 | 15:26
Sigmar Gabriel
utanríkisráðherra Þýzkalands er í athyglisverðu viðtali við "der Spiegel" um alvöru þess ef Bandaríkin hætta í hlutverki alþjóðalögreglunnar sem þeir hafa gengt undanfarna áratugi. Evrópa getur ekki varið sig ein gegn ágangi Rúsaa og Kínverja.
Þessvegna liggur í orðum Gabriels að treysta verður samband Evrópu við Bandaríkin eigi ekki illa að fara. En einmitt hefur andróður gegn þáttöku í NATÓ meðal Evrópuríkja af hálfu kratiskra elementa og afleidd tregða Evrópuríkja að uppfylla skyldur sínar gagnvart NATÓ hleypt illu blóði í Trump Bandaríkjaforseta vegna þeirrar ósanngirni Evrópuríkjanna að velta meiri varnarbyrðum af sér á Bandaríkin.
Viðtalið er hér:
" DER SPIEGEL: Mr. Gabriel, let's get the new year started with a couple of predictions. If you were to imagine a German foreign policy in 2028, what would it look like?
Gabriel: I hope that it will be part of a European foreign policy, because even the strong country of Germany won't really have a voice in the world if it is not part of a European voice.
DER SPIEGEL: What will the core issues of this European foreign policy be?
Gabriel: It is clear that we need a foreign policy in which we jointly define European interests. Thus far, we have often defined European values, but we have been much too weak in defining mutual interests. To preempt any possible misunderstandings: We cannot give short shrift to our values of freedom, democracy and human rights. On the contrary. But political scientist Herfried Münkler is right: If you only take normative positions, if your focus is solely on values, you won't find success in a world where others are relentlessly pursuing their interests. In a world full of meat-eaters, vegetarians have a tough time.
DER SPIEGEL: This political toughness is something Germany still hasn't learned.
Gabriel: In the past, we could rely on the French, the British and, especially, the Americans, to assert our interests in the world. We have always criticized the U.S. for being the global police, and it was often appropriate to do so. But we are now seeing what happens when the U.S. pulls back. There is no such thing as a vacuum in international politics. If the U.S. leaves the room, other powers immediately walk in. In Syria, it's Russia and Iran. In trade policy, it's China. These examples show that, ultimately, we are no longer achieving either -- neither the dissemination of our European values nor the advancement of our interests.
DER SPIEGEL: Are you actually certain that the U.S. still feels bound to NATO's collective defense principles as outlined in Article 5 of the alliance treaty?
Gabriel: We are pleased that Donald Trump and the U.S. have affirmed Article 5, but we should not test that trust too much. At the same time, Europe could not defend itself without the U.S., even if European structures were strengthened.
DER SPIEGEL: How do you view Germany's role in the world today?
Gabriel: We are a place many dream about today in the way the U.S. was a place all those looking for freedom, prosperity and democracy dreamed about from the 18th to the 20th century.
DER SPIEGEL: Do you mean Germany specifically or are you referring to Europe as a whole?
Gabriel: Surely the European Union as a whole stands for these dreams. But Germany, especially, because of its economic strength. Also because of its pacifism. When you think back today to a time more than 70 years ago when we were a terrible place, a place people were afraid of, it is a wonderful development that we have gone from being a terrible place to a place that people dream of.
DER SPIEGEL: You're describing a rather overly-idyllic present day.
Gabriel: I am also aware that it isn't easy for everyone in Germany to make ends meet through well-paid work in Germany. You have to have sufficient skills and work hard. And I also know that we have much too much poverty and inequality here. Still, our parents and grandparents built an incredibly prosperous and peaceful country. One shouldn't, of course, play down the degree to which this is dependent on our economic strength. The truth is that Moscow, Beijing and Washington have one thing in common: They don't value the European Union at all. They disregard it."
Ég held að Íslendingum sé hollt að velta afstöðu sinni til NATÓ fyrir sér. Evrópusambandið kemur ekki í stað þessa bandalags og Bandaríkjanna ef við hugleiðum orð Sigmars Gabriels?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2018 | 09:08
Til hvers var eytt?
hundruðum milljóna á Miklubraut frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg í umdeilda grjótgarða og nýtt malbik án þess að bílaumferðin greiddist neitt sjáanlega? Er ekki gatan bara enn fjórar akreinar eins og var? Og meira að segja á að lækka hámarkshraðann með lagaboði?
Nú boðar sami samgöngustjóri Borgarstjórnarmeirihlutans og hannaði síðustu framkvæmdina og varði öryggi grjótgarðana sem eru taldir jafnvel hættulegir að nú skuli allt grafið upp og niður á 10 metra dýpi þar sem sami fjöldi akreina liggi á botninum með sama umferðarhraða en ofan á verði hjóla- og léttumferð. Tilgangurinn: Þá er hægt að byggja nær akreinunum í anda þéttingu byggðar.
Hvað halda menn að þetta mannvirki kosti með loftræstingum, öryggisútskotum, neyðarbjörgun, árekstarvörnum? 1500 metrar x ca 50 metra meðalbreidd =75.000 m2. Ætli kostnaðurinn verði minni með öllum búnaði en ein til tvær milljónir króna á m2. Er það ekki svona einn stofnkostnaður Borgarlínu eða Landspítala ? Án þess að bílaumferð hafi annað en tafist meira en orðið er þegar ellt er reiknað. Og svo tafirnar á byggingatímanum? Þótti mönnum ekki nóg um síðast?
Sjá ekki einhverjir að það sem þarf og ódýrast er að gera er að fjölga akreinum á Miklubraut með hærri umferðarhraða, engum gangbrautarljósum og svo mislægum gatnamótum þót Dagur B. segi að þeirra tími sé liðinn í Reykjavík? Á maður að trúa því að þessi umferðarstefna og byggðaþétting verði endurkosin eftir örfáa mánuði?
Stendur ekki eftir að samgöngustjórinn útskýri hversvegna þessum gríðarlegu fjárhæðum var eytt á síðasta ári ef þetta var aðeins til bráðabirgða og án sjáanlegs umferðarárangurs?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2018 | 07:52
Óli Björn
er að væla í Mogganum um gengisleysi Íhaldsins í Reykjavík og fyrirsjáanlegt áhrifaleysi í næstu regeringtíð Dags.
Óli Björn er að darka á Alþingi sem formaður é efnahags-og viðskiptanefnd. Heldur langar óskalistaræður þar sem fáir taka eftir né marka svo orð sé á gerandi. Hann hefur hinsvegar heilmikið að segja um Borgarmálefni.
Af hverju í andskotanum býður hann Óli Björn sig ekki fram til forystu þar? Ef hann fellur þá hefur ekkert skeð.Hann kann þetta allt og getur þetta líka og er sannur Sjálfstæðismaður með ferilskrá sem allir vita.
Út í djúpu í laugina Óli Björn í stað þessa að vera einhver vesæll og vælandi aukaþingmaður þar sem þinn frami hjá Bjarna verður fyrirsjáanlega enginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2018 | 16:39
ICBM
var mér tamt hugtak fyrir svona hálfri öld síðan. Þá starfaði ég hjá Almannavörnum á hápunkti kalda stríðsins þegar hættan af kjarnorku árás Rússa á Ísland var raunveruleg.Við héldum þá að aðeins Keflavíkurflugvöllur væri á skotmarkaskrá en kunningi minn fékk það staðfest í Moskvu að Reykjavík var einnig ákveðið skotmark fyrir held ég 2 megatonna bombu.
Þá var engin leið til að verjast ICBM (Milliheimsálfaflugskeyti) þegar þau voru komin á loft. Það er heldur ekki hægt svo vitað sé enn þann dag í dag)
Árin liðu og nú er hættan ekki lengur talin koma mest frá Rússum.
Nú eru óvitar komnir með eldspýtur. Kim Jong Un er einræðisherra Norður Kóreu. Hann sá hvernig fór fyrir Saddam Hússein. Með því að hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin sér hann leið til að sér verði ekki steypt af stóli. Fleiri slík óargadýr munu geta fylgt á eftir víða um heim, til dæmis í Íran, Pakistan eða Kína.
Nái hann Kim að skjóta bara einu ICBM á loft sem er miðað á Bandaríkin líða ekki margar mínútur þangað til að kjarnorkustyrjöld er hafin. Mörg megatonn verða líklega óhjákvæmilega á leiðinni til Norður Kóreu. Það er ólíklegt að Bandaríkin bíði með gagnárás eftir að hafa horft á eftir ægilegu tjóni á sínu landi og fólki.
Mikið af þeim sprengingum verða jarðsprengingar en aðrar loftsprengingar og hugsanlega neutronusprengingar. Þær fyrstnefndu þyrla banvænu geislavirku úrfelli upp í háloftin sem munu drepa flest kvikt á stórum svæðum í kring um gereydda Norður Kóreu. Vandamálin af rotnun dauðs lífmassa milljóna manna eg dýra eru ófyrirsjáanleg. Mannfjöldinn sem ferst verður ekki talinn í milljónum heldur stóru margfeldi af því fljótlega og dýralíf ekki í minni fjölda. Skordýrin, vírusar og sóttkveikjur munu hinsvegar líklega lifa af í miklum mæli.
Eftir þetta mun fylgja sólarlaus kjarnorkuvetur í marga mánuði með fimbulkulda sem mun drepa milljónir í viðbót úr harðrétti og hungri.
Slíkur er máttur þessa eina manns Kim Jong Un og meðreiðarsveina hans til að tortíma. Og hann hugsar líklega ekki öðruvísi en Adolf Hitler sem sagði í Apríl 1945 að Þýskaland væri ekki vert þess að fá að lifa án sín og skipaði að öllu skyldi eytt áður en landið yrði hernumið. Albert Speer hætti lífi sínu með þvi að segja honum á lokadögunum að hann myndi ekki hlýða þessari skipun.Og Adolf lét gott heita. Hvað finnst Kim Jong Un sinni útför og endalokum hæfa?
Hættan af Kim er raunveruleg því að þessi maður er ekki eins og fólk er flest.
Hann á ICBM Hwasong-4 sem nær til Bandaríkjanna á hálftíma frá skoti. Líklega óstöðvandi hafi Bandaríkjamenn ekki þegar vald yfir tölvukerfum hans sem hugsanlegt er þó ekkert sé um það vitað með vissu.
Það getur liði langur tími þar til að jörðin rís aftur upp iðjagræn eins og lýst var í Ragnarökum Surtsloga. Jafnvel hundruðir ára. Offjölgunarvandamál mmannkynsins hefur þó allavega vikið til hliðar um stund.
ICBM er sem fyrr rauunveruleg ógn sem vofir yfir yfir mannkyninu öllu eins og var fyrir hálfri öld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2018 | 15:00
Borgarlínubullið
æðir áfram í átt til endurkjörs Dags B. í Borgarstjórastólinn.
Málsmetandi menn eins og Þórarinn Hjaltason, Trausti Valsson og nú síðast frosti Sigurjónsson hafa birt athugasemdir við talanturna Dags.
Frosti skrifar nú síðast ágæta grein um málið. Þar eru margir góðir punktar:
"Það stenst ekki að Borgarlína sé hagkvæm samgöngubót
Kostnaður við Borgarlínu er áætlaður 70-150 milljarðar en fyrir þvílíka upphæð væri hægt að gera margt annað og áhrifaríkara til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.Þetta er ótrúlega stór fjárfesting sem mun hafa slæm áhrif á afkomu allra íbúa á svæðinu. Sé fjárhæðinni deilt á þau 85 þúsund heimili sem eru á svæðinu leggjast 0,8-1,8 mkr á hvert heimili.Þá er ekki meðtalinn sá fórnarkostnaður sem felst í því að akreinar sem búið er að fjárfesta verulega í á liðnum árum verða færðar undir borgarlínu auk þess sem bílastæðum og grænum svæðum verður fórnað. Borgarlínan mun t.d. leggjast þvert yfir Keldnaholtið sem nú er grænt svæði. Ekki má heldur gleyma þeirri miklu röskun á umferð sem fylgir svona framkvæmdum við umferðaræðar og standa munu í 10-15 ár.
Það mun vera forsenda fyrir rekstri Borgarlínu að áhugi almennings á að ferðast með almenningsamgöngum þrefaldist frá því sem nú er. Nú eru aðeins 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með strætó en hlutfallið þarf að ná 12% svo dæmið gangi upp. Ef þessi forsenda bregst gæti rekstrartap Borgarlínu numið milljörðum árlega.
Það er rangt að Borgarlína stórauki flutningsgetu samgöngukerfisins
Það er sáralítil eftirspurn eftir þeirri tegund flutningsgetu sem Borgarlínan býður. Það er lítið gagn í því að hálftómir Borgarlínuvagnar hringli um leiðarkerfið. Hins vegar er öruggt að sú tegund flutningsgetu sem nú er mjög eftirsótt mun skerðast verulega þegar akreinar sem nú nýtast fólksbílum verða helgaðar Borgarlínu. Borgarlínan mun því auka umferðarteppu á álagstímum en ekki draga úr henni.
We also recommend a strong enforcement of supporting measures required to boost the passenger potential . .prioritising the public transport at the expense of the car traffic, restrictive parking policy and strategy.
Í lauslegri þýðingu telja COWI alveg nauðsynlegt að grípa til fremur ógeðfelldra þvingunaraðgerða til að ná upp nægum farþegafjölda í Borgarlínu. Meðal annars er lagt til að almenningsvagnar fái forgang í umferðinni á kostnað fólksbíla auk aðhaldsamrar stefnumótunar í bílastæðamálum.
Það er misskilningur að Borgarlína sé vistvænni en rafbílar
Slit á vegum eykst einnig í veldisfalli af öxulþunga og er talið að ein ferð í borgarlínuvagni slíti vegum þúsundfalt á við eina ferð í léttum rafbíl. Meira slit kallar á meira viðhald gatna og olíunotkun.
Mannvirkjagerð fyrir Borgarlínu er gríðarlega orkufrek og veldur miklum útblæstri gróðuhúsalofttegunda. Mannvirkin munu ekki nýtast öðrum en þeim örfáu sem nota Borgarlínuna. Í því felst sóun. Rafbílar geta hinsvegar nýtt til fulls þau mannvirki sem eru nú þegar til staðar.
Borgarlína eykur ekki lífsgæði íbúa, hún skerðir þau
Borgarlínan mun að mestu verða borguð af íbúum á svæðinu. Meðalheimili mun því þurfa að leggja út 1-2 milljónir króna í stofnkostnaðinn. Verði tap á rekstri Borgarlínu gæti þáttur hvers heimilis í tapinu numið tugum þúsunda til viðbótar um ókomin ár. Flest heimili munar um milljónir. Hjón sem hafa samtals 200 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði þurfa að fórna afrakstri 5-10 mánaða vinnu í Borgarlínuna. Slík útgjöld geta þýtt verulega skerðingu á lífsgæðum.
Þeir sem meta tíma sinn mikils munu því forðast að nota Borgarlínu nema yfirvöld grípi til aðgerða til að minnka þennan mikla tímamun. Auðveldasta leiðin, er sú sem COWI leggur til, felst í því að tefja þá sem vilja nota fólksbíl. Það er gert með því að fækka akreinum fyrir bíla sem eykur líkur á umferðartöfum og fækka bílastæðum sem þýðir að fólk getur ekki lagt eins nálægt áfangastað. Það er ótrúlegt að borgarstjóri og sveitarstjórar telji slík áform auka lífsgæði íbúa.
Tefjist 100.000 íbúar á vinnu- og skólaaldri um 15 mínútur á dag vegna þessara áforma tapast hátt í 1 milljón vinnudaga á ári. Ef við verðleggjum hvern 8 tíma vinnudag á 12.000 kr. jafngildir tímasóunin um 12 milljörðum á ári. Auðvitað væri þetta ekki allt vinnutap en sóunin væri engu að síður gríðarleg og myndi bitna á íbúum með ýmsum hætti.
Fækkar Borgarlína umferðarslysum?
Það er fullyrt að Borgarlína fækki umferðarslysum ég hef reyndar ekki skoðað í hverju það felst. En það blasir samt við að í Borgarlínuvagni fær aðeins ökumaðurinn bílbelti. Farþegarnir munu sitja lausir í sætum eða standa meðan vagninn er á ferð. Þetta er hættulegt fyrirkomulag enda geta farþegar slasast mjög illa við það eitt að vagn hemlar skyndilega svo ekki sé talað um lendi vagn í árekstri. Það er skrýtið að farþegar þurfi ekki að sitja spenntir í sætum á meðan vagn er á ferð. Kannski er ástæðan sú að afköst Borgarlínu minnka allt of mikið því stoppin tækju þá mun lengri tíma. Hér er því öryggi farþega fórnað í hagræðingarskyni.
Farþegar í einkabílum eru hinsvegar ávallt með spennt bílbelti. Það er því alls ekki augljóst að það sé öruggari ferðamáti að ferðast með Borgarlínuvagni en fólksbíl.
Lækkar Borgarlína byggingarkostnað?
Því er haldið fram að byggingarkostnaður geti lækkað með tilkomu Borgarlínu. Líklega vegna þess að íbúi nálægt biðstöð þurfi síður að eiga bíl og því þurfi að gera færri bílastæði og þannig lækki byggingakostnaður.
Á móti vegur að Borgarlína krefst þess að byggð verði þétt umhverfis línuna svo hún geti borið sig en það er yfirleitt dýrara að byggja þétt en strjált.
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur einnig sagt að hann vilji leggja sérstakt innviðagjald á þær íbúðir sem byggðar verða nálægt Borgarlínu.
Það er því alls ekki öruggt að hin meinta lækkun byggingarkostnaðar verði til staðar eða skili sér til kaupenda.
Eftirspurn eftir Borgarlínu er allt of lítil
Það má vera að Borgarlína sé velkomin viðbót í stórborg þar sem eftirspurn eftir almenningssamgöngum er mikil og vaxandi. Það er hins vegar mjög langt frá því að slík eftirspurn sé fyrir hendi hér. Hlutfallsleg notkun almenningsvagna hefur farið minnkandi hér þrátt fyrir mikla aukningu á framboði Strætó og stórkostlega fjölgun ferðamanna. Fyrir þessu eftirspurnarleysi geta verið margar góðar og gildar ástæður t.d. óstöðugt veðurfar.
Borgarlínuáform eru þegar úrelt vegna nýrrar samgöngutækni
Trúlega er meira en áratugur síðan hugmyndir um Borgarlínu tóku að mótast. Á þeim tíma voru vistvænir rafbílar enn fjarlægur draumur. Áratug síðar eru rafbílar í þúsundatali á götum borgarinnar og þeim fjölgar hratt. Ekkert er fjallað um þessa byltingu í greinargerðum um Borgarlínu. Það hlýtur þó að skipta verulegu máli að rafbílar munu leysa þann mikla mengunarvanda sem Borgarlínan átti að leysa að einhverju leiti.
Önnur bylting í samgöngum er fyrirsjáanleg þótt ekkert sé um hana fjallað í áformum um Borgarlínu. Undanfarin ár hafa bílaframleiðendur og tæknfyrirtæki fjárfest af miklu kappi í þróun bíla sem ekki þurfa ökumann. Stefnt er að því að flotar sjálfstýrðra hagkvæmra og vistvænna leigubíla muni keppa við einkabílinn, leigubíla og almenningsvagna. Færri munu kjósa að eiga bíl, því það verður alltaf hægt að fá ódýrt skutl með sjálfstýrðum leigubíl. Eftirspurn eftir almenningsvögnum mun því skreppa saman en ekki aukast.
Það gæti orðið hagkæmara fyrir sveitarfélög að hætta rekstri almenningsvagna en niðurgreiða þess í stað akstur með sjálfakandi bílum. Þessir 70-150 milljarðar sem fyrirhugað er að binda í Borgarlínu verða þá engum til gagns. Það mun að auki þurfa að leggja milljarða í að fjarlægja nýbyggðar borgarlínubiðstöðvar, farga stórum borgarlínuvögnum og opna á nýjan leik borgarlínuakreinar fyrir almennri umferð.
Bylting sjálfstýrðra bíla er mun lengra komin en flestir gera sér grein fyrir. Nú þegar hafa sjálfstýrðir bílar ekið milljónir kílómetra í almennri umferð. Ríki og borgir keppast við að lögleiða akstur slíkra bíla og vilja vera leiðandi í innleiðingu á þessari nýju tækni sem getur fært íbúum ómældan ávinning.
Það er verið að prófa sjálfakandi bíla í vetrarakstri og við margvíslegar aðstæður. Tæknibúnaðurinn sem til þarf verður sífellt öflugri og ódýrari. Nokkrir leiðandi bílaframleiðendur áforma að afhenda fyrstu sjálfstýrðu bílana til kaupenda árið 2021. Sjálfakandi bílar munu því verða algengir á götum Reykjavíkur mörgum árum áður en Borgarlínan verður fullbúin. Hér er myndskeið frá Waymo, dótturfyrirtæki Google sem sýnir hve langt tæknin er komin.
Það þarf reyndar ekki neina sjálfstýrða bíla til að sýna fram á að Borgarlína getur aldrei staðið undir þeim væntingum sem borgar- og sveitastjórar hafa til hennar. Borgarlína er alls ekki hagkvæm samgöngubót. Borgarlína er ekki vistvænni en almennir rafbílar og Borgarlína mun ekki auka lífsgæði íbúa á svæðinu en hún mun gera þá alla töluvert fátækari bæði í tíma og peningum.
Áformin um Borgarlínu eru orðin úrelt og þau virðast gerð án hliðsjónar af nýrri samgöngu tækni. Þau taka hvorki tillit til þess að vistvænir rafbílar eru komnir til að vera né þess að brátt verða rafbílar sjálfstýrðir.
Borgarlínuverkefnið er engu að síður alveg á fullri ferð, fast á einhverri sjálfstýringu. Eina vonin er að einhver sýni frumkvæði og grípi í neyðarhemilinn áður en tjón íbúa á svæðinu fer að teljast í tugum milljarða."
Frosti hefur lög að mæla um Borgarlínubullið.
8.1.2018 | 14:46
Sjálfkeyrandi bílar
og öll sú umræða finnst mér næsta furðuleg. Það er eins og að allir vilji sjálfkeyrandi bíla án þess að það hafi verið kannað?
Ég og áreiðanlega ýmsir aðrir viljum fá að keyra sjálfir af því að við erum með bíladellu. Það er kannski þægilegt fyrir einhvern sem er búinn að smakka það að geta hringt á sjálfkeyrandi bíl eins og leigubíl. En ég myndi ekki kaupa mér sjálfkeyrandi bíl nema maður geti stillt hann á sjálfan sig eftir vali. Það væri flott að geta farið í gleðskap á bílnum og stillt hann svo á auto þegar maður er orðinn fullur og vill fara heim. Brunað í bílnum sínum heim og gefið löggunni langt nef af því að hann keyrir sjálfur og maður situr afturí.
Sjálfkeyrandi bíll gæti verið sniðugur við vissar aðstæður.
8.1.2018 | 08:36
Frosti og Borgarlínan
hafa nú tengst með afgerandi hætti með því að Frosti stígur fram og bendir á þær fjárhagslegu afleiðingar sem draumórar Dags B Eggertssonar munu hafa fyrir fjárhag heimilanna í Borginni.
Það eru þegar komnar upp raddir um að Frosti verði næsti Borgarstjóri. Íhaldið er enn að leita að leiðtoga. Frosti var að vísu Framsóknarmaður síðast en hvað um það. Finnist ekki aðrir hreinræktaðri, því ekki það?
Borgarlínan, óábyrg skuldasöfnun góðæri, óstjórn og óreiða allstaðar, ofvöxtur í pappírsdeildum ráðhúsinu. Er ekki af nógu að taka?
Frosti og Borgarlínan er eitthvað sem um er að tala.
7.1.2018 | 18:49
Fáránlegt
er það af forsætisráðherra að fara með lúkurnar ofan í ríkiskassann til að borga fólki utan úr bæ fyrir ráð um það hvernig eigi að fá fólk til að elska Alþingismenn sem eru búnir að glata allri tiltrú kjósenda fyrir aulahátt, illt innræti, sérgæsku og siðferðisbresti.
Al Capone gaf fé til mannúðarmála og mörgum varð minna í nöp við hann fyrir. Hann fór ekki fyrst ofan í vasann hjá þiggjendunum til að gefa þeim féð aftur eða skar rófuna af hundunum til að gefa þeim að éta eins og nú á greinilega að gera.
Hver á að bæta laskaða ímynd íslenskra stjórnmálamanna aðrir en þeir sem hafa dregið hana niður í svaðið? Geta keyptir ímyndarfræðingar lagað stöðuna nægilega svo þeir sjálfir geti haldið áfram að sukka og darka í svínaríi? Eru það bara gömlu og reyndu stjórnmálamennirnir eins og Katrín sjálf sem bera uppi álit almennings? Bera nýliðar á þingi enga ábyrgð á áliti almennings á Alþingi? Munu störf þeirra engu breyta?
Er þetta ekki aldeilis fáránleg ráðstöfun?
7.1.2018 | 13:02
Stóra Bomban
sprungin hjá krötum í Bandaríkjunum. Þeir eru búnir að finna sína hliðstæðu við gamla íslenska pólitík í gervi kvenlæknis í Cleveland. En hún er búin að gefa út sína útgáfu af gömlu íslensku bombunni sem varpað var á Jónas frá Hriflu.
Jónas var eins og Dónald alger reglumaður og atorkumaður með eindæmum. Það líkaði ekki þeim sem fyrir urðu athafnasemi og stjórnsemi hans. Þeirra ein von var að reyna að fá Jónas úrskurðaðan geðveikan með því að siga á hann læknum heim til hans á Hávallagötu.
Demókratar hafa loksins fattað að leita til Íslands að fyrirmyndum í pólitík sinni gegn Trump. En þeir hafa ekki athugað að svona bombur geta sprungið í andlitið á sprengjumönnum sjálfum eins og í tilfelli Jónasar sem brást hart við að sjálfsögðu og rak einhverja lækna úr embættum sem vonlegt var.Allavega var hann keikur eftir um sinn þar til að hans eigin flokksmenn sviku hann eins og venja er í pólitík.
Jónas var skemmtilegur harðjaxl eins og Ólafur Thors. Jónas fór eitt sinn að stríða Ólafi á því að hann hafi fengið lágar einkunnir á stúdentsprófi rétt eftir að Stóra bomban hafði sprungið. Þá sagði Ólafur : "Æ blessaður Jónas, það var ekkert að marka því þær voru byggðar á dómum sérfræðinga!".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko