Bloggfærslur mánaðarins, október 2020
14.10.2020 | 13:47
Samfylkingarspekin
birtist í skoðunum Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarfulltrúa, og samkvæmt vefsíðu Samfylkingarinnar, varaformaður þess flokks. En hún lét hafa eftir sér um helgina að ríkið ætti að láta svo sem 50 milljarða renna til Reykjavíkurborgar.
Rök hennar voru að Reykjavík væri borg allra landsmanna og því ætti skattgreiðendum að vera ljúft og skylt að senda borginni þetta fjárframlag til að takast á við tekjufall vegna heimsfaraldursins.
Nú liggur fyrir að ólíkt ríkissjóði og öðrum sveitarfélögum hefur borgin hlaðið upp skuldum í mesta góðæri Íslandssögunnar.
Þessi Samfylkingarspeki gengur greinilega út á það að félagslegar skoðanir sósíalista sé þær einu réttu og skuli því kostaðar af almenningi án tillits til skoðana. Spurning er hvort 50 milljarðar séu árvisst framlag eða einskiptis?
Borgarlínan, þéttingarstefnan auk stóraukinnar félagsmálastarfsemi í Ráðhúsinu hefur skiljanlega kostað svo mikið fé að Reykjavíkurborg er sögð komin á vandræði vegna greiðslumats. Lánardrottnar séu farnir að efast um endurgreiðslugetu Borgarinnar.
Í ljósi þessarar kröfu er ekki úr vegi að skoða grein Ingunnar Ólafsdóttur formanns félags innri endurkoðunar:
"Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var farið af stað með endurskoðun á fjármálastjórn ríkisins. Eitt af því sem kom út úr þeirri vinnu voru lög um opinber fjármál nr. 123/2015. Markmið laganna er meðal annars að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum, skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn og virkt eftirlit með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár.
Nú standa yfir umræður á Alþingi um fjármálaáætlun fyrir árin 2021- 2025 og fjárlagafrumvarp ársins 2021. Ljóst er að skatttekjur munu dragast verulega saman og útgjöld ríkisins þenjast út vegna COVIDfaraldursins og þeirra ýmsu aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til við að milda höggið á fyrirtæki og einstaklinga.
Samanlagður halli áranna 2020 og 2021 stefnir í 600 milljarða og gert er ráð fyrir að skuldasöfnun ríkissjóðs stöðvist við 59% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2025 en til þess að það náist þarf að grípa til mikillar hagræðingar í rekstri ríkisins í lok tímabilsins. Þetta skuldahlutfall er langt umfram þau leyfilegu mörk sem koma fram í 7. gr. laga um opinber fjármál og því hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram frumvarp um breytingar á þeim þess efnis að greinin gildi ekki fyrir árin 2023-2025.
Rétt er að vekja athygli á 65. gr. laga um opinber fjármál sem ekki hefur verið innleidd nú þegar fimm ár eru liðin frá gildistöku laganna. Þar er kveðið á um að framkvæma skuli innri endurskoðun hjá ríkinu á grundvelli reglugerðar sem ráðherra setur. Innri endurskoðun hefur það hlutverk að stuðla að því að stjórnvöld nái markmiðum sínum með því að hafa óháð eftirlit með ráðstöfun fjármuna en einnig að meta hvort nýting þeirra sé hagkvæm og skilvirk og til þess fallin að ná settum markmiðum. Er þetta ekki rétti tíminn til að huga að innri endurskoðun hjá ríkinu?"
Það er því eðlileg og ábyrg Samfylkingarspeki að ríkissjóður hljóti að verða að borga hallann Degi B. og hans liði til dýrðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2020 | 13:01
Hvað kostar Kína?
okkur á Vesturlöndum?
Kínverska álið flæðir yfir heiminn og leggur allan okkar áliðnað í rúst. Fjarðarál er komið í stórtap og Straumsvík mun trúlega loka um leið og starfsmennirnir fara í sitt langþráða verkfall. Norðurál er líklega ekki að græða frekar en önnur vestræn álver.
Engum dettur í hug að Kínverjar framleiði áli ódýrara heldur en aðrir með kolakyndingu. Álverðið sé frekar ákveðið á stjórnarskrifstofum kínverska kommúnistaflokksins með tilliti til þess sem hægt er að selja það fyrir.Kínverjar eru óbundnir af venjulegum viðskiptalögmálum.
Hversvegna vestræn iðnaðarríki setja ekki verndartolla á kínverskt ál og fleiri vörur get ég ekki svarað. En bara starað máttlaus á meðan íslenskur áliðnaður er lagður í rúst og hundruðir Íslendinga missa lífsbjörgina sína. Allur hinn vestræni heimur verslar af skammtímahagsmunum sínum við Kína sem aldrei fyrr sem nú ætla að fara að selja okkur rafmagnsbíla til að kála okkar iðnaði.
Einhverjum þætti slík viðspyrna gegn Kína ekki ómakleg sem greiðsla upp í kínversku kórónuveiruna sem nú ríður húsum og Kínverjar eru ábyrgir fyrir. Trump var búinn að lofa Kínverjum því að þeir skuli fá hana borgaða. En tapi hann kosningunum er vandséð um að forysta fáist frá Bandaríkjunum um viðspyrnu og án þess gerist ekkert.
Biden og hans reynslulitla lið er ekki líklegt til stórræðanna og því ástæða fyrir Trump að aðgæta nú hvernig Kínverjar blanda sér í bandarísku Forsetakosningarnar.
Kína kann að kosta okkur meira en við sjáum í fljótu bragði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2020 | 14:16
Stjórnarskrárdellan
ríður húsum. Allskyns vinstra lið vill fá nýja stjórnarskrá án þess að útskýra hversvegna.
Til þess að eiga auðveldara með að framselja fullveldið til ESB?
Jafna kosningarétt?
Auðvelda skrílræði með beinu lýðræði vinstri manna?
Katrín Oddsdóttir skrifar:
"Í dag tók einhver valdakarl kæruleysislega ákvörðun um að láta þvo burt glænýtt myndlistarverk af vegg í eigu ríkisins. Auðvitað var það frábær hugmynd hjá honum, enda varla hægt að finna skynsamlegri leið til að eyða opinberu fé í heimsfaraldi en í það að þvo eina vegginn á þessu svæði sem var þrifalega málaður, enda spurði verkið: HVAR ER NÝJA STJÓRNARSKRÁIN?.
Spurningu sem valdhafar vilja að hverfi, því þeir una ekki þjóðinni því valdi að vera stjórnarskrárgjafinn. Kjósendur launuðu þennan hvítþvott með þeim allra mest töff hætti sem ég hef á ævinni séð. ÞEIR EINFALDLEGA FLYKKTU SÉR Á BAK VIÐ KRÖFUNA UM NÝJU STJÓRNARSKRÁNA.Akkúrat núna sprakk 30.000 undirskrifta markmiðið okkar!
Skilaboðin eru kristalskýr: Sama hvað má segja um langlundargeð Íslendinga gagnvart spillingu og rugli í okkar stjórnkerfi þá ætlum við EKKI AÐ LÁTA ÞAGGA okkur niður í þessu máli.
Höldum áfram því undirskriftasöfnuninni lýkur ekki fyrr en 19. október og við þurfum að sýna valdhöfum okkar í eitt skipti fyrir öll að við eigum nýja stjórnarskrá og við ætlum að fá hana lögfesta! Þeir geta skrúbbað þar til þeim blæðir en við gefumst ALDREI upp!www.nystjornarskra.is"
Þetta lið heldur því fram að það sé tilbúið með nýja stjórnarskrá frá 2012 sem Þorvaldur Gylfason hafi með öðrum skrifað.
Ég vil ekki sjá það plagg þar sem mér finnst það ekki gott og enda bara tillögur.
Við erum búin að vera með einhverja Stjórnarskrá síðan 1944 með breytingum. Stjórnmálamenn hafa sýnt að þeir fara sínu fram hvað sem henni líður. Ég bý við skertan atkvæðisrétt alveg sama hvernig veltur?
Kvótakerfið og EES og Schengen er óumbreytanlegt hvað sem Stjórnarskrá líður.
Ég þarf ekkert nýja Stjórnarskrá frá einhverjum litlum minnihluta kommúnista og Katrínar Oddsdóttur.
Meira en helmingi fleiri vildu viðhalda Reykjavíkurflugvelli. Dagur B.Eggertsson gaf ekki skít fyrir það álit og heldur áfram eyðileggingarstarfi sínu á flugvellinum. Þrengir götur og reynir að eyðileggja einkabílinn hvað sem fólki finnst annað.
Vandamálið er ekki Stjórnarskráin heldur stjórnmálamennirnir og allskyns þjóðmálaskúmar sem vilja neyða sínum vilja upp á aðra.
13.10.2020 | 13:55
Af hverju á ég?
að bera ábyrgð á svo mörgu mér ókunnugu fólki?
Hversvegna er það mitt mál ef einhver lætur stela af sér launum í vinnu sem hann réði sig í án þess að spyrja mig leyfis?
Ber enginn áhættu af neinu sem hann gerir nema ég?
Á ég á að borga öllum allt tjón sem þeir verða fyrir?
Af hverju ber ég ábyrgð á manni sem fer í ferðalag eftir þjóðvegi og lendir í slysi? Ekki bað ég hann um að fara? Ekki gat ég séð fyrir að hann myndi lenda í aðstæðum sem hann réði ekki við?
Ekki gat ég séð fyrir að vegyfirborðið væri sleipt vegna olíu. Er allur munur á því og ísingu? Eða roki?
Á ég að bera ábyrgð á að vegir séu ávallt hættulausir?
Flugvél ferst vegna ísingar í lofti? Hver á að borga? Ég vegna Flugmálastjórnar sem veiti flugheimild??
Af hverju ber ég ábyrgð á skaðanum en ekki þeir sem urðu fyrir honum eða komu sér sjálfir í veg fyrir ógæfuna án þess að spyrja mig?
Hvervegna finnst Sólveigu Önnu að ég eigi að bera skaðann af stolnum launum? Hver ber ábyrgð á að selja fyrirtæki vöru eða þjónustu sem það borgar ekki og fer í gjaldþrot? Alltaf ég?
Hvar endar það að aðrir eigi alltaf að fá borgað sitt tjón hjá mér?
13.10.2020 | 13:25
Vondur texti
og ekki sæmandi virðulegum manni eins og Þorsteini Siglaugssyni að skrifa þetta um dr. Kára Stefánsson í framhaldi af því að Þorsteinn er fylgjandi öðrum sóttvarnaraðgerðum en Kári hefur talað fyrir.
"Kári Stefánsson hefur af því beina hagsmuni að markvissum, hnitmiðuðum aðgerðum sé ekki beitt. Hann er búinn að setja allt eigið fé ÍE í að taka stjórnvöld hérlendis í gíslingu til að treina faraldurinn, svo markaðurinn fyrir lyf og mótefni Amgen haldist óskertur. Það væri versta martröð lyfjafyrirtækjanna ef litla Ísland tæki upp skynsamlega stefnu og kláraði þetta mál með lágmarks dánartíðni. Meira og minna öll önnur lönd myndu fylgja í kjölfarið.
Auk þess er Kári Stefánsson ekki meiri sérfræðingur í farsóttum en ég og þú. Hann var einu sinni taugalæknir, það er allt og sumt. Hefur ekki einu sinni lækningaleyfi á Íslandi eftir því sem ég best veit.
Sérfræðingarnir sem standa á bak við Barrington yfirlýsinguna ERU hins vegar sérfræðingar í farsóttum og lýðheilsu. Ég tek meira mark á þeim sem eru sérfræðingar í faginu sem þeir eru að tjá sig um en þeim sem eru það ekki.
Hvernig þú ferð að því að fá það út að markviss vernd snúist um að sleppa öllu lausu er algerlega óskiljanlegt. Hún snýst einmitt um að halda veirunni algerlega frá þeim sem hún er lífshættuleg, þar til hættan er liðin hjá.
Og flautaþyrilshátturinn er einmitt það sem við erum að upplifa. Tæpast ímyndar þú þér að þótt það takist að keyra smitið niður tímabundið í þessari viku sé farsóttin bara horfin? Nei, þá verður, eins og flautaþyrlarnir hafa lýst yfir, slakað aftur á í næstu viku, og hringavitleysan heldur áfram. Og aftur. Og aftur. Ekkert farinn að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig Halldór?"
Ég tel að Barrington stefni mínu lífi og jafnöldrum beinlínis í hættu þar sem ég tel að sú millileið og óskhyggja um ónæmt starfsfólk sem þeir boða muni ekki virka.Lífslíkur mínar minnka eftir því sem almennum smitum fjölgar úti í þjóðfélaginu
Mér finnst það ekki rökrétt að Kári vilji framlengja pestarástandið sem lengst til þess að geta selt bóluefni Amgen þegar það verður tilbúið.
Ég get ekki fallist á þau sjónarmið sem Þorsteinn gerir að sjónarmiðum dr. Kára að hann hafi önnur sjónarmið en að hann vilji bjarga mannslífum sem læknir.
Mér finnst þetta vondur texti um mann sem er búinn að leggja sig fram um að hjálpa þjóð sinni eins og Kári er búinn að gera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2020 | 10:13
Munum eftir þeim
sem eru ekki ólíklegir til að styðja inngöngu í ESB þó þeir sumir hverjir liggi frekar lágt um þessar mundir af praktískum ástæðum. En það má ekki láta neinn af þeim komast upp með að sigla undir fölsku flaggi og glæpast til að styðja þá af öðrum ástæðum.
"Það er einkar fróðlegt að sjá listann um framkvæmdaráð "Já Ísland" og hverjir eru eða voru félagar Helga þar.*
* Meðal fulltrúa í framkvæmdaráði "Já Ísland" má nefna eftirfarandi áberandi aðila í stjórnmálum, viðskiptum og á fleiri sviðum þjóðlífsins:
Andrés Pétursson, verkefnastjóri hjá Rannís, hefur oft talað fyrir ESB.
Albertína Elíasdóttir, þá verkefnastjóri atvinnumála Akureyri, nú þingkona Samfylkingar og var ákafur talsmaður þriðja orkupakkans.
Árni Björn Guðjónsson, húsgagnasmíðameistari
Árni Zophoniasson, eigandi Miðlunar ehf.
Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur, bróðursonur Jóns Baldvins; fyrrv. blm. Fréttablaðsins.
Baldur Dýrfjörð, forstöðumaður (fv.starfsm.Samfylk.?)
Baldur Þórhallsson, prófessor, styrkþegi Evrópusambandsins.
Baldvin Jónsson, viðskiptafræðingur
Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur
Bjarni Þór Sigurðsson, verkefnastjóri og varaformaður VR
Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður
Bolli Héðinsson, hagfræðingur
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur, samfylkingarkona.
Brynhildur Pétursdóttir, þáv. alþm., nú frkvstj. Neytendasamtakanna.
Davíð Stefánsson, þá ráðgjafi, síðar ritstjóri Fréttablaðsins, er það enn.
Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur, fv. forstj. Varnarmálastofnunar og frkvstj. Kirkjuþings, form. utanríkismálanefndar Viðreisnar 2016.
Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, fv. fréttam., bróðir Þórólfs prófessors.
G. Valdimar Valdemarsson, kerfisfræðingur.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri, maður Helgu Völu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður, vinsæll söngvari
Guðjón Sigurbjartsson, frkvstj., hefur skrifað margar áróðursgreinar fyrir ESB í Morgunblaðið og Fréttablaðið og beitt sér innan Sjálfstæðisflokksins.
Guðmundur Gunnarsson, fv. formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Steingrímsson, fyrrv. alþingismaður Framnsóknarflokks og síðan Samfylkingar, nú Fréttablaðspenni.
Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, fv. forsetaframbjóðandi, ekkja Ólafs Hannibalssonar.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.
Hanna Katrín Friðriksson, fv. blm. Mbl., nú alþm. "Viðreisnar".
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, nú þingkona Samfylkingar.
Helgi Jóhann Hauksson, stjórnmálafræðingur.
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri, nú 100% eigandi Fréttablaðsins
Helgi Pétursson, tónlistarmaður.
Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP
Hörður Unnsteinsson, stjórnmálafræðingur
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, fv. skólastjóri.
Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingism. og fv. varaform. Samfylkingar
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, form. SVÞ
Oddný G. Harðardóttir, alþingism., fv. ráðherra og form. Samfylkingarinnar
Óttarr Ólafur Proppé, fv. alþingismaður.
Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur, nú borgarfulltrúi Viðreisnar.
Pétur J. Eiríksson, hagfræðingur.
Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, aðgerðakona mikil, var í framboði til Alþingis fyrir Samfylkinguna 2016.
Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur, stjórnarformaður Stika.
Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur, fv. blm. á Fréttablaðinu
Sveinn Hannesson, frkvstj. Gámaþjónustunnar, framarlega í röðum atvinnurekenda.
Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur, reit blaðagreinar með ESB-inngöngu.
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrv. alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fjárfestir.
Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull, forstj. CCP, sat í "stjórnlagaráði".
Vilmundur Jósefsson, fv. formaður Samtaka atvinnulífsins.
Þorkell Helgason, fv. orkumálastjóri, sat í "stjórnlagaráði"
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra.
Ýmsir í þessum hópi voru beintengdir við Áfram-hópinn svokallaða, sem barðist af hörku fyrir því, að Íslendingar skyldu borga kröfur Breta og Hollendinga til ríkissjóðs okkar vegna Icesave-málsins!
Meðal formanna "Já Ísland" hafa verið Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi alþm. og ráðherra, sömuleiðis fyrrv. formaður "Viðreisnar" og mikill stuðningsmaður Icesave-svikasamninganna, og Jón Steindór Valdimarsson (kosinn form. í sept. 2014), var í framboði til Stjórnlagaþings 2010, en náði ekki kjöri, nú alþingismaður Viðreisnar."
Stöku nöfn á listanum valda mér óvæntum áhyggjum og ég verð að muna eftir þeim hvað framhaldið varðar.
12.10.2020 | 23:20
Hver á að borga?
er spurning sem menn velta fyrir sér ef þeir nenna að hlusta á gersamlega óábyrgan málflutning forystumanna stjórnarandstöðunnar, Loga, Þorgerðar og Ingu Sæland. Heimta bara meira fyrir þá sem þau halda að kjósi þá kannski.(Ég nenni ekki að minnast á eða hlusta á Pírata)
"Hver á að borga þetta?
Þannig svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Oddný Harðardóttir vakti athygli á að Norræna ráðherranefndin gaf út skýrslu um hvernig ójöfnuður hefur vaxið á Norðurlöndunum og hvað þyrfti að gera til að vinna gegn ójöfnuði.
Aðalatriðið er að stjórnvöld sjái til þess að bætur almannatrygginga, barnabætur og húsnæðisbætur fylgi raunverulegri launaþróun og að gjaldtaka í velferðarkerfunum sé sem minnst.
Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það standi til að breyta 69. gr. laga um almannatryggingar þannig að stöðva megi þá gliðnun sem er á milli launamanna og þeirra sem eiga allt sitt undir greiðslu almannatrygginga, sagði Oddný Harðardóttir.
Bjarni Benediktsson: En spurningin sem æpir á mann í þessu sambandi er:
Hver á að borga þetta?
Hver á að borga þegar bæði ellilífeyrir almannatrygginga og örorkulífeyrir hefur hækkað á fjárlögum um u.þ.b. helming?
Við höfum á sjö, átta árum tvöfaldað fjárhæðina í fjárlögum.
Og eftir situr spurningin þegar menn koma hingað og segja að þetta sé bara alls ekki nóg:
Hver á að borga þetta?
Manni blöskrar ábyrgðarleysið sem stjórnarandstaðan sýnir alla daga .
Bara hækka allt en spyrja aldrei:
Hver á að borga þetta?
12.10.2020 | 13:46
Eyðimerkurstefnan
leikur lausum hala hjá Hjörleifi Guttormssyni. Hann lofsyngur sveitarfélag fyrir styrjöld gegn lúpínunni. Væntanlega myndi hann vilja sjá höfuðborgarsvæðið leggjast í þá styrjöld líka.
Ég man umhverfi æsku minnar í nágrenninu. Gróðurlaus holt og urðir sem nú er undi grænu teppi jurtarinnar.
Ég man Haukadalsheiðina sem var eyðimörk en nú víða þakin lúpínubreiðum þar sem birkibrúskar skjóta upp kollinum yfir lúpínunni.
Ef menn vildu ná árangri í útbreiðslu birkis ættu þeir hugsanlega að dreifa lúpínufræði með því til að birkið vaxi betur í áburðinum sem lúpínan framleiðir.
Ég veit ekki hvert Hjörleifur vill stefna nema að hverfa aftur til eyðimarkanna fyrir lúpínuna.
12.10.2020 | 13:35
Schengen er óvinur
íslenskra hagsmuna. Af því stafa margvísleg vandræði sem að okkur sækja. Stórfellt atvinnuleysi útlendinga sem við höfum enga þörf fyrir.
Haukur Ágústsson skrifar þarfa grein um þetta fyrirbrigði sem virðist ver undir sérstakri vernd Björn Bjarnasonar og þar með Sjálfstæðisflokksins, sem þó hefur ekki verið spurður álits í heild sinni nýlega.
Haukur skrifar:
"28. september síðastliðinn birtist góð grein í Morgunblaðinu undir heitinu Útihurðina af hjörunum. Höfundurinn er Örn Gunnlaugsson. Í greininni er fjallað um þá vitleysu sem uppi er í móttöku flóttamanna hér á landi og þá minnihlutahópa sem fara fram í nafni pólitískrar rétthugsunar kallandi sig rödd meirihluta almennings hér í landi, þó að þeir hafi ekki snefil af umboði til slíks. Einnig er rætt um hlut ýmissa aðila, svo sem Rauða krossins og lögfræðinga.
Þessu gerir höfundur greinagóð skil. Við hefði mátt bæta döngunarleysi yfirvalda, sem heykjast á því að framfylgja lögbundnum ákvæðum og missa allt í brók í ótta sínum við uppdiktaðan almannavilja. Þannig beygja þau sig lúalega fyrir hinni innantómu og fáránlegu pólitísku rétthugsun. Í þessu efni er ekki úr vegi að rifja upp hvað það er, sem veldur því, að hingað upp á klakann koma flóttamenn, sem oftlega er réttara að kalla ólöglega innflytjendur. Menn, sem jafnvel eru skilríkjalausir, hafa ekki sótt um hvort heldur dvalarleyfi eða landvist, en ætlast til þess, og njóta til þess fulltingis góðmenna, að fá hér annað þessa og helst hið síðara.
Schengen-sáttmálinn
Í suðausturhorni smáríkisins Lúxemborgar er lítil víngerðarborg, sem heitir Schengen. Árið 1985 komu þar saman hugsjónamenn á vegum ESB, sem þá hét reyndar Evrópska efnahagssvæðið EES (Evrópusambandið, ESB, varð til upp úr efnahagssvæðinu árið 1993), og undirrituðu hinn svokallaða Schengensáttmála, en hann náði á þeim tíma til Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Hugsjónamennirnir, sem ætíð hafa í raun ráðið för á öllum ferli þess fyrirbæris sem í samtímanum kallast Evrópusambandið, litu á sáttmálann sem skref í áttina að hinum stóra draumi um sambandsríki Evrópu í anda Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem hin einstöku þjóðríki mundu heyra sögunni til og við tæki ein allsherjarvaldstjórn yfir öllum þeim ríkjum sem gengið hefðu undir stjörnufána sambandsins. Að því að koma þessari draumsýn í verk hafði verið unnið mest með leynd allt frá því að fyrsta fyrirbærið, Kola- og stálsambandið, varð til árið 1951, en það stóð til ársins 1957, þegar EES varð til, formlega árið 1958.
Schengen-sáttmálinn snýr framar öðru að afnámi landamæra og landamæraeftirlits á milli þeirra ríkja sem eru aðilar að honum og þar með frjálsri för þegna þessara ríkja á milli og innan þeirra. Einnig kveður hann á um það að tryggja skuli öryggi borgaranna innan ríkjanna. Með þessu átti að fylgja samvinna löggæsluaðila þátttökuríkjanna og um leið viðhlítandi gæsla á ytri landamærum alls Schengen-svæðisins og þar með talið á hafsvæðum. Hið síðastnefnda hefur aldrei verið annað en í skötulíki.
Því hefur reyndin orðið sú, að eiginleg landamæragæsla, einkum á Miðjarðarhafi og Eyjahafi, hefur engan veginn verið fyrir hendi, heldur hefur verið miklu frekar um að ræða frjálsa för fólks inn á Schengen-svæðið; tíðast með fyrirgreiðslu fólkssmyglara og aðstoð mannvinasamtaka af ýmsum toga.
Hafi þessir menn, sem fréttamiðlar ástunda að kalla flóttamenn, drepið tá á schengenska grund, eiga þeir rétt á uppihaldi og málsmeðferð á kostnað móttökuríkisins í samræmi við hina svokölluðu Dyflinnar-reglugerð (frá árinu 1997 með áorðnum breytingum). Ísland Árið 1996, í tíð annars ráðuneytis Davíðs Oddssonar, gerðist Ísland þátttakandi í Schengensamstarfinu.
Ekki er ljóst í raun hvað olli, en ef til vill hefur verið um að ræða þá þjónkun eða undanlátssemi sem því miður hefur allt of oft einkennt viðbrögð íslenskra ráðamanna þegar ESB hefur átt í hlut, svo sem mýmörg dæmi sanna bæði í nútíð og fortíð.
Hver sem ástæðan hefur verið var ákvörðunin um þátttöku hrapallega vanhugsuð og illa grunduð. Með henni varð smáríkið Ísland landamæravörður Schengensvæðisins í vestri og átti að afgreiða alla, sem úr þeirri átt komu, en um leið varð landið opið fyrir óhindruðu flæði fólks af ýmsum og iðulega óæskilegum toga úr austri í samræmi við ákvæðin sem undir var gengist.
Hvað hefur gerst hér?
Hvað hefur af hlotist?
Jú, til landsins hefur átt frjálsa för fólk án skilríkja; iðulega fólk sem hefur flækst á ólöglegan hátt og án eftirlits um lönd innan Schengensvæðisins (samanber frétt í Morgunblaðinu 16. sept. sl.). Í samræmi við ákvæði Dyflinnar-reglugerðarinnar á það rétt á uppihaldi og málsmeðferð, eins og Örn Gunnlaugsson rekur í grein sinni.
Einnig hefur okkur borist ýmis misheiðarlegur lýður sem hefur valdið usla með mörgum hætti innan okkar samfélags, svo sem skipulögðum ránum og jafnvel barsmíðum og ýmsu verra.
Það verður ekki séð að aðild að Schengen-svæðinu hafi orðið okkur Íslendingum til heilla. Miklu frekar hið gagnstæða. Þessa aðild ætti því að endurskoða niður í kjölinn. Verði það gert ítarlega og fordómalaust af mönnum sem ekki eru haldnir hugsjóna- eða eiginhagsmunaviðhorfum er allt eins líklegt að niðurstaðan verði sú að aðildin hafi verið yfirsjón og að fyrir hana skuli bæta með því að slíta samstarfinu hið snarasta"
Verjendur kerfisins hafa látið mikið með að úr því berist upplýsingar um glæpamál. Ekki hefur almenningur orðið mikið var við gagnsemi þess miðað við afköst skipulagðra brotahópa í landinu og því að yfirvöld virðast ekki vita gjörla um ferðir allra útlendinga eða verustaði hérlendis.
Mér finnast orð Hauks kalla á umræðu um Schengen án þess að verjendur rjúki upp með slíku offorsi að kveðið sé í kútinn hið snarasta með allsherjar QED.
Sér í lagi er ástandið í stjórnlitlu aðstreymi hælisleitenda í skipulögðum flugvélaförmum að kalla eftir nauðvörn okkar þar sem við ráðum ekki við þennan fjölda sem hingað vill koma.
Schengen samningurinn er óvinur Íslands sem við verðum að horfast í augu við ekki seinna en strax.
12.10.2020 | 04:29
Barrington bullið
á þessum tímapunkti er algerlega út úr kú.
Það er ávísun á allherjar dauða núna þegar við íslendingar erum hugsanlega að ná utanum ástandið.
Þorsteinn Siglaugsson vill sleppa öllu lausu með stuðningi þessa fólks::
" Við undirrituð erum sérfræðingar í smitsjúkdómum og lýðheilsu og höfum djúpar áhyggjur af því tjóni sem núverandi aðgerðir gegn COVID-19 hafa á líkamlega og andlega heilsu fólks. Við leggjum til nálgun sem við köllum markvissa vernd.
Við komum bæði frá vinstri og hægri, frá ólíkum svæðum heims, en höfum helgað krafta okkar því að vernda fólk. Núverandi hindranir hafa hörmulegar afleiðingar fyrir lýðheilsu til skemmri og lengri tíma. Meðal afleiðinganna (svo fáeinar séu nefndar) eru samdráttur í bólusetningum barna, verri útkoma sjúklinga með hjartasjúkdóma, færri krabbameinsgreiningar og versnandi andleg heilsa. Allt leiðir þetta til aukinnar dánartíðni á komandi árum, þar sem lágstéttirnar og yngri kynslóðirnar bera stærstan hluta tjónsins. Það er hrópandi óréttlæti að meina nemendum að sækja skóla.
Það mun valda óbætanlegu tjóni að halda þessari stefnu áfram þar til bóluefni verður fáanlegt, og þeir sem verst standa verða fyrir hlutfallslega mestum skaða.
Til allrar hamingju fer þekking okkar á veirunni vaxandi. Við vitum að dánarlíkur af COVID-19 eru meira en þúsundfalt hærri hjá öldruðum og veikum en ungu fólki. Raunar eru COVID-19 hættuminna börnum en margir aðrir sjúkdómar, þar á meðal inflúensa.
Eftir því sem ónæmi byggist upp meðal almennings dregur úr smithættu hjá öllum hópum, þar á meðal þeim viðkvæmustu. Við vitum að á endanum næst hjarðónæmi um allan heim, þ.e. smitstuðull nær jafnvægi, og að bóluefni getur hjálpað til við þetta (en er ekki nauðsynlegt). Af þessum sökum ætti markmið okkar að vera að lágmarka dauðsföll og samfélagslegt tjón þar til hjarðónæmi hefur náðst.
Mannúðlegasta nálgunin, þar sem jafnvægi ríkir milli áhættu og ávinnings meðan hjarðónæmi næst, er að þeir sem eru í lágmarkshættu fái að lifa eðlilegu lífi í því skyni að byggja upp náttúrulegt ónæmi gagnvart veirunni, meðan þeir sem í mestri hættu eru njóta betri verndar en nú er. Þetta köllum við markvissa vernd.
Aðgerðir til að vernda hina viðkvæmu ættu að vera meginmarkmið viðbragða gegn COVID-19. Til dæmis ættu hjúkrunarheimili að notast við starfsfólk sem þegar hefur náð ónæmi og framkvæma tíðar PCR prófanir á öðru starfsfólki og gestum. Breytingar á starfsmannahópi ættu að vera sem minnstar. Eldra fólk sem býr heima ætti að fá matvöru og aðrar nauðsynjar sendar heim. Þegar mögulegt er ætti það að hitta ættingja utandyra fremur en innandyra. Fylgja ætti ítarlegum og fullnægjandi leiðbeiningum, þar með talið varðandi heimili þar sem fleiri kynslóðir búa saman, og samsetning þeirra er auðveldlega á færi sérfræðinga í lýðheilsu.
Þeim sem ekki eru í hættu ætti strax að leyfast að taka upp eðlilegt líf. Allir ættu að stunda einfaldar sóttvarnir, svo sem handþvott og halda sig heima í veikindum til að lækka þröskuld hjarðónæmisins. Skólar og háskólar ættu að vera opnir og kennsluhættir eðlilegir. Tómstundastarf á borð við íþróttir ætti að vera með eðlilegum hætti. Ungt fólk sem er í lítilli hættu ætti að stunda störf sín með eðlilegum hætti í stað þess að vinna að heiman. Veitingastaðir og önnur fyrirtæki ættu að vera opnir. Menningar-, lista- og tónlistarlíf ætti að hefjast að nýju. Fólk í meiri áhættu gæti tekið þátt í slíku ef það kýs, meðan samfélagið í heild nýtu þeirrar verndar sem hjarðónæmi veitir þeim sem veikastir eru fyrir.
Höfundar:
Dr. Martin Kulldorff, professor of medicine at Harvard University, a biostatistician, and epidemiologist with expertise in detecting and monitoring of infectious disease outbreaks and vaccine safety evaluations.
Dr. Sunetra Gupta, professor at Oxford University, an epidemiologist with expertise in immunology, vaccine development, and mathematical modeling of infectious diseases.
Dr. Jay Bhattacharya, professor at Stanford University Medical School, a physician, epidemiologist, health economist, and public health policy expert focusing on infectious diseases and vulnerable populations.
Einnig undirritað af:
Dr. Rajiv Bhatia, physician, epidemiologist and public policy expert at the Veterans Administration, USA
Dr. Stephen Bremner,professor of medical statistics, University of Sussex, England
Dr. Anthony J Brookes, professor of genetics, University of Leicester, England
Dr. Helen Colhoun, ,professor of medical informatics and epidemiology, and public health physician, University of Edinburgh, Scotland
Dr. Angus Dalgleish, oncologist, infectious disease expert and professor, St. Georges Hospital Medical School, University of London, England
Dr. Sylvia Fogel, autism expert and psychiatrist at Massachusetts General Hospital and instructor at Harvard Medical School, USA
Dr. Eitan Friedman, professor of medicine, Tel-Aviv University, Israel
Dr. Uri Gavish, biomedical consultant, Israel
Dr. Motti Gerlic, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel
Dr. Gabriela Gomes, mathematician studying infectious disease epidemiology, professor, University of Strathclyde, Scotland
Dr. Mike Hulme, professor of human geography, University of Cambridge, England
Dr. Michael Jackson, research fellow, School of Biological Sciences, University of Canterbury, New Zealand
Dr. Annie Janvier, professor of pediatrics and clinical ethics, Université de Montréal and Sainte-Justine University Medical Centre, Canada
Dr. David Katz, physician and president, True Health Initiative, and founder of the Yale University Prevention Research Center, USA
Dr. Andrius Kavaliunas, epidemiologist and assistant professor at Karolinska Institute, Sweden
Dr. Laura Lazzeroni, professor of psychiatry and behavioral sciences and of biomedical data science, Stanford University Medical School, USA
Dr. Michael Levitt, biophysicist and professor of structural biology, Stanford University, USA.
Recipient of the 2013 Nobel Prize in Chemistry.
Dr. David Livermore, microbiologist, infectious disease epidemiologist and professor, University of East Anglia, England
Dr. Jonas Ludvigsson, pediatrician, epidemiologist and professor at Karolinska Institute and senior physician at Örebro University Hospital, Sweden
Dr. Paul McKeigue, physician, disease modeler and professor of epidemiology and public health, University of Edinburgh, Scotland
Dr. Cody Meissner, professor of pediatrics, expert on vaccine development, efficacy, and safety. Tufts University School of Medicine, USA
Dr. Ariel Munitz, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel
Dr. Yaz Gulnur Muradoglu, professor of finance, director of the Behavioural Finance Working Group, Queen Mary University of London, England
Dr. Partha P. Majumder, professor and founder of the National Institute of Biomedical Genomics, Kalyani, India
Dr. Udi Qimron, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel
Dr. Matthew Ratcliffe, professor of philosophy, specializing in philosophy of mental health, University of York, England
Dr. Mario Recker, malaria researcher and associate professor, University of Exeter, England
Dr. Eyal Shahar, physician, epidemiologist and professor (emeritus) of public health, University of Arizona, USA
Dr. Karol Sikora MA, physician, oncologist, and professor of medicine at the University of Buckingham, England
Dr. Matthew Strauss, critical care physician and assistant professor of medicine, Queens University, Canada
Dr. Rodney Sturdivant, infectious disease scientist and associate professor of biostatistics, Baylor University, USA
Dr. Simon Thornley, epidemiologist and biostatistician, University of Auckland, New Zealand
Dr. Ellen Townsend, professor of psychology, head of the Self-Harm Research Group, University of Nottingham, England
Dr. Lisa White, professor of modelling and epidemiology, Oxford University, England
Dr. Simon Wood, biostatistician and professor, University of Edinburgh, Scotland "
Nei takk. Reynum fyrst að ná áttum áður en við tökum upp Barrington bullið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko