19.1.2012 | 08:53
Besserwissers
finnast mér þeir vera sem standa að nýjum tillögum til skotvopnalaga. Af því tilefni setti ég skrifelsi í Morgunblaðinu:
"Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi að nýjum lögum um vopn, sprengiefni og skotelda sem koma eiga í stað vopnalaga nr. 16/1998. Reynslan af gildandi lögum hefur ekki verið að öllu leyti góð en af þeim hefur hlotist nokkur óvissa og ágreiningur.«
Þessi fullyrðing er sett fram sem almenn yfirlýsing af hálfu ríkisvaldsins án þess að rökstuðningur fylgi. Af hvaða mannanna lögum er að öllu leyti góð reynsla? Hvaða slæma reynsla liggur fyrir af núgildandi lögum? Hvað er að öllu leyti gott?
»Sjálfvirk og hálfsjálfvirk skotvopn, að undanskildum hálfsjálfvirkum eða handhlöðnum fjölskota haglabyssum með skothylkjahólfum fyrir aðeins tvö skothylki, verða með öllu bönnuð.«
Hvað reynsla af núgildandi lögum verður þess valdandi að þetta ákvæði er sett inn?
Er þetta vegna þess að í Noregi voru framin skelfileg voðaverk með hálfsjálfvirkum vopnum? Var ekki líka áburður notaður í sprengjur? Er þetta vegna þess að fréttir berast af því að útlend glæpagengi, sem eiga hingað greiðan aðgang vegna EES- og Schengen-samningsins, eru sögð vera farin að bera vopn? Er það næg ástæða til að banna öllum heiðarlegum Íslendingum sem ekkert hafa af sér brotið að eignast slík vopn með þeim skilyrðum sem gilt hafa?
Það eru hundruð af byssuáhugamönnum, skotíþróttamönnum og söfnurum á Íslandi sem fara með byssur eins og sjáaldur auga síns. Byssusmíði er listgrein sem menn hafa áhuga á af sömu ástæðum og öðrum fögrum listum. Menn eru að skjóta úr þessum gripum sínum í íþróttaskyni, á hátíðarstundum í skotfélögum sér til ánægju og til veiða. Sumar byssur eru sjaldnar eða aldrei notaðar. Aðrar eru oft á íþróttaæfingum skotfélaga. Við Íslendingar eigum afburða íþróttamenn í skotfimi. Eigum við að leggja stein í þeirra götu? Treystum við þeim ekki?
Dettur einhverjum í hug að banna olíuliti þó að í þeim sé svo mikið blý að það geti verið hættulegt. Á sérsveit lögreglunnar eða Landhelgisgæslan að takmarkast við aðrar vopnategundir en hálfsjálfvirkar? Hvað hefur breyst allt í einu sem fær innanríkisráðherra til að ryðjast fram með úrelt mál sem þetta frumvarp til nýrra vopnalaga?
Hvert er verið að fara með þessari tillögu? Er hún unnin af þekkingu á skotvopnum? Álítur semjandinn hálfsjálfvirka 22 cal byssu, riffil eða hlaupstutta skammbyssu, jafngilda 45 calibera byssu? Er ekki tvíhleypt haglabyssa mun hættulegri í návígi en skammbyssa? Hvers vegna koma svona tillögur upp með reglulegu millibili hér á Íslandi? Hvers vegna eiga svona tillögur svona auðvelda og órökstudda leið upp í efstu lög stjórnsýslunnar? Hverjir er höfundar að þessum endurteknu tillögum?
Hérlendis stundar fjöldi manna Ólympíuskotfimi með skammbyssum. Allar keppnisbyssur þeirra íþróttamanna verða að vera hálfsjálfvirkar þar sem keppandi tekur ekki alltaf niður byssuna þegar hann er búinn að miða af ýtrustu einbeitingu. Þetta eru oft sérsmíðuð tæki og svo klunnaleg að það yrði hlegið að þeim í hasarmynd eftir Baltasar. Skotíþróttamenn stunda keppnir með margvíslegum byssum. Ekki er mér kunnugt um vandræði vegna þessa og hef þó verið viðriðinn skotíþróttir í áratugi. Og kynnst mörgu úrvalsfólki og íþróttamönnum og konum innan þeirra raða.
»Skotvopn og sprengiefni eru hættuleg og almenningur verður að geta treyst því að óhæfir einstaklingar fái ekki leyfi skv. frumvarpinu.«
Hvaðan kemur svona almennt slagorð? Hvaða rök liggja að baki? Er þetta ástand eitthvað öðruvísi núna en verið hefur?
Hefur orðið tjón af byssusöfnurum eða skráðum hálfsjálfvirkum vopnum? Í mínu næsta nágrenni var eitt sinn framið óhugnanlegt morð með skrúfjárni. Á að banna skrúfjárn? Var ekki líka klaufhamar notaður sem morðvopn? Á að banna þá? Því miður er illskan ekki alltaf vönd að meðölum. Því miður eru til vondir menn. En þeir góðu eru sem betur fer mun fleiri.
Glæpamenn verða alltaf til. Meðal okkar er í dag því miður núna fólk sem á eftir að fremja morð. Við vitum ekki hvaða aðstæður munu leiða til þess. En því miður getum við ekki afstýrt framtíðinni. Þaðan af síður breytt fortíðinni. Flest verða þessi morð ekki framin nema í hita augnabliksins. Menn afla sér yfirleitt ekki sérstakra vopna í þeim tilgangi að fremja morð. Og ef einhver vill ná sér ólöglega í hálfsjálfvirkt skotvopn, þá er er það ekki óleysanlegt mál og hefur aldrei verið. Líka eiga Íslendingar góða smiði sem geta smíðað næstum hvað sem er. Sumir þeirra hafa sérstakt yndi af því að smíða byssur.
Hvort er betra að byssur séu skráðar á ábyrga einstaklinga og litið sé eftir geymslu þeirra og meðferð eða að byssueign verði neðanjarðar? Hvaðan kemur þessi trú á höft og bönn?
Er eitthvað sérstakt annað sem réttlætir þessar tillögur hæstvirts innanríkisráðherra?"
ER þetta ekki enn eitt dæmi hvernig lög verða til fyrir það eitt að einhverjum "útí bæ" finnst eitthvað og segir það í almemnnum orðum að eins og að reynslan "sé ekki að öllu leyti góð". Og Alþingi skrifar undir í hugsunarleysi vegna sjálfvirkarar trúar sinnar á þessa "Besserwissara"
18.1.2012 | 08:44
Ögmundur og eftirá séð
hugsanir hans sem fram koma í hreinskilinni grein hana í Morgunblaðinu í gær neyddu mig til að hugsa til baka og velta fyrir mér hvaða ábyrgð ég sjálfur beri vegna þess að hafa þagað of mikið um sumt og veitt þvi þannig þegjandi samþykki.
Ég var ákaflega andvígur sölu Símans og Póstþjónustunnar á sínum tíma. Ég taldi þá og tel enn að vissir þættir samfélagsins eigi að vera í opinberri eigu.Dómsvaldið, fjarskipti að grunngildi, vegagerð, hafnarstjórn, flugvallastjórn, menntakerfið, póstþjónusta, löggæsla, fangelsismál,vegabréfaútgáfa, bifreiðastjórnun, auðlindastjórnun. Ég lét þetta í ljós opinberlega en rödd mín var mjóróma og féll ekki í tíðarandann.Ég veitti ekki næga andspyrnu. Ég hefði getað gert betur þó það hefði sjálfsagt ekki breytt neinu svona eftirá séð.
Ögmundur rekur hvert einkavæðing grnnþátta leiddi okkur. Nú til baka litið vildi ég auðvitað segja mér til upphafningar;" Ég sagði ykkur það líka en þið hlustuðuð ekki." Nú er Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur dæmdur af þessu og allir félagar í flokknum stimplaðir óalandi og óferjandi vegna þess sem af vissum grunnmistökum leiddi. En það er ekki svo í mínum huga að Sjálfstæðisstefnan hafi breyst eða brugðist, þó að í stjórnartíð okkar flokks hafi verið gerð viss mistök sem allir flokksmenn voru síður en svo ánægðir með.
Nú erum við biturri reynslunni ríkari. Væntanlega höfum við öll lært eitthvað eftirá séð.En við Sjálfstæðismenn höfum ekki fengið frekari trú á sósíalismann eða hafta-og ofstjórnarkenningum vinstri manna. Ég hef ekki tapað trúnni á nauðsyn verðtryggingar sparifjár á verðbólgutímum þó það sé ekki í móð lengur. Ég hef heldur ekki tapað áttum á eðli verðtryggðra langtímalána og samhengi við hið fyrra þó að skoða megi aðferðir betur.
Ég hafði gott af því að lesa grein Ögmundar um það liðna svona eftirá séð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2012 | 08:36
Evran og krónan
var til umræðu hjá Helga Hjörvar og Tryggva Þór Herbertssyni á Bylgjunni rétt áðan.
Helgi lofaði mönnum 3.5 % vöxtum á húsnæðislánum ef menn tækju up Evru.Tryggvi sagði hinsvegar að góð hagstjórn væri forsenda fyrir hvaða gjaldmiðli sem er. Hann minnti á reynslu Grikkja sem hefðu kastað drökmunni sem var þá elsti gjaldmiðill í heimi með 2500 ára sögu. Á tíu árum væri Grikkland komið í öngþveiti með Evrunni. Helgi vísaði þessu vanda Grikkja alveg á bug sem tengjast okkar vanda og sagði að við ættum ekki að bera okkur saman við Grikkland heldur þróaðri þjóðir. Tryggvi benti á að andstaða við upptöku Evru væri aldrei meiri í Danmörku en núna. Norðurlönd hefðu verið búin að ganga í gegnum bankakreppur áður en við lentum í okkar.
Tryggvi sagði að Helgi og hann væru nú í nefnd til að kanna með hvaða ætti menn gætu komist út úr verðtryggingunni íslensku. En góð hagstjórn væri forsenda alls árangurs í efnahagsmálum. En Helgi einblíndi á Evruna sem fyrr sem lausnina á öllum vandamálum vaxta og verðtryggingar.
3.5 % lán Í Evrum á Íslandi er ólöglegt. Enda er það verðtryggt í þeim skilningi þar sem það miðar við gengi erlends gjaldmiðils.Verðtryggt lán er löglegt lánsform. Hefur þá Evran aðeins eitt gengi að mati Helga? Tryggvi var ekki ekki í vafa að Evran væri ekki öðruvísi en aðrir gjaldmiðlar. Þeir gætu aldrei orðið öðruvisi en hegðun þjóðar. Tryggvi kallar þjóðarhegðun hagstjórn en Helgi vék ekki að þessu. En auðvitað er Tryggvi í ábyrgum stjórnmálum og verður því að fara í kringum staðreyndir málsins þó að hann viti betur. Helgi Hjörvar gefur færri hagfræðilegar skýringar aðrar en að krónunni sé kastað og evran leysi allan vanda allra og er þar með trúr eina stefnumáli síns flokks.
Setjum sem svo að við værum komnir með Evru og 3.5 % húsnæðisvexti.Við völd er hægri stjórn sem nýtur ekki stuðnings ASÍ. Segjum að olíuverð hækki, og matvara líka. Virðisaukaskattur á matvæli sé hækkaður til viðbótar þannig að framfærslukostnaður hafi stórhækkað. Verkalýðshreyfingin vill fá leiðréttingar. Verkfall knýr fram taxtahækkanir. Þá kemur væntanlega til kasta hagstjórnarinnar sem Tryggvi talar um. Hvernig hún fer fram er líklega betra að Tryggvi skýri sjálfur. Sjálfsagt spila stýrivextir Seðlabanka hér inní í hugarheimi hagfræðinga og fleiri hliðarráðstafanir og bandormar á Alþingi.
Við höfum öll upplifað þessa hluti áður. Verkalýðsbaráttu, verðbólgu og hagstjórnartilraunir Seðlabankans í framhaldi af því.Stilla hitastillirinn á kulda eftir að hitinn er orðinn óbærilegur. Við getum reynt að víxla röðinni á þessu politískt en þá verðum við að fá Tryggva og Helga saman í stjórn til að sætta fólkið við kjaraskerðingar, sem voru kallaðar gengisfellingar í Den.
Þjóðverjar hafa ekki fundið leið til að framkvæmda almennar kauphækkanir í Evrum svo að það verður vandaverk fyrir Helga Hjörvar að koma með aðferðir til þess. Það verður líka erfitt fyrir Tryggva Þór að útskýra hverskonar hagstjórn þarf til við þær aðstæður.
Það er sama hvort við höfum Evru eða krónu. Þær æxlast ekki kynlaust frekar en spendýr.
16.1.2012 | 08:14
Misnotkun atvinnuleysisbóta
er orðin að meinsemd í þjóðfélaginu.
Hver einasti maður þekkir til misferlis í sambandi við töku atvinnuleysisbóta. Menn komast upp með það að tilkynna fyrir hvern annan með mikilli hugkvæmni. Menn vinna svart á kvöldin en eru atvinnulausir á daginn. Eftirlitsmennirnir segjast ekki mega vinna yfirvinnu þannig að þeir geta ekki litið eftir því að heilu verkstæðin opni ekki fyrr en eftir kvöldmat.
Á kreppuárunum hræðilegu voru klæðlitlir menn sendir austur í Flóa til að grafa skurði í frostum í atvinnubótavinnu eins og það hét þá. Enginn vill endurtaka slíkt. En að finna engin úrræði fyrir atvinnulausa önnur en að afhenda þeim ölmusur og vísa þeim svo á Guð og gaddinn er heldur ekki gott. Með því lagi erum við líka að koma hópum fólks uppá það að lifa með atvinnuleysi sem lífsstíl. Þessi lífstíll mun auðveldlega ganga í erfðir í heilu fjölskyldunum. Börnin alast upp til að verða "kerfisfræðingar" í þeim skilningi.
Það er hræðilegt fyrir marga að fá engin verkefni til að vinna að. Að finna það að maður sé ekki gjaldgengur lengur, ekki matvinnungur eins og maður var alinn upp til að vera.
Af hverju eru fullfrískir atvinnulausir ekki látnir vinna gagnleg störf fyrir samfélagið. Gæta að hegðun fólks í úniformeðaðri almannagæslu? Berjast gegn veggjakroti, og hreinsa? Fylgjast með innbrotsþjófum um nætur? Verða að viðurkenndri stærð í þjóðfélaginu með stolti yfir því að gera gagn. Allt annað en bara að lifa á ölmusum.
Við gamlingjarnir getum auðvitað áfram étið það sem úti frýs því við erum úrrhrök samfélagsins sem enginn vill nýta til neins. Við erum yfirleitt álitnir vitleysingar eftir 67 ára aldurs og er bannað að vinna þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga.Það er helst talað við okkur eins og ketti. Viiill hann eeeeeki tvíböööku?. Ef við gamlingjar getum ekki fundið okkur viðfangsefni sjálfir er öllum fjandas sama um okkur. Þess heldur getum við skilið vandmál hinna yngri sem lenda í stöðu þess að verða nokkurskonar óþegnar í samfélaginu, óhreinu börnin hennar Evu, hinir "líkþráu" sem enginn vill snerta.
Tilgangsleysi í lífinu er hroðaleg tilfinning fyrir margan manninn. Misnotkun atvinnuleysisbóta er því miður hvati á þeirri vegferð.
15.1.2012 | 22:15
Vaðlaheiðargöng auðvitað
strax til að bæta atvinnuástandið. Það er komið gott boð í verkið og sjálfsagt að drífa í þessu.
Það er verið að deila um það hvaða ár framkvæmdafélagið afhendi þjóðinni verkið til fullrar eignar. Hvaða máli skiptir það fyrir okkur sauðsvarta? Mér verður alveg sama hver á þessi göng eða hversu lengi. Alveg eins og Hvalfjarðargöngin. ég keyri þau ef mér sýnist svo. Aðalatriðið er að ég geti keyrt undir Vaðlaheiðina og borgað vegatollinn. Ef tollurinn er of hár þá fer ég Víkurskarðið. Svo einfalt er það.
Vegatolla á öll göng í landinu á jafnræðisgrundvelli! Vaðlaheiðargöng auðvitað strax!
14.1.2012 | 19:17
400 þúsund bílar !
...Nærri 400 þúsund bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári, mun fleiri en gert var ráð fyrir þegar gerð ganganna var undirbúin. Þessi fjöldi bendir til þess að um milljón manns hafi farið um göngin, fram og til baka, á árinu.
Hversvegna borga þessir bílar ekki veggjöld? Voru þessi göng grafin ókeypis? Til hvers eru menn að rífast yfir því hvenær Vaðalheiðargöng hafi borgað sig og hvenær þau verði afhent ríkinu til eignar? Hvaða máli skiptir ártalið í þúsund ára sögu þjóðarinnar?
Hvað fóru margir um Vestfjarðagöng? Hvað voru greidd mikil veggjöld þar?
Hversvegna eru Norðfjarðargöng ekki grafin strax? Er það af því að það finnast ekki peningar til að grafa þau notendum að kostnaðarlausu? Hvaða lögmál gildir þar?
Hvervegna slógum við hendinni á móti til dæmis hálfum milljarði upp i framkvæmdakostnað í Héðinsfirð? Af hverju eru sum jarðgöng ókeypis en önnur ekki?
400.000 bílar ?
13.1.2012 | 10:45
Flóttamenn og hælisleitendur
Directive 2008/115/EC of the European Parliament and of the Council |
of 16 December 2008 |
20 gr. þeirrar tilskipunar hljóðar svo:
1 Member States shall bring into force the laws, regulations and administrative provisions necessary to comply with this Directive by 24 December 2010.In relation to Article 13(4), Member States shall bring into force the laws, regulations and administrative provisions necessary to comply with this Directive by 24 December 2011. ... " (Aðildarríkin skulu samþykkja lög og stjórnsýslufyrirmæli til að hlýða þessari tilskipun eigi síðar en 24. desember 2010 , og fullgilda eigi síðar en 24. desember 2011. "
Í þessari tilskipun er mælt fyrir um hvernig skuli staðið að því að endursenda ólöglegt fólk frá þriðja landi.
Nú virðumst við Íslendingar yfirleitt kaþólskari en páfinn þegar kemur að því að taka upp reglur Evrópusambandsins eins og um uppskiptingu orkufyrirtækjanna til stórs ógagns fyrir þjóðina og JAR reglurnar í flugi, sem eru að eyðileggja tilvist einkaflugs í landinu. En þegar kemur að flóttamönnum og vegabréfafölsurum þá er annað uppi á teningnum. Það rísa upp sjálfskipaðir stuðningsaðilar að hætti "konunnar í Vesturbænum" til að skjóta slíku fólki undan réttvísinni og yfirvöld láta sér lynda að hinn eftirlýsti bara finnist ekki.
Við heyrum undir tilskipun Evrópusambandsins sem við eigum að fara eftir. Hún er er alveg skýr hvernig með skuli fara. En við kjósum í þessu tilviki að fara með þessi mál eftir smekk og hag hverju sinni þegar flóttamenn og hælisleitendur er um að ræða.
Við látum flóttamenn og hælisleitendur kúga okkur til hlýðni við sig og látum þá komast upp með að beita okkur ofbeldi til þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2012 | 21:16
Jón Gnarr
sat fyrir svörum í gærkveldi hjá Sigmari. Sá ætlaði nú aldeilis að grilla karlinn fyrir allt gifsaða fólkið sem datt á hálkunni. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Gnarrinn benti einfaldlega á að langflest af fólkinu hefði brotnað á einkalóðum sem Borgin hefði ekkert með að moka. Og svo hefði bara snjóað á snjó ofan á götunum og ekki hefði bara hafst við að moka. Það hrökk eiginlega ofan í Sigmar. Samt er nóg framboð af fólki til að skammast út í Gnarrinn vegna viðtalsins.
Hinn frómi Borgarstjóri viðurkenndi hreinskilnilega að hann hefði komið með fordóma inn í pólitíkina. Nú sæi hann að allt fólkið í pólitíkinni vildi bara láta gott af sér leiða. Enginn vildi skilja eftir sig einhverjar rústir. Margt hefði truflað sig í að vinna að stefnumálum sínum eins og til dæmis að redda ísbirni handa borgarbúum. Í stað þess hefði hann orðið að fara að redda Orkuveitunni. Þannig færu hlutirnir öðruvísi en menn ætluðu í pólitík.
Gnarrinn er skammaður fyrir Orkuveituhækkanirnar og niðurskurðinn þar. En höfðu ekki forverar hans á Borgarstjórastóli bara forsómað að láta gjaldskrá fyrirtækisins fylgja verðlagshækkuum þannig að nú var allt komið á heljarþröm? En gleymist kannski ekki aðalatriðið sem er hversvegna OR tapar á rekstri Hitaveitunnar meðan Hitaveita Seltjarnarness getur selt heitavatnstonnið á hérumbil helmingi lægra verði og grætt á því?.
Allavega virtist vera hægt að draga mikið saman í rekstrinum eftir regeringstíð Alfreðs Þorsteinssonar þegar fyrirtækið er svona sokkið í skuldir. Ætli hagræðingin hafi ekki gleymst ansi lengi undir þeim gömlu Borgarstjórum sem menn telja núna langt yfir Gnarrinn hafna?
Stendur Jón Gnarr þessu Borgarstjórafólki nokkuð afgerandi að baki yfirleitt? Er ekki mála sannast að hver meðalsnotur sem er getur verið góður Borgarstjóri alveg eins og góður bankastjóri ef viðkomandi er einlægur og heiðarlegur? Fer ekki fyrst að kárna gamanið þegar spillingin og ábyrgðarleysið heldur innreið sína eins og Glitnismálið er dæmi um? En nú er réttað yfir þeim aðilum sem urðu til þess með ábyrgðarleysi eða yfirlögðu ráði, að eyðileggja eignir okkar hluthafanna og sólunda fé bankans í fíflaskap sinn og taprekstur viðskiptafglapa. Þvílíkt slys var að fá þessa kóna Jón Ásgeir og Lárus Welding til valda í okkar gamla og góða banka sem áður var rekinn af ábyrgð og festu.
Það stafar vissan ljóma af mörgum gömlum Borgarstjórum sem maður man eftir. Geir Hallgrímsson kom eins og stormsveipur og malbikaði bæinn. Davíð Oddsson seldi Bæjarútgerðina og og braut land undir ný hverfi.
En baklandið var ef til vill ekki ekki eins traust og áður var í tíð seinni Borgarstjóra Íhaldsins. Vinstrimenn komust til valda og öllu hnignaði eins og ávallt gerist þegar svo ber til. Í tíð Ingibjargar Sólrúnar hröktust lóðalausir Reykvíkingar til Kópavogs í hrönnum. Borgaryfirvöld gleymdu til hvers þau voru kosin. En það er að skaffa rennandi vatn og rafmagn og byggingalóðir fyrir þá sem vilja. Flóknara er það ekki.
Er ekki bara Gnarrinn að reyna að redda málunum eins og hann hefur vit til. Hann býr við erfiða tíma og vont árferði. Mér finnst allt í lagi þó að ísbjörninn frestist og jafnvel fríu handklæðin í Laugunum. Karlinn er að reyna að gera sitt besta þó enginn viti kannski núna hvort hann verður endurkjörinn. Reykvíkingar kusu hann til að stjórna og þá er rétt að hjálpa honum við verkið frekar en að hrella hann.
Hann er bara Jón Gnarr!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2012 | 23:02
Hver er hallinn ?
á ríkissjóði hjá Steingrími þegar tekið er tillit til ógreiddra lífeyrisskuldbindinga opinberra starfsmanna?
Steingrímur hefur á sinni fjármálaráðherratíð einfaldlega stungið höfðinu í sandinn og látið sem þetta vandamál hafi ekki verið til. Minnir helst á gamla kratann Sighvat Björgvinsson sem lokaði ríkissjóði til þess að hallinn kæmi ekki í ljós. Vinstri menn hafa aldrei getað stjórnað fjármálum og Steingrímur er enn ein sönnun þess.
Á þinginu kemur eftirfarandi frma sem svar við fyrirspurn:
" Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins var áfallin skuldbinding A-deildar sjóðsins í árslok 2010 neikvæð um 4,2 milljarða kr. eða 2,5%. Heildarskuldbinding (þ.e. þegar til viðbótar við áfallna stöðu hefur verið tekið tillit til þeirra réttinda sem núverandi sjóðfélagar eiga eftir að ávinna sér í framtíðinni) var neikvæð um 47,4 milljarða kr. eða 12,0%.
Í árslok 2010 var áfallin skuldbinding B-deildar sjóðsins neikvæð um 320 milljarða kr. eða 62,5%. Heildarskuldbinding var hins vegar neikvæð um 350 milljarða kr. eða 12,0%.....
Á árinu 1999 ákvað fjármálaráðherra að ríkissjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar (og LH) umfram lagaskyldu. Þessar aukagreiðslur hafa verið háðar stöðu ríkissjóðs hverju sinni. Frá þeim tíma og til ársins 2010 nema þessar greiðslur samtals 85,3 milljörðum kr. (uppfært með verðbótum og hreinni raunávöxtun er þessi upphæð 146,5 milljarðar kr).
Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkissjóður muni svo fljótt sem aðstæður leyfa hefja aftur aukagreiðslur til sjóðsins til að dreifa greiðslum vegna bakábyrgðar til lengri tíma en ella. ...
...Ef gert væri ráð fyrir að ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð frá og með árinu 2012 þá yrði sú greiðsla að nema 7,8 milljörðum kr. í næstu 40 ár. Með því framlagi mundi sjóðurinn duga fyrir þeim skuldbindingum sem á honum hvíla. Greiðsla ríkissjóðs vegna bakábyrgðar kemur til viðbótar greiðslu lífeyrishækkana...."
Sem sagt fyrri fjármálaráðherrar íhaldsins borguðu um 15 milljarða á ári í þessa skuldbindingu. Steingrímur hefur látið sem hún væri ekki til þennan tíma sinn í ráðuneytinu. Hvar er nú allt grobbið hans um afrek sín í embætti? Hann skuldar meira en 50 milljarða fyrir fjárlögin sín. Það er nú öll snilldin hjá þessum monthana VG og í takt við annað hjá þessari ríkisstjórn.
Lífeyrisskuldbinding vegna opinberra starfsmanna er sem sagt orðin meiri en 350 milljarðar króna og vex stöðugt um milljarð á mánuði. Þetta lendir á þjóðinni. Til viðbótar þessu er sögð þúsundir milljóna skuldbinding hjá Reykjavíkurborg vegna sinna starfmanna sem enginn hefur eiginlega viljað tala um.
Það er sama sagan hér og í þýskalandi. Þjóðin á ekki fyrir eftirlaununum.
Svo hversu mikið höfum við lifað um efni fram?
Hver er hallinn í raun og veru á þessu þjóðarbúi okkar?
11.1.2012 | 08:09
Breastsave ?
kemur í hugann þegar maður les um þær 440 konur sem fengu sér silíkonpúða. Þetta var einhverskonar gargandi snilld að fá þessar nýju bungur til að örva margar hendur til að kramma og kreista með ófyrirséðum afleiðingum.
En nú þegar púðarnir eru sprungnir fellur kostnaðurinn á ríkið. Höfundurinn og sá sem hagnaðinn tók heldur bara áfram sinni daglegu iðju. Einhverjir Frakkar eru víst sökudólgarnir.
Icesave var líka gargandi snilld. Sú stefna var tekin eftir þjóðaratkvæðagreiðslu að nota þrotabúið til að greiða fórnarlömbunum í stað þess að skattgreiðendur borguðu allt sem útf stæði. Icesave lenti þannig ekki að fullu á skattgreiðendum;- ennþá að minnsta kosti.
En Breastsave?
10.1.2012 | 14:38
Þjóðin borgar
fyrir þrautir nýja varðskipsin okkar Þórs. Þær virðast ætla að teygjast á langinn. Glæsifleyið liggur viku eftir viku bundið við bryggju hér í Reykjavík og sagt er að ekkert virki til að gera við titringinn í vélunum sem hrista olíupönnurnar jafnharðan lausar.
Vera kann að sköpulag skipsins hafi raskast við slysið í skipasmíðastöðinni í Chile og fréttir greindu frá á sínum tíma. Undirritaður hefur oft velt fyrir sér hvort hinn forni byggingarmáti skipa hafi hér áhrif. En í skipasmíði eru vélar og gírar yfirleitt beintengdir eftir línu án hjöruliða á milli eins og til dæmis þegar menn byggja vörubíla. Þessi aðferð skipasmiða gerir það erfitt að láta vélbúnað ganga ef línunin hefur raskast.Þetta þóttist maður sjá á stuttum ferli í skipaútgerð fyrir margt löngu.
En ef maður veltir þjóðhagkvæmni varðskipabygginga fyrir sér, og ekki voru allir sannfærðir um þörfina fyrir þetta skip á sínum tíma, þá spyr maður sig, hvernig í veröldinni menn fengu það út að það borgaði sig að láta byggja skipið í S-Ameríku í stað þess að smíða það innanlands? Hefur ekki sjaldnast verið tekið tillit til þjóðhagkvæmni í samanburði tilboða og þess hvílík ruðningsáhrif smíði svona skips hefur í umhverfi sínu? Eru allir þeir skattar og innlend eyðsla sem inn koma af smiðunum yfirleitt metin rétt þegar tilboð eru borin saman?
Eru Íslendingar ekki sífellt að láta byggja skip og skrokka í útlöndum staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina? Horfa skammsýnt aðeins á krónur og aura? Á meðan deyr innlend þekking á skipasmíðum smám saman út í landinu. Er einhver leið að skilja það að hafa ekki látið ekki smíða varðskipið þór innanlands á sínum tíma? Ætli skipið væri ekki núna á sjó en ekki bundið við bryggju? Hverfur ekki mismunurinn á tilboðunum út um gluggann í viðgerðarkostnaði? Hefur þetta ekki allt skeð áður?
Megum við sjá reikninginn hæstvirtir borðalagðir Landhelgisstjórar? Þjóðin á nefnilega að borga reikninginn fyrir Þór.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2012 | 07:57
Hversu margar fórnir enn?
þurfum við að færa guðinum Schengen? Má bjóða honm líf íslenskra lögreglumanna og óbreyttra borgara?
Svo segir í Morgunblaðinu:
"Nýr veruleiki blasir við á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi en vísbendingar eru um að færst hafi í vöxt að félagar í erlendum og innlendum glæpahópum gangi vopnaðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju áhættumati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi hérlendis en þar segir einnig að lögregla hafi upplýsingar um að skammbyssum sé smyglað inn til landsins í einhverjum mæli og að teikn séu um að hér fari nú fram fíkniefnaframleiðsla til útflutnings...."
... Þá flokka fylla iðulega menn sem hlotið hafa herþjálfun erlendis og sýnt hafa af sér vilja til grófrar valdbeitingar, hömluleysi og hrottaskap...",
Þá segir einnig að umfang fíkniefnaframleiðslu hér á landi sé orðið það mikið að grunur leiki á að hluti framleiðslunnar sé fluttur úr landi. Reynist þetta rétt muni Íslendingar standa frammi fyrir kröfum um snörp viðbrögð og herta löggæslu."
Það verður ekki langt í það að kröfur komi fram um það að byssueign venjulegra íslenskra borgara og safnara verði takmörkuð. Byssur séu hættulegar. Slíkar frómar raddir leiða hinsvegar auðvitað glæpamenn til einkaréttar á byssueign með öllu sem því fylgir.
Hversvegna geta erlendir glæpamenn valsað hér út og inn meðan venjulegur Íslendingur kemst ekkert án vegabréfsins síns? Svarið er Schengen samningurinn sem Bretum datt ekki í hug að samþykkja þó þeir séu í ESB. En við erum auðvitað kaþólskari en páfinn eins og fyrri daginn með RARIk, Orkusöluna og allt það.Dæmdir brotamenn hafa valsað hér út og inn hvað sem endurkomubönnum líður.
Hversu miklar fórnir þarf Ísland enn að færa til að þjóna Evrópuhugsjóninni?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 3421111
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko